Eitthvađ svo óíslenskt

Ţađ er ekki langt síđan ađ ţorri íslendinga gat veriđ međ nefiđ ofaní hvers manns koppi međ ţví ađ hlusta á óviđkomandi símtöl í sveitasímunum. Ţađ er samt eitthvađ í íslenskri ţjóđarsálinni sem fćr mig til ađ finna fyrir aulahrolli í hvert sinn sem ég heyri ađ innlend yfirvöld beiti hlerunum til ađ rannsaka mál.

Einhvern veginn sé ég ekki íslenska krúnurakađa sérsveitarmenn sitja mánuđum saman yfir upptökutćkinu, bíđandi eftir ađ eitthvađ spennandi verđi sagt.

Og ekki er betri myndin af einhverjum skrifstofublókum á borđ viđ Ólaf Ţór Hauksson, sérstakan saksóknara, japlandi á kleinu međ heyrnartól á eyrunum ađ hlusta á ţá Jóni Ţorstein Jónsson, Ragnar Z. Guđjónsson og Styrmi Ţór Bragason fá leiđsögn hjá konum sínum í gegnum síma hvar kornflexiđ sé ađ finna í Krónunni.


mbl.is Hleranir í Exetermáli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Talandi um sveitasíma ţá er tćknin komin í hring. Hver sem er getur keypt séstaka gerđ af "Labb Rabb" tćki og hlustađ á hvađa GSM símtal sem er...

Óskar Arnórsson, 5.8.2010 kl. 13:18

2 identicon

Svanur: Sérsveitin sér aldrei um símhleranir.

Arngrímur (IP-tala skráđ) 5.8.2010 kl. 14:50

3 Smámynd: Ţorvaldur Guđmundsson

Rétt hjá Arngrími sersveitin sér bara um ađ vernda okkur borgarana fyrir sjalfum okkur.

Ţorvaldur Guđmundsson, 5.8.2010 kl. 16:48

4 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Takk fyrir ţađ Arngrímur. Enda segi ég ađ ég sjái ekki sérsveitirnar gera ţađ.

Svanur Gísli Ţorkelsson, 5.8.2010 kl. 17:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband