Færsluflokkur: Mannréttindi
9.6.2009 | 12:51
Fá 5 milljónir punda frá ESB til að útbreiða boðskapinn
Um helförina;
"Mér er fullljóst að réttatrúnaðarkenningin er að sex milljónir Gyðinga hafi verið gasaðar, brenndar eða breytt í ljósaskerma. Rétttrúarkenningin var líka eitt sinn að jörðin væri flöt." Nick Griffin
Mikla athygli hefur vakið, að í ný afstöðnum kosningum til Evrópuþingsins komu BNP (Breski þjóðarflokkurinn) að tveimur þingmönnum. Fyrir utan ummæli leiðtoga flokksins, þykir stefnuskrá þeirra sýna að þar fer stjórnmálflokkur sem boðar svipaða stefnu og leiddi heiminn út í heimsstyrjöld á síðustu öld. Fyrir utan að þingmennirnir fá 446.000 pund fyrir að sækja Evrópuþingið, fær flokkurinn framlög frá ESB sem nemur 147.000 árlega til starfsemi flokksins.
Á Stefnuskrá flokksins er að;
Bretland dragi sig úr ESB.
Vinna náið með ný-fasistahópum í öðrum löndum.
Stöðva óheft og ótakmarkað flæði innflytjenda til Bretlands og minka glæpi og hryðjuverk.
Bretland, ekki ESB, ákveði hver býr í landinu.
Vísa úr landi öllum sem ekki eru fæddir í Bretlandi og fremja þar afbrot.
Halda pundinu og allri stjórn yfir efnahag þjóðarinnar.
Hætta að greiða 9 milljarða punda framlag Bretlands til ESB.
Bresk störf séu fyrir breska verkamenn.
Taka upp aftur vog og mál kerfi breska heimsveldisins.
Stöðva afskipti ESB af breska þinginu og dómstólum landsins.
Stöðva lokanir pósthúsa.
Taka aftur upp dauðarefsingu fyrir dráp á börnum, raðmorð og hryðjuverk.
Leyfa húsráðendum að verja heimili sín fyrir innbrotsþjófum.
Leiðtogi flokksins sem er annar þeirra sem náði kjöri heitir Nick Griffin. Eftir honum er þetta haft um hin ýmsu málefni;
Um Adolf Hitler;
Já, Adolf gekk aðeins of langt.
Um Mein Kampf;
Þrettán ára las ég Mein Kampf og gerði glósur. Kaflinn sem mér líkað best var um áróður og skipulag. Í honum er að finna mjög gagnlegar hugmyndir.
Um helförina;
Mér er fullljóst að réttatrúnaðarkenningin er að sex milljónir Gyðinga hafi verið gasaðar, brenndar eða breytt í ljósaskerma. Rétttrúarkenningin var líka eitt sinn að jörðin væri flöt.
Um Íslam;
Illgjörn, mjög illgjörn trú sem brjálaðir klikkhausar iðka.
Um Bretland;
Fjölmenningarlegt helvíti.
Um hvíta kynstofninn;
Án hvíta kynstofnsins skiptir ekkert máli.
Um líkurnar á að ná kjöri;
Fram að þessu höfum við bara sent einhvern í framboð því við vissum að við mundum ekki vinna. Nú þurfum við að fá einhvern sem getur..."
Um fjölmenninguna;
Tilraunaverkefni sem neitt er upp á okkur af 10.000 stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki.
Um fasistaforingjann Oswald Mosley;
Það eru sterk og bein tengsl milli mín og Oswald Mosley.
Um sprengjutilræðið í Soho 1999;
Sjónvarpsútsendingin sem sýndi tólf samkynhneigða mótmælendur sem flöksuðu óeðli sínu fyrir framan blaðamenn heimsins, sýndi hvers vegna svo fjöldi venjulegs fólks finnst þessar verur ógeðslegar.
4.6.2009 | 13:56
Friður - Næsta skrefið í framþróun mannlífs á plánetunni
Eftir að hafa bæði hlustað og lesið á einstaka ræðu Obama Bandaríkjaforseta sem hann fór með í morgunn í Kairo háskóla, er ekki úr vegi að að benda á eftirfarandi. Á friðarstundinni í Hallgrímskirkju með Dalai Lama fluttu fulltrúar flestra trúarbragða sem eiga fylgjendur á Íslandi stutt erindi. Meðal þeirra var Fríða Sigurðardóttir sem flutti eftirfarandi erindi fyrir hönd Bahai samfélagsins. Innihald erindis hennar er í miklu samræmi við ræðu Obama, þótt stutt sé. Textinn er að mestu leiti tekin beint úr Bahai ritningunum og fer hér á eftir.
Friðurinn mikli sem fólk góðvildar á öllum öldum hefur bundið við björtustu vonir sínar, sýnin sem skáld og sjáendur ótalinna kynslóða hafa lýst og helgirit mannkynsins gefið margítrekað fyrirheit um, er nú innan seilingar þjóðanna. Í fyrsta sinn í sögunni geta allir menn séð jarðkringluna, með sinn aragrúa af sundurleitum þjóðum og kynþáttum, frá einu og sama sjónarhorni. Heimsfriður er ekki aðeins mögulegur heldur óhjákvæmilegur. Hann er næsta skrefið í framþróun mannlífs á plánetunni með orðum mikils hugsuðar: hnattvæðing mannkynsins.
Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.
Þetta er sá dagur, þegar ágætustu gjöfum Guðs hefur verið úthellt yfir mennina, dagurinn þegar hans almesta náð veitist öllu sem skapað er. Öllum þjóðum jarðar ber að jafna ágreining sinn og hvílast í fullkominni einingu og friði í skugganum af tré umhyggju hans og ástríkis. Það sæmir þeim að vera fastheldnir við allt sem á þessum degi getur aukið tign þeirra og kemur þeim að mestu gagni. Sælir eru þeir sem hinn aldýrlegi penni minnist og sælir þeir, sem vér í órannsakanlegri ráðsályktun vorri höfum kosið að nefna ekki með nafni.
Biðjið hinn eina sanna Guð að gefa, að öllum mönnum megi náðarsamlega verða hjálpað við að uppfylla það sem er þóknanlegt fyrir augliti voru. Brátt verður ríkjandi skipan undið saman og ný breidd út í hennar stað. Vissulega mælir Drottinn þinn sannleikann og þekkir hið óséða.
Áformið að baki opinberun sérhverrar himneskrar bókar, nei, sérhvers opinberaðs ritningarvers Guðs, er að gæða alla menn eigindum réttlætis og skilnings, svo að friður og rósemi megi fá tryggilega staðfestu á meðal þeirra.Allt sem fullvissar hjörtu mannanna, allt sem upphefur stöðu og stuðlar að farsæld þeirra, er þóknanlegt fyrir augliti Guðs. Hversu upphafin er staðan, sem maðurinn getur náð, ef hann aðeins kýs að uppfylla háleitt ætlunarverk sitt! I hvílík djúp niðurlægingar getur hann ekki sokkið, djúp sem hinar auvirðilegustu allra skepna hafa ekki kafað! Grípið tækifærið, ó vinir, sem þessi dagur færir yður, og sviptið eigi sjálfa yður örlátri úthellingu náðar hans. Ég bið Guð þess, að hann megi náðarsamlega gera hverjum og einum yðar kleift að prýðast djásnum hreinna og heilagra gerða á þessum degi.
Það sem Drottinn hefur ákvarðað sem æðsta læknisdóminn og máttugasta meðalið til græðingar alls heimsins er eining allra þjóða hans í einum allsherjar málstað, einni sameiginlegri trú. Þetta getur aldrei tekist nema fyrir vald hæfs, alvoldugs og innblásins læknis. Þetta er vissulega sannleikurinn og allt annað er einskær villa.
4.6.2009 | 11:31
Mikilvægasta og besta ræða Obama...hér
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 23:34
Hafa rétt til að vera jafn óhamingusamar og karlar
Að skoða samtímann í ljósi viðtækra og marktækra skoðanakannana, gefur okkur m.a. tækifæri til þess að sjá hvaða áhrif ný hugmyndafræði hefur á samfélagið.
Fyrir 1970, áður en kveinréttindabaráttan náði hámarki á vesturlöndum, fór fram viðamikil skoðanakönnun sem sýndi að konur álitu sig öllu jafna, umtalsvert hamingjusamari en karlar.
Á síðustu 30 árum hafa tækifæri kvenna til að velja hvort og hvenær þær kjósa að stofan til fjölskyldu og barneigna, til að ganga menntaveginn og til að láta að sér kveða í stjórnmálum og atvinnulífi, aukist til muna. Jafnrétti kynjanna hefur verið lögfest í vel flestum löndum vesturheims.
Niðurstöður nýrrar bandarískrar könnunar sem einnig náði til Evrópulandanna og kynnt hefur verið undir nafninu "Mótsögnin um minnkandi hamingju kvenna" sýnir að hamingja kvenna er nú til jafns við það sem gengur og gerist á meðal karla.
Þeir sem stóðu fyrir könnuninni viðurkenna að konur séu í dag líklegri til að segja hug sinn allan en þær voru þegar viðmiðunarkönnunin var gerð um 1970. Þannig er mögulegt að niðurstöður þeirrar könnunar hafi verið skekktar af tilhneigingu kvenna á þeim tíma, til að látast vera sáttar við sinn hlut, vegna þess að almenn viðhorf styrktu þá ímynd kvenna að þær ættu helst heima í eldhúsinu, uppteknar af barnauppeldi.
Ein af spurningunum sem vakna þegar rýnt er í þessa nýju könnun er hvort þau karllægu gildi sem svo greinilega ráða lögum og lofum í samfélaginu og konum er boðið að tileinka sér, hafi þær áhuga á að neyta jafnréttis síns, séu yfirleitt til þess fallin að auka hamingju fólks.
1.6.2009 | 15:39
Hvaða þvingunarleiðir nota kínversk stjórnvöld á Íslendinga?
Hvað veldur þessari þjónkun íslenskra stjórnavalda við gerræðislega tilburði kínverskra stjórnvalda til að kúga fólk, hvort sem er heima hjá sér eða að heiman. Fyrir fáeinum árum var fjöldi Falun Gong fylgjenda settur í stofufangelsi á Íslandi á meðan að tekið var á móti forseta Kína með pompi og prakt. Enn fleirum var meinað um að koma til landsins, allt vegna þess að forsetinn sem m.a. var frægur fyrir að stjórna aðgerðum kínverska hersins gegn mótmælendum á torgi hins himneska friðar 1989, þoldi ekki að sjá gulklædda Falun Gong fylgjendur nokkurs staðar í nágrenni við sig.
Nú halda íslensk stjórnvöld sig vel í fjarlægð frá Nóbels-friðarverðlaunahafanum Dalai Lama. Kínversk stjórnvöld hafa horn í síðu hans eftir að hann var hrakinn af þeim frá heimalandi sínu Tíbet, sem Kínverjar hernumdu.
Hvar sem Dalai Lama fer, fylgja kröftug mótmæli frá kínverskum stjórnvöldum sem flest lönd þó virða að vettugi. En ekki Ísland. Jafnvel þótt koma hans sé ekki í boði ríkisins hefði verið við hæfi að sýna þessum manni sem álitinn er talmaður friðar og sátta, langt út fyrir raðir þeirra sem fylgja honum að málum í trúarlegu tilliti, tilhlýðilega virðingu í stað þess að láta sem hann sé eins og hver annar ferðalangur.
Spurningin sem stjórnvöld ættu að svara, sérstaklega eftir að hafa miklað sig af nýjum og opinskáum stjórnarháttum, er; hvað hafa Kínverjar á Íslendinga og hvaða þvingunarleiðir nota þeir til að kúga íslensk stjórnvöld til hlýðni?
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.5.2009 | 01:47
Óvenjuleg starfsþjálfun kínverskra hermanna
Kínverskir hermenn eru þjálfaðir á óvenjulegan hátt eins og sést á þessum myndum. Störfin sem þeim er gert að vinna eru líka óvenjuleg, eins og sést á myndbandinu sem krækt er við hér. Þar sjást kínverskir hermenn skjóta tíbetska flóttamenn sem leggja lífið í sölurnar til að komast í námunda við leiðtoga sinn Dali Lama. Dali Lama er eins og kunnugt er væntanlegur til landsins eftir nokkra daga.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.5.2009 | 02:42
Eru blæjuklæddar konur dónar?
Það var sól og sumarylur og ég stóð á götuhorni og beið ásamt öðru fólki eftir að götuljósið yrði grænt. Ég leit á fólkið sem stóð við hlið mér og veitti athygli síðskeggjuðum en ungum manni. Hann var klæddur í stuttbuxur og stutterma skyrtu. Fyrir aftan hann stóð konan hans, svartklædd frá toppi til táar í burku og með hijab og með svarta andlitsgrímu og net fyrir augunum. Ég snéri mér að manninum, horfði á konuna hans og sagði; "Þér getur ekki verið alvara". Hann svaraði; "skiptu þér ekki að því sem þér kemur ekki við". Græna ljósið losaði mig undan frekari andsvörum því maðurinn með skeggið og konuna sína í svörtum poka, þremur fetum á eftir sér, strunsaði yfir götuna.
Í dag las ég greinarstúf eftir blaðamann sem heitir Matthew Parris og skrifar fyrir The Times. Í greininni segist hann vera nýkominn frá Tyrklandi, Sýrlandi og Lebanon. Á fyrsta degi eftir komu sína til Bretlands sá hann fleiri konur klæddar í dragsíðar búrkur og með fullt hijab í Tower Hamlets í London en í Damaskus. Í Sýrlandi sem er menningarlega afturhaldsamasta land Múslíma segir hann eina konu af hverjum tíu ganga með andlitsblæju.
Það er marg-staðfest af fræðimönnum Múslíma að það er ekki trúarleg skylda fyrir konur að klæðast fullu Hijab. Flestar íslamskar konur ganga með höfuðklúta en andlitsgrímur og augnanet er algjörlega menningarleg fyrirbæri. Parris spyr hversu langt vesturlandabúar eigi að ganga í að umbera slíka framkomu sem samræmist alls ekki vesturlenskri menningu.
Í Kína þykir ekkert tiltöku mál fyrir fólk að spýta. Um leið og Kínverjar leggja land undir fót til annarra landa , hætta þeir spýtingunum. Hjá mörgum Afríkuþjóðum tíðkast það að konur ganga um berbrjósta. Í stórborgum Evrópu sérðu afar sjaldan berbrjósta konur á almannfæri og ef það gerist eru þær venjulega ekki frá Afríku. Ef vesturlandabúi heimsækir mosku fer hann úr skónum þótt það sé ekki siður þegar hann heimsækir t.d. kirkjur. Vesturlandabúi mundi heldur ekki drekka vín á almannafæri í miðri Damaskus því þar er slíkt talið mikill ósiður.
Að setja upp grímu þegar fólk yfirgefur húskynni sín er truflandi fyrir vesturlandabúa (nema það sé gert til skemmtunar) og jafnvel ógnandi. Börn verða hrædd þegar það sér grímuklætt fólk á ferli.
En hversvegna er það svona algengt í London og öðrum stórborgum vesturheims að sjá íslamskar konur sem með þessum klæðnaði sínum ganga algjörlega á skjön við allar hefðir og venjur umhverfis síns? Eru þær svona miklir dónar?
Parris spyr hvort íslamskar konur sem klæðast blæju og jafnvel augnaneti, viti ekki að þær gera þetta í blóra við viðtekna samfélagshætti eða hvort þeim sé einfaldlega sama því ætlunin sé fyrst og fremst að storka umhverfinu með þessum trúarpólitíska klæðnði.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 02:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
21.5.2009 | 11:56
Aðvörun
Þegar ég verð gömul kona mun ég klæðast fjólubláu
við rauðan hatt sem ekki passar og fer mér ekki.
Og ég mun eyða lífeyrinum í koníak og sumarhanska.
Og satín sandala og segja að engir peningar séu til fyrir smjöri.
Ég ætla að setjast niður á gangstéttina þegar ég er þreytt
og háma í mig sýnishorn í búðum og hringja viðvörunarbjöllum
og renna prikinu mínu eftir grindverkinu
og bæta mér upp hversu stillt ég var í æsku.
Ég ætla út í rigninguna á inniskónum
og tína blóm úr görðum annars fólks
og læra að hrækja.
Þú getur klætt þig í hræðileg pils og fitnað meira
og þú getur borðað þrjú pund af pylsum í einu
eða bara brauð og súra gúrku í viku
og safnað pennum og blýöntum, glasamottum og hlutum í boxum.
En núna verðum við að klæðast fatnaði sem heldur okkur þurrum
og borga leiguna og ekki bölva úti á götu
og setja börnunum gott fordæmi.
Við verðum að bjóða vinafólki í mat og lesa blöð.
En kannski ætti ég að æva mig dálítið núna?
Svo fólk sem þekkir mig sjokkerist ekki og undrist
Þegar ég allt í einu verð gömul og byrja að klæðast fjólubláu.
Jenny Joseph
Jenny Joseph (f. 1932) er ensk skáldkona. Ljóðið hennar "Aðvörun" sem ég tók mér það bessaleyfi að snúa á íslensku og birta hér að ofan, (ekki af tilefnislausu) var árið 1996 kosið vinsælasta ljóðið sem samið hefur verið eftir seinni heimsstyrjöldina í Bretlandi. Fyrir kosningunni stóð BBC.
Ljóðið hefur haft mikil áhrif á konur um allan heim og í Bandaríkjunum var t.d. stofnaður Rauðhatta-klúbbur kvenna sem koma saman til að drekka te í fjólubláum kjólum og með rauða hatta.
Hugmyndin að Rauðhattaklúbbnum kviknaði þegar Sue Ellen las ljóðið Warning" eftir Jenny Joseph sem segir frá eldri konu sem klæðist fjólubláum fötum og ber rauðan hatt. Ljóðið hreif Sue Ellen svo að hún ákvað að gefa vinkonu sinni ljóðið ásamt rauðum hatti í afmælisgjöf. Vinkonan varð einnig svo hrifin að hún gaf fleirum sömu gjöf og svona hélt þetta áfram. Einn daginn ákveður þessi hópur að hittast í fullum skrúða, það er að segja í fjólubláum fötum sem passa alls ekki við rauða hattinn og það varð ekki aftur snúið. Rauðhattaklúbburinn varð til.
Sue Ellen Cooper stofnaði Rauðhattaklúbbinn árið 1998 og í dag eru Rauðhettir í Bandaríkjunum og Kanada að nálgast hálfa milljón og klúbburinn er byrjaður að skjóta rótum í Evrópu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi.
11.5.2009 | 03:10
Smáfólkinu í Afríku nauðgað.... aftur
Í mörgum Afríkulöndum er að finna ættbálka smávaxins fólks sem kalla sjálfa sig ýmsum nöfnum eins og Aka, Baka, Mbuti og Twa. Hver þessara ættbálka er samsettur af ættflokkum sem einnig bera sérstök heiti. Að auki eru til á hinum mörgu Afríkumálum ýmis nöfn yfir þetta smáfólk á meðal hverra hæstu karlmenn verða aldrei hærri en 150 cm. Þá búa ættbálkar smáfólks í Taílandi, Malasíu, á Indónesíu, á Filippseyjum, á Papúa Nýju Geníu, í Brasilíu og í Bólivíu og bera þeir allir sérstök heiti, rétt eins og við köllum okkur Íslendinga.
Vesturlandabúar þ.á.m. Íslendingar, kjósa enn að kalla þetta fólk Pygmýja sem er komið úr grísku og fyrir utan að vera sú stærðaeining sem lýsir fjarlægðinni á milli olnboga og hnúa er nafn á einhverjum dvergum sem bjuggu í Eþíópíu og/eða á Indlandi og fornskáldið Hómer lýsir fyrstur manna.
Sjálfu finnst smávaxna fólkinu þetta orð óviðeigandi og vilja láta kalla sig því nafni sem það nefnir sig sjálft.
Að kalla smáfólkið Pygmýja, er ekki ósvipað því þegar fáfrótt fólk talar um Grænlendinga sem Eskimóa.
Eins og tugir annarra netmiðla, flytur Mbl.is um þessar mundir fréttir af hópi smáfólks í Austur-Kongó, sem er af Aka ættbálknum og býr í þorpinu Kisa í Walikalen. MBL.is kallar þá Pygmýja. Smáfólk þetta, sem annað, kemst ekki oft í heimsfréttirnar og t.d. var lítið sem ekkert um það fjallað þegar að styrjöldin í Kongó stóð sem hæst og pyntingar, nauðganir og fjöldamorð á Aka og Baka fólkinu, voru daglegt brauð. Heimurinn kærði sig kollóttann þótt einhverjir "villimenn" dræpu aðra "villimenn" í Kongó.
Nú gerðist það fyrir nokkrum vikum að einhverjir hjátrúarfullir og fáfróðir villimenn, sem starfa fyrir ríkjandi stjórnvöld í Kongó, réðust einu sinni enn á smáfólkið. Í þetta sinn í þeim eina tilgangi að nauðga gömlum konum og kornabörnum í þorpinu og síðan höfðingjanum sjálfum. Hluti þessarar "manndómsvígslu" var að gera skömm höfðingjans sem mesta og því var hinum nauðgað að konu sinni og öðrum þorpsbúum ásjáandi.
Nú er allur heimurinn orðin vitni að skömm hans og þetta þykir góður fréttamatur og fullboðlegt í dag, þótt þetta hafi gerst og komið fyrst fram fyrir nokkrum vikum.
Einhver gerði sér grein fyrir því að það sem þykja mundi fréttnæmt væri að villimennirnir trúðu því, eftir því sem sagt er, að þeir mundu hljóta við þessi voðaverk "yfirnáttúrlega krafta". Sá hluti sögunnar varð að fyrirsögn fréttarinnar.
Flestar þær greinar sem ég hef séð um málið, (þær skipta tugum) eru nánast algjörlega eins, orðrétt uppétnar eftir hverjum þeim sem fyrstur skrifaði fréttina um þessi gömlu tíðindi.
Engin þeirra gerir minnstu tilraun til að skýra baksvið þessarar fréttar eða kynna fyrst og fremst fyrir okkur þolendurnar voðaverkanna sem í henni er lýst. Gerendur slíkra óhæfuverka eiga hvort eð er svipaða sögu að baki, hverrar þjóðar sem þeir kunna að vera.
Og Engin greinin getur þess t.d. að þessum sérstaka ættbálki tilheyrir fólk sem í er að finna elstu mannlegu litningana. Þeir eru því elsta "gerð" mannvera sem til er í heiminum. Það var frá sömu slóðum og eru og hafa verið hefðbundin heimkynni þeirra, að lítill hópur fólks tók sig upp fyrir ca. 200.000 árum og hélt norður á bóginn. Af honum er mannkynið komið.
Aka fólkið er enn á einskonar millistigi jarðræktar og safnarastigs. Það neytir 63 mismunandi tegunda jurta, 20 skordýrategunda, hunangs frá 8 mismunandi tegundum býflugna og kjöts af 28 tegundum dýra.
Þess er heldur ekki getið að feður af Aka ættbálknum, verja meiri tíma með afkvæmum sínum en nokkrir aðrir feður í heiminum. Börn þeirra eru innan seilingar þeirra 47% af deginum og þeim hefur verið lýst sem bestu feðrum í heimi. Þeir taka upp börn sín, knúsa þau og leika við þau, fimm sinnum oftar en aðrir feður í hinum ýmsu samfélagsgerðum heimsins. Það er álitið að ástæða þess sé hin sterku bönd sem eru á milli eiginmanns og eiginkonu í samfélgi þeirrra.
Alla daga hjálpast hjónin að við veiðar, fæðusöfnun og eldamennsku og deila auk þess frítíma sínum með hvort öðru. Það eru sterk samsvörun milli þess tíma sem hjónin verja saman og þess tíma sem karlmaðurinn ver til að veita börnum sínum umhyggju.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 03:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.5.2009 | 19:14
Næst tekur til máls hæstvirt þriðja þingkona Reykjavíkurkjördæmis norður, Illugi Gunnarsson
Ef að mæðraveldi (matriarchy) hefði verið við lýði á Íslandi, mundu þá karlmenn sem kosnir væru til þings á öld jafnréttis og jafnræðis, láta sér lynda að vera kallaðir "þingkonur".
Og mundu þeir karlmenn sem eftir langa jafnréttisbaráttu næðu þeim árangri að setjast í ríkisstjórn, vera ánægðir með að vera titlaðir "ráðfrúr"?
Stjórnsýslutitlum á Íslandi fylgja kyngreiningar. Uppbygging tungumálssins gerir ráð fyrir því, ólíkt sem gerist t.d. í ensku. En hvers vegna er þá ekki almennt talað um þingkonur og ráðfrúr? Þingkona á þingi er kölluð "hæstvirtur þingmaður" aldrei hæstvirt þingkona. Hvers vegna ekki? Reglum tungumálsins er þarna varpað fyrir róða í krafti misréttis.
Eitt sinn var sú tíð að eingöngu konur gengdu starfi flugfreyja og/eða flugþerna. Um leið og karlmenn fóru að sinna þeim störfum tóku þeir upp starfsheitið flugþjónn. Það kom ekki til greina fyrir þá að vera kallaðir þernur eða freyjur.
Eins er með hjúkrunarmenn sem áður voru kallaðir hjúkrunarfræðingar.
Hér áður fyrr voru konur sem stýrðu búi kallaðar bústýrur. En um leið og þær eru settar við stjórn á fyrirtækjum verða þær forstjórar, ekki forstýrur. Hvaða karlmaður mundi una því, ef saga okkar hefði verið á aðra lund, að vera kallaður forstýra eða bankastýra.
Á áttunda áratugnum var gerð gagnskör að því að laga málrænt og hugrænt umhverfi okkar að kynjajafnrétti. Við vöndumst meira að segja á að kalla forsetann okkar frú. - Síðan þá hefur greinilega verið slakað á klónni og eiginlega verður maður ekki einu sinni var við jafnréttisumræðuna lengur.
Hvers vegna? Sá spyr sem ekki veit.