Aftur vel efnað fólk á Íslandi

Svo að fólk geti selt frá sér ýmsan húsbúnað og skrautmuni til að eiga fyrir salti í grautinn, þarf einhver að eiga peninga til að kaupa. - Fréttirnar segja að neyðin sé það mikil að allt sé til týnt og sumt sem í boði er sé aðeins nokkra þúsundkalla virði.

En misjafnt hefst nú fólk samt að.

Á þessu uppboði hjá Gallerí Fold er greinilegt einhverjir hafa seilst í heilagt ættargóssið til að selja og aðrir í afar djúpar buddur til að kaupa. -

Það hlýtur samt að vita á gott að til er fólk á Íslandi sem munar ekkert um að slá út fyrir einu málverki á tvær og hálfa milljón. - Alveg í takt við uppganginn í landinu er það ekki og þá óhjákvæmilegu staðreynd að hinir ríku verða ætíð ríkari og hinir fátæku fátækari.


mbl.is Ingólfur sleginn á 900.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gamla, góða, nýja Ísland 2007.

Árni Gunnarsson, 11.10.2011 kl. 11:15

2 identicon

Það er gleðilegt að sjá að enn er til fólk sem á peninga.

Ég tel þetta verð, kr. 900 þús sé mjög lágt, fyrir einstakan dýrgrip.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 14:24

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Örn, verðið er afstætt. Fyrir þá ríku er verðið mjög lágt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.10.2011 kl. 14:35

4 Smámynd: Púkinn

Sú hugsun læðist að manni að einhverjir þeirra sem eru að kaupa listaverk um þessar mundir séu í og með að reyna að komast hjá auðlegðarskattinum, enda skiljanlegt - fyrir þá sem eitthvað eiga, þá getur sá skattur þýtt hreina eignaupptöku og jafnvel yfir 100% skatt á tekjur.

 Ef fólk fjárfestir í listaverkum og gefur þau ekki upp á framtali þá getur það lækkað auðlegðarskattstofn sinn sem því nemur .... það getur munað um minna.

Púkinn, 11.10.2011 kl. 15:20

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skarplega athugað Púki. Þetta er sem sagt leið til að verjast óhóflegri skattaálagningu?

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.10.2011 kl. 15:52

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gat ekki varist þeirri hugsun líka Árni :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.10.2011 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband