Heimildaleysi sönnun um að atburðurinn hafi átt sér stað

Þegar kemur að alvarlegri umfjöllun um málefni sem tengjast fljúgandi furðuhlutum,  geimverum á jörðinni og brotlendingu geimfara frá öðrum hnöttum, falla flestir rithöfundar í sömu gryfjuna. Þrátt fyrir einlægan vilja og góða trú á að þeir hafi með rökum eða jafnvel einhverjum gögnum tekist að varpa nýju ljósi á málin eða ef til vill "leysa gátuna",  eiga þeir það sameiginlegt að vera frekar hluti af vandmálinu en lausn þess.

roswell crashÍ ritdómi  Los Angeles Times (LAT) sem grein Mbl.is vitnar í er reyndar bent á,  að þrátt fyrir að bók Annie Jacobsen sé vönduð og rannsóknarvinnan við hana mikil, gera niðurstöður hennar lítið annað en að bæta við enn fleirum sögusögnum um Svæði 51 og atburðina sem kenndir eru við Roswell en  ljósmyndir sem teknar voru á staðnum sæyna greinilega brak úr flaug eða belg, af jarðneskum uppruna.

Kvikmyndin fræga  með myndum af krufningu á "geimveru" sem sögð var hafa brotlent geimfari sínu nálægt bænum Roswell í Nýju Mexíkó 1947 og sem Ray Santilli og félagi hans Gary Shoefield viðurkenndu árið 2006 að hafa falsað, sýnir veru sem vel gæti verið vansköpuð stúlka.

Geimvera frá RoswellÖðrum myndum er ekki til að dreifa og þess vegna hlýtur Annie að sækja hugmyndir sínar um útlit geimveranna þangað.  En að segja brúðuna eitt af fórnarlömbum Josefs Mengele sem nafni hans Stalín á að hafa fengið að láni frá honum er reyndar með furðulegri flökkusögum sem heyrst hafa.

Ævi Mengele er nokkuð vel skráð og á tímabilinu frá því hann fer frá Auschwitz árið 1945  til ársins 1949 dvaldist hann í þorpi nálægt Rosenheim í Bæjaralandi. Að Mengele hafi á þeim tíma haldið áfram tilraunum sínum og getað skaffað Stalín vansköpuð börn til að blekkja  Bandaríkjamenn, er með ólíkindum. -

Eins og einnig kemur fram í grein LAT notar Annie hin fullkomnu samsærisrök máli sínu til stuðnings. Eða þau; að það finnist engar heimildir um að atburðirnir hafi átt sér stað vegna hvers hve leynilegir þeir eru og vegna heimildaleysisins sé öruggt að þeir hafi gerst.


mbl.is Voru börn en ekki geimverur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta sýnir að menn hafa þörf fyrir leyndardómum.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.6.2011 kl. 00:44

2 identicon

Ég las einhvern tíman einmitt fyrir nokkrum árum að þetta hafi verið stúlka í Ray Santilli sem hafði vanskapast mikið vegna sjúkdóms. (Man reyndar ekki hvað sjúkdómurinn hét, þetta eru nokkur ár síðan. Mig minnir að hann hafi kallast porfiria, en það gæti vel verið rangt hjá mér)

Róbert Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 05:04

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Absence of evidence is evidence of absence. 

Þetta er sama vandamál og trúaðir standa frammi fyrir varðandi Jesú nokkurum og raunar almættinu svokallaða líka.  Jamm og gott ef Múslimir glíma ekki við sömu vandræði varðandi spámann sinn.

Tilvalið samanburðardæmi hjá þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2011 kl. 11:33

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Trúin á geimverur er víðtækari en þú heldur. Formerkin eru bara varíerandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.6.2011 kl. 11:35

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ekki alveg Jón Steinar. Heimildir um Múhameð eru mjög vel grundvallaðar í sögunni og engin skortur á samtímaheimildum um spámanninn.

Um Krist gegnir öðru máli, þar skortir samtímaheimildir en lang lang flestir sagnfræðingar draga ekki í efa að persónan Jesús hafi verið til.

Það hefur heldur aldrei verið talið sanna tilvist Krists að það skuli vanti samtímaheimildir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2011 kl. 19:23

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 Rétt Róbert Þór. Mjög sjaldgæfur sjúkdómur þar sem ung börn sýna öldunareinkenni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2011 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband