Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
12.9.2009 | 10:15
Hallur og vinur hans Magnús Árni
Hér kemur enn eitt dæmið um skaðsemi þess að taka þátt í flokkapólitík. Hér er greinilega ungur ákafur maður á ferð sem langar að ná miklum frama eins fljótt og hægt er. Í Sjálfstæðisflokknum voru of margir gæðingar fyrir svo hann skiptir um flokk, því hann veit að eini möguleikinn til að komast til áhrifa er að komast inn í valdastofnanir þjóðfélagsins í gegnum flokkakerfið. - Nú hefur hann loks komist í stöðu sem er honum og hans vinum gagnleg. En, einhverjir hafa komist að því hvað hann er að bralla. Eins og með alla þessa vatnsgreiddu framagosa, mun hann stíga á stokk og segjast ekki hafa gert neitt ólöglegt.
Þá hafa velviljaðir flokksbræður hans og "vinir" þegar riðið á vaðið og bent á að hann hafi nú ekki gert neitt ólöglegt og þótt hann hafi kannski unnið gegn anda laga Seðlabankans, hafi hann ekki unnið gegn hagsmunum almennings. Þannig er gefið í skyn að stefna Seðlabankans sé í raun gegn hagsmunum almennings og drengurinn hafi bara verið að redda málum. Snilld!! - En svo er tekið fram til vonar og vara að pilturinn hafi verið stutt í Framsókn og mjög "aktívur" þar áður í Sjálfstæðisflokknum.
Þannig taka framsóknarmenn eins og Hallur Magnússon á þessu máli eins og sjá má á bloggsíðu Þorsteins Ingimarssonar hér.
Málið er enn ein sönnun þess að flokkspólitíkin er siðferðilega gjaldþrota. Innan hennar rúmast ekki siðfræði sem grundvallast á hugsunum og gjörðum sem byggja á sannleika, heldur aðeins hvernig hægt er að mylja sem mest undir sig og sína með því að notfæra sér veikt regluverk þjóðarinnar eða þjóðanna.
Gegn markmiðum Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
12.9.2009 | 02:11
Það má komast af á milljarði....er það ekki annars?
Kúlulán...nei..blessaður vertu, fullkomlega löglegt. Að afskrifa kúlulán til að kaupa hlut í bönkum sem nú eru orðnir verðlausir...hva,,, það var bara gert fyrir starfsmenn og pólitíkusa...Innherjaviðskipti...nei nei..blessaður... áttu sér aldrei stað...Flutningur milljarða úr íslenskum bönkum korter fyrir hrun...Ha, og hvað er ólöglegt við það?.....kennitölur og skúffufyrirtæki til að fá lan, lána örðum, taka vexti, borga arð og og og ....það eru nú bara viðskipti góurinn.
Þessum fréttum og fullyrðingum og viðbrögðum við þeim er ausið daglega yfir þjóðina og fæstir nenna orðið að fylgjast með hver svínaði hvar og hve margir milljarðar voru í spilinu. - Flestir eru jafnframt fullvissir um að það mun enginn svara til saka fyrir nokkuð sem viðkom því sem við köllum "hrunið".
Allir vatnsgreiddu kallarnir sem hingað til hafa fengist til að tala segja það sama. Allt var löglegt. Og það sem kann að hafa orkað tvímælis, voru mistök. Allir voru að gera sitt besta. Lögin voru bara ekki nógu skýr. Og svo vissi enginn að þessi fylking, löglegra, vel meinandi, dálítið óupplýstra manna og kvenna stefndi fyrir björg.
En það kaldhæðnilegasta við þetta allt er, að þrátt fyrir hrunið, þrátt fyrir gjaldþrot banka og fyrirtækja, voru allir þeir sem töpuðu mestu svo ríkir að þeir eru enn vell-auðugir. Það þarf nefnilega ekki nema ja... segjum milljarð, til að hafa það ágætt, næstum sama hvar er í heiminum. Og hver var svo aumur að hann kom a.m.k. ekki milljarði undan?
Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 00:28
Þefurinn af þrotabúinu trekkir
Hinar alþjóðlegu auðhyggjugammar eru fljótir að renna á blóðlyktina. Ísland er í sárum og fréttir berast af fljótfærum og áköfum pólitíkusum suður með sjó sem gerst hafa sölumenn náttúru-auðlinda landsins og láta þær fyrir lítið. Þeir vilja sjálfsagt láta hylla sig sem bjargvætti en sagan mun bölva þeim.
Þar er ekki tjaldað til einnar nætur, heldur munu afkomendur kaupendana njóta þessara hagstæðu viðskipta í nokkrar kynslóðir. Vatn og jarðvarmi er til lengra tíma litið besta fjárfesting sem hægt er að hugsa sér hér i heimi. Betra en olía sem fyrr eða síðar mun þverra, betra en gullið sem glóir en gefur ekki frá sér hita.
Þessi "hópur Japana" sem segir frá í þessari frétt, verður ekki sá síðasti sem kemur til með að hafa áhuga á orkuútsölunni á Íslandi. Því fyrir utan að mega nýta orkuna í jörðinni, búa orkufyrirtækin yfir þekkingu sem hægt er að selja háu verði út um allan heim. - Þetta vita fullt af hópum frá Japan og Kanada og Noregi og jafnvel Rússlandi sem eru í þann mund að stökkva upp í flugvél til Íslands með milljarð af einhverju í tösku.
Og bráðum verður líka til stór sjóður á vegum snjallra íslenskra peningamanna frá íslensku lífeyrissjóðunum sem ætlar að "fjárfesta" í íslensku atvinnulífi. Þeir ætla að blása lifi í glæðurnar á útbrunnum eldum fyrirtækjanna sem fóru illa í hruninu.
Þeir hafa ekki nefnt neinar upphæðir enn, því þær skipta ekki máli vegna þess að lífeyrisgreiðslur til lífeyrisþeganna sem eiga sjóðina hafa þegar verið skertar. Þannig verður til áður ónýtt fjármagn sem þarf að nýta.
Lengi lifi "Nýja Ísland".
Vilja fjárfesta fyrir milljarð dala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.9.2009 | 17:08
Gvöð nei, ég vissi ekkert!!
Hún er eiginkona fyrrverandi Bankastjórans. Hún seldi bréf sem hún átti í bankanum fyrir 55 millur , rétt fyrir hrun. Það þarf ekki mikið ímyndunar afl til að geta sér til um hver vörn hennar verður.
Nei, þetta voru sko ekki innherjaviðskipti. Hún vissi ekkert um í hvert stefndi með SPRON. Þótt maðurinn hennar hafi verið bankastjóri þá var aldrei talað um mál bankans inn á heimilinu eða annarsstaðar í hennar áheyrn.
Nei bíðið nú aldeilis hæg. Hmm. Það var hann sem vissi ekkert. Sjálfur stjórinn hafði ekki hugmynd um hvernig bankinn var staddur. Allir aðrir stjórar voru ansi glúrnir við að koma sínu fé úr bönkunum í öruggt skjól. Ekki hann. Hann sat eftir með sárt ennið, nema hvað hann , eða hún fékk þessar skitnu 55 millur.
Ég veit ekki hvort er verra að játa á sig þau afglöp að hafa ekki fylgst með gangi mála og ekkert vitað að bankinn riðaði á barmi gjaldþrots, eða að hafa hvíslað að konu sinni; þetta er allt að far í kalda kol, seljum eins mikið og við getum. -
Já, það er líka komið í ljós að þótt hún hafi selt bréfin voru þau sameiginlegar eigur þeirra hjóna; "Ég vil líka taka fram að mjög lítill hluti af sameiginlegri eign okkar hjóna í SPRON var seldur á þessum tíma eða 7% enda höfðum við miklar væntingar um framtíð SPRON og héldum eftir 93% af stofnfjárbréfaeign okkar í sparisjóðnum." segir Guðmundur.
Svo er saksóknari efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra greinilega beintengdur inn í hausinn á Guðmundi, því hann hefur staðfest að hann viti að Guðmundur vissi ekkert.
Kemur nokkuð til greina að skila aftur peningunum til Davíðs Heiðars sem Guðmundur bar ábyrgð á að töpuðust? He he...Nééé.
Guðmundur: Bjó ekki yfir upplýsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2009 | 11:36
Þá hlógu allir í helvíti
Ísland og íslendingar er óðum að missa sakleysi sitt. Vígin falla eitt af öðru fyrir því sem hjörtun þrá, peningum.
Við höfum lengi óhreinkað sál og orðstý landsins með að nota hreina orku þess til að framleiða ál, m.a. fyrir hergögn, orðið rík þegar ófriður geisar og verðið hækka og snúið okkur undan í ólund þegar friðsamt var, því þá lækkaði álverðið aftur.
Bein þátttaka landsins í styrjöldum þótti eitt sinn fjarlægur möguleiki. Svo gerðist Ísland aðili að árásarstyrjöld í von um að geta mjólkað Bandaríkjaher dálítið lengur, en það reyndist á endanum vafurloginn einn. Samt tókum við þátt í flytja hergögnin, sendum Herdísi hermann til að herja og leyfðum flugvélum á leið að sprengja Íraka að millilenda hér.
Nú höldum við áfram að kanna þennan dimma veg sem stríð og átök heimsins eru og spreytum okkur á hergagnagerð. Þetta eru sérstakir bílar fyrir norska herinn til að nota í austurlöndum. Loksins fannst iðnaður sem er landi og þjóð sæmandi, og arðvænlegur líka. Miklar vonir bundnar við að fleiri vopnaskakarar bíti á krókinn. Enn er það náttúra Íslands sem er dreginn upp úr svaðinu með að nota hana til að prófa stríðs-djásnin. Nei, þetta eru ekki morðtól, kunna sumir að segja. Þá hlógu allir í helvíti.
Auglýsing frá Arctic Trucs sem birtist m.a. á þessari hergagnasölusíðu.
Arctic Trucks offer a range of modifications for 4x4 light wheeled vehicles for special missions as Medevac, patrolling, MP, law enforcement, liaison, escort, EOD services, dog transport and so forth. Arctic Trucks modifications enhance extreme off-road mobility for military organizations, humanitarian aid, rescue organizations and companies who must be able to operate in complex environments under the most rigorous conditions. One of the 4x4 modification is the High Mobility Multi Purpose G290 light wheeled vehicle. The G290 is one of the world's most sold vehicle for military purposes in its class. The rigid chassis and drive line allows large wheels to be fitted, thus improving the mobility greatly. The basic construction of the G-class, combined with accessibility of spare parts world wide, makes the G-class superb as a platform for military purposes. The High Mobility editions are combat proven in many operations and over many years with excellent results.
Íslendingar selja norska hernum sérútbúna jeppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2009 | 19:09
He he he..Kongó
Það er fróðlegt að bera saman viðbrögð fólks og fjölmiðla við þessari frétt af norsku málaliðunum í Kongó og fréttinni þegar að Lockerbie tilræðismanninum var sleppt. Þær virðast í fljótu bragði vera alls óskildar en eru samt tengdar á ákveðin hátt.
Í Kongó var verið að dæma tvo málaliða til dauða fyrir morð og njósnir. Af því landið heitir Kongó þar sem siðgæðið er ekki upp á marga fiska, er þetta allt sagt einhver sýndarmennska og lítt dulbúnar tilraunir til að kúga fé út úr norsku ríkistjórninni. Einhver lögmaður var svo vitlaus að setja allt of háa upphæð í lausnargjaldskröfuna, eða sem nam tekjum Norðmanna af olíuauðlindum sínum og varð aðhlátursefni fyrir bragðið.
Hins vegar þótti það ekkert fyndið þegar ljóst varð að líbýska leyniþjónustumanninum sem grandaði farþegum þotunnar fyrir ofan Lockerbie í Skotlandi, var skilað heim í staðinn fyrir réttindi BP til að vinna gas og olíu í Líbýu.
Eins og við vitum, hafa Bretar sett heimsstaðalinn í hvað er spilling og hvað ekki. Þar á bæ þykir ekki mikið að fórna réttlæti ættingja og aðstandenda fórnarlamba Lockerbie morðanna, fyrir aðgang að olíu. Líbýa var tilbúin að greiða umtalvert lausnargjald fyrir sinn mann og Bretar tilbúnir að horfa fram hjá rétti sinna þegna.
Er nokkur furða að Kongóbúar hugsi sem svo; svona gerast kaupin á eyrinni.
Norðmenn dæmdir til dauða í Kongó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.9.2009 | 04:08
Af gjábakkanum á Bessastöðum
Hvað hefði gerst ef forsetinn hefði neitað að skrifa undir Icesave. Jú, það mundi hafa myndast mikil "gjá" milli hans og þjóðarinnar. Líka milli hans og alþingis sem segist vera hluti af þjóðinni þrátt fyrir að þeir samþykktu lög sem mikill meir hluti hennar er á móti. En það heitir víst lýðræði.
Lögin hefðu svo beðið eftir að alþingi kæmi saman á ný, til að hægt yrði að ákveða örlög þeirra og permafrostið í samskiptum Íslands við fjármálheiminn mundi halda áfram um ófyrirsjáalegan tíma.
Við að samþykkja lögin, hefur víst myndast "mikil gjá" milli forsetans og a.m.k. 10.000 þeirra landsmanna sem skoruðu á hann að samþykkja ekki lögin og svo milli hans og einhvers hluta þess mikla meiri hluta þjóðarinnar sem var á móti því að þingið samþykkti þau.
Mér sýnist að á hvorn veginn sem þetta er litið, Ólafur gat ekki komið vel út úr þessu. Hann var milli steins og sleggju, bölvaður ef hann stæði og bölvaður ef hann hrykki. Svo hafði hann sett ákveðið fordæmi sjálfur með að samþykkja ekki umdeildfjölmiðla-lög á sínum tíma. Það eitt virðist fá suma til að halda að hann eigi að gera slíkt að reglu frekar en undantekningu.
Margir fara mikinn í bloggheimum út af þessu máli og spara ekki stóru orðin. Sumir kallar Forsetann "ekki sinn" og aðrir kalla eftir afsögn hans vegna þess að hann fór ekki eftir því sem þeir sögðu. Hann er sakaður um að vera heigull og gunga, svo einhver orðfæri bloggara séu hér staðfærð sem dæmi. Meira að segja Mogginn sjálfur byrjaði að blogga um málið til að benda á að Ólafur hafði hafnað fjölmiðlalögunum til að koma höggi á Davíð Oddsson. - Það er greinilegt að sumir eru þegar farnir að undirbúa forsetaframboð.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.9.2009 | 19:43
Til hamingju Jón Ólafsson
Það er fátt sem fær mig til að brjóta þá reglu mína að blogga ekki við fréttir. Hér verður gerð undantekning. Góðu fréttirnar frá Íslandi eru of fáar þessa dagana til að sleppa þessari.
Íslenska vatnið sem á eftir að verða helsta auðlind landsins er að gera það gott á erlendum mörkuðum og brautryðjandi i markaðssetningu þess er hinn umdeildi kaupsýslumaður Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson skólabróðir minn og æskufélagi, var á sínum tíma nánast hrakinn úr landi, sakaður um skattsvik og fleira sem síðan reyndust tómir órar. Hann var borin þungum sökum af ýmsum fyrirmönnum í landinu og neyddist á endanum til að verja hendur sínar fyrir dómstólum. Þau mál féllu öll honum í hag.
Það er kaldhæðni örlaganna að svo til einu góðu fjármálfréttirnar frá Íslandi þessa dagana, skuli vera af fyrirtæki sem Jón veitir forystu , á meðan að þeir sem reyndu að koma hinum í koll á sínum tíma, leika nú hlutverk hirðfífla í fjölmiðlum landsins.
Íslenskt vatn á bandarískum flugvöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.8.2009 | 02:15
Keppt um að komast til Tortóla
"Nútíma Víkingar" setur þig í spor nútíma víkinga eða "útrásarvíkinga" eins og þeir eru kallaðir á Íslandi. Markmið leiksins er að koma eins miklu af "skítugum" peningum til karabísku eyjarinnar Tortóla til hreinsunar. Komdu eins miklu af skítugum peningum undan og hægt er áður en að lögreglan nær þér. Lykilinn að góðum árangri er í verðbréfunum. Safnaðu peningum og verðbréfum.
Þetta eru byrjunarleiðbeiningarnar í tölvuleik sem þau Friðrik, Guðný og Friðbert hafa hannað og heitir "Modern Viking - The Race to Tortola". Hann er að finna hér. og víða annarsstaðar á netinu.
Eins og kom fram í fréttum fyrr á árinu voru mörg hundruð félög stofnuð á Tortóla eyju af íslenskum aðilum og dótturfélögum íslenskra fyrirtækja erlendis.
Eflaust hafa þær fréttir orðið kveikjan að leiknum. Í leiknum er löggan á fleygiferð til að reyna að ná útrásarvíkingunum og að því leiti er hann ekki raunveruleikanum samkvæmur.
Tortóla er mikil skattaparadís og hefur eins og hinar Jómfrúareyjarnar miklar tekjur af að þjónusta þá sem vilja skjóta peningum sínum undan skatti í heimalöndum sínum.
Á Tortóla er líka góð aðstaða er fyrir þá sem geta hugsað sér að setjast í helgan stein eftir að hafa sankað að sér einhverju fé, illa fengnu eða ekki og sólað sig í góðu yfirlæti í sundlaugum eða heitum hafstraumunum sem leika um eyjarnar. Aðeins 7% eyjarbúa eru ekki innfæddir og Íslendingana sem þar búa má t.d. þekkja úr langri fjarlægð.
21.8.2009 | 00:35
Lífið er yndislegt
Tveggja mánaða dvöl á Íslandi senn á enda runnin og ég held heim til Bath í dag enda komið hífandi rok og farið að kólna í veðri.
Dvölin hefur verið afar ánægjuleg í flesta staði, enda hafa fólk og veðurguðir gert allt til að gera hana sem ánægjulegasta fyrir mig.
Nú get ég kannski svarað spurningunni sem dundi á mér allan síðastliðin vetur af einhverju viti og af eigin reynslu, þ.e: hvernig er ástandið á Íslandi?
Ástandið á Íslandi er nokkuð gott miðað við efni og ástæður. Fólk hefur það gott, alla vega flestir. Nokkrir hyggja samt á útrás, en í þetta sinn verður það útrás meðal-Jónsins, ekki auðjöfranna.
Þeim sem tókst að bjarga einhverjum af miljörðunum sínum úr hruninu eru hvort eð er flestir farnir frá landinu. Þeir sem eftir eru og einhvers meiga sín, leita nú leiða til að næla sér í bónusa og yfirborguð embætti við að stýra þrotabúum og innheimta gamlar skuldir. -
Alþýða manna tekur þessu með stakri ró. Það er eins og hún viti að það þýðir ekki lengur að mótmæla, þýðir ekki lengur að rífa kjaft, Þýðir ekki að treysta á pólitíkusana, þýðir ekkert annað en að taka því sem að höndum ber eins og um náttúrhamfarir sé að ræða.-
Það er nefnilega komið í ljós að allt þetta sem fólki misbauð, t.d. sjálftaka lána úr sjóðum almennings sem aldrei verða borguð aftur, verða öll fyrirgefin, því öll voru þau veitt með löglegum hætti. Þess vegna munu engir verða sóttir til saka eða refsað á annan hátt en að þeir verða litnir hornauga á götum fyrst um sinn, ef þeir annað borð láta nokkuð sjá sig á þeim slóðum.
Vöruverð hækkar jafnt og þétt á landinu, kaupmáttur alþýðunnar minkar, vextir eru háir svo þeir sem eiga einhverja peninga í sjóðum græða áfram, ofurveðsett hús og heimili munu fyrr en varir verða seld á nauðungaruppboðum og yfirleitt er allt við það sama og fyrir hrun, þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari og lífið er yndislegt.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)