6.11.2010 | 20:04
Hugmyndafræðilega gjaldþrota þjóðfundur
Setningarnar sem eiga að "skýra inntak grunngilda" þjóðfundarins, segja mikið um það hugmyndafræðilega gjaldþrot sem íslenska þjóðin virðist vera komin í. Ef þessi lesning er þverskurður af afstöðu fólks til þeirra lífsgilda sem þjóðin á að lifa eftir og teljast eftirsóknaverð, er ljóst að engra breytinga, engra úrbóta er að vænta úr þeirri átt.
Þessi svokölluðu "grunngildi" eru að megninu til gamlar tuggur sem hinir ýmsu stjórnmálaflokkar og framboð hafa gripið til á góðri stundu til að skreyta með stefnuskrár sínar fyrir kosningar sem þátttakendur þjóðfundarins hafa gert sér að góðu að jórtra á eina ferðina enn. -
Því miður, þessi tegund af "þjóðfundum" eru gagnslaus.
Grunngildin skýrð á þjóðfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heimspeki, Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 20:07 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
átturu von á öðru?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.11.2010 kl. 20:36
ég er nú bara svo innilega hjartanlega ósammála þér að það eru ekki til nógu sterk lýsingarorð í íslenskri tungu til að lýsa því. Þetta er alveg frábært.
Baldvin Björgvinsson, 6.11.2010 kl. 20:43
Mér finnst flott hvað fundurinn leggur mikla áherslu á að verja auðlindirnar.
Það var ekki stofnað til þessa fundar til þess að leggja niður leiðirnar að markimiðum. Mér finnst að það hafi komið út úr þessum fundi það sem vænta mátti.
Vona bara að fólk vandi sig við að kjósa til stórnlagaþingsins og að þar verði frjó vinna sem miðar að því að koma upp vörnum gegn yfirgangi og afglöpum stjórnmálamanna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2010 kl. 21:41
Kristján; Ég er alltaf bjartsýnn til að byrja með.
Baldvin; Íslensk tunga er mergjað mál, en jafnvel hún dugði ekki til að hressa upp á steinrunnar klisjurnar sem frá þessum fundi bárust.
Jakobína; Þessar tilraunir með þjóðfundi boða ekki gott fyrir stjórnlagaþingið. Allt of mikið af flokkspólitísku þrasi og sérmerktum áherslum sem ég samt vona að smitist ekki inn í stjórnlagaþingið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.11.2010 kl. 21:58
persónukjör... landið eitt kjördæmi og fleiri hef ég aldrei séð sem stefnumál hjá neinum flokki.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.11.2010 kl. 22:01
Stjórnarskrá fjallar að megni til um bönd á ríkisvaldi, finnið eitthvað um það?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.11.2010 kl. 22:05
Hvar hefur þú alið manninn Þrumusleggjuhvellshamar? Bæði samfylking og Vg tóku persónukjör upp á sína arma fyrir síðustu kosningar og reyndu meira aða segja að sjóða frumvarp um málið en klúðruðu því alveg.
"Landið eitt kjördæmi" er gömul lumma og um miðjan mars 2010 var lagt fram stjórnarfrumvarp, með undirskrift 19 þingmanna, þess efnis að breyta ætti landinu í eitt kjördæmi. Flutningsmaður var Björgvin G. Sigurðsson
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.11.2010 kl. 22:12
Já.. og hvernig gekk að koma persónukjör í framkvæmnd??? NKL
Ef það á einhvertímann að ganga eftir þá verður það að fara í gegnum stjórnarskránna því Alþingismennirnir eru ekki treystandi fyrri þessu.
Sleggjan og Hvellurinn, 6.11.2010 kl. 22:24
Sæll Svanur
Get ekki verið meira ósammála.
Ég sat þennan Þóðfund og vissulega varmjög erfitt fyrir borðin (8 manna hópar) að taka saman í 20 orðum innihald 100 til 200 ábendinga.
Ég minni á að það á eftir að vinna úr öllum þeim ábendingum sem þessir 1000 fulltrúar þjóðarinnar komu með.
Það sem mér fannst merkilegast við að sitja þennan fund var hve margir voru með sömu ábendingarnar.
Það er alveg ljóst að þar eru ákveðin mál sem verður að betrumbæta.
Ég leifi mér að benda á pistil á blogginu mínu: Að afloknum Þjóðfundi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.11.2010 kl. 22:28
Saknaði sjálfbærs gagnsæis.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2010 kl. 23:09
Margt af þessu er á stefnuskrám og lofað í kosningum - en flokkarnir fylgja því ekki eftir, jafnvel þó þeir séu komnir í stjórn.
Þarna fæst staðfesting á því hvað þverskurður þjóðarinnar vill og flokkarnir sem hafa þetta að segja ættu því að hunskast til að fara eftir því og eigin markmiðum.
Jóhanna Magnúsdóttir, 6.11.2010 kl. 23:21
Síðastliðin 748 ár hefur ekki ein einasta hugmynd um mannréttindi atvinnuréttindi eða önnur réttindi fæðst í íslenskum heila orðið að lögum á Íslandi. Öllu slíku hefur verið þröngvað uppá íslendinga utanfrá með hótunum.
Hver á að hóta stjórnlagaþinginu?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.11.2010 kl. 23:22
Friðrik; Varðandi að margir hafi komið með sömu ábendingarnar finnst mér það ekki endilega bera vitni um samhug og samlyndi.
Mér finnst það líka "merkilegt" að allt þetta fólk á þjóðfundinum hafi verið að jarma sama stefið úr sápuóperu stjórnmálanna á Íslandi og að ekki hafi örlað á neinu skapandi eða frumlegu við öll 120 borðin.
Það getur vel verið að eitthvað leynist af viti í því sem eftir á að vinna úr, en ég geri mér ekki miklar vonir um það. - Kannski var þetta ein af þessum uppákomum sem sagt er um; "þú varst að vera þarna".
Ég las pistilinn þinn fyrr í kvöld og hann varð kveikjan að þessari færslu minni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.11.2010 kl. 23:28
Jóhanna. Þessir áherslupunktar eru innantómt gjamm í "þverskurð þjóðarinnar" því það dettur engum í hug að flokkarnir eða einhverjir aðrir hrindi þessu í framkvæmd. Staðfesting þessa er fylgi fólksins við stjórnmálaflokkanna í síðustu könnunum. Fólk hefur enn trú á þeirri vitleysu og getur ekki gert betur en að eta út úr lýðskrumurunum klisjurnar. - Að ætla sér með slíkt veganesti inn á stjórnlagaþing, lofar ekki góðu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.11.2010 kl. 23:37
Sæll Svanur
það fólk sem ég hitti á fundinum, það var allt búið að vinna sína heimavinnu. Ekkert af þessu fólk leit á þessa samkomu sem "þú varst að vera þarna" samkomu. Allir gerðu sér grein fyrir að það var hrein tilviljum að það var þarna en ekki einhver annar Íslendingur.
Vel má vera að þér finnist "þetta fólk á Þjófundinum hafi verið að jarma sama stefið úr sápuóperu stjórnmálanna á Íslandi og ekki hafi örlað á neinu skapandi eða frumlegu við öll 120 borðin" en þá vil ég benda þér á síðuna mína:
www.fridrik.info
Þær tillögur sem þar koma fram, þær lagði ég allar fram á þessum Þjóðfundi. Margt er hægt að segja um þessar tillögur en ég held að ekkert af þeim er hægt að flokka sem "stef úr sápuóperu stjórnmálanna á Íslandi". Þessar tilögur þóttu vissulega nýmæli en hljómuðu eigi að síður eins og fiðla sem fellur ljúfmannlega inn í þá stórhljómsveit sem ómaði á þessum Þjóðfundi.
Mitt mat er að vinna þessa Þjóðfundar eigi eftir að nýtast væntanlegu Stjórnlagaþingi vel.
Síðasti Þjóðfundur um stjórnarskrána var haldinn 9. ágúst 1851.
"Danska stjórnin lagði þá fram frumvarp og ætluðu Danir að setja Íslendingum nýja stjórnskipun þar sem réttindi Íslendinga væru nær engin og lítið tillit tekið til óska þeirra. Þá lögðu hinir íslensku fulltrúar fram annað frumvarp að undirlagi Jóns Sigurðssonar. Konungsfulltrúanum líkaði ekki við frumvarp Jóns og ákvað hann að leysa fundinn upp í nafni konungs. Þegar fundinum var slitið mótmælti Jón Sigurðsson lögleysu fulltrúa Danakonungs en flestir fundarmenn risu úr sætum og mæltu flestir einum rómi „Vér mótmælum allir!“ og er það einn mikilvægasti atburður í baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði þjóðarinnar" (Wikipedia).
Ég vænti þess ekki að þessi Þjóðfundur verði eins áhrifaríkur og sá síðasti en ég vænti þess að þessi þjóðfundur marki upphafið að nýrri stjórnarskrá, nýjum tímun og endurreisn þessa samfélags á nýjum og gömlum gildum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.11.2010 kl. 00:00
Sæll aftur Friðrik. Það sem þú og aðrir vonabíar fatta ekki er að þessi útfærsla á lýðræðinu, með flokkafyrirkomulaginu, stjórnarmyndun með minni og meirihluta, sem allar tillögur þínar byggja er svo úrelt að jafnvel þótt ásetningur á bak við margar tillögurnar séu góður, eru þær dæmdar til að mistakast.
Ég er viss um að þú ert ekki einu sinni meðvitaður um að eitthvað annað komi til greina, alla vega er merki um það hvergi að finna á þessari kosningasíðu þinni. -
Grunngildin svo kölluðu, eins og tillögur þínar, miða við að engar breytingar verði á hugafari fólks eða viðhorfum þess til stjórnmála. - í því fellst vonleysi þeirra og hugmyndafræðilegt gjaldþrot fyrst og fremst.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 00:19
Hrokagikkurin Friðrik er greinilega kominn í kosningabaráttu og tímabundið kominn í smjaðurgír.
Fundurinn var sulta með of mörgum bragðtegundum í sömu krukkunni.
Vandi okkar verður ekki leystur með yfirborðskenndum kresjum frá wannabe stjórnmálamönnum og besserwisserum eins og Friðrik Hansen.
Hér ríkir siðferðislegt stórvandamál og agaleysi í hugsun þjóðarinnar, það er okkar höfuðvandamá. YirborðskjaftæðiFriðriks hefur ekkert að segja fyrir þjóðina
Bestrewisser (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 00:23
Herrar mínir, ég tek mér hvíld frá frekari umræðum hér.
Takk annars fyrir áhugaverð skoðanaskipti hér fyrr í kvöld.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.11.2010 kl. 00:38
Svanur - hvað vildir þú sjá - og hvaða fersku hugmyndir ert þú með um gildi o.s.frv.?
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.11.2010 kl. 01:54
Mér finnst nú svolítið merkilegt að eitt af grunngildunum af þjóðfundinum var JAFNRÉTTI samt lætur Friðrik Hansen eins og aðeins Herrar hafi verið að taka þátt í umræðum hér ..
Jóhanna Magnúsdóttir, 7.11.2010 kl. 02:11
Jóhanna;
Ég tek það fyrst fram að ég geng enn um með sítt hár til að minna mig á ég er af hippakynslóðinni sem stóð fyrir eitthvað meira en egó og peninga. Þess vegna eru hugmyndir mínar ætíð sagðar of útópískar til að geta talist raunhæfar:) Hér kemur samt fátt eitt sem ég hef til málanna að leggja.
Grundvallarlega vill ég endurskilgreina "fulltrúalýðræðið" og eingöngu leyfa framboð einstaklinga til alþingis, aldrei flokka eða samtaka.
Stjórnskipanin á að sjálfsögðu að vera þrískipt.
Hvað hugmyndafræði "grunngilda" í stjórnarskrá snertir, gæti ég alveg sætt mig við ákvæði mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evrópu. Útfærsla þeirra og aðlögun á íslensku máli og umhverfi er ekki flókið mál.
Það sem er flókið er menntun þjóðarinnar um þýðingu gildanna og innræting komandi kynslóða til að viðhalda þeim. - Mikilægt er að kryfja til mergjar hvað þessi grunnhugtök þýða og hverjar birtingarmyndir þeirra ættu að vera í samfélaginu. -
Mikilvægt er að fólk hefji alla umfjöllun um auðlindaskiptingu, sjálfstæði og alþjóðasamstarf upp á svið meginreglna réttlætis og jafnréttis (eiginlega óþekkt fyrirbæri í umræðu á Íslandi) og að í stað kappræða og þrefs verði stuðst við meginreglur samráðs þar sem málamiðlun eða pólitísk niðurstaða er ekki markmiðið, heldur það eitt að finna "sannleikann."
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 02:47
Tek undir með þér.´
Ég veit ekki alveg á hverju ég átti von. Ég átti þó alls ekki von á að sjá sömu niðurstöðu og þegar landsbankinn leitaði að grunngildum. Kemur ekki bara sama niðurstaða út úr þessari aðferð sama hver spurningin er?
Er svarið ekki: Heilindi, Heiðarleiki og Framsækni - eða einhver lítið breytt útgáfa.
Þessi framsetning á grunngildum getur ekki verið leiðsegjandi fyrir eitt eða neitt.
Fínt að fá 1.000 manns í sama herbergi til að ræða þessi mál en þetta hefur enga þýðingu nema ef vera kynni að lýðurinn trúi á þetta og fá trú á restinni af veröldinni til skamms tíma í kjölfarið.
Árni (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 02:58
Það sem kemur þarna fram finnst mér ákaflega gott og gilt.
Ég er hinsvegar alveg sammála því að mér finnst að það mætti ganga harðar fram í að uppræta flokkakerfið.
gummih (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 08:41
Það hefur lengi verið ljóst að "ákveðinn hópur manna" hefur sýnt merki óróleika við tilteknar aðgerðir í átt til aukins lýðræðis og ónæðis í garð stjórnvalda.
Aðkoma Evu Joly í rannsóknarvinnu gekk afar nærri þessum hópi og sumir misstu stjórn á sér um stund eins og glöggt mátti sjá hér á blogginu. Þjóðfundurinn og stjórnlagaþing í kjölfarið er orðin staðreynd sem menn verða að láta yfir sig ganga þótt sárt sé.
Öllum sem mark er á takandi ber saman um að þjóðfundurinn hafi tekist með miklum ágætum. Ekki átti ég von á öðru.
Áfallahjálp stendur öllum til boða eins og við vitum.
Árni Gunnarsson, 7.11.2010 kl. 22:57
Það er greinilega ekkert mark takandi á mér Árni. - En ef að til er einhver hópur sem er órólegur vegna aukins lýðræðis þarf hann ekkert að óttast ef fer sem horfir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 7.11.2010 kl. 23:59
Leiðari morgunblaðsins í dag var mjög góður um þennan "þjóðfund". :)
kv, Helgi Már
Helgi Már Bjarnason, 8.11.2010 kl. 11:57
Þessi fundur er dæmigert runk.... rosa gaman fyrir þá sem eru að taka þátt en skiptir annars engu máli og hefur ekkert að segja fyrir þjóðina
Skellur (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.