Tiffany, litla föla andlitið á bak við gardínudruslurnar.

_44785603_sabrina226Af og til heyrir maður í fréttum um svo hræðilega hluti að það fer um mann ískaldur hrollur. Slíkar voru fréttirnar af Austurríkismanninum Fritz sem hélt dóttur sinni fanginni í mörg ár og gat með henni börn. Í kvöld voru rifjaðir upp í fréttum hræðilegir atburðir sem áttu sér stað í Scarborough Arms kránni, í Upperthorpe, Sheffield í September á síðast liðnu ári. Tilefni fréttaupprifjunarinnar var að dómur er genginn í málinu.

Sabrina Hirst var 22 ára móðir þriggja ára stúlku sem hét Tiffany. Sabrina rak krá með fósturföður Tiffany litlu, Róbert Hirst að nafni.

Í skítugu rottugreni fyrir ofan krána geymdu þau Tiffany litlu. Engar myndir eru til að Tiffany og  þeir fáu sem vissu af tilvist hennar lýstu henni sem fölu andliti á baki við rifnar gardínudruslur í glugga einum fyrir ofan krána. Þessi þrjú ár sem hún lifði var þetta herbergi heimur hennar. Þegar að lík hennar fannst fyrir tilviljun nokkru eftir dauða hennar vó líkami hennar minna en venjulegs eins árs barns. Hún hafði dáið úr sulti og vannæringu og lá samanhnipruð í horni herbergis sem var lýst af lögreglunni sem "greni fullt af mannasaur, pöddum og rottum." Beint fyrir neðan herbergið á kránni skemmti fólk sér á hverju kvöldi við neyslu á mat og vínföngum.

Í réttinum kom fram að sama dag og Tiffany dó hafði móðir hennar átt langt símtal við vinkonu sína_44786051__44785710_rhirst226[1] um erfiðleika við að koma mat ofaní hundinn sem hún átti.

Dómarinn sagði í dómsorði að hann hefði aldrei orðið vitni að slíku  hirðuleysi foreldris gagnvart barni sínu og þetta væri versta manndráps mál sem hann hafi meðhöndlað.

Sabrína (sjá mynd) var dæmd í 12 ára fangelsi eftir að hafa viðurkennt manndráp. Róbert Hirst (sjá mynd) hinn 44 ára fósturfaðir Tiffany fékk 5 ára fangelsisdóm fyrir níðingshátt sinn.

Hér er að finna nákvæmari frétt af þessu máli. Einnig er fjöldi annarra greina vítt og breitt um netið um þetta mál.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ógeðslegt að hugsa til þess að foreldrar séu til sem bera ekki meiri virðingu en þetta gagnvart börnunum sínum.

Alltof lágir dómar að mínu mati. 

Skattborgari, 28.6.2008 kl. 00:26

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Guðlaug; Sheffield Recorder Judge Alan Goldsack

Skatti; Athyglisvert að þú skulir hafa minnst á virðingu fyrir mannslífinu. Ég var að hugsa um hvað hafi orðið af þessari innbyggðu móðurást sem á að vera svo sterk og allt það.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.6.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Á fólk ekki til ást eða kærleik, er spurt. Sem betur fer er ekki allt fólk eins og það sem lýst er hér. Ekki ferkar en allir karlar séu sekir um það sem einstaka maður gerir til dæmis nauðganir. Það er ekki hægt að dæma allan kynþáttinn fyrir óhæfuverk einstakra níðinga. Ég er sammála því að dómarnir sem þetta fólk fær séu alltof vægir.

Marta Gunnarsdóttir, 28.6.2008 kl. 01:49

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Móðirin og stjúpinn eru greinilega mannleysur, ekki hæf til þess að kallast manneskjur.  Svona grimmd er alveg óskiljanleg.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.6.2008 kl. 02:16

5 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Grimmd mannskepnunnar er engin takmörk sett. Það er hreint með ólíkindum að lesa æ ofan í æ um foreldra sem að misbjóða svo börnum sínum að það er eins og úr verstu hryllingsmynd. En raunveruleikinn er oft verri en skáldskapurinn. Þessi frétt, og eins þessi eru til merkis um þetta.

Aðalsteinn Baldursson, 28.6.2008 kl. 05:07

6 identicon

Ég veit um íslenskan föður sem sagði við íslenska barnsmóður sína að nýja konan í lífi hans vildi ekki að hann væri í sambandi við barn sitt.  Þannig að það virðist vera að nýjir makar ráði talsverðu um samband foreldra við börn sín.  Að fullorðið fólk sé tilbúið að fórna börnum sínum fyrir nýjan maka.  það er þvi miður til svona fólk og hvað veit maður hvað þessi "kráareigandi" hafi verið til í að taka að sér barn annars manns?  Og barninu því fórnað!

móðir (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 08:02

7 Smámynd: Gulli litli

Hæðilegt......Ætlar þú bara að skrifa um fólk sem fær mann til að missa trúna á mannkynið?

Gulli litli, 28.6.2008 kl. 10:34

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Gulli; Nei , nú ætla ég að taka mig á og skrifa um eitthvað afar jákvætt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.6.2008 kl. 11:05

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þegar bandarískir sálfræðingar ræddu við böðla nasistana eftir stríð til þess að komast að því hvað það var sem gat fengið venjulegt fólk til þess að sýna samborgurum sínum þvílíka grimmd.. og niðurstaðan var "skortur á samúð".  Þessir menn voru í alla staði venjulegir menn.. nema að þeir höfðu þróað með sér samúðarleysi.. þetta samúðarleysi og  "mér er alveg sama" syndrome er að aukast í borgarþjóðfélögum í dag.

Óskar Þorkelsson, 28.6.2008 kl. 13:08

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Hippókrates. Það er enn í gangi rannsókn á hver þáttur barnaverndaryfirvalda er í málinu. Þau komu að því og höfðu afskipi af málinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.6.2008 kl. 14:19

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óskar; Sé það satt að samúðarleysi sé að aukast, verðum við að spyrja; af hverju?

Þakka Kurr, Aðalsteini, Jónu, Mörtu og Móður þeirra athugasemdir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.6.2008 kl. 14:25

12 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ef barni er rænt og farið illa með það..... þá á barnið alltaf "einhverja von um að mamma eða pabbil komi og bjargi því".  Ung börn trúa á foreldra sína eins og guði.   "Trú og Von" er það sem getur haldið manneskjum á lífi óendanlega. Þetta barn átti aldrei neina trú né von á neinni björgun.  Þetta barn var dauðadæmt fyrirfram.  Ömurlegur dauðdagi.

Þetta er ömurlegri dauðdagi en að fá að deyja fyrir hendi "venjulegs" mannræningja/morðingja.  Móðirin fékk dóm eins og mannsbani í fylleríisslagsmálum í Austurstræti, 101-Rvík og "fósturfaðirinn" meðseki eins og að hafa smyglað nokkrum kg af hassi.

Kveðja

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 28.6.2008 kl. 18:25

13 Smámynd: Mofi

Allt, allt of láir dómar... hræðilega sorlegt!

Mofi, 2.7.2008 kl. 15:37

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hárrétt athugað Sigurbjörn.

Sammála Þér Mofi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband