Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
17.10.2020 | 15:44
STARBAKKI
Starbeck (Starbakki) heitir þorp eitt í Norður-Jórvíkurskíri, nú úthverfi af Harrogate. Nafn þorpsins er norrænt að uppruna og er dregið af stargresinu á sef-vöxnum bökkum lækjarins sem rennur um svæðið. Harrogate er líklega einnig norrænt og var upprunalega Hörgagata. Á Englandi sem annarsstaðar tíðkaðist löngum að kenna fólk við fæðingarstaði þess og til varð ættarnafnið Starbeck sem síðan með að breyta einum staf varð að Starbuck.
Um miðja 17 öld gerðist Starbuck fjölskyldan Kvekarar. Nafnið kvekari (dregið af orðinu quake, sem merkir að skjálfa) kom til þar sem meðlimir hreyfingarinnar þóttu oft skjálfa af geðshræringu þegar þeir vörðu skoðanir sínar og þar sem George Fox sagði eitt sinn þegar hann var kallaður fyrir dómara: Skjálfið fyrir Guðs dómi. Hreyfingin varð þó um margt illa séð í bresku samfélagi og margir þeirra fluttust búferlum til Ameríku, þar á meðal Starbakka-fjölskyldan. Hún settist á Nantucket eyju stutt frá Cape Cod og hóf að leggja stund á hvalveiðar, aðalatvinnugrein eyjarinnar. Fyrr en varði urðu Starbakkamenn stórtækir og frægir hvalveiðimenn.
Árið 1851 kom út bók eftir Herman Melville. Hún fjallaði um hvalveiðiskipið Pequod, sem gert var út frá Nantucet eyju. Herman sem sjálfur hafði verið hvalveiðimaður, þekkti vel til Starbakkamanna og til heiðurs þeim ákvað að nefna fyrsta stýrimann Pequod, Starbuck.
Til að byrja með varð bókin Moby-Dick ekki sérlega vinsæl. Flestir, einkum þó Bretar skildu hvorki upp né niður í bókinni, ef til vill vegna þess að í fyrstu bresku útgáfu hennar vantaði síðasta kaflann.
Í byrjun tuttugustu aldar komust bækur sem enginn botnað í, í tísku, sérstaklega í Ameríku. Allar götur sían hafa amerískir skólakennarar keppst við að troða þessari dreyra roðinni sögu í börn og unglinga. Enskukennari einn að nafni Jerry Baldwin var sérlega hrifinn af bókinni.
Þegar Jerry og tveir félagar hans ákváðu að setja á laggirnar kaffihús, vissi hann nákvæmlega hvað hann vildi nefna það.....Pequod!! - Félagar Jerry voru ekki eins hrifnir. Fyrstu stafirnir í orðinu minntu á vökva sem vart þótti drekkandi (Pe-pee-piss) og gæti því orðið þeim til trafala í markaðssetningunni. Hugmynd Jerry var því varpað fyrir róða og leit hófst að öðru kunnuglegra nafni. - Á korti af heimaslóðum þeirra fundu þeir gamalt námuþorp sem nefnt var Camp Starbo. Þeim leist vel á þetta nafn, en Jerry var ekki af baki dottinn og lagði til að þeir kölluðu kaffisöluna Starbuck eftir stýrimanninum á Pequod.
Þannig varð hversdagslegt staðarheiti, nefnt af þreyttum víkingi sem lagði sig niður á lækjabakka á Englandi til að hvíla sig, að einu þekktasta vörumerki í heimi.
Ef til vill hefðu Jerry og félagar hans ekki orðið eins hrifnir af nafninu, ef þeir hefðu munað eftir því að sagan af Moby-Dick er byggð á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað þegar að fjöldi hvalveiðiskipa á Kyrrahafi, reyndu að granda hvítum hval sem nefndur var Mocha-Dick.
19.6.2020 | 19:54
Hver er konan?
Með hjálm á höfði, spjót og skjöld í hendi og hrafna á öxlum, stendur hún keik í skugga Ingólfs á Arnarhóli. Til hliðar við hana er lágmynd af tré sem gæti verið Askur Yggdrasils en hver er konan. Hallveig Fróðadóttir eiginkona Ingólfs? Þá Einar skóp styttuna af Ingólfi bætti hann við lágmyndum á allar hliðar fótstalls styttunnar með titlunum "Flótti guðanna til Íslands fjalla," Meðal þeirra voru Ragnarökkur, Nornir og Ingólfshaugur þar sem hann færði hugmyndir sínar um landnámið í táknrænan búning. Einar hugðist þannig sýna að landið hafi ekki einungis verið áfangastaður norrænna manna heldur einnig norrænnar menningar. Þeir sem borguðu fyrir styttuna Ingólfi voru ekki sáttir við lágmyndirnar og fylgdu þær því aldrei með. En eftir stendur þessi kona sem nánast aldrei sést á myndum af styttunni. Svari nú hver sem veit, hver er hún?
19.6.2020 | 14:28
SAMBO
Í umræðunni um hversu margslunginn rótgróinn rasismi grasserar í samfélaginu, hér sem annarsstaðar, hafa komið fram kröfur um að þekkt vörumerki og slagorð í auglýsingum, verði endurskoðuð. Eitt kunnasta dæmið er hið umdeilda vörumerki sýrópsins góða sem þekkt er undir "Aunt Jemima" sýróp. Fyrirtækið sem framleiðir sýrópið hefur nú látið undan þrýstingi og ákveðið að láta endurgera vörumerkið.
Hér á landi hefur verið bent á bæði í ræðu og riti að SAMBO vörumerki sælgætisgerðarinnar Kólus sé rasískt og því beri að taka það úr umferð. Sambo er óneitanlega niðrandi orð, einkum í Suður-Ameríku þar sem það er haft um fólk haft um fólk sem komið er bæði af blökkufólki og Suður-Ameríku Indíánum. Orðið er líklega komið frá Kongóska orðinu nzambu, sem þýðir api. Spurningin er hvort ekki sé tímabært fyrir stjórnendur Kólus ehf, sem ætíð hafa hafnað því að orðið væri rasísk, að endurskoða afstöðu sína.
6.3.2020 | 22:19
Óbyrjur tímans
Var að leggja frá mér bókina Óbyrjur tímans eftir Guðbrand Gíslason. Bókin er stutt, aðeins 96 síður en á móti kemur að þú lest hvern kafla tvisvar a.m.k.ef vel á að vera, vegna þess hve vel skrifuð hún er. Guðbrandur fer á kostum í oft tregafullum smásögum sem draga upp myndir af atburðum úr lífi hans sjálfs. Náttúrulýsingum og tilfinningum er fléttað svo vel saman að stundum er þar á enginn munur. Þeir sem unna íslenskri tungu, íslenskri náttúru og íslenskri frásagnarlist ættu að verða sér út um eintak af þessari bók hið fyrsta.
7.9.2017 | 14:07
Orrarnir á Bessastaðakirkju
Ofarlega á turni Bessastaðakirkju, getur að líta þetta skjaldarmerki sem fáir kunna kannski skil á. Af því hversu hátt það er, veita fáir því jafnan athygli. Á skildinum má sjá þrjá fugla og er fjaðradúskur yfir þeim. Fuglarnir eru af orra ætt (black grouse) eins og rjúpan og voru stundum kallaðir "úrhænsn" á fornmáli. Heimkynni þeirra eru Evrópa og Asía.
Skildinum var komið þarna fyrir af Moltke nokkrum greifa sem var stiftamtmaður á Íslandi 1819-23 og er þar komið skjaldarmerki ættar hans. Moltke stóð fyrir endurbótum á turninum og notaði tækifærið til að skilja eftir sig þetta minnismerki um valdatíð sína og ætt.
12.10.2016 | 11:38
Konurnar bjarga Bandaríkjunum
Hvað amar að bandarískum karlmönnum? Ef ekki væri fyrir sterkt fylgi kvenna við Hillary, gætu kosningarnar farið eins og þessar myndir sýna.
10.10.2016 | 13:45
Karfa af ógeði
Sjónvarpsumræður Trump og Clinton í nótt, sönnuðu í eitt skipti fyrir öll að stjórnmál í Bandaríkjunum, eru hætt að þykjast snúast um stjórnmál, hvað þá skynsemi eða sannleika. Trump hefur tekist að sýna fram á með fylgi sínu, að stór hluti Bandaríkjamanna kýs fáránleikann umfram allt annað og vill fá afskræminguna ómengaða og beint í æð. Kannski er það bara ágætt að hnignunin í USA sé að fullu opinberuð því Trump er ekkert annað en Hillary í spéspegli. - Það er illa komið fyrir heiminum þegar að pólitísk raunvera valdamesta ríki hans, tekur fram í fáránleika allri mögulega ímyndaðri satíru. En hvað getur heimsbyggðin annað gert en býsnast og vonað það komi ísöld áður en að einhver trúður í hvíta húsinu þrýstir á rauða hnappinn.
Er sigur úr augnsýn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2016 | 17:44
HÚH on Ice
I think it is absolutely a terrific idea to link together the accomplishments of the Icelandic football team last summer, and the fantastic story of the Winnipeg Falcons Hockey team. For the roots of the two may lie deeper than anyone suspects. The folowing text is based upon information gathered from Wikipedia, the free encyclopedia and elsewhere.
The Winnipeg Falcons (Their story in a Video) were a senior men's amateur ice hockey team based in Winnipeg, Manitoba. The Winnipeg Falcons won the 1920 Allan Cup. That team went on to represent Canada in the 1920 Olympic games held in Antwerp, Belgium. There the Falcons, soundly beating all their opponents, won for Canada the first ever Olympic Gold Medal in ice hockey and changed the way Hockey was played from there on.
The Winnipeg Falcons hockey team was founded in 1911 with a roster of entirely Icelandic players who had not been able to join other Winnipeg teams due to ethnic prejudice. In their first season, 19111912, they finished at the bottom of their league. The next year, Konnie Johannesson and Frank Fredrickson joined the team. That team turned out to be a winner in the league.
The game of Ice Hockey that the young Icelanders took so readily to, can at least in part be traced back to a game played the Mi'kmaq Indians of Newfoundland and Nova Scotia.
The Mikmaq (also Micmac) are a First Nations people indigenous to Canada's Maritime Provinces and the Gaspé Peninsula of Quebec. They call this region Mikmaki. Others today live in Newfoundland and the northeastern region of Maine. the Mikmaq, a First Nations people of Nova Scotia, had from time immemorial played a stick-and-ball game. Canadian oral histories describe a traditional stick-and-ball game played by the Mikmaq in eastern Canada, and Silas Tertius Rand (in his 1894 Legends of the Micmacs) describes a Mikmaq ball game known as tooadijik.
Windsor (Nova Scotia, Canada) claims that it is the birthplace of the ice hockey. This is citation from their site: There is near-irrefutable evidence that it was in Windsor that the game the world knows as ice hockey had its humble origins as early as the year 1800, on Long Pond. It is in the writings of Thomas Chandler Haliburton that the first known reference to a form of ice hockey can be found: the boys of Windsors Kings College School adapted their British game of hurley to the ice. And hurley-on-ice developed over time into the internationally popular game of ice hockey, still considered by most Canadians as their national sport.
In fact, this theory is strongly connected with the theory that ice hockey is a game adopted from Mikmaq Indians. The main difference is that Mikmaq Indians are not explicitly mentioned in this theory (but the place is still the same, Nova Scotia, Canada).
Since the nineteenth century, the Mikmaq were credited with inventing the ice hockey stick. The oldest known hockey stick was made between 1852 and 1856. Recently, it was appraised at $4 million US and sold for $2.2 million US. The stick was carved by Mikmaq from Nova Scotia, who made it from hornbeam, also known as ironwood.
As it happens Canada's Maritime Provinces is where the Norse explorer; Leifur Eiríksson, and others who followed in the wake of his ships, are known to have settled around the year 1000. The Mi'kmaq´s may indeed well be the "Skrælingar" that are so frequently mentioned in the Icelandic Sagas.
Dating to around the year 1000, L'Anse aux Meadows is widely accepted as evidence of pre-Columbian trans-oceanic contact. It is notable for its possible connection with the attempted colony of Vinland established by Leif Erikson around the same period or, more broadly, with Norse exploration of the Americas. It was named a World Heritage site by UNESCO in 1978.
And the Norse/Icelanders played Ísknattleikur; a similar game to Icehockey, that had been played for a thousand years or more by the Norse, as documented in the Icelandic sagas. Today, no one knows exact rules of Knattleikur, but some information has survived from the Viking Age in Iceland around the 9th century..
Tengja árangurinn við Fálkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2016 | 16:01
Going Berserk in Iceland
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2016 | 09:02
Hvað á þjóðin skilið?
Orðið á götunni og á kaffistofunum er að enn sé ekki kominn fram forsetaframbjóðandi sem sem þjóðin gæti sætt sig við sem þjóðhöfðingja. Þegar að listinn er skoðaður í dag, sækir samt að manni sú hugsun Joseph de Maistre að hver þjóð fái þá leiðtoga og stjórn sem hún á skilið. Og satt að segja er íslenska þjóðin til alls vís þegar kemur að því að kjósa leiðtoga sina og á líklega ekkert gott skilið, ef eitthvað er að marka franska heimspekinginn. Um það vitna niðurstöður síðustu alþingiskosninga og hvernig Framsóknarflokkurinn var endurlífgaður og reistur til valda. - Ég held samt enn í vonina með kaffistofufólkinu að fram komi boðlegur kandídat sem ekki nær kjöri á aðeins 12-14% atkvæða eins og allt stefnir í að gæti gerst ef núverandi frambjóðenda listi stendur óbreyttur.