Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Karl Bretaprins gerir grín að Íslendingum og segir þá skulda Elízabetu móður sinni peninga.

new%20bath%20spa%20cornerKarl Bretaprins heimsótti borgina Bath í gærdag, (heimaborg mína um þessar mundir) þar sem hann var viðstaddur formlega opnun nýrrar viðbyggingar sem er yfir einu náttúrulegu heitavatns-baðlindinni í Bretlandi; Sjá Bath Spa.

Lindin sem hefur verið í notkun allt frá dögum Rómverja, hlaut  mikla andlitslyftingu þegar yfir hana var byggt umdeilt en veglegt húsnæði. Karl er mikill áhugamaður um byggingalist og varð því við  boði borgaryfirvalda að opna viðbygginguna formlega.

Til að gera langa sögu stutta, var ég einnig viðstaddur opnunina. Kannski af því að ég er frá landi þar sem heitavatns lindir eru algengar, og hafði að auki komið að gerð kynningarmyndbands fyrir staðinn, var mér boðið að vera einn gestanna.

Karl sem mætti með fríðu föruneyti, klippti á borðann og hélt síðan stutta ræðu við þetta tækifæri. Þar næst sté hann úr pontu og gaf sig á tal við viðstadda sem stóðu í litlum hópum vítt og breitt um viðhafnarsalinn.

BathSpaRooftopPoolSvo vildi til að ég var í fyrsta hópnum sem hann staldraði við hjá þar sem ég var þarna í boði kynningarfulltrúa staðarins. Kynningarfulltrúinn kynnti alla í hópnum og Karl tók í hönd þeirra. Þegar hann koma að mér (ég var síðastur) rak Karl þegar í stað augun í lítið merki með íslenska fánanum sem ég bar í jakkabarminum.  "Oh, have you ever been to Iceland"  spurði hann um leið og hann benti á barmmerkið.  "I am in fact Icelandic sir," svaraði ég. Hann brosti og spurði svo sposkur; "Any chance you fellows will ever pay may mother what you owe her? ." Ég varð skiljanlega hálf hvumsa en gerði mér samt strax grein fyrir hvað hann var að fara. Hann var að skýrskota til  leigu sem eitt af útrásarfyrirtækjum Íslendinga hafði ekki getað greitt Elísabetu drottningu þegar það fór á hausinn. Fyrirtækið (Kaupþing) hafði aðsetur í einni af mörgum eignum drottningar sem hún á í miðri London. Fréttir um málið höfðu birtist fyrir skömmu á Íslandi,   m.a. hér.

Prince%20CharlesÉg ætlaði að fara að svara honum einhverju, þegar hann spurði aftur; "What is the capital of Iceland? About three quids isn't it?" Svo snéri hann í mig baki og gekk hlæjandi yfir að næsta hóp.

Allt í kringum mig var fólk sem vel hafði heyrt það sem prinsinn sagði. Það skellihló með honum, að mér.

Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég kom heim var að skrifa harðorð mótmæli á heimasíðu Karls Bretaprins fyrir ókurteisi hans og hótfyndni, ekki bara í minn garð, heldur lands míns og þjóðar hverrar gestrisni hann sjálfur hefur notið.

Þeir sem vilja taka þátt í að gefa honum orð í eyra geta gert það hér á heimasíðu hans hátignar.

 

 

 

 

 

Ef þér gengur illa að finna "athugasemdaflipann" á síðu Karls, geturðu skrifað undir sérstaka yfirlýsingu sem ég hef undirbúið  hér.

 


Bretar fá 10% til baka frá Icesave

article-1072611-02C1CF0A000004B0-738_468x286Enn hrína Bretar yfir afleiðingum hruns íslensku bankanna, einkum þó yfir að hafa lagt mikið fé inn á Icesave reikninginn. Þeim þykir súrt að fá ekki  til baka nema kannski 10% af innlánsfénu og það er skiljanlegt. (Sjá grein BBC) 

Gremja þeirra hefur snúist upp í ásakanir á hendur hvor öðrum um hver hafi átt sökina á því að stór bæjarfélög í Bretlandi voru að leggja inn á Icesave reikninginn peninga allt fram að þeim degi er hrunið varð.

Þannig varð gjaldkerinn í Kent fyrir því óláni að opna ekki emailið sitt sem varaði hann við því að Isesave væri ekki lengur neitt "save" og hann lagði því þrjár milljónir punda inn á reikninginn 1. okt. síðast liðinn. Kentbúar eiga inni hjá Icesave 50 milljónir punda. Sjálf eftirlitsstofnunin sem á að líta eftir með fjárfestingum bæjarfélaganna í Bretlandi lagði 10 milljónir in á Icesave, svo erfitt er um vik fyrir menn að finna góðan blóraböggul.


Dagurinn þegar allt hrundi

GD6593838@1929-----Panicked-sto-3157Dagurinn hófst með hefðbundnum hætti á verðbréfamarkaðinum á Wall street í New York, stærsta peningamarkaði í heiminum, þann 24. október 1929. Kauphallarmenn voru samt taugaóstyrkir. Á síðastliðnum vikum hafði markaðurinn sveiflast upp og niður eins og jóhjó. Verð voru ýmist há eða lág og svo var einnig um bjartsýni og vonir verðbréfamiðaranna.

Á seinni hluta þriðja tug aldarinnar síðustu rann á Bandaríkjamenn kaupæði. Varningur og hlutabréf í nánast hverju sem var, runnu út ein og heitar lummur og auðvelt var að fá lán fyrir því sem hugurinn girntist. 

stocks-1929Svallveislan var fjármögnuð að mestu af spákaupmönnum sem voru fullvissir að sí-hækkandi kaupverð tryggði þeim ágóða. Undir það síðasta varð þeim samt ljóst að margir mundu ekki geta staðið í skilum á lánum sínum. Um miðjan október 1929 höfðu verð hlutabréfa á markaðinum fallið svo mikið að þúsundir manna reyndu hvað þeir gátu til að selja verðlaus hlutabréf sín. Þær aðgerðir gerðu ekkert annað en að auka á verðhrunið.

Á deginum sem síðar var kallaður "Svarti Fimmtudagurinn" hrundu innviðir bandaríska hagkerfisins í sölustormi angistarfullra verðbréfasala. Klukkan ellefu að morgni  24. október, klukkustund eftir opnun verðbréfamarkaðarins, greip um sig skelfing á kauphallargólfinu. Fjárfestar sem héldu sig hafa keypt bréf í ábatasömum fyrirtækjum, skipuðu verðbréfamiðlurunum að selja, fyrir hvaða verð sem fékkst, jafnvel fyrir ekki neitt.

Á kauphallargólfinu hlupu menn um eins og þeir væru sturlaðir. Svitabogandi og hvítir í framan reyndu þeir hvað þeir gátu til að losa sig við nánast verðlausa pappíra.

wallUm hádegi virtist mesta skelfigin vera liðin hjá. Hópur þekktra bankaeigenda sem höfðu krunkað sig saman gaf út þá yfirlýsingu að hann mundi kaupa hlutbréf fyrir allt að þrjátíu milljónir með það fyrir augum að styðja við markaðinn. Klukkustund síðar tróð Richard Whitney forseti kauphallarinnar sér í gegnum þvöguna á gólfinu og tilkynnti að hann vildi kaupa hlutbréf á yfirverði fyrir 20.000.000 dollara. Á örfáum mínútum hafði hann eytt allri upphæðinni. Áhrifin af framtaki bankamannanna voru skammvinn. Hvaðanæva af landinu bárust boð í gegn um bréfborðaritara kauphallarinar frá fjárfestum um að þeir vildu selja.

Kauphöllin lokaði að venju klukkan þrjú, en fram eftir allri nóttu voru ljós logandi í skrifstofum hennar þar sem verðbréfasalar reyndu að greiða úr viðskiptum dagsins. Veitingastaðir í kring voru opnir fram á miðja nótt og öll hótel voru full af örþreyttum viðskiptajöfrum og verðbréfamiðlurum.

Löngu seinna kom í ljós að 12.894.650 hlutir hefðu verið seldir þann dag. Að jafnaði fóru fram í kauphöllinni mánaðarlega 4 milljónir viðskipta.

Næstu daga fóru fram töluverð viðskipti í kauphöllinni og á Sunnudeginum kváðu mörg af dagblöðum landsins upp með að það versta væri yfirstaðið og að viðskiptin mundu braggast á komandi vikum.

PD2438406@People-gather-on-the--940Á Mánudeginum byrjuðu verðbréf aftur að falla í verði og enn meira á þriðjudeginum "hræðilega". Þá var orðið ljóst að það versta var enn framundan. Þann dag var skipst á 16.5 milljón hlutum áður en botninn datt endanlega úr markaðinum og engir voru lengur eftir til að kaupa. 14.000 milljónir dollara í pappírsverðmætum urðu þann dag að engu. Einn miðlaradrengurinn bauð t.d. verðbréf sem sex dögum áður höfðu verið metin á 100.000 dollara fyrir einn dollar, og fékk hann.

Þrátt fyrir þetta voru enn nokkrir auðjöfrar sem töluðu digurbarkalega. Einn slíkur var John D. Rockefeller, olíubaróninn mikli. Hann tilkynnti að hann mundi kaupa "góð almenn hlutabréf". Eddi Connor frægur skemmtikraftur sem hafði tapað öllu í kauphallarhruninu sagði um Rockefeller af því tilefni; "Hann hefur efni á því, enginn annar á peninga eftir".

depressÁstæður hrunsins var án efa kauphallarbrask, ekki ósvipað því sem fór fram á Íslandi á síast liðnum árum. Fólki var lofað mikilli ávöxtun af útblásnum verðbréfum sem engin innistæða var í raun fyrir. Þegar að blaðran sprakk, stöðvuðust lánaviðskipti og atvinnulífið lamaðist. Upp komst m.a um 15 starfsmenn Union Industrial Bank sem höfðu spilað með eignir bankans og vörslufé hans eins og það væri þeirra eigið fé. í kjölfarið var farið að rannsaka fleiri banka í Bandaríkjunum og var sá banki vandfundinn sem ekki hafði á einn eða annan hátt tekið þátt í Hrunadansinum.

Í kjölfar bankahrunsins fylgdi kreppa sem teygði anga sína víða um heim og stóð sumstaðar allt fram undir heimstyrjöldina síðari.


Íslensku glæpagengin enn í góðum málum

meyer-lanskyHelsta vandamál allra stórtækra glæpamanna er hvernig þeir eigi að koma peningunum sem þeir svindla, stela eða fá fyrir ólöglega starfsemi sína, aftur  í umferð og geti eytt þeim aftur í það sem þá lystir, án þess að yfirvöld geti hankað þá.  Aðferðirnar sem þeir beita gengur undir samheitinu peningaþvætti. Besta aðferðin, lengst af,  þótti að kaupa banka, helst í landi þar sem stjórnvöld eru ekkert að fetta fingur út í starfsemi bankanna og láta þá óáreitta.

Þetta gerði t.d. Mafíósinn frægi, Meyer Lansky á Kúbu á fjórða og fimmta ártug síðustu aldar og naut til þess stuðnings herhöfðingjans Batista sem svo varð forseti landsins 1952. Flestum er kunnugt um þá sögu og inn á hana kemur m.a. Mario Puzo í öðru bindi um Guðföðurinn en þar er Meyer látin fara með dálitla ræðu um hversu möguleikarnir fyrir glæpagengin séu miklir þar sem ríkisstjórnin og löggjöfin sé vinveitt þeim. Hann kallar Kúbu "paradís" hvað það snerti.

Helstu tekjur þessara glæpagengja á Kúbu voru af eiturlyfjasölu, spilavíta-rekstri og vændi. Þau  fluttu illa fengna peninga sína frá Bandaríkjunum og fjárfestu í bönkunum í Havana, lúxushótelum, bílum og flugvélum og afganginn sendu þeir til Sviss.

Á Íslandi hefur svindl og ákveðin gerð peningaþvættis verið hafinn upp til hærri hæða enn nokkru sinni gerðist á Kúpu. Glæpahyskinu þar þótti mikilvægt að Bankar þeirra héldu "löglegu" yfirbragði og forðaðist að nota þá beint til ólöglegrar starfsemi. 

davi_og_bjorgolfur_mbl_kristinnEn eftir að bankarnir voru einkavæddir á Íslandi, hófst umfangsmikil  fjárplógsstarfsemi sem fólst í því að gera bankana sjálfa að aðal tekjulindinni. Aðferðin fólst m.a.  í því að bjóða útlendingum himinháa vexti fyrir innlánsfé sem síðan var komið undan inn á bankareikninga á hinum ýmsu aflöndum. Bankarnir fölsuðu skýrslur sem sýndu að eignir bankanna væru miklu meiri en þær voru í raun og veru og fengu peninga lánaða út á það  hjá öðrum bönkum sem síðan var komið fyrir í lúxuseignum og skúffufyrirtækjum víða um heim.  Að auki var sparifé Íslendinga, opinberum sjóðum landsins, hlutabréfum  og öðru vörslufé bankanna, komið undan á svipaðan hátt. Segja má að græðgi glæponanna sjálfra hafi að lokum slátrað mjólkurkúnni, enda hún orðin mögur og mergsogin.

ee3080fc2bd3a4aAð koma öllu þessu í kring tók nokkurn tíma en á meðan þessi iðja stóð sem hæst voru þjófarnir hilltir á Íslandi og þeim færðar orður fyrir framgöngu sína í þágu þjóðarinnar. Stjórnvöld studdu við bakið á þeim með því að láta þá algjörlega óáreitta enda störfuðu þeir í anda stefnu þeirra, þ.e. óheftrar frjálshyggju sem kveður á um að efnahagslögmálin sjái sjálf um að allt gangi eðlilega fyrir sig.

2003043018243124Það sem er undarlegast samt, núna þegar upp hefur komist um svindlið og þjófnaðina sem voru svo stórfelldir að við jaðrar að landið sé gjaldþrota, þá þorir enginn enn að sækja skálkana til ábyrgðar. Fólk hamast í pólitíkusunum sem létu þetta viðgangast og krefjast þess að þeir fái ekki að koma lengur að stjórn landsins, en sjálfir glæponarnir fara frjálsir ferða sinna, njóta enn illa fenginna auðæfanna og að því er virðist hafa algjörra friðhelgi.

Þegar að smá-þjófar eru handteknir af lögreglu, er þeim haldið í gæslu ef hætta þykir á því að þeir geti spillt sönnunargögnum í málinu eða komið þýfinu undan. En um landræningjana, íslensku nývíkinganna, gilda önnur lög.

Að auki ætlast stjórnvöld til þess að almenningur í landinu, greiði nú af litlum efnum, það sem svindlararnir höfðu af erlendum aðilum af fé.  


Eru til alvöru blóðsugur?

GrímurÞað er eins og að aftur sé að færast líf í skálkana sem enn eiga peninga á Íslandi, eftir að landsmenn hættu að berja búsáhöldin sín á Austurvelli. Um tíma var eins og skarkalanum tækist að fæla þá frá ódæðisverkunum líkt og hvítlaukur virkar á blóðsugur og þeir létu lítið fyrir sér fara opinberlega um hríð.

Nú þegar þeir halda að mesta púðrið sé farið úr byltingunni, eru þeir aftur komnir á kreik. Í þetta sinn eru notuð ný brögð. Í bland við að  bókfæra einhverjar eignir fyrirtækisins miklu hærra en þær eru virði og fá svo lán út á það,  er um að gera að nýta sér kreppuástandið og fá starfsfólk fyrirtækjanna til að gefa eftir hluta af launum sínum og/eða löglegum launahækkunum.

Þannig geta eigendur fyrirtækjanna haldið áfram að fá greiddan út arð fyrir það að eiga eitthvað í fyrirtækinu.

Sumt breytist þó ekki. Best er að gera þetta á hefðbundinn hátt og passa að láta þá sem eiga að svara fyrir það ekki vera við. Þá geta þeir alltaf sagt; Ja ég var nú ekki á landinu þegar þetta var gert. Eða, ég veit það ekki, ég er ekki enn búinn að lesa skýrsluna.

Gott dæmi um þessar mundir um slíka skálka sem fela sig í skugganum, eru stjórnarformaður HB Granda, Árni Vilhjálmsson sem er um þessar mundir eitthvað að bjástra á Chile. Þá er það Ólafur Ólafsson stjórnamaður og einn stærsti eigenda HB Granda sem ekkert vill segja um málið og Kristján Loftsson varaformaður stjórnarinnar sem ekki talar við blaðmenn heldur.

Skrýtið hvernig það er eins með allar alvöru blóðsugur. Þær þola illa dagsljósið. Landsmenn þurfa greinilega að draga fram stærri sleifar og stærri potta en nokkru sinni áður.

42-16146390


Ég mun drepa Ali

230392279_16bac6ffccDrengirnir komu gangandi í rikinu eftir moldartröðinni á milli tjaldanna. Þeir eru 12 ára og leiðast hönd í hönd eins og ungir drengir gera oft í austurlöndum enda bestu vinir. Báðir heita þeir hinu algenga nafni Ali. Þeir eru að fara í sjónvarpsviðtal þar sem þeir er spurðir út í líf sitt í Afganistan áður en fjölskyldur þeirra voru drepnar og líka út í það hvernig lífið í þessum stóru flóttamannbúðum fyrir Afgani í Pakistan gengi fyrir sig. Meira en ein milljón Afgana dveljast nú í slíkum búðum. Fjölskylda annars var drepin í loftárás bandamanna og fjölskylda hins lést í sprengjuárás frá Talibönum.

Annar er staðráðin í að ganga í lið með Talibönum þegar hann fær aldur til. Vinur hans er jafn staðráðin í að ganga í þjóðherinn í Kabúl.

Hvað ætlið þið að gera ef þið mætið hvor öðrum á vígvellinum, spyr sjónvarpskonan. Báðir svöruðu óhikað;  "Ég mun drepa Ali."

Í Afganska þjóðhernum eru nú 180.000 manns. Af útlendum hermönnum í landinu eru um 100.000 manns, fyrir utan leiguliða og her-verktaka. Allir eru að eltast við Talibana sem enginn veit hvað eru margir. Engir sigrar hafa raunverulega unnist frá því að Talibanar voru hraktir frá völdum í Kabúl. Skærur og skotárásir eru daglegt brauð en jafnskjótt og eitt þorp hefur verið jafnað við jörðu flyst andstaðan við erlenda "setuliðið" yfir í næsta þorp.

Allir herforingjar sem starfað hafa á vegum NATO í Afganistan hafa annað hvort sagt það berum orðum eða gefið það í skin að þetta sé stríð sem ekki er hægt að vinna. Afganistan hefur aldrei verið sigrað af erlendum herjum þótt margir hafi reynt. Bretar hafa gert hvað þeir gátu til þess allt frá miðbiki 19. aldar, Persar, og Rússar hafa reynt það án árangurs.

oil_flagSamt halda Bretar og Bandaríkjamenn áfram þessum kjánagangi og bera því við að þeir séu að leita að Al-Qaida mönnum og Osama Bin Laden og fá bændur til að rækta eitthvað annað en Valmúga. Talibanarnir segjast vera löngu hættir að taka við fyrirskipunum frá Al-Qaida. Að drepa erlenda hermenn er vinnan þeirra. Þeir fá borgað í dollurum sem koma víðsvegar að úr heiminum. Þeir vinna á daginn og slaka svo á á kvöldin, reykja og drekka.

En hvað eru Bandaríkin og Bretland með NATO regnhlífina á lofti að vilja í þessu landi. Það hefur margoft verið bent á ástæðuna en fjölmiðlar eru tregir til að taka upp málið. Sumir afgreiða það sem "samsæriskenningu".  Auðvitað mundu Bandaríkin aldrei leggjast svo lágt að ráðast inn í land vegna olíu.

 


Eftirlegukindin Ísland

Ísland fyrir allaHún er heit umræðan þessa dagana um hvort Íslandi sé betur sett innan eða utan Evrópubandalagsins. Ein er hlið á því máli sem sjaldan sést rædd, enda hagsmunapólitíkin í forsæti eins og vanalega. -

Þegar við lítum yfir farin veg mannkynsins síðast liðin 10 þúsund ár má greinilega sjá að menningarleg þróun okkar krefst stöðugt stærri samfélagsheilda. Ef stiklað er á stóru í þessari söguskoðun sjáum við að fjölskyldan óx af hirðingastiginu og varð að ættbálki sem gat með samvinnu ræktað landið.  Ættbálkarnir mynduðu með sér borgríki þar sem iðnaður og verslun varð til. Borgríkin mynduðu með sér bandlög sem urðu að lokum að þjóðum. Nú streitast þjóðirnar til við að mynda með sér þjóðabandalög sem að lokum munu sameinast í einu  alþjóðlegu ríkjasambandi. Hinar umfangsmiklu breytingar á högum og háttum manna þegar að þeir hættu að reiða sig á veiði og því sem þeir gátu safnað og fóru að rækta jörðina marka svo mikil tímamót að áhrifamestu rit heimsins eins og Biblían, hefjast á frásögninni af þeim.

Kirkjuvogskirkja HafnirLífsafkoma fólks heimsins og lífsgæði þess á hverju stigi, valt og veltur ætíð á að hvaða marki það var tilbúið til að tileinka sér þau sjónarmið sem gerðu þeim kleift að taka þátt í þessari framvindu menningarlegrar og samfélagslegrar þróunar. Eftirlegukindurnar og þeir sem heltust úr lestinni, stöðnuðu og tíndust.

Það kann vel að vera að Ísland geti streist á móti þessari, að því er virðist, ómótstæðilegu tilhneigingu sögu-framvindunnar  í einhver ár í viðbót, en þeir geta ekki vonast til að stöðva þróunina.  Fyrr eða seinna verða þeir að semja sig inn í þjóðabandalagið eins og aðrar þjóðir eða gerast ein af eftirlegukindunum og lúta þá örlögum þeirra. 

svarthvíttSú heimskreppa sem læsir nú klónum um mannkynið á eftir að herða takið til muna enda er hún aðeins byrjunin á miklum samfélagslegum hamförum á borð við þær sem áttu sér stað þegar að mannkynið sagði skilið við hirðingjalífs-stíl sinn og tók upp fasta búsetu og jarðrækt. Að auki er hún uppgjör við helstefnu blindrar efnishyggju sem einhverjir gáfu réttnefnið "frjálshyggja" því undir henni er öllum allt leyfilegt. Hugmyndafræðilega er hún ímynd fjárhagslegs Darwinisma.

Næstu skref í samfélagsþróun mannkynsins verða tekin þrátt fyrir tregðu þess til að stíga þau. Í því sambandi er sannarlega um líf eða dauða að tefla. Það er t.d.  fyrirsjáanlegt að á næstu áratugum verður tekin upp alheimsleg minnt og staðlað efnahagskerfi sem tryggir fólki sömu laun fyrir sömu vinni hvar sem það er í heiminum. Samtímis verða auðlindir heimsins álitnar tilheyra mannkyninu öllu frekar en einstaka þjóðum enda er vistkerfi hans svo samfléttuð að ómögulegt er þegar að réttlæta tilkall einnar þjóðar til nýtingu þeirra umfram aðrar.

Ísland sem er svo ríkt af varningi sem í framtíðinni munu skipta mesta máli fyrir afkomu mannkynsins, vatni og orku, ætti að vera í fararoddi þeirra þjóða sem vilja deila með heiminum auðlindum sínum, í stað þess að draga á eftir fæturna eins og staðan er í dag.


Fljúgandi mörgæsir, spennandi kostur

Stundum heyrir maður um hluti sem eru einfaldlega of ótrúlegir til að þeir geti verið sannir. En svo kemur í ljós að sannleikurinn er miklu ótrúlegri en skáldskapur getur nokkru sinni orðið. Íslendingar hafa sannreynt þetta aftur og aftur á síðast liðnum mánuðum.

Ofurhetjur heimsinsGrænmetissalar og búðarstrákar sem afgreiddu mig um kartöflupoka á góðum degi fyrir nokkrum árum, urðu einhvern veginn að ofur-krimmum eins og þeir gerast verstir í ofurhetju-teiknimynda-sögunum, sem við vitum öll að eru ótrúlegastar af öllum ótrúlegum skáldsögum. Þeir sátu með puttann á hnappinum, tilbúnir til að brjóta fjöregg þjóðarinnar ef þeim yrði ógnað. Og svo, alveg eins og í teiknimyndablöðunum gerðist eitthvað og allt fór í há loft en þeir voru snöggir til og ýttu á hnappinn og  tókst að flýja með allt sitt og komu sér fyrir í fylgsnum sínum út á eyðieyjum. Munurinn er sá að Þjóðin á enga súperhetju (Captain Ísland)  til að leita réttar síns á þeim. Þess vegna brosa þeir í kampinn í dag og láta taka við sig vitöl þar sem þeir segja drýgindalega hafa tapað miklu sjálfir og e.t.v. hefði það verið farsælast hefðu þeir haldið áfram að selja bara kartöflur út í búð.

BúðardrengurinnUpphæðirnar sem þessir drengir náðu að svindla út úr Íslendingum eru svo háar að það þarf sérstök útskýringa-myndbönd til að fólk fatti hversu miklir peningar þetta voru. - En satt að segja finnst mér upphæðirnar hættar að skipta máli. Þær hafa enga merkingu lengur fyrir mig og fá mig bara til að gapa eins og bjáni eina ferðina enn.

Þess vegna er líklega best að fá bara einhverjar ofurkonur með sæt nöfn og mikla reynslu utanúr heimi til að eltast við þessa bófa. Þá lendir heldur ekki einhver í því að þurfa handtaka og kæra besta vin sinn eða jafnvel bróður sinn.

En það sem kannski er verra er að fullt af frómu fólki reynir að sannfæra mig um að nú sé allt á leiðinni til betri vegar. Nýtt fólk sé að komast í valdastöðurnar, ný framboð séu í uppsiglingu og ný andlit séu að taka við af þeim gömlu í eldri framboðunum. Allt á að breytast nema, kerfið. Við því má ekki raska og mér líður eins og ég sé dottinn inn í kvikmyndina The Wall.

Mér finnst yfirstandandi  breytingar álíka trúverðugar og meðfylgjandi myndband. Myndbandið hefur það fram yfir framboðs-framagosa-hjalið að það er skemmtilegt.


Þeir sem vilja óbreytt ástand þurfa ekki að lesa þetta

Maður í kassaEftirfarandi er til íhugunar fyrir alla þá sem hyggjast gefa kost á sér á framboðslistum stjórnmálaflokkanna í næstu kosningum.

Þessar einföldu setningar  hér að neðan eru einnig til ígrundunar fyrir þá sem halda að nýja fólkið sem hópast nú inn á listana, sé klárara, betra, samviskusamara, heiðarlegra og vinnusamara en það gamla sem annað hvort hefur  tilkynnt að það ætli ekki að gefa kost á sér eða reynir eftir mætti að verja sæti sín á flokkslistunum. 

Ef þú gerir

eins og þú hefur ætíð gert

muntu ætíð fá það

sem þú ætíð færð.

Ef þú villt

það sem þú hefur aldrei haft

verður þú að gera það

það sem þú hefur aldrei gert.


Trilljón álfar út úr hól

trilljón álfarHvað er trilljón há tala? Hvernig lítur trilljón af einhverju út, t.d. af álfum út úr hól? ( Sjá mynd)

Íslendingar hafa löngum getað státað sig af því að hér á landi skuli hlutfall þeirra sem geta lesið og skrifað verið með því alhæsta sem gerist í heiminum. En það er eitt að geta kveðið að og dregið til stafs og annað að henda reiður á tölum, sérstaklega nú í seinni tíð þegar að flestar tölur tengdar fréttum, virðast óskiljanlega háar.

Hagfræðingar og stjórnmálamenn leika sér að því að tala í milljónum, milljörðum, biljónum og jafnvel trilljónum eins og að þær tölur eigi að hafa einhverja þýðingu fyrir meðaljóninn og/eða skírskotun til hans reynsluheims. Svo er ekki í flestum tilfellum. 

Til að auka enn á ruglinginn er ekki notast við sömu orð um sömu tölur beggja megin Atlantsála því að í Bandaríkjunum er milljarður t.d. nefndur billjón.

Milljón (skammstafað sem mljó) er tölunafnorð sem er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000, sem 106, eða sem þúsund þúsund.

Milljarður (skammstafað sem mlja) er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000.000, sem 109, eða sem þúsund milljónir.

Í bandarískri ensku er milljarður oftast nefndur billion, sem er einn þúsundasti af billjón.

 Billjón er heiti yfir stóra tölu, milljón milljónir, sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000, sem 1012, eða sem þúsund milljarðar.

Í bandarískri ensku þýðir billion milljarður, sem er einn þúsundasti út billjón.

Billjarður er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000.000, sem 1015, eða sem þúsund billjónir.

Trilljón er heiti yfir stóra tölu sem má einnig tákna sem 1.000.000.000.000.000.000, sem 1018, eða sem þúsund billjarðar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband