Fćrsluflokkur: Dćgurmál

Litli mađurinn frá Nürnberg

Matthew buchingerMatthias Buchinger var fćddur í  Anspach, Ţýskalandi áriđ 1674 og varđ einhver ţekktasti skemmtikraftur síns tíma í Evrópu. Hann lék á fjölda hljóđfćra og eitt ţeirra fann hann upp sjálfur, reit listilega skrautskrift og var stórgóđur teiknari.

Hann fékkst viđ sjónhverfingar og galdra, byggđi frábćr og nákvćm skipslíkön innan í glerflöskum og ţótti sérlega hittinn skotmađur sérstaklega međ pístólum. Öll afrek hans eru undarverđ í ljósi ţess ađ Matthias var fćddur án lenda, fóta og handa og var ekki nema 28 ţumlunga hár.

Á međan foreldrar hans lifđu, hélt Matthias sig heimafyrir í Nuremberg  (Nürnberg)  ţeirra ósk. Hann var yngstur níu barna og reyndu foreldrar hans allt hvađ ţau gátu til ađ búa honum viđunandi líf.  

Um leiđ og ţeir féllu frá, lagđi Matthias samt  land undir fót og hóf ađ sýna sig og leika kúnstir sínar fyrir almenning vítt og breitt um Evrópu fyrir ţóknun. Á Englandi og á Írlandi varđ hann ţekktur undir heitinu Matthew Buckinger, litli mađurinn frá Nuremburg. Í dreifiriti ţar sem Matthias auglýsir sýningar sínar segir ađ margir hafi lýst ţví yfir eftir ađ hafa séđ hann leika listir sínar, ađ hann vćri eini sanni listamađurinn í heiminum.

Fađirvoriđ í krullunumÚt frá axlarblöđum Matthiasar gengu tveir stúfar sem líktust meira uggum en handleggjum og á endum ţeirra voru litlir hnúđar. Ţrátt fyrir ţessa miklu fötlun gat hann gert svo fínlegar grafískar ristur ađ undrum sćtti. Á lítilli sjálfsmynd sem hann gerđi, má t.d. finna "fađir voriđ" og nokkra af Davíđssálmum letrađ afar smáu letri í krullurnar á hárkollunni sem hann ber.

Hćfileikar hans virđast hafa heillađ konurnar ţví hann giftist ekki fćrri en fjórum sinnum og eignađist ellefu börn međ átta konum. Sumir telja ađ börnin hafi veriđ fjórtán. Miklar ýkjusögur gengu um frjósemi Matthíasar. Sagt var ađ hann hefđi feđrađ börn međ sjötíu hjákonum sínum. Mikiđ var gert úr ţeirri stađreynd ađ eini útlimurinn sem hann hafđi og var í lagi var getnađarlimurinn.

Matthias skellir frú sinniSú saga er sögđ af einni eiginkonunni hans sem var orđljót og móđgandi ađ Matthias hafi lengi ţolađ henni ţađ ţangađ til ađ dag einn hafi hann misst alla ţolinmćđi viđ hana, skellt henni í götuna á almannafćri og veitt henni duglega ráđningu. Atburđur ţessi varđ frćgur ţví skopteikning af honum birtist í dagblađi daginn eftir.

Á ferli sínum lék Matthias listir sínar fyrir marga eđalborna, ţar á međal ţrjá af konungum Ţýskalands og oftar enn einu sinni fyrir Georg Englandskonung. Hann lék á flautu, sekkjapípu og trompet og gaf atvinnutónlistarmönnum ekkert eftir hvađ hćfni varđađi á ţau hljóđfćri. Hann teiknađi allmörg skjaldarmerki fyrir ađalsfólkiđ, landslagsmyndir og andlitsteikningar sem hann seldi áhorfendum á sýningunum sem hann efndi til. Hann var leikinn í galdrabrögđum og enginn stóđ honum á sporđi ţegar kom ađ spilum. Margar teikninga hans hafa varđveist og eru í eigu safnara vítt og breitt um heiminn.

Matthias lést í Kork á Írlandi áriđ 1732.   


Ađ náđa bankarćningja

BillykidŢađ skiptir kannski litlu fyrir Billy the Kid eins og komiđ er, hvort hann verđur náđađur eđa ekki fyrir ţessi níu morđ sem vitađ er međ vissu ađ hann framdi. Alla vega hefur hann ekki tćkifćri lengur til ađ bćta fyrir brot sín. Billy the Kid er af mörgum, ţ.á.m. af nafna sínum Joel, sem söng um hann vinsćla ballöđu, sagđur bankarćningi. Ţótt hann hafi eflaust haft margt misyndisverkiđ á samviskunni, var bankarán aldrei eitt af ţví.

Íslenskir bankarćningjar sitja nú margir eins og útlagar á setrum sínum (hole in the wall)  í útlöndum og virđast eiga litla von um sakaruppgjöf frá almenningi ţótt ránin hafi aldrei veriđ og verđi líklega aldrei lagalega sönnuđ upp á ţá.

Nú ţegar landsmenn eru farnir ađ nota aftur kreditkortin sín af krafti og líka ađ spandera fúlgum í flugelda eins og fréttir herma, er spurning hvort ekki sé komin tími til ađ náđa kallana og bjóđa ţá aftur velkomna til starfa viđ ađ byggja upp landiđ sem ţeir fóru eitt sinn svo illa međ.  

Ţeir mundu hafa ţađ umfram Billy the Kid ađ fá tćkifćri til ađ bćta fyrir brot sín og ölast uppreisn ćru í lifanda lífi, frekar en löngu eftir dauđa sinn eins og hugmyndin virđist vera međ náđun Billy the Kid.

 

 


mbl.is Billy the Kid ekki náđađur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Furđufrétt ársins 2010

Gosiđ í Eyjafjallajökli er áberandi í fréttyfirlitum sjónvarpsstöđva í Bretlandi, fyrir áriđ 2010. Myndskeiđiđ ţar sem reiđur  breskur farţegi öskarar yfir axlir viđmćlenda fréttmannsins á einum flugvellinum,  "I hate Iceland" er spilađ viđ hvert tćkifćri. -

Nú hafa fréttir tengdar Íslandi veriđ međal topp 10 frétta í heiminum í tvö ár í röđ og ţótt ekki séu ţćr endilega jákvćđar, á ferđaţjónustan eflaust eftir ađ njóta góđs af allri umfjölluninni nćsta sumar líkt og gerđist á síđasta sumri.

Furđufrétt ársins 2010 tengist einnig ösku, eldi og túrisma en ţó á allt annan hátt en Eyjafjallajökull.  Sagan kemur frá Indónesíu og segir frá tveggja ára snáđa, Ardi Rizal, sem reykir 40 sígarettur á dag og ferđamenn flykkjast ađ til ađ berja augum. Sjón er sögu ríkari, hvort sem ţiđ trúiđ svo eigin augum eđa ekki. 

 

 


mbl.is Eldgosiđ ein af stćrstu fréttum síđasta árs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bestu Jólalögin (eđa ţannig)


Jólabloggsíđan

 Merkilegt hve tíminn er fljótur ađ líđa.  Aftur ađ koma jól og nýbúin... og ég á leiđinni í "jólafrí" til Cornwall ţar sem ekkert tćkifćri verđur til ađ komast í tölvu, hvađ ţá ađ blogga.  

Ég var ađ renna yfir gömul blogg ţar sem ég á einhvern hátt fjalla um jólahátíđina og ţennan sérstaka árstíma og ákvađ svo ađ taka ţau saman og birta á einni síđu.

Gulliđ Jólatré 

Smá ađventu-jólablogg

Hvít Jól

Glastonbury ţyrnir

Jólasaga fyrir unglinga

Jólahald fátćkra

Eins og hrćđa í melónugarđi

Ljósin í bćnum

Af kjölturökkum og frönskum flóm

 


Ljósin í bćnum

Musteris -MenóraEitt af elstu trúartáknum Gyđingdóms er sjö arma ljósastika. Í annarri Mósebók er sagt frá ţví hvernig Guđ fyrirskipar gerđ hennar og lögun. Eftir gerđ stikunar var henni komiđ fyrir í helgidómi ţjóđarinnar, fyrst í tjaldbúđinni og síđar musterinu í Jerúsalem.

"31Enn fremur skalt ţú ljósastiku gjöra af skíru gulli. Međ drifnu smíđi skal ljósastikan gjör, stétt hennar og leggur. Blómbikarar hennar, knappar hennar og blóm, skulu vera samfastir henni. 32Og sex álmur skulu liggja út frá hliđum hennar, ţrjár álmur ljósastikunnar út frá annarri hliđ hennar og ţrjár álmur ljósastikunnar út frá hinni hliđ hennar. 33Ţrír bikarar, í lögun sem möndlublóm, skulu vera á fyrstu álmunni, knappur og blóm. Ţrír bikarar, í lögun sem möndlublóm, skulu vera á nćstu álmunni, knappur og blóm. Svo skal vera á öllum sex álmunum, sem út ganga frá ljósastikunni. 34Og á sjálfri ljósastikunni skulu vera fjórir bikarar í lögun sem möndlublóm, knappar hennar og blóm: 35einn knappur undir tveim neđstu álmunum, samfastur ljósastikunni, og annar knappur undir tveim nćstu álmunum, samfastur ljósastikunni, og enn knappur undir tveim efstu álmunum, samfastur ljósastikunni, svo undir sex álmunum, er út ganga frá ljósastikunni. 36Knapparnir og álmurnar skulu vera samfastar henni. Allt skal ţađ gjört međ drifnu smíđi af skíru gulli.

37Ţú skalt gjöra lampa hennar sjö og skalt svo upp setja lampana, ađ ţeir beri birtu yfir svćđiđ fyrir framan hana. 38Ljósasöx og skarpönnur, sem ljósastikunni fylgja, skulu vera af skíru gulli. 39Af einni talentu skíragulls skal hana gjöra međ öllum ţessum áhöldum. 40Og sjá svo til, ađ ţú gjörir ţessa hluti eftir ţeirri fyrirmynd, sem ţér var sýnd á fjallinu."

Á hebresku er stikan kölluđ Menóra sem einfaldlega ţýđir lampi eđa ljósastika. Á hverjum degi voru bikarar stikunnar fylltar af ólívur-olíu og síđdegis kveiktu prestarnir á ţeim. Andleg merking stikunnar kemur fram í lokasetningu tilvitnunarinnar. Hún á ađ minna á opinberun Móses á fjallinu ţar sem Drottinn birtist honum sem logandi runni. Stikan er sem sagt listrćn eftirlíking af trjárunna.

Fram undir áriđ 200 F.K. heyrđi Júdea undir Egyptaland. Ţá réđist Antiochus III  Sýrlandskonungur inn í Egyptaland og yfirtók lendur ţess. Um hríđ bjuggu Gyđingar viđ einskonar heimastjórn. Áriđ 175 F.K. réđist Antiochus IV inn í  Jerúsalem og hertók borgina. Hann spillti helgidómi musterisins og bannađi hinar daglegu fórnir sem ţar voru fćrđar og ađrar helgiathafnir sem fóru fram. Banniđ varđi í ţrjú ár og sex mánuđi, eđa ţar til allsherjar uppreisn var gerđ í borginni, leidd af Matthíasi yfirpresti og sonum hans. Einn ţeirra Judah, sem varđ ţekktur undir nafninu  Yehuda HaMakabi, (hamarinn) tók síđar viđ embćtti föđur síns.  Áriđ 165 F.K. tókst gyđingum ađ reka sýrlendinga af höndum sér og frelsa helgidóm sinn.

Sagan segir ađ ţegar endurhelga átti musteriđ og kveikja skyldi aftur á hinum helga ljósastjaka, kom í ljós ađ sýrlendingar höfđu eyđilagt allt ljósmetiđ fyrir utan litla krukku sem bar innsigli yfirprestsins. Átta daga og nćtur tók ađ útbúa nýja olíu og á međan loguđu ljósin á stikunni af olíunni úr krukku prestsins sem dugđi allan ţann tíma.

Menorah 2Til ađ minnast ţessa atburđa lét Judah efna til hátíđarhalda, ljósahátíđarinnar Hanukkah sem festi sig í sessi og er haldin hátíđleg hvar sem Gyđingar búa enn í dag. Hún hefst  25. dag Kislev mánađar hebreska dagatalsins sem fellur á seinni hluta nóvember til seinni hluta desember mánađar samkvćmt Gregoríska tímatalinu. Hátíđin stendur í átta daga og átta nćtur og međ međ henni varđ til níu arma ljósastikan sem gjarnan logar fyrir utan hús Gyđinga yfir hátíđna.

Níu arma ljósastikan er táknrćn fyrir dagana og nćturnar átta en ljósiđ í miđjunni er kallađ shamash (hjálpari), og er ţví einu ćtlađ ađ lýsa fólki. Hin átta eru tendruđ til minningar um kraftaverkiđ međ olíuna og til ađ lofa Guđ.

AđventuljósVíkur ţá sögunni til Svíţjóđar. Í kring um jólin 1964, (á ţeim tíma sem flest öll hús á Íslandi voru komin međ rafmagn), var kaupsýslumađurinn Gunnar Ásgeirsson á ferđ í Stokkhólmi. Gunnar átti mikil skipti viđ sćnsk fyrirtćki og flutti til ađ mynda bćđi inn Volvo og Husquarna. Á ţessari ferđ rakst hann á einfalda trépíramíta međ sjö ljósum og ýmislega í laginu. Hér var um ađ rćđa nýjung í Svíţjóđ; lítt ţekktir smáframleiđendur voru ađ reyna ađ koma föndri sínu á framfćri í jólavertíđinni. Um ţetta segir ágćtisgrein um uppruna "gyđingaljósanna" á Íslandi á vísindavefnum. 

"Ţessi framleiđsla hafđi ţá ekki slegiđ í gegn í Svíţjóđ og mun ekki hafa gert fyrr en um 1980. Gunnari datt hinsvegar í hug ađ ţetta gćti veriđ sniđugt ađ gefa gömlum frćnkum sínum, handa hverjum menn eru oft í vandrćđum međ ađ finna gjafir. Hann keypti held ég ţrjú lítil ljós, og ţau gerđu mikla lukku hjá frćnkunum og vinkonum ţeirra. Gunnar keypti ţví fleiri ljós nćsta ár til gjafa sem hlutu sömu viđtökur. Ţá fyrst fór hann ađ flytja ţetta inn sem verslunarvöru, og smám saman ţótti ţađ naumast hús međ húsi ef ekki er slíkt glingur í gluggum."

Menóra í KirkjuŢessi tegund af ljósum eru stundum kölluđ "gyđingaljós" af ţví ţau minna um margt á ljósahátíđar ljósastikur Gyđinga. En myndir af slíku stikum er einnig ađ finna í sumum kirkjum og er líklegra ađ sćnsku hagleiksmennirnir hafi fengiđ hugmyndina ţađan, frekar en úr musteri gyđinga til forna.  


Kattahatur á Íslandi

Heilagir kettirEina húsdýriđ sem hvergi er minnst á í Biblíunni er kötturinn. Taliđ er ađ kettir hafi fyrst orđiđ ađ húsdýrum á eyjunni Kýpur fyrir rúmlega 9000 árum, ţannig ađ líklegt er ađ ţeir hafi veriđ til stađar á sögusviđi Biblíunnar, ţótt ekkert sé á ţá minnst í bókinni góđu. Reyndar er taliđ ađ Ísraelar hafi ekki haft mikiđ dálćti á köttum, ţar sem mikil helgi var á ţá lögđ í Egyptalandi. Kannski er ţađ ástćđan.

Í fornum keltneskum ţjóđsögum, bćđi írskum og skoskum er kötturinn jafnan sögđ mikil vođavera. Langlífust ţeirra sagna er sagan af Cat Sith, stórum svörtum ketti sem var dýrbítur mikill og lagđist jafnvel á fólk. Reyndar hefur ţví veriđ haldiđ fram ađ ţćr sögur eigi viđ stađreyndir ađ styđjast og hér hafi veriđ á ferđ svo kallađur Kellas köttur sem nú er útdauđur en var til í Skotlandi í margar aldir. Kellas kötturinn var blanda af evrópskum villiketti og heimilisketti og var ţví óvenju stór og kraftmikill.

SkrattakötturÁ miđöldum var sú trú útbreidd í norđur Evrópu ađ nornir gćtu breytt sér í ketti, einkum svarta međ glóandi glyrnur.  Svartir kettir sjást illa í myrkri og geta ţví lćđst međ veggjum óséđir, eins og ţeirra er háttur. Játuđu ófáar konur ţví ađ vera slíkir hamskiptingar, áđur en ţeim var kastađ á bálköst og ţćr brenndar fyrir galdra. Ţá innihéldu margar uppskriftir ađ nornaseyđum ketti eđa einhvern hluta ţeirra.

Svo stćk var ţessi hjátrú ađ á páskum og hvítasunnu voru skipulagđar kattaveiđar í mörgum bćjum Ţýskalands.  Almenningur trúđi ţví ađ sjálfur Lúsífer hefđi tekiđ sér ból í köttunum og voru ţeir sem veiddust umsvifalaust brenndir á báli.

Miđađ viđ hversu lítiđ er minnst á ketti í íslenskum heimildum og sögum og sé ţađ gert, er ímynd ţeirra frekar neikvćđ, mćtti halda ađ viđ Frónbúar hafi forđum lagt á ţá fćđ fremur en haft á ţeim dálćti líkt og nú er algengast.

VíkingakötturElsta íslenska heimildin um ketti er úr Vatnsdćlasögu og segir  "frá óspektarmanni og ţjófi, Ţórólfi sleggju, sem átti tuttugu ketti svarta, stóra og tryllta, og hafđi ţá til ađ verja híbýli sín. Hann var ţó yfirunninn, en ţar sem hann hafđi búiđ „sást jafnan kettir, og illt ţótti ţar oftliga síđan.“ Ţetta á ađ hafa gerst í heiđni og er auđvitađ ađeins sögn." 1.

Ţá er getiđ um verđ á kattarbelgjum og kattarskinnum á miđöldum, líklega á 12. öld. Í öđru ađalhandriti lögbókarinnar Grágásar, Konungsbók er taliđ upp í verđskrá: „Kattbelgir af fressum gömlum tveir fyrir eyri. Af sumrungum ţrír fyrir eyri.“ Í kristnum lögum Grágásar er einnig tekiđ fram ađ óheimilt sé ađ hafa ketti til matar, eins og önnur klódýr enda öll slík dýr forbođin samkvćmt lögum Mósebóka. 

SkoffínÍ ţjóđsögunum er talađ um kattarblendingana Skoffín og Skuggabaldur. Skoffín afkvćmi refs og kattar, ţar sem kötturinn er móđirin. Skuggabaldur er afkvćmi sömu dýra en kemur úr móđurkviđi refsins.

Jón Árnason 'segir ađ lítil hćtta stafi af skoffínum ţar sem ţau séu ćtíđ drepin áđur en ţau komast upp, enda hćgt um heimatök ţar sem móđirin er heimilisköttur. Skuggabaldurinn er hins vegar öllu viđsjárverđara dýr og samkvćmt ţjóđsögum gerast ţeir dýrbítar og verđa ekki skotnir međ byssum.

Samkvćmt einni sögn náđu Húnvetningar ađ króa skuggabaldur af og drepa. Áđur en hann var stunginn mćlti hann áhrínisorđ. Banamađurinn hermdi orđ skuggabaldurs í bađstofu um kvöld og stökk ţá gamall fressköttur á manninn:

Hljóp kötturinn á hann og lćsti hann í hálsinn međ klóm og kjafti, og náđist kötturinn ekki fyrr en höfuđiđ var stýft af honum, en ţá var mađurinn dauđur." 2.

JólakötturEinhvern tíman á 19 öld verđur til ţjóđsagan um íslenska jólaköttinn, skelfilega ófreskju sem situr um ódćl börn og etur ţau eftir ađ hafa gleypt í sig matinn ţeirra, eins og Jóhannes úr Kötlum segir svo listilega frá í kvćđi sínu um ófétiđ. 

Jólakötturinn slóst fljótlega í för međ Grýlu, Leppalúđa og jólasveinahyskinu öllu saman. Reyndar hlýtur  ađ vera mikil samkeppni milli hans og  Grýlu sem einnig hafur ţann leiđa siđ ađ eta óţćg börn eins og Jóhannes gerđi einnig góđ skil í óđ sínum til flagđsins.

Ţađ er athyglisvert ađ einu húsdýrin sem djöfulinn hefur veriđ kenndur viđ og sagđur taka sér bólfestu í, eru kötturinn og geithafurinn. Geithafurinn geldur ţess ađ gríski skógar og frjósemisguđinn Pan, var hálfur hafur og kötturinn ţess ađ vera eina húsdýriđ sem ekki er nefnt í hinni helgu bók og einnig ţess ađ vera međal hinna óhreinu "klódýra".

Samt koma einmitt ţessi dýr, geithafurinn á Norđurlöndum og kötturinn á Íslandi, viđ sögu á fćđingarhátíđ Frelsarans og skýtur ţađ dullítiđ skökku viđ ađ ţegar helgin er sem mest, er börnum hćttast viđ ađ verđa óvćttum ađ bráđ. 

Ţór og hafrarnirŢví hefur veriđ haldiđ fram ađ íslenski jólakötturinn sé eftirherma af jólahafrinum og ţeim siđum sem honum tengjast á Norđurlöndunum. Ţá hefur veriđ reynt ađ rekja Jólahafurinn til sögunnar af Ţór og höfrunum hans tveimur Tanngrisnir og Tanngnjóstr sem guđinn gat óhrćddur etiđ ađ kvöldi ţví ţeir  höfđu endurnýjađ sig ađ morgni. 

Í Noregi og Svíţjóđ eru jólahafrarnir einskonar jólalöggur sem fylgjast međ ţví hvernig undirbúningurinn gengur, en í Finnlandi var Joulupukki öllu skuggalegri karakter og líkari íslenska jólakettinum, ţótt hann sé nú orđinn venjulegur jólasveinn.

Til gamans má geta ţess ađ í sögunum af finnsku hetjunni Lemminkainen er ketti beitt fyrir sleđa, sem hann dregur drekkhlađinn af mönnum langt norđur í Lappland og ţýtur yfir snjóinn ţar sem hvorki hestar eđa hafrar geta fariđ.

Hvernig norrćni jólahafurinn varđ ađ ketti hér á landi er ekki alveg ljóst. Bćđi var/er sagan af ţrumuguđinum Ţór jafn ţekkt á Íslandi og á hinum norđurlöndunum og geitur hafa vissulega veriđ til á landinu síđan á landnámsöld.

Freyja og kettirnir hennar

 Var ţađ hugsanlega vegna ţess ađ ţeir vildu gera frjósemisgyđjunni Freyju jafn hátt undir höfđi og ţór, en vagn hennar var einmitt dreginn af tveimur svörtum köttum.

Eđa var ţađ vegna ţess ađ í landi "stóra og tryllta" katta, hvćsandi skoffína og skuggabaldra, var kattarkyniđ miklu ógnvćnlegri en jarmandi geitargrey.

Heimildir;

1-2 Háskólavefurinn


Viltu kaupa líkkistu?

Útsýniđ innan úr kistu OswaldsÁriđ 1981 voru starfsmenn útfararţjónustunnar Baumgardner Funeral Home í Fort Worth, Texas fengnir til ađ grafa upp líkiđ af Lee Harvey Oswald, ţeim sem talinn er hafa skotiđ John Kennedey forseta.

Ástćđan var ađ Marina, sovésk ćttuđ eiginkona Oswalds var sannfćrđ um ađ í kistunni lćgi sovéskur tvífari Oswalds, en ekki hann sjálfur. Róbert bróđir Oswalds reyndi í lengstu lög ađ koma í veg fyrir ađ líkamsleifar Lee yrđu grafnar upp, en svo fór sem fór.

Eftir ađ réttarkrufning stađfesti ađ í kistunni voru líkamsleifar Oswalds, var hann grafinn aftur á sama stađ og fyr, en í annarri kistu.

Magic BulletŢađ er ţessi fyrri kista Oswalds sem útfararţjónustan ćtlar ađ láta bjóđa upp í nćstu viku.

Margir safna munum sem tengjast morđinu á Kennedy og er búist viđ ađ kistan seljist fyrir dágóđa upphćđ.

Ef ég tilheyrđi ţessum hópi safnara, mundi ég eflaust hafa mestan áhuga á ađ kaupa töfrakúluna svokölluđu, en líklegast á eftir á líđa langur tími ţangađ til ađ hún verđur föl.


mbl.is Líkkista Lee Harvey Oswald til sölu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ćtti ađ malbika yfir Ísland

Ricky GervaisRicky Gervais, grínistinn sem er hvađ kunnastur fyrir ađ semja og leika í gamanţáttunum The Office, er ađ leggja af stađ í enn eina "uppistand" ferđina um Bretland. Samkomurnar eru auglýstar í sjónvarpi og sýnir auglýsingin Ricky gera stólpagrín ađ Íslandi. Svona fer kappinn orđum um landiđ bláa;

"Hvađ er ţetta međ Ísland, hver er tilgangurinn međ ţessu krummaskuđi? Ég meina, landiđ er gjaldţrota. Ţađ ćtti ađ malbika yfir allt klabbiđ og búa til úr ţví almennileg bílastćđi fyrir restina af Evrópu. Ég meina, svona er landiđ ađeins sóun á rými".

 


Ţjóđin má vel viđ una

40% ţátttaka er alls ekki slćmt ţegar tekiđ er tillit til ţess ađ ţjóđin hefur aldrei fyrr gengiđ til slíkra kosninga. Á kjörseđlinum voru engir bókstafir sem fólk er búiđ ađ harđkóđa í flokkspólitíska heilastarfsemi sína. Pólitíska uppalninginn, hefđir og áhrif fyrirgreiđslupólitíkur kikkađi aldrei inn fyrir ţessar kosningar.

 Hefđbundnar ţrćtur farmbjóđenda í sjónvarpi og útvarpi,fóru ekki fram og lítiđ var um auglýsingar og loforđaskilti blađskellandi frambjóđenda međ uppbrettar ermar sem lofuđu gulli og grćnum skógum.

Samt lagđi 40% ţjóđarinnar ţađ á sig ađ kynna sér stefnu meira en 500 einstakra frambjóđenda, og taka ţátt í persónukosningum sem í raun eru algjör nýlunda ađ undantöldum forsetakosningum ţar sem ađeins fáeinir eru í frambođi ţegar best lćtur. 

Ţá útkomu tel ég ţví nokkuđ góđa.

Margir verđa eflaust til ađ gagnrýna hana og segja ađ ekki hafi nćgilega vel til tekist. Ţeir sömu ćttu ađ hugleiđa ţađ ađ ţetta er ađeins byrjunin. Á ţessari reynslu er vel byggjandi í  framtíđinni.

 Ađ gagnrýna "drćma" ţátttöku í kosningunum og telja hana rýra umbođ ţingsins á einhvern hátt, er dálítiđ likt ţví ađ gagnrýna ungabarn fyrir ađ pissa á sig.


mbl.is Kosningaţátttaka líklega um 40%
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband