Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Næstu 100 dagar / Nýtt upphaf eða Waterloo

Franklin_Roosevelt_signing_declaration_of_war_against_Japan_December_1941Íslenska ríkisstjórnin nýja boðar 100 daga aðgerðaráætlun.  Hún fetar þannig í fótspor Franklins Delano Roosevelt sem varð forseti Bandaríkjanna 4. mars 1933. Roosevelt einsetti sér að leggja drögin að því sem hann kallaði "The new deal" á fyrstu hundrað dögum sínum sem forseti.

Fyrstu aðgerðir Roosevelt til að endurreisa efnahag Bandaríkjanna fólu í sér að fá þingið til að samþykkja 15 meiriháttar lagabreytingar, sem var fylgt eftir af 15 ávörpum , 10 útvarpsræðum, fréttafundum sem haldnir voru tvisvar í viku, þ.e.  eftir hvern ríkisstjórnarfund. Hann kallaði einnig saman alþjóðlega ráðstefnu um efnahag heimsins, og setti fram stefnu sína í utarríkismálum sem innanlands. 

napoleon-addressesÞegar kemur að stjórnmálsögu heimsins, koma samt aðrir 100 dagar frekar upp í hugann en 100 fyrstu valdadagar Roosevelts forseta.

Dagarnir sem liðu frá því að Napóleon snéri aftur frá útlegðinni á Elbu 20. mars 1815 og þangað til Lúðvík fjórtándi settist aftur í valdstól í Frakklandi, 8. júlí sama ár, voru nákvæmlega 100 dagar og eru oft kallaðir 100 dagar Napóleons. 

Þeir dagar voru ölagaríkustu dagar Napóleons og að segja má allrar Evrópu á þeim tíma. Á þessu tímabili tók ein orrustan við af annarri hjá Napóleon og herjum hans sem enduðu við Waterloo þar sem endir var loks bundinn á valdaferil hans að fullu og öllu.

c_users_lenovo_pictures_moggablogg_steingrimur_og_johanna_sig_785091Mér segir svo hugur að íslenska ríkisstjórninni leiki hugur á að vekja með landmönnum svipaðar tilfinningar og bæði Napóleon og Roosevelt gerðu í brjóstum sinna landa þótt endirinn á 100 daga aðgerðaráætlunum þeirra geti varla verið ólíkari.

En það á eftir að koma í ljós hvort Jóhönnu og Steingrími tekst að gefa íslendingum sitt "nýja upphaf" eða hvort þau stýra þjóðinni til sér-íslensks Waterloo.


Samantekt á fréttanöldri

obama-100-daysObama er búin að vera við völd í USA í rúma 100 daga. Það eru mikil tímamót hjá þjóð þar sem hlutirnir gerast hratt. Obama er rosalega vinsæll eftir þennan tíma í embætti, um það bil eins vinsæll og forveri hans Bush var eftir fyrstu 100 dagana sína í Hvíta húsinu. Góður árangur hjá Obama!

bb79eda6-71a8-4416-b157-85fb902009afSvínaflensan er kominn á fulla ferð um heiminn.  Samsærismennirnir segja að hún sé sérhönnuð til þess að taka athyglina frá einhverju voðalega ljótu sem er að gerast í fjármálheiminum. Á hverju kvöldi birtist heimskortið á skjánum þar sem hvert land lýsist upp ef þar hefur fundist tilfelli. Svo virðist sem Svínaflensan sé miklu skæðari en fuglaflensan var og komið er í ljós að það er tilgangslaust að reyna að hindra útbreiðslu hennar. Viðbrögð stjórnvalda eiga að miðast frekar við meðhöndlun. Allir eru að kaupa sér andlitsgrímur nema múslíma-konur sem eiga þær til. Tölurnar yfir látna og veika birtast líka yfir hverju landi og svo segir þulurinn eða þulan frá því hvar sé líklegast að hún skjóti sér niður næst og hvað margir komi til með að deyja þar. Svei mér þá, ef þetta er ekki jafn spennandi og juróvisjón.

multiple_BURKA%20wivesOg vel á minnst, skartgripasali í Skotlandi er búinn að banna búrkur og andlistgrímur íslamskra kvenna í verslun sinni eftir að tveir karlmenn klæddir sem konur í serk og með grímur, rændu verslun hans. Nú verða íslamskar konur að hringja á undan sér og panta sér afgreiðslukonu ef ær vilja versla við hann.

Stríðið í Írak gengur vel. Það er búið að drepa þar dagskammtinn sem er venjulega milli 40-100 manns.

Goslokahteyjum2007097-viÁrni í Eyjum segir að það hafi verið unnið á móti honum í flokknum hans. Eitraðar tungur spilltu fyrir honum og hvöttu til þess að yfirstrika hann. Árni veit vel hvað það er að verða fyrir eitrun. Ég sá á honum hendurnar eftir að einhver eitraði fyrir honum fyrir þremur árum. Þær voru bólgnar og þrútnar. Nú bólgnar Árni aftur og þrútnar af réttlátri reiði. Pólitík er eitur.

Mín tillaga er að Árni J, Guðlaugur Þór sem langar svo til þess að verða aftur litli góði drengurinn,  og Björgvin pípari, (saklausi bankamálaráðherrann) taki sig saman og stofni með sér "Útstrikaða-flokkinn".

ViðræðurVG og Sf halda áfram að spjalla um hvernig þeir eigi að stjórna landinu. Það liggur ekkert á segja þau, því þau eru hvort eð er við stjórn. Stóra málið er auðvitað hvernig á að standa að því að ganga í Evrópubandalagið. Samfylkingin vill ekki ganga í EB, heldur hlaupa þangað og VG vilja heldur ekki ganga í það, en eru tilbúnir í að skríða.

2003123112046920Svo eru það hremmingarnar hans Þráins. Í Borgarhreyfingunni á fólk að vera svo heilagt að það á að skila launum fyrir störf sem það hefur fyrir löngu unnið. Að auki er hér um að ræða "verðlaun" sem hann var "heiðraður" með. Nú er heiður hans fallinn að sumra mati sem vilja að hann skili verðlaununum rétt eins og íþróttagarpur sem hefur orðið uppvís af dópnotkun. Þráinn; nú er tími til kominn að hvetja exina og höggva nokkrar gagghænur.

 

 


Auðmýking Íslendinga

parking_icelandersEngin þjóð í heiminum sem náð hefur þeim árangri  að halda þjóðareinkennum sínum og menningu, hefur sloppið við auðmýkingu. Stór lönd sem smá hafa þurft að sætta sig við að fara halloka í stríðum og pólitískum átökum. Auðmýkingin hefur kennt þjóðunum að þeirra eigingjarni hugsunarháttur er ekki alltaf farsælastur og þeirra sértæku viðmið halda ekki alltaf vatni. Hún hefur neytt þjóðirnar til að taka mið af  hugmyndum, straumum og stefnum hvor annarrar. Hún hefur þjappað saman þjóðunum í þjóðabandalög sem margir spá að sé aðeins millistig að alheimslegu samveldi.

Íslendingar eru illa í stak búnir til að takast á við slíka auðmýkingu.

d_billeder_icelanders_255449Um stund héldu þeir jafnvel að þeir væru undanþegnir þeirri reglu að þurfa nokkru sinni að verða fyrir henni.  Eftir að þjóðin varð sjálfstæð  fylgdi hún þeim ásetningi í samskiptum sínum við önnur lönd að "eiga kökuna og borða hana líka." Kannski var það af minnimáttarkennd tilkomin vegna smæðar þjóðarinnar og að í mörg hundruð ár var hún fátækasta þjóð Evrópu. Kannski var það vegna þess að hún hélt að sinn tími væri loks kominn.

Í milliríkjadeilum, jafnvel við stórveldi, höfðu Íslendingar jafnan sigur. Þeir höguðu sér eins og þeir sem aldrei geta klikkað. Þeir voru fegurstir, sterkastir, gáfaðastir og alveg að verða ríkastir líka. Þeir fóru mikinn hvar sem þeir komu og keyptu sér fjölda rótgróinna erlendra verslana, fótboltafélög, fjarskiptasamsteypur og lyfjafyrirtæki. Sjálfsmynd þeirra einkenndist af stolti, nánast þjóðarrembingi.

icelandersSíðan þegar skellurinn kom, hitti hann þá fyrir þar sem þeir héldu að þeir væru hvað sterkastir. Auðmýkinguna sem einstaklingar, samfélög og þjóðir þurfa að fara í gegn um til að þroskast og læra að umgangast hvor aðra af háttvísi, upplifðu þeir fyrst sem höfnun.  Næstu viðbrögð voru afneitun og síðan reiði. Þar eru þeir staddir í dag.

Ný afstaðnar kosningar munu ekki ná að sefa þessa reiði því þær eru hluti af afneitun þjóðarinnar.  Margir íslendingar héldu að með það að kjósa nýja stjórn gætu þeir komist hjá að takast á af alvöru við afleiðingar auðmýkingarinnar og að við gætum haldið áfram á sömu braut og notið alls þess sem aðrar Evrópuþjóðir hafa að bjóða án þess að ganga í bandalag við þær og deila með þeim auðlindum okkar.

Íslendingar vita flestir innst inni að efnahagshrunið mun fyrr eða síðar knýja okkur til nýs hugsunarháttar og víðtækari ábyrgðar. Við munum hætta að hugsa eins og unglingur sem sér fátt mikilvægara en "sjálfstæði" sitt, þegar allir aðrir sem á horfa sjá, að allt það sem hann heldur að geri sig svo sérstakan, er það sem gerir hann mest líkan öðrum unglingum.


Business as usual

Kosningarnar afstaðnar og allir flokkar og listar greinilegar sigurvegarar, eins og venjulega, nema kannski XF flokkurinn sem varð fórnarlamb sinna eigin fordóma og jæja, kannski einhverra annarra líka sem hafa fordóma gegn fordómum.

Ástþór sigraði feitt, vegna þess að hann fékk að koma fram með hinum framagosunum og segja þeim til syndanna. Svo fékk hann líka tækifæri til að neita fréttamiðlinum sem hann hatast út í, um nærveru sína. Ég held að ég hafi aldrei séð eins glaðvært glott á vörum fréttaþular og þegar hann tilkynnti það.

Allt fór vel hjá Sjálfstæðisflokknum sem hvort eð er hafði ekki gert ráð fyrir að vera með í næstu stjórn landsins. Nú fá þeir kærkomið tækifæri til að endurskipuleggja sig og "vinna fylgið til baka" því þeir hafa "stefnuna og fólkið sem þjóðin þarf" til að velsæld ríki í landinu. Og allar gömlu konurnar klöppuðu hátt í Valhöll þegar að foringinn tilkynnti þetta.

Vinstri grænir voru hinir eiginlegu sigurvegarar því þeir hafa aldrei verið stærri en nú, nema í flestum skoðanakönnunum fyrir kosningar. En eins og allir vita er ekkert að marka skoðanakannanir. Þeir eru orðnir svo stórir að þeir eru orðnir svona "sjáum til" flokkur, eins og hinir flokkarnir hafa alltaf verið. Því miður fyrir vin minn Bjarna Harðar, sá hann það ekki fyrr en það var um seinan.

Stórsigur Samfylkingarinnar og Jóhönnu er eiginlega ekki fréttnæmur. Þegar loks er búið er að hræra saman og baka köku úr öllu sem til var; kvennaframboðinu, krötum, allaböllum og Ómari Ragnars, þá ber að gleðjast yfir því að kakan kom loks ófallin úr ofninum.

Stórkostleg framsókn framsóknarflokksins, sem aðeins einu sinni í sögu landsins hefur verið með jafn fáa þingmenn, er staðreynd. Flokkurinn stækkaði um 100% í þessum kosningum frá því sem slökustu skoðanakannanir sýndu. Mikið afrek fyrir annars aflóga stefnu og frekar ógeðgeldan strák sem tók við þessu hrafnaþingi fyrir nokkrum vikum.

Borgarhreyfingin sem eyddi bara einni og hálfri milljón og þremur vikum í að koma framboðinu saman fékk fjóra þingmenn og þar af einn flóttamann frá hrafnaþinginu, er hinn sanni sigurvegari þessarar kosninga, vegna þess að nú munu raddir fólksins í landinu loksins heyrast í þingsölum landsins. - Þeir ætla að halda uppi málþófi í öllum málum sem þingið tekur fyrir og þeir eru ekki sammála. Það er mikill sigur fyrir lýðræðið að fá þá málgarpa á þing.

Nú tekur við smá karp milli XS og XV um hvernig það verði hægt fyrir stjórnina að fara strax út í EB aðildarviðræður án þess að XV missi algjörlega andlitið. Og þegar því er lokið, verður þetta business as usual.

Heima sitja flokkseigendurnir ánægðir og núa sér um handabökin. Eftir allt þetta tilstand fór þetta bara dável allt saman. Enginn kærður fyrir stórþjófnaðina, engin ný stjórnarskrá til að endurskilgreina rétt þegna landsins, ekkert persónukjör og búið að stinga snuði upp í pottaglamursliðið.    Business as usual.

 


Rasismi rasistans

Mahmoud_Ahmadinejad_208725cForseti Írans Mahmoud Ahmadinejad sparaði ekki grjótkastið á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um kynþáttafordóma í Genfar, þótt hann búi sjálfur í glerhúsi. Hann beinir spjótum sínum sem fyrr að Ísrael og segir Zionisma vera kynþáttastefnu. Hann ætti samt að líta sér nær. Eftir að hann komst til valda í Íran hafa ofsóknir á hendur minnihlutahópum þar í landi aukist til muna og var ástandið síður en svo gott fyrir.

Kúrdar Í Íran hafa sætt stöðugum ofsóknum og ásökunum um að vera "hryðjuverkamenn" án nokkra sannana þar um. Yfirvöld gera engan greinarmun á friðsamlegum mótmælum þeirra og árásum vopnaðra hópa Kúrda og ekki færri en sex leiðtogar þeirra hafa verið teknir af lífi í Íran á síðustu tveimur árum. Einnig hafa ofsóknir gegn Baluch fólkinu og Aröbum í Khuzestan aukist mjög í seinni tíð.

Enn er kynjamisrétti löglegt í Íran sem kemur í veg fyrir að konum séu veitt grundvallar mannréttindi. Kvenréttindakonum var t.d. umsvifalaust varpað í fangelsi fyrir það eitt að safna undirskriftum til að skora á stjórnvöld til að létta af þeim okinu. Að verja málstað kvenna í Íran varðar við þjóðaröryggislöggjöf landsins.

Free-Friends-in-Iran-4Misrétti og ofsóknir gegn trúar-minnihlutahópum eru afar algengar í Íran. Fyrir þeim verða kristnir, gyðingar, súfíar, sunní-múslímar og bahaiar. Einkum eru það meðlimir Bahai trúarinnar sem hafa þurft að þola margháttaðar ofsóknir, eingöngu vegna skoðana sinna. Á síuðustu fjórum árum hafa meira en 200 bahaiar verið handteknir, haldið föngnum, sætt kúgun og áreiti. Glæpirnir sem þeir eru sakaðir um þegar þeim er gert að mæta fyrir rétt, er að þeir brjóti gegn þjóðaröryggislögum landsins. Þeim er meinað sjá fyrir sér og eignir þeirra gerðar upptækar. Nemendum er meinaður aðgangur að skólum, ef upp kemst að þeir séu bahaiar.

Stjórnvöld í Íran hafa kerfisbundið notað fjölmiðla landsins til að ráðast að Bahai samfélaginu sem er stærsti trúarlegi minnihlutahópur landsins. Hundruð greina hafa birst í dagblöðum þar sem vitnað er í hatursáróður  Mahmoud Ahmadinejad forseta landsins gegn bahaíunum, þar sem almenningur er hvattur til að sýna þeim óvild. Hvatt er opinberlega til árása á heimili þeirra, vinnustaði og grafreiti.


Pyntingaraðferðir CIA

torture_by_soldiers_1Obama Forseti, segja fréttir,  ætlar ekki að sækja til saka þá sem skipulögðu eða stóðu að pyntingum fanga í fangelsum CIA vítt og breitt um heiminn, ekki hvað síst í fangabúðum við Guantanamo flóa á Kúbu.

Sex mismunandi pyntingaaðferðir sem CIA reyndar kallar "Frekari yfirheyrslu aðferðir  (Enhanced Interrogation Techniques)  hafa verið í notkun frá miðjum mars 2002. Þær hafa einkum verið notaðar gegn grunuðum  al Qaeda meðlimum sem haldið er föngnum í fangelsum CIA í Austur Evrópu og Asíu. Aðeins örfáir CIA fulltrúar eru þjálfaðir í notkun pyndingaaðferðanna og hafa leyfi til að nota þær.

Aðferðirnar sem um ræðir eru þessar:

1. Að ná athyglinni; Yfirheyrandi grípur í skyrtu fangans að framan og hristir hann.

2. Athygli-kinnhestar. Slegið er opinni hendi í andlit fangans með það fyrir augum að valda snöggum sársauka og ótta. 

3. Maga-slög; Slegið er harkalega með opnum lófa á maga fangans. Markmiðið er að valda sársauka en ekki innvortis skaða. Læknar mæltu gegn því að nota hnefahögg sem gætu valdið innvortis blæðingum.

4. Langtíma-staða. Þessi er aðferð er sögð sú áhrifaríkasta. Fangar eru látnir standa hlekkaðir við keðjuauga sem fest er við gólfið, í meir en 40 klukkustundir. Þreyta og svefnleysi verða til þess að fanginn játar oftast.

5. Kaldi klefinn; Fanginn er látinn standa nakinn í klefa sem er fimm gráðu heitur. Allann tíman er skvett á fangann köldu vatni.

waterboarding-26. Vatns-pynding; Fanginn er reyrður við planka og fætur hans og höfðu reist frá honum. Plastfilma er strekkt yfir andlit fangans og vatni helt yfir hann. Ósjálfrátt byrjar fanginn að koka og drukknunarviðbrögð taka yfir. Nær undantekningarlaust biðja fangarnir sér vægðar og játa fljótlega í kjölfarið.

Samkvæmt heimildum CIA líða að meðaltali 14 sekúndur frá því að vatnspyndingarnar hefjast þangað til að játning liggur fyrir. sagt er að harðasti  al Qaeda fanginn, Khalid Sheik Mohammed,hafi unnið sér aðdáun pyntara sinna með því að gefast ekki upp fyrr en eftir tvær og hálfa mínútu.


Rautt kvikasilfur

machine_optAmma átti eina slíka enda voru þær afar algengar. Það hljóta enn að vera þúsundir til á íslenskum heimilum. Ef þú átt gamla SINGER saumavél, getur þú selt hana fyrir allt að 50.000 pund á ebay. Þetta háa verð er nýlega tilkomið og um þessar mundir eiginlega eingöngu bundið við Sádi-Arabíu.

Þar um slóðir eru menn sannfærðir um að í SINGER saumavélum sé að finna leyndardómsfullt efni sem gengur undir nafninu Rautt kvikasilfur. Rautt Kvikasilfur er svo verðmætt að margar milljónir fást fyrir nokkur grömm af því.

Rautt kvikasilfur kom fyrst fram á sjónarsviðið seint á síðustu öld og á að hafa ýmsa eiginleika, allt frá því að vera svo geislavirkt efni að það megi nota  í atómsprengjur eða til að finna fjársjóði sem faldir hafa verið í jörðu.

vx2Ef þú vilt ganga úr skugga um hvort SINGER saumavélin þín hefur Rautt Kvikasilfur að geyma, skaltu bera farsímann þinn upp að henni. Ef þú missir sóninn og línuna, ertu ríkari en þú gerðir þér grein fyrir.

Þrátt fyrir útbreidda trú á tilvist efnisins hefur aldrei tekist að fá skýr svör við hvað Rautt kvikasilfur raunverulega er. Um það eru margar tilgátur, en líklegast er að hér sé á ferðinni enn ein nútíma-flökkusagan. Hér er að finna upplýsandi grein um "efnið".


Augun í Írak

bloodÖruggasti staðurinn í Bagdad hefur um langt skeið verið sá staður eða svæði þar sem sjálfsmorðssprengjufólk hefur látið til skarar skríða hverju sinni, næstu klukkustundirnar eftir að það hefur kippt í spottann eða ýtt á hnappinn. Það er ekkert óvenjulegt eða sjokkerandi lengur við tugi sundursprengdra líka eða blóðuga líkamsparta á víð á dreif. Og vegna þess að eftir að ósköpin hafa dunið yfir,  hraða vitnis-samsærismennirnir sér af vettvangi til að segja frá "hetjudáðinni" á næsta sellufundi, sækjast bandarískir hermenn eftir að að sjá um öryggismálin á slíkum vettvangi. -

Fréttamenn sem venjulega þyrpast líka á staðinn til að taka myndir af ferskasta blóðbaðinu, hafa sagt frá því í einkaviðtölum að þegar að líkamsleyfum fólks er sópað saman, séu augun eini líkamshlutinn sem þeir beri kennsl á í fljótu bragði. Allt annað er eins og torkennilegir blóðkögglar. Það er einhver kaldhæðni í því að á meðan sum fórnarlömbin lifðu, sá almenningur aldrei meira af þeim en í augu þeirra. Gott að fréttamennirnir  þekkja ekkert til Vatnsenda-Rósu og kveðskapar hennar.

cameraÞegar að einhver sprengir sig í loft upp með sprengjubelti um mittið, verður oftast of lítið eftir af viðkomandi, til að hægt sé að bera á hann kennsl. Til þess eru því oftast notaðar upptökur úr myndavélum sem komið hefur verið fyrir af Bandamönnum víðs-vegar um borgina, einkum við opinberar byggingar, moskur og markaði. Að auki hafa Bandamen nokkur gervitungl sem stara sínum rafrænu augum niður á borgina með svo öflugum linsum að þær geta lesið á merki-flipanna í hálsmálununum á stuttermabolum drengjanna. 

peacock-eyeÍ Írak hefur augað fleiri menningarlegar skírskotanir en í flestum öðrum samfélögum. Flest heimili eru skreytt með  páfuglsfjöðrum enda fjaðrirnar taldar heillatákn. "Augu" fjaðranna minna fólk á allt-sjáandi auga Guðs. Skiljanlegt að í Evrópu eru páfuglsfjaðrir taldar óheillamerki á heimilum og augu þeirra sögð augu skrattans. Ekki síður í dag en á tímum Saddams Husayns eru augu stóra bróður allsstaðar í Bagdad.


Karl Bretaprins neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum!

prince-charlesÞrátt fyrir áköf mótmæli mín og þar af leiðandi umtalverða aukningu á umferð Íslendinga á heimasíðu Karls Bretprins í dag, sem taka vildu þátt í að andmæla umælum hans þar sem hann hæddi mig og aðra Íslendinga svo til opinberlega, bólar ekkert á afsökunarbeiðni frá honum.

Fyrir mína parta skil ég tilvonandi þjóðhöfðingjann vel, því ummælin áttu sér aldrei stað, né gerðist neitt af því sem tengdist frásögn minni í pistlinum hér næst á undan.

Um var að ræða 1. apríl gabb.

Ég verð að viðurkenna að mér hefur sjaldan verið eins skemmt hér í bloggheimum og í dag/gær. Allan daginn var ég að vakta athugasemdir til að reyna forða því að upp kæmist við lestur athugasemdanna að þetta væri allt saman tilbúningur.

Ég greip til þess ráðs að fjarlægja nokkrar athugasemdir sem komu fljótlega frá glöggum lesendum og sem hefðu komið upp um gabbið. En nú hef ég birt þær aftur eins og sjá má í athugasemdahala pistilsins.

Rétt um 2000 manns lásu greinina og margir létu greinlega blekkjast af þessum græskulausa grikk og ég vona að hann eigi ekki eftir að draga neinn dilk á eftir sér, sem gæti samt vel gerst, einkum ef það kemur í ljós að einhver hafi í raun og veru sent prinsinum harðorð skilaboð. Það er vissulega hægt að koma til hans skilaboðum í gegn um heimsíðu hans, þótt ég efist um að þau fari beint í pósthólfið hans. Ég verð því að biðja Karl Bretaprins afsökunnar á að hafa notfært mér nafn hans og heiður á þennan vafasama hátt, og geri það hér með.

Ég birti hér fyrir neðan þær athugasemdir sem gerðar voru við "yfirlýsinguna", þ.e. undirsíðuna þar sem gabbinu var uppljóstrað og er vitnisburður þeirra sem létu blekkjast.

Urrrrrrrrrr... You had me gjörsamlega going there... Mér var rétt forðað frá því að gera þetta að milliríkjamáli... Þú ert heimsklassa hrekkjalómur, það get ég svarið :)

Ólafur Kr. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Skammstu þín.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:24

3 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Grin

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 01:24

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

So sorrrrry Ólafur. Takk fyrir að taka þátt :)

Sólveig, alveg niður í stórutá Devil

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 02:02

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

 

fyrirgefðu Svanur ekki vildi ég eyðileggja skúbbið,  en auðvitað tókstu út athugasemdina, enda var ég ekki búin að kíkja.

Ég er bara nokkuð sperrt yfir að hafa fattað 1sta apríl, venjulega hleyp ég af göflunum þennan dag, bláeyg og saklaus! Tounge

Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.4.2009 kl. 07:02

6 Smámynd: Grétar Eir

fíbl ;-) náðir mér gersamlega ;-) manni bregður ekki við neitt núorðið ! en flott ég hljóp .......... á vegginn

Grétar Eir, 1.4.2009 kl. 08:17

7

Jæja..alveg hljóp ég í hring ha,ha...þú náðir mér alveg þarna.

Þórey (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:30

8

Mér fannst þessi viðbrögð frekar ólik þér. Þannig að mig grunaði 1 apríl.

Ingo (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 09:33

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

Þette er í góðu lagi Jenný.  Ég læt allra athugasemdir koma fram í lok dags . Þá sjá allir hvernig þetta gekk fyrir sig :)

Æ Grétar minn. Vonandi nærðu mér seinna í staðinn.

Þórey; Devil Takk fyrir að taka þátt.

Ingó; Já þú segir nokkuð :)  Ég hef nú velt því fyrir mér hvernig ég mundi bregðast við ef svona nokkuð gerðist í raun og veru. Hvað heldur þú?

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 09:48

10

 

Góður þessi. En ég hefði alveg trúað þessu, enda ekki í fyrsta sinn sem meðlimur í bresku konungsfjölskyldunni hefur móðgað fólk. Prince Philip maður Elísabetar hefur átt nokkur góð móment:

t.d. þessi:

During a state visit to China in 1986, he famously told a group of British students: "If you stay here much longer, you'll all be slitty-eyed".

Og fleiri hér:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/1848553.stm

Kristján Úlfsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:50

11 Smámynd: Jakob S Jónsson

Ég var farinn að leita að athgasemdadálkinum á heimasíðu prinsins. Fann hann hvergi og fór þá á "þjónustutakkann" sem þú hafðir útbúið. Ég tel mig nokkuð heppinn að hafa hvergi fundið athugasemdadálkinn. Þetta var glæsilegt aprílgabb.

Jakob S Jónsson, 1.4.2009 kl. 12:54

12

 

Góður, loksins eitthvað á íslensku netmiðlunum sem fékk mann til að brosa Grin

ASE (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 12:55

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

Takk fyrir það Kristján, Jakob og ASE að taka þátt í gríninu.

Philip er nú alveg kapítuli út af fyrir sig Kristjánog það væri verðugt verkefni að taka saman alla skandalanna sem hann hefur látið út úr sér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 13:09

14

Þetta var eitthvert besta aprílgabb sem ég hef hlaupið! ég gerði dauðaleit á siðunni og var byrjaður á bréfi til Clarence House og allt það. Af því ég vinn í Bretlandi hef ég heyrt þessa brandara alla og var ekki skemmt. Takk fyrir - frábært.

Árni Helgason (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:29

15

Hahahahahaha!!! Þetta var gott gabb :D Ég var orðin mjög æst yfir þessum dónaskap í prinsinum... Hahahaha! :D

Sunneva Lind (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:35

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2009 kl. 14:37

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

 

Góður Árni LoL

Ég er næstum farinn að trúa þessu sjálfur Sunneva Lind. Frown

Takk Jenný mín.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 14:48

18

Ég held að þú hefðir verið fljótur að svar Karli og notað húmorinn að vopni.

Ingo (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 14:59

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 

Aaa.  Auðvitað maður.

Mér fannst þetta eitthvað reifarakennt en frásögnin að öðru leiti svo sannfærandi.  Þ.e það reifarakenda var að prinsinn hefði gefið sig á tal við þig si sona með þessum hætti.  Hálf ævintýralegt.

En þú náðir mér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 15:46

20 Smámynd: Magnús Sigurðsson

 Shy Whistler 





Magnús Sigurðsson, 1.4.2009 kl. 17:12

 

  


Karl Bretaprins gerir grín að Íslendingum og segir þá skulda Elízabetu móður sinni peninga.

new%20bath%20spa%20cornerKarl Bretaprins heimsótti borgina Bath í gærdag, (heimaborg mína um þessar mundir) þar sem hann var viðstaddur formlega opnun nýrrar viðbyggingar sem er yfir einu náttúrulegu heitavatns-baðlindinni í Bretlandi; Sjá Bath Spa.

Lindin sem hefur verið í notkun allt frá dögum Rómverja, hlaut  mikla andlitslyftingu þegar yfir hana var byggt umdeilt en veglegt húsnæði. Karl er mikill áhugamaður um byggingalist og varð því við  boði borgaryfirvalda að opna viðbygginguna formlega.

Til að gera langa sögu stutta, var ég einnig viðstaddur opnunina. Kannski af því að ég er frá landi þar sem heitavatns lindir eru algengar, og hafði að auki komið að gerð kynningarmyndbands fyrir staðinn, var mér boðið að vera einn gestanna.

Karl sem mætti með fríðu föruneyti, klippti á borðann og hélt síðan stutta ræðu við þetta tækifæri. Þar næst sté hann úr pontu og gaf sig á tal við viðstadda sem stóðu í litlum hópum vítt og breitt um viðhafnarsalinn.

BathSpaRooftopPoolSvo vildi til að ég var í fyrsta hópnum sem hann staldraði við hjá þar sem ég var þarna í boði kynningarfulltrúa staðarins. Kynningarfulltrúinn kynnti alla í hópnum og Karl tók í hönd þeirra. Þegar hann koma að mér (ég var síðastur) rak Karl þegar í stað augun í lítið merki með íslenska fánanum sem ég bar í jakkabarminum.  "Oh, have you ever been to Iceland"  spurði hann um leið og hann benti á barmmerkið.  "I am in fact Icelandic sir," svaraði ég. Hann brosti og spurði svo sposkur; "Any chance you fellows will ever pay may mother what you owe her? ." Ég varð skiljanlega hálf hvumsa en gerði mér samt strax grein fyrir hvað hann var að fara. Hann var að skýrskota til  leigu sem eitt af útrásarfyrirtækjum Íslendinga hafði ekki getað greitt Elísabetu drottningu þegar það fór á hausinn. Fyrirtækið (Kaupþing) hafði aðsetur í einni af mörgum eignum drottningar sem hún á í miðri London. Fréttir um málið höfðu birtist fyrir skömmu á Íslandi,   m.a. hér.

Prince%20CharlesÉg ætlaði að fara að svara honum einhverju, þegar hann spurði aftur; "What is the capital of Iceland? About three quids isn't it?" Svo snéri hann í mig baki og gekk hlæjandi yfir að næsta hóp.

Allt í kringum mig var fólk sem vel hafði heyrt það sem prinsinn sagði. Það skellihló með honum, að mér.

Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom heim var að skrifa harðorð mótmæli á heimasíðu Karls Bretaprins fyrir ókurteisi hans og hótfyndni, ekki bara í minn garð, heldur lands míns og þjóðar hverrar gestrisni hann sjálfur hefur notið.

Þeir sem vilja taka þátt í að gefa honum orð í eyra geta gert það hér á heimasíðu hans hátignar.

 

 

 

 

 

Ef þér gengur illa að finna "athugasemdaflipann" á síðu Karls, geturðu skrifað undir sérstaka yfirlýsingu sem ég hef undirbúið  hér.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband