Prófkjör, er það ekki gott nafn á matvöruverslun?

Gert við ÞjóðarskútunaÞað er víst voðalega mikilvæg helgi gengin í garð. Fólk um allt land er að velja þá lýðskrumara sem það vill helst sjá leiða framboðslistana í komandi kosningum.

Nú verða allir að gera upp við sig hvort virkar betur á þá; lopapeysa í stað jakkafata á  eða lýsta stutta hárið í stað þess móleita og tjásulega.

Framboðsræðurnar eru birtar í bunum hér á blogginu með formlegum ávörpum á fundarstjóra og alles. Þær segja nánast ekkert um frambjóðendur og eru fullar af sömu klisjunum og notaðar hafa verið undanfarin ár við sömu aðstæður, með einni og einni setningu inn á milli sem er örðuvísi og á að gefa í skyn að viðkomandi hafi verið á landinu síðastliðna mánuði og lesið blöðin.

Þeir sem eru nýir reyna að höfða til þess að það sé ekki komið í ljós enn þá hvernig hjartalag þeir hafi og því beri að kjósa þá umfram þá sem þegar hafa sýnt það.

Ég get ekki annað en óskað þeim öllum góðs gengis og vona að sem flestir vinni og nái því sæti á framboðslistunum sem þeir óska sér að sitja í.  Að öðru leiti vísa ég til bloggfærslu minnar hér á undan þessari.

Ég minni líka á það margkveðna að engin þjóð á betri stjórn skilið en hún kýs yfir sjálfa sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Sprikl þeirra sem eru í prófkjöri þessa helgi virka ekki á mig.

Arinbjörn Kúld, 14.3.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svanur, það versta er að stundum fáum við stjórn sem við kusum ekki. Nenni hins vegar ekki að lesa orðræður stjórnmálamann, búin að heyra þetta allt, mörgum sinnum.

Rut Sumarliðadóttir, 14.3.2009 kl. 14:19

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Prófkjör, er það ekki gott nafn á matvöruverslun?       Þú ert snillingur Svanur, þetta er langbesta verslunar eða fyrirtækisnafn sem ég hef heyrt lengi fyrir utan gamla góða: "Svik og Prettir hf".

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 14.3.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Já svo er hægt að tala um opið prófkjör og lokað prófkjör :)

Stjórnmálin eru skrítin og lýðræðið ekki fullkomið. Samst líklega það skásta sem fundið hefur verið upp. Varstu ekki í síðustu færslu að mæla með persónukjöri?  Prófkjör eru þó altént aðgerð í þá veru. Það mætti svo hugsa sér að kjósa bara einstaklinga án flokka eins og þú nefnir.  En ætli menn færu ekki líka að sjá einhverja meinbugi á því ef af yrði. 

Takk annars fyrir frábæra pistla og þessa miklu vinnu sem þú ráðstafar til þess að skemmta og fræða okkur blogglesara.

Þorsteinn Sverrisson, 14.3.2009 kl. 17:42

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Verslun segir þú. Ef um matvöruverlsun er að ræða þá er þá fer lítið fyrir ferskvöru og farið að slá í það sem er til.

Finnur Bárðarson, 14.3.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband