Glerkamarinn á Þingvöllum

Það var mál manna að mikil bót væri að viðbótarklósettunum sem byggð voru fyrir almenning á Hakinu á Þingvöllum. Gott mál sögðu margir,  jafnvel þótt greiða þyrfti fyrir bæði númer eitt og tvö. Það þótti jafnvel fyndið að sjá útlendinga með krosslagðar fætur skakklappast um svæðið í leit að einhverjum með klink í vasanum sem væri fús að láta þá af hendi, svo þvagþjáðir túristar gætu notað postulínið í Þjóðgarðinum.

Svo runnu á menn tvær grímur, þegar þeir sáu við hvaða aðstæður arkitekt húsnæðisins hafði hugsaði sér að fólk gerði stykkin sín. Glerkamar skyldi það vera.

Þótt Íslendingar eigi það til þegar þeim er mikið mál, að hægja sér á stöðum þar sem einhver kann að sjá til þeirra, er enn gert ráð fyrir því í húsakynnum fólks  að það geri þarfir sínar, bæði eitt og tvö, fyrir luktum dyrum og  án þess að gestir og gangandi geti fylgst náið með því sem fram fer.

En á almenningssalerninu á Þingvöllum er þessu öðru vísu varð. Þar tókst slyngum hönnuðinum að fá það í gegn að allur gaflinn á klósettbyggingunni sem veit til norðurs er gerður úr gleri. Aðstöðunni er skipt til helminga, austurendinn fyrir konur sá til vestri fyrri karla. Hægt er að horfa inn í báðar álmurnar í gegnum glervegginn.

Þótt það sé vissulega óviðkunnuglegt að fólk á ferð geti fylgst með athöfnum kvenna er þær undirbúa sig til kólfsettsetu, er það sýnu verra að það er hreint og beint  gert ráð fyrir því að karlmenn pissi í pissuskálarnar fyrir hvers manns augum.

Er ekki að furða að Þingvallanefnd sé í vandræðum með skipulagningu og framkvæmdir á stað sem 500.0000 gestir heimsækja á hverju ári, þegar hún getur ekki einu sinni fundið arkitekt til að hanna klósett sem þekkir til almennra siða og hátta fólks hvað viðkemur fyrrnefndum grundvallarþörfum mannsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Áttu ekki mynd...?

Már Elíson, 30.6.2013 kl. 03:55

2 identicon

Menn ættu þá bara að fara alla leið og láta það svífa

http://kmjeepics.blogspot.com/2012/10/sky-restaurant.html

Grímur (IP-tala skráð) 30.6.2013 kl. 09:05

3 Smámynd: Már Elíson

Einmitt ! - "Pabbi, ég þarf að fara á klósettið..."

Már Elíson, 30.6.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband