Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
4.6.2009 | 13:56
Friður - Næsta skrefið í framþróun mannlífs á plánetunni
Eftir að hafa bæði hlustað og lesið á einstaka ræðu Obama Bandaríkjaforseta sem hann fór með í morgunn í Kairo háskóla, er ekki úr vegi að að benda á eftirfarandi. Á friðarstundinni í Hallgrímskirkju með Dalai Lama fluttu fulltrúar flestra trúarbragða sem eiga fylgjendur á Íslandi stutt erindi. Meðal þeirra var Fríða Sigurðardóttir sem flutti eftirfarandi erindi fyrir hönd Bahai samfélagsins. Innihald erindis hennar er í miklu samræmi við ræðu Obama, þótt stutt sé. Textinn er að mestu leiti tekin beint úr Bahai ritningunum og fer hér á eftir.
Friðurinn mikli sem fólk góðvildar á öllum öldum hefur bundið við björtustu vonir sínar, sýnin sem skáld og sjáendur ótalinna kynslóða hafa lýst og helgirit mannkynsins gefið margítrekað fyrirheit um, er nú innan seilingar þjóðanna. Í fyrsta sinn í sögunni geta allir menn séð jarðkringluna, með sinn aragrúa af sundurleitum þjóðum og kynþáttum, frá einu og sama sjónarhorni. Heimsfriður er ekki aðeins mögulegur heldur óhjákvæmilegur. Hann er næsta skrefið í framþróun mannlífs á plánetunni með orðum mikils hugsuðar: hnattvæðing mannkynsins.
Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.
Þetta er sá dagur, þegar ágætustu gjöfum Guðs hefur verið úthellt yfir mennina, dagurinn þegar hans almesta náð veitist öllu sem skapað er. Öllum þjóðum jarðar ber að jafna ágreining sinn og hvílast í fullkominni einingu og friði í skugganum af tré umhyggju hans og ástríkis. Það sæmir þeim að vera fastheldnir við allt sem á þessum degi getur aukið tign þeirra og kemur þeim að mestu gagni. Sælir eru þeir sem hinn aldýrlegi penni minnist og sælir þeir, sem vér í órannsakanlegri ráðsályktun vorri höfum kosið að nefna ekki með nafni.
Biðjið hinn eina sanna Guð að gefa, að öllum mönnum megi náðarsamlega verða hjálpað við að uppfylla það sem er þóknanlegt fyrir augliti voru. Brátt verður ríkjandi skipan undið saman og ný breidd út í hennar stað. Vissulega mælir Drottinn þinn sannleikann og þekkir hið óséða.
Áformið að baki opinberun sérhverrar himneskrar bókar, nei, sérhvers opinberaðs ritningarvers Guðs, er að gæða alla menn eigindum réttlætis og skilnings, svo að friður og rósemi megi fá tryggilega staðfestu á meðal þeirra.Allt sem fullvissar hjörtu mannanna, allt sem upphefur stöðu og stuðlar að farsæld þeirra, er þóknanlegt fyrir augliti Guðs. Hversu upphafin er staðan, sem maðurinn getur náð, ef hann aðeins kýs að uppfylla háleitt ætlunarverk sitt! I hvílík djúp niðurlægingar getur hann ekki sokkið, djúp sem hinar auvirðilegustu allra skepna hafa ekki kafað! Grípið tækifærið, ó vinir, sem þessi dagur færir yður, og sviptið eigi sjálfa yður örlátri úthellingu náðar hans. Ég bið Guð þess, að hann megi náðarsamlega gera hverjum og einum yðar kleift að prýðast djásnum hreinna og heilagra gerða á þessum degi.
Það sem Drottinn hefur ákvarðað sem æðsta læknisdóminn og máttugasta meðalið til græðingar alls heimsins er eining allra þjóða hans í einum allsherjar málstað, einni sameiginlegri trú. Þetta getur aldrei tekist nema fyrir vald hæfs, alvoldugs og innblásins læknis. Þetta er vissulega sannleikurinn og allt annað er einskær villa.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2009 | 11:31
Mikilvægasta og besta ræða Obama...hér
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2009 | 12:50
Ísland ekki lengur í fyrsta sæti
Um árabil hefur Ísland trónað á toppi listans yfir þau lönd sem talin eru öruggust heim að sækja í veröldinni. Listinn sem kallaður er "Global pease index" setur nú Nýja Sjáland í fyrsta sæti enn fellir Ísland niður í það 4, niður fyrir Noreg sem er í 2. sæti og einnig Danmörku sem hann setur í 3. sæti.
Ástæðurnar fyrir falli Íslands á listanum eru raktar til efnahagslegs óstöðugleika landsins og versnandi afkomu þjóðarinnar.
Bretland er í 35. sæti og Bandaríkin í 83. Neðst á listanum sem fyrr í 144 sæti er Írak.
Við gerð listans eru 23 atriði höfð til viðmiðunnar. Þar á meðal þátttaka þjóðarinnar í styrjöldum, staða mannréttinda, tíðni morða, tala fanga, þátttaka í vopnasölu og tilhögun lýðræðis.
Í skýrslunni sem fylgir listanum er greint frá því hvernig kreppan hefur valdið óróa og ófriði í flestum löndum heimsins og hvernig atvinnuleysi og hækkandi matvöru og eldsneytisverð hefur haft neikvæð áhrif á friðarstuðul þeirra.
Í dagblaðinu "The Guardian" er fjallað í dag um listann og sagt að þetta sé enn ein niðurlægingin sem Ísland hefur þurft að þola upp á síðkastið. Fyrirsögn fréttarinnar er "Færðu þig til hliðar óheppna Ísland."
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2009 | 01:47
Óvenjuleg starfsþjálfun kínverskra hermanna
Kínverskir hermenn eru þjálfaðir á óvenjulegan hátt eins og sést á þessum myndum. Störfin sem þeim er gert að vinna eru líka óvenjuleg, eins og sést á myndbandinu sem krækt er við hér. Þar sjást kínverskir hermenn skjóta tíbetska flóttamenn sem leggja lífið í sölurnar til að komast í námunda við leiðtoga sinn Dali Lama. Dali Lama er eins og kunnugt er væntanlegur til landsins eftir nokkra daga.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2009 | 22:55
Hvernig þú getur sigrað kreppuna
Svarið er ekki eins flókið og þú heldur. Ef þú ert þeirrar skoðunar að núverandi hagstjórn sé á réttri leið eða að ekkert betra sé í boði, þarftu að skipta um skoðun. Plástrar á graftrarkýlin duga skammt þegar allt blóðið er sýkt. Allt bendir til að björgunaraðgerðir núverandi stjórnvalda á Íslandi muni ekki hafa nein áhrif önnur en að auka á erfiðleikanna, rétt eins og þreytt úrræði Browns í Bretaveldi við að moka lánuðum peningum í bankahítina. Það sama er upp á teningnum hjá Obama sem mikið til gerir það sama og Brown og reynir jafnframt að kikkstarta atvinnulífinu með séraðgerðum. Það er sama hvert er litið, hvarvetna blasir við ráðleysið og skort á hugmyndafræði til að takast á við sí dýpkandi heimskreppu, sigrast á henni og byggja upp að nýju.
Úrræðin sem gripið hefur verið til fram að þessu og þau sem sögð eru í farvatninu, eru grundvölluð á sömu hagfræðikenningunum og orsökuðu kreppuna. Þau rök að hagfræðin lúti lögmálum sem séu óháð þankagangi þeirra sem að hagstjórninni koma, hafa verið kyrfilega hrakin.
Það er löngu orðið ljóst og viðurkennt að hinar djúpu sprungur í hagkerfinu eru ekki aðeins af völdum andvaraleysis sem er innbyggt í hagfræðikenningarnar, heldur djúpstæðum fölskum ályktunum um eðli hagstórnar í heimi sem skroppið hefur saman á síðustu öld í eitt alheimslegt þorp.
Kenningarnar ollu hruninu fremur enn nokkuð annað. Þrengingarnar af völdum þeirra munu vara svo lengi sem þær varða leið okkar. Kreppan er í því samhengi ekki skammtíma fyrirbrigði sem kemur til með að lagst, heldur viðvarandi ástand. Sprungurnar verða ekki ekki lagfærðar því þær hafa gliðnað og eru orðnar að gjám.
Grundvallarmarkmið hina gamla og meingallaða hagkerfis er viðhald og sköpun hagvaxtar. Sífeldur hagvöxtur kallar á stöðuga útþenslu og hún á meiri og stöðugri neyslu bæði ríkis og almennings. Aukin neysla kallar á aukin ágang á auðlindir jarðarinnar sem eru ekki ótakmarkaðar og um leið og þær þverra, er komið á endastöð.
Seint á síðustu öld var gripið til gripið til falskrar verðmætasköpunar um allan heim, sérstaklega með ofmati fasteigna, til að fjármagna neyslu einkum vesturlada um hríð og forða hjólum kerfis sem í raun var komið í þrot, frá því að stöðvast. Nú hefur þetta falskerfi hefur verið afhjúpað og komið er að skuldadögum. Núverandi kreppa mun halda áfram að dýpka uns brugðist verður við með nýjum viðhorfum til hagstjórnar og nýju hagkerfi í framhaldi af því.
Upptaka nýrra hagfræðikenninga er það eina sem dugar. Það mun taka tíma að koma þeim í gagnið en ef það verður ekki gert, mun hrunadansinn halda áfram og enda með stórkostlegum hörmungum.
Megin áherslur hinnar nýju hagstjórnar
Hin nýja hagstjórnarfræði hefur ekki arðsemi eða hagvöxt að aðalmarkmiði. Aðalmarkmið hennar er að skapa jafnvægi þar sem framboð verður aldrei meira en eftirspurn og öfgar auðs og fátæktar í heiminum hverfa.
Hún byggir á lífrænum vexti frekar en mekanískum eins og hagkerfisómyndin sem við búum við gerir.
Raunverulegar auðlindir jarðarinnar, fæða, orka og hráefni eru undirstaða gjaldmiðlanna ekki huglægt mat á tilbúnum eða fagurfræðilegum hlutum. Gull eða eðalsteinar eru t.d. ekki ásættanlegar baktryggingar gjaldmiðils.
Upptaka alheimslegs gjaldmiðils er nauðsynlegur hluti af þessri heilrænu lausn sem leggur áherslu á að öll hagræn sýn nái til alls heimsins í senn, ekki aðeins ákveðinna landa eða álfa.
Lífrænn vöxtur felur í sér þann skilning að ef einn hluti hinnar lífrænu einingar verður útundan, mun öll lífveran þjást. Fjármagn heimsins verður að flóa og næra allan heiminn eins og blóð líkamans flóir um og nærir hann allan.
Grundvallarforsenda fyrir upptöku hins nýa hagkerfis er samhliða tilkoma jafnra tækifæra til menntunar í öllum löndun heims þar sem einstaklingsbundnir eiginleikar hvers og eins fá að njóta sín.
Dæmi um breytingar sem yrðu á högum fólks:
Innláns vextir mundu vera 3% og útlánsvextir aldrei meiri en 4%.
Engir tollar mundu vera á varningi og engar niðurgreiðslur eða jöfnunargreiðslur til útvegs, landbúnaðar eða annara atvinnugreina leyfðar.
Tekjuskattur mundi aldrei vera hærri en 19% og fólk fengi sjálft að ákveða og sækja um þá prósentu sem það vill greiða hvert ár.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2009 | 10:29
20.000 drepnir á meðan heimurinn horfði annað
Meðfylgjandi myndband talar sínu máli. Komið hefur í ljós að á lokasprettinum í borgarstyrjöldinni á Siri Lanka voru meira en 20.000 óbreyttra borgara drepnir af ríkishernum. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna sem fyrstir fengu aðgang að þeim svæðum þar sem Tamílar vörðust hvað harðast, segja að sú tala eigi eftir að hækka. Ríkisstjórn Siri Lanka lét eins og kunnugt er banna allan aðgang fréttamanna og hjálparstofnanna að þeim svæðum sem harðast urðu úti í bardögunum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2009 | 14:48
Kóreustríðinu framhaldið
Þegar að Norður Kóreumenn gerðu innrás í Suður Kóreu árið 1950 hófst Kóreustríðið. Árið 1953 var gert vopnahlé á milli stríðandi aðila sem hefur haldið að mestu þar til núna. Aldrei var skrifað undir neina friðarsamninga til að ljúka styrjöldinni.
Í kjölfarið á kjarnorkutilraunum N-Kóreumanna á dögunum sögðust S-Kóreumenn ætla að taka þátt í að leita vopna um borð í bátum á Gula Hafinu sem færu til eða frá Norður Kóreu, en bæði löndin liggja að því hafi. Stjórn Kim Jang-il í Norður Kóreu lýsti því þá yfir að vopnahléinu væri lokið.
Hverjar eru líkurnar á stór-átökum?
Mjög litlar verður að telja. Ólíklegt er að N- Kórea geri aftur innrás í S-Kóreu sem er studd af Bandaríkjunum og Kim mundi örugglega tapa þrátt fyrir að hafa meira en eina milljón manna undir vopnum. Mikilvægasta markmið Kims er og hefur verið að halda völdum. Styrjöld mundi binda endi á stjórnarferil hans.
Hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Mögulegt er að það komi til minniháttar átaka, sérstaklega á svæðinu í Gula hafinu sem aldrei hefur náðst samkomulag um hver eigi tilkall til. Til sjóorrusta gæti komið ef Bandaríkin og S-Kóreumenn reyna að framkvæma vopnaleit um borð í skipum frá N-Kóreu.
Hvað um kjarnavopn Norður Kóreu?
Trúlegt er að N-Kóreumenn ráði yfir allt að 10 kjarnaorkusprengjum. Plútoníum í sprengjurnar fengu þeir frá kjarnorkuverinu í Youngbyon. En þær eru ekki eins ógnvekjandi og halda mætti. N-Kóreu hefur ekki tekist að þróa kjarnaodda sem eldflaugar gætu borið. Kjarnorkusprengjum þeirra yrði því að varpa úr flugvél. Ef að herflugvél tæki síg á loft frá N-Kóreu á átakatímum mundi hún umsvifalaust verða skotin niður.
Hvað er það versta sem Norður Kórea getur gert?
Mesta hættan fyrir S-Kóreu stafar af langdrægum þungavopnum N-Kóreu. Seúl höfuðborg S-Kóreu er aðeins um 46 km. frá landamærum þjóðanna og þar búa rúmlega 20.000.000 manns. Stórskotalið N-Kóreu sem telur um 18.000 mismunandi stórskotaliðs-einingar og flestum þeirra er beint að S-Kóreu. N-Kórea gæti því dælt allt á milli 300.000 og 500.000 sprengikúlum inn í Seúl-borg á hverri klukkustund.
Hvað mun gerast í framhaldinu?
S-Kórea og Bandaríkin munu saman reyna að halda Kim í skefjum og herða viðskiptabönnin sem þegar hafa verið samþykkt gegn stjórn hans. Leitað verður í skipum N-Kóreu og reynt að útiloka að til eða frá landi berist búnaður til kjarnavopna gerðar. En hvorugir munu sækjast eftir að styrjöldin hefjist aftur fyrir alvöru. Suður-Kórea vill ekki taka þá áhættu að Soúl verði lögð í rúst og Kim vill ekki að völd hans raskist því þau eru honum mikilvægari en nokkuð annað.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2009 | 16:47
Sýndar-forsetakosningarnar í Íran
Íranar undurbúa nú forsetakosningar sem fara eiga fram 12. júní n.k. Kosningarnar eru þær tíundu síðan Reza Pahlavi keisara var steypt af stóli 1979 og byltingarvarðaráð og æðstu klerkar tók við yfirstjórn landsins.
Meira en hundrað kandídatar létu skrá sig til leiks en byltingarvarðaráðið hefur útilokað þá alla frá þátttöku nema fjóra en fresturinn til að lýsa yfir framboði rann út 20. maí. Allir eru þessir fjórir frambjóðendur innanbúðarmenn hjá ráðinu þannig að þegar er búið að koma í veg fyrir að hægt sé á nokkurn hátt að kalla kosningarnar frjálsar.
Tveir þeirra eru kallaði "umbótasinnar" en það eru Mehdi Karroubi fyrrum forseti þingsins (Majlis) og Mir-Hossein Mousavi sem var síðasti forsætisráðherra Íran 1979-1989, en það embætti er nú aflagt sem slíkt.
Hinir tveir eru kallaðir íhaldsmenn en það eru þeir Mahmoud Ahmadinejad núverandi forseti sem sækist eftir endurkjöri og Mohsen Rezaei, fyrrum foringi í byltingavarðarráðinu.
Í tilefni kosninganna hefur Byltingarvarðaráðið látið loka fyrir aðgang Írana að fésbókinni þar sem margir óháðir frambjóðendur voru búnir að koma sér upp síðum og var vettvangur fyrir fólk til að skrafa á um pólitík.
Langlíklegastur til að vinna kosningarnar er talinn lýðskrumarinn Mahmoud Ahmadinejad sem enn notar hvert tækifæri til að ýja að því að Íranar munu koma sér upp kjarnavopnum á næstu misserum.
Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið Írönum þar til í enda árs til að bregðast við áskorunum sínum um að koma á móts við óskir vesturveldanna um að hverfa frá öllum slíkum áformum.
En miðað við upplýsingar sem þegar hafa komið fram munu Íranar einmitt um það leyti hafa nægilegt magn af auðguðu úraníum til að búa til kjarnorkusprengju. Mahmoud Ahmadinejad hefur þegar montað sig af því að Íran eigi þegar flaugar sem flogið getta alla leið til Ísrael.
Í Ísrael ríkir almennur ótti við áform Írana og samkvæmt nýlegri könnun sem gerð var þar í landi sagðist allt að 25% Ísraela íhuga að flytja úr landi, komi Íranar sér upp kjarnavopnum.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2009 | 23:56
Ísland í 4. sæti
Íslenskar þingkonur komu saman til að fagna því að fleiri konur sitja nú á alþingi en nokkru sinni fyrr. Konur sitja í 27 af 63. þingstólum sem er 42.9% af heildafjöldanum. Þegar listinn yfir hlutfall fjölda kvenna á löggjafaraþingum landa heimsins er skoðaður sést að hinn góði árangur kvenna í síðustu kosningum lyfti Íslandi upp í fjórða sæti.
Efst á þeim lista trónir Afríkulandið Rúanda þar sem rúmar tíu milljónir manns búa. Landið sem er einna þekktast fyrir skelfileg þjóðarmorð sem áttu sér stað þar 1994 var fyrsta þjóðin í heiminum sem konur voru kosnar í meiri hluta á löggjafarsamkundu þjóðlands.
Í Rúanda sitja konur í 45 af 80 sætum þingsins sem er hlutfallslega 56.3%
Í öðru sæti eru grannar okkar og frændur Svíar. Á Sænska þinginu sitja 164 konur en alls er fjöldi þingsæta 349. Hlutfall kvenna er því 47%
Í þriðja sæti er Kúba. Þar eru þingsæti alls 614 en konur sitja í 265 þeirra sem er hlutfallslega 43.2%
Það vakti athygli mína að Bretland er í 58. sæti á listanum, en þar er hlutfall kvenna á þingi aðeins 19.5%.
Bandaríkin eru enn neðar, eða í 70. sæti með 16.8%.
Þeir sem vilja rýna enn frekar í þennan merka lista, geta gert það HÉR
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2009 | 03:10
Smáfólkinu í Afríku nauðgað.... aftur
Í mörgum Afríkulöndum er að finna ættbálka smávaxins fólks sem kalla sjálfa sig ýmsum nöfnum eins og Aka, Baka, Mbuti og Twa. Hver þessara ættbálka er samsettur af ættflokkum sem einnig bera sérstök heiti. Að auki eru til á hinum mörgu Afríkumálum ýmis nöfn yfir þetta smáfólk á meðal hverra hæstu karlmenn verða aldrei hærri en 150 cm. Þá búa ættbálkar smáfólks í Taílandi, Malasíu, á Indónesíu, á Filippseyjum, á Papúa Nýju Geníu, í Brasilíu og í Bólivíu og bera þeir allir sérstök heiti, rétt eins og við köllum okkur Íslendinga.
Vesturlandabúar þ.á.m. Íslendingar, kjósa enn að kalla þetta fólk Pygmýja sem er komið úr grísku og fyrir utan að vera sú stærðaeining sem lýsir fjarlægðinni á milli olnboga og hnúa er nafn á einhverjum dvergum sem bjuggu í Eþíópíu og/eða á Indlandi og fornskáldið Hómer lýsir fyrstur manna.
Sjálfu finnst smávaxna fólkinu þetta orð óviðeigandi og vilja láta kalla sig því nafni sem það nefnir sig sjálft.
Að kalla smáfólkið Pygmýja, er ekki ósvipað því þegar fáfrótt fólk talar um Grænlendinga sem Eskimóa.
Eins og tugir annarra netmiðla, flytur Mbl.is um þessar mundir fréttir af hópi smáfólks í Austur-Kongó, sem er af Aka ættbálknum og býr í þorpinu Kisa í Walikalen. MBL.is kallar þá Pygmýja. Smáfólk þetta, sem annað, kemst ekki oft í heimsfréttirnar og t.d. var lítið sem ekkert um það fjallað þegar að styrjöldin í Kongó stóð sem hæst og pyntingar, nauðganir og fjöldamorð á Aka og Baka fólkinu, voru daglegt brauð. Heimurinn kærði sig kollóttann þótt einhverjir "villimenn" dræpu aðra "villimenn" í Kongó.
Nú gerðist það fyrir nokkrum vikum að einhverjir hjátrúarfullir og fáfróðir villimenn, sem starfa fyrir ríkjandi stjórnvöld í Kongó, réðust einu sinni enn á smáfólkið. Í þetta sinn í þeim eina tilgangi að nauðga gömlum konum og kornabörnum í þorpinu og síðan höfðingjanum sjálfum. Hluti þessarar "manndómsvígslu" var að gera skömm höfðingjans sem mesta og því var hinum nauðgað að konu sinni og öðrum þorpsbúum ásjáandi.
Nú er allur heimurinn orðin vitni að skömm hans og þetta þykir góður fréttamatur og fullboðlegt í dag, þótt þetta hafi gerst og komið fyrst fram fyrir nokkrum vikum.
Einhver gerði sér grein fyrir því að það sem þykja mundi fréttnæmt væri að villimennirnir trúðu því, eftir því sem sagt er, að þeir mundu hljóta við þessi voðaverk "yfirnáttúrlega krafta". Sá hluti sögunnar varð að fyrirsögn fréttarinnar.
Flestar þær greinar sem ég hef séð um málið, (þær skipta tugum) eru nánast algjörlega eins, orðrétt uppétnar eftir hverjum þeim sem fyrstur skrifaði fréttina um þessi gömlu tíðindi.
Engin þeirra gerir minnstu tilraun til að skýra baksvið þessarar fréttar eða kynna fyrst og fremst fyrir okkur þolendurnar voðaverkanna sem í henni er lýst. Gerendur slíkra óhæfuverka eiga hvort eð er svipaða sögu að baki, hverrar þjóðar sem þeir kunna að vera.
Og Engin greinin getur þess t.d. að þessum sérstaka ættbálki tilheyrir fólk sem í er að finna elstu mannlegu litningana. Þeir eru því elsta "gerð" mannvera sem til er í heiminum. Það var frá sömu slóðum og eru og hafa verið hefðbundin heimkynni þeirra, að lítill hópur fólks tók sig upp fyrir ca. 200.000 árum og hélt norður á bóginn. Af honum er mannkynið komið.
Aka fólkið er enn á einskonar millistigi jarðræktar og safnarastigs. Það neytir 63 mismunandi tegunda jurta, 20 skordýrategunda, hunangs frá 8 mismunandi tegundum býflugna og kjöts af 28 tegundum dýra.
Þess er heldur ekki getið að feður af Aka ættbálknum, verja meiri tíma með afkvæmum sínum en nokkrir aðrir feður í heiminum. Börn þeirra eru innan seilingar þeirra 47% af deginum og þeim hefur verið lýst sem bestu feðrum í heimi. Þeir taka upp börn sín, knúsa þau og leika við þau, fimm sinnum oftar en aðrir feður í hinum ýmsu samfélagsgerðum heimsins. Það er álitið að ástæða þess sé hin sterku bönd sem eru á milli eiginmanns og eiginkonu í samfélgi þeirrra.
Alla daga hjálpast hjónin að við veiðar, fæðusöfnun og eldamennsku og deila auk þess frítíma sínum með hvort öðru. Það eru sterk samsvörun milli þess tíma sem hjónin verja saman og þess tíma sem karlmaðurinn ver til að veita börnum sínum umhyggju.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 03:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)