Atburðir á Íslandi hrella Evrópubúa

000000hekla1980Árið 1150 FK  flýðu þúsundir íbúa norður-Skotlands suður á bóginn.  Miklir Bólstrar af ryki og ösku lögðust yfir landið og gerðu það óbyggilegt í langan tíma. Öll uppskera eyðilagðist og jarðvegurinn varð eitraður í mörg ár.

15 þorp á eyjunni Uist lögðust gjörsamlega í eyði og  á Strah hálendinu voru yfir 80 bæir  yfirgefnir. Flóttamennirnir lentu í átökum við þá sem byggðu landið sunnar og margir þeirra hafa lagst á flótta sjálfir. Þessir fólksflutningar gjörbreyttu  ásjónu landsins því við Eildon hæð á skosku landamærunum, í Broxmouth og í Lothian byggðu menn virki mikil til að verjast ágangi flóttafólksins að norðan. Enn sunnar byggðu menn rammgerðar girðingar um býli sín í sama tilgangi. Ástæða alls þessa; mikið eldgos í fjallinu Heklu á Íslandi.

00000french-revolution-2Árin 1784-1789 urðu miklir uppskerubrestir í stórum hluta Evrópu og Asíu. Að lokum fengu bændur í Frakklandi nóg af sulti og seyru og þrömmuðu til Parísar til að mótmæla aðgerðarleysi Konungs við útbreiddum matarskorti. Þeir réðust á Bastilluna í París og það sem sagan þekkir sem "Franska byltingin" hófst. 

Um áhrif hennar er óþarft að fjölyrða hér. Nægir að vitna til gamans í orð Ho Chi Minh er hann var spurður um hver hann teldi áhrif frönsku byltingarinnar vera á mankynssöguna varaði hann ; "það er of snemmt að segja til um það".  

Ástæða uppskerubrestsins er m.a. rakin til mikilla eldsumbrota í Lakagýg á Íslandi.


Af naflalausa manninum og gáfuðu konunni hans.

Ég held að maður þurfi ekki að vera neinn guðfræðingur eða sérlega vel lesinn í Biblíunni til að geta haft skoðanir á sumu því sem þar kemur fram. Það er sumt í Biblíunni sem allir kannast við hvort sem þeir hafa lesið hana eða ekki. adam_eve_domenichino

Til dæmis sagan af Adam og Evu. Sagan er auðvitað svona vel þekkt af því að enn deila menn um hvort hún er bókstaflega sönn eða bara bull. Inn í þá umræðu er engum hleypt sem kann að hafa einhverja millileið eða málamiðlun. 

Það er svo vinsælt að hafa allt í svart hvítu.

l_1f28975ff216b5fddd5893d54b6f9368Í sögunni er sagt frá því þegar maðurinn öðlast skilning á góðu og illu. Þetta kallar sumir kristnir syndafallið. Syndafallið var lengst af talið Evu að kenna og því var kúgun konunnar réttlætanleg.

Fyrir mína parta sé ég ekki hvernig maðurinn á að geta þroskast ef hann þekkir ekki muninn á góðu og illu. Og ef hann átti ekki að þroskast þá hefði hann ætíð lifað eins og dýr merkurinnar, sem að sönnu eru ómeðvituð um muninn á góðu og illu og þess vegna ekki "ábyrg" gjörða sinna.

Þess vegna get ég ekki tekið þessa sögu bókstaflega. Það hefði átt að þakka Evu fyrir að fleyta mannkyninu áfram frekar hitt.  Mér finnst sagan vera þroskasaga. Þroskasaga mannkynsins og ekki lýsa einhverjum skelfilegum svikum við Guð.MitochondrialEve1

Einhvern tíman þegar heilinn í okkur var orðin nógu stór og rófan var að hverfa, varð til þessi vitund í okkur að eitthvað væri gott og eitthvað væri illt. Fyrirbærið samviska byrjaði að mótast.

Auðvitað gerðist þetta á einhverjum árum en að öllum líkindum nokkuð fljótt. Það þarf nefnilega að hafa samvisku til að hirða um sjúka og sýna hinum dauðu virðingu eins og frummennirnir gerðu.

romeo&julia

 

 

Þessi skýring sættir sjónarmið þeirra sem halda því fram að sagan af Adam og Evu sé dæmisaga sem hefur að geyma mikilsverð andleg sannindi (þroskasöguna) og sjónarmið þeirra sem vita að maðurinn hefur þróast frá því að vera einfrumungur í drullupolli í að vera uppréttur sjálfsmeðvitaður hugsuður.


Er kominn tími á að kirkjan segi skilið við ríkið? Spurningar, spurningar.....

gaykiss1110_415x275Hvað hafa prestar með að "staðfesta" samvistir fólks að gera? Ég hélt að prestar gæfu fólk saman í hjónaband?

Öllum er ljóst að það  er ekki réttlætanlegt að skikka presta þjóðkirkjunnar með lögum til þess að framkvæma vígslur sem þeir telja að brjóti í bága við trú sína. En hversvegna er verið að blanda þeim inn í eitthvað secular skráningar-apparat?

Eða er sú staðreynd að prestar þiggja laun sín af ríkinu, þyngri á metunum en trúarleg sannfæring þeirra sjálfra? Er verið að reyna að sætta fólk með því að skipta út orðunum að "gefa saman í hjónaband" fyrr "að staðfesta sambúð"?

Einu gildu rök þeirra sem vilja skikka presta með lögum til að gefa saman samkynhneigð pör í hjónaband eins og t.d. Siðmennt vill, eru að þeir séu hluti af þjónustugeira samfélagsins og sem ríkisstarfsfólki geti þeir ekki neitað fólki um þjónustu á grundvelli sinna persónulegu skoðana. -

051219_gaymarriage_hmed_4p_hmediumEf þessi rök halda er sannarlega kominn tími til að kirkja og ríki skilji að skiptum eða að kirkjan leggi sjálfa sig niður sem trúarlega stofnun.

Samkvæmt slíkri túlkun er Kirkjan ekkert annað en þjónustustofnun og um hana gilda lög og reglugerðir Alþingis. Hvað stendur í Biblíunni er aukaatriði.

 

 


Hver var Murat Reis? Og hvers vegna réðist hann á Ísland?

 corsairsÞrjú skip sigldu í gegnum Gíbraltarsund. Eftir að hafa lónað meðfram ströndum Evrópu í fáeina daga, tóku þau stefnuna á norðurhöf. Um borð í skipunum voru 300 vígamenn frá sjóræningjagreninu Selé í norður Afríku. Árið var 1627. Foringi þeirra, alræmdur sjóræningi, sem gekk undir nafninu Murat Reis hinn yngri, hafði ákveðið að taka skip sín á ókunnar slóðir, lengra enn hann hafði nokkru sinni siglt áður. Sem leiðsögumann í leit að verðmætasta varningi sjóræningja sem gerðu út við Miðjarðarhafið, þ.e. hvítum þrælum, hafði Murat Reis með sér danskan sjómann sem sagðist þekkja til í norðurhöfum. Um miðjan Júlí mánuð komu þeir til Íslands. Þeir gerðu strandhögg á fjórum stöðum þ.a.m. í Vestmannaeyjum og höfðu með sér af landinu  yfir 400 manns. Fólkið var flest  selt fyrir gott verð á þrælamörkuðunum í Alsír og í Selé nokkru seinna. Athygli vekur að varðskip Danakonungs sem venjulega voru komin til landsins í byrjun sumars, létu ekki sjá sig þetta árið, fyrr en ránin voru afstaðin.

Moorish-AmbassadorEn hver var þessi Murat Reis foringi sjóræningjanna? Hans rétta nafn var Jan Janszoon. Jan Janszoon var fæddur í borginni Harlem í Hollandi. Ungur að árum gerðist hann sjóræningi og herjaði fyrir hönd þjóðar sinnar á spánskar skútur og skip meðfram ströndum Evrópu. Það leið ekki á löngu þar til hann flutti sig um set suður að Fílbeinsströndinni þar sem hann herjaði á allt og alla annað hvort undir hollenska flagginu eða rauða hálfmánanum. Með því sagði hann sig úr lögum við Holland og varð sinn eigin herra. Árið 1618 var hann handtekinn og færður í járnum til Alsírborgar. Þaðan var stunduð mikil sjóræningjaútgerð. Ottóman veldið átti þar nokkur  ítök og voru því íbúar svæðisins oft ranglega nefndir Tyrkir af Evrópubúum.

Jan Janszoon var fljótlega sleppt úr haldi eftir að hann hafði gerst múslími. Hann tók upp sína fyrri iðju og stundaði sjórán í félagi við fræga sjóræningja eins og Sulayman Raiseinnig þekktur undir nafninu  Slemen Reis en  upprunalegt nafn hans var De Veenboer.  De Veenboer var landi Jans og hafði einnig gerst múslími. Þá sigldi Jan Janszoon um tíma með Simon de Danser.

Árið 1619 eftir dauða De Veenboer, gerðist Jan Janszoon foringi sjóræningjanna og ákvað að færa bækistöðvar sinar frá Alsírborg til Sele í Mórakó og stofna þar fríríki. Hann tók sér nafnið Murat Reis hinn yngri. Jan var valinn fyrsti forseti fríríkissins en lét sér nægja titilinn landsstjóri eftir að hafa komsist að samkomulagi við  Moulay Zaydan Sultán og innlimað Selé aftur í Tyrkjaveldi árið 1624. tyrkir

Í Selé giftist Jan márískri konu af ættum Barbara og gat með henni mörg börn. Synir þeira fluttu seinna til nýju Harlem í Bandaríkjunum (New York) og af honum eru komnir kunnir Bandaríkjamenn, eins og Cornelius Vanderbilt, Jackie Kennedy og Humphrey Bogart.

Eftir komuna frá Íslandi flosnaði upp úr samkomulagi hans við sultánin og hann flutti sig og útgerðina aftur til Alsírborgar og fór þaðan í ránsferðir til Englands og Írlands næstu ár á eftir.Á fjórða áratugnum var hann tekin til fanga af templarariddurum á Möltu en tókst að flýja þaðan 1640. Eftir það settist hann að í Oualidia kastala nálægt  Safi í Morakó þar sem hann hafði verið gerður að landstjóra. Þangað kom til að dveljast hjá honum um hríð, dóttir hans frá fyrri konu í Hollandi, Lysbeth Janszoon van Haarlem. Ekki er vitað neitt um afdrif Jans eftir að  hún fór aftur til Hollands nokkrum mánuðum seinna.

Ekki er vitað um dánardægur Jans eða hvar hann er grafinn. Ég rifja þetta upp hér vegna þess að í tvö hundruð ár eftir að ránin voru framin á Íslandi var staðin vakt upp á Helgafelli í Vestmanneyjum ef vera kynni að sjóræningjarnir snéru aftur. Landlægur ótti við Tyrki og flest allt sem úr austri kom festi hér rætur og virðist enn, þrátt fyrir öld upplýsinga og frjálsu flæði þeirra, plaga okkur.


Sabear, fólkið og trúarbrögðin sem týndust

harran1Flestir sem eitthvað hafa kynnt sér Íslam hafa heyrt talað um Fólk Bókarinnar. Fólk bókarinnar voru það fólk sem ekki gerðust múslímar en áttu samt að njóta sömu réttinda og múslímar undir lögum Íslam, vegna þess að trú þeirra væri upprunalega guðleg.  Múhameð tilgreinir fjóra hópa eða trúarbrögð sem öll voru fyrir á Arabíuskaga þegar hann kom fram með kenningar sínar. Þetta voru Gyðingar, Kristnir, Zóroasterstrúarmenn og Sabear. Flestir þekkja fyrstu þrjá hópana eða hafa af þeim einhvern pata.

En hverjir voru þessir Sabear.

Þegar gluggað er í sögubækur eftir upplýsingum um Sabea er hætt við að fólk verði dálítið forviða eða jafnvel ringlað. Það sést fljótlega  að ekki er átt við þá Sabea þá sem nefndir eru í Biblíunni og kenndir voru við Sebu í Eþíópíu. Einnig kemur í ljós að smáþjóð ein sem þekkt var undir nafninu Harraniar virðist hafa tekið sér nafnið (Sabear)  til þess að geta lifað undir vernd Íslam án þess að þurfa að skipta um trú. Harran borg Harrania var í norðurhluta Mesopotamíu og var fyrst einskonar áningarstaður kaupmanna frá  Úr enda nafnið Súmverskt og þýðir "ferðalag" eða "vegamót".

mandeanBorgin var þekkt fyrir átrúnað sinn á mánaguðinn Sin og í borginni voru vegleg hof honum til dýrðar sem pílagrímar sóttu og greiddu vel fyrir. Þrátt fyrir að Harraniar hafi gerst kristnir snemma á þriðju öld e.k. viðgekkst átrúnaður þeirra á SIN langt fram á 10 öld þegar þeir loks blönduðust Íslam fyrir fullt og allt. Menning og trúarbrögð Harrania voru með þeim hætti að þótt þeir væru "sveigjanlegir og tækifærissinnaðir" er á engan hátt hægt að telja þá til Fólks Bókarinnar.

En hverjir eru þá hinir raunverulegu Sabeanar.

Meðal þeirra hundruð þúsunda Íraka sem hröktust á vergang eftir innrás USA og bandamanna þeirra, var hópur fólks sem lifað hafði friðsamlegu og fátæklegu lífi flestir í suður Írak og kölluðu sig Mandea. Mandear voru ekki Múslímar, ekki Kristnir og ekki Gyðingar. Þeir iðkuðu skírnarvígslur og báðu bænir sínar til Guðs. Þeir voru ekki fjölmennir (milli 60 og 70.000) en höfðu þó nýlega fengið að byggja sér bænahús í miðri Bagdad. Mandear tala tungumál sem er kennt við þá sjálfa, eða mandaeísku sem er náskyld arameísku, tungumálinu sem Kristur talaði. Trúarrit þeirra nefnist Genzā Rabbā og er oft kölluð Bók Adams og segja arfsagnir þeirra að í hana sé skráð opinberun Adams sem hann fól syni sínum Set að skrifa niður og varðveita. mandyAbdulla

Trú Mandea er afar merkileg. Þeir trúa á tví-einan Guð sem er bæði kvenkyns og karlkyns í einu. Þeir trúa að sál mannsins sé í útlegð í þessum heimi og hennar sönnu heimkynni séu andlegar veraldir Guðs. Stjörnuspeki er afar mikilvæg og þeir eru sannfærðir um að himintunglin hafi áhrif á líf fólks.Mandaeans9

Saga þessa fólks er ekki síður athyglisverð. Fyrir meira en 2000 árum bjuggu þeir í Palestínu en voru hraktir þaðan ásamt öðrum eftir eyðileggingu Jerúsalem árið 99 ek.

Merkilegast af öllu við Mandeana að þeir telja að síðasti boðberi Guðs á jörðinni hafi verið Jóhannes skírari. Þeir trúa því  jafnframt að Adam, Abel, Seth, Enosh, Noah, Shem, og  Aram, hafi allir verið spámenn guðs en segja að  Abraham, Jesus, Moses, og Muhammad hafi verið falsspámenn.

seth

Þetta fólk er kallað "subbi" af Aröbum en sjálfir segja Mandearnir að það nafn komi af þeirra upphaflega nafni Sabear.

Nýlega hefur verið skrifuð nokkuð ýtarleg umfjöllun um Mandeana á Wikipedia. Nú er talið víst að þarna séu komnir hinir upphaflegu Sabeanir sem Múhameð gaf friðhelgi í Kóraninum og eru samkvæmt Bahaí trú fyrstu guðlega opinberuðu trúarbrögð heimsins.


Japönsk Jaðarmenning, Harajuku, Ganguro og Gothic Lólíta

00%20-%20Harajuku%20fashion%20(gas%20mask) Japan er mörgum dularfullt land jafnvel óskiljanlegt þótt þeir heimsæki landið og dvelji þar um tíma. Japönsk menning er afar gömul og rótgróin en á henni byggja fjölmörg ný menningarleg fyrirbæri sem stundum er talað um sem jaðar-menningu.

Eitt að þeim fyrirbærum er Harajuku. Harajuku er samheiti fyrir unglinga menningu/tísku og er kennt við ákveðið svæði í Tókío. Harajuku skiptist í nokkrar undirdeildir en hér er um að ræða stúlkur aðallega (90%) á aldrinum 14-25 sem klæða sig á ákveðinn hátt og tileinka sér ákveðið hlutverk sem fylgir búningnum.

Harajuku þýðir bókstaflega "sá sem dvelur á grasinu" sem er túlkað á mörgum öðrum málum sem flækingstíska. Fyrir utan að klæða sig á vissan hátt gengur lífið út á að hittast, spjalla saman og láta taka af sér myndir. Þótt Goth ímyndin sé vestræn hafa Goth Lólíturnar takmarkaðan áhuga á vestrænni Goth-tónlist. Margar tilheyra vaxandi hópi ungra kvenna sem delur innanhúss í margar vikur í senn og tala ekki við nokkurn mann en koma síðan út til að viðra sig í búningnum sínum. 0000000harajuku-fashion-01-20-07-017Út eru gefin sérstök tískublöð fyrir stúlkurnar og til er meira að segja svo kölluð Goth Lolita Biblía.

Undirgreinar Harajuko eru fjölmargar og hafa sumar hverjar aðrar undirgreinar eins og t.d. Ganguro(stelpurnar) útlitið. Frægasta og vinsælasta útlitið um þessar mundir og allt frá 1999 þegar það kom fyrst fram er Lolítu útlitið. Til eru margar útfærslur á því, Gothic Lólíta er þar af vinsælust. Á netinu er að finna fjölmargar skemmtilegar greinar um þessa litríku jaðarmenningu Japana en af því ég hef ekki séð mikið um fyrirbærið á Íslensku datt mér í hug að vekja athygli á því hér. 001_-_Harajuku_Goths


Getur þú svarað þessu?

Ég veit að bæði drepa saklaust fólk þótt þau séu misjafnlega stórvirk. Ég veit líka að þau eru gerð úr mismunandi efnum og líta ekki eins út. En þrátt fyrir allt þetta, er ég ekki viss um hver munurinn á þeim er.

Getur einhver sagt mér hver er munurinn;

á þessu   

Stealth-bomber     

 og þessu?

bomber3a                                                                

 

 

         

 


Myndbirtingar af Múhameð eru einelti og háð...

muslim_children_in_south_africaMargir spyrja; hversvegna verða múslímar svona reiðir þótt gert sé smá grín að Spámanni þeirra Múhameð. Það má spyrja á móti, hversu oft má gera grín að því sem einhverjum er heilagt án þess að það verði að einelti og háði sem er reyndar bannað í íslenskum lögum og flestum Evrópuþjóða.

Kannski skilja vesturlandabúar illa viðkvæmni múslíma vegna þess að eftir aldalanga legu í súr efnishyggjunnar, sjá þeir ekki hvernig nokkuð yfirleitt getur verið svo "heilagt" að ekki megi hafa það í flimtingum.

Fæstir vesturlandabúar nenna eða hafa áhuga á að kynna sér málavöxtu. Þeir eru meira og minna ómeðvitaðir um að fyrsta verk Múhameðs eftir að Mekkabúar höfðu að mestu viðurkennt hann, var að ryðja helgidóm þeirra af skurðgoðum. Allar hans gjörðir og allar hans kenningar miðuðu að því að beina athyglinni frá honum sjálfum sem persónu og að Guði. Aðeins Guð er Guð síendurtekur hann. Hann leggst gegn þríeindar kenningu kristinna manna, Því aðeins Guð er Guð. Hann bannar að  haldið sé upp á afmæli hans, því ekkert er verðugt að minnast utan Guðs. Hann bannar gerð allra líkneskja og  myndgerða af Guði og  sjálfum sér, því Guð hefur enga mynd og hann sjálfur er aðeins Spámaður Guðs.

allahÞessi bönn eru ástæðan fyrir að nánast öll list Íslam er skrautritun eða mynsturgerð. Þau eru ástæða þess að máninn sem þiggur ljós sitt frá sólinni er trúartákn Íslam (máninn einn of sér er ekki uppspretta ljóss heldur endurspeglar ljós sólarinnar).  Siðmenning Íslam er gegnsýrð af þessum áherslum Múhameðs og meginkenningu að til sé aðeins einn Guð.

Enn í dag heldur allur hinn Íslamski heimur þessi boðorð Múhameðs og mörgum múslímum finnst undarlegt að finna að  á vesturlöndum er ekkert talið svo heilagt að ekki megi grínast með það. Þeir eiga erfitt með að átta sig á því að þrátt fyrir að eitt af boðorðunum 10 sem bæði kristnir og Gyðingar segja lög Guðs, segi skýrt að ekki skuli leggja nafn Guðs við hégóma, er það lagaboð löngu dáið dauða hinna þúsund skurða.   -

kabaAðeins tvennt má ekki grínast með á vesturlöndum.  Það vekur með fólki svo mikla sektartilfinningu að hlusta eða horfa á grín gert um helför gyðinga og barnaníð að það er nánast ekki gert. Fólk fyllist enn réttlátri reiði sé það gert þó talsmenn óhefts málfrelsis reyni hvað þeir geta til að höggva úr þeim múr líka.

Þannig mætast austur og vestur, tvíburarnir sem aldrei áttu að hittast, í alþjóðlegum landamæralausum fjölmiðlum og horfa skelfingu losnir framan í hvern annan.

Annar þarf að sanna að málfrelsið er honum mest virði af öllu frelsi og gerir það með að ráðast á það sem hinum er helgast af öllu helgu.

Það verður aldrei sagt um Íslam og múslíma að þeir bregðist við af þroska á þessum skilningskorti okkar. Ástandið menntamálum í hinum stríðshrjáðu og afturhaldsömu landa Íslam þar sem viðbrögðin við áreiti fjölmiðla vesturheims hafa verið hvað hörðust, gefa ekki ástæðu til að hægt sé að búsat við að almenningur þar hugsi sem svo; að sá vægi sem vitið hefur meira. - Nokkur orð klerks um að nú sé nóg komið, vesturlönd vaði um lönd múslíma og ræni þá olíu þeirra og jarðgasi, reyni að innleiða yfir þá ómenningu sína með  alþjóðavæðingunni og nú staðfesti þeir fyrirlitningu sína á öllum múslímum með því að birta myndir af Múhameð og vegi um leið að því sem þeim þyki helgast, verða til þess að æstur múgurinn ræðst á næsta sendiráð og efnir til fánabrennu. Eitthvað verður að breytast ef ekki á að fara verulega illa. Ég er að vona að til að byrja með verði það hugsunarháttur minn og þinn.


BURQA

burqa_afg_sHvað eftir annað rekst maður á umfjöllun um Burqa búning múslímakvenna og slæðuna sem oftar en ekki fylgir þessum  búningi. Í hugum margra er spurningunni hvort Burqa sé "fangelsi" eða "vernd" fyrir konuna ósvarað. Skoðum aðeins söguna.

Í Kóraninum er hvergi minnst á Burqa. Múhameð bauð fylgjendum sínum að virða reglurnar um "hijab"sem átti upphaflega við tjaldvegg sem hengdur var umhverfis vinnusvæði og vistarverur kvenna í hálfköruðum búðum Spámannsins í Medína eftir flótta hans frá Mekka. Reglurnar voru einfaldlega þær að karlmennirnir áttu að halda sig utan tjaldveggsins fyrir utan málsverðartíma nema þeir væru sérstaklega boðnir. -

"Ó þið sem trúið. Komið ekki í híbýli spámannsins til að matast fyrir utan viðeigandi tíma, nema að þið hafið fengið til þess leyfi. En ef ykkur hefur verið boðið, komið þá og þegar máltíðinni er lokið, hverfið þá á braut. Staldrið ekki við til samræðna, því það veldur spámanninum ama og að biðja ykkur um að fara er honum feimnismál; en Guð er ekki feiminn við sannleikann. Og þegar að þið biðjið konur spámannsins um eitthvað, gerið það handan tjalds. Þetta er hreinna fyrir ykkar hjörtu og þeirra."

Þessi einföldu tilmæli Múhameðs til fylgjenda sinna áttu eftir að hafa víðtæk áhrif. Um leið og hann dróg eðlileg efnisleg mörk milli fjölskyldu sinnar og átrúendanna lagði hann félagslegan grundvöll að aðgreiningu stétta og aðgreiningu kynjanna. Tjaldið sem að greina átti vistarverur kvenna spámannsins frá almúganum var fljótlega fært að andliti þeirra og blæjan sem var í fyrstu vernd þeirra og skjól, varð að tákni stöðu þeirra í samfélaginu.   Í 33. Versi 35 súru er sú staða skírð. "

 "Karlmenn eru verndarar og forsjáendur kvenna. Vegna þess að Guð hefur gefið öðru þeirra meira en hinu og vegna þess að þeir sjá fyrir fyrir þeim með getu sinni. Þess vegna eru réttsýnar konur innilega undirgefnar og gæta þess í fjarveru þess sem Guð ætlar þeim að gæta."

windowslivewriterphotosthatchangedtheworld-9d70par131896Á fyrstu öld Íslam gengu kvenmenn hvorki í burqa búningum né báru þær almennt andlitsslæður. Þær klæddust samt oft, eins og kynsystur þeirra af öðrum trúarbrögðum, (kristni og gyðingdómi) höfuðklútum (Khimar) einkum til að skýla sér frá hita. Slíkir klútar þjóna líka til að uppfylla trúarlega skyldu í öllum þremur trúarbrögðunum sem boða að hylja beri höfuðkoll sinn fyrir Guði.

Í Íslam eru múslímar hvattir til að sýna hógværð í klæðnaði, bæði karlmenn og kvenmenn. Kvenmenn eru hvattir til að klæða "fegurð" sína af sér og er þar átt við brjóst, hár, axlir og handleggi.  Smá saman var farið að beita ákvæðum "hijab" til að móta klæðnað kvenna á almannfæri. Tjaldið sem umlukti hýbýli þeirra var fært upp að andliti þeirra og líkamir þeirra umvafðir þeim. Ef þær þurftu að ferðast var þeim gert að hýrast í Hovda (tjaldhýsi á hesti eða úlfalda).

Í gegn um aldirnar hefur andlitsslæðan og burqa búningurinn tekið á sig mismunandi myndir. Konur Mullahnna (prestaanna) og virtra kennimanna Íslam gerðu sér far um að sýna guðrækni sína og bónda síns með því að klæðast eftir ströngustu túlkunum og við það varð klæðnaðurinn að einskonar hefðarkvennabúningi.

Þegar að Íslamska heimsveldinu tók að hnigna, tóku Persar og Arabar upp afar einstrengingslega stefnu í öllum málum hvað varðaði rétt kvenna til menntunar og sjálfræðis. Misrétti varð að almennri reglu frekar en undantekningu. Samtímis varð andlistslæðan og burqa búningurinn að tákni um kúgun þeirra.

Bhutto_BenazirÍ löndum Íslam í dag er samt mjög misjafnt hvernig konur og menn þeirra álíta að þessum reglum Kóransins sé fullnægt. Víst er að mestu öfgunum var náð í valdatíð Talibana í Afganistan.

Sumar konur klæðast aðeins Khimar höfuðklútnum, aðrar klæðast niqab sem er bæði höfuð, háls og andlitsslæða. Þá velja sumar að klæðast Chador sem er létt útfærsla á burqa. Í sumum löndum múslíma eins og Pakistan eru engin lög í gildi um klæðnað kvenna.

Sá búningur sem varð seint á síðustu öld einskonar árétting rétttrúnaðar Íslamskra kvenna, ekki hvað síst á Vesturlöndum þar sem þessi klæðaburður var í auknum mæli gagnrýndur, var hannaður í Afganistan.

Holland var fyrsta landið í Evrópu til að banna burqa-búningin á opinberum vettvangi en til þess er hann  einmitt ætlaður. Múslímar klæðast allt örðum klæðnaði heima hjá sér. 


Góðar fréttir fyrir þá sem ekki vilja drekka alkahól....

000000red_wine2-763868Alltaf birtast af og til fréttir í fjölmiðlum af góðum eiginleikum víns, sérstaklega þess rauða og þeir sem ekki vilja drekka alkahól hafa þurft að neita sér um alla þá hollustu.

Ekki lengur.

Nýjustu rannsóknir benda til að rautt vín komi í veg fyrir magasár og hjartaáföll, hreinsi æðar, haldi krabbameini í skefjum, hjálpi lungunum og geti virkað eins og sýklalyf gegn bakteríum. Rannsóknirnar sýna einnig að hægt er að komma öllum þessum jákvæðu áhrifum fyrir í einni pillu.

Vísindamenn við Pavese Pharma Biochemical Institute í  Pavia á Ítalíu hafa tekið vökvann sem verður eftir þegar alkahólið hefur verið eimað úr rauðu víni og blandað hann með sykri, amínó-sýrum og rotvarnarefnum. Þessi blanda er síuð, þurrfryst og þjöppuð í töflur.0000043703709-177x150-0-0

"Hver tafla hefur að geyma öll góðu áhrifin af einu glasi af víni" segja uppfinningamennirnir í 
við New Scientist blaðið nýlega. Töflurnar verða settar á markað á næsta ári og seldar í almennum verslunum.





 


Heimurinn er eitt land.......

0013729e451809a9a74914Hvað hafa hópar Indíána í Perú sem sem aldrei hafa komið í snertingu við "menninguna" með Kínaveldi að gera?

Myndin sem tekin var fyrir stuttu af Indíánum á landamærum Brasilíu og Perú þar sem þeir munduðu boga sína, er af einum af þeim 54 ættflokkum sem vitað er að byggja þetta svæði. Brátt mun einangrun þeirra rofna og um leið verður líf þeirra í hættu.

f_peruisolatem_b2db69f

 

 

Brasilía er orðið að matarbúri Kínverja sem kaupa hverja baun af soja sem Brasilíubúar geta framleitt. Til að eiga greiðan aðgang að auðlindum suður-Ameríku hafa Kínverjar lagt hart að Brasilíumönnum og Perúbúum að byggja 2400 mílna langan veg frá ströndum Atlantshafs að ströndum Kyrrahafs. Þessi hraðbraut á að liggja í gegnum lönd hinna "ósnertu" ættbálka.

2008%5C05%5C30%5C20080530210538_PANORAMA_III

 

 

Meðlimir ættbálkana eru sagðir við góða heilsu en það mun breytast um leið og þeir komast í snertingu við algenga sjúkdóma eins kvef og mislinga svo dæmi séu tekin. Fyrir þeim eru Indíánar varnarlitlir. Þegar að Evrópumenn komu fyrst til Brasilíu voru upprunalegir innbyggjar taldir vera um 5 milljónir. Í dag eru þeir taldir færri en 350.000.

 

PER-YORA-JM-01_medium

Ættbálkurinn sem myndaður var á dögunum er talinn vera "nýr hópur" en samt hluti af örðum ættbálk sem var orðin of stór og skipti sér þess vegna upp. Venjulega telja ættbálkarnir ekki fleiri en 1000 einstaklinga því vistkerfið býður ekki upp á fleiri. En nú er sem sagt hraðbrautin á leiðinni og það mun taka meira en boga og örvar til að stöðva hana.


Afríka er kona heimsins.

Mago-DSC_1455-nelikko-smallFlestar styrjaldir  eftir 1990 hafa verið háðar í fátækum löndum, of fátækum til að kaupa vopn. Þrátt fyrir það skortir ekki vopnin. Milljónir handskotvopna er gefin af herjum sem eru að uppfæra sín eigin vopn og ótölulegur fjöldi vopna er fluttur á milli ófriðarsvæða og endurnýttur. Það er mun ódýrara en að geyma vopnin eða eyðileggja þau. Í sumum löndum Afríku eru Kalashnikov rifflar seldir fyrir sex dollara stykkið eða að hægt er að fá þá í skiptum fyrir geit, hænu eða fatapoka.

Síðan seinni heimstyrjöldinni lauk árið 1945 er áætlað að yfir 50. milljónir manna hafi týnt lífinu fyrir kúlum úr ódýrum fjöldaframleiddum handvopnum. 

23Þessi vopn eru svona vinsæl vegna þess hve endingargóð þau eru. En eru í notkun AK-47 og MI 6 rifflar sem notaðir voru í Viet Nam stríðinu og í suður Afríku má finna byssur allt frá fyrri heimsstyrjöldinni í höndum smádrengja. Að auki eru auðvelt að flytja vopnin. Nokkrir klyfjaðir hestar nægja til að vopna lítinn her.

á vesturlöndum hefur þetta vopnaflóð ekki mikil áhrif á daglegt líf fólks nema þar sem hryðjuverk og eiturlyf koma við sögu. Almenningur í ríku löndunum hefur algjörlega leitt fram hjá sér þjáningarnar og skelfinguna sem þessi vopn flytja með sér í vanþróuðu löndunum, sérstaklega Afríku. Talið er að  500 milljónir her-handvopna séu í umferð í heiminum í dag. 

Fyrir utan hversu ódýr vopnin eru og hversu framboðið er mikið af þessum vopnum eru aðrar ástæður fyrir vinsældum þeirra. Þau eru afar banvæn og hraðvirk. Hægt er að kenna barni á örskammri stundu hvernig á að nota þau og viðhalda þeim.

Vopnasala heimsins er afar flókin. Miklar byrgðir af vopnum fara löglega á milli landa á hverjum degi. Eftir að kalda stríðinu lauk seldu stórveldin vinum og samherjum þau vopn sem fallist hafði verið á að eyða. En ólögleg vopnasala er miklu umfangsmeiri. Í Afríku er orðið alvanalegt að greiða fyrir vopnasendingar í demöntum. Það er kaldhæðnislegt að demantarnir sem skreyta háls og fingur auðugra vesturlandabúa og eru í margra hugum tákn um eilífa ást,  kunna vel að hafa verið fengnir í skiptum fyrir hríðskotabyssur.  ColonialAfricaÍ sumum Afríkulöndum eru hópar af uppflosnuðum ungum mönnum sem hafast við á vergangi.  Kalashnikov riffillinn er atvinnutæki þeirra. Þeir ræna, rupla, drepa og meiða hvern dag og tilgangurinn er oft ekki annar en sá að hafa ofaní sig og á. Stundum eru þetta leifar af einhverjum uppreisnarhernum eða landflótta skæruliðum og stundum eru þetta það sem við mundum kalla venjulegir ræningjaflokka. Hvort sem er, stendur vesturlöndum á sama.  

Viðhorf okkar vesturlandabúa til Afríku og vanda hennar er ekki ósvipað og viðhorf karla voru til kvenna allt fram í byrjun síðustu aldar. Hún er réttlaus og óþarfi að taka nokkuð tillit til hennar nema þegar eitthvað þarf að nota hana.

Svona (sjá kort) skiptu Evrópulönd Afríku upp á milli sín á síðustu öld.

 


Herforingjastjórnina í Myanmar (Burma) fyrir alþjóðadómstóla

0000000akm-old-passport-2ndpg-017Fellibylurinn Nargis gekk yfir Myanmar (Burma) fyrir rúmum mánuði. Eins og marga rekur eflaust minni til tilkynnti herforingjaklíkan við völd í landinu að 351 manns hefðu farist. Í dag er ljóst að meira en 100.000 manns fórust. 

 Yfirhershöfðinginn Than Shwe og klíkan hans hafa kerfisbundið komið í veg fyrir að erlend aðstoð geti borist meira en 2.000.000 manns sem á henni þurfa að halda og eru á vergangi í landinu. 00000than-shwe-cp-3667456

 

Sjúkdómar og sultur eru farin að taka sinn toll. Á meðan lóna bresk, bandarísk og frönsk herskip fyrir ströndum með mannskap og vélar og vistir  til að aðstoða en fá ekki leyfi til þess. Herforingja klíkan hefur engu áorkað á tímabilinu öðru en að framlengja stofufangelsisdómi yfir San Suu Kyi helsta talmanni lýðræðis í landinu.

000000Aung_San_Suu_KyiHerforingjastjórnin hreykir sér nú hátt á hrauk líkanna sem fljóta niður ár landsins og lýsir því yfir að neyðarástandinu sé lokið. Verði ekkert að gert á næst dögum munu hundruð þúsundir falla af sjúkdómum og hungri í landinu, fólk sem enga aðstoð hefur fengið frá því að fellibylurinn gekk yfir.00000monk_victim_of_junta

Það sem liggur beint við er að þjóðir heimsins sem eitthvað mega sín gagnvart stjórnvöldum í Myanmar, verða að gera þeim það ljóst að þeir verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla ef þeir leyfa ekki hjálparstarfi að hefjast þegar í stað í landinu. Bregðist alþjóðasamfélagið þessu, eru þau jafn ábyrgt og aðgerðarlausir Herforingjar Myanmar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Af hverju snerti drápið á bjarndýrinu við þjóðarsálinni?

000polar-bears-standingBloggarar keppast við að skrifa sig frá bjarndýrsdrápinu í Skagafirðinum. Þeir eru reiðir og pirraðir, annað hvort yfir því að björninn var drepinn eða yfir því að aðrir skulu vera pirraðir og reiðir yfir því að björninn var drepinn.

Drápið fór fram á slóðum íslenska Villta Vestursins enda mynnti drápið dálítið á kúrekasiðinn að skjóta fyrst og spyrja svo. Alla vega snerti drápið  við þjóðarsálinni sem greinilega var varla byrjuð að hafa skoðun á málinu þegar Björninn var dauður og öll umfjöllun (fyrir hann allavega) orðin akademísk. 

Við hverju í þjóasálinni drápið snerti, er ekki gott að segja. Var það kannski of lítill aðdragandi til að segja sína skoðun, laga sig að því sem í vændum var, sem kallaði á þessi viðbrögð? 

Eða kom drápið kannski of nærri þeirri vitund sem ætíð hefur verið grunnt á þótt við reynum að fela hana, að við íslendingar erum enn heimóttalegir sveitamenn, hræddir við allt sem er okkur framandi. Óþægileg endurspeglun fyrir þá sem héldu að við værum "siðmentuð". 

Kannski er það tilviljun, en ég held ekki, að raddirnar sem töluðu á móti viðtöku flóttafólksins frá Írak, eru þær sömu og nú hrópa hæst til að réttlæta drápið á hvítabirninum og rökin eru meira að segja þau sömu. - Við áttum ekki lyf til að vera mannúðleg og svæfa hann, þetta er ekki hans rétta umhverfi, kostnaðurinn við að bjarga honum yrði of mikill, hann er of hættulegur, það munar ekkert um einn bangsa o.s.f.r.   Tilviljun??? 


Einstein um afstæðiskenninguna og fyrstu ástina

albert-einstein-at-beach-1945-celebrities-28954Það er nokkuð móðins um þessar mundir, fyrir bæði trúaða og trúlausa,  að vitna í orð Alberts heitins Einstein málum sínum til stuðnings um að Guð sé til og að hann sé ekki til.

Hér er mynd af Albert sem tekin var á strönd árið 1945. (flottir skór Albert)

 

Mín uppáhalds tilvitnun í Einstein er þegar hann útskýrir afstæðiskenninguna á þann hátt að allir, já allir, hljóta að skilja hana. Einstein tekur svona til orða.

"Það er ekki aðdráttaraflinu að kenna að fólk veður ástfangið. Hvernig er hægt að skýra á máli efnafræði og eðlisfræði þetta mikilvæga lífræna fyrirbrygði sem fyrsta ástin er. Legðu höndina á heita hellu eina mínútu og hún mun virðast sem klukkustund. Sittu með stúlkunni þinni í klukkustund og hún mun virðast sem 1 mínúta. Það er afstæði."

 


Tvær spurningar til Kristinna.

TreeGoodEvil 

Hversu margir kristnir menn trúa því að bókstafleg túlkun á sögunni af Adam og Evu og syndafallinu sé grundvöllurinn að trú þeirra?

Hversu margir kristnir menn trúa á "erfðasyndina" og að ef Eva hefði ekki látið plata sig þá væri engin þörf fyrir lausnara eða Krist?

 


Að skilja Kóraninn

Kóraninn var ritaður á meðan Múhameð (570-632) var enn á lífi þótt munnmæli hafi verið megin aðferðin við að predika hann til að byrja með. koran_gold_400q Fyrsti kalífinn Abu Bakr lét setja súrurnar saman í bók og þriðji kalífinn Uthman, gaf henni varanlegt form.  Við lestur Kóransins er nauðsynlegt að hafa í huga túlkun efnisins. Jafnvel á okkar tímum eru menn að rýna í textann og túlka hann þótt flest fræðiritana hafi verið skrifuð á fyrstu öldum Íslam.

Þar eð Kóraninn hefur ákveðna uppbyggingu, tungumál og táknmál sem getur verið venjulegum múslíma erfitt að skilja, þróaðist fljótlega ákveðin fræðigrein í kring um túlkun bókarinnar. Fyrstu múslímarnir lögðu sig eftir að nema sögu, málfræði og tungumál ásamt náttúruvísindum til að skilja Kóraninn betur. - Útkoman var furðu samhljóma túlkun sem hinn íslamski heimur samþykkti. Enginn gat numið Kóraninn án þess að leita á náðir þessara túlkunaraðferða.

Vissulega gáfu þessar aðferðir rúm fyrir mismunandi útfæslur og engin þeirra var talin annarri fremri. Í dag eru sjö meginleiðir við að lesa Kóraninn og hver leið hefur tvær mismunandi útfærslur. Þannig hafa múslímar fjórtán mismunandi leiðir til að túlka Kóraninn.

En þegar Kóraninn er lesinn í nútíma skólum er ekki fjallað um allar þessar mismunandi túlkunarleiðir. Venjulega er túlkunarleið  imams/mullah  samfélagsins látin ráða. Sé presturinn mjög öfgafullur,  getur verið stórt bil á milli þess sem hann predikar og hefðbundinnar túlkunar.  Vafasöm útfærsla heiftugra predikara er vatn á millu gagnrýnenda Íslam sem segja þau vera yfirgangsöm trúarbrögð.

Kóraninum er skipt í hundrað og fjórtán kafla sem kallast súrur og hefjast þær á að gefa til kynna hvað þær voru opinberaðar.  Samtals eru í bókinni 6,236 vers eða ayat., Uppbygging Kóransins eru fræði út af fyrir sig. Súrurnar eru ekki settar fram í tímaröð og eru að megninu til aðvaranir og skipanir. Aðeins lítill hluti eru sögur. Bein Lagaákvæði eru um 60 talsins en Saría lögin eru byggð á þeim. Reyndar er Saría ekki aðeins lagabálkur, heldur lífsmunstur sem þróað hefur verið á löngum tíma af múslímum.

 


Er Guð þrí-einn eða bara einn?

00000trinity5Mér hefur alltaf fundist  kristna kenningin um þrí-einan Guð eitthvað undarleg og illskiljanleg. Ég veit að ég er ekki einn á báti hvað þetta varðar því það eru fáar guðfræðispurningarnar sem skrifað var meira um á miðöldum af kristnum fræðimönnum. Flest ritin eru að bögglast við að útskýra þessa mótsögn einhverveginn án þess beint að gagnrýna kenninguna.

Kenningin er auðvitað tilkomin vegna þeirrar ákvörðunar kirkjunnar að Kristur væri bæði andlega og efnislega guðlegur og æðri öllum, bæði t.d. Abraham og Móses. Til að svo gæti verið, þurfti hann að vera óaðskiljanlegur í vitund sinni frá Guði. Hvernig Guð getur yfirgefið sjálfan sig, eins og gerðist svo á krossinum, er einmitt það sem bækur miðaldamunkanna gengu út á. Einnig reyndu þeir að skýra setningar eins og finna má í Mattheusarguðspjalli 24:36 þar sem segir m.a.;

 En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn.

Hvernig getur vitund Krists verið ein með Guði ef hann veit ekki það sem Guð veit?

Mín tilfinning fyrir málinu er að kristnir séu að misskilja hlutina. Ef við tökum smá líkingu þá verður málið skýrara.

000sun-soho-05-15-2005-1150z2Segjum að sólin sé Guðdómurinn, sólargeislarnir Heilagur Andi og Kristur sé fullkominn spegill.

Ef að ég bendi á sólina þar sem hún endurspeglast fullkomlega í speglinum og segi, þetta er sólin, hef ég rétt fyrir mér á vissan hátt.

Ef ég segi að umgjörð og efni spegilsins sé sólin hef ég rangt fyrir mér.

Sólin, geislar hennar sem við þekkjum hana af og spegillinn sem endurspegla hana hafa ákveðið innbyrðis samband en eru þrjú sjálfstæð fyrirbrygði .


Fegurð er afstæð

 gudrun1963      
                                     Árið 1963 Guðrún Bjarnadóttir var kosin Miss Universe Internationalí Long Beach, USA. 
 Young_1970_Top5
Árið 1970 vann Henný Hermannsdóttir titilinn Miss Young International í Japan.  

holmfridur1985 

Hólmfríður Karlsdóttir  var kosin Miss World 1985

000linda1988

Linda Pétursdóttir Miss World 1988

 

unnur2005 

Unnur Birna Vilhjálmsdóttir vann titilinn Miss World 2005

 Kleopatra

Fegursta kona allra tíma var lengi talin þessi kona. Kleópatra drottning af Egiptalandi.


Allir vita....Kannski ekki....

519px-VincentVanGoghFotoAllir vita að Vincent Willem van Gogh  skar af sér eyrað og sendi það konu sem hann var ástfanginn af.  Kannski ekki. Hann skar aðeins af snepil vinstra eyra í æðiskasti.

George-WashingtonAllir vita að  George Washington  varð fyrsti forseti Bandaríkjanna árið 1788. Kannski ekki. Fyrsti forseti Bandaríkjanna var forseti  sameinaðs þings   og hann bar titilinn "Forseti Bandaríkjanna." Sá fyrsti til að gegna Því embætti hét;  Peyton Randolph, 5. Sept. 1774.

 

Jul10_godivaAllir vita að  Lady Godiva  reið nakin og aðeins hulin sínu síða hári um götur Coventry á 11. öld, til að sköttum yrði létt af þegnum bónda hennar.

Kannski ekki. Þessa atburðar er hvergi getið í samtímaheimildum og ekki fyrr en 200 árum seinna. Svo virðist sem sagan hafi þróast síðan eftir að fólk í Coventry fór að halda árlega upp á þessa kostulegu reið frá og með árinu 1687.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband