The Boy from Brazil

The boy from BrazilÞað hljóp óvænt á snærið hjá páfanum þegar að sex ára drenghnokka frá Brasilíu tókst að sleppa inn fyrir raðir lífvarða hans og ná af honum tali.

Siðareglur Vatíkansins banna svona hegðun algerlega en siðameistari páfa var fljótur að sjá þetta sem tækifæri fyrir fulltrúa Guðs á jörðu til að fara eftir orðum Krists; "Leyfið börnunum að koma til mín, bannið þeim það ekki því að slíkra er Guðs ríki."

Úr varð einnig ágætis tækifæri til bættra almenningstengsla því sagan og myndirnar af páfa að blessa barnið flugu um heimsbyggðina á örskammri stundu.

Siðareglur í Vatíkaninu eru nokkuð margar og sumar allfurðulegar. Þær sem mest snerta almenning eru reglurnar um klæðaburð ferðamanna sem heimsækja Vatíkanið. Hvorki karlar né konur mega vera í stuttbuxum, stuttu pilsi eða ermalausri skyrtu og bol, og skiptir þá engu hversu heitt er eða kalt í veðri.

Við formlega atburði gilda strangari reglur. Þá verða konur að klæðast síðum kjólum eða pilsum við ófleginn topp og hafa um höfuð sér svartan langan klút (mantillu), en karlar verða að vera í dökkum jakkafötum með bindi og alles.

 


mbl.is Drengur braut siðareglur í páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósköp er að heyra þetta.
Ég var bindislaus þegar ég heimsótti páfa á sínum tíma og ekkert var athugavert við það né snjáðar buxur mínar.
Málið er að ég notaði íslensku aðferðina og sagði riturum hans að ég þyrfti ekki að panta tíma. Auðvita trúðu þeir mér og opnuðu helgidómin upp á gátt.
Þetta eru mörg ár síðan og eflaust ekki hægt lengur.

Þetta bara rifjaðist upp núna.

Gudmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 19:39

2 Smámynd: Vendetta

"Úr varð einnig ágætis tækifæri til bættra almenningstengsla því sagan og myndirnar af páfa að blessa barnið flugu um heimsbyggðina á örskammri stundu."

Ratzinger skjátlast, ef hann heldur, að þetta bæti ímynd Vatikansins í hugum réttlátra manna, það þarf víst meira til.

Is there anybody there

Jóhannes Páll II

Vendetta, 2.2.2011 kl. 20:12

3 Smámynd: corvus corax

"Fulltrúi guðs á jörðu"! Djöfuls hroki og frekja í þessu kaþólska hyski. Var ekki Gunnar í Krossinum aðalumboðsmaður ...eða var hann bara ræðismaður á Íslandi? Hann var a.m.k. virkur í kvennadeildinni að sögn.

corvus corax, 3.2.2011 kl. 10:31

4 identicon

Skelfing líður þér illa greyið mitt. Þér er vorkunn andlega. (Corvux corax)

Sveinn (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband