A banker’s life is the finest life

Það hlýtur að vera merki þess að málin eru komin á alvarlegt stig þegar að útlendingar setjast niður til að yrkja um ástandið á Íslandi. Ég fann þessar vísur á reki en þær eru eftir Elinóru Arnason sem ég kann ekki frekari skil á, en hún segist m.a. skrifa vísindaskáldsögur. Reyndar bendir eftirnafnið til að hún geti verið af íslenskum ættum en eins og af kveðskapnum má sjá, er vafasamt að hún hafi nokkru sinni komið til landsins.

 

A banker’s life is the finest life
That’s known to man or God.
You sit inside, and you don’t get wetfrom-pinstriped-and-italian-shoed-banker-to-blue-collar-janitor-part-vi-now-i-am-the-teacher-27628
Hauling up haddock and cod.

You stay inside, and you don’t get wet,
And you hardly ever drown;
Though you might be seen with brennivin
Wandering through the town.

But I’d rather drown in brennivin
Than sink in the salty brine,
And handle lines of credit
Instead of a fishing line.

When I was young I went to sea,
And I thought I was a fool
To spend my day in the icy spray
Instead of in business school.

So I flew away to the USA
And got myself a degree
And settled down at the Landisbank,
And scorned the rolling sea.

You’d never think that a bank could sink
Like a fishing boat in a storm,
And the crew go down to an ugly fate
Under the churning foam.

Nothing is sure, the High One said
A thousand years ago.
Even wearing a business suit,
You can find yourself below

Where the fishes swim in the salty dim,
And the old seafarers sleep;
And so I curse, though it could be worse.
I could be herding sheep.

A banker’s life is the finest life
That’s known to man or God.
I’m going back to Isafjord
To haul up haddock and cod.


Hristan, ekki hrærðan

631657_martini_glassFrægasti drykkur kvikmyndasögunnar er að öllum líkum Martini kokteill sá er James Bond er vanur að panta sér í ófáum kvikmyndum um leyniþjónustumanninn 007 sem hefur leyfi til að drepa annað fólk, úr leiðindum ef marka má gagnrýni á síðustu kvikmyndina um kappann; Quantum of Solace.

James vill drykkinn hristan frekar en hrærðan og það hefur valdið ófáum vínspekúlöntum talsverðum vangaveltum því drykkurinn er sagður miklu rammari hristur en hrærður. Að auki segja "sérfræðingarnir" að "drykkurinn breytist úr kristaltærum drykk í hrímað sull" við að hrista hann frekar en hræra. Hinsvegar hefur komið í ljós að hann er öllu "heilsusamlegri" hristur en hrærður, ef marka má niðurstöður Háskólans í Vestur Ontario.

Blandan kemur fyrst við sögu hjá Ian Flemings í bókinni Casino Rayale (1953) en þá pantar Bond sér drykk sem hann kallar Vesper eftir Vesper Lynd sem er fyrsta "Bondstúlkan" og sú sem hann gerir sitt besta til að hefna í nýútkominni framhaldsmynd af Casino Royale, Quantum of Solace.

410wVesper er gerður úr fjórum tegundum af áfengum drykkjum, einu skoti af þurru Martini, þremur skotum af Gordons Gini, einu af Vodka gert úr korni frekar en kartöflum og hálfu af Kina Lillet. Drykkurinn er hristur uns hann er orðinn ískaldur og borinn fram í djúpu kampavínsglasi með stórri en þunnri seið af sítrónuberki.

" Ég fæ mér aldrei meira en einn drykk fyrir kvöldverð" skýrir Bond fyrir Felix Leiter strax eftir að hann hefur pantað sér drykkinn. " En ég vil að hafa hann stóran, sterkan, mjög kaldan og vel blandaðan. Ég hata smá skammta af hverju sem er, sérstaklega þegar þeir bragðast illa. Þessi drykkur er mín eigin uppfinning. Ég ætla að fá einkarétt á honum eftir að mér dettur í hug gott nafn á hann."bondsin6

Þótt drykkurinn komi fyrir bæði í Diamonds are forever (1956) og Dr. No (1958) bókum Flemings, er hann ekki notaður af Bond sjalfum í kvikmynd fyrr en í Goldfinger (1964). (Reyndar bíður Dr. Júlíus No Bond slíkan drykk í kvikmyndinni Dr. No. 1962)

Eftir það er drykkurinn notaður í flestum Bond-myndunum, á mismunandi hátt.

Í "You Only Live Twice" er hann boðinn hrærður ekki hristur og í Casino Royale (2006) svarar Bond hryssingslega þegar hann er beðin um að velja; "Lít ég ekki út fyrir að vera andskotans sama."

Roger Moore er eini Bondinn sem aldrei pantaði sér drykkinn en var boðið upp á hann í The Spy Who Loved Me.

 


Fimmti Bítillinn

beatles%20usmurrayk381Þegar talað er um fimmta Bítillinn er átt við einhvern þeirra sem sagður er eiga þann heiðurstitil skilinn vegna tengsla sinn við merkustu hljómsveit allra tíma The Beatles. Til mikillar gremju Brian Epsteins, var það sjálfsagt bandaríski plötusnúðurinn Murray the K sem fyrstur gerði tilkall til titilsins á grundvelli vinskapar síns við Bítlana í fyrstu heimsókn þeirra til Bandaríkjanna árið 1964. -

sutcliffe2En aðrir ættu titilinn miklu fremur skilið þeirra á meðal, Stu Sutcliffe sem lést nokkru áður en hljómsveinin var heimsfræg, Pete Bestsem var trommuleikari hljómsveitarinnar áður en Ringo Starr gekk til liðs við hana, Neil Aspinall sem var vinur, aðstoðarmaður og framkvæmdastjóri sveitarinnar á hljómleikaferðalögum hennar eða George Martin sem var útsetjari og upptökustjóri á hljómplötum hennar. pete-best-auto2

EpsteinG0508_468373Að auki hefur verið nefndur til sögunnar úr allt annarri átt og löngu eftir á, knattspyrnumaðurinn George Bestsem var fyrstur knattspyrnumanna til að verða að poppstjörnu. Hann safnaði löngu hári, var frá Manchester (næstum því Liverpool) og gekk um í bítlaregalíu eins og hún tíðkaðist á sjöunda áratug síðustu aldar. News1_1george%20best

Í Bretlandi og jafnvel víðar, á orðatiltækið "fimmti bítillinn" við um einhvern sem missir af velgengni einhvers sem hann hafði verið hluti af. Þetta á vissulega við um bæði Stu Sutcliffe og Pete Best í bókstaflegri merkingu.

 LBC útvarpsþætti árið 1989 kom hlustandi með þá eftirtektarverðu tillögu að fimmti Bítillinn væri Volkswagen bjallan utan á Abbey Road plötualbúminu. Kannski luma einhverjar lesendur á enn betri tillögum?  abbey_road


Olmekar, frummenning Ameríku

Dug-UpÁrið 1862 unnu starfsmenn á plantekru einni þar sem nú er Tabasco fylki í Mexíkó við að ryðja upp jarðvegi. Þeir komu niður á það sem þeir héldu að væri stór járnketill grafinn í jörð. Í von um að hafa fundið falinn fjársjóð grófu þeir áfram uns ljóst var að þarna lá risastórt tilhöggvið steinhöfuð.

Þetta var fyrsta steinhöfuðið af mörgum sem síðar fundust á svipuðum slóðum í Mexíkó og talið er að hafi verið gerð af fólki sem bjó á þessu svæði fyrir 3500 árum. Siðmenning þeirra og það sjálft er kennt við þetta svæði þ.e. OLMEK undirlendið.  

Síðan hefur komið í ljós að þessi mennig er sú elsta sem fundist hefur í mið-Ameríku, forverar hinna frægu Maya og allra síðari menninga í þessum hluta Ameríku. Talið er að Olmeka menningin hafi hafist u.þ.b. 1500 árum fk. og horfið í kring um 400 fk. Þar hafa samt fundist mannvistarleifar allt að 22.000 ára gamlar.  Líklegt er að Olmekar hafi blandast öðrum þjóðflokkum því menning þeirra á margt sameiginlegt með þeim sem á eftir komu.

OlmecHead1Þykkar varir og andlitsdrættir steinhöfðanna þóttu minna mikið á Afríkunegra sem síðan varð til þess að sumir álíta að Olmekar hafi komið frá Afríku. Sú staðreynd að tungumál þeirra líkist mjög nútímamáli Mali búa og líkamsör þeirra svipar til líkamsskreytinga Yoruba þjóðarinnar í Vestur Afríku þykir renna stoðum undir þær kenningar.

Olmekar bjuggu í þremur borgum. La Venta í Tabasco (Eystri hluta landsins), sem verslaði með Kókaó, gúmmí og salt.  San Lorenzo Tenochtitlan í Verakruz sem var miðdepill Olmeka siðmenningarinnar og  stjórnarsetur og trúar miðstöðvar þjóðarinnar voru staðsettar. Laguna de los Cerros, var einnig í  Verakruz, til vesturs. Sú borg stjórnaði hinum mikilvægu Basalt námum en Basalt var notað í millusteina, minnisvarða og styttur.

496px-Olmec_fish_vesselOlmekarnir hljóta að hafa haft listina í hávegum ef dæma má að þeim fjölda hellamálverka og steinhöggmyndum, jaðistyttum og munum sem fundist hafa á menningarsvæði þeirra. Dæmigerðar fyrirmyndir Olmeka voru Jagúar, hermenn með þykkar varir, karlmenn með tjúguskegg og börn. Olmekar virtust trúa því að þeir væru komnir af Jagúarköttum og þeir báru mikla virðingu fyrir dýrinu. Snákurinn var einni í hávegum hafður. Þeir fylgdu t.d. 365 daga dagatali, byggðu píramída, ræktuðu Maís og tilbáðu sömu guði frjósemi, stríðs, himins og náttúrunnar.h2_1979_206_1134


Sólin var einnig tengd ártrúnaðinum sem varð miklu langlífari en þjóðin sjálf og virðist hafa verið iðkuð meðal þjóða sem á eftir komu eins Zapoteka, Teotihuakana og Maya ásamt táknmálinu sem þeir fundum upp og byggingarlistinni sem þeir þróuðu. Það var ekki fyrr en að Spánverjar og kaþólska kirkjan kom til sögunnar að henni tókst að ganga af átrúnaði Olmeka dauðum. 

Sum af hinum risastóru basalt höfðum hafa fundist í meira en 100 km. fjarlægð frá þeim stað sem steininn í þau var numinn. Sú staðreynd hefur valdið fornleyfafræðingum miklum heilabrotum því erfitt er að sjá hvernig hægt var að flytja höfuðin eða hráefnið í þau þetta langan veg án þess að nota til þess hjólið sem var tækniþekking sem Olmekar réðu ekki yfir þrátt fyrir að nota það við gerð leikfanga. Líklegasta skýringin þykir vera að Olmekar hafi flutt þau á flekum sem þeir drógu um ár og viðamikið síkjakerfi sem fundist hafa vísbendingar og menjar um. The_Wrestler_%28Olmec%29_by_DeLange

Olmekar voru fyrstir þjóða til að læra að nýta sér gúmmí og hægt er að sjá á mismunandi styttum af boltaleikmönnum að boltinn var sleginn með olnbogum, mjöðmum og hnjám en að nota hendurnar var ólöglegt. Greinilegt er að þessi boltaleikur var eins og "ísknattleikur" indíána í Kanada nokkru seinna,  hluti af trúariðkun Olmeka.

Það sem mér finnst menning Olmeka færa okkur heim sanninn um að fólk er ætíð tilbúið að leggja miklu meira á sig fyrir hugmyndir sem eru stærri enn mannfólkið sjálft.

olmec_133Guð, guðir, eða guðdómlegir hlutir, lífið eftir dauðann og kosmísk áhrif,  fá manninn til að byggja píramída, styttur og mannvirki sem hann mundi aldrei gera í nafni sjálfs síns. Til að byggja mikil manvirki þarf fjöldi fólks að sameinast um verkið. Um þetta vitnar sagan, sama hvar niður er komið í henni. Aftur á móti eru stærstu mannvirkin sem byggð eru í dag, byggð í svokölluðum "hagnýtum tilgangi" eða til dýrðar og fyrir fjármagnið.

 

 


Skrýtnar og skemmtilegar myndir

weird-tree

Embla

weird_male_tree

Askur

weird-motorcycle

Einhjól

weird-house-05

Það er allt á hvlofi heima hjá mér.

WeirdHome2

Draumakot snúllunnar.

weird-clothes

Vélræn tíska

weird_inventions10

Nýjasta útilegugræjan

weird-cloud

Skýjaborgir

weird_crustacean

Ummm Humar

weird%20wedding%20rings

Giftingahringir píparans

weird

Með keðju,

 

 


Gremja Íslendinga

Það þarf ekki annað en að líta aðeins yfir skrif bloggara síðustu vikurnar til þess að sjá að þjóðin er að fara á límingunum. Mótmælafundir og fréttir af skoðanakönnunum, sem sýna að íslendingar eru fullir af gremju, staðfesta þetta líka. 

AsiaTrip_446Á meðan allar þjóðir heimsins með Bandaríkin og Bretland í fararbroddi reyna hvað þær geta til að lækka vexti með það fyrir augum að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang og til að mæta árhrifum alheimslegrar peningakreppu, hækka Íslendingar sína stýrivexti þannig að þeir eru nú hæstir  á Íslandi af öllum löndum heimsins. Íslendingar eru sem sagt þegar byrjaðir að borga það sem útherjar þeirra töpuðu í útlöndum.

trafficjamHinum almenna borgara líður eins og manni í umferðarhnút. Hann veit að hann er hluti af vandamálinu en getur ekkert aðhafst til að greiða úr því. Sumir heimta nýja löggu til að stjórna umferðinni, aðrir heimta ný umferðarlög, enn aðrir vilja láta skipa nýjan umferðarstjóra. En allar kröfur um nýja löggu, lög og  umferðarstjóra eru virtar að vettugi og það eina sem þjóðin getur er að liggja á flautunni. Stjórnvöld eru vissulega ekki öfundsverð af því að reyna að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti en þau virðast neita að horfast í augu við þá einföldu staðreynd að þeir eru að starfa í umboði þjóðarinnar, ekki bankakerfisins eða verðbréfamarkaðarins.

Það hefur lengi loðað við óhefta auðhyggju að þar dregur hver til sín eins mikið og eins ört og hægt er. Hjá langflestum auðmönnum eru peningarnir ekki aðalmálið, heldur leikurinn. Þeir eiga miklu meiri peninga enn þeir fá nokkru sinni komið í lóg á sinni æfi með persónulegri neyslu. Því nota þeir peninga til að halda skor í keppninni við hvern annan.circ_system_poster

Auðhyggjumenn virka eins og blóðtappar í líkama heimsins. Fjármagnið er blóðið sem á að flytja næringu og súrefni til allra hluta líkamans og allir hlutar þessa alheimslega líkama þurfa að vera heilbrygðir og starfandi, annars mun allur líkaminn þola fyrir það fyrr eða síðar.

Lengi vel hafa auðhyggjumenn komist upp með að sanka að sér auði og haft að engu alvarlegar afleiðingar öfga þeirrar auðsöfnunar og öfga fátæktarinnar sem verður til umleið á stórum hluta heimsins. Afríka, Asía og suður Ameríka hafa lengst af verið þau svæði heimsins sem minnst af lífsblóði heimsins hefur flætt um. Íslendingar kærðu sig lengi vel kollótta um afkomu þessara landsvæða, eins og aðrir.  

Nú fær Ísland aftur eftir næstum því aldar langt hlé að finna fyrir blóðleysinu. Þeir sem mergsugu landið, en þar er einmitt blóðið framleitt, gera hvað þeir geta til að bjarga eigin rassi, svo þeir geti haldið áfram leiknum, þegar úr rætist.

En áður en gripið er til aðgerða til að þetta komi ekki fyrir aftur þarf að grípa til ákveðinna neyðaraðgerða.

Ef íslendingar ætluðu sér að bregðast við eins og aðrar þjóðir þar sem að kreppir og þær eru fáar þar sem svo er ekki,  mundu eftirfarandi aðgerðir vera í fullu samræmi.

Hér koma sex tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum til næstu sex mánaða eru þessar;

1. Lækka stýrivexti strax niður í 4.5% og eftir tvo mánuði niðir í 4.0%

2. Neita að borga Icesave skuldir umfram 16.000 pund eins og tryggingarsjóðurinn gerði ráð fyrir og láta reyna á það fyrir dómsstólum ef Bretar gera kröfur um annað.

3. Ekki þiggja neitt lán sem veitt er með skilyrðum um íhlutun í efnahagsstjórn landsins eða er með hærri vöxtum en 4.5%

4. Hætta að flytja inn allar vörur sem ekki eru nauðsynlegar til afkomu fólksins í landinu.

5. Kaupa aðeins íslenska vöru.

6. Taka upp Evru sem gjaldmiðil eftir sex mánuði.


Aðfangadagskvöld allra heilagra messu.

halloween-eveSenn líður að messu allra heilagra sem haldin er samkvæmt hefðum þann 1. Nóvember og í kjölfar hennar; "Allra sálna hátíðin" sem er haldinn 2. Nóvember.

Aðfangadagskvöld allra heilagra hátíðarinnar sem haldin er 31. Október er að sjálfsögðu betur þekkt undir ameríska nafninu Halloween.

Bæði messa Allra heilagra og Dagur allra sálna eru kaþólskir helgidagar, en aðfangadaginn ber upp á hátíð sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til forn Kelta og nefndist þá Samhain hátíðin. Samhain (trúlega samstofna íslenska orðinu "sumar")  var lokadagur sumars þar sem tvær megin árstíðirnar vetur og sumar mætast. 

Það var Gregory IV páfi (827-844) sem flutti dag Allra heilagra, sem var sameiginlegur dagur allra dýrlinga sem ekki áttu sér þegar sérstakan dag, frá 13 Maí til 1. Nóvember og hafði þá líklega í huga að velja dag sem ekki var helgidagur fyrir eins 13. Maí sem var forn Rómverskur helgidagur kenndur við Lúmeríuhátíðina.

lakshmi_litAðfangadagskvöld allra heilagra messu (Halloween) sem hefur til skamms tíma verið kallað á íslensku "Hrekkjavaka" svipar mikið til Jónsmessunætur og þrettánda dags jóla. Sem kunnugt er er það sá tími þegar álfar og huldfólk og aðrar vættir eru á sveimi öðrum tímum fremur og menn eru líklegri til að sjá þær og hafa við þær samskipti. 

Á "hrekkjavökunni" eru draugar og yfirnáttúrulegar verur sagðar á ferð og mörk þess sem er raunverulegt og óraunverulegt færast úr stað. Haldið er upp á kvöldið í Bandaríkjunum, Kanada, Írlandi, Puerto Rico, Japan, Nýja Sjálandi, Bretlandi og sumstaðar í Ástralíu. Í Svíþjóð er Allraheilagra messa haldin hátíðleg fyrsta laugardag í Nóvember.

73620-004-729B98ABÍ Bandaríkjunum ber Hrekkjavökuna upp á svipaðan tíma og grasker verða fullþroska. Úr þeim er gjarnan gert ljósker og skrumskælt andlit skorið út úr kerinu. Þá er einnig siður barna að klæðast grímubúningum og fara hús úr húsi til að snýkja sér sælgæti.

 


The capital of Iceland

big-ben-picture-2Klukkan var færð aftur um klukkustund í nótt. Ég er því aftur kominn á sama tímaról og Ísland. Ég veit samt ekki nákvæmlega hvenær þetta gerðist, þ.e. hvort að klukkan eitt í nótt hafi hún verið færð aftur til 24:00 eða klukkan 24:00 í nótt; hafi hún verið færð aftur til baka til 23:00.

Með þessu fyrirkomulagi var sem sagt gærdagurinn einni stundu lengri eða að dagurinn í dag verður einni stundu lengri.

Ég held að ég hafi verið spurður þessarar spurningar þrisvar í gærkveldi af náungum sem allir ætluðu að vera svolítið fyndnir á minn kostnað.

Spurningin er sem sagt, What is the capital of Iceland?

Svar; Four and a half pounds.


Bestu vinir....

 Bretar bjóða Íslandi lán og taka Landsbankann af hryðjuverkalistanum. Maður klökknar.

Rógur og skrum

LopapeysaFjölmiðlar landa beggja vegna Atlantshafsins hafa síðustu daga reynt að gera efnahagsástandinu á Íslandi einhver skil og oft gripið í því sambandi til orða og hugtaka sem eru afar röng og villandi. Að segja að Ísland sé núna "þróunarland", vegna þess að efnahagur þess var svo samtvinnaður bönkum sem urðu illa úti í efnahagshruninu sem allur heimurinn er að fara í gegn um, er fáránleg fréttamennska, skrum og rógur.

Þróunarlönd eru þau lönd sem ekki hafa náð langt í þróun lýðræðis, frjáls markaðar, iðnvæðingar, velferðakerfis og mannréttinda fyrir þegna sína. Þróun landa er mæld eftir ákveðnum stöðlum sem taka tillit þjóðarframleiðslu og almennra launa í landinu, lífslíka og læsi þegna þess. Ekkert af þessu hefur hnignað á Íslandi á síðustu vikum.

Það er líka fáránlegt að heyra Íslendinga sjálfa, jafnvel þótt þeir séu skelkaðir eða/og reiðir,  líkja landinu við "bananalýðveldi". Orðið bananalýðveldi er orð sem var fundið upp til að lýsa á niðrandi hátt smáþjóðum sem voru/eru afar óstöðugar pólitískt séð og urðu auk þess að reiða afkomu sína á afmörkuðum landbúnaðarvörum eins og banönum. Þeim er venjulega stjórnað af fáum sjálfkjörnum, ríkum og spilltum klíkum eins og voru lengi af við völd í löndum mið-Ameríku eins og El Salvador, Belize, Nicaragua, Honduras, og Guatemala.

 

 


Ímyndir og erkitýpur.

Því verður ekki neitað að hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki og hvort sem við erum samþykk því eða ekki, hafa "ímyndir" gert meira til að móta líf vestrænna manna og kvenna á síðustu öld en flest annað. Með tilkomu dagblaða og síðan annarra fjölmiðla, útvarps, kvikmynda, sjónvarps og nú netsins, hafa ímyndir meiri áhrif en skrifað eða talað mál. Ímyndir koma til skila ákveðnum boðum sem hafa áhrif á það sem við hugsum, elskum, kaupum og kjósum án þess að við tökum þær beint og meðvitað sem fyrirmyndir í lífi okkar.  Við samsömum okkur þessu ímyndum í klæðnaði, hugsjónum, útliti og stíl, oftast án þess að gera okkur grein fyrir því. Ég fór að velta því fyrir mér hvaðan þær ímyndir sem mest hafa haft áhrif á mína samtíð  og komst að þeirri niðurstöðu að þessar nýju erkitýpur eru nokkrar. Hér koma tvær til að byrja með.  

                                                                              Hin sjálfstæða kona. 

amelia__earhartAmelia Earhart var brautryðjandi. Hún var fyrsta konan til að fljúga sem farþegi yfir Atlantshafið árið 1928. Árið 1932 var hún fyrsta konan til að fljúga sjálf flugvél yfir sama haf. Á þeim tíma voru aðeins örfáar konur sem kunnu að fljúga. Amelía var öðrum konum innblástur til þess að fylgja draumum sínum og láta þá rætast og til að hasla sér völl í starfsgreinum sem konur höfðu yfirleitt ekki aðgang að.

Í júní og júlí mánuði árið 1937 tæplega fertug að aldri reyndi Amelía ásamt Fred Noonan siglingafræðingi sínum að fljúga umhverfis jörðina. Flugvél þeirra yfirgaf Howland Eyju sem er smáeyja í miðju kyrrahafi 2. Júlí og eftir að hafa átt stutt samtal við varðskip á þessum slóðum, hvarf vélin og ekkert hefur til hennar spurst þrátt fyrir mikla leit sem í raun stendur enn yfir.

Ævihlaup Amelíu er svo þekkt að það væri að bera í bakkafullan lækinn að reyna að bæta við það einhverju hér og eins er með spekúleringar um hvernig dauða hennar bar að.  Þessi mynd er tekin af Amelíu árið 1927.

 

 

MarlonBrandoHinn svali gaur.

Á öllum listum, beggja megin Atlantshafsins, yfir bestu kvikmyndir allra tíma, er að finna kvikmyndir þessa leikara. A Streetcar Named Desire,  On the Waterfront, The Godfather,  og  Apocalypse Now, eru mjög ofarlega á flestum þessara lista. Marlon Brando var mikill mannvinur og ötull stuðningsmaður mannréttindahópa í Bandaríkjunum og víðar. Þessi mynd af honum er úr kvikmyndinni The wild One og kom út árið 1953.

 

 

 


- Ég vil vera lifandi listaverk -

351px-Marchesa_Casati_Grave_MarkerHún lést í London 1. Júní árið 1957 þá 76 ára og var jarðsett í Bromton grafreitnum í London. Grafskriftin á legsteini hennar er tekin úr leikritinu Antoni og Kleópatra eftir William Shakespeare ; Hún fölnar ei þó aldir líði, né fá hefðir heft óendanlega fjölbreytni hennar".

Hún var til moldar borin klædd svörtum hlébarðafeldi og með löng fölsk augnahár á augnalokunum. Með henni í kistuna var lagður einn af uppstoppuðu Pekinghundunum hennar.  Á bautasteininum er nafn hennar misritað, eða Louisa í stað Luisa. Í lifanda lífi var hún þekkt um alla Evrópu og Bandaríki Norður Ameríku sem hin ómótstæðilega, forkostulega og ótrúlega; Luisa Casati Stampa di Soncino, Marchesa di Roma.

Fædd í Mílanó 23. 1881 af auðugum Ítölskum og Austurrískum ættum ólst Luisa upp við allsnægtir. Móðir hennar lést þegar hún var 13 ára og faðir hennar tveimur árum seinna. Luisa og eldri systur hennar Franseska voru þá sagðar auðugustu stúlkur á Ítalíu. 

Árið 1900, 19 ára gömul gekk Luisa að eiga Camillo Casati Stampa di Soncino, Marchese di Roma. (1877-1946). Ári síðar fæddist þeim dóttirin Kristína, sem varð þeirra eina barn.

Marchesa_Luisa_Casati.jpg2Eftir fáein ár í hjónabandi skildu leiðir þeirra og þau bjuggu í sitthvoru lagi upp frá því. Þau fengu formlegan skilnað að borði og sæng 1914 en hjónabandinu lauk ekki fyrr en við dauða Camillo 1946. 

Marchesa Luisa Casati varð fljótlega eftir viðskilnaðinn frá bónda sínum kunn um alla Evrópu fyrir klæðaburð sinn, framkomu og frumlegar uppátektir. Í þrjá fyrstu áratugi síðustu aldar var hún stöðugt á milli tanna fólks og orðstír hennar sem heimskonu og viðundurs, tískudrósar og sérvitrings flaug  víða og hratt með aðstoð slúðurblaða og útvarpsþátta.  Sagt var að naktir þjónar skreyttir gullnum laufum þjónuðu henni til borðs og furðulega klæddar vaxgínur sætu til borðs með henni.  Hún átti til að birtast með lifandi snáka um hálsinn í stað hálsfesta, ganga um nakin innanundir þykkum pelsum, eiga stóra villiketti fyrir gæludýr sem hún hafði í demantalögðum ólum.  Hún var vön að halda sig í villum sínum í Feneyjum, Róm, á Kaprí eða París, þar sem hún geymdi dýrin sem hún átti og undarlega hluti sem hún sankaði að sér. Catherine Barjansky lýsir henni svona;

"Gulrótarlitað hár hennar féll í löngum krullum niður háls hennar. Afar stór og kolsvört augun virtust vera að éta upp magurt andlit hennar. Hún var svo sannarlega sjón að sjá, geðveik sjón, umkringd eins og venjulega hvítu og svörtu gráhundunum hennar og ótölulegum fjölda fagurra en gagnslausra muna. En það var einkennilegt að hún leit ekki óeðlilega út. Ótrúlegur klæðnaður hennar virtist hæfa henni. Hún var svo ólík öðrum konum að venjuleg föt voru ómöguleg fyrir hana."

Marchesa_Luisa_Casati

Luisa var hávaxin, grönn og með fölt, nánast náfölt andlit. Stór græn augun voru venjulega í skugga langra falskra augnahára sem hún hélt vörtum með kolum og hún notaði sérstaka augndropa til að stækka augnsteina sína. Varir hennar voru ætíð þaktar eldrauðum varalit.

Hún skipulagði "svartar messur" sér til gamans, grímudansleiki og sérkennileg matarboð. Hún átti fjölda elskhuga af báðum kynjum og var til í að prófa allt að minnsta kosti einu sinni. Eitt sinn á leið í boð lét hún bílstjóra sinn drepa kjúkling og lét svo blóðið úr honum renna yfir handleggi sína þannig að þegar það þornaði myndaðist munstur. "Ég vil vera lifandi listaverk" var eitt sinn haft eftir henni.

Eitt af heimilum hennar var eingöngu lýst upp með kínverskum ljóskerum og hvítar albínóa krákur flögruðu um í trjánum í garðinum hennar. Annað heimili í  Palais Rose rétt fyrir utan Paris, var villa úr rauðum marmara, sem hýsti einkalistasafn hennar með yfir 130 málverkum af henni sjálfri.  Hún var gjörsamlega hugfangin af eigin ímynd og fékk bókstaflega þúsundir ljósmyndara og listamenn til að mála sig eða móta í leir.

Marchesa_Luisa_Casati.jpg1 Þegar að Luise varð 49 ára kom í ljós að þrátt fyrir mikinn auð, hafði hún lifað lengi langt um efni fram. Hún var sögð skulda yfir 25 milljónir dollara. Allar eigur hennar voru í kjölfarið settar á uppboð og hún flýði til London þar sem hún lést. Sagt er að Coco Chanel hafi verið ein þeirra sem keyptu hluta af munum Luise. Síðust ár æfi sinnar átti Luise til að róta í ruslatunnum sem urðu á leið hennar til að leita fjöðrum til að setja í hár sitt.

En oft segja myndir meira en nokkur orð og þess vegna læt ég hér fylgja með nokkrar myndir af markfrúnni sem nú hefur verið tekin í tölu þeirra sem mótuðu hugmyndir tískuhönnuða síðustu aldar. Til dæmis viðurkenndi Dita Von Teese að Luise hefði verið ein af megin fyrirmyndum hennar.  The New York Times skrifaði um haust/vetur klæðnað  Armani  2004/05 ; “Hjá  Armani, voru djörf fjólublá augun innblásin af 20. aldar hefðafrúnni  Marchesa Luisa Casati, ömmu nýju sérvitringastefnunnar." 

 


Bretar beita stóru fallbyssunum

andrew-lloyd-webberÞá hefur það loks gerst sem allur Eurovision heimurinn óttaðist. Bretar ætla að beita sínum stærstu kannónum og fá fremsta popptónskáld sitt og söngleikjahöfund 60 ára Andrew Lloyd Webber til að semja næsta framlag Bretlands til Euróvision keppninnar. Andrew ætlar ekki aðeins að semja lag og texta heldur ætlar hann að standa fyrir mikilli leit að væntanlegum flytjenda lagsins og sjónvarpa öllu dæminu eins og hann gerði þegar hann leitaði að söngkonu til að fara með hlutverk Maríu í uppsetningu hans á Tónaflóði á síðasta ári.  pp_uk_31

Þátturinn á að heita "land þitt þarfnast þín" (Your Country Needs You)og það má nærri geta hvernig lógó auglýsingaherferðarinnar verður.

Keppnin fer þannig fram að sex söngvarar sem valdir verða af Andrew komast í úrslit og síðan mun breska þjóðin velja á milli þeirra. 

Bretar hafa ekki tekið Eurovision mjög alvarlega upp á síðkastið og sent í keppnina hvert aulalagið á eftir öðru, enda hefur árangurinn verið eftir því. Nú á að gera á því máli mikla bragarbót enda blása  Bretar til mikilla sóknar á öllum sviðum fjármála og lista um þessar mundir. Segjast ætla leiða heiminn í þessu tvennu og svo íþróttum líka eftir 4 ár þegar þeir halda ólympíuleikana í London.

Sjálfur gantast Andrew með þetta verkefni og segir m.a. "Í lífi mínu hef ég aldrei sveigt fram hjá erfiðum verkefnum og þetta lítur út fyrir að vera það stærsta sem ég hef tekist á við" . Þetta er auðvitað þó nokkuð þegar haft er í huga að þar talar höfundur söngleikja eins og  Jesus Christ Superstar, Cats, The Phantom of the Opera og Evita.

Nú er bara að sjá hvernig aðrar Evrópuþjóðir svara þessu átaki Breta og ekki hvað síst Ísland sem hefur nú tækifæri eina ferðina enn til að sýna heiminum hvað í þjóðinni býr og hefur auk þess harma að hefna gegn Bretlandi :)


Illar og alræmdar konur

evil_womanÞegar upp skal telja helstu varmenni sögunnar vefst fáum tunga um tönn. Flestir sem komnir eru til vits og ára geta þulið upp í einni hendingu talverðan fjölda illmenna alveg aftan úr grárri forneskju. Einhvern veginn hefur nöfnum þeirra verið haldið til haga, þótt þau eflaust ætti betur skilið að vera tínd og tröllum gefin að eilífu. Öðru máli gegnir um kvennmenn. Þrátt fyrir að konan hafi lengst af í kristnum menningarsamfélögum verið sökuð um að hafa komið syndinni í heiminn, eru syndir karlmannsins svo yfirþyrmandi að þær skyggja greinilega á illsku konunnar.

Ég er ekki viss um að meðaljóninn geti nefnt án umhugsunar nema eina eða tvær illar konur sem eitthvað hvað að í mannkynssögunni. Á þessu vil ég ráða bót, ef ekki nema til þess að sanna að illar kvensur hafa verið og eru til og að oft leynist flagð undir fögru skinni.

Ég ætla ekki að eltast við þekkta raðmorðingja og sinnissjúkar konur á borð við Myru Hindley, Beverley Gail Allit, Belle GunnessMary Ann Cotton og Katherine Knight. Ég ætla líka að sleppa að þessu sinni Irmu Grese og  Ilse Koch sem báðar voru afurð helstefnu Nasista.

Hér kemur hins vegar stuttur listi yfir konur sem á síðustu öld beittu illsku sinni á almenning í skjóli persónulegra valda eða pólitískra áhrifa maka sinna.

Frú Mao

LanPing

Fjórða kona Maos formanns var kvikmyndaleikkonan Jiang Qing sem varð kunn undir nafninu Lan Ping. Það er ekki ofsögum sagt að hún hafi orðið hataðasta konan í Kína á árum kínversku menningarbyltingarinnar. Almannarómur sagði að hún hefði rutt pólitískum andstæðingum miskunnarlaust úr vegi og að auki látið aflífa leikkonur sem hún taldi að ógnaði leikferli sínum. Í réttarhöldunum sem haldin voru yfir henni og fjórmenningaklíkunni árið 1981, sem reyndi að ná völdum í Kína eftir dauða Maos 1976 sagði hún; "Ég var hinn óði  hundur Maos. Hvern þann sem hann bað mig um að bíta, beit ég."  Jiang Qing var fangelsuð og lést í fangelsi 1991. 

Frú Marcos

marcos_wideweb__430x326

Imelda Marcos er frægust fyrir að hafa sankað að sér yfir 3000 pörum af skóm á valdatíma bónda hennar sem forseta á Filippseyjum. Hún átti líka 6 milljónir punda virði af skartgripum og fjölmargar húseignir. Að auki voru hjónin sökuð um að hafa rænt 2,6 milljörðum punda úr fjárhirslum ríkisins. Marcos var rekin frá völdum 1986 og lést þremur árum síðar. Imelda býr nú í villu í Manilla og skreytir sig með skartgripum úr endurunnu plasti. Hún var dæmd til að greiða milljónir dollara í bætur fyrir mannréttindabrot sín á þegnum landsins á meðan maður hennar var við völd.

Frú Mugabe

happppy_robert_and_grace_mugabe1

Grace, heitir eiginkona Mugabe forseta Zimbabwe sem er eitt fátækasta land Afríku. Hún er þekkt fyrir að vera allt annað en sparneytin og eyddi nýlega  £200 milljónum punda í eldsneyti fyrir einkaþotuna sína þegar hún skrapp í verslunarleiðangur til helstu borga Evrópu.  Þegar hún var spurð að því hvernig hún réttlætti þessa eyðslu þegar að land hennar stæði á barmi hungursneyðar og óðaverðbólga geisaði í landinu, svaraði hún; "Ég er með mjög granna fætur og ég klæðist aðeins Ferragamo." Þegar hún hitti  Mugabe fyrst var hún gift öðrum manni og Mugabe sjálfur, sem er 40 árum eldri en hún, var einnig kvæntur fyrstu konu sinni Sally. Enginn veit hvað varð af eiginmanni Grace eða barninu sem þau áttu saman.

Frú Ceauçescu

Elena_Ceausescu

Elena, Lafði Macbeth af Rúmeníu, gegndi ýmsum tignarstöðum í komúnistaflokki  Nicolai Ceauçescu.  Hún stóð meðal annars fyrir banni á getnaðarvörnum sem varð til þess að fjöldi munaðarlausra barna í heiminum varð hvað mestur í Rúmeníu á þeim tíma. Hún neitaði einnig tilvist alnæmis sem leiddi til þess að sjúkdómurinn breiddist út í landinu óheftur og fórnalömb hans fengu enga hjúkrun. Þrátt fyrir að hafa enga menntun, var hún margheiðruð af menntstofnunum landsins og þáði af þeim ýmsar heiðursnafnbætur. Hún var tekin af lífi ásamt bónda sínum  25. Desember, 1989.

 


Músin sem öskraði

_45109676_icelandfan226gettyAtburðir síðustu vikna gefa ærna ástæðu til að líta til baka yfir samskipti Íslendinga og Breta í gegnum tíðina. Hvernig hefur Íslandi farnast í þeim samskiptum? Bretar telja núna yfir 60.000.000 og ráða yfir fimmta stærsta efnahagskerfi heimsins. Bretaveldi var  voldugasta heimsveldi veraldar þegar að Ísland var eitt fámennasta og fátækasta ríki heimsins.

Tilraunir Gordons Browns til að gera úr Íslandi það sem Falklandseyjar gerðu fyrir Margréti Thatcher á sínum tíma þegar pólitískum ferli hennar virtist vera lokið, eru núna að koma aftan að honum og eftir að hafa beitt fyrirtæki landsins ákvæðum hryðjuverkalaga, hefur hann þurft að lýsa yfir stuðningi við Ísland sem einn af leiðtogum Esb.

Nokkri punktar úr sögunni.

Allt frá landnámi Íslands hafa samskipti þjóðanna verið hálfgerður leikur kattarins að músinni þar sem Bretar hafa gert sitt besta til að fanga þjóðina með gylliboðum um hagnað og verslun í bland við valdsbeitingu þegar annað hefur ekki dugað. Stundum hafa þeir komið færandi hendi en ætíð gætt þess að taka til baka í það minnsta ekki minna en þeir komu með.

hansSamskipti þjóðanna á 15. öld sem við köllum stundum Ensku öldina,bera þessu glöggt vitni. Bretar blönduðu sér þá óspart í innanríkismál Íslands og reyndu eftir föngum að ná hér varanlegum yfirráðum, enda girntust þeir auðug fiskimiðin, fálkann og brennisteininn. Þeir sáu samtímis ekkert athugavert við að ræna íslenskum börnum og hneppa þau í ánauð á Englandi eins og gerðist árið 1429 þegar fimm íslenskir drengir og fjórar stúlkur voru seldar í þrældóm til Bristol og áttu aldrei afturkvæmt til landsins. Sama ár voru 11 íslensk börn flutt nauðug til Lynn á Englandi sem þá var nokkuð stór markaðsbær. Svo vildi til að Jón Gerreksson, þá biskup í Skálholti, var  staddur í Lynn og þegar hann komst á snoðir um þjóðerni barnanna lét hann senda þau aftur heim.

Ásókn Englendinga á íslandsmið á þessum tíma lauk í raun ekki fyrr en Ítalinn Giovanni Caboto, betur þekktur sem John Cabot,  tókst, með viðkomu á Íslandi,  að finna hin auðugu fiskimið Nýfundnalands árið 1497 og varð síðan fyrsti Evrópubúinn til að stíga fæti á meginland Ameríku eftir að Íslendingarnir höfðu hætt við að nema landið nokkrum öldum áður.

Davíð Oddson segir um framhaldið í ræðu einni er hann flutti við opnun nýs fiskimarkaðar í Hull 2001;

john_cabot_550_2 "Enska öldin var okkur Íslendingum um margt hagstæð því verslun með fisk og vistir við Englendinga þótti ábatasöm. Englendingar sátu reyndar ekki einir að fiskveiðunum við Ísland, þeir kepptu við hina þýsku Hansakaupmenn og Dani og fullyrða má að þessi samkeppni hafi komið Íslendingum mjög til góða. Þá jafnt sem nú gilti að heiðarleg samkeppni bætir allan hag. En með tilkomu einokunarverslunar Dana á Íslandi við upphaf sautjándu aldar voru Íslendingar sviptir ávinningnum af þessum viðskiptum, þótt vitað sé að margur maðurinn hafi stolist til að eiga viðskipti við Englendingana í trássi við einokunina og þannig létt sér lífsbaráttuna.

En þrátt fyrir verslunarbann héldu veiðar Englendinga við Íslandsstrendur áfram og fiskur veiddur þar var áfram á boðstólunum hér í Englandi. Það var því eðlilegt þegar við Íslendingar hófum sjálfir fiskveiðar í stórum stíl að Bretland yrði okkar helsta markaðssvæði, bæði fyrir frystan fisk og ferskan. Á stríðsárunum nam útflutningur á ferskum fiski til Bretlands allt að 140 þúsund tonnum á ári og höfðu báðar þjóðirnar mikinn hag af þeim viðskipum. Úr þessum viðskiptum dró þegar þjóðirnar áttu í deilum um fiskveiðiréttindi við Ísland og tók nærri fyrir þau bæði á sjötta og áttunda áratugnum."

Íslendingar og Bretar áttu umtalsverð samskipti á öldunum fram undir fyrra stríð.  Íslendingar stunduðu  verslun  við breska sjómenn í blóra við einokunarlögin og seinna var á tímabili  t.d. talvert selt af fé á fæti til Bretlands. Þegar að farið er yfir söguna kemur í ljós að Íslendingar eiga ýmislegt smálegt Bretum að þakka.

Íslenska hundinum bjargað.

85005365Þegar að íslenski hundurinn var að verða útdauður á landinu var kyninu bjargað frá aldauða af breskum náunga sem hét Mark Watson. Hann ferðaðist mikið um landið um 1930 og sá þá allnokkuð af íslenskum hundum út um sveitir. Í  kringum 1950 voru íslenskir hundar svo að segja horfnir nema á afskekktum stöðum, s.s. í Breiðdal á Austurlandi þar sem 90% hundanna sýndu enn öll einkenni kynsins. Ljóst er að á þessum tíma var kynið í mikilli útrýmingarhættu. Watson ákvað að flytja nokkra hunda og tíkur til Kaliforníu og rækta kynið svo það yrði ekki aldauða. Yfirdýralæknir, Páll A. Pálsson, aðstoðaði hann við útflutninginn. Fljótlega eftir að hundarnir komu til Kaliforníu kom upp hundapest og drápust sumir hundanna. Þeir sem lifðu eignuðust afkvæmi og virtust ekki hafa blandast öðrum kynjum. Watson fluttist seinna til Englands og tók hundana með sér og lét halda ræktuninni áfram.

Ísland hersetið af Bretum 

p39Föstudaginn 10. maí 1940 vöknuðu Íslendingar við vondan draum, það var verið að hertaka Ísland. Herskip sigldu að höfninni, flugvélar sveimuðu yfir landinu og 2000 breskir landgönguliðar stigu á land. 

Árið 1940 voru Íslendingar um 120 þúsund talsins, þar af bjuggu um 40 þúsund manns í Reykjavík. Talið er að um 25 þúsund breskir hermenn hafi verið í landinu þegar mest var árið 1941 og hafði stærsti hluti liðsins bækistöðvar í Reykjavík og nágrenni. Með komu hersins tók bæjarlífið stakkaskiptum. Bretar stóðu fyrir ýmsum framkvæmdum; þeir lögðu meðal annars flugvöll í Vatnsmýrinni og braggahverfi risu af grunni. Veitti „Bretavinnan" fjölmörgum Íslendingum atvinnu, en mikið atvinnuleysi hafði ríkt í landinu. Yfirleitt var sambúð hermanna og landsmanna friðsamleg, þótt af og til kæmi til árekstra. Einna helst þótti mönnum skemmtanalíf bæjarins breytast til verri vegar og átti lögreglan í Reykjavík stundum fullt í fangi með að halda uppi lögum og reglu.

Tjallinn fer

Hinn 7. júlí 1941 tóku Bandaríkin að sér hervernd Íslands samkvæmt samningi Bandaríkjamanna og Breta við ríkistjórn landsins. Í kjölfar komu bandarískra herdeilda tóku Bretar að flytja landher á brott, þar sem hermanna var þörf í baráttunni við Öxulveldin annars staðar. Bandaríkin voru hins vegar enn ekki orðin aðilar að styrjöldinni, en tóku upp frá þessu vaxandi þátt í átökunum á Atlantshafi við hlið Breta.

Þorskastríðin

codwarsÍslendingar háðu þrjú "þorskastríð" við Breta á síðustu öld og unnu þau öll. Þegar að mest greindi á milli þjóðanna  varð  deilan svo alvarleg að íslensk stjórnvöld ákváðu að slíta stjórnmálasambandi við Breta og kölluðu sendiherra sinn í London heim og vísuðu breska sendiherranum í Reykjavík úr landi. Eins og áður hótuðu Íslendingar einnig því að segja sig úr Norður-Atlantshafsbandalaginu (NATO). Sögðu menn það til lítils að vera í varnarbandalagi sem kæmi ekki til aðstoðar þegar landið væri undir erlendri árás.

Um þorskastríðin og útfærslu landhelginnar er frábæra samantekt að finna á síðu Landhelgisgæslunnar.

Ég læt þessa stuttu samantekt nægja að sinni þótt stiklað sé á stóru en vona að hún færi okkur heim sanninn um að það dugar ekki alltaf að vera stóri og sterki aðilinn þegar að samskiptum þjóða kemur, til að fá vilja sínum framgengt. Ég var því hissa á viðbrögðum forsætisráðherra Breta á dögunum, því hann hlýtur að hafa verið ljóst eins og öðrum sem eru komnir til vits og ára,  að Bretland hefur jafnan farið halloka þegar kemur að ágreiningi við Ísland.

 

 

 


Hverju tapaði Ísland?

iceland2Það sem útilendingar dá í fari íslendinga og það sem erlendir gestir, sem eru svo lánsamir að hafa heimsótt Ísland elska mest, er enn til staðar. Ekkert af því sem gerir okkur að þjóð hefur farið forgörðum í þessu fjármálaroki sem nú gengur yfir, þótt fáeinar skrautfjaðrir hafi fokið. Landið er enn fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, þjóðin gestrisin, hjálpfús, menntuð og framsækin.

Ekkert af því sem gerir okkur að okkur hvarf, þótt einhverjum óhróðri hafi verið dreift um okkur í útlandinu, til að auka tímabundið hróður pólitíkusar sem stendur höllum fæti í heimalandi sínu. Það er satt að Þjóðin er knésett fjárhagslega en það gildir hér sem annarsstaðar þar sem hildir eru háðir að ekki er spurt að því hversu oft við féllum við heldur hversu oft við stóðum upp aftur.

Hvannadalshnjukur420Við Íslendingar erum og verðum þjóð vegna þess að við eigum okkur sér afar sérstæða menningu, sérstakt tungumál og sérstaka siði, en það sem gefur þessum þáttum raunverulegt gildi er að þeir eiga sér rætur í upphafi búsetu á Íslandi og teygjast óslitið aftur til uppruna þjóðarinnar. Þessi hugmynd myndaði kjarnann í málflutningi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni og til hennar er getum við enn sótt fulltingi þegar að okkur er sótt.

Fyrir einni öld voru Íslendingar fátækasta þjóð Evrópu. Með réttri blöndu af harðfylgi og málamiðlunum náðum við fullu sjálfstæði og komumst eftir það á undarverðum tíma í tölu auðugustu þjóða heimsins. Það sem byggði þann auð er enn í landinu og á því kapítali, mannauðnum, er hægt að byggja aftur.

800px-Thingvellir_Iceland_2005Ég hafna því að íslendingar "hafi sett ofan" þótt því sé haldið fram af þeim hvers gildismat er eingöngu bundið hagfræðitölum, og ég hafna því að íslendingar eigi að fara með veggjum á erlendri grund þótt ókurteisi og fram að þessu dulin öfund sumra útlendinga, gefi til þess ástæðu.

Ég fagna því að neikvæð umfjöllun erlendra fjölmiðla um ísland er í rénum og í stað hennar spyrja þeir að því hvers græðgi var meiri, þeirra sem buðu svo háa ávöxtun að hún hlaut að vera áhættuspil, eða þeirra sem sóttust eftir henni og voru tilbúnir til að taka áhættuna.

Heimurinn er á leið inn í efnahagskreppu. Bankahrunið er aðeins upphafið og í kjölfarið mun fylgja atvinnuleysi og allsherjar samdráttur. Þessi alheimslega kreppa mun krefjast svara við þeirri spurningu hvort óheft auðhyggja sé rétta leiðin fram á veg. Ísland kann að vera betur í stakk búið til að takast á við þá spurningu en flest önnur lönd, vegna þess að nú þekkjum við styrkleika og veikleika þeirrar leiðar, betur en flestir aðrir.

 

 

 

 


Síðasti eftirlifandi farþeginn.

full_314395milvina_deanMiss Elizabeth Gladys Dean, sem er betur þekkt undir nafninu Millvina, var fædd 2. Febrúar árið 1912 í Lundúnaborg. Níu vikum síðar hélt Georgette Eva Light móðir hennar, með Millvinu í fanginu um borð í glæsilegasta farþegaskip heimsins, ásamt eiginmanni sínum Bertram Frank Dean og rúmalega tveggja ára syni þeirra sem einnig hét Bertram. Ætlun þeirra var að sigla til Bandaríkjanna og gerst innflytjendur til borgarinnar Wichita í Knasas þar sem faðir Millvinu ætlaði að setja um tóbaksverslun. 

Dean hjónin áttu reyndar að sigla með allt öðru skipi en verkfall kolanámumanna varð til þess að þau voru flutt yfir á þetta undraverða fley sem sagt var að ekki gæti sokkið og var að fara í sína fyrstu ferð yfir Atlantshafið.

 

Titanic%20BWÞau komu um borð í RMS Titanic í Southhampton og var vísað til þriðja rýmisins eins og farmiðar þeirra sögðu til um. Aðfaranótt 14. Apríl fann faðir hennar að skipið kipptist við. Hann fór út úr klefanum til að athuga hvað hefði gerst og snéri fljótlega til baka. Hann sagði konu sinni að klæðast og koma með börnin upp á þilfar. Þar var Georgette ásamt Millvinu sett í björgunarbát nr. 13. Einhvern veginn hafði Georgette orðið viðskila við son sinn Bertram og hrópaði til eiginmanns síns um að finna hann og setja hann líka í bátinn. Enginn veit nákvæmlega hvernig Bertram komst í bátinn en hann ásamt móður sinni og Millvinu var bjargað um borð í Adriatic sem flutti þau til baka til Englands. Til föðurins spurðist aldrei neitt framar eftir þessa afdrifaríku nótt.

dean1Millvina komst þegar í uppáhald hjá öðrum farþegum Adriatic enda undruðust margir að þessi litla stúlka hefði lifað af vosbúðina í björgunarbátnum.  Dagblaðið Daily Morror segir svo frá að; hún hafi strax orðið allra uppáhald og að myndast hefði rígur á milli kvenna um hver fengi að halda á henni svo að skipherrann varð að setja þá reglu að að farþegar á fyrsta og öðru rými gætu haldið á henni til skiptis og ekki lengur en 10 mínútur hver. Fjölmargar ljósmyndir voru teknar af henni og bróður hennar og sumar birtust í dagblöðum eftir komuna til Englands.

Millvina og bróðir hennar voru alin upp og menntuð á kostnað lífeyrissjóða sem stofnaðir voru fyrir eftirlifendur þessa frægasta sjóslyss sögunnar.  Millvinu var alls ókunnugt um að hún hefði verið farþegi um borð í Titanic þangað til hún var átta ára og móðir hennar ákvað að gifta sig aftur.

foto_superviviente_2_medianaSjálf gifti Millvina sig aldrei. Hún vann fyrir ríkið í heimsstyrjöldinni síðari við kortauppdrátt og síðar hjá verkfræðistofu í Southhampton. Það var ekki fyrr en hún var komin á elliárin að hún varð þekkt fyrir að hafa siglt með Titanic. Hún kom fram í sjónvarps og útvarpsþáttum og var árið 1997 boðið að sigla yfir Atlantshafið á ný með QE2 og ljúka för sinni til Wichita, Kansas.

Elizabeth Gladys Dean er síðasti eftirlifandi farþeginn með Titanic. Hún býr enn í  Southampton og er nú 96 ára. Um þessar mundir setti hún síðustu gripina, ferðatösku og aðra smámuni sem foreldrar hennar höfðu meðferðis í hinni sögulegu ferð á upp boð til að afla peninga fyrir góðgerðarstarsemi.

Þegar hún heyrði nýlega að verið væri að selja muni sem náðst hafa úr skipsflakinu, sendi hún frá sér stuttorða yfirlýsingu: "Faðir minn er þarna enn. Það er ekki rétt að taka hluti úr skipi sem svo margir fórust með. Ég reikna ekki með að þetta fólk hafi hugsað út í það - Það hugsar bara um peningana."

Smá viðauki

Elen Mary Walker heitir kona sem fædd var 13. Janúar 1913. Móðir hennar var ein þeirra sem bjargaðist ásamt móður Millvinu og það má geta sér þess til að hún hafi verið ein þeirra sem hélt á Millvinu úti á köldu Atlantshafinu. Elen Mary Walker var þá í móðurkviði og segist því vera yngsti eftirlifandinn. Reyndar segir tímasetningin okkur að hún hafi líklega verið getinn um borð í Titanic. Ef við tökum tillit til kröfu Elen, eru eftirlifendur slyssins enn tveir.

 

 

 

 


Blogg heilkennið

ascii-blogger-portraitsÉg veit ekki hvað margir blogga reglulega á Íslandi en það kæmi mér ekki á óvart að Íslendingar ættu þar heimsmet miðað við fólksfjölda að sjálfsögðu eins og í mörgu öðru. Sjálfur hef ég bloggað í ellefu mánuði og ég verð að viðurkenna að sumt af því sem sagt er hér að neðan og á að lýsa einkennum þeirra sem haldnir eru krónískri bloggáráttu, passar við mig.

Hvað af þessu mundi eiga við þig og hvaða önnur einkenni sem þér dettur í hug, ættu alveg heima í þessari upptalningu?  

Þú ert illa haldin/n bloggáráttu ef þú;

1.  Ef þankagangur þinn er stöðugt í "skrifgírnum" og þú veltir vandlega fyrir þér niðurröðun orðanna sem hæfa hverri færslu.

2.  Þú sérð eitthvað áhugavert eða upplifir eitthvað mannlegt og þú byrjar strax að setja það niður fyrir þér í huganum hvernig þú ætlar að koma því frá þér og getur varla beðið með að komast að tölvunni til að blogga um það.

3.  Þú eyðir heilmiklum tíma í að stara á bloggsíðuna þína og dást að hversu frábær hún er.

4.  Þú ert stöðugt að hugsa um hvað þú getur bloggað um næst.

5.  Frítíma þínum eyðir þú í að lesa bloggfærslur annarra.

6.  Þegar þú ert tengd/ur athugar þú tölfræðina á blogginu þínu af og til rétt eins og þú búist við stórkostlegum breytingum á henni á fimm mínútna fresti.

7. Þú átt erfitt með að ákveða hvaða bloggform þú velur á síðuna þína til að nota að staðaldri.

8.  Þú ert stöðugt að breyta því sem kemur fram á spássíu bloggsins og breyta stillingum þess.

9.  Þú sérð mikið eftir því að hafa ekki myndavél við höndina, þegar þú sérð eitthvað myndrænt í umhverfi þínu og þú hugsar; Þetta hefði verið gaman að skrifa um.

10. Það fyrsta sem þú gerir þegar þú kemst í námunda  við tölvu er að athuga bloggsíðuna þína.

11. Að athuga bloggsíðuna þína er hluti af dagsverkum þínum.  

12. Þú vilt heldur sitja við tölvuna en að vaska upp.  

13. Þér finnst mjög gaman að googla, kópera og linka efni sem þú finnur á netinu fyrir bloggið þitt.

14.  Þú gerir þitt besta til að skilja þótt ekki sé nema smávegis í html og koma þér inn í lingóið sem notað er á netinu.

15. Þú uppástendur að bloggið sé aðeins áhugamál.

16.  Þegar að þú hefur ekki verið við tölvuna í smá tíma, vaða orð og hugtök um í höfðinu á þér og þú getur ekki raðað þeim saman í heilsteyptar setningar fyrir en þú kemst aftur að tölvunni.

17.  Uppáhaldsstaðurinn þinn í heiminum er fyrir framan tölvuna þína. Það er nánast öruggt að það er hægt að finna þig þar.

18. Þú  ert farin/n að hata spamaranna sem skilja eftir sig athugasemdir sem eyðileggja útlitið á blogginu þínu og þú íhugar að senda þeim persónulega harðort bréf á orðsendingakerfinu.

19. Þú missir stundum svefn vegna bloggsins.

20.  Fólkið sem þú býrð með talar venjulega við hnakkann á þér eða ennið af því það er það eina sem sést af höfðinu á þér.  

21.  Það er heppið ef að því tekst að draga upp úr þér eitthvað annað en uml þegar þú ert að skrifa

Gleymdi ég einhverju?


100 milljónir punda, söguleg upphæð!

opium Á seinni hluta nítjándu aldar reyndur hinar sterku Evrópuþjóðir hvað þær gátu til að fá Kína til að versla af sér vestrænan varning. Kína vantaði fátt af því sem vesturlönd höfðu upp á að bjóða og vildu enn færra. Talsverð eftirspurn var samt í Kína eftir Ópíum.

Í hinum svokölluðu Ópíumstríðum sem háð voru á sjöunda áratug nítjándu aldar neyddu Bretar Kínverja til að kaupa Ópíum í skiptum fyrir kínversku afurðirnar sem þeir girntust svo mjög. Í hverri höfn í Kína var komið upp verslunarverum fyrir ópíum sem Bretarnir fluttu inn. Þær stærstu voru í  Shanghai, þar sem franskir, þýskir, breskir og bandarískir kaupmenn heimtuðu víðáttumikil lönd til umráða sem kallaðar voru "sérlendur" sem þýddi m.a. að þau heyrðu ekki undir kínversk lög heldur lög heimalanda kaupmannanna og landsherranna. Í Shanghai var að finna víðfrægt skilti sem á stóð; "Hundar og Kínverjar bannaðir".  

Kristniboð Evrópubúa, járnbrautalagning, Ópíumverslunin og sú niðurlæging sem Kína varð að þola þegar landið tapaði yfirráðum sínum í Kóreu urðu til að vekja mikla andúð Kínverja á öllu sem útlenskt gat talist. Stjórn landsins var of veik til að standa gegn erlendum stjórnvöldum og því kom að því að almenningur reis upp og reyndi að varpa af sér útlendingaokinu.

boxer%20rebel%20cropped%234%23Í norður Shandong  héraði í Kína spratt upp öflug hreyfing sem kallaði sig "Samtök hinna réttlátu og samræmdu hnefa".

Meðlimir hennar, ekki ósvipað og draugadansarar indíána í norður Ameríku nokkrum árum áður, trúðu því að með réttri þjálfun, réttu mataræði, ákveðinni bardagatækni og bænahaldi fengju þeir yfirnáttúrlegum hlutum áorkað eins og að yfirstíga þyngdarlögmálin og fljúga og orðið ónæmir fyrir sverðlögum og byssukúlum. Að auki lýstu þeir því yfir, að þegar til orrustu kæmi, mundi her látinna áa eða "anda-hermanna" stíga niður frá himni og aðstoða þá við að hreinsa Kína af "erlendu djöflunum".

 Vesturlandabúar kölluðu þá boxara og við þá er helsta uppreisn þessa tímabils kennd en hún hófst með morðum og pyntingum á kristnu fólki og kristnum trúboðum í Shandong héraði og síðan með árás á borgirnar Tianjinog Bejiing.

Keisaraynjan  Cixi  dró taum boxaranna og neitaði að senda heri sína gegn þeim. Þess í stað sendi hún 50.000 mann herlið sem tók þátt í uppreisninni ásamt boxurunum.

boxer-rebellionFrá upphafi til enda stóð uppreisnin aðeins í 55 daga. Hún fjaraði út í Ágúst mánuði árið 1900 þegar að 20.000 manna herlið vesturlanda  Austurríkis-Ungverjalands Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japan, Rússlands, Bretlands og Bandaríkjanna, réðist gegn uppreisnarmönnunum þar sem þeir sátu um fáliðaða erindreka og kaupmenn sem vörðust í borgarvirki sem þeir höfðu komið sér fyrir í borginni Bejiing. Í umsátrinu sem hófst í Júní mánuði féllu 230 kaupmenn og erlendir erindrekar. Talið er að yfir 20.000 boxarar hafi tekið þátt í umsátrinu en alls létust í uppreisninni 115.000 manns, þar af 109.000 Kínverjar. 

Í virkinu höfðust við fáliðaðir kaupmenn og stjórnarerindrekar. Þeir höfðu eina fallbyssu til afnota og var hún kölluð alþjóðlega byssan. Hlaup hennar var breskt, hleðslan ítölsk, kúlurnar voru rússneskar og byssumennirnir Bandaríkjamenn.

boxer3Eftirmálar uppreisnarinnar urðu all-sögulegir. Blöð á vesturlöndum og í Japan ýktu mjög fjölda þeirra sem féllu fyrir hendi Boxaranna og birtu upplognar sögur af hroðalegri meðferð þeirra sem í höndum uppreisnarmanna lentu. Við slíkan fréttflutning gaus skiljanlega upp mikið hatur í garð Kínverja og þeir voru af öllum almenningi álitnir réttdræpir villimenn.

Hefndaraðgerðir vesturvelda fylgdu í kjölfarið með tilheyrandi drápum og nauðgunum. Fræg var skipum Vilhjálms ll Þýskalandskeisara til hermanna sinna er hann sagði í ræðu; "Gerið nafnið Þjóðverja svo minnisstætt í Kína næstu þúsund árin svo að engin Kínverji muni þora aftur að brýna augun á Þjóðverja."Einmitt í þeirri ræðu minntist Vilhjálmur á Húna sem varð til þess að Þjóðverjar voru uppnefndir Húnar bæði í heimstyrjöldinni fyrri og þeirri síðari.

505px-BoxerSoldiersMeðal þeirra sem voru heiðraðir fyrir vasklega framgöngu í boxarauppreisninni var Sjóliðsforinginn Georg Ritter von Trapp, sem seinna varð heimsfrægur sem faðirinn í söngleiknum Tónaflóð  (The Sound of Music) en hann þjónaði um borð í  SMS Kaiserin und Königin Maria Theresa sem var eina orrustuskip Austurríkis við strendur Kína um þær mundir.

Kína var gert að greiða himinháar skaðabætur fyrir uppreisnina, eða 450,000,000 tael  (1 tael er 40 gr.) af silfri,  um 100 milljónir punda á verði dagsins í dag.  Upphæðin átti að greiðast á 39 árum með 4% vöxtum á ári. Til að flýta fyrir borguninni var fallist á að setja útflutnings toll á fram að þessu tollfrjálsan varning og auka þann sem fyrir var úr  3.18% í 5%.

Uppreisnin og eftirmálar hennar urðu til þess að valdtíð Qing keisaraættarinnar sem ríkt hafði frá árinu 1644 lauk árið 1912 og Kína varð að Kínverska Alþýðulýðveldinu.

 

 


Hvað eru Restavekar ?

Haiti%20Children%201Haiti, (Fjallalandið) er það ekki paradís á jörðu? Sú er alla vega ímynd flestra norðurálfubúa af Karíbahafseyjunum þar sem tæpar 9 milljónir manns búa.

En á Haiti búa að því að talið er 300.000 börn sem eru kölluð á gamla "Kríóla" málinu; "Restavek" sem merkir "að vera hjá".

Restavekar búa ekki hjá foreldrum sínum, heldur eru þau þrælar betur efnaðra Haíti búa.

Fellibylirnir Fay, Gústaf, Hana og Ike sem gengu yfir Haíti í sumar opinberuðu fyrir alheiminum alvarlegt þjóðfélagsmein sem fram að þessu hefur ekki verið á allra vitorði. Á Haíti þar sem barnadauði er hvað hæstur í heiminum, er stundað víðfeðmt og mismunarlaust þrælahald barna.

Á eyjunum er að finna ríkt fólk og fátækt og svo það sem ekkert heimili á. Meðal þeirra sem ekkert heimili eiga tíðkast að koma börnunun fyrir meðal betur efnaðs fólks í von um að börnin fái eitthvað að borða og jafnvel að fara í skóla. Reyndar er staðan slík að aðeins helmingur barna á skólaaldri yfirleitt, er skráður í skóla. Hlutfall Restaveka er miklu minna.

Í raun eru börnin hneppt í þrældóm. Þau eru beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, svelt og refsað á ýmsan hátt og fæst þeirra líta nokkru sinni veggi skólanna að innann. 

"Það er farið með þau verr en húsdýrin" segir talsmaður sameinuðu þjóðanna um ástand Restaveka barna. "Þau eru annars flokks þegnar, litlir þrælar. Þau fá að borða og fyrir það skrúpa þau og fága hýbýli ríka fólksins."

"Það hafa allir a.m.k. eitt" haitian-children-salvery_5248

 Widna og Widnise, eru 12 ára tvíburasystur sem hafa verið á sama heimili í tvö ár.

Þær fara á fætur við sólarupprás  til að ná í vatn, safna eldivið, elda skúra og þrífa. Þær horfa á börn "gestgjafa" sinna sem eru á svipuðum aldri, borða morgunmat og hafa sig til í skólann.

Tvíburarnir fá ekkert að borða á morgnanna og eru hafðar heima til að vinna. Samt hafa þær það betur að eigin sögn en flestir aðrir Restavekar. Þær eru t.d. barðar á lofana ef þær gera mistök en ekki í höfuðið.

Á kvöldin fá þær að borða með hinum börnunum og þær sofa á mottum á gólfinu eins og hin börnin. Þær hafa meira að segja skó til að ganga í.  

gigicohen2En þeim líkar ekki vistin. Sérstaklega hvernig þeim er stöðugt strítt af hinum börnunum sem segja að þær verði ætíð þjónustustúlkur.

Og þær sakna móður sinnar sem vinnur sem þjónustustúlka og heimsækir dætur sínar þegar hún getur.  

"Móðir okkar er of fátæk til að sjá fyrir okkur" segir Widna. "En við viljum ekki vera Restavekar."

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband