Færsluflokkur: Kvikmyndir

Tannburstaskeggið í miðnefsgrófinni

Hitlers skeggFrægasta og jafnframt óvinsælasta skegg veraldar er án efa það sem prýddi efri vör Hitlers. Til eru heimildir sem segja að Hitler, sem áður var með langt og endasnúið keisara-yfirvararskegg, hafi  þurft að skera það svo hann gæti sett upp gasgrímu, þegar hann barðist í fyrri heimstyrjöldinni.

Tannburstaskeggið, eins og þessi tegund skeggs er jafnan nefnd, sé það ekki af öðrum kostum kennt við Hitler eða Charly Chaplin sem notaði það sem hluta af gervi flækingsins sem hann var svo frægur fyrir að leika, varð afar vinsælt meðal verkamanna í Evrópu upp úr 1920. Það varð einskonar mótvægi við stórkallalegt keisara-skegg yfirstéttanna sem voru vel vaxborin og gátu skagað talvert út fyrir ásjónu viðkomandi. 

 sir_charles_chaplinsChaplin sagðist hafa upphaflega notað tannburstaskeggið vegna þess hversu kómískt það liti út á flækingum og væri auk þess nógu lítið til að andlitsgeiflur hans skiluðu sér á hvíta tjaldinu. Að sjálfsögðu notaði hann einnig skeggið í gervi einvaldsins í kvikmyndinni The Great Dictator sem hann gerði árið 1940.

Í Kína þótti tannburstaskeggið vera einkennandi fyrir japanska karlmenn, einkum í seinni heimstyrjöldinni.

Fáir fást til að bera slíkt skegg í dag, enda kom Hitler á það miklu óorði með því einu að bera það. Sá orðstýr virðist samt ekki aftra einvaldinum Robert Mugabe í Simbabve, því hann ber tannburstaskegg sem skorið er nákvæmlega til að passa ofaní miðnefsgrófina á honum.

robert-mugabe-2Miðnefsgróf er sem sagt lóðrétta dældin í efri vör beint undir miðju nefi á flestum mönnum. Hún var reyndar kölluð "efrivararrenna" í bók um líffæraheiti eftir Jóns Steffensen sem kom út árið 1956. Einhver lagði einnig til að hún yrði kölluð miðsnesisgróf en miðnefsgróf er best að mínu mati. 


Í kjallaranum hjá Charlton Heston

CHCharlton Heston (1923-2008) var einn frægasti kvikmyndaleikari sem uppi hefur verið. Hann lék mörg stórmennin þ.á.m. sjálfan Móses í stórmyndinni Boðorðin 10, Mark Antony í Júlíus Cesar, Rodrigo Díaz de Vivar í El Cid, og Judah Ben-Hur í Ben-Hur.

Heston var mjög pólitískur og þótt hann hafi stutt John F Kennedyí forsetakosningunum 1960 gerðist hann mjög hægri sinnaður og studdi t.d. Richard Nixon í forsetkosningunum 1972.

CH1Árið 1998 var hann kjörinn forseti og talsmaður hinna öflugu vopnaeigenda samtaka NRA, (Landsamband riffileigenda) og gegndi því embætti til 2003. Á landsþingi þeirra árið 2000 lyfti hann riffli á loft og lýsti því yfir að ef Al Gore kæmist til valda mundi hann taka í burtu rétt Bandaríkjamanna til að bera vopn en þá mundu "þeir þurfa að losa riffilinn úr kaldri og dauðri kló minni." 

Charlton Heston átti óhemju gott safn vopna sem hann geymdi í kjallara húss síns. Á myndunum sést hvernig þar var um að litast. Hann var einn þeirra sem var þeirrar skoðunar að "byssur drepi ekki, fólk drepur."

ch1

ch3

ch4


Ísland, eini ljósi punkturinn

ENDOF"Við fórum til Íslands til að kynna okkur það sem er álitið af mörgum friðunarsinnum besta viðmiðunin (gold standard) í nútíma fiskveiði-aðferðum."

Þannig komast framleiðendur nýrrar heimildakvikmyndar um fiskveiðar í heiminum að orði. Sýningar á myndinni sem heitir The End of the line hefjast í næstu viku en hún dregur upp ansi dökka mynd af ofveiðum víðast hvar í heiminum.

Í henni kemur m.a. fram að 90% fiskjar sé ofveiddur í ESB löndunum og að þau geti lært sitthvað af Íslendingum hvað varðar verndun fiskistofnanna, sérstaklega þegar kemur að því að framfylgja lögum gegn brottkasti. Segja má að Íslandshluti myndarinnar sé eini ljósi punkturinn i henni.

Heimildarmyndin er byggð á samnefndri bók blaðamannsins Charles Clover. Charles segir í viðtali við BBC að; "Þessar miklu auðlindir sem trúðum eitt sinn að væru endurnýjanlegar, sem allt mannkynið stóð í þeirri trú að væru óþrjótandi, eru ekki lengur endurnýjanlegar vegna gjörða okkar. Þess vegna þarf að nálgast málið á algjörlega nýjan heimspekilegan hátt. Framtíðin verður ekki eins og fortíð okkar"

BBC fjallar um þessa merku kvikmynd og þá umfjöllun er hægt að nálgast hér

Við þetta lof sem borið er á fiskveiðistjórn Íslendinga í myndinni rifjaðist upp frétt sem ég bloggaði um fyrir stuttu þar sem sagt er frá að sjávarútvegmálaráðherrar landa Evrópusambandsins hafi ákveðið á sameiginlegum fundi  í Brussel fyrir stuttu, að best sé að hætta að nota kvótakerfið sem ESB löndin notast við í dag og færa fiskveiðistjórnina aftur heim til landa og fyrirtækja sem veiðarnar stunda. Hér er sú grein.


Eru sjálfsvíg "smitandi" ?

Lucy Gordon ein efnilegasta leikkona Breta framdi sjálfsvíg um nótt eina fyrir nokkrum dögum. Lucy bjó ásamt kærastanum sínum í leiguíbúð í París og það var hann sem fann hana þegar hann vaknaði um morguninn hangandi í reipi sem hún hafði bundið utan um bjálka í loftinu. Lucy var lucygordonfourfeathersint28 ára þegar dún dó, jafngömul og mótleikari hennar í kvikmyndinni "Fjórar fjaðrir"(2002) Heath Ledger þegar hann lést, einnig á válegan hátt,  í búð sinni í New York á síðasta ári.

Lucy hafði nýlokið við að leika  kvikmyndinni Serge Gainsbourg, vie héroïque, sem er um ævi og starf franska tónlistarmannsins Serge Gainsbourg. Þar fór hún þar með hlutverk hinnar bresku ástkonu Serge, Jane Birkin. (Frægasta lag hans er án efa "Je t'aime... moi non plus," 1969,  þar sem Serge og Jane stynja saman eins og í ástaratlotum en lagið var upphaflega tekið upp með Brigitte Bardot.)

heathLedgerSvipað og hjá Heath Ledger var ferill Lucy rétt að byrja. Eftir farsælan feril sem fyrirsæta hóf hún að leika í kvikmyndum. Árið 2007 lék hún fréttakonuna í Spiderman og 2008 fór hún með stórt hlutverk í hinni stórgóðu mynd Frost.

Samkvæmt heimildum frá foreldrum og vinum, virtist allt leika í lyndi hjá Lucy. Skýringar á framferði hennar liggja ekki á lausu. Það eina sem komið hefur fram er að nýlega fékk hún slæmar fréttir að heiman. Vinur hennar hafði framið sjálfsvíg. Vangaveltur fólks ganga út á hvort þessar fréttir hafi haft svona mikil á hrif á Lucy að hún hafi ákveðið að taka sitt eigið líf.

Læknar og sáfræðingar hafa lengi haldið því fram að sjálfsvíg geti verið "smitandi", sérstaklega á meðal ungs fólks. Mikið er til af dæmum um að ungmenni fremji sjálfsvíg í "öldum" og oft verði fréttir af sjálfsvígum til að aðrir herma eftir.

werther_color-798085Þetta er alls ekki nýtt fyrirbrigði. Þvert á móti er þetta kallað "Werther heilkennið" eftir skáldsögu Goethe  Die Leiden des jungen Werther  (Sorgir hins unga Werther) sem kom út árið 1774. Í kjölfarið bókarinnar áttu sér stað fjöldi sjálfsvíga meðal ungmenna í Evrópu og í sumum löndum var bókin bönnuð til að vernda hina viðkvæmu.

Miðað við rannsóknir sem hafa verið gerðar í Bandaríkjunum er tvisvar til fjórum sinnum meiri hætta á að unglingar á aldrinum 15-19 ára verði fyrir smitáhrifum af fréttum um sjálfsvíg. Þá er það einkum athyglisvert að sumar kannanir hafa getað sýnt fram á tengsl milli þess hversu oft fréttir eru sagðar af sjálfsvígum og tíðni sjálfsvíga í kjölfarið. Til dæmis kom í ljós þegar að frægur aðili Austurríki framdi sjálfsvíg með  skotvopni og um það var fjallað ýtarlega í slúðurblaði einu, mátti rekja sjálfsvígsölduna sem á eftir fylgdi til sömu slóða og dreifing blaðsins var sem mest. 

Þá er einnig ljóst að sjálfsvíg þekktra einstaklinga er fjórtán sinnum líklegra til að verða til þess að aðrir hermi eftir en þegar óþekktir einstaklingar eiga í hlut. 

Þrátt fyrir að sjálfsvígsöldur meðal unglinga fái yfirleitt meiri umfjöllun en önnur sjálfsvíg, eru þau tiltölulega lítill hluti af heildarmyndinni. Fjárhagslegar aðstæður, aldur og heilsa eiga mun meiri þátt en eftirherma eða "smit".

Á Vesturlöndum hefur t.d. sjálfsvíg ungra manna farið hraðfækkandi frá 1970 og er á það bent að almenn velmegun  eigi sinn þátt í því. Það sama er að segja um sjálfvíg kvenfólks, þótt munurinn sé minni.


Harry Potter og leyndarmál batnandi efnahags

daniel+radcliffe_855_18495499_0_0_7004955_300Ekki hafa allir þurft að lúta í gras fyrir kræklóttri krumlu kreppunnar og sumum vegnar betur nú en nokkru sinni fyrr. Svo er um hinn 19 ára gamla Daniel Radcliffe, þann sem leikur hinn magnaða og göldrótta Harry Potter. Á síðasta ári óx auður hans um 10 milljónir punda sem gerði hann að auðugasta táningi Bretlands og í 12 sæti yfir auðugustu ungmenni landsins þegar miðað er við þá sem eru 30 ára eða yngri. Áætlaður auður Daniels er í dag um 30 millj. punda og mun að líkindum verða yfir 70 millj. þegar að sjöunda og síðusta Harry Potter kvikmyndin kemur út. Daníel er ríkari en prinsarnir þeir; William og Harry sem hvor um sig eiga 28 millj. punda.

emma+watsonEmma Watson, einn af mótleikurum Daníels, þ.e. sú sem leikur Hermione Granger, í kvikmyndaútgáfunni af verkum JK Rawling, er sögð eiga 12 millj. punda og kemst þannig einnig á blað yfir 100 ríkustu ungmenni landsins.

Sjálf þurfti Rawling að sjá á bak talsvert mörgum af sínum milljónum, því auður hennar skrapp saman heil 11% og féll úr 560 millj. pundum niður í 499.

sport-graphics-2007_710052aFlestir á listanum yfir 100 ríkustu ungmennin hafa erft peningana sína og það eru aðeins tveir ungir menn sem sjálfir hafa aflað sér meira fé en Daníel. Þeir eru Formúlu l ökuþórinn Jenson Button og hrakfallabálkurinn og framherji Newcastle, Michael Owen, hvor um sig talinn eiga 40 millj. punda.

Á síðasta ári féll tala Billjónera á Bretlandi úr 75 niðrí 43. Það hlýtir að hafa verið skelfilegt fyrir þetta fólk að horfa á eftir öllum þessum billjónum, hvert sem þær fóru nú allar.

LakshmiMittalPA_228x329Sá sem tapaði mest af peningum af öllum í Bretlandi er auðjöfurinn Lakshmi Mittal. Hann tapaði 17 billjónum punda og nú á hann aðeins 10.8 billjónir eftir. Hann er samt áfram ríkastur allra Breta.

Roman Abrahamovich tapaði líka talverðu og innstæðan hans féll frá 11,7 billjónum í 7. Hann er annar ríkasti maður Bretlands.

Bæði Lakshmi og Roman voru auðvitað ekki fæddir Bretar en það var sá sem er þriðji ríkasti maður landsins, Hertoginn af Westminster sem á í fasteignum 6.5 billjónir. Hann erfði jafnframt mest af sínum auði.

Nokkrir af auðugustu mönnum landsins töpuðu ekki, heldur græddist talvert fé í kreppunni.

money+eatin+apeÁ meðal þeirra er Sir Kevin Morrison, fyrrverandi yfirmaður Morrisson verslanakeðjunnar. Hann græddi 11% á árinu og á núna 1,6 billjón punda. Þá jók Mohamed al Fayed, eigandi Harrods auð sinn um 17% og á í hólfinu sínu 650 millj. En hlutfallslega græddu þau Peter og Denise Coates, eigendur net-veðmálsíðunnar BET356, mest allra.  Peningarnir þeirra jukust um þriðjung og þau eiga nú 400 millur í pundum.

PS. Að lokum þetta, margur verður af aurum api og það er auðveldara fyrir kameldýr að komast í gegnum nálarauga en fyrir ríkan mann að komast til himnaríkis, að maður tali ekki um ríkan apa.


Þóra Janette Scott

Rocky_HorrorUpphafslagið í söngleiknum The Rocky Horror Show heitir Science Fiction/Double Feature og er óður til B kvikmyndanna um skrímsli og óvættir ýmsar sem voru afar vinsælar á árunum 1950-1970. Í texta lagsins er að finna ýmsar skýrskotannir til löngu gleymdra kvikmynda þar á meðal The Day of the Triffids.

Kvikmyndin fjallar um stórhættulega plöntu sem lítur úr svipað og spergill og eru kölluð Triffid. Plantan getur slitið sig upp og gengið um,  stungið bráð sína með eitruðum göddum og tjáð öðrum Triffidum hugsannir sínar.

Í texta Science Fiction/Double Feature segir m.a:

"And I got really hot
When I saw Janette Scott
Fight a triffid that spits poison and kills."

triffidsusdvd1Nýlega sá ég gamla kvikmynd sem heitir School for Scoundrels or How to Win Without Actually Cheating!  (1960) Leikkonan sem fór með eitt aðalhlutverkið myndinni vakti athygli mína, fyrir það hversu óhefðbundið útlit hennar var miðað við aðrar breskar kvikmyndaleikkonur á þessum tíma. Ef hún hefði verið amerísk, hefði málið verið auðskýrt, en hún var bresk en samt afar aðlaðandi. (Ekki að breskar konur geti ekki verið aðlaðandi, en fegurð þeirra felst meira í hvernig gallar þeirra koma saman frekar en fullkomið útlit.) Við nánari athugun var þarna komin Þóra Janette Scott, sú sama Janette og minnst er á í textanum úr Rocky Horror.

Janette var fædd 1938 og var dóttir tveggja all-vel þekktra breskra leikara Jimmy Scott og Þóru Hird. Hún hóf að leika ung að árum og skrifaði sjálfsævisögu sína aðeins 14 ára gömul. Það þóttu mikil tíðindi á þeim tíma enda þótt það þyki ekkert tiltökumál í dag að frægir unglingar og börn gefi út sjálfsævisögu sína. Margir eru meira að segja á bindi tvö þegar þeir eru rétt 14 ára.

Það er kannski ekki hægt að segja að kvikmundaferill Janette hafi verið mjög glæstur en hún lék alls í fimmtán myndum.

  • frostscott64No Highway in the Sky (1951)
  • The Good Companions (1957)
  • Happy is the Bride (1957)
  • The Devil's Disciple (1959)
  • The Lady Is a Square (1959)
  • School for Scoundrels (1960)
  • Double Bunk (1961)
  • The Day of the Triffids (1962)
  • Paranoiac (1963)
  • Siege of the Saxons (1963)
  • The Old Dark House (1963)
  • The Beauty Jungle (1964)
  • Crack in the World (1965)
  • Bikini Paradise (1967)
  • How to Lose Friends & Alienate People (2008)

Flestar að þessum kvikmyndum eru ekki mikið þekktar í dag en í sumum þeirra léku helstu stórleikarar þeirra tíma eins og í mundinni The Devils Disciples þar sem Janette lék á móti Kirk Douglas, Burt Lancaster og Laurence Olivier.

janette%20scottEins og sést á þessum lista hætti hún að leika upp úr 1967. Frá 1959-1965 var hún gift Jackie Rae, Kanadískum tónlistarmanni. Ári eftir skilnaðinn við Rae, Janette hinum kunna jass-tónlistarmanni Mel Torméog átti með honum tvö börn. Annað þeirra er söngarinn James Tormé. Janette skildi við Mel árið 1977 og giftist núverandi eiginmanni sínum William Rademaekers árið 1981.

Því miður er fátt að finna um hagi Janette eftir að hún hætti að leika. Kannski hún hefði átt að bíða með ævisöguna aðeins lengur.

Engar myndir er að finna af henni á netinu eftir að hún hætti að leika 1967, ekki einu sinni í tengslum við kvikmyndina How to Lose Friends & Alienate People sem var gerð á síðasta ári. En eins og sést af meðfylgjandi myndum hafði Jennet svo sannarlega útlitið og útgeislunina með sér.


Martröð Darwins

darwins_nightmareÞað er langt síðan ég hef séð aðra eins hrollvekju og þessa kvikmynd sem fór algjörlega fram hjá mér á sínum tíma. Það er eins og sjálfur Dante hafi verið með í að skapa umgjörðina fyrir þessa kvikmynd sem er frá árinu 2004 og er frönsk-belgísk-austurrísk heimildarmynd um fiskveiðar og fiskverkun við Viktoríuvatn í Tansaníu.

Hún lýsir með viðtölum við innfædda fiskimenn, frystihúsaeigendur, hórur og flugmenn, sem búa í Mwanza, hvernig ferskvatnsfiskinum Nílar-Karfa var sleppt í vatnið fyrir nokkrum ártugum og hvernig  hann er á góðri leið með að eta upp allt lífríki vatnsins.

Karfnn getur orðið allt að 200 kg. þungur en um 50 tonnum af fullunnum karfa-flökum er flogið til annarra landa daglega á meðan innfæddir hafa hvorki í sig eða á.

Fiskurinn er of dýr til að borða hann.

Kvikmyndina má sjá í fullri lengd með því að smella á myndina hér til vinstri. Ég hvet alla sem þetta lesa að horfa á hana, ef þeir hafa ekki séð hana nú þegar.

 

Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna og hefur auk þess hlotið mörg verðlaun á kvikmyndahátíðum víða um heim. Frekari upplýsingar um myndina á ensku, má finna hér.

Í umfjöllun sinni um myndina sem var sýnd á kvikmyndahátíð í Gautaborg 2005, skrifar Ari Allansson;Lates_niloticus_2

Martröð Darwins gerist á bökkum Viktoríuvatns, sem er næst stærsta stöðuvatn í heimi og á Níl upptök sín þar.  Myndin segir frá því hvernig á sjötta áratugnum, einn maður, með eina fötu fulla af fisktegund sem ekki fannst í vatninu áður, hellti úr fötunni í vatnið, og sjá, ný fisktegund fannst í Viktoríuvatni.  Þessa fisktegund, Nile Perch (Nílarkarfi), sem er auðvelt að veiða og gefur af sér mikið kjöt, étur aðrar fisktegundir svo heilu stofnarnir hafa horfið úr vatninu.  Vistkerfi Viktoríuvatns hefur veikst til muna og nú er svo komið að menn óttast um framtíða lífríki þess.  Á meðan  innfæddir deyja úr hungri og af alnæmi á bökkunum, lítil börn sniffa lím og sofa á götunum, eru risavaxnar flutningaflugvélarnar að flytja Nílarkarfa til Evrópu, þar sem fiskurinn er seldur dýru verði.  Og ekki nóg með það, heldur þegar flugvélarnar snúa aftur, hafa þær meðferðis vopn, svo að fólkið í Tanzaníu geti murrkað lífið úr hvort öðru, þar að segja þeir sem lifa af hungursneyð og alnæmi.  Myndin er næsta martraðarlík og maður skammast sín næstum fyrir að búa og hafa alist upp í vestrænu landi. Sérstaklega í senu þar sem sendiherrar Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar World Bank, sitja á málþingi í Tanzaníu og tala um hvað vel hafi gengið að koma á efnahagskerfi í landinu. Vei sé þeim sem heldur að nýlendustefnan og arðránið í þriðja heiminum sé liðið undir lok. 

Ég þakka Ingó kærlega fyrir þessa ábendingu


Himnafiskar

SkyFishÞað veit enginn hvað nákvæmlega þetta fyrirbæri er. Það hefur verið ljósmyndað og kvikmyndað og margir hafa á því skoðun. Sumir kalla það Himnafiska, aðrir fljúgandi hólka og einhverjir nefna það Sólverur.

Nýlega birtist stutt en óvenju skýr kvikmynd af þessu fyrirbæri í fréttatíma BBC og ábirgðist fréttastofa þeirra að myndin væri ekki fölsuð.

Um er að ræða fljúgandi fyrirbæri sem margir trúa í dag að séu verur sem búi í einhverju af ytri hvolfum jarðarinnar. Þær ferðast svo hratt að þær eru varla sjánlegar berum augum, en hafa komið fram á ljósmyndum, kvikmyndum og videupptökum, einkum í seinni tíð. Nokkar gamlar ljósmyndir eru til teknar útan úr geimnum sem sýna fjölda slíkra himnafiska rétt fyrir utan gufuhvolvið.  

Fyrstur til að vekja athygli á fyrirbærinu var kvikmyndagerðarmaðurinn José Escamilla, sem uppgötvaði "verurnar" fyrir tilviljun. Árið 1994 var Escamilla að kvikmynda venjuleg UFO fyrirbæri nálægt Midway, New Mexico. Á flimunni birtust myndir af einhverju sem voru ekki faratæki. Escamilla héllt að um væri að ræða fugla eða skordýr. En þegar hann skoðaði kvikmyndina ramma eftir ramma , sá hann a þarna var eitthvað annað á ferðinni.

Síðan að upptökuvélar og símar búnir mynd og videotökugetu urðu algengir, hefur náðst fjöldi mynda af þessum hólkum sem stundum líta út eins og kjósrákir og stundum eins og einhverskonar verur.  En sjón er sögu ríkari;

 

 


Gotham

Gothham hæðÍ Suður-Nottingham-skýri á mið Englandi er að finna lítið þorp. Í því eru fimm krár, ein kjötbúð, ein sjoppa sem verslar með sígarettur og dagblöð, fisk og flögu búð, kirkja, bókasafn og nokkur íbúðarhús.

Hvaða samband gæti verið á milli þessa hversdagslega og að mestu ókunna þorps og einnar skuggalegustu stórborgar sem mannshugurinn hefur skapað? Svarið felst í nafninu; GOTHAM.

Fyrirmynd Gotham-borgar, þar sem geðveiku illmennin; Gátumeistarinn, Jókerinn og Mörgæsamanni etja kappi við Leðurblökumanninn, var upprunalega New York. 

gotham-city-dark-knightBill Finger höfundur og skapari Batman hasarhetjunnar vildi ekki nota eiginlegt nafn neinar borgar og hugleiddi um sinn að kalla borgina annað hvort Civic City,  Capital City eða Coast City. Þegar hann rakst á auglýsingu í símskrá New York borgar frá skartgripasala sem kallaði verslun sína 'Gotham Jewelers' ákvað hann að Gotham skyldi verða heiti borgarinnar. Það nafn rímar ágætlega við uppruna þeirra sem grundvölluðu borgina, en það voru samkvæmt sögunni, Norðmenn.

Nafn skargripasalans á versluninni er fengin úr Salmangundi papers (útg. 1807), bók eftir bandaríska sagnfræðinginn; Irving Washington.  Washington var vel fróður um sögu Bretlands og kallar  Manhattan oft "hina fornu borg Gotham” eða “hina undur-elskandi borg, Gotham."

En hvað var það sem fékk Washington til að nefna New York þessu nafni. Þrátt fyrir að Gotham á Englandi sé ekki stórt þorp, er það samt þekkt af endemum í sögu landsins. Þorpið er nefnilega sagt heimkynni kjána eða jafnvel brjálæðinga eins og sagðir eru búa í Gotham-borg. 

GaukshreiðriðSögur af íbúunum sem raka mánann, velta ostum á undan sér og fara á sjó í tréskálum, hafa loðað við þorpið frá því snemma á þrettándu öld. Það er haft fyrir satt að Jón konungur af Englandi, sá sami og Hrói nokkur Höttur eldaði grátt silfur við, eigi þátt í  því að íbúar Gotham hafa um aldir verið taldir tunglsjúkir kjánar.

Árið 1540 var gefin út bæklingur sem seldur var af farandsölum vítt og breytt um England og kallaður var á frummálinu 'The Merry Tales of the Mad Men of Gotham'.

Í ritinu var að finna smásögur og skrýtlur af íbúum Gotham sem minna okkur Íslendinga hvað helst á heimskupör Bakkabræðra. 

Í einni þeirra; "Sagan af góða húsbóndanum" segir frá manni sem vildi hlífa hesti sínum við byrðunum með því að sitja sjálfur hestinn og hafa kornsekkinn á eigin herðum.

Önnur segir frá "Gaukshreiðrinu í Gotham". Í henni ákváðu þorpsbúar að byggja vegg utan um tré sem gaukur hafði gert sér hreiður í með það fyrir augum að halda gauknum í þorpinu. Þegar að gaukurinn flaug af hreiðrinu, beint upp í loftið og slapp þar með, skömmuðu þorpsbúar hvern annan fyrir að hafa ekki hlaðið garðinn nægilega háan.

Sagan af "Drekkingu álsins" segir frá því þegar íbúarnir gerðu sitt besta til að drekkja ál í lækjarsprænu, vegna þess að þeir voru sannfærðir um að állinn væri að éta fyrir þeim allan fiskinn.

Til auka á háðið var seinna farið að kalla mannfólkið í Gotham "vitra" fólkið frekar en "galna" fólkið eða eins og segir í vísunni, hér í lauslegri þýðingu;

Þrír vitrir menn frá Gotham,

fóru á sjó í skál,

ef skálin hefði verið sterkari,

væri saga þeirra lengri og merkari.

Jón KonungurFrægasta af öllum sögum um íbúa Gotham er sagan af því hvernig þeir fengu á sig orð fyrir að vera heimskir og komum við þar að hlut Jóns Konungs, hálfbróður Ríkharðs Ljónshjarta. 

Jón reið keikur um héruð með riddurum sínum og fór sínu fram hvar hann vildi. Hver sú leið sem hann valdi varð um leið og hann hafði farið hana alfaraleið og þjóðvegur.

Þegar hann tók stefnuna á Gotham sáu þorpsbúar í hendi sér að þeim yrði gert skylt að halda við slóðanum sem kóngur reið og gera hann að þjóðvegi. Það vildu þeir ekki, enda bæði dýrt og mannfrekt. 

Þeir tóku því til ráðs að þykjast allir tunglsúkir  (geðveikir) og kepptust við að  mála græn epli rauð og ausa vatni í botnlausa tunnu, þegar að framverðir konungs riðu inn í  þorpið.

Á tólftu öld var trú manna að slík sýki væri smitandi og þess vegna ákvað konungur þegar hann heyrði af háttarlagi þorpsbúa að halda í aðra átt og að lokum var þjóðvegurinn lagður í löngum sveig í kringum þorpið.


Teiknimynda Kalli

BókinÁrið 1998 kom út bók hjá Great Plains Publications í Winnipeg sem heitir á frummálinu (Ensku) Cartoon Charlie: The Life and Art of Animation Pioneer Charles Thorson. Bókin er eftir Gene Waltz og fjallar um hæfihlaup og list Charles Thorson sem var fæddur í Winnipeg, Kanada, árið 1890 og gefið nafnið Karl Gústaf Stefánsson.

Foreldrar Karls voru þau  Sigríður Þórarinsdóttir og Stefán Þórðarson (síðar Thorson). Frá Reykjavík fluttust þau til Vesturheims 1887. Þar tók Stefán upp ættarnafnið Thorson.  Synir þeirra Stefáns og Steinunnar eru Joseph Þórarinn Thorson sem síðar varð ráðherra í sambandsstjórn Kanada og bræður hans Karl (Charles Thorson) og Stefán (Stephan).

Karl Gústaf, eða Charlie eins og hann var kallaður af flestum sýndi fljótlega merki um talsverða listræna hæfileika og var líklega tekinn í læri hjá húsamálara og steinglerssmið einum sem hét Friðrik Sveinsson og kallaður var Fred Swanson. Fyrsta opinberlega teiknimyndin eftir hann birtist á forsíðu Heimskringlu 4. mars 1909 var einmitt af Friðriki sem var fóstursonur Ólafs Ólafssonar frá Espihóli sem fluttist  til Kanada 1873.

cartooncharlie1Kannski hefur áhugi Karls eitthvað tengst því að lærimeistari hans Friðrik átti fríða dóttur sem hét Rannveig. Alla vega voru þau Rannveig og Karl gefin saman á heimili foreldra Rannveigar í Gimli 11. október 1914.

Þau höfðu þá þegar einast son sem nefndur var Karl eftir föður sínum. En hamingjan var þeim ekki hliðholl því Rannveig dó af berklum 19. október 1916 og ári seinna dó Karl sonur þeirra af barnaveiki.

Karl teiknaði ýmiss konar skopmyndir og auglýsingar, bæði fyrir Heimskringlu, blað íhaldsmanna, og Lögberg sem frjálslyndir stóðu að. Það var svo árið 1922 að hann var ráðinn til að teikna pólitískar skopmyndir fyrir blaðið Grain Growers Guide sem um það leiti var prentað í 75.000 eintökum. 

Karl leysti þar af hólmi hinn fræga Arch Dale, sem var orðinn að goðsögn í lifanda lífi, en Dale sneri aftur ári síðar. Karl hvarf þá til starfa fyrir dagblaðið Manitoba Free Press og seinna meir teiknaði hann ósköpin öll af myndum í auglýsingabæklinga og vörulista, m.a. fyrir Eaton’s og Brigden’s.

Næstu árin voru róstusöm hjá Karli og það var ekki fyrr en hann hitti og giftist ungri stúlku sem hét Ada Albina Teslock, sem var pólskum ættum, ein níu systra, að líf hans róaðist. Ada var afar fögur, með kolsvart hár og með afar hvíta húð, grönn og lífleg. Fegurð hennar var slík að sagt var að engir karlmenn gætu staðist á móti því að horfa á eftir henni á þegar hún fór um götur. Þrátt fyrir fegurð hennar, eða kannski vegna hennar, endaði hjónaband þeirra fljótlega. Þau eignuðust einn son, Stephen.

AlltþettaÓgiftur enn á ný, hékk Karl á kaffihúsum og teiknaði. Uppáhalds kaffihúsið hans hét Wevel Cafe (Winnipeg). Þar hitti Karl hina fögru Kristínu Sölvadóttir sem þjónaði þar til borðs. Karl fór á fjörurnar við Kristínu en hún hafði heyrt af honum kvennabósasögurnar og svo var hann líka helmingi eldri. Í tilraunum sínum til að ná ástum Rannveigar teiknaði hann hana oft og sendi henni teikningarnar. "Allt þetta mun verða þitt ef þú villt mig" stóð á einni skopteikningunni sem hann sendi henni.

Kristín SölvadóttirKristínu leist ekki á blikuna og forðaði sér frá Winnipeg til Niagarafossa til að greiða úr tilfinningum sínum. Þau skrifuðust á, en um hvað er ekki vitað. Að lokum snéri Kristín aftur til lands forfeðra sinna, Íslands. Hvort hún á hér á landi einhverja afkomendur er mér ekki kunnugt um en ef einhverjir vita betur, væri fróðlegt að heyra af því.

MJallhvít-Kristín SölvadóttirÁrið 1934 hófst það skeið í lífi Kalla sem hann er hvað þekktastur fyrir. Fjörutíu og fjögurra ára gamall réðst hann til starfa fyrir Walt Disney, heillaður af tækninni sem færði gestum kvikmyndahúsanna teiknimyndina um Litlu grísina þrjá. Dvöl hans hjá Disney varð ekki ýkja löng, aðeins tvö ár.

Engu að síður lét Karl eftir sig ekki ómerkari fígúrur en sjálfa Mjallhvíti sem lenti í svo mögnuðu ævintýri með dvergunum sjö. Munnmæli segja að Kristín Sölvadóttir, hafi verið fyrirmyndin að Mjallhvíti og þannig urðu til sögurnar um að Mjallhvít væri íslensk og frá Winnipeg. Kristín Sölvadóttir

Snow-White-PieKalli var líka aðalmaðurinn í að teikna indíánastrákinn Hiawatha og meira og minna allar persónurnar í mynd Disneys um drenginn. En vegna þess að hann hvarf frá störfum fyrir stórfyrirtækið áður en kvikmyndirnar voru sýndar, er hans hvergi getið.

Eftir Disney-árin vann Karl m.a. fyrir Harman-Ising og MGM.

LT-Valentine-Bugs-Bunny-2Frægasta fígúran sem Charlie skapaði algjörlega sjálfur eftir að hann yfirgaf Disney er án efa Bugs Bunny. Teyminu sem falið var að teikna kanínuna , var stýrt af manni sem kallaður var Bugs. Vinnuheiti Karls á kanínunni var því "Bugs Bunny." sem a lokum festist við fígúruna. En það má kalla írónískt að á íslensku var hann kallaður Kalli kanína.

Mjallhvít-frímerkiKarl mun vera eini "íslendingurinn" sem fengið hefur teikningu eftir sig birta á bandarísku frímerki þótt hann fengi aldrei heiðurinn af því opinberlega, frekar en öðru sem hann vann fyrir Disney.

Charles Thorson lést árið 1967.

cartooncharlie2Ævintýrið um Mjallhvíti er um margt merkilegt og á netinu er ágætis sálfræðipæling sem leggur út frá sögunni sem ég linka hér við;  Mjallhvít   

Fyrst til að vekja athygli á því að Mjallhvít Disneys hafi verið teiknuð af íslensk-ættuðum manni og að fyrirmynd hans hafi einni verið íslensk stúlka var eftir því sem ég best veit Gréta Björg Úlfsdóttir.

cartooncharlie3Ég læt hér fylgja að lokum tvær teiknimyndir eftir Karl sem allir sem komnir eru til vits og ára eiga að kannast við úr bernsku sinni.

Það var Davíð Kristjánsson góðvinur minn á Selfossi sem vakti athygli mína á þessum merka Íslandssyni og þeim möguleika að andlit einnar þekktustu teiknimyndarpersónu heimsins væri einnig af íslenskri konu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband