Blóraböggullinn Dr. David Kelly og örlög hans.

davidkellyatweddingÉg kemst ekki hjá því að hugleiða örlög þessa manns. Fyrir fimm árum upp á dag, dvaldist David Kelly  (f. 17. Maí 1944)  í þessu sama húsi og ég er nú gestur í. Hann svaf í sama rúmi og ég hvílist í og umgekkst sama fólkið og ég spjalla við á hverju kvöldi. Dvölin hér í Cornwall ásamt konu sinni, í Júlí árið 2003 gerði honum gott að sögn ættmenna hans og vina. Fáir vissu hvar hann var og flestir hér um slóðir vissu ekki hver hann var. Hér eltu fjölmiðlarnir hann ekki á röndum, farsímasambandið er stopullt og hann notaði tímann til að undirbúa sig undir yfirheyrslur tveggja þingnefnda sem í vændum voru þ.á.m. The Intelligence and Security Committee. Hann var léttur í lundu og ræddi m.a. um brúðkaup dóttur sinnar sem fara mundi fram á næstunni og um framhald starfa sinna við efna og sýklavopnaleit í Írak.

Viku seinna eða 17. Júlí 2003 fannst  hann látinn, sitjandi undir tré í Harrowdown Hill, ekki langt frá heimili sínu í Oxford.

Dr. David Kelly, maðurinn sem var svo lágmæltur að það þurfti að slökkva á loftræsikerfinu í salnum þar sem hann var yfirheyrður af kokhraustum þingnefndarmönnum sem  fundu  hjá sér einkennilega þörf til að þjarma persónulega að honum. Og hvað hafði þessi mildi maður sér til sakar unnið?

Ekkert annað en að hafa reynt að koma í veg fyrir  innrásina í Írak með því að hvetja Íraka til að fara að kröfum Sameinuðu Þjóðanna um eyðingu sýkla og efnavopna og síðar að gefa í skyn að forsendur innrásarinnar í Írak hefðu verið vafasamar. Dr. David Kelly var afar vel metinn vísindamaður og þekktur fyrir störf sín í þágu breska ríkisins og seinna fyrir Sameinuðu Þjóðirnar. Hann var örverulíffræðingur og hafði getið sér gott orð við rannsóknir á efndum Sovétríkjanna á alþjóðasamningum um útrýmingu sýkla og efna vopna. Sú reynsla hans varð til þess að hann var skipaður sem einn af fremstu skoðunarmönnum Sameinuðu þjóðanna í Írak eftir Persaflóastríðið.

Hann var m.a. tilnefndur til Nóbels verðlauna og gerður að meðlimi í hinni virtu reglu The Most Distinguished Order of Saint Michael and Saint George fyrir framlag sitt og þjónustu við breska ríkið.

Meðal starfa Dr. Kelly var að vera tengill við fjölmiðla án þess þó að nafni hans væri haldið á lofti eða að myndir af honum væru birtar. Árið 2002 van hann mikið fyrir Defence Intelligence Staff við að setja saman skýrslu Joint Intelligence Committee um fjöleyðingarvopn Íraka sem síðan var notuð sem helsta átilla innrásarinnar að hálfu Breta 2003.  davidkelly_narrowweb__300x411,0  

Í skýrslunni var m.a. stuðst við framburð Íraks flóttamanns; Rafid Ahmed Alwan að nafni (leyninafn Bogabolti) sem leyniþjónustur Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands vissu að var afar vafasamur og óáreiðanlegur. Sá hélt því fram að Írakar réðu yfir færanlegum tækjabúnaði til að framleiða sýklavopn og þyrftu aðeins 45 mínútur til að koma þeim vopnum í skotstöðu.

Þessar sömu upplýsingar notaði Collin Powell yfirhershöfðingi USA einnig í ræðu sinni þegar hann reyndi 5. Febrúar 2003 að fá Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að gefa afdráttarlaust grænt ljós á innrásina í Írak. 

Dr. Kelly vissi að upplýsingarnar voru falskar og fjarri lagi. Það þekkti enginn betur til stöðu þessara mál í Írak en Dr. Kelly sem jafnframt þekkti alla þá bresk-menntuðu vísindamenn sem störfuðu fyrir Saddam Hussein.

Hann minntist í trúnaði á þessar falsannir skýrslunnar í samtali við Andrew Gilligan blaðamann BBC og gerði það á þeim forsendum að nafn hans yrði aldrei bendlað beint við málið. Þegar að Andrew sagði frá því opinberlega að Alastair John Campbell talsmaður Tony Blair hefði látið ýkja ýmiss atriði skýrslunnar til að blekkja hinn breska þingheim til að styðja innrásina í Írak hófst leitin að blórabögglinum. Fljótlega bárust böndin að Kelly, sérstaklega eftir að Gilligan hafði undir gífurlegu álagi ýjað að því að hann hefði lagt honum til  upplýsingarnar.

nbakerDM2110_468x305Morguninn 17. Júlí 2003 vann Dr. Kelly heimahjá sér við að svara emailum sem honum höfðu borist víðsvegar að og voru flest hvatningarorð vina hans eftir að yfirheyrslur þingnefndanna hófust. Um þrjú leitið sagði hann konu sinni að hann ætlaði í gönguferð líkt og hann gerði daglega. Þegar hann skilaði sér ekki aftur fyrir miðnætti tilkynnti kona hans lögreglunni um hvarf hans. Snemma morguninn eftir fannst hann sem fyrr segir látinn, sitjandi upp við tré á Harrowdown Hill. Svo virtist sem hann hefði tekið líf sitt. Í maga hans fundust 29 töflur af verkjalyfi (co-proxamol) auk þess sem hann hafði skorið sig á púls með hnífi sem hann hafði átt síðan í æsku.

Fljótlega komst upp kvittur að Dr. David Kelly hefði verið myrtur. Engin fingraför fundust á hnífnum. Sjúkraliðarnir sem sóttu líkið sögðu að lítið sem ekkert blóð hefði verð á staðnum sem er alveg í samræmi við umsagnir sérfræðinga um blóðrennsli úr slíkum sárum í köldu viðri. Krufning leiddi í ljós að lyfjaskammturinn hefði ekki verið nægur til að verða honum að aldurtila. Árið 1999 hafði Dr. David Kelly kynnst Bahai trú og nokkru seinna gerst Bahai. Í Bahai trú er lagst gegn sjálfsvígum.

Rannsókn málsins var fljótt tekin úr höndum lögregluyfirvalda og fengin í hendur sérstökum rannsóknarmanni á vegum ríkisstjórnarinnar; James Brian Edward Hutton. Í skýrslu Huttons kemur fram að um sjálfsvíg hafi verið að ræða, að enginn úr ríkisstjórninni geti talist ábirgur fyrir því á neinn hátt, að BBC hafi sýnt óvarkárni í að segja frá hvernig Íraks-skýrslan var í raun fölsuð og að Dr. Kelly hafi verið eini maðurinn ábyrgur fyrir að þeim upplýsingum var lekið í fjölmiðla.

 

 


Fíla blogg

elephant-standingEf þið hafið áhuga á að sjá eitthvað virkilega ótrúlegt þá ættuð þið að líta á þetta myndband frá Thailandi. Listafíll 

Fílar hafa í mörg ár heillað mig og eru án efa mín uppáhalds dýr. Þeir eru líffræðilega afar flóknar verur og sumt í hegðun þeirra hefur aldrei verið að fullu skýrt. Tennur þeirra eru svo verðmætar eins og kunnugt er, að þeir eru í útrýmingarhættu. Þeir eru eina dýrið sem ég veit um sem heilt þjóðland hefur verið nefnd eftir. (Fílabeinsströndin) Þeir hafa verið notaðir sem stríðsvélar og þungavinnuvélar og voru Indverjum og öðrum Asíuþjóðum þarfari þjónn en  hesturinn var þeim nokkru sinni.

Ég fann á blog.is blogg frá bloggvinkonu minni henni Steinunni Helgu Sigurðardóttur sem fílaunnendur gefðu gaman af að líta á, þ.e.a.s. þeir sem ekki hafa þegar gert það.

Svo fann ég eftirfarandi fróðleik á vefnum; 

elephant3Þrátt fyrir ákveðin líkamleg einkenni eru fílar hvorki náskyldir flóðhestum né nashyrningum. Þvert á móti er skyldleika að leita á allt öðrum stöðum í dýraríkinu.
Fílar nútímans lifa einir eftir af fjölda skyldra tegunda sem voru útbreiddar í stórum heimshlutum. Auk afrísku og indversku fílanna eru nú aðeins eftir tveir hópar tegunda þessara dýra. Annars vegar eru sækýrnar, sem skiptast í fjórar tegundir, sem allar hafast við í hitabeltinu í karabíska hafinu og við strendur Afríku og Ástralíu. Sækýr geta orðið allt að tvö tonn. Rétt eins og fílarnir eru sækýrnar hægfara jurtaætur. Skyldleikann má m.a. sjá á afar sérstæðri tannskipan. Karldýr sumra tegunda hafa t.d. stuttar skögultennur, samsvarandi skögultönnum fíla.
Það má sem sagt á sinn hátt skynja skyldleikann milli fíla og sækúa. Hitt kemur meira á óvart að bjóða skuli afrískum kletta- og trjágreifingjum á þetta ættarmót. En aftur er það sérstæð tannskipan sem afhjúpar skyldleikann. Framtennurnar hafa þróast í stuttar skögultennur sem að vísu standa ekki út úr munninum. Jaxlarnir eru stórir og flatir. Ættartengslin hafa líka á síðustu árum verið staðfest með greiningu á erfðaefni, bæði í frumukjörnum og orkukornum. Þær rannsóknir sýna sameiginlega forfeður.


Ólafsvíkur-Kalli og ástin

image93Fyrir margt löngu dvaldist ég í  nokkra mánuði á Neskaupstað. Ég fékk vinnu í SÚN og var svo "heppinn" að fá pláss í aðgerðar-genginu eins og það var kallað. Aðgerðar-gengið var saman sett (fyrir utan mig) af almestu harðjöxlum sem ég hef nokkru sinni fyrir hitt á ævinni. Þeir gátu staðið við og slægt fisk í 12-16 tíma hvern dag og aðeins nærst þann tíma  á svörtu kaffi og matarkexi sem þeir skelltu í sig í reykpásunum.

Ég var á hrakólum með húsnæði og einn úr gengnu bauð mér að leigja með sér herbergi ekki langt frá  skemmunum þar sem gert var að. Ég þáði það og þannig atvikaðist að ég gerðist herbergisfélagi Karls Guðmundssonar eða Ólfasvíkur-Kalla eins og hann var oft kallaður. Karl var án efa einn þekktasti slarkari sem Ísland hefur af sér alið og um svaðilfarir hans er að nokkru fjallað í bók Jónasar Árnasonar um Kristófer kadet í hernum "Syndin er lævís og lipur".  

_856180_cod300 Nú vildi þannig til að ég hafði lesið bókina en samt kom ég Karli ekki fyrir mig til að byrja með og þekkti ekki manninn sem hafði blásið lífið í hálfdrukknaða völsku-rottu eftir að hafa bjargað henni úr ísilagðri höfninni í Helsingi í Finnlandi eða bjargað lífi arabísks auðkýfings og þegið að launum fulla höll af Gini. Okkur kom ágætlega saman mér og Kalla, ekki hvað síst eftir að hann frétti að að faðir minn væri líka Ólsari. Karl sem var að rembast við að vera edrú þótt hann væri afar illa haldinn af langvarandi Alkóhólisma, sá um matargerðina. en ég um þvotta og þrif.  Hann eldaði slatta af sveskjugraut og plokkfiski sem síðan var haft í alla mata á meðan entist.  Þegar þraut, eldaði Kalli nýjan skammt. Þetta gekk í nær þrjá mánuði, allt haustið 1971 og fram á aðventuna.

borovitsky_drunkardUm miðjan Desember kom ónefnd fleyta úr siglingu frá Bretlandi hlaðin varningi. Brátt flaut allt í víni og bjór og aðgerðargengið leystist upp. Kalli sem hafði þá verið þurr í fjóra mánuði kolféll og varð fljótt svo veikur að hann gat ekki staðið í fæturna. Hann lagðist því í fleti sitt og drakk þar. Ég hjálpaði honum af og til á salernið og bar honum mat en þess á milli var hann oftast í einskonar deleríum móki. Við hliðina á rúmi hans var kassi af Vodka sem hratt gekk á. Stundum um nætur vaknað Karl upp og vildi þá ræða trúmál og heimsspeki. Hann var ágætlega lesinn en hafði komið sér upp heimatilbúnum frösum um öll mál sem hann mælti fram og þá voru málin afgreidd að hann hálfu.

Eina nóttina lá ég í rúmi mínu og las. Allt í einu reis Karl upp við dogg og sagði fyrirvaralaust og ákveðið;" Ástin er skítalykt". Ég var aðeins sautján ára og ekki í stöðu til að andmæla þessari speki mikið. "heldurðu það" svaraði ég en hugsaði jafnframt með mér að líklega hefði Kalli farið illa út úr samskiptum sínum við konur um ævina. "Nei ég veit það," hélt Kalli áfram. "Það er ekki fyrr en þú þolir skítalyktina af konu að þú getur sagt að þú elskir hana." bætti hann svo við og teygði sig eftir flösku, tók af henni gúlsopa, lagðist svo niður aftur og var brátt farinn að hrjóta. Hann skildi mig eftir með þessa lífsspeki sem hefur verið að pirra mig síðan.


Trúir þú á drauga - Frægasta Draugaljósmyndin

Fredy JacksonÞetta er án efa þekktasta draugamynd í heimi. Myndin er tekin árið 1919 en var ekki birt opinberlega fyrr en árið 1975. Myndin var tekin af Sir. Victor Goddard foringja í breska flughernum. Ljósmyndin er af flugsveit Sir Goddards sem þjónað hafði um borð í HMS DAEDALUS í fyrri heimsstyrjöldinni. Á myndinni birtist auka andlit að hálfu hulið en samt afar greinilegt. Á bak við flugmanninn sem er fjórði frá vinstri í efstu röð er að sjá andlit manns sem ekki átti að vera á myndinni. Það er sagt vera af manni sem hét Freddy Jackson, flugvirkja sem dáið hafði tveimur dögum áður en ljósmyndin var tekin, þegar að flugvélarhreyfill skall í höfuð hans. Útför Freddy var gerð sama dag og myndin var tekin. Allir meðlimir sveitarinnar sem fengu myndina eða sáu hana staðfestu að þetta væri andlit andlit Freddys.

 


Hér er Guð um Dyaus Pitar, frá Zeus til Júpiters

fingerstouchblbrsmÉg varð snemma þeirrar skoðunar að ef til væri Guð, væri það sami Guð sem fólk tilbað hvar sem það var statt á jörðinni og hvaða nafni sem það nefndi Hann. Ég varð þess einnig fullviss að þessi sami Guð hafði verið ákallaður allt frá því að heili mannsins varð nægjanlega stór til að geta rúmað hugsun um hann og málfærin nógu þroskuð til að nefna hann.

Hinn upphaflegi Guð Aria var þekktur var meðal allra Indó-Evrópskra þjóða. Nafn hans var Dyaus Pitar (Guðlegi Faðir) sem er sama og gríska heitið Zeus Pater, eða  Júpiter og Desus á Latínu. Forn-germönsku er nöfn hans eru Tiu eða Ziu, og á norsku Tyr. Önnur nöfn hans voru; Hinn himneski (Á sanskrít Varuna, grísku Ouranos) eða Vinurinn (sanskrít Mitra, persnesku Mithra). Með líkingum og dæmisögum var öðrum nöfnum smá saman bætt við. Hann var kallaður „Sunna“ „ Hinn máttugi“ og  „Vörður reglunar“.  Hinn helgi logi eða eldur“ (Á sanskrít Agni, á Latínu Ignis, á Grísku Hagnos), sem notaður var við tilbeiðslu og fórna,  vakti með fólki sterkar kenndir og honum voru fljótlega eignaðir guðlegir eiginleikar. People%20Listening%20Around%20Globe

Víst er að söguþulir krydduðu sögur sínar og eignuðu Guði ýmsar mannlegar kenndir. Sögurnar voru kryddaðar með ást og afbrýðisemi, stríði og drykkjulátum og goðsagnirnar urðu til. Jörðin varð að brúður Guðs og dró sem slík að sér eigin fylgjendur sem tilbáðu hana sem „himnadrottninguna“ sem brátt varð einnig að frjósemigyðju. Þar sem ritmál var ekki til og engir spámenn Guðs komu fram til að viðhalda átrúnaði hans, varð til fjölgyðistrú. Jafnvel í sterkum eingyðistrúarbrögðum eins og Gyðingdómi, Kristni og Íslam er hægt að finna dæmi um hversu fljótt eingyðistrú spillist og verður að fjölgyðistrú. Fjölgyðistrú á meðal Grikkja og Aría eru vitnisburður um uppfinningasemi sagnaþula en ekki sönnun um að eingyðistrú til forna hafi ekki verið ástunduð.


Enn um fimm merkustu konur sögunnar

Enn er dálítið að bætast við athugasemdahalann þar sem ég bið lesendur að nefna fimm merkustu konur heims og styðjast að sjálfsögðu aðeins við eigið álit. Margir hafa þegar tjáð sig og margar konur verið kynntar til sögunnar svo úr verður hin athyglisverðasta lesning, sérstaklega ef fólk nennir að fletta (googla) upp þeim konunöfnum sem þeir ekki þekkja. Ég skora aftur á sem flesta að taka þátt í þessari óformlegu könnun sem ég ætla að gera nánari skil eftir að athugasemdafresturinn er liðinn.

Hvernig á að búa til gott te

  1. Fyllið ketilinn af köldu fersku vatni. tea
  2. Hitið ílátið og látið tepokann í bollann eða tekönnuna.
  3. Látið vatnið sjóða og hellið því síðan í bollann eða tekönnuna og hrærið í.
  4. Bíðið í  2-3 mínútur og allt upp í sex mínútur ef tekannan er stór. Þessi bið er mikilvægasti þáttur tegerðar. Teið er ekki tilbúið þótt bæði litur og kaffín hafi borist út í vatnið nánast strax. Sjálft bragð tesins tekur lengstan tíma að berast út í vatnið. Nauðsynlegt er að halda teinu heitu þann tíma sem beðið er eftir bragðinu.
  5. Hellið teinu í bolla (ef tekanna er notuð) 
  6. Næst er sett sætuefni (sykur, hunang) í teið ef þú notar það á annað borð og hrært í. Ef þú notar mjólk er henni bætt í síðast og aftur hrært í. 

 Ef þú ert ekki sammála þessu þá getur þú spreytt þig á tegerðarprófinu hér.

 

 


Demi-guðir á Íslandi fyrir 38 árum. Varst þú þar?

alla1970 þegar hippamenningin stóð sem hæst hér á Íslandi, komu demi-guðirnir í Led Zeppelin til landsins og léku fyrir 2.5% af þjóðinni, (meðal hans undirritaðan) sem var ekki minna en 5000 manns í Laugardagshöll. Ferðin til Íslands hafði varanleg áhrif á sveitina því á meðan dvöl hennar stóð á landinu samdi Robert Plant textan við eitt þeirra frægasta lag Immigrant song.

Úr Söngleiknum "ÉG elska alla"  

Robert sagði í viðtali um tilurð textans; We went to Iceland, and it made you think of Vikings and big ships... and John Bonham's stomach... and bang, there it was - Immigrant Song!

Textinn fjallar að sjálfsögðu um Ísland og Leif Eiríksson og var frumflutt á tónleikum Í Bath á Englandi,  aðeins sex dögum eftir tónleikana á Íslandi.  Lagið kom út á plötu þeirra Led Zeppilin III og var yfirleitt opnunarlag þeirra á tónleikum eftir það. Hér kemur þessi frægi texti sem sýruhausarnir brutu svo mikið heilann yfir "hvað þýddi í raun og veru".

Ah, ah,Led_Zeppelin_on_stage_1977
We come from the land of the ice and snow,
from the midnight sun where the hot springs blow.
The hammer of the gods
Will drive our ships to new lands,
To fight the horde, singing and crying:
Valhalla, I am coming!
On we sweep with threshing oar,
Our only goal will be the western shore.
Ah, ah,
We come from the land of the ice and snow,
from the midnight sun where the hot springs blow.
How soft your fields so green,
Can whisper tales of gore,
Of how we calmed the tides of war.
We are your overlords.
On we sweep with threshing oar,
Our only goal will be the western shore.
So now youd better stop and rebuild all your ruins,
For peace and trust can win the day
Despite of all your losing.

Hér er sjónvarpsfréttin af komu þeirra til landsins og viðtal við Robert Plant.

 


Fimm merkustu konur allra tíma

elizabeth_levina_teerlingmotherofgodTeresaPrincess_of_Walesd7b66a6a3ba13821

Umræðan um jafnrétti heldur áfram sem betur fer því margir segjast sjá þess merki að enn hafi ekki náðst fullt jafnrétti kynja á Íslandi þrátt fyrir löggjöf og reglugerðir sem áttu að tryggja það. Hvað veldur?  Er t.d. möguleiki að konum skorti fyrirmyndir?

Þegar spurt er; hverja þú mundir telja fimm merkustu karlmenn heims, fyrr og síðar, skortir ekki svörin hvorki hjá körlum eða konum.

Kristur og Napóleon, Gandhi og Alexander Mikli, Sókrates og Shakespeare eru meðal þeirra sem títt eru nefndir. Af nægu er að taka, stórmennin eru mörg og skoðanir manna fjölbreyttar.

En ef fólk er beðið að nefna fimm merkustu konur allra tíma, vefst mörgum tunga um tönn. Þegar búið er að nefna mömmu og eiginkonuna koma yfirleitt þekktar leikkonur eða stjórnmálakonur síðustu aldar helst upp í hugann.

Til að sanna eða afsanna þessa kenningu langar mig að efna til smá könnunar meðal lesenda þessa pistils. Ég skora á ykkur að nefna í réttri röð þær sem ykkur finnst vera fimm merkustu konur allra tíma. Ekki er nauðsynlegt að rökstyðja svarið sérstaklega en ef konurnar eru ekki kunnar er vel við hæfi að birta stutta skýringu. Fróðlegt verður einnig að sjá, ef þátttakan verður góð, muninn á þeim sem karlar velja og þeim sem konur velja. Ef ástæða er til mun ég vinna úr svörunum og birta þær niðurstöður fljótlega.

Indira Ghandicurie070627_thatcher_vmed_12p_wideccleopatra_Alexandrina-Victoria-Hanover

 

 


Mikilvægustu myndir sem nokkru sinni hafa verið teknar

Hubble Deep Field myndir. Þú hefur aldrei fyrr séð það sem þú sérð á þessu myndbandi.


Yngsta móðir heims

medinaStundum heyrir maður sögur sem eru svo ótrúlegar að maður afskrifar þær sem flökkusögur án umhugsunar. Þannig var um söguna af Linu Medinu, ungu stúlkunni frá Perú sem sögð er yngsta móðir heimsins. En hún reyndist sönn. Hér er ágrip af sögunni. 

Nafn hennar var Lina Medina og hún átti heima í Andesfjöllum í Perú, nánar tiltekið þorpi sem heitir Tiktapó. Foreldrar hennar héldu til að byrja með að hún hefði stórt innvortis æxli og var hún um síðir lögð inn á sjúkrahús í Líma.  Þar ól hún þriggja kg. sveinbarn sem tekið var með keisaraskurði. Lina átti barn sitt þann 14. Maí árið 1939 og var þá sjálf aðeins fimm ára gömul.

Ekki hægt segja flestir í vantrú. Hvernig getur fimm ára stúlka haft það sem nauðsynlegt telst líkamlega til að ala barn.

Faðir Linu var handtekin og haldið um tíma grunaður um sifjaspell en var fljótlega sleppt vegna skort á sönnunum. Yfirvöldum tókst aldrei að feðra barnið og Lina sagði aldrei frá því hver hafði gert henni barnið. Margir gerðu ráð fyrir að faðir hennar væri sökudólgurinn án þess að taka til þess tillit að margir aðrir karlmenn sem bjuggu í grennd við hana gátu hafa átt við hana mök.  Medina 2

Við læknisrannsóknina sem Lina undirgekkst eftir fæðinguna kom í ljós að hún hafði haft tíðir frá því að hún var þriggja ára. Læknirinn sem annaðist hana, Escomel að nafni, sagði að hún væri haldin sjaldgæfum hormónasjúkdómi sem gerði hana líkamlega kynferðislega bráðþroska. Að öðru leiti var hún eins og aðrar stúlkur og vildi t.d. frekar leika sér að dúkkunni sinni en við eigið barn.

Geardo sonur Linu var alinn upp í þeirri trú að hann væri bróðir hennar og var orðin tíu ára þegar hann komst að sannleikanum eftir að hafa verið strítt í skólanum á því að systir hans væri mamma hans. Fertugur að aldri dó Gerardo úr beinmergsjúkdómi.  Lina gifti sig mörgum árum seinna og eignaðist þá annan son 38 átta ára að aldri.

Í læknaskýrslu Linu er til þess tekið að hún var að fullu kynþroska og með fullþroskuð brjóst. Þótt hún hafi verið að öðru leiti bæði líkamlega og andlega fimm ára. Læknarnir sögðu að ekki væri útilokað að kynþroski hennar gæti hafa stuðlað að "misnotkun" hennar og að hún hafi sýnt merki kynlöngunar sjálf.

Fyrri myndin sýnir Linu þegar hún var sjö og hálfan mánuð á leið  og hin myndir er tekin þegar Gerado var ellefu mánaða.  

 

 

 

 


Afganistan, aldrei fleiri bandamenn drepnir

011112_afghanistanPótintátar tólfta stríðsins, tórandi enn á meðal lýðsins, vissu orðið ekki par, út af hverju stríðið var. 

Þessar ljóðlínur úr "Síðasta blóm í heimi" komu upp í huga minn við að lesa frétt um að Bush Bandaríkjaforseti hefði "viðurkennt" í gær að síðasti mánuður í Afganistan hefði verið Bandamönnum erfiður (Tough).

Í síðasta mánuði missti bandaríski herinn fleiri hermenn í Afganistan en nokkru sinni áður eftir að stríðið hófst. 

Bush sagði að ástæðan væri að "herdeildir okkar eiga í erjum við erfiða óvini."  

Afghanistan%20-%20Senlis%20CouncilBush sem ávarpaði blaðamenn  í Rósagarðinum við Hvíta húsið sagði að "mánuðurinn hefði líka verið erfiður fyrir Talibananna" og hann væri að láta athuga veðrið til að sjá hvort ekki væri hægt að fljúga fleiri hermönnum inn.

 


Hippar

6a00d8341c717753ef00e54f4e72198834-800piÍ sumar eru fjörutíu ár liðin frá því að hipparnir urðu að alþjóðalegu fyrirbæri og ´68 kynslóðin varð til. Hippar voru hluti af menningarlegri byltingu sem átti sér stað fyrst í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. "Fyrirbærið" var getið af vaxandi óánægju ungs fólks í Bandaríkjunum með Viet Nam stríðið.

Hippar voru aðallega hvítir táningar og ungt fólk sem átti það sameiginlegt að vera illa við og vantreysta hefðbundnum miðstéttargildum. Þeir höfnuðu viðteknum aðferðum stjórnmála og samfélagsins en leituðu þess í stað á vit hugmynda frá austrænum trúarbrögðum, sérstaklega Búddisma.

Margir hippar litu á ofskynjunarlyf eins og Marijúana og LSD (lysergic acid diethylamide),sem leið til að flýja það samfélag sem þeir sættu sig ekki við og til að útvíkka þeirra eigin vitund. Forverar hippana voru hin svo kallaða Beat kynslóð sem kvað sér hljóðs upp úr 1955 með skáldið Allen Ginsberg í fararbroddi sem hipparnir tóku upp á sína arma og gerðu að hetju. Hin uber cool svartklædda Beat kynslóð hélt sig til hlés og var andsnúin þátttöku í stjórnmálum en hipparnir voru aftur á móti háværir og  litskrúðugir.  Berfættir með sítt hárið og í flagsandi mussum andmæltu þeir ríkjandi skipulagi fullum hálsi. -

hippies5Andstaðan við Viet Nam stríðið var málstaðurinn sem sameinaði þá til að byrja með. Ásamt mótmælagöngum og setum, notuðu hipparnir listgreinar, útileikhús, tónlist og myndlist til að koma óræðum skilaboðum sínum á framfæri. Þjóðlagatónlist og ekki hvað síst rokk eins og hljómaði af Bítlaplötunni Sergeant Pepper's Lonely Hearts Club Band voru afar áhrifaríkir þættir hippamenningarinnar.

Í Bandaríkjunum náði hippamenningin flugi strax árið 1967 með miklum tónleikum sem haldnir voru í Gate Park og þar með hófst hið svo kallað "sumar ástarinnar". Sá atburður átti hvað stærstan þátt í að kynna hippalífstílinn og varð til þess að þúsundir ungs fólks hvaðanæva úr Bandaríkjunum flykktust til  San Francisco, með blóm í hárinu eins og Scott McKenzie's söng um í lagi  John Phillips "San Francisco," sem varð að einskonar þjóðsöng hippanna. Árið 1969, komu meira en 500,000 manns saman á  Woodstock tónlistar og lista hátíðinni í Bethel, New York, sem í margra augum er hátindur hippamenningarinnar. 

Hippamenningin átti sér sínar dökku hliðar sem náðu talvert lengra en vanþóknun "almennings" á frjálsum ástum hippanna. Neysla eiturlyfja var algeng á meðal þeirra og lífsmáti þeirra bauð ekki upp á venjubundið öryggi heimilislífsins sem margir töldu að væri börnum nauðsynlegt.

hippies6Upp úr 1975 var hippahreyfingin í rénum þótt margir af þáttum hennar, sérstaklega klæðaburðurinn og tónlistin væru væru almennt meðteknir.

 Rót sjötta áratugarins sem skapaði hippa-jaðarmenninguna var afstaðið og eftir að Viet Nam stríðinu lauk fjaraði fljótt undan henni. Þegar að Punkið og Diskóið hélt innreið sína voru hippar oft álitnir gamaldags uppdagaðir furðufuglar. Arfleyfð þeirra, hugmyndirnar um ást, frið og frjálst samfélag áttu samt eftir að lifa og hafa fundið sér farveg í svokallaðri Ný-hippa hreyfingu sem finna má í menntaskólum og háskólum víða um heim í dag.

Táknið sem varð að skjaldarmerki hippana var "friðarmerkið" svo kallaða. Það var upphaflega hannað af Gerald Holtom árið 1958 fyrir bresku friðarhreyfinguna Direct Action Committee Against Nuclear War sem eins og nafnið bendir til beytti sér fyrir afvopnun kjarnorkuvopna. Táknið myndar stafina N og D sem stendur fyrir Nuclear Disarmament. large_peace_symbol

Andstæðingar hippahreyfingarinnar fundu henni allt til foráttu og sögðu meira að segja táknið sem hún notaði "andkristið". Bent var á að þar væri á ferð gamalt galdratákn sem kallað var Nornarkló. Væri þá krossinn tekinn og armar hans brotnir upp á við og honum síðan snúið á hvolf.

 

Orð í belg frá hippum á öllum aldri vel þegin, sérstaklega ef þau eru um hippaárin hér á Íslandi.

 

 


Íranar viðbúnir innrás í landið

Íranar hafa hafið að grafa 320,000 grafir í landamærahéröðum sínum sem þeir segja vera fyrir óvinahermenn ef landið verður fyrir árás.  "Til að fullnægja Genfar sáttmálanum ... hafa nauðsynlegar ráðstafnir verið gerðar til að grafa óvinahermenn " er haft eftir Mehr fréttaveitunni sem vitnaði í orð yfirhershöðingjans Mir-Faisal Bagherzadeh.

"Við áætlum að grafa 15.000  til 20,000 grfir í hverju landamærahéraði eða alls 320. 000 þar sem sumar verða óefað fjöldagrafir.   

slim-pickens_riding-the-bombHr. Bagherzadeh sagði að Íran vildi gjarnan "minka þjáningar fjölskyldna þeirra sem munu falla í árás á land okkar ...og koma í veg fyrir langar og bitrar deilur eins og urðu í kjölfarið á Viet Nam stríðinu."

Ummæli hans koma í kjölfarið á yfirlýsingum Bandaríkjamanna um að þeir áskilji sér allan rétt til að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að Íran eignist kjarnakljúfa sem þeir óttast að hægt verði að nota til að þróa kjarnavopn.

Ummælin eru líka túlkuð sem svar við ummælum ísraelskra embættismanna sem töluðu um að þeir væru staðráðnir í að koma í veg fyrir að Íran fengi kjarnavopn.

Haft er eftir fyrrverandi yfirmanni Mossad, leyniþjónustu Ísraela, að Ísrael hefði eitt ár til að eyðileggja kjarnorkuverkefni Írana.

Shabtai Shavit sagði London Weekly að í versta falli mundi  Tehran ráða yfir kjarnavopnum innan árs.

"Tíminn er ætíð að verða skemmri '' sagði hann við Sunday Telegraph.

Ísraelar eru eina, (þótt ekki hafi þeir sjálfir staðfest það,) ríkið í miðaustur löndum sem ráða yfir kjarnavopnum.
 

Af miðaldaviðhorfum til Apa

Mennirnir hafa gengið þessa jörð í einu eða öðru formi í tvær milljónir ára. Með fornleyfafræðinni getum við séð inn í heim fornmanna en lítið er vitað um hvernig þeir hugsuðu. Það eru aðeins rétt fimm þúsund ár síðan að við loks fórum að skrifa niður hvernig við sjáum umheiminn.  Það er jafnframt ljóst að hugmyndir okkar um heiminn og hvernig hann er samansettur hafa breyst meira á síðustu 200 árum en þær hafa gert frá því að söguritun hófst.formamma

Þegar við sjáum apa í dag sjá flestir líffræðilega fjarskyldan ættingja. Þróunarkenningin sem reyndar á birtingarafmæli um þessar mundir, kennir að annað hvort séu menn komnir af öpum eða að apar og menn eigi sér sameiginlegan forföður.

En hvað vissu menn um apa fyrir okkar tíma áður en við lærðum að beita vísindalegum aðferðum til að rannsaka þá og hegðun þeirra. Hvernig litum við á apa fyrir 2000 árum. Samkvæmt þeim heimildum sem mér eru kunnar var myndin eitthvað á þessa leið:

Aapaynja elur ætíð tvíbura. Annan tvíburann elskar hún en hinn hatar hún . Þegar hún fer um, ber hún þann sem hún ann á örmum sínum, hinn verður að hanga á henni eftir bestu getu. Þegar að apaynjan er elt af veiðimanni, verður hún fljótt móð á hlaupunum með tvíburana báða á sér. Þegar húná á  hættu að verða fönguð, sleppur hún unganum sem hún ann og bar á örum sér til að sleppa, en sá sem hún ekki hirti um heldur áfram að hanga á henni og verður hólpinn.             

Til eru fimm tegundir apa. Hin fyrsta er kölluð cericopithicus og hefur sú rófu. Önnur hefur gróft hár og er kölluð  sphinx. Hárið er  óstrítt og ekki villt. Þriðja tegundin er cynocephalus, sem hefur höfuð eins og hundur og langa rófu. Fjórða tegundin er  satyrus, sem er fjörug og hefur vingjarnlegt andlit. Fimmta tegundin er nefnd callitrix og hefur sú langt skegg á ílöngu fésinu og er með breiða rófu. Apar eru hamingjusamir þegar máninn er fullur en verða daprir þegar mánann þverr. Á jafndægri pissa þeir sjö sinnum. Apar eru sagðir vera skítugar og ljótar verur með hrukkótt fés. Sérstaklega er afturhluti þeirra hræðilegur.  

Apinn er lagður að jöfnu við skrattann. Sagt er að hann sé eins og eins rófulaus api, að hann hafi höfuð en enga rófu og hafi fyrirgert henni að eilífu. 

Heimildarmenn mínir eru þessir; Dæmisögur Esóps, Pliny Eldri, Ísadóra frá Seville og Richard de Fournival

 

Saga af barnum

guinnes20pint20glass 

Tveir menn sátu hlið við hlið á O´Murphy’s pubbanum í London.

Eftir nokkurn tíma lítur annar þeirra á hinn og segir; Þegar ég heyri þig tala get ég ekki annað en ályktað að þú sért frá Írlandi.

Það er ég svo sannarlega, svaraði hinn hreykinn.

Ég líka, hrópar sá fyrri. Og hvaðan af Írlandi gætir þú verið, héllt hann áfram.

Ég er frá Dublin, svo sannarlega, svarar hinn.

Detti af mér allar dauðar lýs, ég er frá Dublín líka. Við hvaða götu bjóstu?

Hinn svarar; Í Yndislega friðsömu hverfi. Ég bjó skal ég segja þér við McCleary stræti, í gamla miðbænum.

Móðir María og allir hennar englar, svarar sá fyrri, Þetta er lítill heimur. Þarna bjó ég líka. Í hvaða skóla gekkstu?

Skóla, sjáum nú til, Heilagrar Maríu auðvitað, svarar hinn.

Sá fyrri verður nú verulega upprifinn og segir með ákafa; Og , og hvenær útskrifaðist þú?

Sá seinni svarar; Sjáum nú til, ég útskrifaðist.... árið 1964.

Sá fyrri hrópar nú yfir sig; Drottinn hlýtur að brosa við okkur núna, ég get varla trúað hversu heppnir við erum að enda uppi saman hér í kvöld. Ég útskrifaðist líka frá skóla Heilagrar Maríu árið 1964.

Inn gengur Vicky og fær sér sæti við barinn og pantar sér drykk.

Barþjóninn Brian, gengur yfir til hennar hristir höfðið og tuldrar; Þetta verður langt langt kvöld í kvöld. 

Afhverju segirðu það, Brian spyr Vicky 0502ananova

Murphy tvíburarnir eru aftur fullir.


Súfismi og dansandi Dervisar

Einu sinni var kona sem heyrði um hinn himneska ávöxt. Hún þráði hann.

Hún spurði  dervish einn, sem við getum kallað Sabar.

Hvernig get ég fundið þennan ávöxt svo ég öðlist þekkingu þegar í stað?

‘Best væri fyrir þig að leggja stund á nám hjá mér, svaraði hann. En ef þú vilt það ekki verður þú að ferðast um heiminn og una þér hvergi hvíldar uns þú finnur það sem þú þráir.

Hún yfirgaf Sabar, og leitaði að öðrum, Arif hinum vitra, síðan að þulnum Hakim og þá að vísindamanninum Halím og marga fleiri leitaði hún upp.  

Þrjátíu ár liðu án þess að hún fyndi nokkuð. Loks kom hún að garði. Og í garðinum stóð tré himnaríkis og í greinum þess hékk hinn himneski ávöxtur.

Og standandi upp við tréð stóð dervisinn Sabar, sá er hún hafði fyrst leitað til.

Hversvegna sagðir þú mér þegar við hittumst fyrst að þú værir sá sem gættir  hins himneska ávaxtar spurði hún.

‘Vegna þess að þú hefðir ekki trúað mér svaraði Sabar, og þar fyrir utan  ber tréð ávexti á aðeins þrjátíu ára og þrjátíu daga fresti.

 

800px-Sudan_sufisÞetta er saga sem er rakin til svo kallaðra Súfía. Súfíar eru dulspekingar sem tilheyra Íslam og dulspekin sjálf er kölluð súfismi. Dulspekin byggist á því að þótt Íslam kenni að allir séu á leið til að nálgast Guðs og muni vera með Honum á "drottins degi", trúa Súfíar að hægt sé að nálgast Hann á meðan við erum enn á lífi. Markmið þeirra er að geta sleppt öllum hugmyndum um aðskilnað, þar á meðal hugmyndinni um eigið sjálf, til þess að geta upplifað sameiningu við Guð.

Súfíum er kennt í litlum hópum sem Súfí meistari hefur tekið að sér. Þeir nota mikið dæmisögur og táknfræði í lærdómi sínum og halda því fram að þýðing alls sé aðeins skilin í gegnum sjálfskönnun og sjálfsþekkingu.

Þótt finna megi mismunandi áherslur í heimspeki þeirra eftir reglum, er fjallar allur Súfismi um hina persónulegu upplifanir og reynslu og sem slíkur er sambærilegur við aðrar tegundir dulhyggju.

WhirlingDervishesFlestir kannast við hinna dansandi dervisa. Dervisi er annað nafn fyrir Súfía. Þessi siður að dansa í hringi uns þú fellur í trans var þróaður af Súfíum í Persíu. Í raun er þetta einskonar íhugunar aferð þar sem þeir reyna að yfirstíga sjálfið og mannlegar kenndir til að nálgast hið guðlega. Þeir segjast líkja eftir spuna himintunglanna og jafnvel atómanna með hringdansi sínum og þannig túlka bæði micro og macrokosmos í senn.


Andadansinn og Undað Hné

Eftir 1890 þegar að ljóst var að hvíta manninum hafði tekist að sölsa undir sig lendur Indíána í Norður Ameríku fyrir fullt og allt, flæma þá sjálfa frá lendum sínum í sérlendur eða hreint út drepa þá, varð til skammvinn andspyrnuhreyfing meðal Indíána, einskonar dauðkippur menningar þeirra sem var í þann mund að hverfa. Hreyfingin var kölluð Andadans. (Ghost Dance) Upphafsmaður Andadansins hét Wovoka og var af ættbálki Paiuta Indíána. Hann fékk einhverskonar vitrun eða köllun sem hann birti Indíánaþjóðum samnkomnum á þjóðamóti í Nevada í eftirfarandi bréfi.

Nevada, Ágúst 1891

Þegar þið komið heim verðið þið að dansa stanslaust í fimm daga. Dansið í fjórar nætur og að morgni fimmta dag baðið ykkur í ánni og yfirgefið síðan heimili ykkar. Allir verða að gera það sama.

ghst-dncÉg Jack Wilson (Nafn sem hvítir gáfu Wovoka) elska ykkur öll og hjarta mitt er fullt af gleði vegna gjafanna sem þið gáfuð mér.  Þegar þið komið heim mun ég gefa ykkur góð ský sem mun láta ykkur líða vel. Ég mun gefa ykkur góðan anda og ég mun gefa ykkur góðan farða. Ég vil að þið komið til baka eftir þrjá mánuði, einhverjir frá hverjum ættbálki. Þetta árið mun verða talsverður snjór og einhver rigning. Í haust mun verða slík rigning að annað eins hefur aldrei sést.

Afi segir; þegar að vinir þínir deyja, máttu ekki gráta. Þú mátt ekki meiða nokkurn mann eða gera nokkrum mein. Gerið ætíð rétt. Ég mun gefa ykkur fullnægju í lífinu. Þessi ungi maður á góðan föður og góða móður.

Segið ekki hvíta fólkinu frá þessu. Kristur gengur nú á jörðinni. Hann kom líkt og ský. Hinir dauðu hafa risið. Ég veit ekki hvenær þeir verða hér, kannski í haust eða með vorinu. Þegar tíminn kemur munu verða meiri veikindi og allir verða ungir aftur.

Ekki neita að vinna fyrir hina hvítu og ekki valda neinum vandræðum á meðan þú dvelur á meðal þeirra. Þegar jörðina skekur, óttastu ekki. Hún mun ekki skaða þig.

Ég vil að þið dansið á sex vikna fresti. Gjörið ykkur glaðan dag, dansið og gjörið mat svo allir megi matast. Baðið ykkur síðan í vatni. Þetta er allt. Þið munuð fá góð orð frá mér einhvern tíman aftur. Ekki ljúga.

Wovoka.

ghostdance2Þegar að þessi boðskapur fór að breiðast út breyttist hann fljótlega í meðförum Indíána og ekki hvað síst á meðal hvítra. Útkoman var sú að Wokova var álitin boða endalok heimsins, jörðin mundi farast og ný jörð rísa úr sæ ekki ólíkt því sem lýst er í hinni íslensku Völuspá. Hvíti maðurinn mundi farsat undir fimm mannhæða háu aurflóði og Indíánarnir mundu erfa jörðina. Buffalóarnir og Antilópurnar mundu snúa aftur og forgengnir forfeður þeirra mundu ganga jörðin aftur sem yrði frí af sjúkdómum, sulti og ofbeldi. Paradís á jörð eins og margir kristnir sáu hana, nema að í henni voru engir kristnir, aðeins Indíánar.

Sagt var að sýn Wovoka hefði birst honum þegar sólmyrkvi gekk yfir landið og jafnframt þjáðist hann af mikilliNAW5 hitasótt. Til þess að þessi heimsendi gæti átt sér stað yrðu Indíánar að hreinsa sig af öllu illu, (sérstaklega alkahóli hvíta mannsins) og iðka heiðarleika og frið á milli sín sjálfra innbyrðis og líka gagnvart hvíta manninum.

Þeir sem stjórnuðu sérlendum Indíána vítt og breitt um Bandaríkin stóð ógn af þessum nýfundna eldmóð Indíána. Þrátt fyrir að boðskapur Indíána dansins hafi verið að grunni til friðsamlegur sáu þeir hann sem "villtan og brjálaðan" og kvöddu til hermenn til verndar landnemum í grennd við sérlendurnar. Þegar að Sitjandi Uxi einn af virtustu leiðtogum Indíána og mikil stríðshetja gerðist andadansari, leist hernum ekki á blikuna. Þegar þeir reyndu að handtaka Sitjandi Uxa, nokkru eftir að hann hafði tekið þátt í sínum fyrsta andadans, veitti hann mótspyrnu og var drepinn umsvifalaust. Fylgjendur hans flýðu til  Pine Ridge Sérlendunnar undir þaðan sem þeir vörðust hernum undirstjórn Stóra Fótar höfðingja. Þar voru þeir handteknir og færðir til Undaðs Hnés.

danceDaginn eftir komuna þangað eða 29. Desember 1890 fyrirskipaði herinn að Indíánar skyldu afhenda öll vopn sín til eyðileggingar. Guli Fugl græðari hvatti til andspyrnu og sagði að skyrtur andadans-manna væru nú orðnar skotheldar. Svarti Sléttuhundur og menn hans trúðu þessu og neituðu að afhenda vopn sín. Hleyptu þeir af riffli í gáleysi sem varð til þess að riddaraliðið hóf skothríð á Indíánabúðirnar. Á skömmum tíma feldu þeir 250 Indíána, þar á meðal fjölda kvenna og barna.

Tveimur vikum eftir fjöldamorðin við Undað Hné gáfust allir andadansarar sem eftir voru upp fyrir hernum. Flestir Indíánar sáu þá andadansinn sem síðustu tilraun sína til að bjarga menningu sinni og frelsi. Í dag eru kenningar Afa gamla Wovoka, varðveittar meðal Peyote Indíána.

Þessu greinarkorni fylgja nokkrar myndir, bæði málverk eða teikningar af því hvernig hvíti maðurinn ímyndaði  andadansinn og svo ljósmyndir sem sýna hvernig hann fór fram í raun og veru.

Ég rifjaði upp þessa atburði þegar ég horfði á tónleika Bjarkar og Sigurrósar (á netinu) og fannst allt í einu einu að ég skildi vonlausa stöðu náttúrusinna gagnvart auðvaldi og efnishyggju.

 HomelandSecurity1492


 


Ein nótt með þér

 
 051124_BH1-1
Menn horfa öðruvísi en konur á einnar náttar kynni

Margar konur eru skildar eftir óánægðar eftir einnar náttar kynni  samkvæmt nýlegri könnun.

Helmingur kvenna sem svaraði í netkönnun sem birtist í "Human Nature", sagði að þeim hefði fundist þeir hafa gert mistök eftir að að hafa stofnað til einna náttar kynna.

Fjórir af hverjum fimm karlmönnum sögðust aftur á móti hafa verið afar ánægðir eftir slík kynni.

Sá sem leiddi könnunina sagði að það væru engir þróunarlegar ástæður til staðar sem hvettu konur til skyndikynna.

 

1700 manns tók þátt í þessari könnun sem allir höfðu reynslu af skyndikynnum. 

Karlmenn sögðust yfirleitt vera ánægðari og kynferðislega fullnægðari eftir skyndikynni en konur höfðu meiri áhyggjur af því að þær hefðu einhvernvegin svikið sjálfa sig.

Sumar sögðu að ástæður þeirra fyrir að stunda skyndikynni hefði verið von eftir varanlegu sambandi.

Prófessor Anne Campbell frá Durham Háskóla, sú sem stjórnaði könnuninni sagði að þarna væri þróunin að verki. 

chas6ha5"Þróunarlega eru það konurnar sem bera meginábyrgð á uppeldi barna og það hefur almennt verið talið vera betra fyrir þær að velja maka sinn vel og vera honum trygg svo að hann hefði ekki ástæðiu til að halda að hann væri að ala upp annað barn. Fyrir skömmu settu líffræðingar fram þá  tilgátu að það gæti hafa verið hentugt fyrir konur að eðla sig með mörgum karlmönnum, að slíkt mundi auka fjölbreytni litninga barna þeirra og þótt hágæðamaður væri yrði ekki til staðar um aldur og æfi þá væru frá honum fengin góðir litningar fyrir barnið."

Sem sagt, sagði hún, ef konan væri gerð fyrir skyndikynni mundi hún hafa meir ánægju af þeim en þessi könnun gefur til kynna. 

"Grunnkenndir okkar vísa vegina sem voru til framdráttar fyrir forfeður okkar" sagði  Prófessor Campbell.


Fegurð

Réttlæti, sannleikur og fegurð eru systur og félagar. Þessi þrjú fögru orð gerir leit að öðrum orðum óþarfa. ~ Simone Weil~

Það þýðir ekki að dvelja stöðugt við skuggahliðar lífsins. Áður en varir er maður farinn að nöldra og bölsótast út í allt og alla. Hér fann ég eitthvað fallegt fyrir sjálfan mig og alla sem vilja, að hugsa um og horfa á. 1182693-Amanapura_the_most_beautiful_pic_ive_ever_taken-Burma

Fegurð er ekki í andlitinu, fegurð er ljós í hjartanu ~ Kahlil Gibran~

Sál sem sér fegurð gengur stundum ein.  ~Johann von Goeth ~

Fegurstu hlutina í heiminum er ekki hægt að sjá eða snerta. Þá verður að finna með hjartanu.  ~Hellen Keller ~

Allir þarfnast fegurðar jafnt og brauð, stað til að biðja á þar sem náttúran getur læknað og gefið líkama og sál styrk. ~John Muir~

Við flýjum á flýjum á vit fegurðarinnar sem er okkur skjól frá hryllingi takmarkaðrar náttúru.  ~Emerson, Journals, 1836105155_1486134907

Hversu einkennileg skynvilla að halda fegruð gæsku.~Tolstoy~

Það fegursta sem við upplifum er hið dulræna. Það er uppspretta allrar sannar listar og allra vísinda. Hver sá sem ekki þekkir þessa tilfinningu, sá sem ekki getur lengur staðið agndofa af aðdáun, sem svo gott sem dauður: augu hans eru lokuð.  ~Albert Einstein ~

 Fegurð er eilífðin að horfa á sig í spegli.  ~Kahlil Gibran~Mostbeautifulsunsetever

Fegurð og kjánaskapur eru gamlir félagar
~Ben Franklin ~

Ástin á fegurð í öllum mögulegum formum er göfugasta gjöf mannlegra heilahvela.~Alexis Carrel ~

Látum fegurðina sem við elskum vera það sem við gerum.
 ~Rumi ~

Haltu trúnað þinn við alla fagra hluti, sólina þegar hún sést ekki, vorið þegar það er liðið ~Roy R. Gilson ~

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband