Rasismi rasistans

Mahmoud_Ahmadinejad_208725cForseti Írans Mahmoud Ahmadinejad sparaði ekki grjótkastið á ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um kynþáttafordóma í Genfar, þótt hann búi sjálfur í glerhúsi. Hann beinir spjótum sínum sem fyrr að Ísrael og segir Zionisma vera kynþáttastefnu. Hann ætti samt að líta sér nær. Eftir að hann komst til valda í Íran hafa ofsóknir á hendur minnihlutahópum þar í landi aukist til muna og var ástandið síður en svo gott fyrir.

Kúrdar Í Íran hafa sætt stöðugum ofsóknum og ásökunum um að vera "hryðjuverkamenn" án nokkra sannana þar um. Yfirvöld gera engan greinarmun á friðsamlegum mótmælum þeirra og árásum vopnaðra hópa Kúrda og ekki færri en sex leiðtogar þeirra hafa verið teknir af lífi í Íran á síðustu tveimur árum. Einnig hafa ofsóknir gegn Baluch fólkinu og Aröbum í Khuzestan aukist mjög í seinni tíð.

Enn er kynjamisrétti löglegt í Íran sem kemur í veg fyrir að konum séu veitt grundvallar mannréttindi. Kvenréttindakonum var t.d. umsvifalaust varpað í fangelsi fyrir það eitt að safna undirskriftum til að skora á stjórnvöld til að létta af þeim okinu. Að verja málstað kvenna í Íran varðar við þjóðaröryggislöggjöf landsins.

Free-Friends-in-Iran-4Misrétti og ofsóknir gegn trúar-minnihlutahópum eru afar algengar í Íran. Fyrir þeim verða kristnir, gyðingar, súfíar, sunní-múslímar og bahaiar. Einkum eru það meðlimir Bahai trúarinnar sem hafa þurft að þola margháttaðar ofsóknir, eingöngu vegna skoðana sinna. Á síuðustu fjórum árum hafa meira en 200 bahaiar verið handteknir, haldið föngnum, sætt kúgun og áreiti. Glæpirnir sem þeir eru sakaðir um þegar þeim er gert að mæta fyrir rétt, er að þeir brjóti gegn þjóðaröryggislögum landsins. Þeim er meinað sjá fyrir sér og eignir þeirra gerðar upptækar. Nemendum er meinaður aðgangur að skólum, ef upp kemst að þeir séu bahaiar.

Stjórnvöld í Íran hafa kerfisbundið notað fjölmiðla landsins til að ráðast að Bahai samfélaginu sem er stærsti trúarlegi minnihlutahópur landsins. Hundruð greina hafa birst í dagblöðum þar sem vitnað er í hatursáróður  Mahmoud Ahmadinejad forseta landsins gegn bahaíunum, þar sem almenningur er hvattur til að sýna þeim óvild. Hvatt er opinberlega til árása á heimili þeirra, vinnustaði og grafreiti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru ekki einnig fylgjendum saraþústra beytir misrétti vegna trúar skoðanna sinna.

Ingó (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:36

2 identicon

Ingó (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 21:43

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Ingó. Fylgjendur Zaraþústra´eru flestir flúnir frá Íran til Indlands og annarra landa. En það er rétt hjá þér að þeir voru grimmilega ofsóttir.

Ég veit ekki Haukur, hvort Íransforseti hefur efni á að vera benda fingri þegar hann persónulega er forsprakkinn að ofsóknum á hendur saklausu fólki. Að auki held ég ekki að hann sé að gera Palestínumönnum neinn greiða með svokölluðum stuðningi sínum við málstað þeirra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.4.2009 kl. 22:07

4 identicon

Sæll Svanur

Eins og þér er kunnugt þá er ég ekki hrifinn af Zíonisma og/eða Zíonistum (Rasisma og Terrorisma) eða hvað þá að ég sé einhver aðdáandi Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans, en menn eiga fá tala og eiga skoðunarskipti um Zíonisma (terrorisma og Rasisma) Arabahatur (eða Anti Arab-semitism) svo og allt er viðkemur kynþáttamisrétti á þessari ráðstefna gegn kynþáttamisrétti. Ég spyr afhverju ganga menn út, eða afhverju geta menn ekki alveg eins mótmælt eða svarað honum Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans?

UN declared "Zionism is a form of racism and racial discrimination." on 10 Nov 1975, when it passed Resolution 3379
Resolution 3151 G (Dec 14 1973) condemning "the unholy alliance between South African racism and zionism"

Zionism or Jewish National Socialism was founded by Moses Hess, who converted Marx & Engels to communism. He is the founder of the 3 Evil Idologies of Communism, Zionism & Nazism.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:25

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll sjálfur Þorsteinn.

Ég hygg að þeir sem gengu út hafi gert það mjög af sömu ástæðu og forsetin hélt ræðuna, þ.e. í pólitískum tilgangi. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 17:16

6 identicon

Já, svona gerist þegar trúarbrögðum er leyft að mynda grundvöll stjórnar... Svona getur vissulega líka gerst án trúarbragða og held ég gerist alltaf á endanum þegar e-h "dogma" á að mynda gagnrýnislausann grunn. 

Einar Þór (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband