Er þátttaka í flokkspólitík mannskemmandi?

StrengjabrúðaStjórnmálaflokkar eru í eðli sínu sundrunarungaröfl í þjóðfélaginu. Tilvist þeirra byggir á ósætti og ágreiningi við aðra flokka.  Þeir virðast á yfirborðinu vera vettvangur fyrir fólk sem vill láta að sér kveða í mótun mannlífsins í okkar samfélagi en eru, þegar á hólminn er komið, lymskuleg aðferð til að koma í veg fyrir raunverulegt lýðræði.

Þar sem fólk er þvingað með einu eða öðru móti til að greiða atkvæði með því sem það telur ekki vænlegt, er ekkert lýðræði.

Um leið og þú gengur til liðs við stjórnmálflokk, undirgengst þú að styðja stefnu flokksins eins og hún er skilin og útfærð af leiðtogum hans. Til að komast til áhrifa í flokknum þarftu að sýna hollustu þína við klíkuna sem stjórnar honum.

KindarúlfurÞannig er pólitík ekki um málefni eða fólk, heldur vald. Flokkakerfið er með öðrum orðum kerfi til að fela vald fámenns hóps sem íklæðir sjálfan sig og flokkinn sauðargæru lýðræðis. 

Í raun bjóða þeir ekki upp á neitt lýðræði, heldur blekkja fólk til að halda að flokkspólitíkin sé hinn eina og sanna birtingarmynd þess. Ef þú villt taka þátt í stjórnmálum þarftu að loka augunum fyrir þessum augljósu staðreyndum.

Ef þú ætlar að komast til áhrifa innan stjórnmálaflokks þarftu að tileinka þér starfsaðferðir hans og endurspegla þar með sundrungaráhrif hans. Ef þú kemst á þing, verður þú að styðja flokkinn í öllum mikilvægum málum, hvort sem þér líkar betur eða verr. Samtryggingaráhrifin eru afar gagnleg til að tryggja að þú gerir ekkert annað. Þess vegna er heldur ekki  neinn sóttur til saka þegar illa fer eins og komið hefur vel í ljós á síðasta misseri. Í besta falli verða fundnir einhverjir blórabögglar og þeim hent fyrir ljónin. En kerfið blífur eins og nýlegar skaðaannakannanir sýna glögglega.

Niðurstaðan hlýtur að vera að það sé mannskemmandi að taka þátt í flokkspólitík. Hún grefur undan sjálfsvirðingu fólks og gerir það ónæmt fyrir muninum á réttu og  röngu. Hið rétta í þeirra augum er það sem flokksforystan ákveður.

Það skrýtna er að þrátt fyrir oft hatramma og líkamlega slítandi baráttu til að halda völdum, enda forystumenn flokkana, oftar en ekki, ævi sína óhamingjusamir og hugsjúkir. Þeirra eigin takmörk verða þeim ljós og enginn er þakklátur gamla þreytta hundinum þegar nýr "Alfa" er tekinn við.

Þess vegna ber að leggja alla stjórnmálaflokka niður og taka upp persónukosningar til Alþingis þar sem bannað er að bjóða sig fram í nafni stjórnmálasamtaka eða flokka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel orðað og orð í tíma töluð. Það tók við nýr flokkur í stjórn og hann hegðar sér alveg eins og hinir. Flokkarnir eru ekki að skila vinnu sinni fyrst og fremst til þjóðarinnar heldur til flokksins. Þannig miðar öll vinnan ekki að því að vinna saman heldur að stefna flokksins fái brautargengi, hvort sem það hentar þjóðinni hverju sinni.

Hins vegar tel ég betra að blanda saman flokka og einstaklingskerfi. Sér í lagi þar sem einstaklingar geti boðið sig fram til stjórnunnar í framkvæmdavaldi.

Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 02:25

2 identicon

Hjartanlega sammála. Hef verið að velta fyrir mér hvort tryggð fólks við flokka sé sprottin af trúarþörf. Það eitt skýrir hversu mikið grettistak það er fyrir fólk að flytja atkvæði sitt á milli flokka.

Ragnheiður

Ragnheiður Rósarsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 09:04

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Algerlega sammála.

Bjarni Harðarson, 14.3.2009 kl. 12:28

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég held ég geti tekið undir hvert orð.

Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband