Heyrði blaðamaðurinn það sem Björk hugsaði?

Ross Beaty hefur lýst því yfir að draumur hans fyrir fyrirtæki sitt Magma Energy sé að gera það að stærsta og öflugasta jarðvarma fyrirtæki í heiminum. Ekki aðeins á Íslandi, heldur öllum heiminum.  Stór liður í að gera þann draum að veruleika er að koma sér vel fyrir í því landi sem lengst er komið á leið hvað varðar nýtingu jarðvarma; Íslandi. Án yfirráða yfir jarðvarma auðlindum Íslands og þeirri þekkingu sem íslensk fyrirtæki ráða yfir, mun draumur Ross verða langsóttur. Ísland er lykilinn að orku-paradísarrisa Ross.

Í viðtali sem tekið var við Ross þegar að Magma Energy var enn einkafyrirtæki hans segir hann;

"We have a large pool of talent in the company and have now acquired 21 properties in Nevada, Utah, Oregon, Chile, Nicaragua, Peru, and Argentina. Magma has the largest property base of any company in the business. I’m applying the things that have worked in my career and not apply the things that haven’t worked. We’re well financed. We just raised $29 million two weeks ago. The object is to do the same thing we did in Pan American Silver: to build the biggest geothermal energy business in the world."

Ross Beaty February 14th, 2009

Miðað við starfsaðferðir Pan American Silver og hina ýmsu eftirmála út af starfsemi þess víða um heim, er virkilega ástæða fyrir íslendinga til að hafa allan vara á þegar kemur að viðskiptum við Ross.

Ein af rökum Ross um ágæti kaupa Magma Energy á nytjarétti á Íslandi eru þessi ;

"I  bealeve that Magma was the largest foreign investor in Iceland in 2009 and we really bealieve we can help bring Iceland out of it´s currant tough economic condition with additional investment in the near future."

Ross Beaty July 2010

Það er erfitt að sjá hvernig efnahagsáætlun Íslands sem var samin undir stjórn AGS og smásjá, getur staðist ef ekki er tekið tillit til stærsta erlenda fjárfestingaraðilans. - Og aðkoma AGS í þeim löndum sem ME starfar í er þegar kunn. - Ekki langsótt kenning það að AGS taki mið af starfsemi ME annarsstaðar en á Íslandi.

Og hvaða "viðbótafjárfestingu" er Ross að tala um, ef ekki önnur orkufyrirtæki á Íslandi?

Mér sýnist að blaðamaðurinn sem hafi rangt eftir Björk hljóti að hafa heyrt það sem hún hugsaði frekar en það sem hún sagði.

 


mbl.is Ranglega haft eftir Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú orðar þetta talsvert betur en Jón Bæring samfó maður á akureyri ;)

Óskar Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 15:35

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég missti alveg af því Óskar.  Hvar eru þau orð?

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 19:06

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson, 4.8.2010 kl. 19:36

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/1082432/

Jón Ingi Cæsarson var það :)

Óskar Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 19:59

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jamm. Ég hafði reyndar séð þetta hjá Cæsarsyni  :o)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2010 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband