350 ný lög eftir John Lennon

mike_powell_228170aEf trúa má Mike Powell, hefur John Lennon, eða öllu heldur vofa hans, samið 350 ný lög og komið þeim á framfæri við Mike.

Til að Mike gæti komið lögunum áleiðis þurfti John fyrst að kenna Mike á gítar. Að sögn Mike, sem er 56 ára prentari komin á eftirlaun, birtist vofa Lennons við rúmgaflinn hjá honum, skömmu eftir að bítillinn var myrtur árið 1980 og hefur síðan komið að vitja hans í ekki færri en 50 skipti.

Mike sem ekki kunni eitt grip á gítar, og hefur fengið fjölskyldu sína til að skrifa undir vottorð um að svo hafi verið, var kennt af hinum framliðna að spila á gítar 350 lög sem Lennon á að hafa samið handan jarðlífsins.

Að John skuli hafa valið Mike til að miðla þessum nýju tónlistarsmíðum sínum er að mati Mikes, vegna þess að fyrrum Bítillinn vildi finna einhvern sem ekki mundi nota tónsmíðarnar til að auðgast á þeim.

jlghostHann hefði því valið "venjulegan" man sem var sjálfslaus og þráði ekki frama eða fjármuni fyrir að deila með heiminum þesum lögum og textum sem væru algert "dýnamít".

Mike segir að John hafi birst sér þegar hann sjálfur var að ganga í gegnum mjög erfiða tíma. Foreldrar hans báðir höfðu þá nýlega andast og  hann að fara í gegnum átakasaman skilnað við fyrrum eiginkonu sína.

"En þá birtist hann eina nóttina og ég sá að hann þarfnaðist jafn mikillar hjálpar og ég. Hann starði á mig og þegar að augu okkar mættust varð tónlistin til, fullmótuð í höfði mínu, rétt eins og ég heyrði hana af hljómplötu"

" Ég reyni aldrei að breyta neinu í lögunum sem hann hefur gefið mér"

Mike vill meina að gæði lagana sanni að þau séu eftir Lennon.  Hann hefur þegar hljóðritað 50 ný Lennon lög og ætlar að senda þau til Yoko Ono. "Ég er viss um að Yoko mun kannast við tilfinningarnar sem búa að baki lögunum og staðfesta að þarna er á ferðinni raunveruleg lög eftir John Lennon" er haft eftir Mike í þessari furðufrétt Daly Post.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ding-a-ling", var einhver að hringja bjöllu?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 16:58

2 identicon

ekki heyrði ég betur en einn af vinum Sjonna hafi samið Lennon_lag, kallað Love...

Púkinn (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 19:24

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það var skrifuð heil æfisaga hérlendis með svipaðri aðferð nánar tiltekið æfisaga Ragnheiðar biskubsdóttur sem er á fimmþúsundkallinum ef einhver hefur eignast slíkan.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.6.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband