Færsluflokkur: Kvikmyndir
9.1.2011 | 14:31
"Him bad man, Kemo sabe"
Söfnunarárátta var algeng meðal barna og unglinga í Klefavík upp úr 1960 og hefur líklega verið það víðar. Stelpur söfnuðu dúkkulísum, glansmyndum og servéttum. Strákar söfnuðu Matccbox bílum, frímerkjum, hasarblöðum og leikaramyndum. Reyndar söfnuðu einhverjar stelpur líka leikaramyndum, en þær höfðu ekki neinn sans fyrir verðmæti þeirra, eins og strákarnir. Það var t.d. auðvelt að fá í býttum frá þeim sjaldgæfa Bonanza myndir fyrir drasl eins og Connie Stevens, Brigitte Bardot, Ricky Nelson eða Fabian.
Leikaramyndirnar voru seldar í versluninni Kyndli sem var rekinn af Jósafati Arngrímssyni. Sundum fengust þær líka í Sölvabúð. Fyrst verslaði Jósafat fyrir aftan Kaupfélagið á Hringbrautinni og síðar við Hafnargötuna. Hann seldi vel af þeim því leikaramyndirnar komu í 10 mynda búntum og þar sem aðeins ein þeirra var sjáanleg var mikill galdur að vita nákvæmlega hvaða myndir leyndust í hverju búnti. Stundum þurfti að kaupa mörg búnt til að fá myndina sem þú vildir eignast.
Flestir leikararnir voru bandarískir og vel kunnir þeim sem höfðu aðgang að kanasjónvarpinu úr þáttum eins og Perry Mason með Reymond Burr sem leysti öll mál á skrifstofunni heima hjá sér, Combat með Vic Morrow sem reykti ótrúlega krumpaðar sígarettur og var alltaf órakaður og Bonanza með Lorne Greene, Pernell Roberts, Dan Blocker og Michael Landon sem seinna grét svo mikið á sléttunni.
Hasarblöðin var aftur á móti erfiðara að nálgast, sérstaklega Superman og Spiderman. Þau eftirsóttustu (Combat blöðin) komu ofan af velli og maður þurfti helst að þekkja einhvern kanastrák sem var tilbúin til að selja blöðin sín, eða það sem var enn betra, einhvern sem vann uppá velli og hafði einhver ráð með að nálgast dýrgripina fyrir lítið sem ekkert.
Stærsti markaðurinn fyrir leikara, hasarblöð og servéttur var fyrir utan Bjössabíó (Nýja Bíó) á sunnudögum áður en þrjúbíóið hófst. Að mestu var um að ræða "býtti" markað, en sumir seldu þó sitt fyrir beinharða peninga.
Meðal sjaldgæfari leikaramyndanna og þess vegna verðmætari að sjálfsögðu, voru myndir af Clayton Moore og Jay Silverheels (Tonto) þeim sem léku í The Lone Ranger sjónvarpsþáttunum.
Sagan af einfaranum grímuklædda hófst með útvarpsþáttum 1933 og var sögð áfram í sónvarpsþáttum frá 1949.
Auðvitað var einfarinn ekkert sérstaklega einmanna, því fljótlega var kynntur til sögunnar indíáninn Tonto (merkir "kjáni" á spænsku) sem varð dyggur förunautur þessa diskó klædda marghleypugirta riddara og laganna varðar sem enginn vissi hver í raun og veru var eða hvaðan kom.
Tonto kallaði hann ætíð Kemo sabe sem átti að vera indíánamál og merkja "traustur félagi".
"Him bad man Kemo sabe"var algeng setning úr munni Tonto sem sjálfur var svo miklu betri en enginn þegar kom að átökunum.
Hestur riddarans prúða var heldur enginn tunnumatur. Hann hét Silver og var sérlega vitur, hvítur og frár.
Hi-yo Silver hrópaði einfarinn í hvert sinn sem vildi hleypa á skeið og um leið var spilað af krafti endastefið úr forleiknum að Vilhjálmi Tell eftir Gioachino Rossini uns hetjan hvarf í moldarmökkinn.
Vinsældir þáttana voru með ólíkindum og í Bandaríkjunum er enn verið að sýna þá á sumum stöðvum. Þá voru einnig gerðar seríu-kvikmyndir um hetjuna bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.12.2010 | 20:20
Hinn Bleiki Pardus netheima
Julian Assange hagar sér eins og Bleiki Pardusinn. Hann skálar í kampavíni við fórnalömb sín og er síðan horfinn áður enn þau uppgötva hverjum þeir hafa boðið í veisluna. - Reyndar er Julian þekktur fyrir að nota stundum dulargervi. Ég efast þó um að hann hafi þurft þess þegar hann mætti í sendiráðsveisluna hjá Sam Watson.
Á morgunn mætir Assange fyrir rétt í Bretlandi. Dómarinn vill vera viss um að framsalsbeiðnin frá Svíþjóð eigi við einhver rök að styðjast, áður en hann afhendir Wikileaks leiðtogann sænsku lögreglunni. - Sjálfur óttast Assange að Bandaríkjamenn reyni að fá hann framseldan þó slík beiðni hafi ekki enn komið úr þeirri áttinni. Spurningin er hvaða Jacques Clouseau þau senda á Assange, verði hann látinn laus, sem miklar líkur eru á.
Var gestur Birgittu í sendiráðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2010 | 12:14
( . Y . ) góða íslenska ungmærin
Svikahrappar og svindlarar hafa löngum verið viðfangsefni vinsæls afþreyingarefnis. Bækur hafa verið skrifaðar, sjónvarpsþættir og kvikmyndir gerðar um skálka og stigamenn hinna ýmsu landa, allt frá Hróa Hetti til Frank Abagnale Jr. sem beittu klókindum frekar en ofbeldi, til að auðgast. Sumir þeirra hafa orðið heimsfrægir fyrir svindlið eins og t.d. lesa má um hér.
Miðað við fyrstu fréttir af þessu ævintýralega svindli í Bandaríkjunum, er eins og hér sé komið fínt efni í íslenska bíómynd. Brjóstgóð íslensk ungmær verður ástfangin af skálki sem leiðir hana smátt og smátt út af veginum þrönga. Saman svindla þau m.a. annars peninga út úr ógeðslega ríkum sérvitringi , sem ekki veit aura sinna tal....o.s.f.r. Þetta verður svona The Sting hittir Bonnie & Clyde.
Íslensk kona grunuð um stórfelld fjársvik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2010 | 00:15
Vinsældir Vígtannasmella
Vígtannasmellir hafa tekið við sem megin lestrar og áhorfsefni unga fólksins. Ljósaskiptasögurnar (Twilight) eru þeirra frægastar. Þær eru sannarlega arftakar Harry Potter bókanna, en fjalla mest um blóðsugu-stráka, varúlfa og venjulegar mennskar skríkjustelpur.
Spennan byggir öll á kunnuglegum söguþræði; tveir strákar úr sitthvorri klíkunni reyna að ná ástum sömu stúlkunnar. Ástin er forboðin því hvert bit veldur smiti og tyggjókúlukynlíf eða skýrlífi virðist vera eini möguleikinn í stöðunni.
Útlitið á hinum dauðu, hálfdauðu og hinna vel hærðu á fullu tungli er þræl sexý og sannar að ekki er nauðsynlegt að vera löðrandi í brúnkukremi til að líta taka sig vel út í sló-mó slagsmálum á hvíta tjaldinu.
Stundum í skeggræðum manna um þessa þróun í afþreyingarefni fyrir ungviði heimsins, er hneykslast á því að blóð, mör og annar mennskur innmatur skuli vera svona vinsælt viðfangsefni. Yfirnáttúra hljóti að vera ónáttúra og dauðadýrkun öll frekar ólífvænleg fyrir unga huga.
Aðrir benda á að í fyrsta lagi sé hér ekkert nýtt á ferðinni, því þegar blóðsötri og spangóli sleppir, stendur eftir klassísk ástarsaga hins ófullnægða ástarþríhyrnings.
Þá beri að fagna því að unglingar nenni enn að lesa og boðskapurinn sé í sjálfu sér ekki neikvæður þótt hann sé kannski óraunhæfur.
12.5.2010 | 12:03
Hrói Höttur enn og aftur
Ein kvikmyndin í viðbót um enska stigamanninn Hróa Hött kemur í kvikmyndahús á föstudaginn. Í þetta sinn eru það leikstjórinn Ridley Scott og leikarinn Russell Crowe, sem gefa þessari þjóðsögupersónu endurnýjað líf á hvíta tjaldinu. Crowe sem áður hefur vegið mann og annan í kvikmynd eftir Scott, notar auðvitað þéttvaxna fúlskeggjaða lookið í þessari mynd. Hitt lookið hans, þ.e. feiti síðhærði sóðinn, hefði svo sem alveg getað passað við Hróa en hann hefði þá þurft að sleppa gleraugunum.
Merkilegt annars hversu lífseigur Hrói er í Bíó og sjónvarpi. Hér kemur listi yfir kvikmyndirnar sem gerðar hafa verið upp hetjuna og kappa hans. Miðað við þennan fjölda mæti halda að veröldin væri búin að fá nóg. En svo er ekki.
Adventures of Robin Hood. Dir. Michael Curtiz and William Keighley. With Errol Flynn, Basil Rathbone, Claude Rains, Olivia De Havilland and Alan Hale. Warner Brothers, 1938.
L'Arciere di fuoco. Dir. Girgio Ferroni. With Mario Adorf, Lars Bloch, Mark Damon and Silvia Dionisio. Oceanic Produzione, 1971. (Italy)
The Bandit of Sherwood Forest. Dir. George Sherman and Henry Levin. With Cornel Wilde and Anita Louise. Columbia, 1946.
A Challenge for Robin Hood. Dir. C. M. Pennington Richards. With Barrie Ingham, Gay Hamilton and James Hayter. Seven Arts-Hammer Films, 1967. (Alternate Titles: Robin Hood's Chase; The Legend of Robin Hood)
Drei für Robin Hood. Dir. Erik Haffner and Thommy Krappweis. With Christoph Maria Herbst and Sissi Perlinger. KIKA, 2003. (German)
In the Days of Robin Hood. Dir. F. Martin Thornton. With Harry Agar Lyons. Natural Colour Kinematograph, 1913. (Silent)
Ivanhoe. Dir. Herbert Brenon. With Walter Thomas. Independent Moving Pictures, 1913. (Silent)
Ivanhoe. Dir. Richard Thorpe. With Robert Taylor, Elizabeth Taylor and Harold Warrender. Metro-Goldwyn-Mayer, 1952.
Ivanhoe. Dir. Douglas Camfield. With James Mason, Sam Neill and David Robb. Columbia Pictures TV, 1982.
Il Magnifico Robin Hood. Dir. Roberto Bianchi Montero. With George Martin and Sheyla Rosin. Marco Claudio Cinematografica, 1970. (Italy)
The Men of Sherwood Forest. Dir. Val Guest. With Don Taylor and Eileen Moore. Hammer Films, 1954.
The Merry Men of Sherwood. Dir. Widgey R. Newman. With John Thompson, Eric Adeney and Aileen Marston. Delta Pictures, 1932.
El Pequeño Robin Hood. Dir. René Cardona. With René Cardona III and Patricia Aspíllaga. 1973. (Mexico)
The Prince of Thieves. Dir. Howard Bretherton. With Jon Hall and Patricia Morison. Columbia, 1948.
Princess of Thieves. Dir. Peter Hewitt. With Stewart Wilson and Keira Knightly. Walt Disney Productions, 2001.
Ribald Tales of Robin Hood. Dir. Richard Kanater and Erwin C. Dietrich. With Lawrence Adams and Danielle Carver. Mondo Films, 1969.
Il Ritorno di Robin Hood. Dir. Peter Seabourne. With Richard Greene. 1991. (Italy) (edited from the Greene TV series)
Robin Hood and His Merry Men. Dir. Percy Stow. Clarendon Films, 1909. (Silent) (Alternate Title: Robin and His Merry Men)
Robin and Marian. Dir. Richard Lester. With Sean Connery and Audrey Hepburn. Columbia, 1976.
Robin, Frecce, Fagioli e Karate. Dir. Tonino Ricci. With Sergio Ciani and Victoria Abril. Scale Film-Panorama Arco Film, 1977. (Italy/Spain)
Robin Hood. Dir. Étienne Arnaud and Herbert Blaché. With Alex B. Francis and Robert Frazer. American Éclair, 1912. (Silent)
Robin Hood. Dir. Theodore Marston. With William Russell, Gerda Holmes, James Cruze and William Garwood. Thanhouser, 1913. (Silent) (Alternate Title: Robin Hood and Maid Marian)
Robin Hood. Dir. Allan Dwan. With Douglas Fairbanks, Enid Bennett, Wallace Beery and Alan Hale. United Artists, 1922. (Silent)
Robin Hood. Dir. John Irvin. With Patrick Bergin and Uma Thurman. 20th Century-Fox, 1991.
Robin Hood. Dir. Mike A. Martinez. With David Wood. Scythe Productions, 1998.
Robin Hood and the Sorcerer. Dir. Ian Sharp. With Robert Addie, Clive Mantle and Judi Trott. Goldcrest Films and Television Productions, 1984.
Robin Hood and the Pirates. Dir. Giorgio Simonelli. With Lex Barker, Jackie Lane and Rossana Rory. F. Ci-T, 1960. (Italy) (Alternate Title: Robin Hood e i pirati)
Robin Hood, el arquero invencible. Dir. José Luis Merino. With Luis Barboo. Cinematografica Lombarda, 1970. (Spain/Italy)
Robin Hood en zijn schelmen. Dir. Henk van der Linden. With Cor van der Linden. 1962. (Netherlands)
Robin Hood Jr. Dir. Clarence Bricker. With Frankie Lee and Peggy Cartwright. East Coast Productions, 1923. (Silent)
Robin Hood Jr. Dir. Matt McCarthy and John Black. With Keith Chegwin and Mandy Tulloch. Brocket, 1975.
Robin Hood: Men in Tights.Dir. Mel Brooks. With Cary Elwes, Richard Lewis and Patrick Stewart. 20th Century-Fox, 1993.
Robin Hood: The Movie. Dir. Daniel Birt and Terence Fisher. With Richard Greene. Associated Images, 1991. (edited from the Greene TV series)
Robin Hood no yume. Dir. Bansho Kanamori. With Fujio Harumoto. Toa Kinema, 1924. (Silent) (Japan)
Robin Hood nunca muere. Dir. Francisco Bellmunt. With Charly Bravo and Emma Cohen. Profilmes, 1975. (Spain)
Robin Hood, O Trapalhão da Floresta. Dir. Paul DiStefano. With Bill Melathopolous and Mario Cardoso. Atlântida Cinematográfica, 1974. (Brazil)
Robin Hood Outlawed. Dir. Charles Raymond. With A. Brian Plant. British and Colonial Films, 1912. (Silent)
Robin Hood: Prince of Thieves. Dir. Kevin Reynolds. With Kevin Costner, Morgan Freeman and Mary-Elizabeth Mastrantonio. Morgan Creek Productions, 1991.
Robin Hood: Thief of Wives. Dir. Joe D'Amato. With Mark Davis and Stefania Sartori. 1996. (Italy) (Alternate Title: Robin Hood: The Sex Legend)
Robin of Locksley. Dir. Michael Kennedy. With Devon Sawa and Sarah Chalke. Sugar Entertainment, 1996.
Rogues of Sherwood Forest. Dir. Gordon Douglas. With John Derek, Alan Hale and Diana Lynn. Columbia, 1950.
Son of Robin Hood. Dir. George Sherman. With David Hedison and June Laverick. Argo Film Productions, 1958.
The Story of Robin Hood. Dir. Ken Annakin. With Richard Todd and Joan Rice. RKO-Disney, 1952. (Alternate Title: The Story of Robin Hood and His Merrie Men)
Striely Robin Guda.Dir. Sergei Tarasov. With Int Buran, Yuri Kamory, Boris Khmelnitsky, Algis Masyulis and Ragina Razuma. Riga Film Studio, 1977. (USSR) (Alternate Titles: Arrows of Robin Hood; Robin Hood's Arrows)
Sword of Sherwood Forest. Dir. Terence Fisher. With Richard Greene and Peter Cushing. Hammer Films, 1960.
Tales of Robin Hood. Dir. James Tinling. With Robert Clarke and Mary Hatcher. Lippert Pictures, 1951.
Time Bandits. Dir. Terry Gilliam. With John Cleese, Shelley Duvall, Sean Connery and Michael Palin. Handmade Films, 1981.
Il Trionfo di Robin Hood. Dir. Umberto Lenzi. With Don Burnett and Gia Scala. Italiana Film Buonavista, 1962. (Italy)
Up the Chastity Belt. Dir. Bob Kellett. With Frankie Howerd, Hugh Paddick and Rita Webb. Associated London Films, 1971.
Virgins of Sherwood Forest. Dir. Cybil Richards. With Brian Heidik and Gabriella Hall. Surrender Cinema, 2000.
Wolfshead: The Legend of Robin Hood. Dir. John Hough. With David Warbeck and Ciaran Madden. London Weekend Productions, 1969.
The Zany Adventures of Robin Hood. Dir. Ray Austin. With George Segal, Morgan Fairchild and Roddy McDowall. Charles Fries Productions, 1984.
Teiknimyndir
"An Arrow Escape." Dir. Mannie Davis and George Gordon. Terrytoons, 1936.
"Mr. Magoo in Sherwood Forest." Dir. Abe Levitow. With Jim Backus. Paramount, 1964.
"Koko Meets Robin Hood." With Norma MacMillan and Larry Storch. Seven Arts Associated, 1962.
The Legend of Robin Hood. With Tim Elliot and Helen Morse. CBS, 1971. (Australia)
"Rabbit Hood." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc and Errol Flynn. Warner Brothers, 1949.
"Robin Hood." Dir. Paul Terry and Frank Moser. Terrytoons, 1933.
Robin Hood. Dir. Wolfgang Reitherman. With Brian Bedford, Monica Evans, Peter Ustinov and Roger Miller. Walt Disney Productions, 1973.
"Robin Hood Daffy." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc. Warner Brothers, 1956.
"Robin Hood, Jr." Dir. Ub Iwerks. With Eleanor Stewart. Celebrity Productions, Inc./MGM, 1934.
"Robin Hood Makes Good." Dir. Chuck Jones. With Mel Blanc. Warner Brothers, 1939.
"Robin Hood Rides Again." Van Beuren Studios, 1934.
"Robin Hood-Winked." Dir. Seymour Kneitel. With Jack Mercer and Jackson Beck. Famous Studios/Paramount Pictures, 1948.
Rocket Robin Hood. Dir. Ralph Bakshi and Grant Simmons. With Len Carlson and Ed McNamara. Famous Studios, 1966-69. (Canada. 52 episodes.)
Shrek. Dir. Andrew Adamson and Vicky Jenson. With Mike Myers, Cameron Diaz, Eddie Murphy and Vincent Cassel. Dreamworks, 2001.
Young Robin Hood. With Thor Bishopric. Hanna-Barbera, 1992. (26 episodes)
Sjónvarpsmyndir
The Adventures of Robin Hood. Dir. Bernard Knowles, Lindsay Anderson, Terence Fisher, and Ralph Smart. With Richard Greene, Bernadette O'Farrell and Patricia Driscoll. Sapphire Films, 1955-1958. (165 episodes)
The Adventures of Young Robin Hood. With Peter Demin. BBC, 1983.
Back to Sherwood. With Aimee Castle and Christopher B. MacCabe. CBC, 1999.
Blackadder Back and Forth. Dir. Paul Weiland.With Rowan Atkinson, Tony Robertson and Miranda Richardson. BBC, 1999. (One episode features Rik Mayall as Robin and Kate Moss as Marion.)
Ivanhoe. Dir. Stuart Orme. With Ronald Pickup and Aden Gillett. BBC-A&E, 1997. (6 episode miniseries)
The Legend of Robin Hood. Dir. Eric Davidson. With Martin Potter and Diane Keen. BBC, 1975. (6 episode miniseries)
The Legend of Robin Hood. Dir. Alan Handley. With David Watson, Douglas Faribanks, Jr., and Roddy McDowall. NBC, 1968.
Maid Marian and her Merry Men. Dir. David Bell. With Kate Lonergan and Wayne Morris. BBC, 1988-1989. (25 episodes)
The New Adventures of Robin Hood. Various directors. With Matthew Porretta, John Bradley, Anna Galvin and Barbara Griffin. Baltic Ventures International, 1997-1999.
Robin Hood. Dir. Joy Harington. With Patrick Troughton and Josée Richard. BBC, 1953. (6 episodes)
Robin Hood. Dir. Trevor Evans. With Rich Little. CBC, 1982.
Robin Hood no daibôken. Dir. Kôichi Mashimo. With Yumi Tôma. 1991. (Japan. 52 episodes) (Alternate Title: Robin Hood's Big Adventure)
Robin of Sherwood. Dir. Ian Sharp. With Michael Praed, Robert Addie and Nikolas Grace. HTV 1984-86. (26 episodes) (Alternate title: Robin Hood)
When Things Were Rotten. Dir. Jerry Paris and Marty Feldman. With Richard Gautier and Misty Rowe. ABC, 1975. (13 episodes. Written and produced by Mel Brooks.)
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2009 | 14:57
Hvar er Umbarumbamba?
1966 kom út hljómplatan Umbarumbamba með Hljómum frá Keflavík. Platan kom einnig út í Bretlandi og nefndi hljómsveitin sig þar Thor´s Hammer. Sú plata mun nú vera verðmætasta safnplata sem íslenskir hljómlistarmenn hafa staðið að. Jafnframt létu Hljómar gera kvikmynd sem einnig bar nafnið Umbarumbamba með undirtitlinum; Sveitaball. Myndin fjallaði um sveitaball, slagsmál og fyllerí, og verður að teljast afskaplega frumstæð í alla staði.
Hún var gerð af Reyni Oddsyni, þeim sama og seinna (1977) gerði kvikmyndina Morðsaga. Reynir stýrði verkinu og bar hitann og þungann af vinnslunni. Hljómar greiddu stærsta hluta kostnaðarins, rúmlega hálfa milljón og fóru upptökurnar fram um sumarið og haustið ´65. Upphaflega átti myndin að vera hálftíma löng en hún endaði sem 13 mínútna stuttmynd.
Umbarumbamba var aðeins sýnd í tvo daga sem aukamynd í Austurbæjarbíói. Eftir það var hún send út á land og var sýnd í kvikmynda- og samkomuhúsum sem aðalmynd á eftir klukkutíma langri aukamynd sem ég man ekki lengur hver var. Samt þótti enginn maður með mönnum sem ekki hafði séð hana. Kvikmyndir bresku Bítlanna A Hard Day's Night (1964) og Help (1965) sátu fastar í unglingum landsins, enda sáu þær margir ótal sinnum, og nú var komið íslensku Bítlunum.
Ég sá myndina þegar hún var fyrst sýnd í Félagsbíói í Keflavík og verð að viðurkenna að mér þótti lítið til hennar koma. Fyrir það fyrsta var hún allt of stutt. Hljómgæðin voru döpur og samtölin stirðbusaleg. Þá saknaði maður Engilberts á trommunum en í hans stað var kominn Pétur Östlund sem lék með Hljómum í stuttan tíma um það leiti sem myndin var tekin upp. En auðvitað lét ég á engu bera. Það hefði verið algjör goðgá í Keflavík á þeim tíma að gagnrýna eitthvað sem kom frá Hljómum.
Í dag er myndin eflaust ómetaneg heimild sem marga mun fýsa að sjá aftur. Þar sem knöpp peningaráð réðu því að aðeins var gerð eitt sýningareintak af myndinni, fór þetta eina eintak mjög illa, rispaðist og skemmdist þegar það var sýnt vítt og breitt um landið.
Eftir að sýningum lauk á myndinni hvarf hún sporlaust og sú flökkusaga gekk um að hún hefði hreinlega týnst eða eyðilagst. Löngu síðar kom í ljós að leikstjórinn Reynir Oddson hafði tekið hana til varðveislu.
Eflaust vakir enn fyrir Reyni að koma kvikmyndinni í sýningarhæft ástand og vona ég að svo verði sem fyrst.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.10.2009 | 11:35
Kvikmyndir sem tala inn í íslenskan veruleika
Blade Runner, Terminator og Matrix, allar dæmi um góðar kvikmyndir. Bestu kvikmyndirnar sameina marga þætti. Þær eru fræðandi, listrænar og góð afþreying. Þær bestu tala til okkar á sama hátt og dæmisögur og ævintýri bókmenntanna gera líka. Ég hef löngum haft dálæti á vísindaskáldsögum og kvikmyndum sem fjalla um svipuð efni. Í miklu uppáhaldi eru einmitt myndirnar Blade Runner, Matrix og Terminator serían.
Fyrsta Matrix myndin er algjör snilld, vegna þess að hún sýnir svo vel hvernig fólk getur gert sér að góðu að lifa með hauspoka alla ævi, svo fremi sem það heldur að það sé að japla á á nautakjöti af og til.
Terminator karakterinn er líka frábær af því að hann sýnir hvað erfitt er að losa sig við forritunina sem við öll erum ofurseld og einnig hvað erfitt er að koma fyrir kattarnef skálkum með einbeittan vilja.
Blade Runner spyr m.a. spurningarinnar hvað það sé sem gerir manninn mennskan.
Efnisinntök þessara kvikmynda má auðveldlega heimfæra upp á þjóðmálin á Íslandi (og víðar) á fleiri en einn hátt. Sem dæmi;
Í hvert sinn sem ég les útskýringar stjórnmálamanna á því hvers vegna þeir gera það sem þeir gera, dettur mér Matrixið í hug, rafræna blekkingarvefinn sem ætlað er að umlykja alla huga til þess að þeir séu til friðs á meðan lífsorkan er sogin úr þeim. -
Þegar ég les um útbrunna pólitíkusa sem neita að gefast upp og troða sér aftur til áhrifa einhverri mynd, kemur upp í hugann gereyðandinn sem druslast áfram með rafmagnsgarnirnar á eftir sér eftir að hann hefur verið sprengdur í loft upp eða klesstur í stálþjöppu. -
Í hvert sinn sem ég les um fólk sem hefur komið sér fyrir efst í valdapíramídanum og hvernig það áskilur sér rétt til að ákvarða innrætingu undir-linga sinna, lífdaga þeirra og lífgæði, af því að það hefur einhvern stjórnmálflokk eða fyrirtæki á bak við sig, minnist ég Blade Runner og hvernig slíkt fólk er í hættu að verða á endanum tortímt af endurgerð sjálfs sín.
14.9.2009 | 14:49
Rændu sjóræningjaskip
Ýmsum mununum hefur verið rænt úr "sjóræningjaskipinu" sem notað var við gerð kvikmyndanna þriggja um Sjóræningjana í Karíbahafinu á meðan það lá við festar í skoskri höfn.
Þjófarnir stálu úr seglskipinu HMS Bounty, sem lá við Custom House Quay í Greenock, á milli fimmtíu og hundrað pundum í peningum og fatnaði merktum skipinu. Þá höfðu þjófarnir á brott með sé þurrbúning, bók, björgunarhring og bandaríska fánan. Þessi munir fundust þó seinna skammt frá skipinu sem á hringferð um Bretland og mun koma við í mörgum höfnum á leiðinni.
HMS Bounty er nákvæm eftirlíking af hinu sögufræga skipi Bounty sem sigldi undir stjórn William Bligh skipstjóra til Tahiti og vestur-Indía árið 1789. Gerð var uppreisn um borð og skipstjórinn ásamt 18 af áhöfninni sem fylgdu honum að málum settir í smábát út á reginhafi.
Eftirlíkingin var smíðuð 1962 fyrir Uppreisnina á Bounty, fræga kvikmynd sem gerð var um þessa atburði með Marlon Brando í aðalhlutverki
Skipið var notað sem kaupskip í sjóræningja-myndunum um Jack Sparrow (Johnny Depp) og ævintýri hans í Karíbahafinu.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.9.2009 | 18:52
Jennifer Aniston og barnsleysið
Jennifer er ein af þessum konum sem alltaf eru í fréttum út af engu. Eitt sinn var hún stöðugt að væla yfir því að hún ætti ekki börn og hversu mikið hana langaði til þess.
Á meðan hún var með Pitt, birtust vikulega af henni myndir með spádómum um að líklega væri fröken Aniston ófrísk.
Svo í næsta blaði eftir að hún hafði neitað öllu saman, veltu skríbentarnir fyrir sér hvers vegna hún væri það ekki. Þess á milli kepptist Jennifer við að segja heiminum frá hversu heitt hún þráði að eignast barn. Og enn er hún barnslaus.
Er þarna ekki komin loksins, alla vega hluti af ástæðunni?
Það er þekkt staðreynd að þröngar nærbuxur geta valdið ófrjósemi hjá körlum. Ef Jennefer t.d. krefst þess af karlmönnunum sem hún sefur hjá, að þeir klæðist þröngum nærbuxum, er það ekki til að hjálpa upp á sakirnar.
Þröngar nærbuxur takk! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2009 | 12:48
Að fella tár á tímans hvarm
Það hefur oft verið sagt um Íslendinga að þeir séu frekar lokaðir tilfinningalega og beri jafnan áhyggjur sínar og sorgir ekki á torg. Satt að segja hélt ég að þetta hefði breyst mikið á síðustu árum, ekki hvað síst meðal karlmanna. En þessi frétt undirstrikar hversu sterk þessi tilfinningabæling er í þjóðarsálinni. Það þykir með öðrum orðum fréttnæmt að einhver felli tár yfir meitlaðri kynningu á döprum örlögum lands og þjóðar eins og auglýsingastiklan um kvikmynd Helga Felixsonar Guð Blessi Ísland er.
Vá, einhver fór að gráta!!!!
Það hefði ekki verið fréttamatur ef einhver hefði bölvað, jafnvel þótt hann hefði gert það upphátt. Enn að fella tár yfir einhverju svona, að gráta yfir kvikmynd....það er eitthvað svo.. svo..yfirdrifið, svo...svo ókarlmannlegt....svo..svo óíslenskt. - Að gráta örlög sín og meðbræða sinna eru fullkomlega eðlileg viðbrögð. Mætið ófeimin með snýtuklútana ykkar í bíó því Guð blessi Ísland er "þriggja klúta mynd" fyrir eðlilegt fólk.
Tárfelldi yfir stiklu úr Guð blessi Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |