Rót alls ills er ekki peningar, heldur leiðindi.

Já, mikið hefur þessi norðræna partýstelpa mátt þola af heiminum og því alls ekki of mikið í borið að Hilton mæðgurnar brynni músum saman í sjónvarpinu yfir örlögum Parísar.

paris_hilton99Fáar ungar konur hafa lifað lífi sínu jafn opinberlega og hún. Einkalíf hennar sem aðallega samanstendur af gjálífi með nýjum kærustum sem koma og fara eins kúkúfuglar á klukku, hafa verið helsta að ferð Parísar við að halda athygli fjölmiðlanna við að öðru leiti heldur viðburðasnautt líf sitt.

Eða eins og París orðaði það sjálf, "ég er hrifin af Barbídúkkunni sem gerir sjálf ekki mikið en lítur samt ansi vel út við það."

Og nú grætur hún að stóra trompinu hennar, sem hún hafði hugsað sér að nota einhvern tíman seinna þegar hún virkilega þurfti á að halda,  var sóað af einhverjum strákasna sem setti myndband af henni og sjálfum sér við rúmbragðaglímuiðkun á netið, ENDURGJALDSLAUST!!!

Ekkert getur sviðið París sárar en að fá ekki borgað fyrir að sýna sig, enda ekki margar blondínur í heiminum sem þjéna eina milljón af dollurum á ári bara fyrir að mæta í nokkur partý og sýna sig

Þegar hafa hrotið af munni Parísar nokkur fleyg gullkorn sem eiga að lýsa henni vel. Eitt þeirra notaði ég í fyrirsögnina á þessum pistli; Rót alls ills er ekki peningar,  heldur leiðindi. Ef einhver fer í einhverjar grafgötur með djúphyggni þessarar dömu fylgja hér nokkur í viðbót.

Ef þú hefur fagurt andlit, þarftu ekki gervibrjóst til að ná allra athygli.

Fólk heldur að ég sé heimsk. En ég er gáfaðri en flest annað fólk.

Það er engin í heiminum eins og ég. Ég held að hver áratugur hafi sína ofur-ljósku, eins og Marilyn Monroe og Diana prinssessa, og nú er ég það.

Það besta við að hafa eigin næturklúbb er að allt er frítt og þú getur sagt plötusnúðnum að spila hvað sem þig langar.

Klæddu þig krúttlega hvar sem þú ferð. Lífið er of stutt til að láta ekki taka eftir sér.


mbl.is Paris Hilton miður sín vegna kynlífsmyndbandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Þetta jafnast á við það mest lesna á mbl.is. í dag. Hvern varðar um óinteressant athyglissjúka milladóttur, sem er betur komin heima hjá sér, þar sem enginn þarf að frétta af henni. Fólk virðist samt, því miður, spenntast fyrir svona "fréttum." 

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.6.2011 kl. 01:40

2 Smámynd: Óli minn

Æi, ég hálfverkenni stúlkunni. Og hún er langt frá því að vera hæfileikalaus. Hún er með snilligáfu.

Óli minn, 2.6.2011 kl. 03:24

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bergljót.Mest lesnu fréttirnar á mbl.is eru oftast slúðursögur af einhverju tagi og mest er bloggað (á afar fyrirsjáanlegan hátt)  um einhverskonar pólitísk leiðindi. Það þarf mikla tryggð (kannski þráhyggju) orðið við miðilinn til að steypa sér ofaní þennan fúla pytt á hverjum morgni :)

Óli minn. Að hafa snilligáfu er jú langt frá því að vera hæfileikalaus. Og sjálfsagt þarf að hafa ákveðna snilligáfu til að koma auga á þá tegund snilligáfu sem París ræður yfir. - Ég er ekki snilli :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2011 kl. 06:12

4 Smámynd: Óli minn

Það þarf snilligáfu til að geta gert sjálfan sig að heimsfrægri eins manns sýningu hvert sem maður fer og fá stórkostlega vel borgað fyrir það.

Óli minn, 2.6.2011 kl. 08:10

5 identicon

Sammála Óla "mínum", það hljóta að vera snillingar sem geta orðið frægir fyrir lítið annað en að vera frægir og geta viðhaldið því svona lengi.

Gulli (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 10:05

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Víst er hún snilli - það þarf töluvert af þeirri gáfu til að vekja alla þessa athygli.

En snilligáfa sem nýtist engum nema henni sjálfri er fallvölt,  því hver mun hafa áhuga á gamalli sjúskaðri fyllibyttu sem hefur ekkert að bjóða nema fyrrverandi frægð.

Bergljót Gunnarsdóttir, 2.6.2011 kl. 11:07

7 identicon

Ég held það sé algjör óþarfi að dæma stelpuna.  Hún lenti í ákveðnum kringumstæðum og það er ekkert víst að við hin háheilögu hefðum gert eitthvað öðruvísi en hún ef við hefðum verið í sömu sporum.

Andri (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 11:15

8 Smámynd: corvus corax

Það er alveg merkilegt hvað Íslenskir smáborgarar eru alltaf tilbúnir að kasta skít í útlendinga, sama hver á í hlut. Þorir einhver að tala um íslenskar konur á sama hátt? Nafngreina þær og kalla þær silíkonbombur í sömu andrá? Hvað með t.d. aumingja stúlkurnar tvær sem héldu VIP partíið á dögunum og trúðu því sjálfar í alvöru að þær væru að gera eitthvað stórmerkilegt? Hefur verið talað um þær opinberlega sem heimskar og misheppnaðar eða flottar og frægar? Af hverju má ausa skít um persónur ef þær eru útlendar en ekki ef þær eru íslenskar? Dæmi um versta sóðaskap af þessu tagi eru skrif í DV og Vísir.is þar sem endalaust er hneykslast á útlendum fyrirsætum og leikkonum út af útliti þeirra, áferð húðarinnar, botoxi, silíkoni, klæðnaði og gjarnan talað til þeirra eins og sé verið að ávarpa þær. Þessi skrif segja meira um heimska skrifarana heldur en nokkurn tíma um þá sem fjallað er um. Á Íslandi má niðurlægja útlendinga í fjölmiðlum en allar bótox- og silíkonbomburnar íslensku njóta nafnleyndar.

corvus corax, 2.6.2011 kl. 11:47

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Heyrðu Krummi minn. Mér sýnast nú viðbrögðin við þessari umfjöllun um París vera frekar jákvæð og hún meira að segja sögð snillingur. Ég viðurkenni alveg að ég sé það ekki, en það sem ég segi er varla hægt að flokka undir "sóðaskap" eða "skítkast", einkum og sér í lagi þegar það er augljóst að uppistaðan eru hennar eigin orð sem ég þýddi. - Hvað íslenskar "sílikonbombur" varðar þá ber þess að gæta að við búum í svo litlu samfélagi að það tekur því tæplega að færa allt dægursmjattið í letur.

Og Andri; Þetta slúður er varla einhver stóri dómur yfir "stelpunni". Hún kemur fram í sjónvarpi og grætur krókódílatárum af tilefni sem er afar umdeilt, ekki  síst hennar eigin þáttur í því máli. Fólk hefur alveg leyfi til að hafa skoðun á því fyrst hún sá ástæðu til að fitja upp á þessu í þætti sem milljónir horfa á.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2011 kl. 12:19

10 identicon

Þú velltir þér upp úr rusli og sora og viðbjóði eins og eitt af þínum aðaláhugamálum virðist vera. Þetta er ósköp venjuleg stelpa, engan veginn í frásögufærandi, og ekki við hana að sakast að almenningur og fjölmiðlar hafi áhuga á hennar innantóma lífi, það ber bara vitni um innra líf þeirra sjálfra, rétt eins og annarra sem eyða dýrmætum tíma sínum, sem styttist óðum, í að skrifa greinar um þessa stúlku. Afhverju þú kallar hana "norðræna" hvað sem það þýðir? skil ég svo ekki. Andlitsfall hennar er langt því frá norrænt, og ættartalan því síður, en hún er allraþjóða kvikindi eins og flestir ríkir Ameríkanar og hefur andlitsfall lengst að austan í bland við perocíð litað ljóst hár. Ekki að það skipti máli, en varla ert þú besti maðurinn til að fjalla um veslings stúlkuna ef þú veist ekki einu sinni hvaðan hún kemur eða hverra manna hún er.

Manchester Sheridon (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 21:33

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hótel Manhester Sheridon í góðu skapi greinilega :)

 Hilton er Norskt nafn. Langafi Parísar var frá Noregi góurinn.

En þú hrapar líka heldur betur af þínum háa hesti við það eitt að gera athugasemdir við svona ómerkilegt slúður.

Vandlætingin er, eins og þú kemur inn á, afar góður spegill.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2011 kl. 21:49

12 identicon

Einn langafi gerir mann ekki Norðmann, ef svo væri væri Brad Pitt Indjáni. Yfirstéttar anar eru flestir hrærigrautur og Hilton. Hilton er reyndar ekki norskt, heldur enskt nafn, einnig stafsett Hylton og dregið af stað. Ég hef meira að segja komið til Hylton. Nafnið barst til Skandinavíu frá Englandi, og þeir sem bera það þar því með eitthvað af ensku blóði.

Ég geri athugasemdir við það afþví mig furðar að sjá mann sem er ekki algjörlega vangefinn skrifa slíkt sorp og sora. Ég færi ekki að kommenta á óviðbjargandi plebba sem ekkert væri varið í, og kommenta því varla á nokkurn mann. Þér er viðbjargandi, en hegðar þér samt eins og skrýll. Það er undarlegt.

 En ég veit hvaðan stúlkan er ættuð því ég þekki fólk sem stendur henni nærri persónulega, ekki afþví ég hafi sérstakan áhuga á henni. Ég hef aftur á móti áhyggjur af áhuga almennings á henni. Við hana er ekkert að sakast.

Manchester Sheridon. (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 22:32

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Skrítið hótelstjóri að þú skulir kalla vinafólk þitt  svo gott sem rusl og sora og viðbjóð. Umfjöllunarefnið og aðaláhugaefnið í þessari færslu var Paris Hilton sem á norskan langafa og er því af norrænum ættum, en  þú segir; "Þú velltir þér upp úr rusli og sora og viðbjóði eins og eitt af þínum aðaláhugamálum virðist vera."

Aldrei mundi ég kalla vinafólk mitt rusl, sora eða viðbjóði.

Ég held að þú sért ekki sérlega góður mannþekkjari. Mér er ekki viðbjargandi. Ég er forfallinn slúðrari :)

Bestu kveðjur til Einars.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.6.2011 kl. 22:58

14 identicon

Paris Hilton er hvorki vinur minn, þó ég þekki kunningja hennar, né rusl eða sori, og ég kallaði hana ekkert slíkt. En slúðrið um hana og áhugi almennings á kynlífi hennar er rusl, sorp og sori og ekkert annað. Einkalíf hvers manns er heilagt, þeir sem ekki virða það fara með aðra eins og þeir séu sorp og sori og margur telur mig sig. Einars brandaran skil ég ekki, enda ekki sá besti í íslensku nútíma slang-i

Manchester Sheridon (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 01:29

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bið að heilsa í vesturbæinn Einar hótelstjóri :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2011 kl. 04:18

16 identicon

Vesturbæinn? Er það eitthvað tvírætt? Einar? Einhver slang háðsglósa sem ég skil ekki? Hótelstjóri er ég ekki, ekki Vesturbæingur og kannast ekki náið við neinn Einar. En þetta nafn er góðlátlegt grín að nafni umræddrar stúlku.

Manchester (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 14:22

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Manchester Sheridon er Hótel ekki satt. Þar sem þú mælir hér undir því nafni er það mín ályktun að þú sért hótelstjóri. Þú skrifar undir nafninu Einar í athugasemd við annan pistil og þess vegna kalla ég þig Einar líka. Svo er ip talan þín skráð á ákveðið hús í vesturbænum sem ég ætla ekki að tilgreina nánar hér, og þess vegna bað ég að heilsa í þann bæjarhluta. Vonandi er þetta allt að skýrast fyrir þér núna. Ég á reyndar dágott safn af öðrum alias nöfnum sem þú hefur skrifað athygasemdir  undir.  :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2011 kl. 17:03

18 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Svanur Gísli -  

Bergljót Gunnarsdóttir, 3.6.2011 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband