Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hver þekkir hvern, hver elskar hvern

Ég veit alveg að þessi fyrirsögn er eins og titill á slúðursíðu og ég verð að viðurkenna það, að slúður hefur stundum slæðst inn í bloggin mín. Svo er þó ekkiif-logo-cb um þennan pistil og þeir sem eru í leit að góðri kjaftasögu þurfa því ekki að lesa lengra. Fyrirsögnin er þó alveg í samræmi við efni greinarinnar eins og þeir munu komast að sem hafa nennu til að stauta sig í gegnum eftirfarandi;

Ég hef stundum lagt mig eftir því að taka þátt í umræðu um trúmál hér á bloggslóðum. Auðvitað er fólk mismunandi statt í þeim efnum, sumir trúlausir, aðrir mjög trúaðir en flestir láta sér fátt um finnast, kannski vegna þess að þeir álíta trú sína vera einkamál. Aðrir vegna þess að þeir hafa yfirleitt lítinn áhuga á málefninu og því ekki gert sér far um að kynna sér það.

Ég hef samt tekið eftir því í þessum viðræðum að flestir tala út frá tiltölulega þröngri sýn á trúarbrögðin yfirleitt. Þeir sem eru trúlausir lýsa gjarnan yfir vanþóknun sinni á öllu sem trú viðkemur en þeir sem segjast trúaðir  er vel kunnugt um boðskap sinnar eigin trúar en vita lítið um önnur trúarbrögð. Það bendir til að þeir hafi eins og reyndar er um okkur flest, látið fæðingarstað og menningu hans, ráða trú sinni. - Það þýðir að ef viðkomandi hefði t.d. verið fæddur og uppalinn í Burma, mundi hann eflaust vera dyggur Búddisti.

Ég nálgast trúmál öðruvísi. Vegna þess hafa margir átt erfitt með að skilja sjónarmið mín og hvað liggur þeim til grundvallar. Sem tilraun til að bæta úr því, langar mig að koma eftirfarandi á framfæri:

Frá alda öli hefur trú manna og trúarbrögð þeirra skipt mestu máli í lifi þeirra. Ég á ekki bara við þá sem sérstakan áhuga höfðu á trúmálum, heldur gjörvallt mannkynið. Allt frá æsku og fram á dauðadægur, gerðu menn og konur, um aldir og um allan heim, það sem þau gerðu, vegna þess að trúarbrögð þeirra kváðu á um að svona skyldi gert. Og ef þau gerðu eitthvað stórkostlegt eða sérstakt, var það helgað þeim guði sem þau trúðu á. Þannig gekk lífið fyrir sig í stórum dráttum í öllum heimsálfum jarðarinnar. Guðirnir voru nefndir mismunandi nöfnum, en þegar grannt er skoðað var afstaða fólks til þeirra og trú afar áþekk.

Spurningarnar sem vakna fljótlega eftir að fólk byrjar að kynna sér trúmál eru margar og meðal annarra þessar; 

hvernig stendur á því að trúin var og er enn svona öflugur áhrifavaldur í lífi fólks?

Í öðru lagi, af hverju aðhyllist fólk kenningar einna trúarbragða en hafnar öðrum?

Og í þriðja lagi, hvers vegna hafa kenningar trúarbragðahöfundanna svona mikil áhrif á meðal fólks að það reynir að lifa eftir þeim, jafnvel í þúsundir ára, á meðan kenningar annarra kennimanna, jafnvel þótt þeir séu voldugir konungar eða þjóðarleiðtogar, falla fljótt í dá og gleymsku og lifa jafnvel ekki þá sjálfa?

Heimspekikenningar Sókratesar og Platós, Konfúsíusar og Lao-Tse, Aristótelesar og Kants, blönduðust inn í menningarheimana, en kenningar þeirra virkuðu eins og stuðningur við ríkjandi kenningar sem komu frá trúarbragðahöfundunum.

Hvers vegna túum við? 

Svarið við fyrstu spurningunni má rekja til þarfa sem allir menn eiga sameiginlegar. Látum liggja á milli hluta hvernig þær þarfir eru tilkomnar. Þarfirnar eru tvær og sú fyrri lýsir sér best í þorsta mannskepnunnar eftir því sem við getum kallað samheitinu þekkingu. Strax eftir fæðingu byrjar þekkingaröflun okkar og hún helst út ævina eða svo lengi sem við höfum heilbrigði til.

Hinn þörfin kemur best fram í  þrá okkar eftir að eiga samneyti við hvert annað í öryggi og elsku. Yfir þessa þrá eftir að elska og vera elskuð getum við notað samheitið ást eða kærleika. Þessi þörf blandast kynþörf okkar og tengist vissulega hvötum okkar til að vernda og viðhalda "tegundinni" en teygir sig líka að mörgu leyti langt út fyrir þann ramma.

Þessar tvær eðlislægu hvatir fléttast oft saman. Við elskum þekkinguna og við viljum þekkja það sem við elskum. Þeir vitsmunir sem mannskepnan ræður yfir greir henni kleift að skilja samhengi hluta. Sá skilningur krefst hugtaks sem við köllum "tilgang". Við skilgreinum tilgang allra hluta sem við þekkjum. Í ljósi tilgangs síns fær hluturinn merkingu.  

Um leið og spurningin um "tilgang" okkar sjálfra er spurð veltur svarið á hvernig eðlislægu hvatirnar, að elska og þekkja, bregðast við hjá hverju og einu okkar. Hvenær það gerðist fyrst í þróun mannsins er ekki vitað, en það gerist enn hjá okkur öllum, einhvern tímann á lífsleiðinni. Það sem við í daglegu tali köllum trú, er þegar við yfirfærum þessar hvatir yfir á guðdóm. Guðstrú er með öðrum orðum þörfin til að þekkja og elska "Guð" í því tilfelli, með það fyrir augum að setja sjálfan sig í samhengi (finna tilgang) við alheiminn.

Hvers vegna bara "mín" trú?

Flest okkar hafa alist upp við ákveðna gerð trúarbragða. Í heiminum öllum eru fjöldi trúarbragða og óteljandi undirflokkar eða kvíslir út frá þeim sem stundum eru kallaðir sértrúarflokkar. Stærstu trúarbrögðin eru; Kristni, Íslam, Búddismi, Gyðingatrú og Hindúatrú. Að auki eru til aragrúi af ýmsum átrúnaði sem ekki tengjast þessum stóru trúarbrögðum á neinn augljósan hátt. Mörg trúarbrögð áttu áður stóra hópa fylgjenda en eru í dag aflögð með öllu.  

Á Íslandi er það hin Kristna Evangelíska Lúterska Kirkja sem er ríkistrú. Frá blautu barnsbeini hefur okkur verið innrætt túlkun Marteins Lúters á Kristindóminum og að hún sé sú eina rétta. Jafnframt er okkur innrættur ákveðnir fordómar gagnvart öðrum trúarbrögðum, því túlkun Lúters var sú að Kristur væri sonur Guðs, upphaf og endir allra leiðbeininga frá Guði.

Það sama er upp á teningum hjá flestum fylgjendum annarra trúarbragða. Múslímum er kennt að Múhameð sé "innsigli spámannanna" og að hann sé sá síðasti í röð boðbera Guðs. Gyðingar trúa því að Móses einn hafi haft umboð til að setja lög fyrir Guðs hönd og Búddistar telja að engir fái uppljómun eða komist í Nirvana nema með því að fara eftir kenningum Búdda. Fáir skeyta um að boðskapur þessara trúarbragða er sem fyrr segir afar áþekkur á marga lund og það er miklu meira sem flytjendur þeirra eiga sameiginlegt en það sem á milli skilur. Fólk er yfirleitt miklu uppteknara af lömpunum sjálfum en ljósinu sem frá þeim skín.

Hvers vegna hafa kenningar trúarbragðahöfundanna svona mikil áhrif?

þrennt eiga allir þessir trúarbragðahöfundar óumdeilanlega sameiginlegt. Þeir segjast allir hafa umboð til þess að leggja öðrum mönnum lífsreglurnar og boða í því sambandi ákveðna siðfræði. Annað, að kenningar þeirra hafa náð að breiðast út, þrátt fyrir harða andstöðu ríkjandi stjórnvalda og trúarleiðtoga, og verða að lokum undirstaða menningar sem gjarnan er við þá kennd. Eftir mikla mótstöðu og nokkuð langan tíma voru það stundum  konungar sem tóku trúna og gerðu hana að ríkistrú sem síðan varð til þess að hún breiddist út um álfur. Þannig var t.d. með Kristna trú og Búddisma. Íslam voru það kalífarnir sem lögðust í landvinninga og þeim fylgdi trú Múhameðs.

Að valdhafar gerðu einn eða annan átrúnað að ríkistrú var alls ekki svo óalgengt, en að átrúnaðurinn lifði þá, yrði áhrifaríkari og útbreiddari en ríki þeirra var nokkru sinni, gerðist ekki oft. En þannig er með stærstu trúarbrögð mannkynsins sem gjarnan eru því nefnd "heimstrúarbrögð".  Í raun má segja að ein af bestu sönnunum fyrir því að stofnendur trúarbragðanna hafi raunverulega haft "guðlegt" umboð, sé hversu mikil og varanleg áhrif kenningar þeirra höfðu á mannkynið og sögu þess. Kenningum þeirra fylgdi kraftur sem ekki fylgdi kenningum venjulegra manna.

Þriðja atriðið sem sameiginlegt er með trúarbragðahöfundunum er að þeir segjast allir vera tengdir hver öðrum á andlegan hátt. Þeir viðurkenna umboð forvera síns, líkt og Kristur viðurkenndi Móses og Múhameð Krist, og þeir segjast allir munu snúa aftur "í fyllingu tímans." Í öllum trúarbrögðum er að finna fyrirheitið um "guðsríkið" á jörðu. Þetta er ástæðan fyrir því að margir gyðingar sá Messías í Kristi og margir hindúar sáu Budda sem endurkomu Krishna. Sjálfir halda trúarbragðahöfundarnir því  fram að hlutverk kenninga þeirra sé að leysa af hólmi kenningar forvera þeirra sem hafi spillst í meðförum manna og því sé nauðsyn á endurnýjun.

Þennan skilning á trú og trúarbrögðum sæki ég til minnar eigin trúar sem hægt er fyrir áhugasama að fræðast um á krækjum (Bahai)  hér til vinstri á bloggsíðunni.


Kína ræður för

dalai_lamaÆgivald Kína yfir þjóðum heimsins verður æ ljósara. Íslendingar fengu smjörþefinn af því þegar að Jiang Zemin kom til landsins 2002 og Falun Gong meðlimum var annað hvort bannað að koma til landsins til að mótmæla eða þeir settir í stofufangelsi.

Nú hafa Suður-Afrísk stjórnvöld neitað Dalai Lama um vegbréfsáritun svo hann kemst ekki á ráðstefnu sem halda á í vikunni í Jóhannesarborg. Ráðstefnan er tengslum við fyrirhugaða heimsmeistarakeppni í fótbolta sem haldin verður í landinu 2010 og þar mun verða rætt um hlutverk íþróttarinnar í barráttunni við kynþáttahyggju. Ástæðan er, er sögð af stjórnvöldum í Pretoríu " að koma Dalai Lama mundi ekki þjóna hagmunum Suður-Afríku sem stendur".

Nú skilst mér að það standi til að Dalai Lama muni heimsækja Ísland. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum kínverskra yfirvalda þegar nær líður að þeirri heimsókn og enn merkilegra að fylgjast með viðbrögðum íslenskar stjórnvalda.


Flónafleyið

Narrenschiff_%281549%29Flónafleyið er kunn táknmynd úr bókmenntum og listum Evrópu. Táknmyndin sýnir gjarnan skip sem fullt er af flónum og kjánum, sem skeytingarlausir sigla um á stjórnlausu  fleyinu. Slík er grindin í bók Sebastíans Brant (Ship of fools) sem kom út árið 1494 sem síðar varð kveikjan að hinu fræga málverki Bosch með sama nafni. Í sögunni er sagt frá skipi (Reyndar heilum flota til að byrja með) sem leggur upp frá Basel á leið til paradísar flónanna. Á 15. og 16. öld var oft notast við þessa táknmynd fyrir kaþólsku kirkjuna (örk frelsunarinnar).

Málverk Bosch er full af táknum.

BoschShipOfFoolsUglan í trénu er tákn trúvillunnar þar sem hálfmáni Íslam er á fánanum ´blaktir yfir skipinu. Lútan og kirsuberin eru kyntákn.Fólkið í vatninu er táknrænt fyrir höfuðsyndirnar græðgi og girnd. Úthverfa trektin er tákn fyrir brjálæði. Stóri steikti fuglinn er tákn fyrir græðgina, hnífurinn sem notaður er við að skera hana er reðurtákn og einnig reiðinnar. Munkur og nunna syngja saman og það hefur kynferðislega skírskotun sérstaklega þar sem lútan er á milli þeirra og samkvæmt rétttrúnaðinum ættu þau að vera aðskilin.

Líkingar við "flónafleyið" er enn vinsælt þema og ekki hvað síst þegar kemur að pólitíkinni. Hér að Íslandi er "þjóðarskútan" algengt samheiti yfir þjóð og land og margar skopteikningar sem birst hafa upp á síðkastið sýna skýrskotannir til þessarar kunnu táknmyndar.

Í bók sinni "Brjálsemi og siðmenning" heldur Michel Foucault því fram, án þess að nokkurn tíman hafi fundist nokkrar heimildir því til sönnunar, að það hafi verið stundað á miðöldum í Evrópu að fylla skip af fáráðlingum, sem síðan fengu hvergi að leggja að landi.

Líklega hefur vakað fyrir Nasistum að skýrskota til þessara líkinga, með lúalegum áróðurs-aðgerðum sínum árið 1939. Þær eru eflaust mörgum kunnar af bók og síðar kvikmynd sem byggð var á atburðunum en hvortveggja var nefnt "Sjóferð hinna dæmdu".

Árið 1939 ákvað áróðursráðuneyti Hitlers í Þýskalandi að sýna fram á að þeir væru ekki eina þjóðin sem álitu að Gyðingar væru til vansa í heiminum. Þeir ákváðu að sýna fram á að engin af vestrænum þjóðum væri tilbúin til þess að taka við flóttafólki að gyðingaættum.

StLouisHavanaUm borð í lúxus ferðamannaskipinu St. Louis sem lagði upp frá Hamborg í maí 1939 voru 936 Gyðingar sem allir voru landflótta hælisleitendur.

Á yfirborðinu virtist sem Nasistarnir væru að sína mildi sína með því að hleypa þessu fólki úr landi og að nýtt líf biði þess á áfangastað skipsins í Havana á Kúpu.

Öllum hafði verið úthlutað ferðamannaáskrift en engin hafði innflytjendaleyfi. Stjórn nasista var vel kunnugt um að slík leyfi yrðu ekki auðfengin. Án þeirra mundi þeim ekki verða leyft að fara frá borði á Kúpu og eftir það mundi engin af þjóðunum við norður-Atlantshaf taka við þeim. 

Í kjölfarið mundu þær þjóðir ekki geta sett sig á háan hest þegar að Þýskaland tæki fyrir alvöru á "gyðingavandmálinu" og einnig að sýnt væri að Nasistarnir væru að reyna að leysa þau mál á mannúðlegan hátt.

Áætlun nasista gekk að mestu eftir.

StLouisPortholeRíkisstjórnin á Kúpu undir stjórn Federici Laredo Brú hafnaði að viðurkenna bæði ferðamannavegabréf gyðinganna og að veita þeim pólitískt hæli. Það olli uppreisnarástandi um borð í skipinu. Tveir farþegar frömdu sjálfsmorð og fjöldi fólks hótaði að gera slíkt hið sama. 29 farþegum tókst við ramman leik að sleppa í land í Havana.

Skipinu var nú beint til stranda Bandaríkjanna en 4. júní var því neitað um að taka þar land vegna beinnar fyrirskipunar Roosevelt forseta. Til að byrja með sýndi Roosevelt ákveðinn vilja til að taka við sumum farþeganna í samræmi við innflutningslögin frá 1924. En málinu var einnig sýnd mikil andstaða af Cordell Hull forsetaritara og af Demókrötum í Suðurríkjunum sem hótuðu að sýna Roosvelt ekki stuðning í komandi kosningum 1940 ef hann hleypti Gyðingunum inn í landið.

St. Louis reyndi eftir það að sigla til Kanada en var neitað um hafnarleyfi þar líka.

Skipið silgdi því næst aftur yfir Atlantshafið og fékk að taka land á Bretlandseyjum. Þar fengu 288 farþeganna landvistarleyfi. Restin fór fá borði í Andverpen og 224 þeirra fengu að fara til Frakklands, 181 til Hollands og 161 til Belgíu.

Skipið snéri síðan aftur til Hamborgar farþegalaust.

Miðað við það hlutfall Gyðinga sem lifðu af Helförina í þessum löndum er gert ráð fyrir að af farþegum St. Louis hafi um 709 komist af en 227 látið lífið, flestir í útrýmingarbúðunum í Auschwitz og Sóbibor.


Stríðið endalausa

bush-banner-cp-4786949Það eru sex ár frá því að Bandaríkin með aðstoð Breta og fulltingi nokkurra smáþjóða þ.á. m. Íslands réðust inn í Írak á vordögum 2003. Tilgangurinn var vitaskuld að finna og eyða gereyðingarvopnum Saddams, drepa hann og þá sem honum fylgdu að málum, viljugir eða óviljugir. Nokkrum mánuðum seina lýsti Georg Bush yfir fullnaðarsigri þar sem hann stóð á þilfari bandarísks flugmóðurskips í Persaflóa og heimsbyggðin fagnaði með áhöfninni.

Í dag, sex árum og 700.000 mannslífum síðar heldur stríðið áfram og enginn friður er í sjónmáli.  Landflótta Írakar skipta milljónum og stöðugleiki landsins er enginn, ekki á nokkru sviði. Landið er enn vígvöllur.

BushÁ sama tíma hafa bæði þeir sem hófu stríðið og studdu það, horfið af sjónarsviðinu á einn eða annan hátt. Saddam, erkióvinurinn hefur verið hengdur og flestum félaga hans og fjölskyldumeðlimum grandað. Tony Blair með sinn "the right thing to do" frasa farinn frá völdum og í gangslaust embætti. George Bush og hans slekti allt sem ekki var þegar búið að segja af sér, farið að semja bækur um óhugnaðinn og á Íslandi eru bæði Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson, helstu stuðningsmenn innrásarinnar og stríðsins, báðir farnir frá við slæman orðstír.

b040628bbAllir þeir sem komu að innrásinni í Írak gerðu sér vonir um að arfleyfð þeirra og orðstír yrði mikill. "Sagan mun réttlæta gjörðir mínar" endurtók Bush í sífellu á hundadögum valdaferils síns. "Ég gerði það sem ég taldi rétt að gera" er enn viðkvæði Tony Blair. Og allt fram á þennan dag hafa hvorki Davíð Oddson eða Halldór Ásgrímsson sýnt hina minnstu iðrun yfir því að hafa bendlað Ísland við þessar vanhugsuðu og afdrifaríku hernaðaraðgerðir.

large_GIs-bomb-site-Baghdad-Feb15-09Eftir situr heimsbyggðin og Íraska þjóðin með þennan voðagjörning sem þeim tekst ekki að finna leið út úr. Þrátt fyrir stjórnarskipti í Bandaríkjunum og fyrirheit um tímasetta áætlun um að draga herlið sitt úr landinu (Bandaríkjunum vantar fleiri hermenn til að berja á Afgönum) að mestu, heldur blóðbaðið í Írak áfram.

Eftirmálar þessa stríðs eiga eftir að elta mannkynið alla þessa öld. Olíusamningar Íraks við vesturveldin sem íraska þinginu var gert að samþykkja fyrir einu ári, munu sjá til þess. Algjör vanageta innrásaraðilanna og leppstjórnar þeirra til að taka á vandamálum trúar og þjóðarhópanna sem byggja Írak, mun einnig draga á eftir sér langan dilk.


100 forhúðir fyrir kóngsdótturina

Abraham1Sumir undra sig á því að kristið fólk umsker ekki sveinbörn sín þrátt fyrir að trúin sé sprottin úr gyðinglegum hefðum þar sem umskurður var stundaður í  þúsund ár fyrir burð Krists. Umskurður ungsveina á rót sína að rekja, samkvæmt Biblíunni, til fyrirskipunar Guðs til Abrahams í fyrstu Mósebók 17:9-15;

 9 Guð sagði við Abraham: "Þú skalt halda minn sáttmála, þú og niðjar þínir eftir þig, frá einum ættlið til annars. 10 Þetta er minn sáttmáli, sem þér skuluð halda, milli mín og yðar og niðja þinna eftir þig: Allt karlkyn meðal yðar skal umskera. 11 Yður skal umskera á holdi yfirhúðar yðar, og það sé merki sáttmálans milli mín og yðar. 12 Átta daga gömul skal öll sveinbörn umskera meðal yðar, ættlið eftir ættlið, bæði þau, er heima eru fædd, og eins hin, sem keypt eru verði af einhverjum útlendingi, er eigi er af þínum ættlegg. 13 Umskera skal bæði þann, sem fæddur er í húsi þínu, og eins þann, sem þú hefir verði keyptan, og þannig sé minn sáttmáli í yðar holdi sem ævinlegur sáttmáli. 14 En óumskorinn karlmaður, sá er ekki er umskorinn á holdi yfirhúðar sinnar, hann skal upprættur verða úr þjóð sinni. Sáttmála minn hefir hann rofið."

Davíð með forhúðirnarUmskurðir tíðkuðust líka meðal forn-Egypta en siðurinn lagðist þar af og er hvergi trúarleg skylda nema meðal Gyðinga. Fræg af endemum er frásögnin í fyrstu Samúelsbók sem segir frá þegar Davíð reynir að ná sáttum við Sál konung um að gefa sér dóttur hans sem Davíð girntist;

24 Þjónar Sáls báru honum þetta og sögðu: "Slíkum orðum hefir Davíð mælt." 25 Þá sagði Sál: "Mælið svo við Davíð: ,Eigi girnist konungur annan mund en hundrað yfirhúðir Filista til þess að hefna sín á óvinum konungs.'" En Sál hugsaði sér að láta Davíð falla fyrir hendi Filista. 26 Og þjónar hans báru Davíð þessi orð, og Davíð líkaði það vel að eiga að mægjast við konung. En tíminn var enn ekki liðinn, 27 er Davíð tók sig upp og lagði af stað með menn sína og drap hundrað manns meðal Filista. Og Davíð fór með yfirhúðir þeirra og lagði þær allar með tölu fyrir konung, til þess að hann næði mægðum við konung. Þá gaf Sál honum Míkal dóttur sína fyrir konu.

Egyptar umskeraJesús var umskorinn í samræmi við þessi fyrirmæli Guðs til þjóðar sinnar (Lúkas 2.21.) og allir postularnir voru karlmenn af gyðinglegum ættum og hljóta því að hafa verið umskornir.

Í Postulasögunni má lesa hvernig Páll postuli byrjar að boða þjóðunum fyrir botni Miðjarðarhafs kristna trú. Það varð til þess að deilur spruttu upp á meðal kristinna hvort nauðsynlegt væri að umskera þá sem tóku hina nýju trú. Í Postulasögunni 15.1 segir svo;

1 Þá komu menn sunnan frá Júdeu og kenndu bræðrunum svo: "Eigi getið þér hólpnir orðið, nema þér látið umskerast að sið Móse." 2 Varð mikil misklíð og þræta milli þeirra og Páls og Barnabasar, og réðu menn af, að Páll og Barnabas og nokkrir þeirra aðrir færu á fund postulanna og öldunganna upp til Jerúsalem vegna þessa ágreinings.

Uumskurður meðal GyðingaÍ kjölfarið á þessum deilum hinna fyrstu kristnu manna voru þeir kallaðir saman til fundar í Jerúsalem til að ræða málið. En segir Postulasagan frá þeim fundi;

Þá risu upp nokkrir úr flokki farísea, er trú höfðu tekið, og sögðu: "Þá ber að umskera og bjóða þeim að halda lögmál Móse."

6 Postularnir og öldungarnir komu nú saman til að líta á þetta mál. 7 Eftir mikla umræðu reis Pétur upp og sagði við þá: "Bræður, þér vitið, að Guð kaus sér það fyrir löngu yðar á meðal, að heiðingjarnir skyldu fyrir munn minn heyra orð fagnaðarerindisins og taka trú. 8 Og Guð, sem hjörtun þekkir, bar þeim vitni, er hann gaf þeim heilagan anda eins og oss. 9 Engan mun gjörði hann á oss og þeim, er hann hreinsaði hjörtu þeirra með trúnni. 10 Hví freistið þér nú Guðs með því að leggja ok á háls lærisveinanna, er hvorki feður vorir né vér megnuðum að bera?

Umræðurnar héldu áfram um drykklanga stund og enduðu með því að Jakob bróðir Krists segir;

19 Ég lít því svo á, að eigi skuli íþyngja heiðingjum þeim, er snúa sér til Guðs, 20 heldur rita þeim, að þeir haldi sér frá öllu, sem flekkað er af skurðgoðum, frá saurlifnaði, frá kjöti af köfnuðum dýrum og frá blóði. 21 Frá fornu fari hafa menn prédikað Móse í öllum borgum. Hann er lesinn upp í samkundunum hvern hvíldardag."

Það er í sjálfu sér athyglisvert að Pétur lýsir umskurðinum sem oki sem hann og forfeður hans hafi þurft að bera, og gefur þannig í skyn að til hafi verið gyðingar sem voru umskurðinum fótfallnir. Hann gerir sér glögga grein fyrir að muni verða hindrun á vegi fkarlmanna við að móttaka kristna trú ef þeim yrði gert að undirgangast umskurð. Samt sem áður má lesa í næsta kafla hvernig Páll sjálfur tekst á hendur að umskera Tímóteus til að gera hann hæfari til að stunda trúboð meðal Gyðinga.

Í bréfum sínum leggur Páll sig fram um að  þróa hugmyndina um táknrænan og andlegan umskurð, frekar en bókstaflegan. Í framhaldi af því lögðust umskurðir af í kristinni trú sem trúarleg skylda þar til á síðustu öld.  Árið 1963 kom út bók eftir  SI McMillen, sem heitir "None of these Diseases" þar sem hann segir að Móselögin hafi komið til af heilsufarslegum ástæðum. Það er aftur á móti ekkert sem bendir til að umskurður hafi nokkuð með heilsu mana að gera, hvorki til hins verra eða betra. En bókin vakti athygli og rímaði vel við umskurðardelluna sem ríkti meðal lækna í Bandaríkjunum á seinni hluta síðustu aldar.

Umskurður kvenna

umskurður stúlkubarnsUm það sem stundum er kallaður umskurður kvenna, gegnir allt öðru máli. Um er að ræða afskræmingu á kynfærum kvenna sem hafa margar skaðlegar afleiðingar í för með sér og er víðast hvar fordæmdur sem villimannleg grimmd.  Talið er að siðurinn sé ævaforn og eigi rætur sínar að rekja til suðaustur Afríku. Þaðan barst hann til Arabíu og miðausturlanda. Siðurinn viðgengst enn hjá frumstæðum ættbálkum Afríku og Arabíuskagans, einkum þeirra sem játa íslamska trú og hefur því verið settur í samband við Íslam.

Ætlunin með "umskurði" kvenna er að reyna að  koma í veg fyrir að konan njóti kynlífs og verði þannig trygg eiginmanni sínum. Hún má samt ekki neita honum um hjúskaparrétt hans. Umskurðurinn er því gróf valdbeiting og kúgunaraðferð sem konurnar eru beittar og sem ekki eiga sér neina stoð í Íslam þó varla sé hægt að segja að þau trúarbrögð séu höll undir jafnrétti kynjanna.


Að deyja í beinni

Jade 2Jade Goody heitir ung kona sem eflaust margir hafa heyrt um. Hróður hennar berst nú óðum um hamsbyggðina þrátt fyrir að hún hafi ekkert sér til frægðar unnið en að taka þátt í nokkrum raunveruleika-sjónvarpsþáttum í Bretlandi.

Raunveruleikaþættir eins og Big-Brother þar sem fylgst er með sérvöldum einstaklingum í einn mánuð eða svo, þar sem þeir eru lokaði saman inni einbýlishúsi, er auðvitað eins lágkúrulegt og sjónvarp getur orðið en jafnframt eitt vinsælasta sjónvarpsefni okkar tíma.

Jade hefur tekist að gera sér mat úr því að vera fræg fyrir það að vera fræg og haft af því síðustu ár dálaglega þénustu.

Fyrir skömmu kom í ljós að hún er haldin banvænu krabbameini sem leiða mun hana til dauða á næstu vikum. Jade sem á tvo litla drengi, ákvað að gera dauðastríð sitt að fjölmiðlamat og þiggja fyrir það greiðslur sem hún segist ætla að erfa drengina sína að. Jade Goody 1

Hún gekk á dögunum að eiga unnusta sinn, dæmdan brotamann sem yfirvöld gáfu  sérstaka undanþágu frá skilorði sínu svo hann gæti verið með Jade á brúðkaupsnóttina.

Vinsældir Jade eru svo miklar að jafnvel Gordon Brown sá ástæðu til að fara um hana lofsamlegum orðum í einni af ræðu sinni nýlega.

Bæði brúðkaupinu og veikindasögu Jade hefur verið gerð ærin skil í tveimur sérútgáfum á blaðinu sem hæst bauð í þetta umfjöllunarefni, og önnur blöð, útvarps og sjónvarpsstöðvar í Brtelandi lepja allt upp um Jade sem umfram fellur.

Fyrir nokkru dögum var kona ein handtekin í námunda við sjúkrahúsið sem Jade sagði að hefði staðið yfir sér þegar hún vaknaði og þulið bænir. Í fórum konunnar fannst hamar. Þetta þótti ágæt tilbreyting fyrir hinn mikla fjölda blaða og sjónvarpsmanna sem fylgjast grannt með öllu sem Jade viðkemur.

Image_1_for_Jade_Goody_Leaving_hospital_gallery_18018321Jade sem verið hefur í geislameðferð á sjúkrahúsi ákvað í dgær að yfirgefa sjúkrahúsið og eyða síðustu dögunum heima hjá sér.

Hún er í fréttum á hverjum degi og fólk bíður spennt eftir því að það dragi til tíðinda í dauðastríði hennar.

Fólk ræðir sín á milli hvort brúðskaupsnóttina hafi verið sársaukafull fyrir hana af því að krabbameinið er í legi hennar, það gerir athugasemdir við hversu vel hún líti út svona grönn eftir að hafa misst talsvert af þunga sínum í geislameðferðinni og hversu ljót hún sé svona sköllótt eftir að hafa misst allt hár sitt af sömu ástæðu.

Fyrir utan fréttatímana eru spjallþættirnir og morgunþættirnir uppfullir af þessum spekúleringum um Jade og væntanlegan dauða hennar. Þá er einnig mikið rætt hvort sýnt verði frá dauðastundinni sjálfri í beinni útsendingu eða hún bara sýnd eftirá.

Og svo spyr fólk hvað sé að í þessum heimi.


Hvað sagði Zaraþústra?

zoroastr_prophecyÍranski spámaðurinn Zóróaster (628 fk - 551 fK.) er upphafsmaður Zóróaster-trúar, átrúnaður sem hefur verið iðkaður í 2500 ár og á sér enn fylgjendur. Zóróaster er höfundur Gaþas, elsta hluta Avesta, heilagrar ritninga Zóróasters-fylgjenda.

Heimildir um líf Zóróasters (Zaraþústra á forn-persnesku) eru frekar fábrotnar en það er talið að hann hafi fæðst árið 628 fK. þar sem nú er norður Íran. Lítið er vitað um æsku hans. Sem fullorðinn maður hóf hanna að boða nýja trú. Hann mætti talsverðri andstöðu en þegar hann varð fertugur tókst honum að fullvissa konunginn Vishtaspa sem réði norð-austurhluta Íran, um sannleika boðskapar síns. Konungurinn gerðist eftir það verndari og vinur spámannsins. Samkvæmt írönskum arfsögnum varð Zóróaster sjötíu og sjö ára gamall.

GATHAGuðfræði Zóróasters er einskonar blanda af eingyðistrú og dúalisma. Hann kenndi að aðeins væri til einn Guð sem hann kallaði Ahura Mazda.(Ormuzd á nútíma persnesku). Ahura Mazda (Hinn vitri drottinn) hvetur til sannsögli og sanngirni. En Zóróasters-fylgjendur trúa líka að til sé illur andi, Angra Mainyu (Ahriman á nútíma persnesku) sem stendur fyrir hið illa og falska. Í hinum raunverulega heimi stendur yfir stöðug barátta milli þessara tveggja afla. Hver einstaklingur getur valið hvoru hann leggur lið. Þótt að vart megi á milli sjá hvor hefur betur sem stendur, trúa Zóróasters-fylgjendur að á endanum muni Ahura Mazda sigra. Trú þeirra gerir einnig sterklega ráð fyrir lífi eftir dauðann.

zoroastrianFIRE1Hvað siðferði varðar leggur Zóróaster áherslu á sannleiksást og sanngirni. Hann leggst gegn meinlætalifnaði og einlífi. Zóróasters-fylgjendur iðka ýmiskonar áhugaverða helgisiði og sumir þeirra tengjast þeirri helgi sem lögð er á eldinn. Sem dæmi, lifir helgur eldur ávalt í musterum þeirra. Einna sérstakastur helgisiða þeirra er hvernig þeir eyða líkum hinna látnu sem eru hvorki grafin eða brennd, heldur komið fyrir á turni út á víðavangi svo að hrægammar geti etið þau.

ZOROASTERFYLGJENDURÞótt að Zóróasters-trú eigi margt sameignlegt með eldri írönskum trúarbrögðum, virðist þau ekki hafa breiðst úr sérlega hratt eða vítt á meðan Zóróaster lifði. Skömmu eftir dauða hans var landsvæðið þar sem hann bjó, innlimað í persneska heimsveldið, af Sýrusi hinum mikla og á næstu tveimur öldum gerðu persnesku konungarnir trúna að ríkistrú.

Eftir að persneska veldið féll fyrir Alexander mikla á síðari hluta fjórðu aldar fK. hnignaði fylgi við trúna talvert. En þegar að Persar fengu aftur sjálfstæði og höfnuðu hellenskum siðum, varð vegur Zóróasters-trúar aftur glæstur og frá 226-651 eK., eða á tímum Sassanid-veldisins, varð trúin aftur að ríkistrú. 

ZOROASTERMUSTERIYASTÁ sjöundu öld eftir að Arabar höfðu sigrað Persíu, gerðust flestir íbúar landsins múslímar. Þrátt fyrir að njóta verndar Íslam samkvæmt  Kóraninum, voru Zóróasters-fylgjendur einangraðir og stundum ofsóttir. Á tíundu öld flúðu margir af eftirlifandi Zóróasters-fylgjendum til eyjarinnar Hormuz í Persaflóa og þaðan fluttust þeir yfir til Indlands þar sem þeir mynduðu lítið samfélag. Indverjar kölluðu þá Parsía og í dag telur samfélag þeirra í Indlandi rúmlega hundrað þúsund manns. Í Íran hefur trúin aldrei lognast út af til fulls og þar telur samfélag þeirra um tuttugu þúsund manns.

Um hríð var Zóróasters-trú meðal ríkjandi heimstrúarbragða en fyrst og fremst var hún sniðin að heimahögum spámannsins.

Víst er að guðfræði Zóróasters hafði áhrif á önnur trúarbrögð, Gyðingdóm og Kristindóm þar á meðal. Þá gætir áhrifa Zóróasters-trúar mjög í Manikeaisma, trúarbrögðin sem stofnuð voru af Mani (210-276 eK) í Írak. Hann tók kenningar Zóróasters um baráttu góð og ills og þróaði út frá þeim flókið og sannfærandi guðfræðikenningar. Þau trúarbrögð hafa síðan algjörlega horfið af sjónarsviðinu.


"Góð hugmynd að eignast barn" segir 13 ára faðir

13 ára faðirÞegar börn eignast börn, er mál málanna hér í Bretlandi í dag. Alfie Patten er þrettán ára og kærastan hans, Chantelle Steadman er fimmtán ára. Í síðustu viku urðu þau foreldrar. Litla stúlkan þeirra heitir  Maisie Roxanne.

Alfie sem ekki hefur hugmynd um hvað bleyjur kosta en álítur að þær hljóti að vera dýrar, sagði blaðamönnum að honum hefðu fundist það "góð hugmynd að eignast barn."

"Ég var ekkert að pæla í því hvort við hefðum efni á því.

 Ég fæ ekki einu sinni vasapeninga.

Pabbi gefur mér stunum 10 pund. Þegar að mamma frétti af þessu hélt ég að það yrðu vandræði.

Við vildum eiga barnið en höfðum áhyggjur af því hvernig  fólk mundi bregðast við." 

Alfie er ekki hár í loftinu eða 1.25 m. Hann Svaf hjá og barnaði  Chantelle þegar hann var enn aðeins tólf ára.

Kristnir hópar sem leggjast gegn fóstureyðingu hafa borið lof á hugrekki barnanna við að ákveða að eignast barnið.

Mál Alfie og Chantelle hafa enn á aftur vakið athygli á þeirri staðreynd að foreldrar á táningsaldri eru miklu fleiri í Bretalandi heldur en öðrum vestrænum löndum.

 

Fréttin í SUN


Af tilraunum til fjallaflutninga og fleira

Ávextir 1Mörg orðatiltæki sem við notum í daglegu tali eiga rætur sínar að rekja til trúarbragðanna. Sum hafa kaupmenn og þjónustufyrirtæki tekið upp á sína arma og gert að slagorðum sínum í auglýsingum. 

Þá eru frægar skírskotanirnar fyirtækja til trúarstefja eins og t.d. naglagerðin sem birti mynd af Kristi á krossinum og undir henni stóð; "Þeir halda naglarnir frá Vírneti." Þeir halda

 "Af ávöxtunum þekkirðu þá" auglýstu nýlenduvöruverslunin Silli og Valdi lengi vel og vitnuðu þar til Biblíuversins úr Mattheusarguðspjalli. (Skemmtilegt og gildishlaðið orð; NÝLENDUVÖURUVERSLUN)

Fyrri hluti tilvitnunarinnar gæti samt vel átt við ákveðna tegund kaupahéðna sem margir hafa kvartað yfir á síðasta misseri.

15 Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum, en innra eru þeir gráðugir vargar. 16 Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? 17 Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. 18 Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. 19 Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. 20 Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

FjallafluttningurSendibílastöðin sem auglýsti hér áður fyrr; Trúin flytur fjöl, við flytum allt annað, og vitnaði í annað Mattheusarvers;

14 Þegar þeir komu til fólksins, gekk til hans maður, féll á kné fyrir honum 15 og sagði: "Herra, miskunna þú syni mínum. Hann er tunglsjúkur og illa haldinn. Oft fellur hann á eld og oft í vatn. 16 Ég fór með hann til lærisveina þinna, en þeir gátu ekki læknað hann."

17 Jesús svaraði: "Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður? Hversu lengi á ég að umbera yður? Færið hann hingað til mín." 18 Og Jesús hastaði á hann og illi andinn fór úr honum. Og sveinninn varð heill frá þeirri stundu.

19 Þá komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu hann einslega: "Hvers vegna gátum vér ekki rekið hann út?"

20 Hann svaraði þeim: "Vegna þess að yður skortir trú. Sannlega segi ég yður: Ef þér hafið trú eins og mustarðskorn, getið þér sagt við fjall þetta: Flyt þig héðan og þangað, og það mun flytja sig. Ekkert verður yður um megn. [21 En þetta kyn verður eigi út rekið nema með bæn og föstu.]"

Þessi saga er um margt merkileg og það væri gaman að fara einhvern tímann í góðu tómi yfir allt það sem hún segir frá og gefur til kynna. Mustarðskornið er einkar áhugaverð líking enda notað aftur í afar svipaðu dæmi þegar Kristur segir “Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn, gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: ‘Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum,’ og það mundi hlýða yður." Þetta minnir dálítið á íslensku öfugmælavísurnar en það er víst önnur saga. 

Svo skemmtilega vill að annar Guðsmaður, ákvað tæpum 600 árum seinna að láta reyna á þau orð Krists að trú geti fengi fjöll til að færast úr stað og frá þeirri tilraun er komið annað orðatiltæki sem fólk á Íslandi notar nokkuð mikið í seinni tíð.

Sagan og orðatiltækið sem henni tengist, berst trúlega til Íslands frá Englandi þar sem það kemur fyrst fyrir í ritgerð eftir Francis Bacon; "Of boldness", árið 1625.  Bacon  notar reyndar útgáfu sem alþekkt var um sama leiti sem máltæki á Spáni og hljómar svona; "Ef hæðin vill ekki koma til Múhameðs mun Múhameð fara til hæðarinnar."  Enska orðið "hill"  breyttist einhvern tíman í "mount" og þar með varð hæðin/hóllinn að fjalli.

SofaOrðatiltækið á upphaflega rætur sínar að rekja til íslamískrar arfsagnar þar sem sagt er frá því þegar að Múhameð er beðinn að gera eitthvert kraftaverk sem ótvírætt mundi sanna guðdómleika kenninga hans. Hann bað Guð um að flytja til sín hæð nokkra sem heitir SOFA og rís skammt frá Mekka.

Þegar að hæðin haggaðist ekki sagði Múhameð það ótvírætt bera miskunn Guðs vitni því ef hún hefði tekist á loft og flogið til þeirra, mundu allir hafa grafist undir henni. Múhameð gekk því til hæðarinnar til að flytja þar Guði lofgjörð fyrir náð hans og miskunn.


Golliwogg og tvískynungur BBC

GollyMyndin er af þeirri tegund brúðu sem kölluð er Golliwogg. (Seinna Golliwog) Brúðan er eftirmynd af sögupersónu í barnabókum eftir Florence Kate Upton sem gefnar voru út seint á 19. öld og nutu þá mikilla vinsælda í Betlandi, Bandríkjunum, Evrópu og Ástralíu.  Sumar heimagerðar Golliwogg dúkkur voru kvenkyns en yfirleitt voru þær alltaf karlkyns eins og upprunalega sögupersónan.

Fljótlega var byrjað að nota orðin Golliwog og "wog" sem uppnefni á þeldökku fólki og sem slíkt breiddist notkun þess orðs víða út.

Fyrir nokkru notaði Carol Thatcher, ein af stjórnendum BBC sjónavarpsþáttarins One show, þetta orð um tennisspilarann Jo Wilfried Tsonga. Carol sem er dóttir fyrrverandi forsætisráðsfrúar Bretlands Margrétar Thatcher, lét orð sín falla  í starfsmanna-aðstöðu sjónvarpsins (Green Room) eftir að útsendingu var lokið. Fyrir þetta hefur henni verið vikið úr starfi. Jo-Wilfried-Tsonga

Mikil umræða hefur spunnist út af uppsögn hennar og m.a. bent á að BBC sé með á sínum snærum hálaunaða starfsmenn sem hafa það fyrir atvinnu að ganga fram af fólki með blótsyrðum og hneykslanlegum uppátækjum.

Eru í því sambandi nefndur sem dæmi Jonathan Ross sem nýlega var settur í tímabundið bann á BBC fyrir að hafa tekið þátt í klúrum hrekk ásamt grínaranum Russel Brand sem sagði upp stöðu sinni hjá fjölmiðlarisanum í kjölfarið.

Þessi tvískynungur BBC er orðin að pólitísku bitbeini því hægri sinnaður stjórnmálamaður eins og borgarstjóri Lundúna Boris Johnson sagði þessar refsiaðgerðir gegn Carol of grófar en Hazel Blears samskiptaráðsstýra í ríkisstjórn Browns hefur svarað með því að lýsa stuðningi við ákvörðun BBC.

Þá er þess skemmst að minnast að bæði Charles tilvonandi konungur Bretlands og sonur hans Andrew, notðu báðir hliðstæð uppnefni, "Sooti" (Sóti) og "Paki" um menn sem þeir umgengust. Engar kröfur hafa heyrst um að þeir eigi að segja af sér sínum störfum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband