Embættið skúffufyrirtæki forsetans

Enn og aftur sannast það að atvinnu-pólitíkusum er ekki treystandi á neinn hátt. Þeir eru ætíð til sölu og þess vegna aldrei samkvæmir sjálfum sér eða hollir einhverjum ákveðnum málstað.

Það má kaupa þá á marga vegu og ófyrirleitnir gróðabrallarar eru duglegir að finna gjaldmiðilinn sem viðkomandi atvinnupólitíkus er í þörf fyrir þá stundina. 

 Ólafur Ragnar Grímsson fer fremstur fyrir flokki þessara loddara sem spila endalaust með almenning og nota til þess  flokkspólitík sem mettuð er hagsmunagæslu. - 

Ólafur Ragnar Grímsson er og verður forsetinn sem minnst verður fyrir það að hafa eyðilagt embættið sem hann gegndi, svipt það tiltrú og trausti sem borið var til þess. 

Ólafur Ragnar, heldur að hann og kona hans séu hafin yfir öll lög og geti hagað sé eins og hann vill. Hann hefur gert embættið að jafn sóðalegum vettvangi sérhagsmuna og gróðabralls og útrásarvíkingarnir gerðu með skúffufyrirtækin sín. Ekkert er sem sýnist og allt gert til að blekkja almenning. Honum tókst með Icesave að vekja á sér tiltrú. - En svo tóku lygarnar við.

Ólafur Ragnar hefur auki með því að hafna áskoruninni um setja lög um "sérstakt veiðigjald" í þjóðaratkvæðagreiðslu, endanlega dæmt sig í ruslflokk íslenskra pólitíkusa.

 


mbl.is Forsetinn staðfestir lög um veiðigjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loddari er einmitt orðið sem lýsir Ólafi best. Hann segir hluti sem hann svo síðar segist aldrei hafa sagt. Hann snýr út úr öllu og hann býr til sinn eigin sannleika. Hann lifir í eigin hugarheimi sem "Besserwisser" og allir aðrir en hann eru hálfvitar. HANN einn veit hvernig allt er og hvernig allt á að vera.

Hann er maður sundrungar en ekki friðar og er eingöngu forseti hluta þjóðarinnar (nú í augnablikinu hinna ríku). Hann er líka snobb dauðans, með Dorrit dinglandi utan á sér.

Hann býr ekki yfir þeirri visku sem þjóðhöfðingi þarf að bera. Hann tekur æ oftar pólitíska afstöðu og ýtir þeim þegnum landsins, sem eru ekki sammála honum, út í horn og hæðist að skoðunum þeirra.

Ólafur Ragnar hefur áður talað um "Gjá milli þings og þjóðar" en "Gjáin" er bara til staðar þegar hann segir svo.

Ég veit ekki hvað kom fyrir hann Ólaf Ragnar á lífsleiðinni en einhverstaðar á leiðinni bjó hann sjálfur til gjá á milli sín og a.m.k. helmings þjóðarinnar. Honum dugar greinilega að vera bara forseti hægrimanna enda hampa þeir honum óspart, blessaðir sauðirnir.

Held að það færi honum vel í sögubókum að vera kallaður "Ólafur helmingur" eða "Ólafur Gunga" eftir frammistöðu sína í dag.

Láki (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 23:44

2 identicon

Á hinn bóginn þá verður stjórnarandstaðan að vinna vinnuna sína og ekki bara heimta þjóðaratkvæði því þeim langar í sumarfrí. Síðasta ríkisstjórn lofaði breytingum á fiskveiðilögunum en stóð ekki við það frekar en margt fleira og Steingrímur er byrjaður með sömu ræðuna og hann hefur verið með undanfarna áratugi og flytur aftur og aftur og aftur

Grímur (IP-tala skráð) 10.7.2013 kl. 08:57

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Ragnar Grímsson, fiskveiðiruglið, mannréttindi strandveiðimanna/línuveiðimanna, og þjóðar-framleiðslu-verðmætamat af slíkum raunverulegum bjargráða-verðmætaveiðum, ætti að vera ríkisfjölmiðla-umfjöllunarefni, alla daga jafnt, allt næsta ár!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2013 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband