Færsluflokkur: Ferðalög

Blindandi bros á hverju götuhorni

Ef til vill er það góða veðrið sem gerir sem gerir búmannsins-barmið dálítið hjáróma. Í myrkri og slyddu eða éli, hljóma dómsdagskenningar sennilegar.

dscf0048_180187En það er einhvern veginn erfitt að trúa því að allt sé á heljarþröm þegar blindandi bros mæta þér á hverju götuhorni og hægt er að ganga að sólskyni og yl sem gefnum hlut á hverjum degi.

Auk þess er landið er fullt af túristum sem keppast við að fylla aftur gjaldeyrishirslurnar og sjórinn er vaðandi í makríl sem einnig er spáð að verði okkur drjúg búbót. Þetta gerist þrátt fyrir að yfir þinghúsinu, nákvæmlega þar sem danska kóngskórónan snertir himininn, hangi kolsvart Icesave ský.

Isle_of_ManÍ samræðum við ferðamann frá bresku eyjunni  Mön í Írska hafinu (Isle of Man) heyrði ég skrýtið sjónarmið. Hann sagðist hafa tapað talverðu fé sem hann hafði lagt inn í peningastofnun í eigi gamla Kaupþings sem hafði hreiðrað um sig á heimaey hans.

Hann var samt ekki búinn að gefa upp alla von um að fá sitt til baka þegar tímar liðu fram, en ef það gerðist ekki, ætlaði hann að eyða því sem hann ætti eftir á Íslandi. Það færi vel á því, sagði hann, að við (Íslendingar) næðum þá restinni af sparifé hans af honum og hann fengi í staðinn að uppfylltan næstum ævilangan draum um að koma hingað og njóta hinnar einstæðu náttúru landsins og söguarfleifðar sem teygði sig til heimalands hans.

Á Isle of man er t.d. að finna "Þingvöll" eins og hér enda gerðu forfeður okkar sig heimakomna á eynni fyrir 1000 árum og margir Manverjar rekja ættir sínar aftur til víkinga. Þingið þeirra "Tingwald" hefur starfað óslitið frá 978.

Þrátt fyrir augljósa íroníuna í orðum hans, var hann alls-ekki gramur út í íslensku þjóðina. Mér þótti þessi maður verðskulda titilinn Íslandsvinur og hefði veitt honum hann þarna og þá, ef ekki væri búið að gjaldfella þetta virðingarheiti með því að klína því á næstum alla útlenda framagosa sem heimsótt hafa landið undanfarin ár í þeirri trú að brosin björtu væru óræk merki og boð um bólfarir.


Og steinar fá mál

00Steinasafn PetruMér finnst fátt ánægjulegra en að kynnast nýjum sprotum í grasrótarmenningu landsins. Á leið minni um Stöðvarfjörð á dögunum kom ég í fyrsta sinn inn í besta steinasafn á Íslandi og örugglega eitt það stærsta í öllum heiminum.

 Safnið er líklega eina safnið á landinu, opið almenningi, sem aldrei hefur þegið opinbera styrki. Það er afurð ævilangrar söfnunaráráttu Petru Sveinsdóttur (f.1922) sem fann flesta steinanna í næsta nágrenni við heimili sitt, fjöllunum við Stöðvarfjörð og annars staðar á Austfjöðrum.

 Það sem gerir safnið svo sérstakt og aðlaðandi, fyrir utan fjölda og fjölbreytileika steinanna, er að þeim er fyrir komið í garði og húsi Petru. Sjálf er dvelur Petra á öldrunaheimili núorðið og kemur aðeins í heimsókn á góðviðrisdögum. En allt á heimili hennar er eins og hún hafi aðeins brugðið sér frá. Í svefnherberginu liggja barnaleikföng á gólfinu og opin bók á náttborðinu hennar við rúmið. Í eldhúsinu er ilmur af nýlöguðu kaffi og í sólstofunni liggur dagblað á sófanum. Andinn í húsakynnum hennar er indæll og honum er viðhaldið af börnum Petru og fjölskyldum þeirra, sem sjá um að reka staðinn.

Innan um steinana í húsinu má sums staðar sjá uppstoppaða fugla og önnur dýr úr íslenskri náttúru og út í garðinum; garðálfa, dýrabein og horn ásamt gömlum munum úr íslensku alþýðulífi. Garðurinn er ævintýraheimur fyrir börn og afar fræðandi fyrir alla áhugasama um íslenska náttúru.

Hver einasti steinn á sér sína sögu og sagt er að Petra muni sögu þeirra flestra þrátt fyrir fjöldann. 

Steinasafn Petru er fjölsóttasti einstaki ferðamannastaðurinn á Austurlandi, en þangað koma tugir þúsunda ferðammanna árlega. 


Ertu sjálfur Alfred inn við beinið?

Hj_rleifsh_f_i_l_p_na'Sumarið er tíminn', söng Bubbi og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Um leið og ég nálgaðist Reykjavík á föstudags eftir-meðdegi eftir að hafa ekið laufléttan hring í kring um landið (sleppt Vestfjörum að vísu) varð merking þessara orða mér ljós. Það sumar á Íslandi og sumar í íslenskum hugum. Á sumrin gleymast hremmingar vetrarins og allt verður svo bjart og yndislegt.

Frá Hveragerði og inn að Árbæ var stanslaus röð bíla með hústjöld og hjólhýsi í eftirdragi. Þeim sem í bílunum voru leið eflaust ekki ósvipað með umferðina og þeim er sagt að trúa um kreppuna. Þeim er sagt að allir séu hluti af vandmálinu en geti lítið gert sjálfir til að leysa það annað en að bíða þolinmóðir og vona hið besta. 

Allir sem sagt á leið í 'útilegu' eins og hún tíðkast í dag á landinu bláa, eða á ég að segja fjólubláa? Það er meira réttnefni þegar tillit er tekið til hinna víðáttumiklu Lúpínubreiða sem hvarvetna þekja orðið undirlendið. Hún er komin til að græða landið, safna jarðvegi og bægja burtu sóley og fífli sem áður uxu á strjáli í örfoka landinu. Lúpínan hagar sér nefnilega dálítið eins útrásarvíkingur.   

Tjalds_IMG_4276Engin 'kreppumerki' var að sjá á þessum tilkomumikla jeppaflota sem silaðist í austurátt með tjaldvagna og hjólhýsi í eftirdragi og ca. 15.000 kall á tankinum.

Eftir að hafa fylgst með ósköpunum úr fjarlægð, sem yfir landið gengu s.l. mánuði, var fróðlegt að upplifa viðbrögð fólks vítt og breitt um landið frá fyrstu hendi.  Það kom mér reyndar á óvart hversu ólík sjónarmiðin eru.

En samt eiga flestir þrennt sameiginlegt. Það kvarta allir yfir því að upplýsingar berist seint og illa frá stjórnvöldum til almennings. Það kvarta allir yfir því að þeir sem stálu sjóðum landsins skuli ekki refsað og Það kvarta allir yfir því að það finnist hvergi heilræn, hvað þá sameiginleg, sýn á framtíð landsins. 

Ótrúlega margir voru á því að hin marg-umtalaða kreppa væri ekki til nema í fjölmiðlum, mótmælafundum og kannski mest á blogginu. Þeir bentu á líf sitt og þeirra sem þeir þekkja og spurðu; hvað hefur breyst?  -

Aðrir voru þeirrar skoðunnar að kreppan hefði ekki hafist enn fyrir alvöru og fólk muni ekki gera sér ekki grein fyrir því hve alvarlegt ástandið væri fyrr en en skattarnir hækkuðu, launin lækkuðu og vöruverðið færi úr böndunum. En einmitt um það hefur nú náðst sátt meðal pólitíkusanna og sem þegar er búið að undirrita.

alfred_e_neumanÞeir sem eru í ferðamannabransanum kvarta ekkert. Einn hóteleigandinn sagði mér að herbergaverðið hefði lækkað í evrum talið frá því í fyrra. Hann var að byggja, breyta og bæta aðstöðuna hjá sér. Tók lán í svissneskum frönkum og afborganirnar af því láni hafa tvöfaldast á árinu. Samt var hann bjartsýnn. Bankinn hans sagði honum nefnilega að hann væri í A flokki fyrirtækja. Kannski erum við öll Alfred Neuman inn við beinið.

''Þetta  reddast.''

 


La Tomatina

Fjölmennasti matarbardagi í heimi

Í Buñol á Valensíu á Spáni er á hverju ári efnt til fjölmennasta matarkasts í heimi. Tugir þúsunada Þátttakenda  koma víða að til þessa smábæjar til að taka þátt í hinu fræga tómatakasti sem fer farið hefur fram í þessum síðasta miðvikudag í ágúst mánuði s.l. sextíu ár.

Hvernig hófst La Tomatina

La Tomatina er ekki trúarhátíð. Trúlega varð tómatakastið að sið vegna atviks sem átti sér stað á bændahátíð sem haldin var á miðvikudegi í ágúst árið 1945. Á sýningunni var skrúðganga (Gigantes y Cabezudos) risa og stórhöfða. Krakkahópur sem tók þátt í skrúðgöngunni velti einum risanna um koll sem varð við það eitthvað hvumpinn og byrjaði að slá til allra sem komu nálægt honum eftir að hann komst aftur á lappirnar. Krakkarnir gripu þá tómata af nálægu söluborði og köstuðu í risann.

Two youngsters fighting with tomatoes       people in battle of tomatoes

Tómatabardaginn stendur yfir í eina klukkustund. Á meðan að honum stendur er meira en 100 tonnum af tómötum kastað en í bardaganum eru allir á móti öllum. Vörubílar aka tómötunum að torginu þar sem aðal-bardaginn fer fram og brátt flýtur allt í rauðum tómatsafa. Allir eru skotmörk og allir geta tekið þátt.

tomato fights continues..

people from all around the world in tomato fights

Bardagareglurnar
  • Ekki koma með flöskur eða aðra hluti sem geta valdið slysi.
  • Bannað er að rífa boli annarra
  • Kreista verður tómatana áður en þeim er kastað svo þeir meiði engan. 
  • Passið ykkur á vörubílunum sem koma með tómatana 
  • Hættið að kasta tómötum um leið og sírenan heyrist í annað.  
  • Ráðlegt er að vera í reimuðum skóm, gömlum fötum og með sundgleraugu til að vernda augun.

people from all around the world in tomato fights

all over tomatoes

 

Vefsíða Tomatina Festival : www.tomatina.es


52 mönnum bjargað um borð í íslenskt skip úr sökkvandi kafbát

svanurfinnalndsforsetiÉg starfaði í Vestmannaeyjum um árabil við leiðsögn hjá Ferðaþjónustu Páls Helgasonar. Til Eyja komu m.a. margir þýskir hópar, mikið eldra fólk sem komið var á eftirlaun. Þrátt fyrir undrin öll sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða, komust Þjóðverjarnir mest við að heyra söguna af því þegar Skaftfellingur VE-33 bjargaði 52 mönnum af áhöfn þýsks kafbáts 19. ágúst árið 1942. Skipið var þá gert út af Helga Benediktssyni föður Páls, en sjálfur var Páll meistari í að segja söguna þannig að ekki var þurr hvarmur í rútunni þegar komið var að flaki skipsins þar sem það stóð í gamla slippnum Í Eyjum. Á vefsíðunni Heimaslóð er að finna greinagóða lýsingu af þessum atburðum og fer hún hér á eftir í tilefni dagsins að sjálfsögðu.

SkaftfellingurAðfaranótt 19. ágúst árið 1942, rétt eftir miðnætti, hélt Skaftfellingur úr höfn í eina af sínum fjölmörgu ferðum til Fleetwood, að þessu sinni með farm af ísfiski. Páll Þorbjörnsson, skipstjóri, og Andrés Gestsson, háseti, áttu vakt aðfaranótt 20. ágúst. Mikil bræla var og austanátt þegar bandarísk sjóflugvél flaug yfir Skaftfelling í tvígang, rétt fyrir kl. fjögur að morgni, og gaf þeim morse-merki. Andrés varð var við merkið og lét skipstjórann vita, en ekki tókst þeim að ráða úr skilaboðunum. Þeir sáu aftur á móti mjög fljótlega að eitthvað var í sjónum framundan. Þeir töldu fyrst að um björgunarbát með segl væri að ræða, en svo sáu þeir að fyrirbærið virtist stinga sér í ölduna líkt og skip gera - eða kafbátar. Enda var sú raunin að um þýskan kafbát var að ræða. Skipverjar kafbátsins voru þá á þilfari hans, og veifuðu þeir til Skaftfellings með rauðum fána. Aðrir skipverjar voru ræstir, fokkan (lítið segl) var dregin niður og íslenskur fáni dreginn að húni. Fyrstur upp á dekk af þeim sem voru á frívakt, var fyrsti vélstjóri skipsins, Jóhann Bjarnason, en Páll skipaði honum að hlaða byssurnar. Skaftfellingur var búinn þremur vopnum: 5 skota riffli og 90 skota vélbyssu, auk skammbyssu sem skipstjórinn hafði.

Þegar skipverjum Skaftfellings varð ljóst að skotið hafði verið á kafbátinn, þannig að hann gat ekki kafað og hann orðinn verulega laskaður, þá fóru þeir að huga að því að bjarga skipverjum, sem voru milli vonar og ótta, um borð í Skaftfelling. Reynt var fyrst að slaka til þeirra björgunarfleka sem átti að geta borið 10-12 manns, en flekinn slitnaði frá Skaftfellingi. Á meðan þeir reyndu að finna nýja leið til þess að ná Þjóðverjunum um borð byrjuðu þeir að stinga sér í sjóinn og synda að Skaftfellingi. Aðstæður við björgunina breyttust þá á svipstundu, og menn kepptust við að hífa Þjóðverjana um borð. Reynt var í fyrstu að leita á mönnum og afvopna þá ef með þyrfti en eftir því sem leið á björgunina varð það erfiðara.

Skipherra kafbátsins var síðastur um borð í Skaftfelling, en hann og tveir aðrir sökktu kafbátnum áður en þeir fóru frá borði, svo að hann endaði ekki í óvinahöndum. 52 skipverjum var bjargað um borð í Skaftfelling, en sögum ber ekki saman um, hvort um borð hafi upphaflega verið 54 eða 60. Samkvæmt skipaskrá kafbátsins voru sextíu menn um borð, en samkvæmt vélstjóra þýska kafbátsins, Reinhart Beier, voru eingöngu tveir sem lokuðust inni í skipinu þegar það sökk. Vandast málið enn frekar þegar athugað er að samkvæmt frásögn Andrésar Gestssonar var að minnsta kosti einn maður gestkomandi í kafbátnum:

[...] Ég man eftir því að annar þeirra var flugmaður sem kafbátsmenn höfðu bjargað. [...]

Samkvæmt skráningum voru þeir tveir sem létust, Kurt Seifert og Karl Thiele.

Þjóðverjunum var komið um borð í tvo breska tundurspilla sem stöðvuðu Skaftfelling á för sinni. Þjóðverjarnir voru fluttir til Reykjavíkur og þeir hafðir þar í kanadískum fangabúðum um hríð.

U-464

Unterseeboot 464Kafbáturinn sem sökk þessa nótt, 20. ágúst 1942, var þýskur U-kafbátur (Underseeboot) af gerð XIV, nefndur U-464. Eingöngu tíu slíkir kafbátar voru smíðaðir, en þeir fengu viðurnefnið mjólkurkýr (milchkuh). Þeirra hlutverk var að flytja hergögn og vistir til kafbáta af gerð VII og IX. Fyrsta mjólkurkýrin var U-459, en U-464 var án efa sú skammlífasta. Bygging á bátnum hófst þann 18. mars 1941 og var sjósetningin þann 30. apríl 1942. Skipstjóri bátsins var kapteinleutenant Otto Harms.

U-464 fór tvær ferðir á sinni tíð, en fyrri ferðin, sem stóð frá 30. apríl 1942 til 1. ágúst 1942, var æfingaferð með 4. flotadeildinni, sem var æfingafloti fyrir kafbáta. Seinni ferðin hófst þann 1. ágúst 1942 og stóð til 20. ágúst, þegar sjóflugvél af Catalina-gerð frá bandarísku VP-73 flughersveitinni varpaði fimm djúpsprengjum á hann. Djúpsprengjurnar löskuðu skipið að ofanverðu þannig að það gat ekki kafað, en þó hefði skipið átt að geta siglt áfram á um 8 sjómílna hraða (hann komst upphaflega á um 10 sjómílna hraða).


Of hrædd til að ferðast saman í sömu flugvél -

090602-flight-main-12e07f87-6448-4ade-9a41-cf51495a3f7bSögur þeirra farþega sem hurfu í Atlantshafið með flugi Air France AF 447 og aðstandenda þeirra eru byrjaðar að flæða um fjölmiðlana og netið. Ein þeirra segir frá hinni sænsku Schnabl fjölskyldu.

Christine 34 ára og eiginmaður hennar höfðu búið í Rio de Janeiro í tíu ár, en upprunalega voru þau frá Svíþjóð. þau áttu tvö börn, Philip fimm ára og þriggja ára dóttur.

Þau ákváðu að heimsækja Svíþjóð saman en vegna þess að bæði voru hrædd við að lenda í flugslysi ákváðu þau að skipta fjölskyldunni upp og taka sitt hvora vélina til Parísar og aka þaðan til Svíþjóðar.  

Herra Schnabl  ásamt dótturinni tók vél sem fór á undan og þau lentu  heilu á höldnu í París nokkrum tímum seinna. Hann spurðist fyrir um vélina sem Christine kona hans og sonur hans Philip höfðu tekið og fór í loftið tveimur tímum á eftir hans vél.

Honum var þá sagt að hennar væri saknað. 


Ísland ekki lengur í fyrsta sæti

Um árabil hefur Ísland trónað á toppi listans yfir þau lönd sem talin eru öruggust heim að sækja í veröldinni. Listinn sem kallaður er "Global pease index" setur nú Nýja Sjáland í fyrsta sæti enn fellir Ísland niður í það 4, niður fyrir Noreg sem er í 2. sæti og einnig Danmörku sem hann setur í 3. sæti.

Ástæðurnar fyrir falli Íslands á listanum eru raktar til efnahagslegs óstöðugleika landsins og versnandi afkomu þjóðarinnar.

Bretland er í 35. sæti og Bandaríkin í 83. Neðst á listanum sem fyrr í 144 sæti er Írak.

Við gerð listans eru 23 atriði höfð til viðmiðunnar. Þar á meðal þátttaka þjóðarinnar í styrjöldum, staða mannréttinda, tíðni morða, tala fanga, þátttaka í vopnasölu og tilhögun lýðræðis.

Í skýrslunni sem fylgir listanum er greint frá því hvernig  kreppan hefur valdið óróa og ófriði í flestum löndum heimsins og hvernig atvinnuleysi og hækkandi matvöru og eldsneytisverð hefur haft neikvæð áhrif á friðarstuðul þeirra.

Í dagblaðinu "The Guardian" er fjallað í dag um listann og sagt að þetta sé enn ein niðurlægingin sem Ísland hefur þurft að þola upp á síðkastið. Fyrirsögn fréttarinnar er "Færðu þig til hliðar óheppna Ísland."


Svanir á Avon á

Í gegnum miðja borgina Bath á Englandi rennur áin Avon. Avon þýðir reyndar "á" á keltnesku en líklega voru það Rómverjar sem festu þetta heiti við ána í sessi og það er í sjálfu sér auðvelt að ímynda sér hvernig það gerðist. Bókstaflega þýðir fyrirsögnin því; Svanir á á á.

SkurðabáturÞar sem ég bý svo til á árbakkanum eru gönguferðir mínar oftast meðfram ánni. Áin er lygn og í henni er að finna fjölda skipastiga sem gera skurðabátum mögulegt að sigla um hana. Skurðabátar þessir sem áður fyrr voru helstu vöruflutningatæki þessa svæðis, eru nokkuð vinsælir sem fastabústaðir og liggja því summir hverjir bundnir við bakkann allt árið.

Fyrir nokkrum vikum veitti ég athygli svanapari sem var í óða önn að byggja sér hreiður við árbakkann, spölkorn frá íbúðinni minni.

Í heiðrið verpti frúin fimm eggjum. Nokkrum dögum seinna missti hún eitt þeirra út fyrir hreiðrið og það festist milli greinanna sem þau höfðu hrúgað saman til að vera undirstöður hreiðursins.

Home livingroom 018Þrátt fyrir mikið bras og óteljandi tilraunir tókst þeim hjónum ekki að bjarga egginu upp í hreiðrið aftur.  En fjögur egg eru eftir og nú bíð ég, eins og þau væntanlega líka, spenntur eftir að þau klekist út en það getur tekið allt að einn og hálfan mánuð er mér sagt.

Eins og svana er siður, svamlar karlfuglinn í kringum hreiðrið og sest sjálfur á eggin þegar frúin þarf að bregða sér frá. Ég smellti þessum myndum af frúnni í dag. Hún var allt of upptekin við að snyrta sig og veitti mér litla athygli. Aldrei þessu vant var karlinn hvergi nærri. Vona að ekkert alvarlegt hafi komið upp á.

Home livingroom 020Home livingroom 019


Grænu börnin

woolpitÞorpið Woolpit er nefnt eftir fornum pyttum sem finna má í grenndinni og kallaðir eru "Úlfapyttir" vegna þess að þeir voru í fyrndinni notaðir til að veiða í úlfa.

Dag einn síðla sumars fyrir meira en átta hundruð árum gengu þorpsbúar Woolpit til verka sinna á akrinum fyrir utan þorpið. Þegar þeir nálguðust akurinn heyrðu þeir hræðileg óp kom úr einum úlfapyttinum skammt utan akursins. Við nánari eftirgrennslan fundu þeir tvö felmtri slegin börn á botni hans.

greenkidzBörnin virtust eðlileg í alla staði fyrir utan tvennt; þau töluðu tungumál sem enginn skildi, en það sem meira var, hörund þeirra var grænt á litinn. Drengurinn og auðsýnilega eldri systir hans voru líka klædd í föt sem gerð voru úr torkennilegum efnum.

Eftir að þorpsbúar höfðu undrast og býsnast nægju sína yfir börnunum, ákváðu þeir að far með þau til landeigandans Sir Richard de Calne, á óðal hans í  Wikes. Sagan um fund barnanna fór eins og eldur í sinu um héraðið og margir lögðu leið sína til Wikes til að berja eigin augum undrin.

Börnin voru greinilega örmagna og hungruð en fengust ekki til að borða neitt af því sem þeim var boðið. Það var ekki fyrr en einhver veitti því athygli að þau gutu augunum í áttina að matreiðslukonu sem fór fyrir gluggann með fulla körfu af grænum baunum í fanginu, að þeim var boðið hrátt grænmeti eingöngu. Það þáðu þau og næstu mánuði lifðu þau eingöngu á grænum baunum og káli þar til loks þau fengust til að bragða á brauði og öðrum almennum mat.

aili_and_the_green_beanSmátt og smátt breyttist litarháttur þeirra og færðist nær því sem gekk og gerðist meðal enskrar alþýðu á þeim tíma.

Fólki fannst viðeigandi að láta skýra börnin og var það gert en þau dvöldust í góðu yfirlæti á heimili 
Sir Richard þar sem allir komu vel fram við þau.

Þegar leið að jólum, var orðið ljóst að drengurinn átti  greinlega mun erfiðara með að aðlaðast nýjum háttum. Hann varð þunglyndur og lést skömmu fyrir aðfangadag eftir skammvinn veikindi. Systir hans braggaðist hins vegar vel og eftir nokkra mánuði var ekki hægt að sjá muninn á henni og öðrum börnum.

Hún dvaldist á heimili  Sir Richards í mörg ár og lærði þar að tala reiprennandi ensku. En það sem hún hafði af fortíð sinni að segja jók frekar á leyndardóminn frekar en að skýra hann. Hún sagðist hafa átt heima í landi sem kallað væri St. Martin. Landið væri kristið og þar væri að finna margar kirkjur. Þar risi sólin ekki upp á himininn og íbúar þess byggju þess vegna í stöðugu rökkri.  

Green-4Stúlkan gat ekki skýrt hvernig hún og bróðir hennar hefðu lent í úlfapyttinum. Hún sagðist eingöngu muna eftir því ð hafa verið að gæta kinda föður síns þegar að hún heyrði mikinn klukknahljóm. Við hljóminn missti hún meðvitund og þegar að hún rankaði við sér voru þau stödd í stórum helli. Þau reyndu hvað þau gátu til að komast út úr hellinum og gengu á birtu sem barst inn í hann. Þannig komust þau í botn pyttsins þar sem þorpsbúarnir loks fundu þau.

Saga stúlkunnar var skráð af sagnritaranum William of Newburge. (1136-1198 í Historia rerum Anglicarum) Samkvæmt heimildum hans tók stúlkan sér nafnið Agnes Barre og giftist manni frá  King's Lynn.

Annar sagnritri Ralph of Coggeshall (d.1228), segir einnig frá grænu börnunum í Chronicon Anglicanum sem hann skrifaði í frá 1187 til 1224.

Báðir skrifuðu samt um atburðinn löngu eftir að hann átti að átt sér stað.

woolpit-village-signSagan um grænu börnin er einnig varðveitt í skjaldarmerki þorpsins Woolpit sem enn er í byggð og einnig á útsaumuðum refli í kirkju staðarins. Ekki er vitað hvort "Agnes" eignaðist afkomendur en svo mikið er víst að ekki hafa nein græn börn fæðst á Englandi svo vitað sé um.  

PS. Hér er að finna athyglisverða grein um svo kölluðu "Grænu veikina" eða chlorosis.

 


Fuglar sem byggja og búa í þorpum

SociableWeaverÁ Norður-Höfða Suður-Afríku er að finna kyndugan smáfugl sem ég veit ekki hvort á eitthvað íslenskt heiti. Á ensku er hann kallaður Sociable Weaver  og á  latínu Philetairus socius. Nafnið er gefið fuglinum vegna þess háttar hans að vefa sér hreiður og bústaði í félagi við aðra fugla af sömu tegund. Íslenska nafnið mætti því alveg vera "Félagsvefari".

"Félagsvefarinn" er svo sem ekki mjög merkilegur á að líta. Það sem gerir hann verulega frábrugðin öðrum fuglum er að hann býr sér svo stóran bólstað að allt að 300 fuglar geta hafst þar við. Í raun vefa fuglarnir sér einskonar fuglaþorp í greinum trjáa, sem hvert hefur í kringum 50 íbúðir og jafn margar dyr.

Webervogelnst_AuoblodgeÞorpið getur verið allt að eitt tonn á þyngd, 40 fermetrar í rúmmál og dæmi eru til um að tréð hafi sligast undan þunga þorpsins og brotnað.  Að neðan verðu liggja inn í þorpið göng sem gerð eru úr stífum stráum sem liggja öll inn á við til að gera snákum og öðrum óvinum erfitt fyrir að komast inn í þorpið.

Hver íbúðarhola er hnefastór og fóðruð með mjúkum stráum og hárum. Yfir þorpið reisa fuglarnir vatnshelt þak þannig að í þorpsholunum er ætíð þurrt.

Allt árið í kring erfiða "Félagsvefararnir" við að byggja, bæta og breyta bústöðum sínum. Þessi óvenjulegu en þægilegu hýbýli laða gjarnan að aðra fugla þannig að vefararnir eru sjaldnast einir í þorpunum. Þar má sjá bæði smá-fálka jafnt sem rauðhöfðaðar finkur á ferli.

sociable_weaver_nest_da


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband