Færsluflokkur: Fjármál

Náttúrupassi er óþarfur

1150336_10151945164681570_1819163470_n

Tekjur af erlendum ferðamönnum námu á síðasta ári 275 milljörðum króna samkvæmt því sem fram kemur á vef Samtaka ferðaþjónustunnar. Ef litið er til vergrar landframleiðslu er talan 389 milljarðar.

Hvernig sem það er reiknað, er ferðaþjónustan að skila mestum tekjum fyrir þjóðina af öllum atvinnugreinum hennar og komin langt fram úr sjávarútvegi,  orku og álframleiðslu.

Hluti af tekjum ríkisins af þessum fjármunum sem ferðaþjónustan skilar, ætti auðvitað að renna til viðhalds og uppbyggingu þeirra staða sem ríkið á eða/og ber ábyrgð á.

Enginn hefur komið fram með sanngjarna og skilvísa leið til að innheimta af ferðamönnum og landsmönnum sérstaklega fyrir að njóta náttúru landsins. Lausn þess máls er að gera þá óþarfa.

Að innheimta sérstaklega fyrir einhverja þjónustu eins og víða er gert, er auðvitað sjálfsagt.

Ef ríkið væri með á nótunum mundi það gera ráð fyrir nægilegum fjármunum á fjárlögum sem tryggðu áframhaldandi vöxt og viðgang þessarar mikilvægu tekjulindar þjóðarinnar og ráðstafa þeim samkvæmt skynsamlegum áætlunum. Ríkið hefur tekjurnar en þarf aðeins að forgangsraða rétt.  Slíkt gerir náttúrupassa óþarfa.


mbl.is Störfum í ferðaþjónustu fjölgar ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi gaspur

Robert Barnard er einn þessara ferðamála-gúrúa sem segist vita hvað allt á að kosta og hvernig græða má sem mest á þeim, en þekkir í raun ekki verðleika neins þeirra. Hann notar í orðræðu sinni vel kunn blekkingahugtök viðskiptalífsins.

Leitt að vita til þess ef að einhverjir Íslendingar með gullgrafaraæði ætla að hlaupa á eftir andlausum hugmyndum slíks og álíka manna. -

Ísland hefur ótvíræða sérstöðu meðal þjóða heimsins og býr yfir aðdráttarafli sem ekkert annað land hefur. Fólk á ekki að þurfa borga gróðabröllurum og bröskurum fyrir það eitt að hafa laðast að landinu. - Verðlag á aðgengi að íslenskri náttúru á að endurspegla sanngirni en ekki hvernig hámarka má gróðann af henni.

Því miður hljómar allt sem frá Roberti Bernad kemur og þeim sem enduróma það , eins og óþolandi gaspur.

Eins og ég hef oft sagt áður ættu stjórnmálamenn og ráðgjafar þeirra að láta ferðaþjónustuna í friði og skipta sér sem minnst af henni. Hún hefur hingað til spjarað sig án afskipta þeirra, en núna þegar henni hefur loks vaxið fiskur um hrygg vilja allir Lilju kveðið hafa og eiga.


mbl.is Ferðamannapassar fyrir 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iceland will save Iceland

3082-Iceland-Frozen-FoodsIceland verslunarkeðjan er geysivinsæl meðal Breta. Reyndar voru þeir óheppnir með "andlit" fyrir verslanirnar á síðasta ári.

Þá var það raunveruleikaþáttastjarnan  Kerry Katona sem reyndi að fá breskar húsmæður til að hamstra frosin matvæli. Svo fréttist KerryKatonaað hún hafði tekið nokkur einbýlishús í nösina og þá var henni dömpað af eigendum Iceland.

Nýja andlitið er X factor keppandinn Stacey Solomon sem sjarmeraði alla upp úr skónum með alþýðleika sínum og blátt áfram framkomu. Hún segist hafa verslað í Iceland alla ævi og þess vegna viti hún alveg hverju hún sé að mæla með.

stacey-solomon-Iceland keðjan er verðmæt og því ekki nema von að Jón Ásgeir hafi ágirnst hana. Hann varð að láta hluti sinn í henni af hendi upp í skuldir og missti við það stjórnarformannsembættið hjá Iceland.

Ef að söluandvirði Iceland nægir fyrir Icesave, þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af því hvernig kosningarnar fara á laugardag. Reyndar verður dálítið fúlt að sjá á eftir þessu flotta vörumerki.

IcesaveEn kannski getur einhver af þeim liggja á útrásargullinu sem "gufaði upp" keypt Iceland Frozen Food. Það  væri ekki amalegt ef hægt væri að endurreisa Icesave í leiðinni. Það vörumerki er ótvírætt þekktasta íslenska vörumerkið.


mbl.is Icesave gæti horfið með sölu á Iceland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr. Phill spáir fyrir um kosningarnar á laugardaginn

100_0031Fæstir Breta vita ekki nokkurn skapaðan hlut hvað er að gerast á Íslandi. Þegar kemur að efnahagsmálum nær nef þeirra ekki lengra en ofaní eigin buddu. Þess vegna kemur það á óvart að einhverjir þeirra skuli hafa fyrir því að leggja orð í belg við þessa grein í Guardian. -

Guardian styður öllu jöfnu breska Verkalýðsflokkinn og lesendur þess eru róttækir ef yfirleitt er hægt að nota það orð yfir Breta. Þeir eiga það sameiginlegt með íslenskum neijurum að þeir hatast út í bankana og bankamenn og segja þá ábyrga fyrir því að stjórnvöld í landinu þurfa nú að skera niður hægri / vinstri félagslega þjónustu og stuðning við listir og menningu.

Vinur minn Dr. Phill sem áður hefur getið sér gott orð á blogginu mínu fyrir getspeki og spádóma,  bauðst til þess að spá fyrir um úrslitin í kosningunum á laugardag. Dr. Phill sendi mér þessar línur fyrir stundu;

Á Ísland munu þeir;

sem þrá dómsdag,

þeir sem vilja sjá einhverjar breytingar, sama hverjar þær eru,

þeir sem eru yfirleitt neikvæðir,

þeir sem bölsótast út í allt og alla af því þeir vita að það sem þeir segja skiptir yfirleitt ekki máli,

 og þeir sem halda að Ísland geti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd, 

þetta fólk mun sigra í kosningunum um Icesave á laugardag.

 


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Monica Caneman fulltrúi kröfuhafa í Kaupþing

Monica CanemanMonica Caneman er sænskur hagfræðingur sem býr í Svíþjóð. Hún hefur það fyrir atvinnu að sitja í stjórnum stórra fyrirtækja og hefur gert það frá 2001. Ég veit ekki hvað hún situr í stjórnum margra fyrirtækja um þessar mundir en þeirra á meðal er Arion Banki þar sem hún situr fyrir hönd Kaupskila ehf. Kaupskil ehf eiga 87% í Aron banka og stjórna bankanum. Monica ljær sitt "góða nafn" þeim fyrirtækjum sem hún starfar fyrir og er handbendi eigenda þeirra. Í  staðinn fær hún ríkulega umbun eins og fréttin hér að neðan vitnar um. 

Eignarhald bankans er sem sagt í höndum sérstaks dótturfélags Kaupþings (Kaupskila), sem lýtur stjórn sem er að meirihluta skipuð stjórnarmönnum óháðum Kaupþingi, stórum kröfuhöfum í Kaupþing og Arion banka.

Það er alveg ljóst að að Fjarmálaeftirlitið var í blóra við góða stjórnskipan þegar það heimilaði  að fyrirtæki í eigu annars fyrirtækis sem komið er í umsjá skilanefndar að eiga hlut í banka, eins raunin er með Kaupþing, Kaupskil og Arion Banka.

Það hefur heldur aldrei komið fram hverjir eru helstu kröfuhafar í Kaupþing og þar með raunverulegir eigendur Kaupskila ehf sem á eins og áður sagði 87% af Arion Banka á móti 13% sem íslenska ríkið á.

Enginn veit hvort einver bein hagsmunatengsl (önnur en laun stjórnarmanna) eru á milli helstu kröfuhafa í Kaupþing og stjórnarmanna í Arion banka og þar á meðal Moncu Caneman. Ef slík engsl eru til er það klárlega brot á lögum.


mbl.is Með 1,4 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukkið orðið eins og áður og aftur glatt í höllinni

Það er gott veganesti fyrir nýkjörna meðlimi stjórnlagaþings að fá þessar fréttir á kjördegi. Landsbankinn, banki allra landsmanna, er aftur kominn á fulla ferð í fjármálsukkið sem einkenndi ferilinn sem leiddi til hrunsins. 

Eins og áður, reiðir bankinn sig á að fólk telji sig ekki hafa nægilegt vit til að gagnrýna starf hans og til vara, passar hann sig á að hafa málin svo flókin að enginn getur með góðu móti komist til botns í þeim án þess að hafa aðgang að öllum gögnum.

Eins og áður er brask með auðlindir þjóðarinnar, skuldsetning umfram eignir, flókið kennitöluflakk og massífar afskriftir eru helstu  hráefnin í þessa skuldasúpu. - 

Eins og áður koma hér við sögu íslenskir kvótabraskarar sem þegar er búið að afskrifa nokkra milljarða fyrir persónulega, og auðvitað lenti sá skellur á þjóðarbúinu og almenningi í landinu.

Eins og áður er langlundargeð Íslendinga gagnvart þeim bankamönnum sem leiða þessa hersingu og þessum bröskurum sjálfum, með ólíkindum.

Eins og áður er engra viðbragða er að vænta frá ríkisstjórn eða þingi. Þar er fólk orðið svo samduna að það finnur ekki rotlyktina. -

Ekki nema vona að fólk bindi miklar vonir við stjórnlagaþingið til að koma með tillögur að lögum yfir þetta misferli.


mbl.is Skuldsetning hafin á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heyrði blaðamaðurinn það sem Björk hugsaði?

Ross Beaty hefur lýst því yfir að draumur hans fyrir fyrirtæki sitt Magma Energy sé að gera það að stærsta og öflugasta jarðvarma fyrirtæki í heiminum. Ekki aðeins á Íslandi, heldur öllum heiminum.  Stór liður í að gera þann draum að veruleika er að koma sér vel fyrir í því landi sem lengst er komið á leið hvað varðar nýtingu jarðvarma; Íslandi. Án yfirráða yfir jarðvarma auðlindum Íslands og þeirri þekkingu sem íslensk fyrirtæki ráða yfir, mun draumur Ross verða langsóttur. Ísland er lykilinn að orku-paradísarrisa Ross.

Í viðtali sem tekið var við Ross þegar að Magma Energy var enn einkafyrirtæki hans segir hann;

"We have a large pool of talent in the company and have now acquired 21 properties in Nevada, Utah, Oregon, Chile, Nicaragua, Peru, and Argentina. Magma has the largest property base of any company in the business. I’m applying the things that have worked in my career and not apply the things that haven’t worked. We’re well financed. We just raised $29 million two weeks ago. The object is to do the same thing we did in Pan American Silver: to build the biggest geothermal energy business in the world."

Ross Beaty February 14th, 2009

Miðað við starfsaðferðir Pan American Silver og hina ýmsu eftirmála út af starfsemi þess víða um heim, er virkilega ástæða fyrir íslendinga til að hafa allan vara á þegar kemur að viðskiptum við Ross.

Ein af rökum Ross um ágæti kaupa Magma Energy á nytjarétti á Íslandi eru þessi ;

"I  bealeve that Magma was the largest foreign investor in Iceland in 2009 and we really bealieve we can help bring Iceland out of it´s currant tough economic condition with additional investment in the near future."

Ross Beaty July 2010

Það er erfitt að sjá hvernig efnahagsáætlun Íslands sem var samin undir stjórn AGS og smásjá, getur staðist ef ekki er tekið tillit til stærsta erlenda fjárfestingaraðilans. - Og aðkoma AGS í þeim löndum sem ME starfar í er þegar kunn. - Ekki langsótt kenning það að AGS taki mið af starfsemi ME annarsstaðar en á Íslandi.

Og hvaða "viðbótafjárfestingu" er Ross að tala um, ef ekki önnur orkufyrirtæki á Íslandi?

Mér sýnist að blaðamaðurinn sem hafi rangt eftir Björk hljóti að hafa heyrt það sem hún hugsaði frekar en það sem hún sagði.

 


mbl.is Ranglega haft eftir Björk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimskuleg hugmynd?

Íslenska ríkið (við) eigum 81% af Landsbankanum. Við höfum grætt 8,3 milljarða á honum fyrsta fjórðung ársins og talsvert í viðbót í formi skatta. Landsbankinn er góð mjólkurkú, engin vafi.

Nú þarf einhver snjall að reikna út hversu marga miljarða í viðbót Landsbankinn (við)  þarf að græða svo ekki þurfi að selja á nauðungarsölu ofan af fólki sem á sínum tíma fékk lán og getur ekki borgað vegna atvinnumissis eða stórkostlegra hækanna erlendra myntlána í kjölfar hrunsins.

Og svo þarf einhverja aðra eldklára manneskju til að útskýra fyrir mér hvers vegna það er alls ekki hægt að gefa fólki eftir skuldir (sem það í raun efndi ekki til)  en  hneppa það frekar í ævilangt skuldafangelsi ef það vill eiga þak yfir höfuðið.

Eru þessir aurar ekki okkar sameiginleg eign?

Og er hægt að nota þá í eitthvað þarfara?


mbl.is 8,3 milljarða hagnaður Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankar halda þjóðinni í gíslingu

Jim Culleton talar um að Íslendingar séu að endurheimta land sitt. Endurheimta það frá hverjum? Hverjir tóku landið í gíslingu? Því er auðsvarað, það gerðu bankarnir, stjórnendur þeirra. En það er fátt sem bendir til að almenningur og stjórn landsins hafi eða sé að losna undan ánauð þeirra.

celebration400Skjaldborgin sem lofað var fyrir meimili landsins hefur aldrei risið. Þða eina sem gert hefur verið er að það hefur verið lengt í hengingarólinni. Engar afskriftir fyrir einstaklinga eða heimili, heldur aðeins banka og skúffufyrirtæki þeirra.

Bankarnir eru hinir nýju þrælaherrar. Þorri almennings er hnepptur í skuldaklafa þeirra og á líf sitt og viðurværi undir þeim. Þegar að þeir riðuðu til falls fyrir ári síðan,  hrópuðu bankamenn á hjálp. Þeir beittu ríkisstjórn og almenning fjárkúgun og sögðu að ef þeim yrði ekki hjálpað með því að fylla geymslur þeirra aftur af peningunum, mundi allt kerfið hrynja. Og núna þegar þeir eru búnir að fá allt sem til var, beita þeir aftur fjárkúgunum. Þeir hrópa; látið okkur vera, við högum okkur eins og okkur sýnist og ef þið gerið það ekki mun þessi kreppa vara miklu lengur.

Þess vegna hafa engar nýjar reglur verið settar um starfsemi banka. Engin ný stefna um markmið þeirra hefur litið dagsins ljós. Öfgar nýfrjálshyggjunnar sem flestum var ljóst að leiddi til fallsins, ráða enn lögum og lofum innan bankakerfisins og þess vegna munu aðgerðir sem eiga að koma heimilum landsins til hjálpar og stýrt er gegnum bankakerfið, aldrei skila sér. Þeir eru þrælaherrar nútímans sem hefur verið gefinn sá réttur að eiga allt sem þú getur mögulega framleitt og þar með þig.


mbl.is Íslendingar endurheimta landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það má komast af á milljarði....er það ekki annars?

bankmanKúlulán...nei..blessaður vertu, fullkomlega löglegt. Að afskrifa kúlulán til að kaupa hlut í bönkum sem nú eru orðnir verðlausir...hva,,, það var bara gert fyrir starfsmenn og pólitíkusa...Innherjaviðskipti...nei nei..blessaður... áttu sér aldrei stað...Flutningur milljarða úr íslenskum bönkum korter fyrir hrun...Ha, og hvað er ólöglegt við það?.....kennitölur og skúffufyrirtæki til að fá lan, lána örðum, taka vexti, borga arð og  og og ....það eru nú bara viðskipti góurinn.

Þessum fréttum og fullyrðingum og viðbrögðum við þeim er ausið daglega yfir þjóðina og fæstir nenna orðið að fylgjast með hver svínaði hvar og hve margir milljarðar voru í spilinu. - Flestir eru jafnframt fullvissir um að það mun enginn svara til saka fyrir nokkuð sem viðkom því sem við köllum "hrunið".

Allir vatnsgreiddu kallarnir sem hingað til hafa fengist til að tala segja það sama. Allt var löglegt. Og það sem kann að hafa orkað tvímælis, voru mistök. Allir voru að gera sitt besta. Lögin voru bara ekki nógu skýr. Og svo vissi enginn að þessi fylking, löglegra, vel meinandi, dálítið óupplýstra manna og kvenna stefndi fyrir björg.

BankMan-smEn það kaldhæðnilegasta við þetta allt er, að þrátt fyrir hrunið, þrátt fyrir gjaldþrot banka og fyrirtækja, voru allir þeir sem töpuðu mestu svo ríkir að þeir eru enn vell-auðugir. Það þarf nefnilega ekki nema ja... segjum milljarð,  til að hafa það ágætt, næstum sama hvar er í heiminum. Og hver var svo aumur að hann kom a.m.k. ekki milljarði undan?


mbl.is Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband