Kalkúnn - Kalkúni

Viltur kalkúniÞegar að fyrstu Evrópubúarnir settust að í Norður Ameríku trúðu þeir almennt að landið væri hluti af Asíu.

Þessi trú birtist á margan hátt, m.a. í nafngift fuglsins sem á Íslandi er nefndur kalkúnn. Kalkúnn er uppruninn í Norður Ameríku og var snemma gerður að þjóðafugli Bandaríkjanna.

Fuglinn var afar algengur á austurströnd norður Ameríku og landnemarnir kölluðu fuglinn Turkey og héldu að þarna væri á ferðinni Gíneufugl (Numididae) sem einnig var kallaður Tyrkjafugl, Tyrkjahæna eða Tyrkjahani í mörgum Evrópulöndum.  Tegundin sem er annars útbreidd í Asíu var einmitt flutt til mið-Evrópu í gegnum Tyrkland.

Í Frakklandi er fuglinn samt nefndur poule d´Indes eða  Indlandshæna,  en Hollendingar öllu nákvæmari, kalla hann kalkoen eftir borginni Kalkútta á Indlandi og eftir þeim herma Íslendingar sína nafngift. Svo virðist sem tvær útgáfur af nafninu í nefnifalli og þolfalli séu notaðar jöfnum höndum á landinu, þ.e. Kalkúnn, kalkún og Kalkúni, kalkúna og kann ég ekkiskýringu á því.

Eins og margir eflaust vita  er kalkúninn vinsæll Þakkargjörðardags- og jólamatur hjá Bandaríkjamönnum og jólamatur hjá Bretum.

Einhver brögð munu vera að því í seinni tíð að Íslendingar borði kalkúna á jólum en í könnun sem MMR gerði í fyrra, kemur í ljós að landinn er ekki eins ginkeyptur fyrir kalkúna í jólamatinn og halda mætti. 

Steiktur Kalkúnn"Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 52,9% líklegast hafa hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, 9,8% töldu líklegast að þeir myndu borða rjúpu og 8,3% ætluðu að borða kalkún á aðfangadag. Á jóladag sögðust 72,7% landsmanna líklegast myndu borða hangikjöt og 8% hamborgarhrygg. Svo virðist sem breytileiki í jólamatnum sé aðeins meiri hjá landanum á aðfangadagskvöld en hefðir og venjur ráði ríkjum á jóladag.

Áhugavert var að skoða niðurstöðurnar fyrir Ísland í samanburði við sambærilega könnun YouGov í Bretlandi dagana 2. – 3. desember 2010. Þar á bæ virðast breskar matarhefðir hafa vikið nær alfarið fyrir bandarískum áhrifum því 56% Breta segjast ætla að hafa kalkún í matinn á jóladag í ár. Kalkúnninn bandaríski kemur því í staðin fyrir hina hefðbundnu jólagæs sem Bretar neyttu áður fyrr á jólum en 2% bresku þjóðarinnar sögðust ætla að borða gæs á jóladag í ár."

Tuga uppskrifta af kalúna er að finna á netinu. Ég læt hér að lokum fylgja krækju á eina mjög hefðbundna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Kom Kalkúninn ekki gegnum Danmörku til Íslands?

FORNLEIFUR, 11.12.2011 kl. 10:57

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Er Truthahn ekki þýska nafnið og Kalkoen það hollenska, sem hefur borist til Amager í Danmörku og svo til Íslands?

FORNLEIFUR, 11.12.2011 kl. 11:03

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er er rétt hjá þér Leifi. Ég ruglaði saman orðunum Dutch og Deutsch. En hvaðan þeir kalkúnar sem aldir eru á Íslandi eru komnir, veit ég ekki. Danmörk liggir sterklega undir grun :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.12.2011 kl. 12:34

5 Smámynd: Sigurjón

Þökk fyrir fróðlegan pistil.

Kv.

Sigurjón, 11.12.2011 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband