Tiffany, litla föla andlitið á bak við gardínudruslurnar.

_44785603_sabrina226Af og til heyrir maður í fréttum um svo hræðilega hluti að það fer um mann ískaldur hrollur. Slíkar voru fréttirnar af Austurríkismanninum Fritz sem hélt dóttur sinni fanginni í mörg ár og gat með henni börn. Í kvöld voru rifjaðir upp í fréttum hræðilegir atburðir sem áttu sér stað í Scarborough Arms kránni, í Upperthorpe, Sheffield í September á síðast liðnu ári. Tilefni fréttaupprifjunarinnar var að dómur er genginn í málinu.

Sabrina Hirst var 22 ára móðir þriggja ára stúlku sem hét Tiffany. Sabrina rak krá með fósturföður Tiffany litlu, Róbert Hirst að nafni.

Í skítugu rottugreni fyrir ofan krána geymdu þau Tiffany litlu. Engar myndir eru til að Tiffany og  þeir fáu sem vissu af tilvist hennar lýstu henni sem fölu andliti á baki við rifnar gardínudruslur í glugga einum fyrir ofan krána. Þessi þrjú ár sem hún lifði var þetta herbergi heimur hennar. Þegar að lík hennar fannst fyrir tilviljun nokkru eftir dauða hennar vó líkami hennar minna en venjulegs eins árs barns. Hún hafði dáið úr sulti og vannæringu og lá samanhnipruð í horni herbergis sem var lýst af lögreglunni sem "greni fullt af mannasaur, pöddum og rottum." Beint fyrir neðan herbergið á kránni skemmti fólk sér á hverju kvöldi við neyslu á mat og vínföngum.

Í réttinum kom fram að sama dag og Tiffany dó hafði móðir hennar átt langt símtal við vinkonu sína_44786051__44785710_rhirst226[1] um erfiðleika við að koma mat ofaní hundinn sem hún átti.

Dómarinn sagði í dómsorði að hann hefði aldrei orðið vitni að slíku  hirðuleysi foreldris gagnvart barni sínu og þetta væri versta manndráps mál sem hann hafi meðhöndlað.

Sabrína (sjá mynd) var dæmd í 12 ára fangelsi eftir að hafa viðurkennt manndráp. Róbert Hirst (sjá mynd) hinn 44 ára fósturfaðir Tiffany fékk 5 ára fangelsisdóm fyrir níðingshátt sinn.

Hér er að finna nákvæmari frétt af þessu máli. Einnig er fjöldi annarra greina vítt og breitt um netið um þetta mál.

 


Aftökur í Kína - Ath.Myndir ekki fyrir viðkvæma

2008-01-2962-215Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna vestrænar þjóðir, Ísland þar á meðal, kjósa að meðtaka Kína nánast athugasemdalaust inn í samfélag siðmenntaðra þjóða á meðan fjölda-aftökur fólks sem lítið sem ekkert hefur sér til saka unnið, viðgangast þar.

Hafi sú ákvörðun að verðlauna Kína með því að fá þá til að halda ólympíuleikanna í ár, átt að stuðla að opinni umræðu og jafnvel einhverjum tilslökunum í mannréttindamálum þeirra, sjást þess engin merki enn sem komið er.  

Árið 2006 voru 1010 manns teknir af lífi í Kína og 2790 manns var dæmt til dauða. Sum manréttindasamtök segja þá tölu vera umtalsvert hærri eða allt að 8000 manns.

china_death_penaltyFjöldaaftökurnar fara fram með þeim hætti að hópnum er ekið afsíðis, að opinni fjöldagröf, böðlarnir segja fólkinu að opna muninn svo skotið fari örugglega í gegn þegar hleypt er af í hnakkagrófina. Þeir sem neita að opna muninn er gefin "dauðasprauta".

Fólkið hefur sumt verið dæmt fyrir afbrot sem mundu á vesturlöndum varða sektum eða fáeinna daga fangelsun, eins og að höggva niður tré eða stela farsímum.

Engin efast lengur um að Kína er að verða voldugasta ríki heimsins frá efnahagslegu sjónarmiði. Athugaðu hvernig heimili þitt mundi líta út ef þú tækir í burtu allt það sem búið er til í Kína.

Kína eykur umsvif sín í Afríku og suður Ameríku með hverju degi sem líður og heldur verndarhendi yfir mannréttindabrotum þeirra landa sem þeir eiga viðskipti við.

Getuleysi Vesturlanda til að hafa áhrif á stjórnvöld þeirra landa sem verstu mannréttindabrotin fremja virðist algjört. Enda eru þau vel flest  búin að selja Peking sálu sína fyrir ódýrar afurðir og aðgang að mörkuðum þeirra. - Er eins um okkur?

abc_execution3_080215_sshHvers vegna styðjum við Íslendingar Kína með þátttöku í þessu sjónarspili sem ólympíuleikarnir eru þeim? Allt stefnir í að ólympíuleikarnir verði stjórnvöldum í Kína ekki minni áróðursherferð en þeir voru Hitler árið 1936.

 


Tilberar og tíðablóð

Þegar ég var að alast upp á Snæfellsnesi hékk ég öllum stundum í jakkalafi afa míns. Ég var á spyrjaísífelluánþessaðandatímabilinu þegar ekkert er svo ómerkilegt að ekki megi spyrja um það. Eitt sinn tók ég eftir hvítri skán á steinum sem erfitt var að skafa af. Aðspurður sagði afi að þetta væri tilberaspýja. Ég lét þetta svar nægja um sinn þótt ég vissi hvorki hvað tilberi eða spýja væri.

Seinna þegar ég las mig til um fyrirbærið og þótti mér það athyglisvert af ýmsum ástæðum. Hvernig verða svona þjóðsögur til?

Nú hefur því verið haldið fram að trú íslendinga á huldufólk hafi komið til og síðan verið viðhaldið af þörf okkar til að halda friðinn þar sem við hírðumst fjölmenn (miðað við húsakost) í þröngum baðstofum þar sem náin umgengni var ekki umflúin. Ef að smáhlutur hvarf, var ekki ráðlegt að þjófkenna heimilisfólkið heldur lýsa því yfir að huldukonan eða huldumaðurinn í hólnum fyrir utan garð hefði fengið hann lánaðan. Oftar en ekki var hlutnum skilað aftur og allt féll í ljúfa löð. Þá reyndist nauðsynlegt að feðra sum börn með huldumönnum til að rýrð félli ekki á húsbóndann eða fyrirmanninn sem fékk að gista. Ef að skýra þurfti óeðlilega nytjarýrnun kúa, voru tilberar góðir blórabögglar. Þá þurfti ekki að skyggnast neitt lengra eða leita eftir einhverju mennsku sem saug kýrnar á laun.

tilberaefniFyrir nokkrum árum var ég með hóp af útlendingum í skoðunarferð um Suðurland og hitti þá konu á Geysi sem var að nema Þjóðháttafræði í HÍ. Einhvern veginn komu tilberar til tals og hafði þessi kona, sem ég man því miður ekki hvað heitir, ákveðna skoðun á uppruna þeirra. Sagði hún líklegt að hjátrúin hefði orðið til þegar að konur til forna notuðu rifbein vafið ull á sama hátt og konur í dag nota dömubyndi. Rifbeinið væri þannig lagað að það hefði hentað til þessa brúks og svo hefðu karlmenn sem ætíð hafa haft einhvern óskiljanlegan stugg af tíðablóði, (sem er nú alveg efni í sérblogg og kannski áhugaverðara en þetta)  séð gjörninginn og búið til hryllingssögu úr öllu saman. Þetta finnst mér í dag afar líkleg skýring þótt ég hafi hvergi heyrt hana annarsstaðar.

Á vef Galdrasýningarinnar á Ströndum fann é eftirfarandi lýsingu á tilbera.

Tilberi er þannig til orðinn að kona stelur rifbeini úr dauðum manni í kirkjugarði á hvítasunnumorgni og vefur það síðan grárri sauðarull svo það verði að öllu útliti sem ullarvindill, og lætur það liggja um hríð milli brjósta sér. Þannig útbúin fer hún til altaris þrjá sunnudaga í röð og dreypir í hvert sinn víni því hún bergir á tilberaefnið með því að spýta því út úr sér í barm sér og í kjaftinn á tilberanum.

Hið fyrsta sinni er konan dreypir á tilberann þá liggur hann grafkyrr. Í annað sinn hreyfist hann og hið þriðja sinni er hún dreypir á hann verður hann fullmagnaður og svo fjörmikill að hætta er á að hann spretti fram úr barmi hennar. Þær konur máttu gjalda hinn mesta varhug við að ekki kæmist upp um þær, því þá réð snakkurinn þeim bráðan bana.

Þegar tilberinn er orðinn fullmagnaður þá þolir konan hann ekki lengur á brjósti sér. Vökvar hún sér þá blóð innanlæris og gerir þar sepa á og lætur hann sjúga sig þar fastann. Þar lifir hann og nærist á blóði konunnar ávallt meðan hann er heima. Tilberamæður þekkjast á því að þær eru haltar og hafa blóðrauða vörtu líka spena innanlæris.

tilberi_vid_strokk2Tilberann notuðu konurnar til að sjúga ær og kýr annarra manna úti um haga og færa þannig björg í bú. Þeir koma svo á búrglugga móður sinnar á meðan hún skekur strokkinn og segja:
„Fullur beli, mamma“.
Þá tekur konan lokið af strokknum og segir:
„Gubbaðu í strokkinn, stráki“.
Ælir þá tilberinn öllu því er hann hefur sogið þann daginn ofan í strokk móður sinnar og verður þar af tilberasmjör.
Tilberar voru notaðir til annars en að sjúga málnytpening og stela mjólk. Þeir voru einnig hafðir til að stela ull og vöfðu þeir þá ullinni utan um sig.

Þegar tilberamóðir eldist og lýist þá gengur tilberinn svo nærri henni að hún þolir ekki að láta hann sjúga sig lengur í gegnum lærspenann. Sendir hún hann þá upp á fjöll og skipar honum að tína saman öll lambaspörð á þremur afréttum. Tilberinn vill allt til vinna að komast sem fyrst til móður sinnar aftur og sprengir sig á því. Hafa menn talið það til sanninda, að oft hafi fundist mannsrif við lambasparðahrúgur á fjöllum uppi.

Tilberar eru ákaflega fljótir og þjóta yfir holt og hæðir. Sýnast þeir þá ýmist velta líkt og bolti, ellegar þeir stingast á endum.
Ætla má að konur á Ströndum hafi eitthvað átt við að koma sér upp tilbera því menn þar um slóðir hafa talið sig séð tilbera á ferð á fjöllum uppi.


Fjallkonur allra landa sameinist

Fyrst ég fór að hugsa um fjöll, leiddi það hugann ósjálfrátt að hlutum þeim tengdum. Íslenska fjallkonan var alltaf dálítið dularfull fannst mér. Maður skildi ekki hvernig hún gat búið í fjöllunum ásamt Grýlu og Leppalúða og öllu því hyski. Vitanlega misskildi maður þetta alltsaman. Það hefði verið betra að vita að hún er eiginlega útlensk eftirherma, eða hvað haldið þið?               

 Fjallkonan er tákn eða kvengervingur Íslands. Kona kom fyrst fram sem kvengervingur landsins í kvæði Eggerts Ólafssonar, Ofsjónir 1752, en Fjallkonan var fyrst nefnd í kvæði Bjarna Thorarensen, Eldgamla Ísafold, og hefur verið algengt tákn í íslenskum skáldskap síðan. Elsta prentaða mynd af Fjallkonunni birtist í enskri þýðingu íslenskra þjóðsagna, Icelandic Legends (1864-1866), og þekkt er mynd Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndal á minningarspjaldi um þjóðhátíðina 1874. Kona í gervi Fjallkonunnar kom fyrst fram á íslendingadeginum í Winnipeg í Kanada 1924 og eftir lýðveldisstofnun á Íslandi 1944 hefur kona í skautbúningi jafnan flutt fjallkonuljóð við hátíðahöld 17. júní.(Tekið af WP)

250px-Arnason-frontKonumyndin á að tákna Ísland, því hefur hún ískórónu á höfði, sem eldar gjósa upp úr. Á öxl hennar er hrafninn, Íslands einkennilegasti fugl, Óðins forni vin og skáldanna eftirlætisgoð, fréttafugl mikill og margkunnugur. Yfir sjónum flögrar már, en yfir brimsævi tíma og sögu berast rúnakefli að landi eða upp í fang konunni, og hefur hún þegar náð einu þeirra. Þetta átti svo sem að vera symbolum (tákn) bókmenntalandsins og sögulandsins okkar. Yfir er nótt og stirndur himinn og máninn uppi. Á bak við eru fjöll, tunglroðin á eggjunum.

Mörgum hefur þótt sem fjallkona Zweckers bæri nokkurn svip af Viktoríu Englandsdrottningu sem um þetta leyti mátti vissulega kallast Drottningin með stórum staf í Evrópu.

(tekið af Háskólavefnum)

Hér fyrir neðan eru myndir af þjóðkonum annarra landa. Helvetika (Svissland) Germanía (Þýskaland) Britanía (Bretland) Liberty (Frakkland) Frelsisgyðjan (USA) Hibernía (Írland) Pólanía(Pólland) og loks  Sáma Frænka (USA

helvetia_2010031988_82england_britannia 

libertySTATUE21_HiberniaPolonia-1863uncle%20sam%20heidi%20klum%20lookalike


Fjöll

iceland2Hér um slóðir (suður England) eru fá fjöll að finna. Landslagið er auðvelt fyrir augað, líðandi hæðir og hólar, ásar og kambar en engin alvöru fjöll. Alla vega ekki eins og augun rembast við að meðtaka hvar sem þú ert staddur á Íslandi. Hvergi þessir stóru dalir á hvolfi eins og skáldið orðaði það. Ég held að allir íslendingar elski fjöll. Maður tarf ekki að vera með neina króníska fjalladellu til þess, okkur þykir einfaldlega vænt um fjöllin.

Kannski er það vegna þess að við horfum á þau verða til eins og t.d. Heklu sem er enn að stækka og hækka. Eða kannski er það vegna þess að þú eru svo táknræn fyrir líf okkar, þetta söðuga ströggl upp á móti við að komast af, eða klífa tindinn eins nú þykir best. Öll okkar bestu skáld yrkja um fjöll og allir listmálarar mála þau. Flest gallerí á Íslandi eru full af mismunandi góðum tilraunum til að fanga þau á striga. Sumir mála sama fjallið aftur og aftur eins og Stórval gerði.

það er líka eitthvað svo himneskt við fjöllin.

hekla3Þeir sem dveljast á fjöllum langdvölum fá á augun fjarrænt augnaráð eins og þeir séu ekki allir þar sem þeir eru séðir. Það er ekki að furða að þjóðirnar sem fyrstar þróuðu með sér hugmyndina af guðum töldu heimili þeirra vera á fjallstindum. Ólympus er gott dæmi um það. Seinna þegar mennirnir fóru að trúa á einn Guð, birtist hann þeim upp á fjalli eins og gerðist þegar Móses fékk boðorðin frá honum forðum.

Ef til vill eru hugmyndir okkar um andlegt upp og niður, himnaríki og helvíti grundvallaðar á upplifun okkar  af fjöllum. Þar erum við eins frjáls og hægt er að vera, hugurinn eins skýr og mögulegt er og við verðum eins vídsýn og við ættum að vera á jafnsléttu.

Alla vega sakna ég fjalla.


Um Biblíu, kynþáttafordóma og risaeðlur

Stundum þegar Biblían er lesin koma fyrir ritningagreinar sem gera manni erfitt að greina á milli þess sem á að taka bókstaflega og þess sem hefur symbólíska merkingu. Sú staðreynd að Biblían er þýdd á íslensku og tekur greinilega lit af íslenskri menningu, getur líka ruglað dæmið. Sem dæmi er hægt að taka þetta vers úr Jobsbók 40.

Sjá, nykurinn sem ég hefi skapað eins og þig,

hann etur gras eins og naut.
16 Sjá, kraftur hans er í lendum hans
og afl hans í kviðvöðvunum.
17 Hann sperrir upp stertinn eins og sedrustré,
lærissinar hans eru ofnar saman.
18 Leggir hans eru eirpípur,
beinin eins og járnstafur.
19 Hann er frumgróði Guðs verka,
sá er skóp hann, gaf honum sverð hans.
20 Fjöllin láta honum grasbeit í té,
og þar leika sér dýr merkurinnar.
21 Hann liggur undir lótusrunnum
í skjóli við reyr og sef.
22 Lótusrunnarnir breiða skugga yfir hann,
lækjarpílviðirnir lykja um hann.
23 Sjá, þegar vöxtur kemur í ána, skelfist hann ekki,
hann er óhultur, þótt fljót belji á skolti hans.
24 Getur nokkur veitt hann með því að ganga framan að honum,
getur nokkur dregið taug gegnum nasir hans?

Þegar ég fór að leita að skilgreiningu á Nykri fann ég þess lýsingu á vef Þjóðfræðifélagsins Nykur.

NykurÚfrá þjóðfræðilegu sjónarhorni og kennslufræðilegu er álit höfundar að nykurinn sé fyrst og fremst sprottin til sem vætt í þjóðsögum okkar og sögnum. Þá sem forvarnargildi gagnvart börnum sem sáu hesta við læki, tjarnir eða ár og vildu fara að klappa þeim eða fara á bak. Þetta var vissulega hættulegt og geta annálar þess að þó nokkur slys hafi hlotist sökum drukknunar barna rétt við heimabæ sinn. Helstu einkenni nykursins eiga að vera þau að hann er talinn grænslímugur eða gráleitur, með hófana snúandi aftur og faxið sömuleiðis. Hann dregur menn eða börn ofan í vatnið sem hann lifir í og drekkir þannig viðkomandi.

Í Enskri útgáfu Biblíunnar sé ég að þeir notast við upphaflega orðið Behemoth eða Behemot. Ekkert slíkt dýr er til né hafa varðveitst einhverjar aðrar lýsingar á því svo vitað sé.

Diplodocus1Í raun á lýsing skepnunnar í Jobsbók ekkert skylt við Nykur en er miklu nær lýsingu á forsögulegu dýri eins og Þórseðlu eða Apatosaurus. Víst er að risaeðlurnar voru löngu útdauðar þegar Jobsbók var rituð en að sögurnar um stóru dýrin hafi lifað með manninum og ratað inn í Jobsbók þanning, er alltaf möguleiki.

Kynþáttafordómar í Biblíunni

Það kemur kannski ekki á óvart, miðað við hversu skammt við erum sjálf komin á leið til fullkomins jafnréttis og fordómaleysis að finna setningar í Biblíunni sem túlka má sem örgustu kynþáttafordóma. Tilgangurinn með að benda á þetta er að sýna hvernig gamlir trúartextar hafa tekið á sig lit og áferð menningarheimsins sem þeir eru sprottinir úr.

Í Gamla testamentinu, Jeramía 13:23 segir svo;

Getur blámaður breytt hörundslit sínum eða pardusdýrið flekkjum sínum? Ef svo væri munduð þér og megna að breyta vel, þér sem vanist hafið að gjöra illt.

Það sem hér er þýtt "blámaður" er væntanlega á frummálinu Cushite eða Eþíópíumaður.

Eitthvað virðist fólki GT hafa upp á Eþíópíumenn að klaga því jafnvel Móses sem giftist konu frá Eþíópíu varð fyrir barðinu á þessum fordómum. Í fjórðu Mósebók 12:1 segir svo;

HuggingKidsSmall%5B4%5D1Mirjam og Aron mæltu í gegn Móse vegna blálensku konunnar, er hann hafði gengið að eiga, því að hann hafði gengið að eiga blálenska konu. 2Og þau sögðu: "Hefir Drottinn aðeins talað við Móse? Hefir hann ekki talað við okkur líka?" Og Drottinn heyrði það. 3En maðurinn Móse var einkar hógvær, framar öllum mönnum á jörðu.

 

 Þá eru einnig dæmi um það í Nýja Testamentinu hversu fordómar gagnvart öðrum þjóðum voru tíðir. Í Títusarbréfi 1:12 er að finna eftirfarandi upplýsandi tilvitnun.

Því að margir eru þverbrotnir og fara með hégómamál og leiða í villu, allra helst eru það þeir sem halda fram umskurn, 11og verður að þagga niður í þeim. Það eru mennirnir, sem kollvarpa heilum heimilum, er þeir kenna það, sem eigi á að kenna, fyrir svívirðilegs gróða sakir.

12Einhver af þeim, eigin spámaður þeirra, hefur svo að orði komist: "Krítarmenn eru síljúgandi, óargadýr og letimagar."

13Þessi vitnisburður er sannur. Fyrir þá sök skalt þú vanda harðlega um við þá, til þess að þeir verði heilbrigðir í trúnni, 14og gefi sig ekki að gyðingaævintýrum og boðum manna, sem fráhverfir eru sannleikanum.

15Allir hlutir eru hreinum hreinir, en flekkuðum og vantrúuðum er ekkert hreint, heldur er bæði hugur þeirra flekkaður og samviska. 16Þeir segjast þekkja Guð, en afneita honum með verkum sínum. Þeir eru viðbjóðslegir og óhlýðnir, óhæfir til hvers góðs verks.


Að lokum þetta svona til gamans og alls óskylt fordómum af neinu tagi 

Í Postulasögunni 9:10 &11 er sagt frá þessu;

11Drottinn sagði við hann: "Far þegar í stræti það, sem kallað er Hið beina,og í húsi Júdasar skaltu spyrja eftir manni frá Tarsus, er heitir Sál. Hann er að biðja. 12Og hann hefur í sýn séð mann, Ananías að nafni, koma inn og leggja hendur yfir sig, til þess að hann fái aftur sjón."


Enn í dag er gata í borginni Damaskus í Sýrlandi sem heitir "beina stræti" eða Hið beina.


Bloggið er besti spegillinn

IndiaSnakeEPA_468x659Í Íran eru fleiri bloggarar miðað við íbúafjölda en í nokkru öðru landi í heiminum. Ef maður vill vita hvað er raunverulega að gerast meðal almennings í Íran, þarf maður ekki að gera annað en að skoða bloggin þeirra. -

Simbabve er lokað land. Þangað inn er ekki einu sinni fréttamönum hleypt. En vilji maður vita hvað almenningur er að hugsa, getur maður lesið bloggin þeirra sem upplifa daglega skefjalausar þvinganir og ofsóknir Mr. Mugabe forseta.

Bloggið er að verða áhrifaríkari og áreiðanlegri miðill en flestar fréttastofur. Áhrif bloggsíðna er einnig að aukast í pólitíkinni. Obama þakkar árangur sinn í USA m.a. vel stýrðri net og blogg herferð. Hér á Íslandi er vegur bloggsins alltaf að aukast og í næstu kosningum á bloggsíðum eftir að fjölga til muna. Geta bloggsins til að gefa almenningi rödd er óumdeilanleg. Stjórnvöld sem ekki átta sig á hvernig skoðanir mótast og straumlínulaga sig í umræðunni í bloggheimum eru illa utangátta.

Það er samt tvennt sem er afar umdeilt er í tengslum við bloggið, sérstaklega í bloggsamfélögum eins og hér á blog.is. Hið fyrra lýtur að nafnlausum bloggurum og nafnlausum athugasemdum þeirra sem ekki einu sinni hafa bloggsíðu. Þótt þetta gangi ágætlega í mörgum tilfellum, eru samt dæmi þess að einstaklingar senda frá sér hluti sem eru á mörkum velsæmis í skjóli nafnleyndar.

Hið seinna er hversu mikil ósvífni getur hlaupið í umræðurnar og athugasemdafærslunnar. Stundum eru athugasemdir svo rætnar að fólk hefur hvað eftir annað lýst því yfir að það hyggist hætta bloggum sínum vegna rætinna athugasemda.

Hvoru tveggja eru vandamál sem verður að þola, alla vega sem stendur. Internetið í heild er miðill þar sem í raun ekkert hamlar annað en siðferðiskennd fólks bæði hvað varðar hvaða efni er sett upp og hvað er lesið og skoðað.

Ef ég vil þeysa gandreið um bloggsíður og skilja eftir mig nafnlausa slóð af dónalegum athugasemdum getir ekkert stöðvað mig í því, svo fremi sem eigendur  bloggsíðanna hafa ekki sett einhver takmörk sjálfir á síðuna, sem fæstir vilja gera. - E.t.v. mun þróast í bloggheimum blogg-siðferði rétt eins og borðsiðir, sem flestir munu halda sig við.

 

 


Flökkusögur, kannt þú eina slíka eða fleiri?

strange_daysAllir kannast núorðið við flökkusögur sem er þýðing á orðunum "urban legends". Þær eru svo margar og mismunandi en hafa samt allar eitt sameiginlegt, þær eru tilbúningur.  Í grein sem ég rakst um flökkusögur á Múrnum er  þeim lýst svona;

"Líklega er það einmitt fjöldi þessara frásagna sem gerir það að verkum að þær rata svo sjaldan í fréttatíma. Jafnvel trúgjarnasti sumarstarfsmaður getur borið kennsl á þær sem flökkusögur – ýktar eða upplognar frásagnir sem skjóta aftur og aftur upp kollinum. Og þótt fréttamönnum finnist gaman að segja krassandi sögur þá vilja þeir fæstir fara með algjört fleipur, þrátt fyrir allt."

Allt frá unglingsárum safnaði ég slíkum sögum og hafði gaman af að bera mismunandi útgáfur af sömu sögunni saman. Þegar að Aðalstöðin sáluga var upp á sitt besta, bauð Helgi Pé Ríó maður mér eitt sinn að koma til sín í síðdegisþátt sinn til að spjalla um fyrirbærið og fá fólk til að hringja inn og segja flökkusögur, sér í lagi íslenskar.

Undirtektirnar voru slíkar að þessi eini þáttur varð að þremur. Nokkrum árum seinna var gefin út bók um flökkusögur sem byggði á rannsókn sem gerðar voru fyrir BA ritgerð og mig minnir að hafi heitið  Kötturinn í örbylgjuofninum. Þegar ég sá í bókinni saman komnar margar af þeim sögum sem ég átti í fórum mínum, dvínaði söfnunargleðin dálítið. Málið var afgreitt að mér fannst þá. En það er víst eðli flökkusagna að stöðugt verða nýjar til  og þær gömlu breytast í meðförum.

Ekki alls fyrir löngu heyrði ég nýja útgáfu af kattarsögunni og það vakti áhuga minn að nýju.  hef því ákveðið að sjá hvort ekki er að finna nýjar sögur manna á meðal og nota til þess þetta blogg. 

Mig langar til að skora á alla sem hafa heyrt nýlegar (eða gamlar í nýjum búningi) að deila þeim hér og nú með mér og þeim sem þetta blogg kunna að lesa.

Útgáfan af kattarsögunni sem ég heyrði síðast er eitthvað á þessa leið; Sagt er að gömul kona hafi vanið sig á að þurrka köttinn sinn í bakaraofninn sínum eftir að hún hafi baðað hann. Sonur hennar gaf henni örbylgjuofn á níunda áratugnum sem hún reyndi að nota til sama brúks og bakaraofninn. Hún á svo að hafa farið í mál við framleiðandann og unnið því að ekki stóð ,,setjið ekki kött í örbylgjuofninn” á umbúðunum.


Frí-hlaup

freerunninglogo_qjpreviewthÁ uppvaxtarárunum í Keflavík var það vinsæl dægradvöl mín og félaga minna að klífa stillansa og lesa sig upp steypuvíra utan á hálfbyggðum byggingum sem meira en nóg var af á þeim tíma. Þá var stokkið ofan af húsþökum, riðlast á girðingum og sveiflað sér á snúrustaurum og handriðum. Þá sóttumst við eftir að komast í veiðafærageymslur, verksmiðjuloft og jafnvel báta sem stóðu á búkkum niður í gamla slippnum. Einhvernvegin lagðist þessi árátta samt af að mestu um leið og við lukum barnaskólanum.

610x

Nú sé ég að hálf fullorðnir menn víðsvegar um heiminn hafa tekið þessa bæja og borga iðju okkar smádrengjanna og gert að alþjóðlegri íþróttagrein. Hún kallast á alþjóðamálinu Free running. Haldin eru mót í helstu heimsborgunum og keppt í klifri og glæfra stökkum um metorð og titla. Íþróttin varð fræg þegar að nokkrir iðkendur hennar voru notaðir í James Bond mynd fyrir nokkrum árum en síðan hefur hópur þeirra vaxið jafnt og þétt. Ég veit ekki til að frí-hlaup sé stundað á Íslandi en ef svo er væri gaman að heyra af því.

800px-Freerunning-imageexample


Um Drúída Í tilefni af sumarsólstöðum

stukeleys_druidÍ dag eru sumarsólstöður og lengstur dagur á norðurhvelinu. Það er haldið upp á þennan dag af hópi fólks sem kennir sig við trú Drúída. Sjóðríkur seiðkarl er okkur flestum kunnur úr teiknimyndasögunum um Ástrík. Persóna Sjóðríks minnir mjög á hugmyndir fólks um svokallaða Drúída sem voru sambland af seiðkörlum, prestum og samfélagsleiðtogum á keltneska menningarsvæðinu í Evrópu fyrir 2000 árum. Einnig hefur verið bent á að hlutverk Drúíta hafi verið ekki ólíkt því sem Goðar höfðu á Íslandi fyrir kristnitöku. Heimildir um átrúnað Drúída eru ekki margar en sú elsta og helsta kemur frá Júlíusi Cesari sjálfum. Hann skrifaði um fólkið og hætti þeirra sem hann mætti á landvinningaferðum sínum og meðal þeirra voru Drúídar (Druid). Cesar skrifaði m.a;

Öll þjóð Gaulverja iðkar af ástundun helgiaðhald og þess vegna stunda þeir sem sýktir eru af alvarlegri sjúkdómum og þeir sem eiga á hættu að falla í orrustum, mannfórnir eða heita því að færa slíkar fórnir og nota Drúída til að hafa umsjón með athöfninni. Þeir trúa því að miklileiki eilífra guða verði ekki að fullu hylltur nema þeim sé fórnað mannslífi og í opinberu lífi jafnt sem einkalífi sínu framfylgja þeir fórnarlögum að einhverju tagi.  Aðrir nota risastór líkneski og eru limir þess ofnir úr tággreinum og þeir fylltir af lifandi fólki sem síðan er borinn að eldur í hverjum mennirnir farast. Þeir trúa að að aftökur þeirra sem gerst hafa sekir um þjófnað og rán eða aðra glæpi, sé þóknanleg hinum ódauðlegu guðum en þegar þeim er ekki til að dreifa grípa þeir til fórna saklauss fólks.

Julius Cesar, "De Bello Gallico", VI, 13

Stonehenge-and-the-DruidsAf skrifum Cesars má ráða að tvær stéttir ráðamanna hafi tíðkast meðal Gaulverja. Aðra kallaði hann equites eða aðalsmenn og hina disciplina eða prestastétt. Prestastéttin varðveitti hin fornu óskrifuðu lög og dæmdu eftir þeim þegar á þurfti að halda. Versta hegningin var talin ef maður var gerður útlægur og burtrækur. Drúídadómurinn gekk ekki í erfðir en þeir þurftu ekki að gegna herþjónustu og voru undanþegnir sköttum. Cesar segir að það hafi tekið 20 ár að þjálfa og kenna nýjum Drúídum.

Cesar segir að megin kenning þeirra hafi verð að "sálir deyja ekki heldur fari eftir dauðan í annan líkama"

Druids,_in_the_early_morning_glow_of_the_sunÁ átjándu öld spratt upp mikill áhugi á Drúídum og trúarbrögðum þeirra og urðu margir til að skrifa um þá. Mest af því sem nútíma Drúídar styðjast við í átrúnaði sínum er hreinn skáldskapur sé miðað við það litla sem vitað er um forn-Drúída.

Mistilsteins skurður, eykarlundir, Stonhenge og jurtaseiðir eru meðal þeirra launhelga sem fólk setur í samband við nútíma Drúída en engar heimildir eru fyrir að þeir hafi nokkuð haft með þá að gera í raun og veru.

 

 

 

 


Förin sem aldrei var farin

Af og til berast svo kallaðar barna-krossferðir á góma, yfirleitt í ræðum eða ritum fólks sem leggur sig eftir að reyna sýna fram á heimsku trúar og/eða trúarbragða, með sem flestum dæmum.

childrenscrusadeSögurnar af barnakrossferðunum hafa nokkuð svipaðar innihaldlýsingar og segja frá þegar tveir drengir, annar þýskur og hinn franskur, á árinu 1212,  áttu að hafa safnað um sig fjölda barna til að fara í krossferð til landsins helga til að hertaka Jerúsalem.

Fyrri ferðinni stýrði Þýski drengurinn Nikkulás. Hann er sagður hafa farið yfir Alpana til Ítalíu og komið til Genóva um mitt ár 1212 með 7000 börn í eftirdragi. Eitthvað fóru málin úrskeiðis þegar komið var að strönd Miðjarðarhafsins því það opnaðist ekki eins og Nikkulás var sannfærður um að það mundi gera. Hópurinn sundraðist fljótlega og er sagt að flest börnin hafi verið hneppt í þrældóm. Alla vega komst ekkert þeirra til Ísrael.

Sama ár boðaði franskur stráklingur að nafni Stefán að honum hefði verið falið af Jesú að leiða börn Evrópu til Landsins Helga og  framkvæma það sem fyrri krossferðum hafði ekki tekist, að vinna og halda Jerúsalem. Hann hafði meira að segja bréf frá Jesú upp á þetta til Frakklandskonungs sem samt lét sér fátt um þau skilaboð frá friðarhöfðingjanum, að hann ætti að greiða götu stráksa, finnast.

Stefán laðaði að sér rétt um 30.000 börn, öll sögð innan 12 ára aldurs og hélt með þau til Marselles. Þaðan var ætlunin að sigla til Ísrael. En það fór fyrir Stefáni svipað og Nikkulási, hópurinn leystist upp og mörg barnanna voru tekin og seld mannsali á þrælamörkuðum Evrópu og Afríku.

ChildrensCrusade04-l

Í Evrópu ríkti mikil upplausn á árunum eftir aldamótin 1200. Stórir hópar af uppflosnuðum fátæklingum fóru um lönd og talið er að 1212 hafi tala fátæklinga í þessum hópum skipt þúsundum.

Elsta heimild um þessa hópa er skrifuð um 1240 og í henni er getið um "pueri" sem þýðir á latínu drengur. Þetta orð var tekið sem það þýddi börn þótt á 13. öld væri alsiða að kalla sveitastráka þessu nafni. Þetta gaf seinni tíma höfundum ástæðuna til að kalla þessa fjölda uppflosnun fátæklinga barnakrossferð.

Þá voru krossfarar á þeim tímum almennt ekki kallaðir krossfarar heldur voru þeir kallaðir  menn sem "tekið höfðu krossinn". Þeir sem báru veifur eða krossa voru stundum kenndir við krossferðirnar þótt þeir hefðu ekkert með þær að gera. Samhljóma niðurstaða seinni tíma söguskoðenda er að þessar "barnakrossferðir" hafi ekki verið farnar og séu að mestu þjóðsaga þótt einhver flugufótur geti verið fyrir tilvist drengjanna Nikkulásar og Stefáns.

 

 

 


Það bíða fleiri en kristnir

Þótt að margir kristnir söfnuðir haldi því lítt á lofti, þá hefur flest kristið fólk heyrt að endurkomu Krists er vænst. Aðventistar (advent/bið) eru t.d. kristinn sértrúarflokkur sem stofnaður var af fólki sem var sannfært um að endukoman væri yfirvofandi um miðbik 19. aldar.  TheEternalFather1636byFranciscod-1Það sem færi kannski vita er að öll stærstu trúarbrögð heimsins og mörg hinna smærri einnig, hafa álíka spádóma að finna í sínum trúarritum. Sex megin trúarbrögð himins eiga sér spádóma um komu alheimslegs boðbera sem birtast mun í fyllingu tímans. Spádómarnir eru nánast samhljóða um að jörðin muni ganga í gegn um miklar þrengingar og síðan muni koma tímabil friðar og einingar sem verður leitt inn af þessum mikla boðbera. Boðberinn ber ýmiss nöfn eftir því hvaða trúarbrögð er um að ræða.  KalkiHindúatrú, ein af elstu trúarbrögðum heims kom fram í Indlandi fyrir rúmum 3000 árum FK. Boðberi trúarbragðanna hét Krishna og helgirit hans Bagdavagita. Hinn fyrirheitni, sá er mundi birtast í lok  Kalí Yuga tímabilsins, eða "öld lasta," mundi bera nafnið Kalki. Miðað við að Gyðingdómur hefjist með  Móses hófst hann 1400 FK. í Egiptalandi. Helgirit Gyðinga heitir Tóra og hinn fyrirheitni Messías. Zaraþústratrú hófst um 1200 FK. og er kennd við Zaraþústra sem kom fram í Persíu. Helgirit hans heitir Zend-Avesta og hinn lofaði kallast  í henni Saoshyant, eða sá sem gera mun tilveruna dýrðlega.  Buddha9Búdda lifði 563-483 FK. og bjó í Indlandi og Tíbet. Helgrit Búddisma heita Tripitaka og Mahayana og í þeim er hinn lofaði nefndur Matreya (Elskandi) Bodhisativa (Vinur) Næst í tímaröðinni er kristni og  um loforð Krists um að koma aftur á dómsdegi er okkur flestum kunnugt.  Múhameð 570-632 EK. kom fram í Arabíu og opinberun hans er sögð geymd í Kóraninum. Maid4Íslam er hinn lofaði nefndur tveimur nöfnum eftir því hvaða grein Íslam þú tilheyrir, í Suni grein er hann kallaður Qaim en meðal Sihita Mahdi. Mahdi, er nafn síðasta af tólf Imamum Islam, þeim er hófust með Ali tengdasyni Muhameðs. Imamarnir voru taldir réttskipaðir valdhafa eftir Múhameð. Sá tólfti, Mahdi hvarf ungur að árum og var sagður koma aftur á dögum endalokana 

Ísland kristið og löngu numið fyrir landnám...

Þegar að Rómarveldi liðaðist í sundur hófust upplausnartímar í Evrópu. Það var óöld og vargöld og kristni sem hafði verið að festa rætur sínar víðast hvar átti undir högg að sækja. Segja má að eini öruggi gríðarstaður kristinna á þessum tíma í Evrópu hafi verið á Írlandi en þaðan átti kristni eftir að rísa úr öskunni og breiðast aftur út um álfuna. -

kollabudir1Á þessum tíma var algengt að írskir guðsmenn tækju sér bólfestu á eyðieyjum og öðrum stöðum sem ekki voru fjölfarnir. Þeir byggðu sér grjótkofa sem flestir voru með sama sniði og sjá má enn í upprunalegri mynd t.d. á eyjunni Iona. Guðsmenn þessir voru kallaðir Papar á Bretlandseyjum jafnt sem hérlendis. Um það vitna nafngiftir eins Pabbey í Ytri Hebrides, Papa Vestray, ein af afskekktustu eyjum Orkneyja, Papa Stour á Shetlandseyjum og svo auðvitað Papey í Álftafirði.

Fyrir skömmu sá ég rústir svipaðra bigginga í Cornwall og þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð teikningar af bústöðum Papa eða Kolla á Kollabúðum í Þorskafirði. Teikningarnar voru í bók eftir Árna Óla og vildi Árni meina að enn væru þessar rústir sjáanlegar að Kollabúðum. Víst er að Papar voru einnig kallaðir Kollar af landnámsmönnum og eru fjölmörg örnefni á Íslandi sem rekja má til þeirra. 

(Nú væri fróðlegt vita ef einhver vissi til hvort þessar minjar séu til eða/og hafi verið rannsakaðar.) Meðal þeirra eru;

580-kollabudirKollafjörður á Ströndum Kollafjörður á BarðaströndKollafjörður við Faxaflóa  og Kollabúðir

Má af þessu ætla að kristnir menn (Kollar, Papar) hafi verið hér all-fjölmennir löngu fyrir daga Ingólfs Arnasonar og félaga.

Eitt er víst að Hrafna-Flóki fann ekki landið fyrstur manna eins og gjarnan er kennt í skólabókunum.

Árið 330 fk. sigldi landkönnuður að nafni Pytheas frá Marseilles í Frakklandi í norðurátt til að kanna þau lönd sem þar kynnu að liggja. Hann sigldi í kring um Bretlandseyjar og ritaði um þá ferð í bók sem nú er týnd en hann kallaði "Um hafið". Hann héllt síðan í norðurátt þar sem hann fann eyju sem hann kallaði Thule eða Ultima Thule.  Eyjan var í sex daga siglingu frá nirstu strönd Bretlands og einn dag frá "enda heimsins". Það er talið líklegt að þessi eyja hafi verið  Ísland.

stbrendan_200Þá eru einnig til á Írlandi sagan af heilögum Brendan  (Navigatio Brendani), sem fæddur var 484.  Hann er sagður hafa siglt með fjölda lærisveina til að heimsækja trúbræður sínar á fjarlægum eyjum. Sagan segir að hann hafi fundið "Paradís" sem gæti hafa verið meginland Ameríku. Ólíklegt er að hann hafi komist þangað án þess að rekast á Ísland á leiðinni.

Í formála að Landnámu segir svo;

Í aldarfarsbók þeirri, er Beda prestur heilagur gerði, er getið eylands þess er Thile heitir og á bókum er sagt, að liggi sex dægra sigling í norður frá Bretlandi; þar sagði hann eigi koma dag á vetur og eigi nótt á sumar, þá er dagur er sem lengstur. Til þess ætla vitrir menn það haft, að Ísland sé Thile kallað, að það er víða á landinu, er sól skín um nætur, þá er dagur er sem lengstur, en það er víða um daga, er sól sér eigi, þá er nótt er sem lengst. En Beda prestur andaðist sjö hundruð þrjátigi og fimm árum eftir holdgan dróttins vors, að því er ritað er, og meir en hundraði ára fyrr en Ísland byggðist af Norðmönnum.

Elsta örugga heimildin um tilvist Íslands er landfræðirit (De mensura orbis terrae) eftir Dicuilus, írskan munk, frá árinu 825, þar sem staðháttum hér er lýst þannig að það getur einungis átt við um Ísland. Ari fróði segir frá því í Íslendingabók að hér hafi verið fyrir á Íslandi er það var numið, keltneskir menn, kristnir sem hann kallar papa. Þeir vildu ekki dvelja hér með heiðnum mönnum og fóru því af landinu hið bráðasta. Ari segir þá hafa skilið eftir bækur írskar, bjöllur og bagla og hafi þannig mátt ráða að þeir væru írskir einsetumenn.

Margir hafa bent á að ólíklegt sé að einsetumenn skilji eftir sig það sem þeim þótti helgast, jafnvel þótt þeir hafi haft hraðan á að forða sér, nema að lífi þeirr hafi hreinlega verið ógnað.

Engar fornleifar hafa fundist sem styðja frásögn Ara en nokkuð er um örnefni tengd Pöpum sem óbeint staðfesta tilvist þeirra hér á landi auk örnefnana sem tengjast Kollum.

 


Hryðjuverk, Olía, trúarofstæki, hver er forsagan?

 World_war_one_web_allianceÞegar við skoðum þetta kort af skiptingu Ottóman-veldisins eftir heimstyrjöldina fyrri, þegar að sigurvegararnir settust niður og hlutuðu það sundur og skiptu upp á milli sín, kemur í ljós að Ottóman-veldið hafði innan sinna landamæra auðugustu olíulindir heimsins. Olía er það sem skipt hefur mestu máli fyrir hagkerfi heimsins á 20. öldinni og gerir enn.

Einnig rennur upp fyrir manni þegar gluggað er í kortið að það hljóti að vera samhengi á milli hryðjuverka öfgamanna íslam og hernáms landa þeirra af vestrænum þjóðum.  

Samt er því ákaft neitað af foringjum núverandi hernámsherja. Af þeim er helst að skilja að fundamentalismi og stríðshyggja múslíma séu eina ástæðan fyrir því að vesturlönd séu álitnar kúgarar og herraþjóðirnar af múslímum.  Sum þessara landa eru enn að berjast fyrir sjálfstæði sínu. Sú barátta elur af sér þjóðernishyggju. Margar þjóðirnar gera ekki mun á þjóðernishyggju og ástundun Íslam. Hryðjuverk eru bein afleiðing.

Bæði Ítalía og Frakkland voru búin að taka sér bita af veldinu nokkru fyrr og nú tóku Bretar sér það sem eftir var. Hér er ekkert minnst á það sem var að gerast sunnan Sahara í Afríku. Eins og með margt annað erum við enn að bíta út nálinni með aðfarir sigurvegara fyrri heimstyrjaldarinnar gagnvart þjóðum hinna sigruðu.

(Klikkið á kortið til að sjá það í stækkaðri mynd)

ottoman_empire

 

 

 

 

 


17. Júní, ekki dagur ofur-vantrúaðra?

 17juni

17. Júní, fána og blöðrudagur, þjóðsöngurinn og fjallkonan, andlitsmálning og stúdentahúfur, lúðrasveitir, skátar og blómsveigar. Dagurinn sem Jón Sig. og Íslenska lýðveldið eiga afmæli. Bærilegur dagur fyrir flesta skyldi maður halda. En hvað um þá sem við getum kallað ofur-vantrúaða. Þeir hljóta að vera pirraðir á að sitja undir blaktandi fánum með krosstákninu, tákni sem þeir líta helst á sem rómverskt pyntingartæki. Auk þess eru litir fánans, litir elds, íss, hafs og himins líka aðallitir kristinnar trúar. Hinn hvíti litur himnaríkis, sá rauði fyrir ást og fórn og sá blái litur hreinleika.

Það er ekki nóg með að ofur-vantrúaðir verði að láta sér lynda fánana, heldur verða þeir að taka sér í munn orð sem eru þeim tóm vitleysa, þ.e.  ef og þegar þeir syngja Þjóðsönginn. Þá tilbiðja þeir Guð vors lands og hafa yfir að eigin mati allskyns bábiljur um heilaga herskara og þess háttar í ofaná lag.

Arnason-front Fjallkonan sem gæti verið eina heimsbarns-tákn þjóðarinnar og hafið yfir trúarkenningar, lumar samt í frumteikningu á heiðnum táknum og jafnvel kristnum. (Sjá hrafn á öxl og krossa á skjölum) Þetta Þjóðfélag er líkast til svo mengað trú og trúartáknum að það getur verið ómögulegt fyrir ofur-vantrúaða að aka þátt í hátíðarhöldum eins og 17. Júní án þess að vera málstaðnum ótrúir.

darth_vader_

Kannski verður þetta til að ofur-vantrúaðir flýja í auknum mæli inn í svarthöfða-búningana sína við þessi tækifæri. Jedakirkjan boðar nefnilega ákaflega sambærilegan boðskap og ég hef rekið mig á í máli ofur-vantrúaða. Þeir álíta m.a. að það sé manninum meðfætt að geta greint gott frá illu. Það eina sem þurfi til að vera góður, sé að hlusta á samviskuna. Eins og ofur-vantrúaðir láta þeir sér í léttu rúmi liggja hvernig samviskan mótast. Kristin eða önnur trúarleg gildi þurfa þar ekkert að koma að.


Hver á heiminn?

 EN-00060-C~Queen-Elizabeth-II-Posters

Sú var tíðin að voldugustu menn og konur heimsins voru þjóðhöfðingjar landanna. Skipti einu hvaða titla þeir báru, Konungar og drottningar, Keisarar og keisaraynjur þeirra, Kalífar og krónprinsar, allt voru þetta auðugustu og valdamestu einstaklingar hvers tíma. Á seinni hluta 19 aldar fór þetta að breytast og eftir fyrstu heimstyrjöldina voru völd flestra einvalda fyrir bí.

Samt er allavega eitt konungsdæmi sem þessar fullyrðingar mínar eiga ekki við. Völd þess hafa minkað en ekki eignir.

Elísabet önnur Englandsdrottning og þjóðhöfðingi 31 fylkja og landsvæða á mesta land allra í heiminum. Hún á 6.600 milljón ekrur af landi eða einn sjötta af landi jarðarinnar.

Hún er eina manneskjan sem á heilu löndin og þar á meðal lönd sem ekki eru heimalönd hennar. Landareign hennar er aðskilin embætti hennar sem þjóðhöfðingja.

Verðmæti landareigna hennar er metið á £17,600,000,000,000. sem gerir hana auðveldlega ríkusta einstakling jarðarinnar.

Samt er engin auðveld leið til að áætla verðmæti eignar hennar. Ef reiknað er er með 5000 dollurum á ekru sem var gjaldið sem Rússlandskeisari fékk fyrir Alaska á sínum tíma og Frakkar fyrir Lousíana fylki í Bandaríkjunum er verðmæti landa hennar metið á  $33,000,000,000,000

Stærstu landareignir hennar eru í  Kanada, sem er annað stærsta land heimsins eða 2,467 milljónir ekra. Ástralia, er sjöunda stærsta land heims með 1,900 milljónir ekra, Papua Nýju Geníu með 114 milljónir  ekra, Nyja Sjáland með 66 milljónir ekra og Bretland með 60 milljónir ekra.

0_61_queen_elizabeth_030607

Næst-stærsti landeigandi heims er Rússneska ríkið , þar á eftir kemur Kínverska ríkið, þá Bandaríkin og í fimmta sæti er konungur Sádi Arabíu.


Hverjir stjórna netheimum?

Netheimar eru notaðir af lang-flestum þjóðum heimsins. En hvernig skiptast netheimar á milli landa, landasvæða og Álfa. Þetta er nýlegt kort sem sýnir einmitt þá skiptingu með tilliti til netsamfélaga og hvar er best að vera í hverju landi til að ná til sem flestra.

SocialNetworks_WorldMap-full 


Masada mun aldrei aftur falla

Fyrir framan mig liggur lítil gul mósaík flís. Fyrir 2000 árum var hún hluti af stórri mósaík-mynd sem  lögð var undir hásæti Heródesar Júdeukonungs í móttökusal sumarhallar hans á Masada. Ég fann hana árið 1988 þegar enn var verið að grafa upp fornleifarnar á fjallinu. Á minnismerkinu sem sendur á fjallinu eru þessi orð rituð.

Hugrökku og tryggu félagar! Fyrir löngu sórum við þess eið að þjóna hvorki rómverjum eða öðrum utan Guðs sem einn er sannur og réttlátur Drottinn mannkyns. Sá tími er upprunnin að við erum krafnir þess að sanna ásetning okkar og þau verk okkar að við gengumst aldrei undir þrældóm, jafnvel þótt hann væri okkur óskaðlegur.  Við munum ekki velja þrældóm nú og með honum þá refsingu sem mun tákna endi alls ef við  lifandi föllum í hendur hins rómverska guðs sem gefið hefur okkur þessi forréttindi að deyja göfugir og sem frjálsir menn og yfirgefa þessa veröld sem frjálsir menn í föruneyti eiginkvenna okkar og barna. Ben-Yair's

MasadaMasada er 400 metra hátt fjall sem stendur skammt frá Dauða hafinu Í Ísrael. Heródes (73-4 fk.) konungur sem ekki var vinsæll af sínu fólki byggði sér rammgerða sumarhöll uppi á fjallinu og hugðist nota hana sem virki ef í harðbakkann sló. Eftir daga Heródusar var aðstaðan notuð sem rómversk varðstöð eða virki. Upp á fjallið liggur einstigi og ef nægar vistir voru til staðar gat tiltölulega fámennt lið varist þar all lengi.

Það er merkilegt að hvergi er minnst á frægustu atburði tengdum Masada í Talmudum gyðinga en frásögnin hefur varðveist í heimildum frá Josephusi Flaviusi.

 

Árið 66 ek. kom til mikilla uppreisnar gyðinga gegn setuliði rómverja í landinu. Meðal hópa uppreisnarmanna voru þeir sem kallaðir voru Zealottar og einnig þeir sem Sicarii voru nefndir. Nafn þeirra er dregið af latneska orðinu sicarius sem merkir rýtingur. Sicarii  stunduðu morð á almannafæri og notuðu til þess rýtinga. Þeir minna um margt á hryðjuverkahópa samtímans. Uppreisnin var kveðin niður og íbúar Jerusalem flestir drepnir eða hnepptir í þrældóm. Um 1000 manns, aðallega meðlimir Sicarrii samtakanna og fjölskyldur þeirra, tókst að flýja og ná virkinu á Masada á sitt vald.  Masada_bathhouse_caldarium_reconstruction_tb_n011100_wr

Elazar ben Ya'ir foringi þeirra skipulagði varnir virkisins og tókst þeim að verjast umsátri rómverska hersins í sjö ár. Virkið féll ekki fyrr en rómverjar tóku á það ráð að byggja með aðstoð þræla breiða gangbraut úr grjóti og jarðvegi upp að brún fjallsins. - Þegar að róverskir hermenn rufu loks veggi virkisins fundu þeir enga á lífi utan tveggja kvenna og fimm barna. Höfðu allir aðrir verjendur virkisins 936 að tölu,  drepið hvern annan eða framið sjálfsmorð, frekar en að gefa sig Rómverjum á vald.

 

 

spiegel_keremshalom

 

Þegar að Moshe Dayan var yfirmaður Ísraelska hersins tók hann upp á því að sverja hermenn sína inn í herinn með því að láta þá fara með eið á Masada eftir að hafa gengið blysför  eftir krákustiginu sem upp á fjallið liggur. Í eiðnum kemur fyrir setningin fræga; "Masada mun aldrei aftur falla"

 


Hungur herjar á Eþíópíu

ethiopia Það er að gerast aftur. Myndir af börnum með útþanda maga, fluguger í andlitinu og með dauðaslikjuna í stórrum augunum

Eþíópía sendur á barmi hungursneyðar og í þetta sinn af völdum uppskerubrests og óreglu á veðurfari. 2.4 mill. manna eru taldar ofurseldar hungurvofunni ef þjóðir heimsins koma ekki til hjálpar á næstu dögum. tareknge

Matarverð hefur þrefaldast í landinu og næsta uppskeru ekki að vænta fyrr en eftir þrjá mánuði. Bandaríkin gáfu 15.mllj. dollara til hjálparstarfsemi sem er andvirði einnar sprengjueldflaugar.

Sómalía og Kenýa berjast enn við hungrið þar sem þúsundir manna þjást úr næringarskorti. Hvar eru íslenskir fjölmiðlar, ég hef ekki séð eina einustu frétt um Eþíópíu.

 


Mic Mac Indjánar

Crow-IndianFyrir allt of löngu síðan dvaldist ég um hríð meðal Mic Mac Indíána á sérlendu þeirra í Eskasoni í norðaustur hluta  Nova Skotia Kanada. Ég rifjaði þessa dvöl upp í huganum þegar ég sá í fréttum að ríkisstjórnin í Kanada hefði beðið Indíánaþjóðirnar þar í landi (þ.e. þær sem eftir eru) afsökunar á yfirgangi og óréttlátu framferði yfirvalda gagnvart þeim.

Mic Mac Indíánar eru forn þjóð sem hefur átt sér aðsetur í Nova Scotia og meðfram ströndum norður Kanada síðan "manneskjan var sköpuð" eins arfsögn þeirra segir. Þeir eru sagðir hafa fundið upp Íshokkí sem þeir segja sama leikinn og ísknattleik norrænna manna til forna. Segja þeir leikinn svo svipaðan að norrænir menn (Íslendingar) hljóti að hafa lært hann af Mic Mac indíánum á ferðum sínum vestur um haf fyrr á öldum. Það verður að segjast að rökin fyrir þessu, sem er að finna á tenglinum hér á síðunni merktur "Knattleikur" helg íþrótt, eru afar sannfærandi.

Í Eskasoni dvaldist ég hjá þáverandi höfðingja sérlendunnar og var hann eini Mic Mac Indíáninn sem vitað var um að hefði náð að mennta sig að ráði og hafði hann náð í mastersgráðu frá háskóla í Halifax. Á sérlendunni bjuggu um 1500 manns og voru þeir flestir illa haldnir af alkóhólisma og öðrum kvillum sem þeirri sýki getur fylgt. Ég man að fyrstu dagana sá ég aldrei edrú mann eða konu á götum bæjarins. Allir nema höfðinginn og kona hans voru á stöðugu fylliríi. - Höfðinginn sagði mér  að allir væru á bótum frá ríkinu og allar bætur færu í að kaupa bjór. Börn og unglingar voru ekki undantekningar og allir reyktu.00aapic7284

Þegar ég hafði dvalist í rétt rúma viku meðal Mic Maccanna bárust mér þær fréttir frá Íslandi að faðir minn hefði látist á sjúkrabeði. Ég sagði konu höfðingjans fréttirnar sem ekki beið boðanna en hóf að elda súpu mikla í stórum potti. Ekki leið á löngu fyrr en fólk fór að drífa að. Ég hef ekki hugmynd um hvernig fréttirnar af láti föður míns bárust svona fljótt út á meðal fólksins, en það var allt komið til að sýna mér samúð sína og dveljast með mér í smá tíma. Stofa höfðingjahjónanna var stór og þegar best lét voru rúmlega 50 manns að sötra súpu á milli þess sem þau fullvissuðu mig um að faðir minn væri nú á betri stað í andaheimum þar sem ég mundi hitta hann þegar sá tími kæmi. Næstu þrjá daga hélt þessu fram frá hádegi og fram á kvöld. Ég er viss um að meira en helmingur þorpsbúa kom að heimsækja mig á þeim tíma. Og það ótrúlega var að það sást ekki vín á nokkrum manni.

Saga Indíána norður Ameríku eftir landnám hvíta mannsins er þyrnum stráð. Ég ætla ekki að tíunda hana hér enda hvorki efni né aðstæður til. En ég get ekki annað en fyllst samúð með málstað þeirra þegar þeir reyna að skýra hversvegna svo margir þeirra hafa ekki náð að samlaga sig háttum hvíta mannsins og látið menningu sína og mannlega reisn í skiptum fyrir deyfilyfið góða alkóhól.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband