7.9.2010 | 11:23
Jenis af Rana og siðgæðið
Jenis av Rana hefur tekist að hreyfa við einhverju í þjóðarsál Íslendinga sem legið hefur í dvala í nokkra hríð.
Þegar að ég bloggaði á sínum tíma um að Jóhanna Sig. væri (svo vitað sé) fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum, sögðu margir í athugasemdum að kynhneigð hennar skipti akkúrat engu máli.
Samt þótti heimspressunni það eitt merkilegt við kjör Jóhönnu að hún væri samkynhneigð.
Þegar að bandaríska tímaritið TIME valdi áhrifamestu konur heims setti það Jóhönnu meðal hinna fremstu, einkum vegna kynhneigðar hennar.
Þá var fussað og sveiað á Íslandi.
Margir Íslendingar vilja ekki þurfa að horfast í augu við kynhneigð Jóhönnu.
Þeir segjast ekki vilja skipta sér af því sem gerist í svefnherbergi fólks. Það er gott að vera ekki nefið ofan í hvers manns koppi. Eru Íslendingar virkilega orðnir svona siðferðilega sótthreinsaðir.
Einkennilegt hvað mörgum örðum en okkur finnst kynhneigð Jóhönnu merkileg.
Margir sjá kjör hennar sem forsætisráðherra sem skref fram á við í réttindabaráttu samkynhneigðra. -
Margir sjá líka kjör Jóhönnu, eins og Janis, sem ögrun við kristið siðferði. Þeir taka ofan fyrir Jenis fyrir að vilja ekki sitja til borðs með konum sem eru giftar hvor annarri.
Og svo eru þeir sem segja að kynhneigð hennar, opinberar heimsóknir með konu sinni, skipti engu máli, svo fremi sem hún vinni starf sitt af kostgæfni. Og hverjir eru sammála um að svo sé raunin í dag?
Jenis ætti að skammast sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jóhanna er afburðarlélegur stjórnmálamaður... hreinlega rústaði ferli sínum með því að koma fram sem Jesúína í framboði fyrir Samfylkingu... Hún var sá stjórnmálamaður sem fólk taldi hreina og beina... en málið er að Jóhanna gerði aldrei neitt, eða lítið sem ekkert; Hún bara sagðist ætla að redda öreygum.. en gerði það aldrei; það er svo létt að tala
Kynhneigð hennar skiptir engu... ekki þín heldur Svanur; En áttaðu þig á því að þegar þú ert að verja trúarbrögð, þá ert þú að gera árás á sjálfan þig...
The end
doctore (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 11:43
Yfirsést þér ekki Svanur að kynhneigð Jóhönnu er ekki bara ögrun við "kristið siðferði", eins og þú kallar það, heldur líka við siðferði allra helstu trúarbragða mannskyns, og að þeim slepptum, við mannsandann yfirleitt. Þessi sérstaka ást á samkynhneigð í okkar samtíð á sér enga hliðstæðu í sögunni, nema í lokuðum hópum öfugugganna, sem alltaf hafa verið til. Á því mun væntanlega engin breyting verða.
Gústaf Níelsson, 8.9.2010 kl. 00:56
Sæll Gústaf.
Mér yfirsést ekkert í sambandi við kynhneigð Jóhönnu. Ég veit full-vel að gjörðir hennar kunna að vera í blóra við kenningar trúarbragðanna. Mér er hins vegar spurn, hver er syndlaus. Hver vogar sér að setja sig á það háan hest gagnvart systur sinni eða bróður, að hann þoli ekki að snæða máltíð með þeim? Kristur var einmitt sakaður um að vera trúnni ótrúr fyrir að snæða með "syndugum".
Fyrstu átrúendur í þeirri trú er ég fylgi voru dæmdir sakamenn, morðingjar og ódæðismenn. Þeirra syndir og þeirra verknaðir voru, þegar allt kemur til alls, þeirra einna að svara fyrir. Jóhanna mun svara fyrir sitt líf eins og við öll. Hvað er áunnið með að fordæma hana á þann hátt sem hér um ræðir?
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2010 kl. 01:12
Mikill er máttur Gústafs Níelssonar, að geta uppljóstrað við okkur sauðsvartan almúgann að samkynhneigð stríði hvorki meira né minna gegn mannsandanum yfirleitt.
Egill Óskarsson, 8.9.2010 kl. 10:06
Ég tek undir orð þín Svanur en við erum allt of miklir navístar í þessum málum eins og öðrum. Fólk allmennt á sitt einkalíf og ég lít á hjónalíf sem einkalíf þótt ég tel samkynhneigð röng en það er þeirra mál. Opinberið aðilar eiga alls ekki að storka öðrum þjóðfélögum og Jóhanna hefir gert sig að atlægi útávið og kannski er það illgirni en hún ætti að segja af sér út af villuhneigð sinni.
Valdimar Samúelsson, 8.9.2010 kl. 10:58
Ég hef talsvert spurt bókstafstrúaða(öfgatrúaða) hvað þeim finnist óeðlilegt við til dæmis homma og samband þeirra og nærri allir segja: Það sem þeir gera í svefnherberginu samræmist ekki biblíunni.
Nú vil ég benda á að það er talsverður fjöldi giftra hjóna(af gagnstæðu kyni) sem elska að stunda samskonar kynlíf og hommar stunda(ég þekki nú bara persónulega nokkur og þau skammast sín ekkert fyrir það). Þá er mín spurning: Er trúuðum ekki í nöp við það líka?? Ef svo er þá hvernig eigum við að vita hvaða hjón stunda hefðbundið kynlíf samþykkt af "biblíunni" og hvaða hjón stunda óhefðbundið "ósamþykkt" kynlíf???
Erum við ekki í vanda hér gott fólk??????
Ég bara spyr!!!!!!
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 22:19
Sodomy er bönnuð í Biblíu, Þorvaldur og viðurlögin dálítið skelfileg. Það er engin vandi tæknilega að framfylgja þeim lögum ef Færeyingar hefðu áhuga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2010 kl. 23:18
Ég veit að það er bannað samkvæmt biblíunni en það er einnig marg annað bannað samkvæmt biblíunni sem fólk stundar.
Vandamálið er að hvernig í ósköpunum ætlar þú(eða færeyingar) að fylgjast með því hvað fólk gerir bakvið luktar dyr svefnherbergisins???
Erum við þá ekki komin út á frekar hálan ís í persónufrelsi???
Engin vandi tæknilega segir þú: ætlar þú að koma fyrir cameru í öll svefnherbergi í landinu og láta fylgjast með hvað fólk gerir???
Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.