Albínóar United

albino1Heimsmeistaramótið í Knattspyrnu hefur orðið til að vekja athygli á lífi fólks víða um Afríku, ekki aðeins í tengslum við fótboltann heldur einnig almenna menningu Afríkulandanna. Ein athyglisverðasta sagan sem ég hef heyrt er samt tengd fótbolta og galdratrú.

Í Tansaníu og reyndar víðar í Afríku ríkir sú hjátrú að líkamshlutar albínóa búi yfir miklu töframætti. Talvert hefur verið um að Albínóum sé rænt, þeir drepnir og galdramönnum seldir líkamar þeirra til að nota i seyði sína eins og lesa má um hér. 

Síðasta haust fékk kaupsýslumaðurinn Oscacr Haule þá hugmynd að hægt væri að berjast gegn fáfræði og hjátrú í tengslum við Albínóa ef þeir yrðu gerðir sýnilegri í samfélaginu við iðju sem allir könnuðust við.

Albino 2Oscacr tók sig til og stofnaði knattspyrnulið eingöngu skipað albínóum.

Liðið var fyrst kallað Töfralið Albínóa. En sú nafngift virkaði andstætt tilgangi liðsins og var fljótt breytt í Albino United. 

Liðið ferðast nú um Tansaníu og spilar fótbolta við hin ýmsu lið við góðar undirtektir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband