Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Pútínískar rasssleikjur og Kristilegu stjórnmálasamtökin

Þetta er með betri hugmyndum sem komið hafa frá rússneskum þingmönnum svo lengi sem menn muna og örugglega sú langbesta sem komið hefur frá þeim kommúnistum sem samkunduna sitja.

Það væri ekki amalegt að losna við stærstu samtryggingar-blokkina úr Eurovision, löndin sem svo gott sem eyðilögðu keppnina þegar þau fengu inngöngu í hana fyrir ekki svo margt löngu. -

Hugmyndir þessara rússnesku þingmanna fá góðan hljómgrun hjá rússneskum eftirlegukindum og pútínískum rasssleikjum og fara einnig merkilega vel saman við stefnuskrá nýjasta stjórnmálaflokks á Íslandi, þ.e. hinum Kristilegu stjórnmálasamtökum. Meðlimir hans fá loks söngvakeppni sem þeir geta horft á án þess að blygðast.

Afturhvarf til gamalla gilda sem nú eru forsmáð af allri álfunni er aðalástæðan fyrir þessari ágætu aðskilnaðarstefnu Rússa. Það verður gaman að fylgjast með því þegar þeir ákveða reglurnar um hverjir mega syngja í "Rödd Evróasíu" keppninni, hverjir mega vera með skegg og hverjir í kjólum og um hvað þeir megi syngja.

Óæskilegur hárvöxtur og kyngreining hverskonar er ekki nýtt vandamál í Rússlandi. Rússar voru nefnilega frægir fyrir að tefla fram  í allskyns íþróttakeppnum  kafloðnu og fúlskeggjuðu kvenfólki sem kastaði, hljóp og stökk kvenna lengst.


mbl.is Vilja stofna „Voice of Eurasia“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selja bollakökur sem múffur

bandrariskar_muffur.jpg"Hver möffins er seld á 300 krónur" segir í þessari frétt um mæður á Akureyri sem tóku sig til og bökuðu 1500 múffur og gáfu ágóðan af sölu þeirra til góðgerðamála.

Yfirskrift framtaksins var "Mömmur og möffins"

Líklega hefur mömmunum fyrir norðan fundist hallærislegt að nota íslenska orðið "múffur" sem er ágætt heiti á  dísætu amerísku kökunum sem hafa notið fádæma vinsælda sem kaffibrauð upp á síðkastið beggja megin Atlantsála.

enskar_muffur.jpgTilraun norðlenskra mæðra til að íslenska orðið með því að stafa það með ö frekar en u, (muffins), eða eins og enska orðið er borið fram, virkar klaufaleg. Ritari fréttarinnar bætir svo gráu ofan á svart með því að halda að "muffins" sé í eintölu og talar um "Hver möffins".

Samkvæmt myndinni sem fylgir fréttinni voru mömmurnar samt ekki að bjóða upp á bandarískar múffur. Þær eru yfirleitt ekki skreyttar þótt sætar séu. Þær voru heldur ekki að bjóða upp á enskar múffur sem eru einskonar klattar.

Þess vegna passar hvorki fréttin né yfirskrift átaksins við það sem fram fór.

bollakokur.jpgÞað sem mömmurnar voru að selja svipar mest til bollakaka. Bollakökur (cup cakes) eru gerðar eftir annarri uppskrift en amerískar múffur og eru ekki eins sætar.


mbl.is Mömmur baka 1.500 möffins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mishermd ósannindi

Orðatiltækið "elsta atvinnugreinin" er rakin til rithöfundarins Rudyard Kipling sem árið 1888 skrifaði sögu um vændiskonu sem hófst á orðunum; “Lalun is a member of the most ancient profession in the world” ("Lalun stundar fornustu atvinnugrein heimsins".)

Orðatiltækið  varð fyrst vinsælt upp úr 1900, meðal lækna sem fjölluðu um skaðsemi vændis en vildu síður  taka sér í það orð í munn. Það er e.t.v. samskonar "háttvísi" sem varð til þess að virt blað eins og Economist notar það í fyrirsögn í stað vændis.

Orðatiltækið, þrátt fyrir að vera mishermt svo til frá upphafi, er samt merkingarhlaðið og órætt og því oft haft í flimtingum af þeim sem telja vændi eðlilegan og áhjákvæmilegan hluta af menningu mannsins.

Mannfræðingar telja reyndar afar ólíklegt að orðatiltækið geti talist sannleikanum samkvæmt þ.e. að vændi sé elsta atvinnugreinin.  

Til að einhver geti keypt sér vændisþjónustu þarf viðkomandi að hafa eitthvað til að greiða með. Líklegt er að nokkru áður en vændið hafi komið til sögunnar hafi orðið til nægileg sérþekking á fæðuöflun til að hægt sé að kalla hana atvinnugrein, hvort sem um veiðiskap eða söfnun hefur verið að ræða. 


mbl.is Tekst Íslandi að útrýma vændi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð Örn reyndi ekki að smygla neinu

Það er rangt sem ítrekað hefur komið fram í fréttum að Davíð Örn Bjarnason hafi verið settur í fangelsi í Tyrklandi, grunaður um að haf reynt að smygla formunum úr landi. Davíð Örn gerði enga tilraun til að leyna því að hann hafði meðferðis í farangri sínum mun sem hugsanlega gæti varðað við lög í Tyrklandi að fara með úr landi og því er ekki rétt að væna hann um smygl eins og fjölmiðlarf hér á landi hafa óspart gert. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa heldur ekki ákært Davíð fyrir smygl en þetta orðalag þykir gírugum fréttasmiðum e.t.v. hljóma betur en eru um leið að væna hann um miklu alvarlegri glæp en hann er í raun sakaðar fyrir.

Lög í Tyrklandi eru viljandi óljós hvað varðar aldur og gerð þeirra muna sem bannað er að flytja úr landi þeirra. Lögunum er ætlað að gefa tollvörðum eins frjálsar hendur og mögulegt er til að stöðva flutning á fornmunum úr landinu, vegna skort þeirra á sérfræðiþekkingu. Viðvaranir um kaup á fornmunum og hvernig kaupendum beri að láta meta þá muni sem þeir kaupa af þar tilgreindum sérfræðingum, leiki vafi á aldri og uppruna þeirra, eru algengar í ferðabæklingum og á ferðasíðum sem fjalla um Tyrkland. En oft er erfitt að átta sig á hvað eru eftirlíkingar, hvað fornmunir og hvað munir sem þrátt fyrir að vera gamlir, mundu ekki teljast fornmunir.

En eitt er að gera tilraun til að smygla hlut, reyna sem sagt að fela hann fyrir tollvörðum á einhvern hátt og annað að ætla að flytja hann úr landi án slæms ásetnings af nokkru tagi. Davíð Erni kann að hafa orðið á mistök, en hingað til hefur ekkert komið fram að um ásetningsbrot hafi verið að ræða annað en fyrirsagnir íslenskra fjölmiðla.


mbl.is „Hélt að þetta væri löglegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámið á mbl.is

Mbl.is hikar ekki við að færa okkur fréttir af klámiðnaðinum, rétt eins og um hluta af almenna skemmtibransanum eða dægurmálum sé að ræða.

Einum þekktasta klámmyndaleikara heims Ron Jeremy sem leikið hefur í meira en 2000 klámmyndum, varð misdægurt og þá frétt telur mbl.is að eigi vel við núna þegar umræðan um barnaníð og klám er í sögulegu hámarki í landinu.

Til þess er tekið í þeirri umræðu hversu meðvirk þjóðin er gagnvart barnaníðingum og hversu ráðalaus bæði stjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld standa gagnvart þessu þjóðfélagsmeini.  

Mbl.is sýnir sinn hug í þessu  og leggur sitt af mörkum með því að birta þessa glaðhlakkalegu frétt af klámmynda-kónginum sem m.a er kunnur fyrir barnaníð eins og t.d. í máli  Tracy Lords.

Skilaboð mbl.is eru að þetta sé bara eðlilegur hluti af fréttaflóru dagsins. Fréttir af klámmyndastjörnum og barnaníðingum eiga jafnt heima meðal dægurmálanna og hvaða kvikmyndastjarna eigi næst von á barni. 


mbl.is Klámiðnaðurinn andar léttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð auglýsing

Hvað eftir annað nælir Ísland sér frýja auglýsingu sem verður til þess að ferðamannstraumurinn til landsins eykst ár frá ári.

Það virðist ekki skipta neinu máli hvað tilefnið er, allt verður okkur að mat. Bankahrun og eldgos, kvikmynda og poppstjörnur. 

Bullfréttir sem eru matreiddar af erlendum fjölmiðlum og bera oft að okkur finnst afar neikvæð skilaboð, hafa skilað okkur miklu meira enn pínlegir tilburðir þeirra sem fá greitt fyrir að markaðssetja landið.

Þessi frétt USA Today og sem lapin hefur verið upp af nokkrum öðrum bandarískum blöðum og netmiðlum er ein af þessum bullfréttum sem hjálpa við að halda nafni Íslands á lofti og hefur sem slík talsvert auglýsingagildi.


mbl.is Ísland sagt íhuga nýtt nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú allt er að verða sem áður var

Ímynd Íslands virðist aðeins vera að rétta úr kútnum eftir hrunið, ef marka má erlenda fjölmiðla og auðvitað Steingrím, sem eignar sér og sínum það afrek.

Og það er satt að ósjaldan rekst maður á erlendar greinar um efnagasástandið íheiminum almennt,  þar sem látið er liggja að því að Íslendingar hafi brugðist hárrétt við þrengingunum og séu því á bataleið á meðan önnur lönd viti ekki sitt rjúkandi ráð.

Oftar en ekki er þessi skoðun talin rök fyrir því að þjóðum utan ESB vegni betur að eiga við efnahagsvandann en þeim sem tilheyra sambandinu. -

Athygli almennings beinist þó miklu meira að öðrum og sem betur fer, mun skemmtilegri hlutum sem tengjast landinu. Stepen Fry, grínisti og ljósölduspekingur hefur verið duglegur við að gantast með Ísland, m.a.  í hinum vinæla spurningaþætti IQ. Sjá hér , hér og loks  hér, þar sem allur þátturinn er helgaður Íslandi. -

Kannski er það stóra lexían af hruninu að Íslendingar hafa loks lært að taka sjálfa sig ekki of alvarlega.

Á youtube hafa myndskeiðin af nýliðahrekk og rassaköstum Þórsara ásamt orminum í Lagarfljóti fengið gífurlega athygli og loftmyndirnar sem birtust í Mail on line fyrr í vikunni eru frábærar.


mbl.is „Björguðum Íslandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópa í heljargreipum.

article-1107986-02FFB231000005DC-484_634x941Já, þetta eru nú meiri vetrarhörkurnar í henni Evrópu.

Manni rennur bara kalt vatn milli skins og hörunds að heyra af þessum þakklátu en frostbitnu Hollendingum sem renna sér á skautum í Amsterdam, fyrsta sinn í heil tvö ár, í ca mínus tveggja stiga hörkugaddi sem ku eiga sér upptök einhversstaðar í Króatíu.

Flott fréttamennska þetta hjá mbl.is sem tekur þarna virkan þátt í þvaðurmettuðu móðursýkiskastinu sem rennur ætíð á evrópska fréttamiðla, enskum breska, þegar föl fellur á jörð þar um slóðir. -


mbl.is Frostið bítur Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndskeið Al Jazeera af dauða Gaddafis

Al Jazeera sjónvarpsstöðin byrti fyrri skömmu þetta myndskeið af dauða Gaddafis. Myndskeiðið sýnir hvernig dauða hans bar að. Það er greinilegt af myndbandinu að algjör ringulreið ríkir og æstur múgurinn fer illa með helsærðan manninn sem lítið eða ekkert lífsmark virðist vera með. - Myndin er klárlega tekin áður en reynt vara að koma Gaddafi á sjúkrahúsið í Misrata, sé rétt haft eftir "hermönnunum". - Nú er ekki víst að þetta youtube myndskeið fái að lifa þar lengi. Þegar hafa verið fjarlægð þaðan öll önnur myndskeið af dauða Gaddafis.


mbl.is Var Gaddafi tekinn lifandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrökvar til um aldurinn

Það er svo sem ekkert nýmæli að konur segi ekki rétt til aldurs. Margir telja það meira að segja ókurteisi að spyrja konur um aldur sinn. Margar skemmtilegar ýkjusögur hefur maður heyrt í gegnum tíðina af konum sem drjúgar með sig segja sig miklu yngri en þær eru og halda að þær komist upp með það. Stundum verða þær að aðhlátursefni fjölmiðla fyrir koddafésin sín og bótox frostið í andlitinu. -

Það er sem sagt ekki óalgengt að það beri dálítið á milli þess sem konur segja um aldur sinn og þess sem fæðingarvottorðið segir.

Heimsmetið í þessu á vafalaust þessi kona í Viet Nam sem segist svera 26 ára gömul en lítur út fyrir að vera 66 ára.  Ekki nóg með að sjúkdómurinn sem Nguyen Thi Phuong segist þjást af,  hafi elt á henni andlitið, heldir hefur hann einnig breitt í henni tönnunum, gert hárrót hennar gráa og gefið henni sígandi handleggsvöðva og alla líkamsburði konu sem komin er af besta aldri. -

Fréttin er augljós gabb-frétt. Fjölmiðlar í Kína og Indlandi eru fullir qaf slíkum furðufréttum og erfitt að átta sig á hvers vegna ein og ein  nær stundum að slá í gegn í vestrænum fjölmiðlum. Greinilegt að Viet Nam vill ekki vera eftirbátar hinna landanna.

Hér er frétt sjónvarpssins í Viet Nam um Nguyen Thi Phuong

 


mbl.is Eltist um hálfa öld á nokkrum dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband