Aftökur í Kína - Ath.Myndir ekki fyrir viðkvæma

2008-01-2962-215Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna vestrænar þjóðir, Ísland þar á meðal, kjósa að meðtaka Kína nánast athugasemdalaust inn í samfélag siðmenntaðra þjóða á meðan fjölda-aftökur fólks sem lítið sem ekkert hefur sér til saka unnið, viðgangast þar.

Hafi sú ákvörðun að verðlauna Kína með því að fá þá til að halda ólympíuleikanna í ár, átt að stuðla að opinni umræðu og jafnvel einhverjum tilslökunum í mannréttindamálum þeirra, sjást þess engin merki enn sem komið er.  

Árið 2006 voru 1010 manns teknir af lífi í Kína og 2790 manns var dæmt til dauða. Sum manréttindasamtök segja þá tölu vera umtalsvert hærri eða allt að 8000 manns.

china_death_penaltyFjöldaaftökurnar fara fram með þeim hætti að hópnum er ekið afsíðis, að opinni fjöldagröf, böðlarnir segja fólkinu að opna muninn svo skotið fari örugglega í gegn þegar hleypt er af í hnakkagrófina. Þeir sem neita að opna muninn er gefin "dauðasprauta".

Fólkið hefur sumt verið dæmt fyrir afbrot sem mundu á vesturlöndum varða sektum eða fáeinna daga fangelsun, eins og að höggva niður tré eða stela farsímum.

Engin efast lengur um að Kína er að verða voldugasta ríki heimsins frá efnahagslegu sjónarmiði. Athugaðu hvernig heimili þitt mundi líta út ef þú tækir í burtu allt það sem búið er til í Kína.

Kína eykur umsvif sín í Afríku og suður Ameríku með hverju degi sem líður og heldur verndarhendi yfir mannréttindabrotum þeirra landa sem þeir eiga viðskipti við.

Getuleysi Vesturlanda til að hafa áhrif á stjórnvöld þeirra landa sem verstu mannréttindabrotin fremja virðist algjört. Enda eru þau vel flest  búin að selja Peking sálu sína fyrir ódýrar afurðir og aðgang að mörkuðum þeirra. - Er eins um okkur?

abc_execution3_080215_sshHvers vegna styðjum við Íslendingar Kína með þátttöku í þessu sjónarspili sem ólympíuleikarnir eru þeim? Allt stefnir í að ólympíuleikarnir verði stjórnvöldum í Kína ekki minni áróðursherferð en þeir voru Hitler árið 1936.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ef þú værir Kínverji Svanur, værirðu þegar dauðadæmdur fyrir þennan pistil.

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.6.2008 kl. 19:28

2 identicon

Svo framarlega sem það þjónar hagsmunum okkar sem og annarra þjóða að eiga gjöful samskipti/viðskipti við Kína, verður það gert.  Það er fátt einfaldara að líta framhjá mannréttindabrotum þegar fjármagn er annars vegar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Skattborgari

Veskið skiptir meira máli en náungin. Alltof margir hugsa svona.

Flest ríki hugsa fyrst um sína þegna þess vegna finnst þeim mannrétindi í Kína skipta minna máli en að fá vörur frá Kína ódýrt.

Skattborgari, 26.6.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú ættir kannski að bera spurninguna beint undir Bjössa, sem er hér bara á næstu síðu

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 19:30

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

systir vinkonu minnar er á ferðalagi í Kína, í þessum töluðu orðum. vinkona mín hefur verið að blogga um málefni Tíbets. hún (systirin) bað hana að senda sér EKKERT um Tíbet, þar sem Kínverjarnir eru með fjölda manns í að mónitora netsamskipti. hún var meira að segja í vafa með hvort henni væri óhætt að lesa blogg systur sinnar meðan hún væri í Kína.

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 19:33

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Til að bæta gráu ofan á svart þá fær fjölskylda þess sem tekinn var af lífi reikning fyrir byssukúlunni svo að ríkið þurfi nú ekki að tapa of miklu á þessu. Hámark ósvífninnar.

Aðalsteinn Baldursson, 26.6.2008 kl. 19:57

7 Smámynd: Gulli litli

Ég Þakka bara fyrir ad vera ættadur nordan ú landi. Mjög Þörf umræda...

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 20:22

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Aðalheiður; Eflaust. En frelsið færir ábyrgð og við erum sem betur fer frjáls til að segja okkar skoðun. Verst að þær virðast hjáróma.

H.T.Bjarnason og Skatti; Það er náttúrulega óþolandi og gerir okkur meðsek.

Brjánn; Þeir hafa auðvitað nóg af fólki í hvað sem er.

Aðalsteinn; Munaðarleysingjaheimilin eru full af börnum sem hafa misst foreldra sína annað hvort í fangelsi eða þeir hafa verið teknir af lífi. Fordómarnir gagnvart eftirlifandi ættingjum þeirra sem hafa verið aflífaðir eru svo miklir að makar þeirra flýja, breyta um nafn og skilja eftir sig börnin.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.6.2008 kl. 20:29

9 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Verst er þó að fólkið sjálft er alið upp í þessu öllu saman... Það var kínverskur skiptinemi með mér í tímum í lögfræðinni hér á Akureyri og það var blátt áfram átakanlegt að hlusta á hana, flytja sína stjórnskipunarkenningu (constitutional theory). Hvernig hún bar lof á Sosialinn og hve miklu betra væri að 'vitrir' menn hefðu vit fyrir fólkinu o.s.frv. Við vorum öll sem lömuð á eftir og máttum ekki mæla. Hún trúir svo innilega á allt heila klabbið.

Aðalheiður Ámundadóttir, 26.6.2008 kl. 21:17

10 identicon

Það að við og aðrar þjóðir horfum framhjá þessu er vegna hagsmunatengsla... það má alveg líkja þessu við trúrbrögð þar sem fólk horfir framhjá hryllingsverkum gudda vegna mögulegra verðlauna... same thing :)

Sorry ég tengi svo mikið í trú.. en ef þú spáir í þessu þá er samnefnari fyrir hendi ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 22:44

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

sæll DrE. Ekkert að fyrirgefa. Það má alveg horfa á þessa atburði út frá trúarbrögðum eða skorti þar á.

Kínverjar hafa lengi stært sig af að stjórnkerfi þeirra og lög séu algjörlega secular og eimuð af öllum trúarlegum kenningum um siðferði. Þar er á ferð blanda af kommúnisma og kapítalisma sem bæði eru secular kerfi. Þeir gera einfaldlega það sem hagkvæmast er til að stjórna 1.3 milljarði manna.

Vesturlönd eru aftur á móti mikið mótuð af hugmyndum trúarbragða, reyndar að svo miklu leiti að flestar þessara trúarlegu hugmynda um helgi mannlífsins og þessháttar eru orðnar secular, þ.e. hluti af lögum og siðferðilegum viðmiðum þjóðanna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.6.2008 kl. 23:12

12 Smámynd: Skattborgari

Það er ekki hægt að rökræða við margt fólk sem heldur að það sé með það eina rétta í höndunum t.d kristna, múslima og marga aðra hópa.

Skattborgari, 26.6.2008 kl. 23:14

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Skatti. Hér er nú verið að tala mest um aðgerðir stjórnavalda sem telja sér til tekna að vera trúfrjálsir. Og svo er ég að gagnrýna okkur Íslendinga fyrir að ætla að taka þátt í að hylla þessa stefnu með þátttöku í stærsta áróðursbragði þeirra hingað til, Ólympíuleikunum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.6.2008 kl. 23:22

14 Smámynd: Skattborgari

"Kínverjar hafa lengi stært sig af að stjórnkerfi þeirra og lög séu algjörlega secular og eimuð af öllum trúarlegum kenningum um siðferði. Þar er á ferð blanda af kommúnisma og kapítalisma sem bæði eru secular kerfi. Þeir gera einfaldlega það sem hagkvæmast er til að stjórna 1.3 milljarði manna.

Vesturlönd eru aftur á móti mikið mótuð af hugmyndum trúarbragða, reyndar að svo miklu leiti að flestar þessara trúarlegu hugmynda um helgi mannlífsins og þessháttar eru orðnar secular, þ.e. hluti af lögum og siðferðilegum viðmiðum þjóðanna."

Ég var að kommenta á þessa athugasemd þína áðan.

Ólymypíulekarnir eru pólitískt tæki eins og margt annað í dag. 

Skattborgari, 26.6.2008 kl. 23:27

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

OK :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 26.6.2008 kl. 23:28

16 Smámynd: Skattborgari


Ekki gott að vera réttdræpur í 2 löndum Kína og Iran en sem betur fer er auðvelt fyrir þig að forðast þau. Iran útaf því að þú ert Bahái og í kína ef stjórnvöld sjá þessa færslu.

Skattborgari, 26.6.2008 kl. 23:37

17 Smámynd: Árni þór

Já það er gott að búa á Íslandi, var að lesa magnaða bók sem er til á Íslensku og heitir himnamaðurinn, sjá slóð;

http://crossroad.to/Excerpts/books/faith_under_fire/heavenly-man.htm

Árni þór, 27.6.2008 kl. 00:28

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skatti; Eins og einhver í bíó sagði I´ll be back...

Þrymur: Íranir eiga afar ljótar hefðir til aflífunnar óvina sinna ímyndaðra eða raunverulegra. Þeir höfðu lengi vel á þann hátt að fela ákveðinni atvinnustétt að aflífa fólkið og notuðu þá menn þau tól sem stéttinni tilheyrði til að murka lífið úr fórnarlambinu. Til dæmis notuð járnsmiðir skeifur sem þeir negldu á þann dæmda sem svo var gert að hlaupa um göturnar uns hann varð örmagna.

T.V&K; Já afar gott á Íslandi í skjóli fjalla þar sem ekkert kemur okkur í koll nema eigin græðgi. Takk fyrir linkinn:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 00:45

19 identicon

Yfirvaldið í svona löndum er orðið að guðinum, Maó, Stalín, Kim il bla bla; setja sjálfa sig eða ríkið sem almættið, eða hér um bil.
Eru svona veraldlegir guðir

DoctorE (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 01:11

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mikið sammála DrE.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 01:19

21 Smámynd: Kreppumaður

Sennilega er fólk tekið af lífi í Kína til þess að þeir verði ekki eins og BNA, þar sem eitt prósent af þjóðinni situr í fangelsi og hálfprósent vinnur við að vakta þá sem þar dúsa.  Það yrði eflaust meira að segja Kínverjum ofviða að byggja tukthús fyrir 13 milljónir manna!

Kreppumaður, 27.6.2008 kl. 02:39

22 Smámynd: Sigurður Árnason

1010 er kannski ekki svo mikið við íbúafjölda í Kína, Það eru fleiri eins og til dæmis Íran, Sádi-Arabía, Pakistan, Bandaríkjamenn sem stunda dauðarefsingar líka, en í minna mæli en sá mælikvarði svipaður eða meiri hjá þeim löndum þar sem íbúafjöldi er mun minni, en hjá kínverjum. Íran hefur líflátið 317 á árinu og miðað við íbúafjölda þeirra, er það eins 6340 hjá kínverjum. Sádi-Arabar hafa líflátið 143 á árinu og það væri eins og um það bil 10.000 í Kína.

Í Íran og Sádi-Arabíu eru dauðarefsingar út af mun saklausari hlutum en hjá Kínverjunum eins og framhjáhald og að sofa hjá fyrir hjónaband, og ekki má gleyma móðgun við fornaldarmann.

Bandaríkjamenn nota líka dauðarefsingar, en það sem er öðruvísi hjá þeim, er að þeir nota refsingar við alvöru glæpi eins og morð og barnanauðganir, sem er réttlætanlegt, þótt mér þyki lífstíðardómari betri og erfiðari fyrir glæpamanninn.

Þetta er náttúrulega hræðilegt samt og ég vona að þessar ómannúðlegi aðferðir verði settar af sem fljótast og að þjóðir heims sem hafi lagt af dauðarefsingar gagnrýni og þrýst hart að þeim sem nota þær enn. Ég tel ef fólk er líflátið þa erum við að svipta manneskjuna mikilvægu lærdómi sem hún fengi frekar inni í fangaklefa þar sem hún fengi að iðrast gjörða sinna og læra af röngum gjörðum sínum. Efnahagslegir hagsmunir hafa því miður of mikið að segja hjá mörgum þjóðum að það þora einfaldlega ekki að gagnrýna þessar þjóðir, því það gæti komið niður á þeirra hlut.

Sigurður Árnason, 27.6.2008 kl. 02:42

23 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Brjánn, Evrópusambandið hyggst setja LÖG um hvað megi og ekki megi segja á Netinu. 

Ætli það veri margir í starfi þar, við að skoða hvað við pikkum hér(við erum í EES)?

Bara skoða sér nær.  Stóri Bróðir

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.6.2008 kl. 08:37

24 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þörf áminning. Slítum stjórnmálasambandi við Kína!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2008 kl. 09:00

25 identicon

Evrópusambandið ætlar ekki að setja þessi lög, það er ein kona sem er með einhverjar tillögur sem reyndar mæta mikilli andstöðu. Svona reynir fólk að sverta ESB við hvert tækifæri, grípa eitthvað svona í lausu lofti og búa til loftbelg úr lítilli blöðru.

Ég er algjörlega á móti þessum hugmyndum um skert ritfrelsi og málfrelsi yfir höfuð. En að staðhæfa að ESB ÆTLI að setja þessar hugmyndir í framkvæmd er aðeins of mikið.

Valsól (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 09:06

26 identicon

Sammála, slítum stjórnmálasambandi við Kína. Verum fyrstir þjóða til að ganga fram með góðu fordæmi. Reyndar hef ég heyrt að Kína eigi svo mikið af dollurum að þeir geti kollvarpað þeim litla stöðugleika sem eftir er í heiminum bara ef þá langar til.

Valsól (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 09:09

27 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Það virðist vera ríkjandi óttastjórnun hjá flestum stærri ríkjum heims, því eru opinberar aftökur notaðar til að viðhalda óttanum við refsingar ríkisins, við úðum gasi á fólk og berjum það með kylfum fyrir framan myndavélarnar, hvert samfélag hefur sýna aðferð til að halda uppi lögum og reglum, hvort sem vit er í þeim lögum og reglum eða ekki.

Hvort er mannúðlegra að skjóta fólk opinberlega eins og Kínverjar gera, eða kvelja úr því líftóruna með rafmagni, að sið Bandaríkjamanna, mér finnst báðar aðferðir villimannslegar en vildi sjálfur fá hnakkaskotið en vera brenndur lifandi með rafmagni.

Óttastjórnunarkerfin eru gamall arfur frá fornöld, sem erfitt virðist ganga að losna við, enda víða beitt á vinnustöðum enn í dag.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.6.2008 kl. 09:53

28 identicon

En hvernig er hægt að kaupa ekki lengur vörur frá kína? Erum við ekki alltaf að segja veljum íslenskt- en mikill hluti af því sem við köllum íslenskar vörur eins og margt frá hinu íslenska 66° er búið til í kína og það á við svo margt sem við teljum íslenskt að það er búið til fyrir okkur af fólki í fjarlægum löndum þar sem vinnuaflið er bæði ódýrara og með ekkert múður!

neytandi (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:49

29 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kurr; Ég hef grun um að tárin í Kína séu fleiri en tárin sem feld eru fyrir Kína. Takk fyrir innleggið.

Kreppumaður; Veit ekki betur en að  kínverskir fangar séu ódýrt vinnuafl fyrir stjórnvöld. Ég held líka að þessar aftökur og fáránlegu lög við minniháttar brotum sé viðhaldið  til þess að halda fólki í skefjum eins og Þorsteinn Valur bendir á.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 11:56

30 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Grétar;  Ég er ekki viss um að neitt af þessum rökum dugi. Kína hefur haft núna 8 ár til að taka til, þó ekki væri nema til að sýna lit. Ekkert hefur áunnist í mannréttindamálum þar. Þeir hafa verið í stöðugri efnahagslegri þenslu í 30 ár og síðustu 10 ár á hraðferð upp á við. Það eina sem þeim virðist vera annt um er peningurinn og heiðurinn. Ísland á að mótmæla kröftuglega og draga sig út úr þátttöku á ÓL 2008 og ganga á undan með góðu fordæmi eins og Valsól segir. EF að stjórnmálasambandsslit fylgja í kjölfarið, þá það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 12:05

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sigurður Árna; Íran er undir alþjóðlegu viðskiptabanni og engin álítur Sauda viðræðuhæfa um mannréttindi. Þangað fara engir óL í bráð allavega. USA heldur verndarhendi yfir Sádum og Kína yfir Íran. Þarna ráða olíuhagsmunir mestu.

Neytandi; Við höfum selt Peking sál okkar.

Bjarni; Takk fyrir athugasemdina.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 12:13

32 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vilhjálmur; Það yrði næsta skref. Við fáum nú ekki sæti á öryggisráðinu í blóra við Kína. Þetta er allt saman tengt. Ísland er með þessu öryggisráðs-brölti sínu búið að missa sakleysi sitt og sjálfstæði.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 12:17

33 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það sem ég tek aðallega frá þessu er að farsímaþjófnaðir séu afar sjaldgæfir í Kína eiginlega nánast óþekktir miðað við að þarna eru nokkur hundruð milljónir farsíma.

Hvað ætli þeir geri við morðingja, nauðgara, bankaræningja og aðra stórglæpamenn? Þetta er 1300 milljóna manna batterí og án þess að ég hafi tölur um það gæti maður ímyndað sér að morð, rán, nauðganir og aðrir stórglæpir teljist samanlagt í milljónum. Þannig að amk. hundruð þúsunda hljóta að vera handtekin fyrir slíkt. Ef þeir skjóta þúsund manns á ári og hluta þess fyrir að stela farsímum og höggva tré hvað gera þeir þá eiginlega við restina? Gætirðu nokkuð tékkað á því hjá heimildamönnum þínum Svanur?

Baldur Fjölnisson, 27.6.2008 kl. 14:54

34 identicon

Eftir að hafa komið til Kína og upplifað land og þjóð frá fyrstu hendi uppgvötaði ég eftirfarandi: Maó og hans lið framdi stærri glæp gegn fólki og menningu en nokkur annar stburður af svipuðu tagi í nýlegri mannkynssögu. Að "morðin" á Torgi hins himneska friðar" voru réttlætanleg vegna þess að þau þjónuðu heildinni til lengri tíma litið (svo má spyrja hvort morð sé nokkurntíman réttlætanlegt) og að lokum þá er það alveg afskaplega merkilegt hvernig við (hin vestræni heimur) reynum aftur og aftur að dæma annan heim og menningarsvæði með okkar ágætu gildum - sem í flestum tilfellum passa alls ekki. Ef við viljum að sá sem kemur til Íslands taki tillit til okkar sögu og menningar þá ættum við að gera það sama þegar við rýnum inn í frjarlægan - ólíkan menningarheim.

með vinsemd og virðingu

Finnbogi

Finnbogi Marinósson (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 14:58

35 identicon

Hvernig væri að fara aftur að horfa jákvæðum augum á blessaða Bandaríkjamennina. 

Ólafur B. Jónsson (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 18:16

36 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Baldur Fjölnisson. Heimildir mínar eru m.a. Amnesty International Sjá hér. Það sem er merkilegt við afbrot í Kína er að þau eru miklu minni heldur enn á Vesturlöndum. Alla vega eru flestar aftökurnar fyrir spillingu þ.e. varrækslu og mútur.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 19:47

37 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Finnbogi reit:

Ef við viljum að sá sem kemur til Íslands taki tillit til okkar sögu og menningar þá ættum við að gera það sama þegar við rýnum inn í frjarlægan - ólíkan menningarheim.

Hvað er það í menningu Kína sem gerir það að verkum að mannslíf eru þar minna metin en gengur og gerist. Er það arfleifð Mao eða eitthvað annað? Ég er vel fús til að finna ástæðuna. En það kemur ekki í veg fyrir að ég óski eftir að hún verði upprætt. Þegar að voldugasta ríki veraldar, eins og sumir segja Kína vera orðið, ber fyrir sig menningarlegum gildum sem flest voru mótuð fyrir minna enn öld, til að verja óhæfuverk sín, er rétt að setja spurningamerki við þróunina. Ekki er það Kóran sem þeir eru að rembast við að misskilja eins og Íranir og Sádar gera. Varla er það Taoismi, Buddismi eða Konfúsíusar kenningar. Engir þeirra boða aflífun fyrir minni háttar afbrot. Hvaðan koma þessi "menningarverðmæti" Kínverja?

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 19:58

38 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Ólafur. Hefurðu komið til Texas nýlega? :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 20:00

39 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég fór að velta fyrir mér við lestur þessa bloggs.. hvorir taka fleiri af lífi árlega miðað við höfðatölu.. usa eða kína.. 

Óskar Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 23:13

40 Smámynd: inqo

ég bíð eftir að það finnist líf á öðrum hnöttum og ég geti lesið blogg um "mannréttindabrot" þar. og svo verða safnanir á rúv vegna hamfara t.d. segulstorma.

heimurinn hefur stækkað svo mikið á síðustu 100 árum. ég nenni ekki einu sinni að spá í þessi brot í kína eða íran. það er sama með ykkur, eina sem þið gerið er að blogga um þetta en ekki grípa til aðgerða. að sitja hjá er sama og gera ekkert. 

inqo, 27.6.2008 kl. 23:20

41 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óskar Þorkelsson. Mannréttindasamtök halda því fram að opinberar tölur um þetta í Kína séu falsaðar og að tala þeirra sem eru aflífaðir þar sé allt að 8000 á ári. Ef það er rétt, eiga þeir metið, hands down.

Ingólfur Kristjánsson reit; "að sitja hjá er sama og gera ekkert."

Ég er sammála þessu og er einmitt að benda á þetta í grein minni og hvað sé t.d. hægt að gera.  

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 23:37

42 Smámynd: fellatio

ég held að fólki sé bara alveg sama um þetta. mér finnst t.d. skrítið að útvarpsstöðvar hér séu að spila tónlist með kynferðisafbrotamönnum, fólk flykktist á tónleika með manni dæmdum fyrir barnaklám. fólki er bara nokk sama um svona lagað þó það sé að pústa eitthvað út á bloggi eða í kaffitímum. besta dæmið er bara spillingin í stjórnkerfinu okkar, það er öllum sama.  þetta er eins og með mannréttindabrot, við nennum ekki að gera neitt, viljum ekki koma óróa á okkar góða líf.

fellatio, 27.6.2008 kl. 23:50

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll fellatio; Ég er á því að þú hafir nokkuð til þíns máls. Við erum treg til að fórna fyrir málstað sem kostar okkur óþægindi og krónur. En fyrr eða síðar, kemur að því að eitthvað gefur sig og það verður vakning. Á meðan þarf að halda málstaðnum lifandi. Það hafa þegar 1000 manns skoðað þessa síðu bara í dag og það er merki um að fólk hefur áhuga og láta sig þessa hluti varða. Út um allan heim er fólk að blogga og ræða eins og þú lýsir. Og ég mundi ekki vilja vera yfirmaður öryggismála Í Kína þega Ól hefst.  Þeir sem hafa tjáð sig eru flestir á því að þessu ranglæti verði að svara. Dropinn holar steininn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.6.2008 kl. 00:02

44 identicon

Hef haft óbeit á kínverskum stjórnvöldum allt frá því ég "Aðeins eitt barn" þar sem hjúkrunarfræðingur sem tók þátt í þessu ógeði leysti frá skjóðunni um hvað var nákvæmlega í gangi, hvaða aðferðir voru notaðar og afleiðingar barneignarlaganna sem voru vægast sagt hörmulegar. Þetta er besta og versta bók sem ég hef nokkurn tímann lesið og óteljandi sinnum varð ég að leggja hana frá mér til að melta viðbjóðinn og gráta ógæfuna. Mæli sterklega með henni.

Falun Gong var annað, Tíbet má ekki gleyma heldur.....

Sammála því að sniðganga allt sem merkt er með "Made in China" þó svo að það gæti verið erfitt þar sem margt sem framleitt er í kínverskum svitasjoppum er falið á markaðnum undir allt öðrum vörumerkjum. En væri það nóg? Eru kínversk stjórnvöld jafn viðkvæmir fyrir áliti umheimsins eins og sagt hefur verið? Ég held ekki. Uppræting kommúnismans væri kannski það sem myndi bjarga þeim?

Vil benda á grein Jóhönnu K.  frá árinu 2000 en lítið hefur breyst síðan þá.

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 17:29

45 identicon

Þessi grein þín lýsir fordómum gegn kommúnistaflokki Kína.  Það eru bara fáeinir öfgamenn sem standa fyrir aftökunum.  Flestir kínverskir kommúnistar (u.þ.b. 1100.000.000 manns) eru besta fólk. 

Þú finnur ekkert í ritum Marx, Leníns eða Maós sem að réttlætir svona lagað.  Setningar í þessum ritum sem fjalla um eignaupptöku, fangelsanir og aftökur hafa allar verið teknar úr samhengi af öfgamönnum og framkvæmdar af fólki sem eru ekki í raun og veru kínverskir kommúnistar.

Svo má benda á að aftökur eru stundaðar víðar.  T.d. í Japan og Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru eins og allir vita grimmasta og óréttlátasta þjóð heimsins.  Aftökur eru líka stundaðar í hinum múslímska heimi en það er nú allt vegna misskilnings öfgamanna líka.

marco (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 13:42

46 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

marco reit;

Flestir kínverskir kommúnistar (u.þ.b. 1100.000.000 manns) eru besta fólk. 

Hárrétt.

Stjórnvöld bera ábyrgð á löggjöfinni og framkvæmd hennar. Þau eru ábyrg.

Svanur Gísli Þorkelsson, 5.7.2008 kl. 14:06

47 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þótt kína sé "kommunistaríki" þá eiga menn að fara varlega í það að stimpla alla kínverja sem kommunista.. svo eru þeir nær 1.3 milljörðum en 1.1 .  Held reyndar að fæstir í kína séu kommunistar... 

Óskar Þorkelsson, 5.7.2008 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband