Skrípaleikur sem ofbýður öllu vel þenkjandi fólki

KÞKEf Kristján Þór vill að kallaður verði saman Landsfundur hjá Sjálfstæðisflokknum í haust, verður hann heldur betur að bretta upp ermarnar ef hann á að eiga einhverja möguleika á að verða kosinn formaður.

Auðvitað á hann góða möguleika, ef hann kemur ákveðnum hlutum í verk.

Margir álíta að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki unnið kosningar með núverandi formann við sjónvölinn. Kristján er einn þeirra sem helst kemur til greina til þess að sameina sundraðan flokk og er einnig  einmitt í þeirri stöðu líka að geta bætt tiltrú almenningss á pólitík og stjórnmálamönnum.

Kristján er formaður Framtíðarnefndar Sjálfstæðisflokksins sem er ætlað það verkefni að koma með tillögur um umbætur á stefnu og starfsemi flokksins. Kristján lýsir ástandinu í íslenskri pólitík og þar með sínum eign flokki svona;

Staðan er einfaldlega þannig að í augum fjölmargra landsmanna einkennast íslensk stjórnmál af tilgangslausu karpi í sölum Alþingis um hluti sem skipta litlu sem engu máli. Á sama hátt er ,,stjórnmálastarf" orðið að samheiti yfir endalausan spuna, þ.e. að reyna að koma vel út úr kvöldfréttatímanum og helst skíta út andstæðinginn í leiðinni. Þetta er oft á tíðum skrípaleikur sem ofbýður öllu vel þenkjandi fólki.

Kristján hefur haldið eitthvað annan tug funda í framtíðarnefndinni,  en mig grunar að hann eigi enn erfitt með að móta einhverjar heilstæðar tillögur sem yrðu til raunverulegra bóta.

Og ástæðan fyrir því,  grunar mig, er að hann viti eftir þessi fundarhöld að vandamálin við pólitíkina eru ekki stefnumálin eða skipulag flokkanna, heldur innræti pólitíkusanna sjálfra. Hann hlýtur að vera búinn að átta sig á að spilling í stjórnmálum er eingöngu ástunduð að spilltum stjórnmálamönnum. - 

Ef að Kristján Þór ætlar sýna að hann er sjálfur ekki í pólitík til að taka þátt í "skrípaleikunum" verður hann að benda landsfundi og flokksfélögum sínum á þessar einföldu staðreyndir og hvetja þá sem þetta á við um,  til að láta sig hverfa úr stjórnmálum. 

Vandamál Kristjáns er bara að margir af helstu stuðningsmönnum hans til formannsframboðs í þingflokknum, eru einmitt þeir þingmenn sem spillingarstimpillinn hefur fest sig hvað kyrfilegast við.

Þannig gæti vel sú staða komið upp að Kristján Þór verði sá sem almenningur vill helst sjá sem næsta formann sjálfstæðisflokksins og ætti þar með bestan möguleikann á að vinna kosningarnar fyrir sjálfstæðisflokksins, einmitt vegna þeirrar ástæðna sem gera honum ómögulegt að verða kosinn formaður flokksins.


mbl.is Kristján vill landsfund í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við Ísfirðingar eru ekki búin að gleyma Kristjáni Þór og málfenum togarans Guðbjargar, hún er ekki gul í dag, þrátt fyrir loforð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.5.2011 kl. 12:35

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Og hver gaf það loforð Ásthildur? Hét hann ekki Þorsteinn Már Baldvinsson?

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.5.2011 kl. 15:12

3 identicon

,,ef hann kemur ákveðnum hlutum í verk". Það er svolítið sérstætt að fylgjast með andstæðingum Sjálfstæðisflokksins koma með pantanir er lúta að hvað forystu flokksins beri að gera. Er ekki nær fyrir þig Svanur að spekúlera í hvort að samherjar þínir þau Jóhönna og Steingrímur nái ,,að koma einhverjum hlutum í verk"?

Óttar felix Hauksson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 20:59

4 identicon

Það verður á endanum landsfundur Sjálfstæðisflokksins sem velur formann og þó að ykkur andstæðingum okkar gæti þótt Kristján viðráðanlegur léttvigtarmaður og beitið lýðskrumi um að hann sé sá sem ,,almenningur vilji helst sjái",þá er ekki víst að ykkur verði kápan úr því klæðinu. Sjálfstæðismenn eru fullfærir um að ráða sjálfir fram úr sínum leiðtogamálum á landsfundi. ,,Don´t worry be happy".l 

Óttar Felix Hauksson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 21:10

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já þú meinar Óttar að það séu bara ákveðið fólk sem eigi að hafa skoðun á þessum málum. 

Kannski að þetta einmitt eitt af því sem Kristján þarf að koma í verk, þ.e. að ryðja út þessum gamla hugsunarhætti að það séu bara yfirlýstir sjálfstæðismenn sem eigi að tjá sig málefni flokksins.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.5.2011 kl. 21:12

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm? Er Óttar Felix að stefna til metorða í flokknum?  Það skyldi þó aldrei vera?

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2011 kl. 22:24

7 identicon

Þetta er svona álíka einkennilegt eins og Alex Ferguson ætlaði að hafa vit fyrir Chelsea aðdáendum hvernig skynsamlegast væri að stilla upp Chelsea liðinu á laugardaginn fyrir leikinn gegn Man. Utd. Eiga sjálfstæðismenn að reyna að selja samfylkarfólki Össur fyrir Jóhönnu? Okkur kemur bara hreinlega ekkert við hvernig andstæðingarnir stilla upp sínu liði. Við höfum ekkert um það að segja. Þannig er það nú.

Óttar Felix Hauksson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 22:53

8 identicon

....og hvurslags sovét husgunarháttur er þetta eiginlega. Að halda að einhver foringi eigi að ,,ryðja út hugsunarhætti". Stalín er ekki hér Svanur. Landsfundur Sjálfstðisflokksins er fjölmnnur fundur fulltrúa tugþúsunda sjálfstæðismanna sem tekur ákvarðanir út frá hugmyndafræði sjálfstæðisstefnunna. Jafnvel þó að þig langi sárlega að sjá einhvern ímyndaðan foringja ,,ryðja slíkum hugsunarhætti út". þá gerist það ekki á okkar landsfundi, þú verður að bíða efir að Stigrímur J. geri eitthvað svoleiðis fyrir þig á landsfundi VG.

Óttar Felix Hauksson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 23:07

9 identicon

....og hvurslags sovét husgunarháttur er þetta eiginlega. Að halda að einhver foringi eigi að ,,ryðja út hugsunarhætti". Stalín er ekki hér Svanur. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er fjölmnnur fundur fulltrúa tugþúsunda sjálfstæðismanna sem tekur ákvarðanir út frá hugmyndafræði sjálfstæðisstefnunnar. Jafnvel þó að þig langi sárlega að sjá einhvern ímyndaðan foringja ,,ryðja slíkum hugsunarhætti út". þá gerist það ekki á okkar landsfundi, þú verður að bíða efir að Steingrímur J. geri eitthvað svoleiðis fyrir þig á landsfundi VG.

Óttar Felix Hauksson (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 23:13

10 identicon

Held Svanur að vandamálin í Íslenskri pólitík felist m.a. í orðum Óttars

"Þetta er svona álíka einkennilegt eins og Alex Ferguson ætlaði að hafa vit fyrir Chelsea aðdáendum hvernig skynsamlegast væri að stilla upp Chelsea liðinu á laugardaginn fyrir leikinn gegn Man. Utd" 

Fólk heldur með sínum flokki alveg sama hvað gengur á.

ScorpionIS (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 23:47

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Sammála þér um það Scorpion að fólk lítur í of miklum mælli á stjórnmál sem einhvers konar keppni. Alþingismenn virðast mjög illa haldnir af þessum misskilningi. Hann eitrar út frá sér, spillir stjórnmálum og veldur því að hæfileikafólk forðast þau oft.

Sæmundur Bjarnason, 2.5.2011 kl. 00:00

12 identicon

Heill og sæll Svanur Gísli - og aðrir gestir, þínir !

Óttar Felix Hauksson !

Skynsamur tónlistarjöfur; sem þú, auk þess að vera prýddur öðrum mannkostum einnig, ættir nú að spara þér ómak - og vera ekki; að verja glæpahreyfinguna ómenguðu, sem ''Sjálfstæðisflokkur'' kallast, í daglegu tali.

Svona; viðlíka óskapnaður - og Rauðu Khmerar; þeirra : Pols Pot / Sons Sann og félaga, voru austur í Kambódíu (1975 - 1979) Óttar minn, eins og við munum, báðir.

Tek fram; að B - S og V listarnir, standa Valhallar (við Háaleitisbraut Reykvízk ra) viðbjóðnum lítt að baki, svo sem, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband