Er Osama bin Laden enn á lífi

Khalid Bin LadenOsama farsinn heldur áfram. Bandarísk yfirvöld hafa nú ákveðið að birta ekki myndir af Osama látnum, af því "að myndirnar séu svo hræðilegar". 

Samatímis eru þau ekkert að hika við að birta myndir af  syni hans og öðrum þeim sem drepnir voru í aðförinni að Osama. Hvernig geta þær myndir verið eitthvað minna hræðilegri en myndirnar af Osama?

12 ára dóttir Osama sem nú er í haldi í Pakistan segir að bandarísku sérsveitarmennirnir hafi fyrst handsamað Osama áður en hann var skotinn fyrir framan fjölskyldu sína og pakistanísk yfirvöld segja jafnframt að frásagnir fólksins sem handtekið var á staðnum eftir að aðgerðum bandaríkjamanna var lokið, séu einu sannanirnar sem þau hafa um að Osma hafi yfirleitt verið á staðnum. -

Líki Osama var að sögn varpað í sjóinn úr flugmóðuskipi í Arabíska hafinu.  

Hvað með myndir af útförinni? Varla get þær verið svona hræðilegar.

Frásögn bandarískra yfirvalda af atburðunum hefur nú breist nokkrum sinnum í nánast öllum atriðum svo ekki stendur steinn yfir steini.

Margir halda því fram að ástæðan fyrir þessu sé að Obama Bin Laden hafi verið tekinn lifandi og sé enn í haldi Bandaríkjamanna. Þannig séu öllum þessum misvísandi upplýsingum komið viljandi á framfæri til að villa fólki sýn um það sem raunverulega átti sér stað.  

Sé það raunin verður það að viðurkennast að Bandaríkjamönnum hefur tekist einkar vel til í þetta sinn.


mbl.is Birta ekki myndir af bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsagnirnar hrannast upp

osamaÞað er orðið erfitt að treysta nokkru sem bandarísk stjórnvöld láta hafa eftir sér um aftöku Osama Bin Ladens. Talsmenn Hvíta hússins og herforingjarnir sem hafa tjáð sig um málið eru orðnir margsaga og ekki nema von að samsæriskenningarnar fari eins og eldur í sinu um netheima.

Samt horfðu þessir menn ásamt Obama forseta og stríðsráði hans á þegar hryðjuverkaforinginn var drepinn í beinni útsendingu frá kvikmyndavélum sem voru festar á hjálma sérsveitarmannanna. -

En kannski er þetta allt með ráðum gert. Besta ráðið tl að fela sannleikann er að blanda honum sama við hálfsannleika og fjölda annarra lyga sem gætu verið sannar.

Annað sem viðkemur þessari hernaðaraðgerð orkar svo mikils tvímælis að menn spyrja sig hvort firringin gagnvart Osama í Bandaríkjunum sem svo mikil að það skipti engu máli hvernig að hlutunum er staðið.

GeronimoTil dæmis virðist gamla "kúrekar á móti indíánum"  stemmningin svífa enn yfir vötnum í USA því leyniorðið yfir fallinn Osama var "Geronimo". Geronimo var eins og kunnugt er frægur indíánahöfðingi af Apache ætt sem barðist frækilega gegn mexíkönskum og bandarískum stjórnvöldum sem bæði sölsuðu undir sig hefðbundnar veiðilendur Apache indíána.

Í fyrstu útgáfu stjórnvalda af atburðarásinni sem leiddi til aftöku Osama, var sagt að fullt samráð hefði verið haft við pakkistanísk stjórnvöld en einnig að þyrlurnar fjórar sem flugu inn í Pakistan  hafi flogið svo lágt að þær komu ekki fram á radar. Það eitt segir að Pakistönum var ekki treyst fyrir nákvæmri tímasetningu aðgerðarinnar enda Osama búinn að hafast við í þessum húskynnum í sex ár án þess að nokkur amaðist við því.

Ein þyrlan lendir í erfiðleikum við lendingu og er síðar sprengd upp af sérsveitarmönnunum þegar þeir fara. - Aðeins fjórir eru drepnir í árásinni þrátt fyrir harða skotbardaga við varðliða sem gættu hússins. -  Hvað varð um alla þessa varðliða?

Fyrst var sagt að Osama hefði verið skotin tveimur skotum í andlitið. Nú er sagt að hann hafi verið skotinn einu sinni í höfðið og einu sinni í brjóstið.

Í gær koma fram hjá einum bandaríska herfornigjanum að Osama hefði notað sér eiginkonu sína sem skjöld þegar að verið var að skjóta á hann og að konan hefði dáið í kúlnaregninu.

who-are-the-sheepNú er sagt að konan, sem var eiginkona Osama, hafi ráðist að árásarmönnunum þegar þeir ruddust inn í svefnherbergi þeirra hjóna en var þá skotin í fótinn.

Osama er sagður hafa verið óvopnaður en samt veitt mótspyrnu og þá verið tekinn af lífi. - Hverskonar mótspyrnu veitir óvopnaður maður gegn brynjuðum sérsveitarmönnum?

Og hvað varð um eiginkonu Osama ef að hún var aðeins særð í árásinni? En er haldið fast við söguna að aðeins fjórir hafa hafi fallið í aðgerðinni, Osma, sendisveinninn hans hvers ferðir komu upp um dvöl hans í húsinu, uppkominn sonur Osama og eiginkona hans. Myndirnar af svefnherberginu sýna að þar hefur átt sér stað blóðbað.

Flogið er með líkið af Osama til Afganistan þar sem það er þvegið og tekið úr því sýni. Síðan er því flogið út á flugmóðurskip í Arabíska hafinu og þar er því sökkt í sæ til að forða því að grafreitur hans verði að helgireit fyrir fylgjendur hans. - Hins vegar hafa spunastjórarnir engar áhyggjur af því að húsið þar sem aftaka hans fór fram, verið að helgiskríni.

Nú er Obama er hylltur í hvert sinn sem hann nefnir Osama. Sumir benda samt á að hann hafi láti til skarar skríða of snemma. Langt sé enn í kosningar og minni Bandarísks almennings stutt.

 


mbl.is Osama bin Laden var óvopnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig á að drepa goðsögn

Osama-Bin-Laden-Half-Dead--23407Dauði Osama bin Laden hefur mikla þýðingu fyrir Bandarísku þjóðina. Mörgum Bandaríkjamönnum sveið það afar sárt að tæknivæddasti her og best búnu sérsveitir heimsins gátu ekki fundið þennan landlausa flóttamann og grandað  honum. Í 10 ár eltust Bandaríkjamen og bandamenn þeirra við Osama án árangurs og þannig varð til goðsögnin um manninn sem enginn gat fangað og enginn gat grandað. 

Það braust því út mikill fögnuður um gjörvöll Bandaríkin þegar það fréttist að Osama hefði loks verið drepinn. En goðsögnin um hann lifir áfram og hana verður líka að drepa. Þess vegna hafa engar myndir verið birtar af líki Osama og því komið þannig fyrir að enga minnisvarða verður hægt að reisa á legstað hans.

Og eins og allir sérfræðingar og fréttaskýrendur keppast nú við að skýra út fyrir okkur, hefur dauði Osama mest táknræna  þýðingu fyrir þá sem taka þátt í stríði Bandaríkjana gegn hryðjuverkum.  

Al Qaeda samtökin eru ekki lengur háð Osama, enda hafa þau meira á sér yfirvarp hugmyndafræði en samtaka.

Og hvernig er best að berjast við hugmyndir og hugmyndafræði? Mikilvægur liður í þeirri barráttu er að afmennska hugmyndasmiðinn. Allir vita að Osama var miskunnarlaus og kaldrifjaður hryðjuverkamaður. En hlaut ekki maður sem bauð heimsveldi byrgin og tókst að standa gegn ofurmætti þess á marga vegu í fjölda ára, að vera hugrakkur? -

Nú eftir að Obama Nóbels-friðarverðlaunahafa hefur tekist að láta drepa Osama, veit hann að það verður líka að drepa ímynd hans. Sá ferill er þegar hafinn eins og fréttin hér að neðan ber með sér. 

Næstu daga og mánuði munu koma fram ýmsar upplýsingar um Osama, matreiddar af spunameisturum USA, til að ófrægja persónu Osama og afmennska hann algjörlega. Allt er það liður í að drepa goðsögnina um Osama bin Laden sem Obama og forverar hans í starfi áttu svo ríkan þátt í að skapa.  


mbl.is Reyndi að nota eiginkonuna sem skjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauði Osama tryggir pólitískt líf Obama

first_photo_os_osama_deadBarack Obama lét í gær drepa Osama bin Laden, skjóta hann í höfuðið eins og þessi mynd sýnir.  Þar með heggur Obama eitt höfuðið af mörgum á hinni fjölhöfða og fjölþjóða nöðru sem kölluð er Al-Qaeda. Obama fer langt með þessu að tryggja sér setu í forsetastóli Bandaríkjanna næsta kjörtímabil. 

Heimurinn verður nú að búa sig undir margvíslegar hefndaraðgerðir hryðjuverkasamtakanna sem Osama var sameiningartákn fyrir. Hann var vitanlega löngu hættur að taka sjálfur ákvarðanir fyrir Al-Qaeda þar sem hann hírðist í neðanjarðarbirgi sínu í Pakistan.   En nú hefur nafn hans aftur áhrif. Píslarvætti hans á eftir að verða hvatinn af ótölulegum fjölda árása um allan heim til að hefna hans.

Osama sagði fyrir nokkrum árum að hann ætlaði að snú a sér að því að koma frá völdum þeim íslömsku landshöfðingjum sem væru hallir undir vesturlönd og ættu í samskiptum við þau. Hann nefndi sem dæmi Múbarak Egyptalandsforseta og Gaddafi Líbíu leiðtoga. Svo virðist sem hann hafi fengið óvæntan stuðning við þá áætlun sína frá sjálfum höfuðóvini sínum og hervél hans, NATO.


mbl.is Osama bin Laden allur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenski fáninn misnotaður af NATO

NATO_Briefing_8Apr11_hdhb_160x90_1873092000_thumbnailVið ætluðum ekki að drepa Gaddafi segja talsmenn NATO. Allir vita að þeir eru að ljúga. Jafnvel Obama sagði skýrum orðum korter fyrir stríð að tilgangurinn væri að koma Gaddafi frá. Þegar að talsmenn NATO koma fram, blaktir íslenski fáninn ætíð fyrir aftan þá. 

Libía 2Sjaldan sést í bandaríska, breska eða franska fánann. Það er eins og það sé viljandi gert að láta talsmennina ljúga blákalt upp í opið geðið á fréttamönnum heimsins með íslenska fánann mest áberandi að baki sér. Kannski finnst NATO að framlag Íslands til stríðsins sé svo lítið að það minnsta sem þeir geti gert sé að lána fána til að verða tákn þessara ófara í Líbíu í undirmeðvitund fólks. Eða kannski það sé krossinn kristni í fánanum sem áróðursmeistararnir eru að sækjast eftir. Gaddafi heldur því jú fram að herferðin gegn sér sé nútíma-krossferð og krossfarar voru jú ávalt sveipaðir krossinum.

Libía 1Gaddafi segir að sonur sinn Saif al-Arab hafi látist í sprengjuárás NATO. Gadaffi segist eining hafa misst þrjú barnabörn í þessari sömu árás.

144-Libya-Bombs-hit-Gaddafi-home-Nato-strikes-killHann vill samt ekki segja umheiminum nöfn þeirra.

Kannski hann þurfi tíma til að ættleiða einhver dáin börn eins og hann varð uppvís að árið 1986 þegar hann sagði að dóttir sín hefði látist í lofárásunum á Líbíu sem Ronald Regan fyrirskipaði. Seinna kom í ljós að þessi stúlka sem lést var ættleidd af Gaddafi að henni látinni.

Stríð er ljótur leikur beggja megin borðs.

Slæmt samt að íslenski fáninn skuli endilega þurfa að vera beint fyrir aftan þessa blessuðu talsmenn NATO þegar þeir ljúga að heiminum. Þeir eru greinilega að misnota íslenska fánann, eða allavega að ofnota hann. Geta þeir ekki notað einhvern annan, eins t.d. þann tyrkneska?


Skrípaleikur sem ofbýður öllu vel þenkjandi fólki

KÞKEf Kristján Þór vill að kallaður verði saman Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í haust, verður hann heldur betur að bretta upp ermarnar ef hann á að eiga einhverja möguleika á að verða kosinn formaður.

Auðvitað á hann góða möguleika, ef hann kemur ákveðnum hlutum í verk.

Margir álíta að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki unnið kosningar með núverandi formann við sjónvölinn. Kristján er einn þeirra sem helst kemur til greina til þess að sameina sundraðan flokk og er einnig  einmitt í þeirri stöðu líka að geta bætt tiltrú almenningss á pólitík og stjórnmálamönnum.

Kristján er formaður Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem er ætlað það verkefni að koma með tillögur um umbætur á stefnu og starfsemi flokksins. Kristján lýsir ástandinu í íslenskri pólitík og þar með sínum eign flokki svona;

Staðan er einfaldlega þannig að í augum fjölmargra landsmanna einkennast íslensk stjórnmál af tilgangslausu karpi í sölum Alþingis um hluti sem skipta litlu sem engu máli. Á sama hátt er ,,stjórnmálastarf" orðið að samheiti yfir endalausan spuna, þ.e. að reyna að koma vel út úr kvöldfréttatímanum og helst skíta út andstæðinginn í leiðinni. Þetta er oft á tíðum skrípaleikur sem ofbýður öllu vel þenkjandi fólki.

Kristján hefur haldið eitthvað annan tug funda í framtíðarnefndinni,  en mig grunar að hann eigi enn erfitt með að móta einhverjar heilstæðar tillögur sem yrðu til raunverulegra bóta.

Og ástæðan fyrir því,  grunar mig, er að hann viti eftir þessi fundarhöld að vandamálin við pólitíkina eru ekki stefnumálin eða skipulag flokkanna, heldur innræti pólitíkusanna sjálfra. Hann hlýtur að vera búinn að átta sig á að spilling í stjórnmálum er eingöngu ástunduð að spilltum stjórnmálamönnum. - 

Ef að Kristján Þór ætlar sýna að hann er sjálfur ekki í pólitík til að taka þátt í "skrípaleikunum" verður hann að benda landsfundi og flokksfélögum sínum á þessar einföldu staðreyndir og hvetja þá sem þetta á við um,  til að láta sig hverfa úr stjórnmálum. 

Vandamál Kristjáns er bara að margir af helstu stuðningsmönnum hans til formannsframboðs í þingflokknum, eru einmitt þeir þingmenn sem spillingarstimpillinn hefur fest sig hvað kyrfilegast við.

Þannig gæti vel sú staða komið upp að Kristján Þór verði sá sem almenningur vill helst sjá sem næsta formann sjálfstæðisflokksins og ætti þar með bestan möguleikann á að vinna kosningarnar fyrir sjálfstæðisflokksins, einmitt vegna þeirrar ástæðna sem gera honum ómögulegt að verða kosinn formaður flokksins.


mbl.is Kristján vill landsfund í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Himingeimurinn í Reykjanesbæ

DSC_0131[1]Þessa dagana og alveg fram til 8. maí stendur yfir listahátíð barna í Reykjanesbæ. Stefið sem börnin vinna með að þessu sinni er "himingeimurinn" en þetta er í sjötta sinn sem efnt er til slíkrar hátíðar í bænum. 

Ég brá mér á sýninguna rétt fyrir páska og get ekki orða bundist.

Nemendur leikskólanna í Reykjanesbæ og aðstandendur þeirra hafa sett saman stórskemmtilega sýningu í listasal Duushúsa og náð að fanga þar þann hluta sköpunarlistarinnar sem fær fólk til að vilja dvelja í himingeim þeirra sem lengst. - 

DSC_0127[1]Þorvaldur Guðmundsson sendi mér þessar myndir af sýningunni sem segja meira en nokkur orð.

Grunnskólabörn bæjarfélagsins taka einnig þátt í hátíðinni. "Listaverk í leiðinni" er yfirheiti sýningar þeirra á verkum vetrarins sem komið er fyrir víðs vegar um bæinn.

 


Vill ekki lengur vera memm

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það er kominn tími fyrir Hönnu Birnu að segja sig úr öllu samstarfi við Jón Gnarr og besta flokkinn. Hún vill ekki þurfa að verja hendur sínar í næstu kosningum fyrir ákvarðanir sem Besti flokkurinn og Samfylkingin eiga að svara fyrir. Hanna Birna er pólitíkus af gömlu  gerðinni þar sem allt sem hún gerir er metið út frá því hver pólitísk staða hennar verður í næstu kosningum. - Sóley Tómasdóttir virðist vera af sömu gerð. -

Hanna Birna vissi að á sínum tíma var henni boðið forsetaembættið til þess eins að hafa hana góða. Það þóttu pólitísk klókindi að hálfu gnarrista. Nú hefur Hanna Birna náð að snúa því bragði sér til framdráttar. Pólitísk klókindi eru réttur dagsins og Hanna Birna vill ekki lengur vera memm. 


mbl.is Hættir sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Jón Gnarr stjórnleysingi?

Grímuklæddur Jón GnarrJón Gnarr kemur á óvart. Hann er ekki samkvæmur sjálfum sér. Hann segist ekkert vilja tala við þessa dáta um borð í þýsku herskipunum því hann er á móti öllum hernaði.

Jón hlýtur þá líka að vera á móti því að Sea King þyrla þýska herskipsins Berlin verði bakvakt fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar dagana 14.-18. apríl eða þá daga sem skipið er í heimsókn í Reykjavík, ásamt þýsku freigátunum Brandenburg og Rheinland-Pfalz.

Eins og komið hefur  fram í fréttum er verið að klára skoðun á TF-LÍF og var því þýska þyrlan til að vera til aðstoðar TF-GNÁ, ef kemur að útkalli og þörf er á að fljúga út fyrir 20 sjómílurnar.

Vísir skýrði frá því að "hernaður"  þessa skipa hafi m.a verið fólgin í því að sjá um flutning 412 egypskra flóttamanna í mars, frá Túnis og til síns heima í Egyptalandi, einnig hefur  Rheinland-Pfalz  verið við gæslu og eftirlit á Aden flóa sem er á milli Sómalíu og Jemen. Þar eru það einkum sjóræningjar sem sem þarf að hafa gætur á eins og kunnugt er.   

Jón er tilbúinn samkvæmt fréttinni að leyfa að herflugvélar fái að lenda á Reykjavíkurflugvelli séu þær að sinna hjálpar- eða björgunarstarfi. En hann vill samt sýna vanþóknun sína á veru skipana sem liggja nú við Skarfabakka í Sundahöfn  með því að taka ekki á móti yfirmönnum þeirra.

Ég er líka friðarsinni eins Jón Gnarr. En ég er ekki stjórnleysingi. Þess vegna finnst mér þessi yfirlýsing Jóns dálítið mótsagnakennd. Nema auðvitað að hann aðhyllist stjórnaleysi.


mbl.is Á móti hernaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagarin og Guð

YuriGagarinNafn hans var á hvers manns vörum fyrir 50 árum. Hann var fyrsti geimfarinn og fram til þessa hafa aðeins um 500 jarðarbúa fetað í fótspor hans. Í augum flestra var hann hetja, og í Sovétríkjunum þar sem geimvísindi voru einskonar trúarbrögð á þessum tíma, varð Gagarin að Guði.

Slík var dýrkunin á þessum manni að kirkjur sem lagðar höfðu verið af í hinu guðlausa veldi kommúnismans, voru enduropnaðar og helgaðar Yuri Gagarin. Mynnisvarðar og styttur risu um gjörvöll Sovétríkin af Yuri og hann var viðstaddur alla stórviðburði ríkisins á meðan hann lifði.

no-god-gagarinSamtímis fór áróðursvél stjórnvalda í gang. Haldið var fram að Gagarin hefði sagt þegar hann komst á sporbaug um jörðu; "Ég sé ekki neinn Guð hérna uppi." Í afriti af samskiptum Gagrins við jörðu á meðan á ferð hans stóð, er þessa setningu hvergi að finna. - Seinna var þessi kvittur rekin beint til leiðtogans sjálfs, Nikita Khrushchev. Á ráðstefnu sem haldin var um áróður gegn trúarbrögðum sagði hann; "Gagarin flaug út í geyminn og sá engan Guð þar."  "Sá sem aldrei hefur mætt Guði á jörðinni, finnur hann ekki út í geimnum" er samt setning sem höfð var eftir Gagarin. 

GagarinÞegar hann lést í flugslysi 1968 urðu til ýmsar samsæriskenningar um dauða hans, en ástæður slyssins hafa aldrei verið skýrðar til fulls.

Eftir fall Sovétríkjanna dró mikið úr hverskonar hetjudýrkun í löndum þeirra svo og átrúnaðurinn á Gagarin.

Samt eimir eftir af þeim í heimabæ hans þar sem Gagarin söfnuðurinn var á sinum tíma hvað sterkastur.

Meðal rússneskra geimfara tíðakast ýmsir siðir sem tengjast Gagarin. Meðal þeirra er skilja eftir blóm við minnismerki Gagarins, heimsækja skrifstofu hans og biðja anda hans um leyfi áður en ferðin hefst. Skrítnasti siðurinn er e.t.v. sá að karlgeimfarar pissa á hægra afturhjól farartækisins sem ekur þeim út að geimflaugunum. Kvengeimfarar geta í stað þess að pissa á hjólið, skvett á það þvagi úr máli. -


mbl.is 50 ár frá fyrstu geimferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að klóna Ólaf Ragnar Grímsson?

grimsonFyrir síðustu alþingiskosningar var það Jóhanna Sigurðardóttir sem fólk hugði að verða mundi bjargvætt þjóðarinnar. Hennar tími var kominn. Frammistaða hennar hefur valdið miklum vonbrigðum.

Áður var það ofurmennið Davíð Oddsson sem þjóðin dáði go elskaði að hata, enda fór allt handaskolum eftir að hann reyndi að stjórna landinu á bak við tjöldin úr Seðlabankanum, frekar en fyrir þeim opnum úr stjórnarráðinu.

oliragnNú kalla margir eftir afsögn Jóhönnu sem örugglega mundi verða upp á borðum ef efna ætti til nýrra kosninga nú, eins og stjórnarandstaðan vill. En þá ber þess að gæta að kröfur fólks eru stundum ósanngjarnar. Jóhanna hefur gert sitt besta og það besta var ekki nóg.

Það sem þjóðin þarf á að halda er ný bjargvætt og hana er ekki að finna í persónu Steingríms, Bjarna Ben, framsóknarstrákunum eða hreyfingar fólkinu þótt ágætt sé.

olafur-ragnarAugljósasti kosturinn er Herra Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar þegar sestur í sæti nýjustu bjargvættar þjóðarinnar. Jafnvel römmustu andstæðingar hans telja að hann hafi staðið sig skörunglega í embættinu upp á síðkastið og hafi verið skeleggur málsvari Íslands á ögurstundu. -

Nú er ég ekki að mælast til að hann taki að sér hlutverk einvalds á meðan framboðið á trúverðugum pólitíkusum í öllum flokkum er jafn lítið og raun ber vitni. En hvernig væri að klóna kallinn og fá svona 36-40 stykki af honum. Þá gætu þeir allir farið í framboð og tekið yfir þingið líka. Þannig yrði komist hjá einveldinu sem Íslendingar mundu aldrei þola og full eining og traust mundi skapast á milli þings og þjóðar, þings og forseta, og forseta og þjóðar.

King GRIMSSONPS: Úps, BBC var að greina frá því rétt í þessu að Ólafur Ragnar Grímsson hefði sagt í viðtali við sjónvarpsstöðina að hvorki Bretar eða Hollendingar mundu þurfa að kæra Ísland til að fá peningana sína aftur. Nóg væri til í eignasafni landsbankans til að borga báðar skuldirnar að fullu. - 


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellý Blanka smá

Elly Blanksma HeimasíðumyndHún heitir Petronella Johanna Maria Godefrida Blanksma-van den Heuvel og situr á hollenska þinginu fyrir guðhrædda krata.  Hún á tvö börn og eiginmann. Hún kallar sig Ellý (lái henni það  hver sem vill) og stendur nú í því að "hóta"  Íslendingum því að ef þeir standi ekki við Icesave lll samninginn munu Hollendingar fara í mál við þá.

Ellý hefur orð á glundroðanum í innanríkismálum Íslands og segist hafa fylgst vel með þeim. Samt virðist hún ekki gera sér grein fyrir að hluti af ástæðunni fyrir því að samningnum var hafnað er einmitt til að fá úr því skorið fyrir rétti hvort íslenskir þegnar eigi að vera ábyrgir fyrir Icesave greiðslum til Hollendinga. Íslendingum er því lítil ógn í þeim orðum hennar.

Elly Blanksma fyrir skömmuSvo held ég líka að Ellý sé bara að plata. Ég held að hún sigli dálítið undir fölsku flaggi í svörum sínum eins og hún gerir á heimasíðu sinni. (Efri myndin er tekin af heimsíðunni og sú neðri er nýlegt fréttaskot)  

Ég held að hún viti ekki neitt um Icesave. Ég held að Morgunblaðið hafi beðið hana um þessa yfirlýsingu vegna þess að þeir á ritstjórninni vissu að hún vissi ekki neitt um málið en sem pólitíkus mundi hún ekki geta staðist að fá tækifæri til að segja eitthvað við erlent blað.

Hún féll í gildruna og á Íslandi hlægja allir sig máttlausa af Ellý blönku smá.


mbl.is „Sjáumst í réttarsalnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú ert rekinn

Ólafur Ragnar þú ert rekinnÓlafur Ragnar lætur ekki sitt eftir liggja við að verja málstað Íslands í Icesave deilunni. Hann hundskammaði matsfyrirtækið Moody´s fyrir að ætla að lækka lánhæfni Íslands og bar sig til eins og sá sem valdið hafði rétt eins og hann vildi segja;  þið eruð reknir.  ´

Ekki laust við að tilburðir hans á myndinni sem fylgir þessari frétt minni dálítið á milljónamæringana tvo sem stjórna sjónvarpsþáttum sitt hvoru megin við Atlantsála , þá Alan Sugar og Donald Trump. (Sjá meðfylgjandi myndir) Þeir tala til lærlinga sinna á svipaðan hátt og Ólafur Ragnar talar til þeirra sem hann telur að þurfi á umvöndun að halda.

alan_sugar þú ert rekinnÓlafur minnist  einnig á mikilvægi þess að þjóðin stæði saman eftir að hafa skipst í tvær fylkingar út af Icesave lll. Hann gat samt ekki á sér setið sjálfur að hnýta í Samtök atvinnulífsins sem hann sagði tala atvinnulífið á landinu niður. Samtökin urðu vitanlega sár og sögðu ummæli Ólafs ómakleg. Þannig bregðast krosstré sem önnur, þegar kemur að pólitík.

trump-youre-firedÓlafur Ragnar er tímælalaust pólitískasti forsetinn sem setið hefur og eftir að stór hluti þjóðarinnar þakkaði honum að bjarga Icesave ll og lll frá því að verða lögum, hefur hann færst allur í aukana hvað varðar hápólitískar yfirlýsingar sínar. Hann, eins og fleiri sem þjáðust af bullandi meðvirkni,  er ekkert að líta í eigin barm þótt hann hafi hlaðið riddarakrossum og verðlaunum á bankaræningjana og útrásarvíkingana.


mbl.is Ömurleg frammistaða Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umræðan um Icesave í Bretlandi

Það er nokkuð fróðlegt að fylgjast með athugasemdum við fréttir Mail on Line og BBC um úrslit kosninganna. Langflestir taka málstað Íslands og þeir sem ekki gera það virðast ekki alveg vita út á hvað málið gengur.

Sem betur fer koma athugasemdir frá Íslendingum sem leiðrétta mestu vitleysurnar. -

Sjálf gera bresk yfirvöld lítið annað með sínum yfirlýsingum en að ala á þeim misskilningi að Ísland hafi með þessum kosningum neitað hreint út að láta nokkuð renna upp í skuldina við Bretland.

BBC og aðrir miðlar skýra frá því að Breska ríkisstjórnin og sú Hollenska undirbúi sig við að ná þeim peningum sem Ísland skuldar með lögsókn. Auðvitað er ekki haft fyrir að kafa mikið í málin og t.d. minnast á að í sjálfu sér skuldar Ísland ekki neitt vegna Icesave, heldur er það gamli Landsbankinn sem skuldar.


mbl.is Sterk rök okkar í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vendi ég mínu kvæði í kross

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra lét í það skína korter fyrir kosningar að þær skiptu í raun ekki miklu máli. Til væru peningar til að greiða upp í Icesave skuldina og meira væri á leiðinni þegar að Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi seldist. - Nú segir hann að það muni ganga eftir.

Nú vill hann setja tvöfalt strik undir það sem á undan er gengið og segir ekki fleiri samninga verða reynda. -

Ferlið sem hann og fleiri eru búnir að hjakka í s.l. tvö ár og endaði með þessum kosningum, skrifar hann á reikning þeirra sem hófu það, þ.e. þeirrar stjórnar sem lofaði að ríkissjóður Íslands mundi standa skil á skuldinni til við breska ríkissjóðinn vegna Icesave. -

Allt þetta er að loks liðin saga fyrir Steingrími og hann er því feginn. - Honum er greinilega mikill léttir í að geta varpað af sér samningakápunni sem hann bar á annarri öxlinni til að efna loforð fyrri stjórnar og klæðst á ný gömlu andspyrnuhempunni sem gerði hann á sínum tíma trúverðugasta pólitíkusinn á Íslandi. -

Hann les ekki út úr kosningunum vanþóknun þjóðarinnar með störf hans og stjórnarinnar og segir ekkert tilefni til að boða til nýrra kosninga.

Villir hann, stillir hann.


mbl.is Ísland getur greitt skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðadæmd ríkisstjórn

Þjóðin hefur talað og vilji hennar er ljós. Ríkisstjórn næstu ára verður fást við afleiðingarnar af niðurstöðum kosninganna og hún ætti að hafa til þess fullt umboð og fulltingi þjóðarinnar. Þess vegna verður þessi stjórn að fara frá.

Forsetinn tók fram fyrir hendur þingsins fyrir hönd þjóðarinnar og þjóðin hafnaði í framhaldi af því ákvörðun þingsins. Þess vegna þarf ríkisstjórn landsins nýtt umboð. Þjóðin treystir ekki lengur þessu þingi og ekki þessari ríkisstjórn til að fara með forsjá landsins. 

Fari allt á versta veg og spár já-sinna rætast, um hvernig fari ef samningunum verði hafnað, mun þessari stjórn verða kennt um það allt saman, ekki að samningunum var hafnað.

Fari allt á besta veg eða á þann veg sem já-sinnar sögðu, mun stjórninni aldrei þakkað það heldur munn þess stöðugt minnst að taka þurfti fram fyrir hendur hennar. 

Þessi ríkistjórn er í þeirri stöðu að henni verður bölvað og kennt um hvernig sem fer.

 


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að salan á Iceland Frozen Food nægir fyrir Icesave

Eins og flesta grunaði og skoðanakannanir sýndu skömmu fyrir kosningarnar, var þessum  Icesave-lögum hafnað. Þegar þetta er skrifað er aðeins beðið eftir því að sjá hversu sigur nei-sinna verður stór.  Nú verða stjórnvöld að ákveða hvernig leiða má málið til lykta.

Ágreiningurinn um Icesave mun halda áfram og afleiðingarnar af þessu vali þjóðarinnar munu ekki verða ljósar strax. Dómstólaleiðin gæti orðið ofaná en mun líklegra er að það verði samið eina ferðina enn og að þessu sinni verði ekki ríkisábyrgð inn í dæminu.

Það er alveg ljóst að hinn aalmenni borgari vill ekki borga neitt fyrir Icesave og ef einhverjar endurgreiðslur á þeim skuldum koma til greina, verða þær að koma úr eignasafni Landsbankans gamla. - Gott að stjórnvöld telja að það séu góðar líkur á að salan á hlut bankans í Iceland Frozen Food nægi til að greiða fyrir Icesave. -


mbl.is Mun fleiri segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsmóðirin hefur talað

Frú Vigdís Finnbogadóttir er ástsælasta persónan sem gegnt hefur embætti forseta Íslands. Ég kannast við nokkra foreldra sem nefndu stúlkubörnin sín í höfuðið á henni.

VIGDSF~1Yfirleitt hefur Vigdís ekki verið að flíka pólitískum skoðunum sínum, þótt þeir sem hana þekkja segi hana haf ákveðnar skoðanir á nánast öllum málum. Það þarf því eitthvað sérstakt að koma til að Vigdís kýs nú að ganga fram fyrir skjöldu og segja frá hvað hún kaus og gera síðan grein fyrir atkvæði sínu. - Vigdís er einn fárra íslendinga sem öðlast hefur einstæða reynslu af samskiptum við erlenda þjóðarleiðtoga, pólitíska og ópólitíska. 

Fyrst sem forseti lýðveldisins og síðan sem  velgjörðarsendiherra UNESCO (Menningarmálastofnunnar Sameinuðu Þjóðanna) og meðlimur í Council of Women World Leaders, hefur hún fengið mikla yfirsýn á stöðu Íslands gagnvart erlendum ríkjum. 

Engin getur því brigslað henni um að hún hafi ekki vit á málefnum Íslands og geti sett þau í samhengi við það sem er að gerast í heiminum almennt.

Þegar að Vigdís segir; "Frá mínu sjónarmiði séð leikur enginn vafi á því að orðstír okkar Íslendinga bíður mikinn skaða af áframhaldandi deilum, átökum fyrir dómstólum og flóknum lagaþrætum." eru það ekki bara orðin tóm. Orð Vigdísar ættu að vera nóg til að fá hörðustu nei-sinna til að endurskoða afstöðu sína og gera já-sinna ákveðnari í afstöðu sinni enn nokkru sinni fyrr.


mbl.is Vigdís styður samninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eva Joly elur á hégómagirnd Íslendinga

Augu heimsins eru afar flöktandi. Þau hvíla sér til hægðarauka meira við dægurhjal,  sögur af vanfærum kvikmyndastjörnum og poppsöngkonum, en af árásum NATO á Líbíu búa, mannfallstölum af Fílabeinsströndinni, sjálfsmorðssprengjum í Írak eða Pakistan og flóðahættu og kjarnorkuvá í Japan.

En á morgun er mikilvægur dagur fyrir Ísland og þá þykir okkur sjálfsagt að augu heimsins hverfi til okkar. Eva Joly þekkir þjóðina kann að kitla hégómagrind hennar eins og fyrirsögnin á þessari grein ber vitni um.

Litla Ísland leiðir heiminn einu sinni enn. Fyrir fáum árum var tónninn sá sami þegar rætt var um "íslenska efnahagsundrið". sem frelsa mundi heiminn.  Þeir sem vildu koma sér í mjúkinn hjá Íslendingum þurftu ekki annað en að lofa útrásir þeirra í hástert og segja þá mesta og besta. Fyrr en varði  þeir voru komnir um borð í þotur á leið til að eta gull í Dubai.

Þetta ofmat á eigin verðleikum hefur oft komið Íslendingum í koll. Að kinda undir því með greinum eins og þessum af fólki sem þjóðin treystir, einhverra hluta vegna, er ljótur leikur. - Vissulega munu úrslit kosninganna á laugardag vekja athygli og þau munu eflaust hafa áhrifa út fyrir landsteinana að einhverju marki. En að tala um kosningarnar eins og einhvern heimsviðburð, er stórlega orðum aukið.


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nár í karrí

Mannát er enn algengt víða um heim. Mest er það stundað í Afríku, einkum í Líberíu og Kongó þar sem seiðmenn sækjast eftir líkamshlutum af bækluðu fólki og albínóum til átu. Seiðmennirnir og þeir sem á þá trúa eru sannfærðir um að ákveðnir líkamshlutar vanskapaðs fólks og hvítingja hafi sérstakan lækningarmátt og gefi þeim sem af etur, yfirnáttúrulega krafta. -

Þá er mannát enn stundað  meðal sumra ættflokka í Malasíu við helgiathafnir. Yfirleitt er mannát tengt þeirri hjátrú að sá sem etur öðlist krafta þess sem etin er.

Í Pakistan eru flestir íbúar landsins múslímar. Mannát í Íslam er stranglega bannað. Þess vegna er athæfi þeirra bræðra Arif og Farman ekki hluti af menningu Pakistans. -

Nár í karríFram kemur í greininni að bræðurnir séu ekki aðeins mannætur, heldur náætur, þ.e. þeir leggja sér munns lík sem búið er að grafa. Einnig að unga konan sem þeir grófu upp og átu í karrí rétti, lést úr krabbameini. Vitað er að drengirnir þekktu konuna enda bjó hún í sama þorpi og þeir. Malik Abdul Rehman lögreglustjóri heldur því fram að bræðurnir hafi stundað náát um nokkurt skeið. Hann segir þá hafa grafið upp lík af fjögra ára stúlku á síðasta ári og etið hana.

Ekkert hefur komið fram sem skýrt getur hegðun þessara ungu manna sem ekki koma illa fyrir á myndum og myndböndum sem birst hafa af þeim. - Hinar hefðbundnu skýringar á mannáti eiga hér ekki við, hvað þá nááti sem er mjög hættulegt.

Auðvitað er líklegast að hér sé um alvarlega brenglun að ræða eða geðröskun. Einhvern veginn finnst mér skýringar lögreglunnar í Pakistan ekki sérlega sannfærandi þegar þeir segja að "drengirnir virtust vera eðlilegir".


mbl.is Bræður gripnir við mannát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband