Þjóðarsálin enn í sárum

Halldór Ásgrímsson og Davið Oddsson ákváðu sín á milli að verða við bón George Bush um að styðja árásina á Írak. Halldór Ásgrímsson taldi að ef Ísland styddi innrásina formlega mundi Bush láta fresta brottför bandaríkjahers frá Vatnsnesheiði. -

Halldór  taldi sig með þessu vera að vinna Suðurnesjamönnum og þjóðinni allri gagn og Davíð taldi sig eiga í nógu góðu vinfengi við Bush til að það væri þess virði að láta á þetta reyna. Auðvitað var þeim aldrei lofað neinu. Þeir gerðu þetta upp á von og óvon.

En líkt og Bush og Blair misreiknuðu gjörsamlega afleiðingar innrásarinnar, misreiknaði íslenska ráðherraparið vilja Bush og stjórnar hans við að verðlauna dverganna 7 sem studdu innrásina í blóra við alþjóðlegar samþykktir. Stuðningur Íslands hafði áður en varði öfug áhrif en til var ætlast, sérstaklega eftir því sem leið á styrjöldina.

Í Bandaríkjunum var gert óspart grín að þessari herlausu 300.000 manna þjóð, sem þóttist styðja tvö öflugustu herveldi heims til að gera ólöglega innrás í fullvalda ríki og vonast til að fá að launum áframhaldandi atvinnu fyrir 1500 manns. Meira að segja Bush skammaðist sín fyrir að hafa Ísland með á þessum lista sem hann vissi að var algjörlega gagnslaus þegar honum var beitt til að reyna að vinna málstaðnum fylgi.

En mest var skömmin sem Íslendingar fundu sjálfir til og ekki sér fyrir endann á ennþá. Kannski er frekari umfjöllun um þetta mál góð fyrir þjóðarsálina. Kannski getur hún grætt sárin sem enn neita að gróa. Það finnst mér samt ólíklegt. Enn geisar ógnaröld i Írak. Hvernig geta Íslendingar orðið sáttir við sjálfa sig á meðan fólk deyr daglega í átökum sem við áttum þátt í að hefja.


mbl.is Vilja rannsaka ákvörðun um stuðning við Íraksstríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grefill

Ég studdi stuðning Íslendinga við innrásina í Írak af heilum hug enda trúði ég því að Saddam og hryðjuverkasveitir hans væru um það bil að fara að láta til skarar skríða í einhverri af stórborgum Vesturvelda með gjöreyðingarvopn sín og eiturefni.

Nú skammast maður sín fyrir að hafa verið svona blár og blásið á gagnrýnisraddirnar.

Grefill, 5.11.2010 kl. 23:22

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég man enn eftir þessum mars degi 2003, þegar ég skammaðist mín fyrir að vera Íslendingur, og þakkaði fyrir hinn ríkisborgararéttinn.  Kanada brást ekki væntingum þótt hagsmunir þeirra (84% af útflutningi til USA) gífurlegir.

Rannsókn eða ekki, hugsa að þegar upp er staðið hafi ákvörðun þeirra byggst eingöngu á atvinnuhagsmunum.  Slíkt er "vafasamt eðli".

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.11.2010 kl. 00:12

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þeir sem trúðu vitleysingunumí þessari ákvörðun hafa ekki verið vel upplýstir.  sænski vopnaeftirlitsmaðurinn hann Hans Blix (eða er hann danskur?) var búinn að segja það í mörg ár að Irak ætti engin gjöreyðingarvopn, nema þau sem stóð made in USA á og voru spanderuð á kúrda nokkrum árum fyrr..

Ég á nokkrar færslur í erlendum spjallsíðum þar sem ég reifst og skammaðist við þessa aftaníossa bandaríkjanna sem fullyrtu blygðunarlaust að Saddam ætlaði að ráðast á heiminn innan skamms.. Ég var hrópaður niður en hafði allan tíman rétt fyrir mér.. 

Saddam karlinn hafði bara áhuga á því að vera stærstur í Arabaheiminum og slá út fornaldarpakkið í Saudi Arabíu og fá klerkana í Iran til þess að viðurkenna sig sem stóran leiðtoga..

Þetta passaði ekki inn í dagskrá USA og því fór sem fór... 

Dóri og Dabbi eru ótíndir glæpamenn á framfæri íslensku þjóðarinnar.. skömm íslendinga er mikil og mun ekki fara að tjasla sig saman fyrr en ísland lýsi því yfir opinberlega að stuðningur við þessa innrás hafi verið ólögleg aðgerð og við biðjum samfélag þjóðanna afsökun á framferði Dabba og Dóra. 

Ég kaus samfó í kosningunum 2006 minnir mig einmitt vegna loforðs þessa auma flokks um að taka ísland af þessum lista.. ISG sveik þetta meðglans og bætti um betur helv frenjan sú arna..... 

Ég kaus síðan ekki samfó í síðustu kosningum vegna kosningasvika þeirra.. 

Ég skammast mín fyrir að vera íslendingur, ekki vegna hrunsins heldur vegna þess að ísland er enn á lista bandaríkjastjórnar fyrir þá einstaklega viljugu... 

Óskar Þorkelsson, 6.11.2010 kl. 07:20

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, þessa dagana dettur mér oft í hug máltækið "allt orkar tvímælis þá gert er"

Varðandi innrásina í Írak verður að viðurkennast að afsökun BNA heldur ekki vatni; að Saddam myndi verða vesturveldunum (og þá aðallega BNA) hættulegur.  Líklega hefur þó innrásin í Kuwait orðið þúfan sem skipti sköpum.

Frá mannúðarsjónarmiði eingöngu hefði verið réttlætanlegt að stöðva morðsveitir hans gagnvart "þegnum" hans.  Samt hefur umheimurinn yfirleitt horft í hina áttina þar sem ástæða hefði verið til þess að blanda sér í innanhússmálefni hinna ýmsu harðstjóra og þjóðarmorðingja.  Sem dæmi, aðeins tvö af fjöldamörgum;  Idi Amin fortíðarinnar og Kongó nútímans.

Við þurfum að gera það upp við okkur hvort einhvern tíma sé réttlætanlegt að við blöndum okkur í innanríkismál af þessu tagi.  En þá verðum við líka að vera reiðubúin til þess að skipta okkur af öllum eða engum.

Kolbrún Hilmars, 6.11.2010 kl. 13:59

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þegar þeir tvímenningar studdi þetta stríð- vaknaði Íslenska þjóðin upp við að hún hafði engann atkvæðarett- í neinu.

Við vorum með tvö stikki  EINVALDSHERRA  sem reðu öllu og gerðu það sem þeim sindist.

  Eg held að svona Valdaklíka muni vera undir meira eftirliti hjá almenningi her eftir.

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.11.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband