Af með hanskana

Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það lengur. Búið er að sýkja forsetakjörið og embættið sjálft af flokks-pólitískri sundrungu. Trúlaga mun ekki verða til baka snúið með það og Íslendingar geta búið sig undir að næsti forseti virki til muna á pólitískan hátt það gífurlega pólitíska vald sem í embættinu býr í krafti stjórnarskrárinnar.

Helstu frambóðendurnar sækja fylgi sitt mikið til eftir flokkslínum og embættið er pólitískt bitbein þar sem öllu hlutleysi sem hingað til hefur verið aðall þess, hefur verið varpað fyrir róða.

Sitjandi forseti er frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, og sækir fylgi sitt að mestu til Sjálfstæðisflokks og Framsóknarmanna, Þóra fær mest fylgi meðal þeirra sem styðja Samfó og VG. -

Kosningabaráttan snýst ekki lengur um mannkosti, heldur pólitíska afstöðu kandídatanna til ýmissa mála. Inn í kosningaslaginn blandast ESB, Icesave, fiskveiðifrumvarpið, frammistaða ríkisstjórnarinnar og ekki hvað síst, sá möguleiki stjórnarandstöðunnar að koma höggi á ríkisstjórnina, eftir að hafa mistekist það eftir venjulegum leiðum, þ.e. á þingi. -

Í þessum forsetkosningum verða mörg deiglumál gerð upp á óbeinan hátt og sýn fólks á hvernig hið nýja Ísland á að líta út mun skýrast.

Búast má við að þegar fram í sækir verði hvaða pólitíska þrætuepli sem finnst,  varpað fram, fyrir kandídatana að japla á. -

Velkomin til Nýja Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svanur. Geturðu nefnt mér einhvern samfylkingarmann sem er á móti ESB? Með fyrirfram þökk fyrir svarið. Benni.

Benni (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 15:48

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Benni, ég þekki ekkert til Samfylkingarinnar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.5.2012 kl. 17:02

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég get upplýst að samkvæmt nýustu könnunum þá eru nálægt 25% samfylkingarmanna á móti ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2012 kl. 17:14

4 identicon

Takk fyrir Jón Steinar. Segjum að 25% séu á móti ESB. Vitiði til, á þingi munu allir þingmenn samfylkingar kjósa með aðild að ESB. Hversu oft hefur maður ekki séð þingmenn kjósa gegn sannfæringu sinni bara til að þóknast flokknum. Það á við alla flokka og mun gera alla tíð, við núverandi kerfi. Því segi ég. Málsskotsrétturinn er engin tilviljun. Þetta gerðu menn sér grein fyrir þegar þeir sömdu stjórnarsrána. Það hefur sýnt sig að forsetinn er engum flokki háður. Ólafur Ragnar er lifandi vitnisburður um það. Hann er þjóðin. Takk.

Benni (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband