10.12.2011 | 13:31
Kína gefst ekki upp
Huang Nubo er ekki af baki dottinn þótt hann hafi fengið neikvætt svar um að kaupa Grímsstaði. Þrátt fyrir yfirlýsingar hans um að honum hafi verið sýnt óréttlæti og hann hafi mætt þröngsýni, og að hann hafi að þeim sökum hætt við að reyna að kaupa Grímsstaði, er hann aftur farinn að banka á dyrnar hjá stjórnvöldum á Íslandi.
Huang vill endilega kaupa Grímsstaði og einhverjir sem telja sig geta komið hlutunum þannig fyrir að það sé hægt, eggja hann áfram. Huang hélt því fram að hann hefði ekki tapað neinu sjálfur á tilraun sinni til að ná Grímsstöðum. Nú segir hann að ferlið hafi kostað mikið fé. Hver var það sem kostaði tilraunina?
En umdeild ákvörðun Ögmundar, er sem sagt í endurskoðun, viðhorf Huangs til stjórnarfarsins á Íslandi hlýtur að vera endurskoðun og ákvörðun hans um að fjárfesta einhversstaðar annarsstaðar er í endurskoðun. - Allt þetta endurskoðunarferli fer að stað eftir að ljóst varð að kínversk yfirvöld eru ekki á þeim buxunum að endurskoða sína stefnu sem er að ná með einhverju móti fótfestu á landi sem liggur að norður heimsskautasvæðinu og þeim siglingaleiðum sem þar eru að opnast.
Ögmundur vann þessa orrustu, en stríðið er ekki búið. Það sem Kína vill, fær Kína. - Gömlu geimvísindaskáldsögurnar um ófreskjurnar sem komu utan úr geimnum til jarðarinnar í leit að nýtanlegum auðlindum, eftir að hafa gjörnýtt sínar eigin, er orðin að veruleika. Nema að það eru ekki geimverur sem fara um jörðina og mergsjúga hana hvar sem þeir fá tækifæri til, heldur Kínverjar.
Fólk sem heldur enn að Huang sé að sækjast eftir því að fjárfesta á Íslandi af einhverjum mannúðarhugsjónum, ættu að kynna sér starfsemi kínverskra fyrirtækja í þeim Afríkulöndum sem þeir hafa náð náð að nýta sér fátækt og ringulreið til að komast að auðlindum landsins, sem sumstaðar þeir greiða fyrir með vopnum og "vernd". Einnig í suður Ameríku hafa kínversk fyrirtæki, í krafti nýfengins dollara-gróða sem skapaður er með blóði og svita fátækrar kínverskrar alþýðu, keypt gríðar stór landsvæði og þar á meðal heilu fjöllin til að vinna úr þeim málma og efni sem þeir flytja síðan til Kína til frekari vinnslu.
Vonandi sjá íslensk stjórnvöld og almenningur í gegnum þessa svikamillu Huang Nobo fyrir hönd kínverskra stjórnvalda og hafna öllum tilboðum í að gera íslensk landsvæði að nýlendum þeirra.
Vill enn fjárfesta á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=NH2P_pVze6s
Ingó (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 15:16
Það væri ágætis byrjun að fá mannin til að kynna fyrirætlanir sínar ef hann hefur þær þá á takteinum. Við skulum svo setja þær í umhverfismat, sem er óbrigðult ráð til að stöðva allar framkvæmdir. Barðstrendingar fá ekki einu sinni að leggja brúklegan veg vegna svokallaðra náttúruspjalla. Hvað skyldi umhverfiskirkjan segja um risahótel og golfvöll m.m. í ósnortinni náttúrinninni? Og allt þetta fyrir 3ja mánaða season.
Þetta er alveg ótrúlegt vændi í gangi þarna.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 15:40
Svvo er spurning um vegagerðina að þessu fyrir alla þungaflutningana. Ætli ríkið taki þann hluta að sér. Hvað um rafmagn, vatn og frárennsli? Allt inni í gatnagerðargjöldum kannski?
Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 15:45
Marshall Viar Summers er með svona mál algjörlega á hreinu. Nema að við skiljum ekki enn að kínverjar eru góðu kallarnir og ekki vondu...
http://www.youtube.com/watch?v=I_4O4duEPP0&list=WL546C70BA050F323C&index=26&feature=plpp_video
Óskar Arnórsson, 10.12.2011 kl. 23:18
Hjá hverjum skyldi þessi Nubo eiga greiða inni hér á landi.?Hver skuldar honum greiða.?
Númi (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.