Færsluflokkur: Dægurmál

Afmælisveislan sem aldrei verður haldin

DagbjörtDagbjört varð snemma afar rökvís á lifið og tilveruna. Ung að árum hóf hún að vanda um fyrir meðborgurum sínum standandi á kassa niður á Lækjartorgi.

Hún var síður en svo ánægð með það þegar að foreldrar hennar, sem var mjög áreiðanlegt fólk, sögðust ætla að koma henni á óvart með að halda henni afmælisveislu einhvern tíman í vikunni fyrir 18. afmælisdaginn hennar.

Til að byrja með fylltist Dagbjört skelfingu. Veislan var sóun á tíma og fjármunum. Síðan fór hún að hugsa nánar út í hverju nákvæmlega foreldrar hennar höfðu lofað og varð þá ljóst að hún hafði ekkert að óttast. Það mundi enginn veisla verða haldin.

Rökhugsun hennar var á þessa leið. Foreldrar hennar sögðust á sunnudegi ætla að halda veisluna einhvern daginn í vikunni fyrir afmælið hennar sem yrði á laugardeginum næsta og veislan átti að koma henni á óvart.

Föstudagurinn kom ekki til greina vegna þess að á fimmtudeginum mundi hann vera eini dagurinn sem eftir væri og þá kæmi boðið ekki á óvart.

Dagarnir sem komu þá til greina voru; mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og fimmtudagur.

Ef ekkert hefði gerst fyrir klukkan 24.00 á miðvikudegi, kom fimmtudagur heldur ekki til greina.

 Þannig afgreiddi Dagbjört alla dagana koll af kolli og útkoman var að enginn þeirra kom til greina. 

Þessi rök nægðu til þess að Dagbjört varð sannfærð um að veislan mundi aldrei verða haldin.

Hafði Dagbjört rétt fyrir sér?


12 ára fjöldamorðingi

El_PonchisÍ Mexíkó ríkir mikil skálmöld. Glæpaklíkur eru margar og starfsemi þeirra, bæði mannrán og eiturlyfjasmygl og sala, afar arðvænleg. Fjöldi glæpa á hverjum degi er svo mikill að lögregla og yfirvöld takast ekki á við nema brot af þeim. Almenningur er auk þess löngu hættur að tilkynna glæpi til lögreglunnar, því af þeim glæpum sem þó er tilkynnt um, enda aðeins 1,5% með sakfellingu eða refsingu.
Meðalaldur meðlima mexíkanskra glæpagenga er 16 ár. Flestir eru þeir drengir þó ungar stúlkur séu einnig hafðar með til að sinna ýmsum smáverkum.
Þessa dagana hefur ástandið í Mexíkó dregið að sér athygli heimsins vegna myndbands sem birt var á youtube sem sýnir viðtal við12 ára dreng sem kallaður er “El Ponchis”.
el-ponchisEl Ponchis er meðlimur Suður kyrrahafs glæpa-samsteypunnar sem er afar sterk í Morelos Héraði í Mexíkó. Á myndbandinu sést El Ponchis skera dreng á háls, lúskra á öðrum og stilla sér síðan upp við hliðina á líkinu. El Ponschis er sagður vera fjöldamorðingi, blóðþyrstur með eindæmum og afar grimmur við fórnarlömb sín.
Gengi El Ponchis hefur haft þann sið að setja myndir af vopnum sínum og fórnarlömbum á netið og leiddi það loks til sérstakrar rannsóknar. Sérstök hersveit var send í síðasta mánuði til borgarinnar Tejalpa þar sem nokkrir meðlimir gengisins voru handteknir.

 
GengiðEkki er vitað hvert raunverulegt nafn El Ponchis er, en hann komst undan ásamt Jesus Radilla sem einnig er frægur orðin fyrir glæpi sína. Talsmenn hersins segja að gengið hafi notið vernda yfirvalda í borginni og fengið að athafna sig þar að vild. Einnig töldu þeir glæpaklíkuna tengjast pólitískum samtökunum "Democratic Revolution Party".  (PRD).

Jesus Ralla er samstarfsmaður  El Ponchis, sem er sagður aðeins 12 ára. El Ponchis er sagður hafa tekið þátt í pyndingum og morðum á fjölda manns en nákvæm tala þeirra hefur enn ekki komið fram  Eftir að hafa drepið fórnarlömb sín, hendir drengurinn líkum þeirra gjarnan á fjölfarin vegamót eða skilur þau eftir á bílastæðum smáborga víðsvegar um héraðið.

Glæpina fremur  El Ponchis gjarnan að viðstöddum stúlkum sem eru taldar vera systur hans, þekktar í Tejalpa undir nafninu “Chavelas.” Þær eru sagðar hjálpa til við að koma líkunum af fórnarlömbum El Ponchis þangað sem ákveðið hefur verið að skilja þau eftir.

Mexíkó er ellefta fjölmennasta land í heiminum og fjölmennasta spænskumælandi þjóðin. Með um 111 milljónir íbúa er landið tiltölulega þéttbýlt. Eftir því sem næst verður komist er talið að 7,48 milljón glæpir séu framdir í landinu árlega, en rétt um 64.000 þeirra tilkynntir til yfirvalda.

15% af þeim eru rannsakaðir en aðeins 4% þeirra lýkur með dómi vegna þess hversu yfirvöldum gengur illa að fara að lögum. Hver rannsókn tekur að meðaltali 130 daga.

 


Tintron

TintronÉg hef verið að velta fyrir mér nafninu á hraunstrýtunni sunnan við Gjábakka í Þingvallasveit nærri veginum að Laugarvatni sem ýmist er sögð gervigígur eða hraunketill og nefnd Tintron. Tilefni þessa vangavelta er auðvitað að Sæmundur Bjarnason hefur verið að monta sig af því að hafa sigið niður um strýtuhálsinn og niður í hellinn fyrir neðan hann.

Ég hef ekki hugmynd um hversu gömul nafngiftin er, en hef á tilfinningunni að hún geti ekki verið mjög gömul. Því síður veit ég hver það var sem gaf strýtunni þetta forvitnilega nafn.

Donjon Jeanne_D'ArcHáskólavefurinn svarar því til í fyrirspurn um um nafnið að Helgi Guðmundsson telji nafnið á Tintron vera komið af frönsku donjon' dýflisa, svarthol'. Orðið er komið úr latínu. (dominio , að drottna)

Sú skýring finnst mér, eins og Svavari Sigmundssyni fyrrv. forstöðumanni Örnefnastofnunar, dálítið langsótt. Merkingin getur samt alveg staðist því af donjon er komið orðið dyngja (dungeon á ensku og reyndar oft notað sem sérheiti yfir allt annað fyrirbrigði í jarðfræði) en í Frakklandi voru og eru donjon oftast turnar með dýflissum sem lögun Tintron getur auðveldlega minnt á. (sjá myndir)

Þá segir háskólavefurinn þetta ennfremur um  strýtuna;

Í færeysku merkir orðið tint 'mælikanna, -staukur' en erfitt er að finna seinni hluta nafnsins skýringu. Ef til vill er það dregið af sagnorðinu tróna 'hreykja sér; gnæfa yfir', og trón'hásæti', og nafnið þá hugsanlega dregið af tilbúna orðinu Tint-trón. Merkingarlega er erfiðara að koma því heim og saman en fyrrnefndri skýringu. Enn annar kostur er að það sé dregið af tilbúna orðinu Tind-trón.

Þetta eru ágætar pælingar en hafa ekki við mikið að styðjast.

En hvaða aðrir möguleikar koma þá til greina?

Trona turnar 4Í Kaliforníu eyðimörkinni er að finna lítt kunn náttúrufyrirbæri sem kallast Trona. Þetta eru strýtur eða turnar, ekki ólíkir gervigígum á að líta og jafnvel viðkomu.

Orðið trona er upphaflega komið úr egypsku (ntry) eftir talverðum krókaleiðum inn í enskuna. Bæði á spænsku og sænsku þýðir orðið það sama og á ensku. Víst er að spánskan fékk orðið úr arabísku (tron) sem er samstofna arabíska orðinu natron og hebreska orðinu natruna sem aftur  kemur úr forngrísku og þaðan úr forn egypsku og merkir;  Natrín . (natríum eða sódi).

Tintron 2Trona turnarnir eru gerðir úr frekar óvenjulegri gerð tufa sem er samheiti yfir ákveðnar tegundir kalksteins. Sú tegund tufa sem trona turnar eru gerðir úr, verður einkum til við heita hveri og ölkeldur og kallast travertine.  

 Travertine Trona er því réttnefni á þessu fyrirbæri í Kaliforníu. 

Trona turnar 2Tintron getur hæglega verið íslensk stytting og samruni á þessum tveimur orðum og þess vegna gefið gervigígs- turn sem ekki er ólíkur í sjón og viðkomu og "trona-turnarnir"  í Kaliforníu. Það er alla vega mín tilgáta.


Sýningarfólkið

Sirkus tjaldAð síðustu, aðeins örstutt um farandfólkið sem kallar sig "Sýningarfólkið"

Í Bretlandi hafa yfir 20.000 manns atvinnu af Fjölleikahúsum og sirkusum. Þetta fólk myndar með sér samfélag og kalla sig The showmen. Flestir þeirra ferðast um landið, setja upp sýningar í stórum sirkustjöldum og leiktæki. Þeir búa í húsbílum eða jafnvel farartækjunum sjálfum sem notaðir eru til að flytja þungann búnaðinn á milli borga. Í Bretlandi eru 20 stórir sirkushópar auk fjölda smærri sýningarhópa sem ferðast um mestan hluta ársins.

Sýningar fólk á ferðSýningarfólkið á sér langa sögu sem rekja má aftur til farandsýninga-flokka miðalada.  Því tilheyrir sýningarfólkið sjálft, aðstoðarfólk og tæknimenn. Stóru fjölleikahúsin hafa vetursetu í nokkar mánuði á vissum stöðum og þá sækja börn sýningarfólksins nærliggjandi skóla í nokkar mánuði. Í seinni tíð hefur fjærkennsla boðist Sýningarfólkinu í auknum mæli.

Ólík því sem gegngur og gerist meðal annars farandsfólks á Betlandi, er lýtur starfsemi Sýninarfólksins ströngum reglum sem fylgt er eftir af stéttafélaginu "The Showmens’ Guild."


Nýaldar-flakkarar

Nýaldarflakkarar

Ég held uppteknum hætti við að fjalla um flökkufólk á Bretlandi. Þriðji pistillinn fjallar um svokallaða Nýaldar-flakkara. (New Age Travellers) 

Nýaldar-flakkarar eru hópar fólks sem oft eru kenndir við nýöld og hippa-lífstíl en hafa að auki tekið upp flökkulíf. Þá er helst a finna á vegum Bretlands þar sem þeir ferðast frá einni útihátíð til annarrar og mynda þannig með sér all-sérstætt samfélag. Talið er að þeir telji allt að 30.000.

Nýaldar-flakkarar ferðast um á sendiferðabílum, vörubílum, breyttum langferðabílum, hjólhýsum og jafn vel langbátum sem sigla upp og niður skurðina og díkin sem skera England þvers og kruss. Á áningastöðum setja þeir upp tjaldbúðir af ýmsum toga og herma þá gjarnan eftir tjöldum hirðingja beggja megin Atlantshafsins.

glastonbury-2004-travellers-lFyrstu hópar þessa tegundar farandfólks urðu til upp úr 1970 þegar fjöldi tónlistar-úthátíða á Bretlandi var sem mestur.

Einkum drógust þeir að "frjálsu útihátíðunum" (þær voru kallaðar frjálsar af því þær voru ólöglegar) eins og Windsor free hátíðinni , fyrstu Glastonbury hátíðunum og Stonehenge free hátíðunum. Í dag tilheyra margir þeirra  þriðju og fjórðu kynslóð flakkara.

Á níunda áratugnum fóru Nýaldar-flakkararnir um í löngum bílalestum. Breskum yfirvöldum og að er virðist, fjölmiðlum, var og er mjög í nöp við þetta nýtísku förufólk. Umfjöllun um þá í fjölmiðlum er yfirleitt afar neikvæð og stjórnvöld gera sitt ýtrasta til að leggja stein í götu þeirra.

Til dæmis var reynt að koma í veg fyrir að þeir reisti búðir við Stonehenge árið 1985 og enduðu þau afskipti með átökum í svo hinni frægu  Baunaengis-orrustu, (Battle of the Beanfield) þar sem mestu fjöldahandtökur í enskri sögu áttu sér stað.

Núaldarflakkarar við StonehengeÁrið eftir (1986) reyndi lögreglan að stöðva "friðarlest" Nýaldar-flakkara sem var á leið til Stonehenge til að halda upp á sumarsólstöður. (21. júní)

Þau átök urðu til þess að hundruð Nýaldar-flakkara ílengdist í grennd við Stonehenge og Wiltiskíri á England.

Nýaldar-flakkarar hafa orð á sér fyrir að setja gjarnan upp ólöglegar búðir, hvar sem þeir sjá færi á. Einnig að þeir flytji sig ört um set og eigi þar af leiðandi oft erfitt með að mennta börn sín, gæta hreinlætis og bjarga sér með nauðþurftir án þess að betla fyrir þeim eða taka þær ófrjálsri hendi.

Nýaldar flakkararFlest bæjarfélög á Bretlandi neita að veita þeim almenna þjónustu og gera sitt besta til að losna við þá sem fyrst út fyrir bæjarmörkin. Vímuefnaneysla er mjög algeng meðal þeirra og "frjálsar ástir" megin einkenni lífshátta þeirra.

Það er viðtekin skoðun að Nýaldar-flakkarar séu utangarðsfólk og hreppsómagar.

Margir þeirra stunda samt vinnu tímabundið við tilfallandi störf á búgörðum og við byggingarvinnu, í verksmiðjum og á veitingastöðum. Aðrir stunda flóamarkaði eða afla sér fjár með tónlistarflutningi á götum úti. Þeir eru þekktir fyrir að aðstoða hvern annan eftir getu, hirða um börn hvers annars og deila því sem einn aflar, með öllum.


Hvers eiga Vestmanneyingar að gjalda?

Það er mikið glapræði af stjórnvöldum að leggja til einhvers konar skerðingu á heilbrigðisþjónustu við Vestamanneyinga. Eyjamenn leggja meira til þjóðarbúsins enn nokkuð annað samfélag miðað við höfðatölu og eiga það síst skilið, ef litið er algjörlega efnahagslegum augu á málið, að verða fyrir niðurskurðasaxi stjórnavalda. Þar að auki eiga þeir fárra kosta völ, ef fer sem horfir. Þeim eru settir ofurkostir sem hafa í för með sér mikinn kostnað sem t.d. Reykjavíkingar mundu aldrei þurfa að sætta sig við.

Vestmannaeyjar hafa, þrátt fyrir mikla sjálfstæðislund, þurft að þola afleiðingar misgáfulegra ákvarðanna stjórnvalda í gegnum tíðina. Eins og Elliði Vignisson Bæjarstjóri kom inn á í ræðu sinni við þessi mótmæli, hafa Eyjamenn auk þess þurf að glíma við margt mótlætið af völdum  náttúruaflanna í sinni hráustu mynd. Og það hafa þeir gert betur en flestir aðrir jarðarbúar, Íslendingum og íslensku þjóðarbúi til mikils ávinnings. En nú eru það klárlega mannanna verk sem ógna afkomu þeirra, frekar en nokkuð annað.

Engin getur sakað Eyjamenn um bruðl eða að hafa tekið þátt í þeim sýndarveruleika sem kom þjóðinni allri á vonarvöl. Sumir kunna að líta til Landeyjarhafnar og segja að þar hafi Eyjamenn farið offörum. Staðreyndin er sú að á meðan margir Eyjamenn þráðu betri samgöngur, vöruðu þeir jafnframt við þessum framkvæmdum í Landeyjunum. Þeir þekkja hegðun náattúröflin betur enn nokkur aðrir í sínu nágrenni, og jafnvel þótt allir hafi vonað að allt gengi vel, voru margir með varann á sér gagnvart þessari hugmynd.


mbl.is Á annað þúsund mótmæla í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig verður utanþingsstjórn til

Til að utanþingsstjórn geti orðið að veruleika þarf annað tveggja að koma til. Það fyrra er að efnt verði sem fyrst til kosninga og í þeim verði flokkum veitt svo rækileg ráðning að fylgi þeirra nánast þurrkist út,  líkt og gerðist á Ítalíu fyrir nokkrum árum.

Hin aðferðin er mun fljótlegri, þ.e. að fá þá til að draga sig í hlé. Til þess þyrfti ríkisstjórnin sem fyrst að biðjast lausnar, svo að forseti Íslands geti skipað utanþingsstjórn til að skipuleggja og halda utan um endurreisn efnahagslífsins.

Utanþingsstjórn er í þingræðisríki ríkisstjórn sem tekur við völdum tímabundið þegar ekki tekst að mynda ríkisstjórn eftir hefðbundnum lýðræðislegum leiðum af einhverjum ástæðum. Utanþingsstjórnir eru skipaðar beint af þjóðhöfðingja og stjórna með stuðningi eða hlutleysi löggjafarvaldsins.

Þorvaldur Gylfason segir svo um utanþingsstjórnina 1942-44 sem er eina skiptið sem slík stjórn hefur verð skipuð á Íslandi.

Íslendingar hafa einu sinni búið við utanþingsstjórn, í miðju stríði 1942-44. Hún var skipuð vegna þess, að þingflokkarnir komu sér ekki saman um myndun meirihlutastjórnar. Ríkisstjóri Íslands þurfti því að taka af skarið og skipaði stjórn undir forsæti dr. Björns Þórðarsonar, héraðsdómara í Reykjavík. Björn hafði boðið sig fram til þings 1927 fyrir Framsóknarflokkinn, en ekki náð kjöri. Með honum í stjórninni sátu við fimmta mann Björn Ólafsson stórkaupmaður, sem var tengdur Sjálfstæðisflokknum og síðar þingmaður hans 1948-59, og Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS og síðar seðlabankastjóri, nátengdur Framsóknarflokknum. Utanþingsstjórnin var í daglegu tali kölluð "Coca Cola"-stjórnin, þar eð eigendur verksmiðjunnar voru Björn Ólafsson og Vilhjálmur Þór, holdgervingar helmingaskiptanna.

Utanþingsstjórn nú yrði líkt og fyrr litin hornauga á Alþingi. Sex ráðuneyti myndu duga: forsætis, utanríkis, fjármála, heilbrigðis- og menntamála, atvinnuvega (byggða, iðnaðar, landbúnaðar, sjávarútvegs, viðskipta), og innanríkis (dóms, kirkju, félagsmála, samgöngu, umhverfis).


Almenningur hefur tekið við hlutverki stjórnarandstöðunnar

Þórs Saari bar af öllum þeim tóku til máls á Alþingi í kvöld. Ræða Baldvins Jónssonar var líka ágæt. Hann benti á það sem er skelfilegast við aðstæðurnar, að engir betri kostir eru raunverulega í stöðunni eins og komið er,  þar sem tækifærinu til að koma á persónukjöri hefur verið fyrirgert. Þjóðarstjórn virðist nú eini raunhæfi kosturinn. 

Þór var hvassari. Hann virtist vera sá eini sem endurómaði að einhverju leiti kröfur þeirra þúsunda sem börðu ílátin fyrir utan þinghúsið. Þór talaði tæpitungulaust og skammaði alla þingmenn jafnt. Þeir áttu það skilið.

Ótrúlegur uppgjafatónn var í stjórnarliðum enda gera þeir grein fyrir að þeim hefur mistekist ætlunarverk sitt. Gömul meðul duga ekki. Bæði Sjálfstæðisfólkið og Framsóknarmenn virtust ekki vita í hvern fótinn átti að standa. Þeir reyndu að gagnrýna enn vissu að um leið voru þeir að gagnrýna sjálfa sig og engar nýungar höfðu þeir með í farteskinu.

Fólk gerir sér í auknum mæli grein fyrir því að efnahagsbati og réttlæti i þjóðfélaginu veltur á að gamla flokkspólitíska hugafarinu sé mokað út.

Krafan um Þjóðstjórn verður sjálfsagt ofaná eins og komið er. Þessi stjórn er í andarslitrunum. Almenningur hefur tekið að sér hlutverk stjórnarandstöðunnar og mun eflaust halda því áfram þar til viðunandi lýðræðisumbætur verða að veruleika.

 


mbl.is „Stúta réttaríkinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir H. Haarde skal fórnað

Ansi er ég hræddur um að almenningur, hvað þá þeir sem hyggjast ætla aða sækja málið gegn Geir Haarde, verði að herða hjarta sitt til að sjá þetta mál til enda. Það þarf að hafa einbeittan vilja til að sakfella mann fyrir að gera nákvæmlega það sem allir aðrir voru að gera í kringum hann.

Hræsni pólitíkusa sem halda að það sé einhver friðþæging fólgin í því að fórna Geir, er svo auðsæ og pínleg að almenningur hlýtur að skammast sín fyrir það eitt að hafa nokkru sinni kallað eftir réttlæti. 

Og slæm samviska allra sem að komu er farin að segja til sín. 

Það var skelfilegt að sjá niðurlúta þingmenn við þingsetninguna, ganga sneypugönguna frá dómkirkjunni yfir í þinghúsið, berskjaldaðir fyrir eggjum og tómötum fólksins sem þeir hafa svikið. Hvílík hneisa, og hvílík skömm.

En hvaða önnur þjóð mundi gefa almenningi kost á að hæða þingmenn sína á þennan hátt. Það var eins og þeir væru þarna til að láta refsa sér.

Hvaða öryggisgæsla annars lands mundi gefa æstum lýð möguleika á að komast í slíkt návígi við æðstu stjórnendur landsins?

Að þessu leiti er Ísland eintakt. Allt er svo einfalt og augljóst.

Dorit forsetafrú var eins og hún væri að leika í bíómynd. Leikur hennar er ávalt svo einlægur. Hún starði sleginn út yfir æstan múginn eins og hún vildi segja;  ég gref hjarta mitt við undað auga, er þetta virkilega orðið svona slæmt? Sama fólkið og sló búsáhöldin fyrir rúmu ári er mætt aftur og hrópar "Vanhæf ríkisstjórn". Hvað vill þessi skríll eiginlega?

En hvað fær gott og heiðarlegt fólk yfirleitt til að vera þingmenn, vitandi að eina leiðin til þess er að koma sér fyrir í einhverjum flokknum, læra að spila refskákina og taka þátt í óheiðarleikanum sem harðkóðaður er í alla flokkspólitík. Fólk sem veit af reynslunni að flokkakerfið sem það starfar eftir er megin sundrungaraflið í samfélaginu.  Niðurlæging Geirs er einmitt niðurlæging hins pólitíska kerfis sem hann starfaði fyrir. Með því að ásaka Geir er fólk að ásaka sjálft sig.

 


mbl.is Ekki sekur frekar en Brown eða Bush
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaframleiðsla ehf.

Líffæraþjófnaðir sem fyrir 40 árum voru aðeins til í flökkusögum og vísindaskáldsögum eru í dag tiltölulega algengir. Sagan af Indverjanum sem vaknaði upp á Heathrow flugvelli með sár á kviðinum  og eitt nýra er ekki lengur eins ótrúleg og hún var 1970 þegar hún gekk um heiminn. Þá er líffærasala tiltölulega algeng þrautalending fátækra Indverja og suður Ameríkubúa. -

Fyrir fáeinum dögum birtust fréttir um að vísindamönnum hefðu tekist að búa til gervi-legsem mannfóstur getur vaxið í. Með tilkomu slíkrar þekkingar mun eftirspurn eftir okfrumum og eggjum kvenna aukast. Og þar sem hver kona hefur aðeins takmarkaðan fjölda slíkra eggja, má leiða að því líkur að því að erfiðara sé að fá þau en sæði karlmanna. Að ræna kveneggjum verður daglegt brauð eins og hver annar líffæraþjófnaður. Þegar til staðar eru egg, sæði og leg er ekkert að vanbúnaði að hefja framleiðslu á börnum.

Með auknum möguleikum á að halda lífi í fóstrum utan konulegs, þarf ekki endilega að skilgreina slíkt lífi sem mennskt og þá er komin möguleiki á að framleiða fóstur til niðurrifs fyrir líffæra og líkamshlutaþega.

Brave New World!


mbl.is Stálu eggjum kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband