Færsluflokkur: Dægurmál
10.6.2010 | 23:33
Heiðarlegur alkóhólisti
Hér í borg (Bath), eins og í svo mörgum borgum Bretlands er talvert um útigangsfólk. Oft víkur það sér að vegfarendum og biður þá um peninga.
Algengasta betllínan er einhvern veginn á þennan veg; "Ég er heimilislaus og á ekki fyrir gistingu í athvarfinu í nótt. Geturðu séð af einhverri smámynnt handa mér."
Svarið er venjulega "því miður er ég ekki með neina smámynt á mér"
Í gærkveldi brá dálítið öðru við. Að mér vék sér maður og spurði kurteislega; "Má ég eiga við þig orð?"
Þegar ég jánkaði því kom þessi rulla sem ég hafði aldrei heyrt áður;
"Ég er heimilislaus og ég er alkóhólisti. Mig vantar 30 pens svo ég eigi fyrir næstu flösku. Viltu gefa mér þau?"
Ég gaf honum 50 pens, 30 svo hann gæti keypt sér flöskuna og 20 fyrir hreinskilnina ;=)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2010 | 09:16
An interview with Tolkien´s Icelandic au-pair
The interview appeared in Morgunbladid 1999 and the lady in question, named Arndis
but known as 'Adda', was a doctor's daughter from the West Fjords, who
went to work with the Tolkiens when she was twenty, in 1930. She got
the job because the Tolkiens had two mothers' helps from Iceland
previously, Aslaug and Runa, and Aslaug had been a classmate of
Adda's.
Tolkien collected her from Oxford station and greeted her in Icelandic.
She then talks about her working conditions she was meant to be one
of the family, but she never had a holiday. The youngest of the
children (presumably Priscilla) was in her second year.
She says that the Professor was a really lovely man, very easy and
comfortable to be around, he loved nature, trees and everything that
grew. The house they had just bought had an asphalt tennis court and
the first thing they did was rip it up and put down grass. This is an
example of how JRR and Edith hated modern things another thing they
both hated was central heating and boilers.
Edith loved flowers, and not only had splendid flower beds in her new
home but kept going back to the old one to get plants.
Adda puts this down to English upper class eccentricity the Tolkiens
she says, loved flowers and writing letters. She has lots of letters
from them, including decorated Christmas cards from the Tolkien
children.
The oldest son, Johnny, was now 14 and in the new house he had his own
room. The rest (including Adda) kept themselves to the nursery. The
lady of the house (Edith) had a difficult nature, she wasn't sociable
and disliked most people.
Then Adda talks about how she was meant to come there to learn English
and help Tolkien practice Icelandic but Edith got jealous if they
talked in a language she didn't understand. "She was never unkind to
me, but she was never a friend either. And she was very
over-protective."
Adda says Oxford was at that time completely class-ridden professors
were a class unto themselves. Edith was also a snob when the char
(cleaning lady) went awol for a fortnight, Edith was furious when Adda
decided to wash the doorstep. "You're one of us, you must never be
seen doing work suitable for servants."
The Tolkiens rarely if ever entertained, and Adda was not impressed
with their hospitality..."once a couple who were old friends, just
back from many years in India, called round and they hadn't seen them
for years, but just gave them tea in the morning room, with only one
cake!"
Adda thinks that Tolkien was much more sociable by nature than Edith.
She got to know Edith's lovely old nanny, a Miss Gro (? not sure they
got this name right) who joked that Edith would always have a migraine
whenever there was a university 'do'. Miss Gro also explained why
Edith was so difficult she blamed their traumatic courtship years.
They faced opposition for years and ended up having to practically
elope. They had stood firm together against all the odds, even though
they may not have had much in common.
Adda said Edith spent a lot of time upstairs during the day but didn't
know what she actually did. She was a very promising pianist at the
time when she married, had become an organist in a church. There was a
parlour in the house which no-one ever went into, there was a piano
there but Edith never touched it. None of the children learnt an
instrument.
Whenever Tolkien had had a drink or two he was not allowed to sleep in
the bedroom, he had to go into the guest room. She couldn't stand the
smell of drink on him. Tolkien was a lovely, comfortable man, didn't
talk much. He always came home to lunch every day, and went into his
study after the meal. He would have a bottle of beer and a dry
biscuit.
Adda was very fond of the children. She took them fishing in a nearby
canal, put them in the bath every night and put them to bed, they
loved to hear Icelandic folk tales about trolls and such, and often
Tolkien would come and listen too. "He took lots of ideas from
Icelandic folk stories...and he really believed that all of nature was
alive. He lived in a kind of adventure/fantasy world."
Adda still loves reading the Hobbit (which he started writing at the
time she was working for him).
Tolkien always wore a tweed jacket and pale grey trousers, but loved
to wear colourful waistcoats. And he always wore white tie (tails) at
the Oxford dinners. He always wanted to go to Iceland but thought he
couldn't afford it.
Adda eventually left because of the restrictive life she was forced to lead.
She got friendly with a girl called Betty, one of Tolkien's students,
who invited her to go punting but Edith never found it convenient to
let her go, even on a Sunday.
Edith once showed Adda her wardrobe upstairs, it ran along an entire
wall and was completely full of clothes. But she never went anywhere
at all, except perhaps to the library.
She sometimes did go with me and the older boys to a matinee
(afternoon theatre performance). The Tolkiens thought the theatre an
acceptable leisure activity but hated the cinema, and they really
hated the Morris car factory that had been recently opened south of
Oxford.
John, at 14, was most like his father. Edith stopped Adda from bathing
him. (editor's note I should hope so too!) Michael, the next son,
was such a beautiful child, that people would stop his mother in the
street to admire him. His mother wanted him to be a priest.
Christopher was often squabbled over by his parents. He was a rather
whiny child, fussy with food. But his father adored him and realised
that he needed different handling than the others. Tolkien had started
writing the Hobbit while I was there but was really writing it for
Christopher, reading him out chapters.
She then says that she had close contact through letters with the
family until the war disrupted the correspondence.
The interview in Icelandic can be found here.
Viðtalið á íslensku hér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 19:55
Maldað í móinn
Skýrar yfirlýsingar Jóhönnu Sigurðardóttur og Más Guðmundssonar í dag hafa væntanlega komist til skila til þeirra bloggara sem vændu hana um að hafa logið að þjóð og þingi.
Að auki hafa Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands,og Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu komið fyrir efnahags- og skattanefnd Alþingis og staðfest að forsætisráðherra hafi engin vilyrði eða loforð gefið varðandi laun seðlabankastjóra.
Einhverjir reyna samt að malda í móinn og segja ekki öll kurl enn komin til grafar í þessu máli því að ljóst sé að Jóhanna hafi brotið stjórnsýslulög með ráðningu Más. - Þær ásakanir eiga eftir að magnast, sjáiði bara til.
Þær ásakanir eru í raun alvarlegri en þær fyrri. Spekin bak við þær er sú trú að sókn sé besta vörnin, aldrei að játa að hafa haft rangt fyrir sér og best sé að breiða yfir gamalt bull með nýju.
![]() |
Ræddi ekki launamálin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.6.2010 | 11:39
Gullinskokkur Bjarkar
Fyrir utan að vera frábær tónlistarfrömuður og skapandi hefur Björk ætíð verið tískuíkon, sérstaklega meðal hinna sérlunduðu sem ekki versla endilega í Top Shop.
Búningar hennar eru oft á tíðum svo frumlegir að þeir sýnast fáránlegir í augum meðal Jónsins og jónunnar.
- Björk hefur lítið látið að sér kveða síðasta misseri og því er það gott að heimspressan veiti henni aftur athygli.
Gott fyrir hana og gott fyrir Ísland því hún er enn lang-verðmætasta vörumerki (brand) landsins.
Útþynnt Bjarkar-tónlist er einmitt sú tónlist sem mest ber á um þessar mundir á Evrópskum poppvinsældalistum.
Áfram björk og allir hennar gullnu skokkar.
![]() |
Annað Svanaævintýri? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2010 | 01:12
Magadansmeyjar og Robert Plant
Þessa dagana stendur yfir listavaka hér í Bath. Reyndar eru þær tvær, því alþjóðleg tónlistarhátíð fer saman með jaðarhátíð (Fringe festival) þar sem ýmsir viðburðir eiga sér stað á hverjum degi.
Í gærkveldi fór ég t.d. á sýningu þar sem tvær magadansmeyjar sýndu og kynntu mismunandi magadansa undir frábærum hljóðfæraleik hljómsveitar frá Sýrlandi.
Það var margt um manninn á sýningunni og meðal gesta var íslandsvinurinn Robert Plant fyrrum söngvari hinna sálugu Led Zeppelin sem kom til Íslands á listahátíð 1970 . Sveitin var þá að verða og átti síðan eftir að vera um mörg ókomin ár, vinsælasta hljómsveit veraldar.
Karlinn lítur vel út enda aðeins 62 ára. Hann er kannski ekki sama sexgoðið og hann var en við því er ekki heldur hægt að búast.
Ég tók manninn vitanlega tali og það kjaftaði á honum hver tuska og hann var hinn alþýðulegasti.
Það fyrsta sem hann sagði þegar ég sagðist vera frá Íslandi og hafa séð hann fyrir 40 árum í Laugadalshöll í Reykjavík var; "I was in the room".
"Hvað áttu við" spurði ég. "
"Jú fyrir nokkrum árum kom ég í hljómleikaferð til Íslands og hitti þá forseta landsins. Og þetta var það sem hann sagði þegar hann hitti mig; "I was in the room". "
Róberti fannst þetta greinilega bráðfyndið og hló lengi að og klappaði sér á læri.
"Já ég missti af þér þegar þú komst í annað sinn. En ég gleymi aldrei þessum tónleikum 1970" sagði ég.
"Fuck off" kvað við í Roberti. "Ég er miklu betri núna en ég var. En ég skil rómantíkina í kringum allt þá. Við vorum ungir og allt það. En tónlistarlega er ég þúsund sinnum betri núna en ég var þá".
Talið barst nokkuð fljótlega að Immigrant song og hvernig Íslendingar eru hrifnir að því vegna þess að það sé augljóslega um Ísland.
"Ég var vitaskuld undir miklum áhrifum frá Íslandi þegar ég samdi texta lagsins " sagði Robert. "En í raun var ég að yrkja um Keltana sem komu til Íslands löngu áður en víkingarnir komu þangað."
Þetta hafði ég aldrei heyrt áður og þótti fróðleg skýring.
Róbert kvaðst vera að gefa út nýja plötu fljótlega og hann mundi kynna hana fyrst og fremst í Bandaríkjunum.
"Ég vinn eiginlega aðeins með Bandaríkjamönnum. Það er enginn eftir í Bretlandi sem hefur áhuga á að kafa djúpt í tónlist. Alla vega ekki í þetta Mississippi delta sound sem ég er svo hrifinn af. Kannski kem ég líka til Íslands til að kynna plötuna."
Áður en varði bar að unga konu sem hélt á krakka. Róbert kynnti hana sem konuna sína og krakkann sem barnið sitt.
Þetta var skemmtileg viðkynning sem endaði snögglega þegar krakkinn fór að gráta. Hann hafði góð lungu og háa rödd eins og faðirinn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2010 | 15:26
Hver verða örlög MV Rachel Corrie
Fljótt mun kastljósum fjölmiðla verða beint að írska flutningaskipinu MV Rachel Corrie. Skipið, sem er nefnd eftir bandaríku andófskonunni Rachel Corrie sem varð undir jarðýtu ísraelska varnarliðsins á Gaza strönd árið 2003, er um þessar undir undan ströndum Líbýu en siglir hraðbyri í átt til Gaza með matvæli og hjálpargögn.
Upphaflega var ætlunin að skipið hefði samflot með skipalestinni sem Ísraelsmenn stöðvuðu og færðu til hafnar fyrr í vikunni. En vegna tafa er skipið 48 klukkustundum á eftir áætlun.
Ísraelar hafa hótað jafnvel en harðari viðbrögðum reyni skipið að rjúfa herkví þeirra um Gazaströnd þrátt fyrir að fjöldi ríkistjórna vítt og breytt um heiminn hafi fordæmt aðgerðir þeirra um borð í Mavi Marmara þar sem níu manns létu lífið þegar Ísraelskir sjóliðar réðust um borð.
Írska ríkisstjórnin hefur í sérstakri yfirlýsingu krafist þess að skipið fái að fara ferða sinna óáreitt til Gaza og írski forsætisráðherrann Brian Cowen sagði að "ef að einhver okkar þegna hlýtur skaða af, munu afleiðingarnar verða mjög alvarlegar". Þá hefur utanríkisráðherra Írlands Micheál Martin einnig krafist þess að skipið verði látið í friði.
Um borð í Rachel Corrie eru fimm Írar og fimm Malasíumenn.
Vítt og breytt um heiminn ræða þing og ríkisstjórnir atburði síðustu daga utan fyrir ströndum Gaza. Viðbrögð flestra hafa verið á einn veg, fordæming á athæfi Ísraelsmanna. Spurningin sem brennur mest á vörum stjórnmálamanna er að fá úr því skorið hvort Ísraelsmenn hafi brotið alþjóðaleg hafréttarlög með árás sinni á Mavi Marmara.
Fram að þessu eru yfirgnæfandi meirihluti þeirra hafréttarfræðinga sem um málið hafa fjallað sammála um að Ísraelsher hafi brotið alþjóðleg lög með árás sinni á skipið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2010 | 13:02
Byssumaður drepur fjölda í Bretlandi
Morgunfréttirnar hér í Bretlandi eru ekki góðar.
Í hinu fagra héraði Cumbríu gengur maður enn laus eftir að hafa skotið til dauða fjölda manns og sært enn fleiri. Nýjustu fréttir herma að ekki færri en 11 manns liggi í valnum. Lögreglan í þessari friðsömu sveit hefur kallað á sérsveitir landsins sér til aðstoðar en maðurinn ók um á silfur lituðum Picasso frá bæ til bæjar í morgun og skaut á allt og alla og skildi eftir sig slóð fjölda látinna fórnarlamba og enn fleiri særðra. Sagt er að öll fórnarlömbin hafi verið skotin í andlitið.
Talið er að hann hafi nú yfirgefið bílinn og sé fótgangandi. Fólki á svæðinu er ráðlagt að halda sig innan dyra og fara ekki til vinnu sinnar.
Lögreglan heldur að hér sé á ferð maður að nafni Derrick Bird og hefur birt af honum mynd. Annað er ekki vitað um manninn á þessu stigi, en haldið er að hann sé leigubílstjóri.
ps.
Nýjustu fréttir herma nú að maðurinn sé fundinn, látinn í skógarjaðri með byssu við hlið sér.
![]() |
Morðingja leitað í Cumbriu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2010 | 12:29
Óbærilegur léttleiki tilverunnar í Reykjavík
Hvað tekur nú við, hugsa eflaust margir eftir að söguleg úrslit í borgarstjórnarkosningunum urðu ljós á sunnudagsnótt.
Eflaust fljúga brandararnir vinstri hægri í samningarviðræðunum við Samfylkinguna og Besta flokks fólk gerir sitt ýtrasta til að halda gríninu áfram, eins og því ber skylda til. Til þess voru þau kosin.
Eitt er víst að Jón Gnarr fær borgarstjórastólinn og mun sitja á honum með fulltingi Dags og Samfylkingar. Saman mynda Besti flokkurinn og Samfylking meirihluta. Hlutverk þeirra verður að bræða saman ábyrga gamaldags stjórnarhætti og óbærilegan léttleika tilverunnar.
Utangarðs verður Sjálfstæðisflokkur og VG. Saminingaviðræður standa yfir um hvernig málflokkum borgarinnar verður skipt á milli flokkanna. Enn sem komið er bendir ekkert til að miklar breytingar á stjórnarháttum séu í aðsigi. Fram að þessu hefur allt farið fram með hefðbundnum hætti. Yfir samningaviðræðunum hvílir sama leyndin og venjulega. Það væri nú of langt gengið að þær færu fram fyrir opnum tjöldum.
Auðvitað veit enginn hvað Jón Gnarr er að hugsa. Hann hagar sér eins og venjulegur pólitíkus, nema að honum er mikil alvara í að halda gríninu til streitu. Á það eitt getum við stólað.
Er ekki lífið yndislegt?
![]() |
Besti og Samfylking ræða saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2010 | 22:09
Hvað ef Spánn hefði unnið?
Lag sem er númer tvö á svið í júró keppninni hefur aldrei unnið. Spánn var einmitt númer tvö. Svo kom Jimmy Jump, sem ég hélt til að byrja með að væri einn af fígúrunum sem fylgdu spánska söngvaranum.
Uppákoman verður til þess, í fyrsta sinn í júró sögunni að ég held, að lag er flutt tvisvar á meðan öll önnur heyrast aðeins einu sinni.
Hvað hefði gerst ef spánska lagið hefði unnið. Allt orðið vitlaust spái ég. Þeir fengu að flytja lagið sitt tvisvar og áttu þannig síðasta orðið.
Eins gott að þeir fengu bara jafn fá stig og venjulega.
![]() |
Smyglaði sér á sviðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 31.5.2010 kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2010 | 10:58
Stútaði Jón Gnarr fjórflokknum
Það var grátbroslegt að hlusta á formenn og oddvita þingflokkanna í beinni útsendingu á kosninganóttu. Afneitunin skein út úr öllu sem þeir sögðu. Afneitunin á að eitthvað hafði gerst íslenskum stjórnmálum sem gæti skipt verulegu máli fyrir framtíð landsins.
Jú, Jóhanna talaði reyndar um að hún sæi eitthvað skrifað á vegginn, eða "upphaf endalokana fyrir fjórflokkinn" sem gæti jú alveg verið satt. Birgitta var greinilega með á nótunum þegar hún útskýrði fyrir hinum að ástæðan fyrir því að Jón Gnarr segði lítið og léti ekkert uppi um ætlanir sínar væri af því hann talaði eins og þeir sjálfir. Þeir urðu hálf kindarlegir við að heyra það.
Framsóknardrengurinn og Sjálfstæðisstrákurinn og Vinstri grænn stukku beint ofaní skotgrafirnar um leið og þeir fengu tækifæri til og byrjuðu að haga sér nákvæmlega eins og fólk er að gagnrýna þá fyrir með stuðningi sínum við Jón Gnarr. Niðurstöður kosninganna á Akureyri og í Reykjavík virkuðu á þá eins og pirrandi sísuðandi húsfluga sem ekki fer í burtu þótt þeir veifi af og til hendinni í áttina að henni. Þeir neita að taka hana alvarlega og kannski geta þeir það ekki.
Allir foringjarnir nema kannski Birgitta virðast ekki vera búnir að fatta hvað er að gerast í íslenskri pólitík. Fái sjónamið þeirra að ráða, er borin von um að nokkuð komi til með að breytast í bráð meðal fjórflokkanna.
Bæði Framsókn, Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir tala jafnvel um um sigra hér og hvar á landinu. Þeir bera sig vel.
Fólk á Akureyri og í Reykjavík hefur hafnað flokksræðinu. Næsta verkefni andófsfólksins er að breiða Gnarrisman út um landið svo hann finni sér leið inn í landspólitíkina. Stjórnmálaflokkarnir verða að fatta að þeir eru steingervingar, tímaskekkja sem á að leggja niður í núverandi mynd.
Einhverjir þeirra hugsa sem svo að stjórnlagaþing og breytt kosningalög sem leyfi einverja útgáfu af persónukjöri muni virka eins og snuð upp í almenning. Þeim má ekki verða kápan úr því klæðinu, sérstaklega af því að ætlunin er að handstýra stjórnlagaþinginu með dyggum flokkshestum og í breyttum kosningalögum er áfram gert ráð fyrir flokka og lista vali.
Eini möguleikinn fyrir Ísland til að rétta fljótt úr kútnum fljótt og vel, er að losa sig algjörlega við áhrif fjórflokksins. Hann er krabbameinið sem þarf að fjarlægja svo þjóðarlíkamanum geti batnað. - Gott fólk sem vill leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins ættu að koma til liðs við Jón Gnarr í öðrum sveitarfélögum og undirbúa framboð á landsvísu í næstu alþingiskosningum sem gætu orðið mun fyrr en fólk almennt grunar.
![]() |
Besti flokkurinn stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)