Evrópa í heljargreipum.

article-1107986-02FFB231000005DC-484_634x941Já, þetta eru nú meiri vetrarhörkurnar í henni Evrópu.

Manni rennur bara kalt vatn milli skins og hörunds að heyra af þessum þakklátu en frostbitnu Hollendingum sem renna sér á skautum í Amsterdam, fyrsta sinn í heil tvö ár, í ca mínus tveggja stiga hörkugaddi sem ku eiga sér upptök einhversstaðar í Króatíu.

Flott fréttamennska þetta hjá mbl.is sem tekur þarna virkan þátt í þvaðurmettuðu móðursýkiskastinu sem rennur ætíð á evrópska fréttamiðla, enskum breska, þegar föl fellur á jörð þar um slóðir. -


mbl.is Frostið bítur Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sérstaklega er athyglivert að frostið í Króatíu frystir síkin í Amsterdam:

Tobbi (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 09:16

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, og svo viljið þið ,,þarna inn"!?

Inní þetta botnfrosna veðravíti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.2.2012 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband