Spádómurinn um Hönnu Birnu

Stuðningur æskufólks við Hönnu Birnu kemur ekki á óvart. Unga fólkið er framtíðin og það sér Hönnu Birnu sem fulltrúa hennar en Bjarna Ben sem fulltrúa fortíðarinnar. Æskan þarf heldur ekki að standa reiknisskil á verkum fortíðarinnar, reyna að hylja þau eða endursegja með "réttum áherslum".  þetta sjá einnig klókir spunameistarar flokksins og þess vegna er fylgi Hönnu Birnu 61.4% meðal flokksmanna almennt. Bjarni getur ekki unnið kosningar segja þeir, vegna fortíðar sinnar.

Ef dagar Bjarna Ben sem formanns eru taldir mun draga til tíðinda innan flokksins. Vetur hinna löngu hnífa í Sjálfstæðisflokknum er framundan. Hanna Birna mun nýta sér loforðin sem gefin voru eftir hrunið og segjast vera hrinda í framkvæmt þeim umbótum í flokknum sem þá var lofað.   

Þeir þingmenn sem lýst hafa stuðningi við Barna og standa við hann, munu ekki fá fylgi í prófkjörum og  flestir hverfa af þingi í næstu kosningum.  Hanna Birna kemur hvort eð er ekki til með að kæra sig um þá nærri sér,  plottandi út og suður. - Aðeins þannig getur flokkurinn og hún unnið alþingiskosningar og um það og ekkert annað fjallar þetta formannskjör að hennar mati.

Haldi hinsvegar Bjarni formannssætinu, verður áfram vinstri stjórn á Íslandi.

Svo mælti Nosturdaman, hin mikla völva og sjáandi.


mbl.is Dregur saman með frambjóðendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Svanur, Pétur Blöndal er nú ekkert unglamb, og það er fullt eldra fólki sem vill hana frekar, ég held að það sé best fyrir flokkinn að Hanna Birna komist að sem Formaður. Bjarni er með of mikið af hrunfólki í kring um sig, sem er ekki trúverðugt að mínu mati. Ég er efins að það auki traust á Sjálfstæðisflokkinum. Fólk vill fá réttlæti,þeir litlu sem ekki tóku lán fyrir hlutabréfum, vilja fá peningana sýna aftur, annars verður litið á þetta sem klíkuskap hrunfólkssins.!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.11.2011 kl. 17:32

2 identicon

Hvernig í veröldinni færðu það út að ef Bjarni verður áfram formaður að þá verði áfram vinstri stjórn hérna ???? Samkvæmt nýjustu skoðannakönnunum sem var gerð í gær er XD að auka þingmönnum sínum um 11 á Alþingi og að fá um 38% fylgi sem er betra en meðalfylgi flokksins síðustu ár.

Jon (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 18:09

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að það sé enn töluvert í land að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að velja sér konu sem formann, hvað sem öllu jafnréttistali líður á tyllidögum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.11.2011 kl. 18:47

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jon; Ég fæ það út með þeirri fullyrðingu Hönnu Birnu að Bjarni geti ekki unnið kosningar. Hann sé hrunari og allt það. Hrunflokkurinn getur ekki mætt til leiks með allt gamla liðið enn á sama stað. Fólk er að horfa til þess í þessari skoðannakönnun að Hanna Birna taki við og komi skikki á hlutina.

Eyjólfur; Pétur er ekkert unglamb, satt er það. En hann styður Hönnu Birnu og heldur því áfram. Spurning hvað verður um kúlulánsdrottninguna.

Axel; Ekkert svona sko..Hanna Birna er meiri karlmaður en þú heldur :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.11.2011 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband