Sprellikarlinn sem ekki vill vera í kassanum

SprellikarlinnPólitíkusarnir í borgarstjórn eru að fara á límingunum vegna þess að Jón Gnarr og hans menn haga sér ekki eins og pólitíkusar eiga að haga sér. Hva, engar nefndir, engin stefna??

Stöðugt er reynt að troða sprellikarlinum aftur ofaní kassann en gormurinn er greinilega of stífur. - Gott hjá Jóni að láta ekki þessa hundleiðinlegu pólitíkusa draga sig ofaní svaðið.

Hann gerir það sem honum sýnist og sprellar í liðinu.  Til þess var hann líka kosinn. Ef að fólk baular á hann svona í gamni, kippir hans sér ekkert upp við það. Slíkt gerist oft hjá grínurum og þeir læra að taka slíku eins og hverju öðru. -

Þeir sem reyna að setja á Jón og "klíkuna" hans einhverjar venjulegar pólitískar mælistikur, eru úti að aka. Hann er ekki pólitíkus og besti flokkurinn er ekki venjulegur stjórnmálaflokkur.  Ég veit að það er erfitt fyrir gamla pólitíska gjammara að skilja þetta, en svona er málið í pottinn búið.

Það sem Jón gerir er ekki endilega "stefna." Hann bregst bara við, les salinn og hagar sér í samræmi við það. - Alvöru pólitíkusar reyna líka að gera þetta en eru bara mjög lélegir í því. Jón er góður í þessu og þess vegna öfundast þeir út í hann.


mbl.is Sagði Besta flokkinn líkjast lítilli strákaklíku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst frábært hvernig Jón Gnarr talar við fólkið hann segir það sem þarf að segja hann talar ekki undir rós. Ég held að fólk sé ánægt með að heyra pólitíkus viðurkenna að hann vissi ekki að hlutirnir væru svona og hann hefði bara gert mistök.

Ingó (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband