Flokkakerfið mun hrynja innan frá

Það er staðreynd að þeir mörgu sem hafa bent á óbætanlega galla flokkakerfisins og vilja gjarnan leggja það af, hafa ekki erindi sem erfiði. Lilja Mósesdóttir þingmaður er í þeim hópi. Hún var kosin þing sem fulltrúi stjórnmálaflokks og hugðist sjálfsagt ætla að breyta kerfinu innafrá. - Það tókst henni ekki, þrátt fyrir skeleggan málflutning oft á tíðum. - Spurningin er hvort hún sé hluti af vandamálinu frekar en lausninni.

Þegar sverfur að efnahag fólks, grípur jafnan um sig hræðsla meðal þess. Þegar fólk verður hrætt, verður það íhaldsamt og vill engar breytingar. Það vill í raun halda sig við það og þá sem mótuðu umhverfi þeirra á meðan flest lék í lyndi, jafnvel þótt hið sama og/eða þeir hinir sömu, hafi orsakað kreppuna. - Jafnvel þótt íslenska þjóðin hafi í bræði sinni hrakið hrunflokkana frá völdum, eru þeir vísir til að kjósa þá yfir sig aftur við fyrsta tækifæri. - Þannig hagar maðurinn sér þegar hann lætur stjórnast af hagrænni eðlishvöt, líkt og maurinn í maurabúinu. -

Til að velta þessu flokkakerfi úr sessi og koma á alvöru lýðræði þarf miklu róttækari breytingar en þær sem Lilja reynir að standa að með sínu starfi. - Slíkar stórfeldar breytingar munu verða fyrr eða síðar, eftir tveimur mögulegum leiðum. Sú fyrri og sú líklegri er að dauðaþrot flokkanna verður svo augljóst að þeir hafa ekki lengur ítök í hugum eða hjörtum almennings og verði þar með ónýtur vettvangur fyrir valdgráðuga flokksstjóra. Hin leiðin er almenn og algjör hugarfarsbreyting meðal almennings. - Aflið sem knýr slíka hugarfarsbreytingu er fyrst og fremst löngunin og sýnin á betra samfélag. Slík sýn er því miður ekki enn svo ófullburða og ónákvæm að  fyrri leiðin, þ.e. algjört og óafturkræft hrun flokkakerfisins innanfrá verða hlutskipti stjórnarfars landsins,áður en langt um líður.


mbl.is „Þjóðin vill óbreytt flokkakerfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála þér þarna.  Hvort sem flokkarnir liðast í sundur innanfrá, eða eins og þú segir líka að hugarfarsbreyting eigi sér stað.  Þá hlýtur þetta að gerast fyrr en seinna.  Það ER að molna undan forystum stjórnmálaflokkana, og fólk er orðið dauðþreytt á valdapýramídum allra flokkanna, þá er bara eftir að þora að breyta til.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.10.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband