Bjargaði Gordon Brown Íslandi

Það verður athyglisvert að sjá Gordon Brown verja þá ákvörðun sína að beita hryðjuverkalöggjöfinni til að frysta eigur íslensku bankanna í Bretlandi. Hann hefur hingað til látið sem þar hafi hann ekki átt neina völ.

Brown heldur því fram að stjórnendur  bankana hafi staðið í því nótt sem dag rétt fyrir hrun, að koma umtalsverðum fjármunum undan,  þangað sem ekki væri hægt að ná til þeirra. Einu lögin sem hann gat notað til að stöðva þá, voru lögin um fjármálastarfsemi hryðjuverkasamtaka sem gætu verið ógnun við breska ríkið. - Hann hefur einnig sagt að hann hafi litið svo á að hann hafi verið að gera Íslandi greiða með því að stöðva þetta óhefta og að hans mati ólöglega fjárstreymi úr sjóðum bankanna korter fyrir hrun, yfir til félaga og einstaklinga sem í raun voru að stela þessum fjármunum með bókhaldsbrellum. -

Meining Browns er að ef ekki hefði verið gripið til aðgerða, hefðu verðmætar eignir sem skilanefnd Landsbankans er nú að gera sér góðan mat úr, ekki verið til staðar. Er það mögulegt að  Gordon Brown  hafi bjargað Íslandi frá enn meiri skaða en það varð fyrir, með að beita hryðjuverkalögunum til að frysta eignir íslensku bankanna í Bretlandi.


mbl.is Skrifar á vef Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skyldi þó aldrei vera ?

HHS (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 01:54

2 identicon

Það lætur hljóðan, ekki satt?

Sannleikurinn er sá, að hann hefur rétt fyrir sér ... að miklu leiti.  Ég efast aftur á móti um, að meining hans hafi verið að bjarga Íslandi eða Landsbankanum, sem slíkum.

Allt þetta fé, rann út eins og bjór ... og Kína er orðið bull ríkt fyrir vikið, hvað Íslenzkir ofvitar, með pappír frá Verzlunarskólanum, uppá ofvitzkuna, fóru með landið á hausinn.

Það bjargaði Íslendingum, að frá þeim var tekin ráðin.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 08:43

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Verður fróðlegt að sjá hvað hann hefur að segja kallinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.11.2011 kl. 16:55

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bjarne; Hann vill örugglega meina að hagsmunir Bretlands og Íslands hafi þarna farið saman.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.11.2011 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband