Framtíðin er brún

Ýmislegt  bendir til að hvíti (bleiki) húðliturinn sé stundarfyrirbrigði í sögu mannkynsins. T.d. er talið að húðlitur norður Evrópubúa hafi verið tiltölulega dökkur þangað til fyrir ca. 6000 árum. -

Og miðað við þá miklu blöndun sem á sér stað í dag milli fólks af mismunandi litahætti, verður þess ekki lengi að bíða að hvíti liturinn muna hverfa fyrir fullt og allt og mannkynið verða álíka brúnt á litinn, en konur þó sýnu ljósari en karlmenn.  Hinn svo kallaði "hvíti kynstofn" verður því brátt úr sögunni fyrir fullt og allt og þessar tölur frá USA eru í samræmi við þá spá.

Að auki er því  spáð  að mannkynið verði afar hávaxið eða yfir 2 metrar að meðaltali, meðalaldur muni verða 120 ár og andlitsdrættir og almennt útlit afar áþekkt, hvar sem er í heiminum.


mbl.is Hvít börn ekki í meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Það er vandi að spá.  Ekki síst um framtíðina.  1987 dvaldi ég í Bandaríkjunum og þá var þar áberandi umræða um að 2010 yrði meirihluti Bandaríkjamanna spænskumælandi.  Einhverjir höfðu reiknað það út.  Rökin voru góð.  Tekið var sem dæmi um þessa þróun að lag með Madonnu hét La Isla Bonita.  Gott ef La Bamba með Los Lobos var ekki tiltekið sem annað dæmi um þessa þróun.

  Spáin hefur ekki gengið eftir.  Spænskumælandi í Bandaríkjunum læra enskuen aðrir Bandaríkjaþegnar læra ekki spænsku.

  Það mun rétt vera að húðlitur Evrópubúa hafi verið dökkur á öldum áður.  Hinsvegar hefur húðliturinn lýsts og þannig er það enn í dag.  Dökki húðliturinn er sólvörn.  Þegar sólskin er takmarkað fjarar dökki liturinn út.  Húðlitur dökkra Íslendinga mun halda áfram að lýsast kynslóð fram af kynslóð.  Dökkur hárlitur lýsist einnig (ég veit samt ekki hvernig á því stendur að Grænlendingar eru svarthærðir).  Á Íslandi eru börn jafnan með ljósara hár en dökkhærðir forfeður.  Ég veit að það á aldrei að taka þröngt tilvik sem dæmi.  Ég geri það samt.  Báðir foreldrar mínir voru svarthærðir.  Ég og mín 5 systkini erum öll með ljósara hár (brúnt, skollitt).  Sum barnabörn eru jafnvel með ljóst hár (þrátt fyrir frekar dökkhærða foreldra).

  Frá því um miðja síðustu öld hefur meðalhæð íslenskra karlmanna hækkað um 1 cm á áratug.  Það sér ekki fyrir enda á þeirri þróun.  

Jens Guð, 18.5.2012 kl. 00:35

2 identicon

Er það ekki fínt? þá þarf fólk ekki að hafa áhyggjur af því að unglingar ofnoti ljósabekki.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 07:07

3 identicon

Hvíti stofninn verður ekki úr sögunni.. per se... Ég vildi vera aðeins meira brúnn, ég er nefnilega svo hvítur að ég sést ekki í snjó.

P.S. Ekki gleyma þvi Svanur að trúarbrögð verða fárra.. ekkert hrinur eins hratt og trúarbrögð :)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 10:17

4 identicon

" Frá því um miðja síðustu öld hefur meðalhæð íslenskra karlmanna hækkað um 1 cm á áratug. Það sér ekki fyrir enda á þeirri þróun."

reindar held jeg að þessi þróun sje orðin stopp og sinir geti ekki leingur vænst þess aþ verða endilega hærri en feður sínir. þaþ sama gerðist varðandi greindarfar og það er líka hætt að vaxa.

Tommi (IP-tala skráð) 18.5.2012 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband