Beint lýðræði gerir flokkana óþarfa

Beint lýðræði er auðvitað það sem koma skal. Helgi Hjörvar sér það í hendi sinni enda þvargið á alþingi búið að bera bæði alla skynsemi og eðlilega þolinmæði ofurliði.

Rót vandans er auðvitað flokkspólitíkin sjálf og eðli hennar. Pólitískir flokkar gera ekkert annað en að ala á sundrungu og eru orðnir að samnefnara fyrir allt það sem miður hefur farið í samfélaginu.

Hvar í flokki sem fólk stendur, er leikurinn sá að kenna hinum flokkunum um það sem miður fer og reyna að taka sem mest kredit fyrir það sem lánast.

Að skipta í lið eftir hverjar kosningar þannig að einhverjir flokkar fá að ráða öllu og hinir ekki neinu, býður auðvitað upp á leðjuslagi á borð við þá sem alþjóð hefur orðið vitni að, hvað eftir annað,  í þingsölum hennar.

Að flokkakerfið sé alvarleg bjögun á lýðræðinu, er mörgum ljóst, en það eru flokkarnir sem hafa völdin og þeir gera auðvitað allt sem þeir geta til að viðhalda sjálfum sér.

Helsta aðferðin er að ljá alls ekki máls á að beint lýðræði geti leyst þá af hólmi sem þó er vel tæknilega mögulegt nú til dags. Beint lýðræði mundi gera pólitíska flokka algerlega óþarfa.

Þess vegna er það sögulegt að einhver úr þeirra hópi sé orðin það langþreyttur á bullinu niður í alþingi að hann leggur slíkt til.


mbl.is Þjóðin taki af skarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Pólitískir flokkar gera ekkert annað en að ala á sundrungu“, skrifar Svanur Gísli. Mikið til í því. En hvað hefur svo gerst? Forseta ræfillinn sér ástæðu til að bæta um betur og auka á þá sundrungu sem þegar tröllríður þjóðfélagið. „Nú er mælirinn fullur, – og skekinn. Forsetinn hefur hefur storkað formönnum stjórnmálaflokka, ríkisstjórn landsins og þingmönnum á þann hátt að algjörlega fordæmalaust er.“  Þetta skrifar Eiður Guðnason. Það var svo sannarlega ólukku dagur fyrir Ísland, þegar strigakjafturinn hann Óli var kjörinn í æðsta embætti landsins.

En nú er nóg komið, burt með manninn.

 

“We’ve seen enough”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 18:56

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Loksins segir einhver einhvað með einhverju viti. Það er flokkspólítíkin sem er að kollríða ölli. Sjái bæjar stjórnir allstaðar þeir moka út pening við mannaskipti og uppsagnir. Fara í kosnaðarsöm málaferli að eigin geðþótta. Ég segi burt með flokkapólítík.

Valdimar Samúelsson, 16.5.2012 kl. 22:22

3 identicon

Nú er ég þér sammála Valdimar. Splunkunýtt dæmi. Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, er rekinn. Total vanhæfur sjallabjáni. Það þýðir samt að gaurinn fær áfram launagreiðslur í 32 mánuði, allt í allt 50 millur. Á mánuði meira er 11/2 millu. Meira en forsætisráðherra Íslands. Hvað er hér eiginlega í gangi, krummaskúð á suðvesturhorninu? Hverskonar samningur hefur verið gerður við mann garminn? Og hvaða fífl undirrituðu samninginn?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 22:56

4 identicon

Orð í tíma töluð. FjórFLokkurinn er að sliga íslenskan almenning. Það er sama hvort litið er til Alþingis eða bæjar- og sveitarstjórna, FLokksræðið er gjörsamlega vanhæft um að leiða mál til lykta á skilvirkan hátt. Burt með fjórFLokkinn!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 11:34

5 identicon

Nú er ég þér algjörlega sammála Svanur. Þetta handónýta gjörspillta flokkakerfi er að fara með allt til andskotans. Þetta er löngu úrsérgengið fyrirbæri og eini tilgagnurinn að halda spillingu og völdum gangandi. Svo þetta sem Haukur bendir á með Garðinn, sýnir best hvernig ruglið er orðið. Stutt sýðan Grindavík þurfti að gera sama. Burt með þessa flokka alla saman. Þeir hafa allir brugðist, enda í raun er þetta bara einn flokkur með 4 nöfn.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 12:06

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er ekki sammála þessu að öllu leiti. Og ekki sammála í vissu grunnatriði. þ.e.a.s. að ég tel að í grunninn sé Fulltrúarlýðræði besta fyrirkomulagið. Og þ.a.l. tel ég að það sé rangt sem heyrist stundum núna að Fulltrúarlýðræði hafi gengið sér til húðar og núna taki við einhverskonar ,,meira lýðræði" eða kosningar um ákveðin afmörkuð mál etc.

Eg er ekki alveg sammála þessu í grunninn. Eg er ekki alveg sammála því að kosningar um afmörkuð mál séu endilega ,,meira lýðræði".

þarna verður líklega að byrja á því að skilgreina: Hvað er lýðræði? Að mínu mati er eitt eftirsóknaverðasta einkenni vestræns nútímalýðræðis - Samningar. Menn ræða sig niður á sameiginlegan grunn. þ.e. valtra ekki yfir minnihlutann heldur taka tillit til ýmissa þátta og reyna að finna sem sameiginlegurstu línu o.s.frv. Vestrænt nútímalýðræði er þ.a.l. ekki endilega það að ,,meirihlutinn ráði" eins og manni finnst stundum að sé viðhorfið hérna innanlands. Að það sé eitthvað heillagt við lýðræði að ,,meirihlutinn ráði" og hafi sjónarmið ,,minnihlutans" að engu. Trikkið við Vestrænt lýðræði er einmitt að taka tillit til minnihlutahópa og valtra ekki yfir þá.

Vestrænt nútímalýðræði er í eðli sínu ákveðið framsal lýðræðislegra ákvarðanna til stofnanna og samningar. það að ætla að ákveða öll eða mörg mál í þjóðaratkvæðagreiðslum - það bíður ákveðinni hættu heim, að mínu mati. Í raunni getur það þýtt minna lýðræði. Í raininni.

En jú jú, tek alveg undir það að flokkapólitíkin er afskaplega þreytandi hérna - og hún verður sérstaklega þreytandi og ljót þegar Sjallar eru komnir í stjórnandstöðu. þetta vita þeir sem komnir eru til vits og ára og muna þegar sjallar voru síðast í stjórnandstöðu sem var á síðustu öld.

Ennfremur tek ég alveg undir það að allt á kosti og galla. þjóðaratkvæðagreiðslur geta haft kosti. Flokkapólitík hefur galla, augljóslega. Jafnframt veldur hver á heldur.

þetta er mín afstaða, í afar stuttu máli. Eg vara við oftrú á þjóðaratkvæðagreiðslum og að það sé brotið alveg umsvifalaust niður hérna það sem hefur verið eftirsóknavarðasti grunnur í vestrænum heimi á síðari tímum. Ei veldur sá er varar.

Og þetta er málefnalegt, þó eg segi sjálfur frá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.5.2012 kl. 14:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig sérðu beint lýðræði fyrir þér í framkvæmd Svanur? Kannski að þú hafir það efni næstu færslu. Ég hef ekki grænan grun ef ég á að segja þér satt. Engir flokkar, engin lögjafarsamkunda, engin miðlæg stjórnsýsla, engir embættismenn, engin frumvörp? Endilega hjálpaðu oss fávísum.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2012 kl. 14:49

8 identicon

Helgi Hjörvar sér bara einn flokk sem heitir EVRÓPUSAMBANDIÐ.

Númi (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 15:00

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er í sjálfu er ekki mjög flókið mál Jón Steinar og Ómar Bjarki.

Það má hugsa sér lýðræði og löggjafrasamkundu án pólitískra flokka að ekki sé talað um flokksræði eins og við búum við.

Í slíku lýðræði eru það kjörnir einstaklingar fara með umboð kjósenda, ekki flokkar og kjósa á einstaklinga í stað flokka í almennum kosningum.

Stjórnqarskráin gerir þegar ráð fyrir að þingmenn séu aðeins bundnir af samvisku sinni og eigi ekki að kjósa eftir flokkslínum.

Meðfeð mála í þinginu verður síðan að lúta grundvallareglum samráðs, þar sem t.d. hugmyndir og tillögur verða eign allra um leið og þær eru lagðar fram til umræðu.

Þingheimur getur líka kosið ríkisstjórn eða ráðið í hana, eftir því sem þurfa þykir, án þess að skipta sér í minni og meiri hluta. -

Í sjálfu sér þarf ekki annað en hugarfarsbreytingu og bann á framboð flokka til að þetta geti allt orðið að veruleika.

Um svokallað beint lýðræði, þá eru til margar útfærslur á því.

Beinast við liggur að skóta öllum mikilvægum málum til Þjóðaratkvæðagreiðslu eftir að þingið hefur fjallað um þau, líkt og Helgi Hjörvar stakk upp á, enda býður tæknin okkur upp á slíkt á skilvirkan og ódýran hátt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.5.2012 kl. 15:55

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu þá að tala um ópólitíska flokka sem hafa engin hagsmunatengsl við stéttir né mótuð markmið til framtíðar? Ert þú að tala um persónukosningar þar sem einstaklingar bjóða fram á eigin forsendum og hugmyndum þannig að þeir sem flest atkvæði hljóta verið einráðir, eða þá að þingheimur verði sundurlaust samansafn egótrippara sem koma sér ekki saman um neitt?

Ég er ekki að ná þessu enn.

Eigum við almenningur að kjósa beint um öll mál í gegnum netið og þar af leiðani setja okkur daglega inn í öll störf og málefni stjórnsýslunnar eins og við værum 200.000 þingmenn?  Eiga að vera þjóðaratkvæði um hvert fjandans smátriði sem snýr að stjórn og lögjöf? Hver semur frumvörpin? Hver leggur til breytingatillögur? Við? Hverfaþing? Smábæjarþing?

Hvað eru flokkslínur að þínu mati? Eitthvað ófrávíkjanlega illt og vont eða sameiginleg stefna fulltrúa ákveðinna hagsmunahópa sem fá traust alþýðu til að fara með mál sín í lýðræðislegum kosningum?

Er vandinn kannski ekki bara sá að setja þarf lög um það að menn standi við loforð sín og fyrirheit ella víki af þingi. Að öll ný og álitamál sem varða heildarhag og koma til eftir kosningar eða ekki eru hluti af stjórnarsáttmála farií þjóðaratkvæði. Mér fyndist það hreinna.

Þegar talað er um fjórflokkinn þá er eins og þarna sé um eitt allsherjar spillingarafl að ræða sem þjóni aðeins þröngum hópi hinna best stæðu. Finnst þér það vitræn alhæfing?  Flokkar með ólík markmið mynda stjórnir og sættast á sameiginlegan sáttmála. Í þeim samningum verða menn alltaf að láta eitthvað eftir af markmiðum sínum. Það er ágalli. Flokkum sem hafa andstæða stefnu ætti að banna samstarf ef það kostar það að flokkur brjóti þau fyrirheit sem hann var kosinn fyrir. Gott dæmi er VG í þessari stjórn. Í betra aðhaldi hefði þeim ekki leyfst að svíkja svo kyrfilega öll sín fyrirheit í skiptum fyrir þingsæti. Ekkert var eftir af grunnmarkmiðum þegar Samfylkingin hafði reytt af þeim fjaðrirnar.

Þessi stjórn átti aldrei að vera mynduð. Hún er brandari. Ekki síst fyrir þá staðreynd að Samfylkingin var stjórnarflokkur á tíma hrunsins og fór með helstu ráðuneyti sem snéru að því sem miður fór. 

Það þýðir ekki fyrir kjósendur að varpa frá sér ábyrgð með svona fjasi. Þeirra er bömmerinn. 

Eitt er þó öruggt að enginn flokkur vill setja sjálfum sér reglur um heiðarleika né refsingar fyrir trúnaðarbrest og blygðunarlaus hrossakaup. Þessvegna er þetta svona. Kannski að einhverjir stígi nú fram á völlinn og bjóði sig gagngert fram til að fá þessu breytt. 

Beint lýðræði er ógrundaður frasi sem enginn skilur sem lætur hann sér um munn fara. Það væri hægt að auka vægi beins lýðræðis eins og það er hugsað t.d. í Swiss. En beint lýðræði sem stjórnskipun er gersamlega út í hött og opinberar vanþekkingu þeirra sem þannig tala.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2012 kl. 16:28

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

4. málsgrein fór í hnút.

Er vandinn kannski ekki bara sá að setja þarf lög um það að menn standi við loforð sín og fyrirheit ella víki af þingi. Að öll ný og álitamál sem varða heildarhag og koma til eftir kosningar fari í þjóðaratkvæði. Mér fyndist það hreinna.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2012 kl. 16:30

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Inntak mitt er:

Ástæðan fyrir því að ekkert traust ríkir til stjórmálaflokka er sú að þeir hafa eyðilagt það traust með ítrekuðum svikum á þeirri stefnu sem þeir hlutu umboðið fyrir. Þess vegna þarf að setja lög sem skikka menn til að standa við fyrirheitin ella víkja. Allt sem kemur upp og varðar heildarhag, öryggi og grundvöll stjórnskipunnar og er ófyrirséð skal kosið um í almennri kosningu hvort sem það er á netinu eðaí kjörklefa.

Ég vil geta treyst því að okkur verði ekki att út í stríð gegn vilja okkar, að sjálfstæði og fullveldi verði ekki telft í tvísýnu, að stórframkvæmdir og tröllsleg lántaka og annað slíkt sé ekki undir geðþótta þingheims né ráðherra ef þau mál koma upp á miðju kjörtímabili.

Ég vil líka að komið verði í veg fyrir að sitjandi stjórnir geti tekið upp ríkisheftið í aðdraganda kosninga og keypt sér velvild með allskyns bitlingum. Það er algert brot á öllu jafnræði og glæpsamlegt í öllu tilliti.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2012 kl. 16:39

13 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Asakaðu svo málæðið.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2012 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband