Samtíningur um Bítlana

483791936_3079452bc0Þreytumerki voru á borginni Liverpool eftir heimstyrjöldina síðari. Þjóðin lifði á fornri frægð, og samtíminn var ömurlegur.Framtíð pilta, sem þá ólust upp í Liverpool, virtist ekki bjartari  feðra þeirra eða afa. Árið 1956 benti fátt til þess að frá þessari hafnarborg ættu eftir að koma fjórir, ungir menn sem valda mundu slíkri tónlistarbyltingu að hún átti eftir að grípa heiminn og breyta honum.
Bítlarnir voru ljóðskáld sinnar kynslóðar og hetjur síns tíma. Eins og önnur skáld og hetjur endurspegluðu þeir tíðarandann.

Árið 1964 virtist sem þeir hefðu orðið til úr engu, svo skjótur var frami þeirra. En þeir höfðu þá þegar lagt hart að sér í átta ár og oft orðið fyrir vonbrigðum á þeim tíma. En þeir unnu samt  markvisst og lánið lék við þá. Þeir komu fram á réttum stöðum og hittu rétta aðila á úrslitastundu. En mestu skipti að þeir voru góðir. Þeir byggðu tónlist sína á gamalli hefð. Tónlist þeirra átti eftir að  breytast og varð áður en yfir lauk, vinsælli en þá hafði órað fyrir árið 1964. 

little_richardRæturnar Bítlanna lágu í frjóum jarðvegi rythmablúsins. Svartir tónlistarmenn hófu að leika þá tónlist en hvítir dreifbýlistónlistarmenn gerðu hana að nýju æði og skyndilega var fyrirbærið rokk allsráðandi. Rokkið varð að þjóðsöng bandarískra unglinga og foreldrum þeirra stóð ógn af því. Unglingarnir urðu uppreisnarmenn án málstaðar að frátalinni þessari grófu tónlist. Little Richard, Fats Domino, Everly-bræður, Eddy Cochran. Þetta voru átrúnaðargoðin. En enginn náði anda rokksins betur en 21s árs gamall vörubílstjóri frá Mississippi, Elvis Aron Presley að nafni. Samtímis gróf svipuð unglingauppreisn  um sig handan  Atlantshafsins. Í Bretlandi var þegar hafið annarskonar músíkæði. Æðið byggðist á þjóðlagatónlist og nefndist “ Skiffle “.

sciffleÞetta var afbrigði af afdalatónlist og var fyrst leikin á þvottabretti, kasú og bassa með einum streng. Lonnie Donegan gerði það vinsælt með lögum á borð við “ Jack of Dimonds”. Á svipstundu urðu allir breskir krakkar hrifnir af Skiffle. Árið 1956 var John Lennon 16 ára vandræðagemlingur. Hann gerði kyndug prakkarastrik í skólanum og fátt annað. Faðir Johns hafði drukknað þegar hann féll útbyrðis af skipi tíu árum fyrr. Þá var John komið fyrir hjá Mímí frænku. Móðir hans varð bara góð vinkona hans.

John hóf að leika í hljóðfæri tíu ára en þá fékk hann munnhörpu að gjöf  frá frænda sínum. Þegar Skiffle - æðið hófst gaf Mímí honum gítar. John stofnaði hljómsveitina The Quarrymen. Þeir léku öll lög Donegans en allt frá byrjun langaði John að leika rokkmúsik.   Paul Mc Cartney hafði aldrei hitt John Lennon. Paul var 14 ára og var í öðrum skóla. Paul var ólíkur John prúður, hlédrægur, þægilegur. Faðir Pauls, hljóðfæraleikari í hjáverkum, gaf honum gítar þegar móðir hans dó. Brátt fékk Paul líka áhuga á að leika rokk líkt og fyrirmyndirnar  Little Richard, Eddy Cochran og Buddy Holly.

quarrymenSumarið 1957 fór Paul á kirkjuhátíð í Woolton. Þar léku Grjótpálarnir fyrir dansi. Paul og John áttu sameiginlegan vin sem kynnti þá. Paul hreifst af því að John stjórnaði hljómsveit . John hreifst af því að Paul kunni að stilla gítar. Í næstu viku gerðist Paul Grjótpáll. Fyrsta árið þeirra saman hlutu þeir lítinn frama. Þeir voru enn í skóla en léku hvenær sem þeir gátu. Þeir fluttu hljóðfæri sín í strætisvögnum. Áheyrendur voru afskiptalitlir. Þeir fengur sjaldan greiðslu en þá dreymdi alla um frægð og frama.  

Vinsælir Bandarískir tónlistarmenn á borð við Bill Hailey komu til Englands og það örvaði Grjótpála til dáða. En í Bandaríkjunum átti rokkið í erfiðleikum. Elvis Presley var kvaddur í herinn, söngvarinn Chuck Berry var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Þrír frægir söngvarar, Richie Valens, “ Big Bopper” Richardson og Buddy Holly, fórust í flugslysi. Jerry Lee Lewis átti í vandræðum. Það var ekki bara að konan hans væri aðeins 14 ára og frænka hans í þokkabót heldur hafði hann einnig gleymt að skilja við fyrri konu sína.

Cliff~RichardÁrið 1959 höfðu nýjar stjörnur komið í stað hinna fyrri. Snyrtilegir og meinlausir herramenn á borð við Cliff Richard. Með þeim hugðust hljómplötuútgefendur í Bandaríkjunum reyna að hemja rokktónlistina. Breskir plötuframleiðendur fóru eins að í Lundúnum. Vinsælustu lögin voru í dúr við “ Living doll “ sem var fyrsta lagið sem Cliff Richard seldi í meira en milljón eintökum. Hann varð eftirlæti breskra poppiðnaðarins. Flestir Breta hlustuðu á Cliff og popptónlist á meðan Quarrymen reyndu sig við lög eftir Fats Domino og Ray Charles.   

En unglingar í Liverpool héldu sig við rythmablús. Íbúar hafnarborgarinnar Liverpool voru harðgerðir og vildu hlusta á kjarnmikla tónlist.  Mörg skip sigldu þaðan til Bandaríkjanna. Margir frá Liverpool réðu sig á þessi skip. Þeir komu heim með plötur sem hvergi fengust á Englandi nema í Liverpool.  Hljómsveitirnar þar stældu tónlist Gene Vincents og annarra.  Grjótpálarnir voru ein þessara hljómsveita. John og Paul léku báðir á rythmagítara. Tveir nýir menn léku með þeim. Sextán ára gítarleikari George Harrison, og vinur Johns úr listaskólanum,  Stuart Sutcliffe.

stu8Í hópi bekkjarfélaganna var George Harrison þekktur sem sonur mannsins sem ók skólabílnum. Hann var yngstur fjögurra barna og eftirlætis barnið í fjölskyldunni. Þegar á barnsaldri var hann sjálfstæður og einrænn. George eignaðist fyrsta gítarinn sinn 1956. Hann átti ekki eins hægt með að leika og Paul. En hann var þolinmóður og einarður. Móðir hans var hjá honum á hverju kvöldi meðan hann lærði lög Buddy Hollys. George elti Grjótpálana í von um að komast í hópinn. George var þremur árum yngri en John sem taldi hann alltof ungan til að fá að slást í hópinn. Loks var hann samt tekinn í hópinn; ekki aðeins vegna þess að hann lék á gítar, heldur umbar móðir hans hávaðann í hljómsveitinni þegar hún æfði í húsakynnum hennar.

Stuart Sutcliffe þótti efnilegasti nemandinn í listaskólanum. Hann var bekkjarbróðir Johns og notaði rokkið til að auka á listamannsímynd sína. Hann kunni ekkert að spila en var tekinn í hópinn þegar hann keypti gítar fyrir peninga sem hann hafði fengið fyrir að taka þátt í listasýningu. Með nýjum mönnum breyttist nafn hljómsveitarinnar. Fyrst var það Johnny and the moon dogs, næst Silverbeatles og loks árið 1960 The Beatles.

Enn fengu þeir hvergi laun fyrir leik sinn.


Bill Barry einn af skólafélögunum sem þekkti Bítlana á þessum árum segir svo frá; Þeir fengu fyrst borgað þeagar þeir spiluðu í listaskólanum. Það var árið 1958. Paul og George voru í Vísindaskóla en John og Stuart voru í Listaskóla. Þeir áttu ekki peninga fyrir hljóðfærum. Við Stuart lögðum til að nemendafélagið borgaði þeim svo þeir gætu eignast hátalarakerfi. Þeir léku á skóladansleikjum og urðu að skólahljómsveit. Utan skólans unnu þeir á Jacaranda, lítilli kaffistofu, en þar léku þeir í kjallaranum. Hver þeirra fékk víst um 15 krónur.

Allan Nokkur Willams átti þá veitingastaðinn Jacaranda. Hann vann einnig smáviðvik fyrir listamenn borgarinnar. Það  nýjasta hjá honum var að útvega skemmtistað einum Í Hamborg rokkhljómsveitir frá Liverpool. Willams stakk upp á Bítlunum þegar hann fékk ekki aðra hljómsveit. 

1960-beatles-hamburg_germanyAllan Willams segir svo frá þessu; Þarna lék ein frægasta hljómsveit Liverpool þar sem Howie Case lék á sólógítar. Hann sendi mér bréf þar sem í stóð að þetta gengi vel í Hamborg en ef ég sendi þessa ræfla Bítlana, eyðilegði ég allt. “ Sendu þá ekki í guðanna bænum” endaði bréfið. .Um þetta leyti vantaði Bítlana trommuleikara sem oftar. Þeir höfðu leikið í klúbbi sem frú Best stjórnaði en sonur hennar Pete, lék á trommur. 

Paul segir svo frá. Ég var kynntur fyrir Pete. Ég bað hann að leika. Hann gerði það ekki  vel en þolanlega. Ég sagði “ Þetta nægir. Förum nú til Hamborgar”. ” Hamborg var Las Vegas Evrópu, æsandi borg og fjörug”.Þar mátti gera allt.

Um þetta leyti var Hamborg alræmd hjá Englendingum. Vegna skemmtanahverfisins. Reeperbahn, en þar voru undarlegar kynlífssýningar, grímulaust vændi og konur sem glímdu í leðju. Tónlistin var algert aukaatriði.

Tony%20Sheridan%20signed%20receipt%202%20%20smallTony Sheridan var einn fyrstu ensku tónlistarmannanna sem fóru til Þýskalands. Hann kom áður reglulega fram í breskum sjónvarpsþáttum. Í Hamborg varð hann brátt stjarna staðarins og fastamaður á Reeperbahn.


Tony Sheridan segir svo frá þessum tímum; Við fluttum útþynnt þýskt rokk.. Sýndarmennskan var mikil í kringum þetta. Áhorfendur hvöttu til þess.

Willams útvegaði Bítlunum starf á tveimur ömurlegum stöðum, Kaiserkeller og Indra. Þar léku þeir í tvo mánuði allt að sjö stundir áhverju  kvöldi. 

Horts Eascher sá sem rak Stes club í Hamburg staðfesti frásögn Tonis; Aðbúnaðurinn var ólíkur því sem þeir áttu að venjast. Meðan þeir léku hér  bjuggu þeir í gluggalausri kytru. Þetta voru hræðilegar aðstæður. 

     
Horst Facher fyrrum hnefaleikari sem hafði verið bannað að keppa vegna þess að hann drap sjómann, varð vinur og verndari hljómsveitarmanna frá Liverpool.  Stuart sá elsti af hljómsveitinni var nýorðinn tvítugur en Bítlarnir höfðu alist upp í hafnarborg og voru því lífsreyndir. Samt urðu þeir hissa á öllu því slarki, eiturlyfjum og áfengi sem bauðst í Hamborg. Erfiðið og langur vinnutími fjarri heimkynnum efldi þá og tónlist þeirra. Hljómsveitin varð samhent og lagavalið fjölbreyttara. Þeir voru ekki lengur ræflar sem enginn kærði sig um. Þeir voru atvinnumenn. Þeir léku sjö stundir á kvöldi og því varð lagavalið að vera fjölbreytt. Menn urðu að standa sig eða gefast upp.  

Tony Sheridan segir svo frá: Þegar leikið var sjö tíma á kvöldi í tvo mánuði fengu menn mikla reynslu, lærðu að beita röddinni og þeim fór fram í gítarleiknum.Öllum sem fóru til Hamborgar, fór mikið fram. 

Paul McCartney talar einnig um þessa tíma á þessa leið: Við listþróun einkum tónlistar, verða vissir staðir eins konar uppeldisstöðvar.

Hamborg var slíkur staður. Bill Harry bjó með John og Stuart á listaskólaárunum. Á meðan þeir voru í Hamborg var hann í Liverpool og varð brátt sérfróður  um tónlistarmál borgarinnar. Brátt gaf hann út dagblað þar sem fjallað var um nýjar hljómsveitir og nýja skemmtistaði. Bítlarnir voru enn óþekktir þegar þeir komu frá Hamborg.

Bill Harry segir svo frá; Ég kynnti þá sem bestu hljómsveit Liverpool þótt þeir væru það ekki þá þvi þeir voru vinir mínir. Brian Kelly vissi hvað í þeim bjó og lét þá leika  á skemmtunum sem hann hélt og nutu þeir því mikilla  vinsælda þá.

Billy J Kramer bætir við; Þeir komu fyrst fram í Litherland, bara fjórir piltar upp á sviði. Þá voru allar hljómsveitir í búningi. Þeir voru í gallabuxum og leðurjökkum og reyktu. 

Allan Willams hefur þetta að segja um þennan atburð; Allir urðu stjarfir þegar Bítlarnir byrjuðu að stappa síðan hlupu allir æpandi að sviðinu.

cave01Eftir að Bítlarnir komu fyrst fram á Litherland sóttust eigendur lítilla skemmtistaða eftir þeim. Póstmaðurinn Bob Wooler sem var gerkunnugur öllum hljómsveitum Liverpool, hafði nýlega gerst plötusnúður á stað sem kallaður var the Cave eða Hellirinn en þar var fluttur Jass. Hann fékk hljómsveitir til að leika í hádeginu. Þar á meðal voru Bítlarnir.   Bítlarnir komu reglulega fram í Hellinum . Þeir héldu áfram að æfa og læra ný lög eins og í Hamborg.

Bob Woopler; Ég sótti plötuna “Hippy Hippy Shake “ í safnið mitt. Ég hafði ekki leikið lagið lengi en John hafði heyrt það. Hann spurði hver syngi. Honum féll lagið því það var í raddsviði hans. Þeir voru fljótir að læra lagið.
John og Paul höfðu samið minnst hundarð lög saman síðan þeir kynntust en höfðu ekkert hljóðritað, frumsamið eða eftir aðra.Þegar þeir fóru öðru sinni til Hamborgar 1960, sungu þeir inn á plötu en þá sem bakraddir hjá vini sínum Tony Sheridan.


Tony Sheridan; Þetta var klúðursleg rokkútsetning á “ My Bonnie “.Þetta var eingöngu ætlað þýska markaðnum. Ég fór að eins og Gene Vincent. Hann hafði heyrt plötu með Ray Charles. En þjóðverjar höfðu lært lagið í skólanum og ég átti að syngja lag sem þeir kynnu.


Þótt þetta væri fyrsta platan skipti meira að Stu ákvað að verða eftir í Þýskalandi og mála og vera hjá Astrid hinni þýsku unnustu sinni. Þegar Bítlarnir sneru heim lék Paul á bassann. Haustið 1961 voru Bítlarnir orðnir vinsælir bæði í Liverpool og Hamborg. Það var orðið hversdagslegt að leika í Hellinum og þýskum skemmtistöðum. Ekkert miðaði áfram. Þeir virtust hafa náð eins langt og hægt var utan háborgarinnar Lundúna. 


Bill Harry; Stórlaxarnir í Lundúnum réðu öllu og þeir vildu ekkert hafa með hljómsveitir utan af landi að gera. Bítlarnir og aðrar hljómsveitir í Liverpool töldu að þeim væri ætlað að leika fyrir fáeinar krónur og  lengra kæmust þeir ekki.


Paul Mc Cartney; En Brian Epstein taldi að gera mætti plötuupptöku. Engum okkar hafði dottið slíkt í hug. Hann hafði engin afskipti haft af poppurum fyrr. 


EpsteinBrian Epstein; Ég fór í Hellinn og heyrði Bítlana leika. Þetta var mér nýr heimur. 


Epstein var lítið gefinn fyrir rokktónlist. Hann hafði meiri áhuga á leikhúsum og léttklassískri tónlist en hann  stjórnaði plötudeildinni í húsgagnaverslun föður síns og fylgdist því með popptónlist af nauðsyn. Hefði ekki  verið spurt um “ My Bonnie” hefði Brian aldrei farið í Hellinn. 


Ég hreifst af taktfastri tónlist og kímnigáfu þeirra. Þegar ég hitti þá síðar hreifs ég af persónutöfrum þeirra.


Brian kunni ekkert með umboð fyrir hljómsveitir að fara, en hann fullvissaði Bítlana um að hann hefði sambönd og gæti gert þá fræga. Fjölskylda hans var rík og átti plötuverslanir og hann var í aðstöðu til að gera menn fræga. Áður en Brian gat gert þá fræga varð hann að gera nokkrar breytingar. Brian lét taka fínar myndir af þeim í jakkafötum. Hann fegraði ímynd þeirra.


Bill Harry; John hafði gefið mér gamlar myndir af sér með klósettsetu um hálsinn eða þar sem hann var á Reeperbahn og las í blaði á nærbuxunum einum saman. Hann bað um að fá myndirnar aftur því nú leyfði Brian  ekkert slíkt.


Þrátt fyrir viðleitni Brians var sjóndeildarhringur Bítlanna þröngur. Ekki bætti  þriðja Hamborgarferðin skapið. Stuart Sutcliffe hafði þjáðst af slæmum höfuðverk í tvö ár eða síðan fantar höfðu ráðist á hljómsveitina í Liverpool. Daginn áður en hljómsveitin  kom til Hamborgar, lést Stuart úr heilablæðingu. Bítlarnir voru miður sín vegna láts hans. Þeim leiddist að leika á sömu gömlu stöðunum og þurftu að fá góðar fréttir.


medium_beatles_george_martin_3George Martin; Dag nokkurn kom Brian Epstein til mín og kvaðst vera með hljómsveit sem ég ætti að vinna með. Brian vildi láta gera plötu eftir segulbandsupptöku. Tæknimanninum fannst upptakan góð. Brian kvaðst hafa farið til allra plötuútgefenda en enginn hefði viljað gera neitt. Þá sneri hann sér til mín því ég var talinn sérvitur og þirði að taka að mér svona furðufugla.


Það var eins líklegt að George Martin stjórnaði upptökum með rokkhljómsveit og að Brian gerðist umboðsmaður þeirra. Hann hafði góða tónlistarmenntun en vann að upptökum á sérkennilegum skopplötum. En George var vakandi fyrir nýjum hugmyndum og hreifst af upptökunni sem Brian kom með.


George Martin; Tónlistin var ekki sérlega frumleg en hljómurinn var athyglisverður. Ég fékk þá í reynsluupptöku.  Ég var með þeim nokkra stund og komst að því hvers þeir voru megnugir. Þeir áttu  afbrigði af “ Please Please me “ sem leikið var fremur hægt.   Þeir voru líka með “Love me do” og fleiri slík lög. Þeir sungu margvíslega svo ég kynntist röddunum. Ég var að leita að einhverjum  á borð við Cliff Richard, Elvis Presley eða Tommy Steele. Yrði John eða Paul aðalsöngvarinn hugsaði ég með mér? George virtist ekki hafa jafngóða rödd og þeir. Þá fékk ég hugmynd: Þeir áttu allir að syngja eins og þeir sungu. Ég hreifst ekki bara af tónlist þeirra heldu þeim sjálfum.


George Martin  ákvað upptökudag,  en áður þyrfti að gera eina breytingu. Pete Best var líklega myndarlegastur þeirra. Hann var hæggerður og skemmtilega önugur. 

petebestBill Harry; Í byrjun var Pete vinsælasti Bítillinn, einkum meðal stúlknanna. Þegar hljómsveitin lék hrópuðu þær af hrifningu yfir honum.  En hann var ekki góður trommuleikari. Góðan trommuleikara þurfti til að sameina hljómsveitina. Ég sagði við Brian að ég gæti útvegað annan trommuleikara fyrir upptökuna en Pete gæti leikið annars staðar með hljómsveitinni. Ég frétti svo síðar að þeir höfðu hugsað hið sama. 


Nýi trommuleikarinn sem fenginn var hét Richard Starkey, betur þekktur í Liverpool sem Ringo Starr. Ringo var úr fátækrahverfi í Liverpool . Í æsku þurfti hann oft að fara á sjúkrahús sökum ýmissa krankleika. Þegar Skiffle-æðið hófst komst hann yfir  trommusett og tók að leika með ýmsum hljómsveitum borgarinnar en gerðist loks fastamaður hjá helsta keppinauti Bítlanna, Rory Storme og Fellibyljunum. Hann hafði leikið með Bítlunum um stundarsakir en nú var hann fastráðinn.

smuklovemedoGeorge  Martin; Ég vildi fá eitthvað frumlegt ekki gömlu lögin sem þeir höfðu leikið. “ Love me do” var besta lagið sem þeir áttu þá. Ég þóttist vita að lagið yrði ekki mjög vinsælt.

Brian hætti ekki á neitt og sendi 10.000 eintök af plötunni í verslun sína í Liverpool.Plöturnar seldust ekki allar samt nóg til að platan komst í 17. sæti vinsældarlistans.  Frumraunin tókst allvel en Martin var ekki ánægður. Hann vildi að þeir hljóðrituðu lag eftir atvinnulagasmið “Það lag hét ´How do you do it”.


1George Martin; Þeir kváðust vilja hljóðrita eigin lög. Þá bað ég þá að koma með eins gott lag. Þeir komu með “ Please Please Me” Nú á meiri hraða. Strax og upptöku var lokið vissi ég að lagið kæmist á toppinn. Paltan kom út í Janúar 1963. Innan mánaðar seldist engin plata betur.   Ég vildi taka upp breiðskífu sem allra fyrst.  Árið 1962 var hljóðver EMI frumstætt miðað við það sem nú er. Allt fór beint inn á segulband. Við byrjuðum kl.tíu á morgnana og hættum kl.ellefu á kvöldin. Þá var ekki hægt að hljóðblanda.Við tókum “ Twist and shout.” tvisvar upp  í lokin þegar John var orðinn  rámur eftir daginn.


SheLovesYouPSHugmyndin um breiðskífu skilaði skjótt árangri. Á þessum dögum sömdu fáir flytjendur lögin sjálfir. Þess vegna var sjaldgæft að fá svo mörg frumsamin  lög á einni plötu. John og Paul voru rétt komnir á þrítugsaldur en samt prýðisgóðir lagahörfundar. Hljómsveitin var furðu fáguð.  “ She loves you”  varð líka metsöluplata. Þessi óvænta velgengni kom Bítlunum og Brian á óvart. Bítlarnir voru nú orðnir nokkuð frægir en þeir léku enn í Hellinum og komu fram á skemmtunum hjá frægum söngvurum á borð við Helen Shipiro og Tommy Roe. En aðdáendunum fjölgaði. Unglingar biðu næturlangt til að geta keypt miða að tónleikum þeirra.


Bill Harry; Ringo langaði mest að opna hárgreiðslustofu. Hann taldi sig geta grætt smáræði á tónlistinni og farið síðan út í þau viðskipti. Þá grunaði hvorki Bítlanna og Brian Epstein að Bítlaæði myndi vara í mörg ár. Þeir áttuðu sig ekki á þessu fyrr en þeir komu fram á Palladíum í Lundúnum.


Sunnudagskvöld á Palladíum var þá vinsælasti sjónvarpsþáttur á Englandi. Fimmtán milljónir Sjónvarpsáhorfenda sáu hljómsveitina í fyrsta sinn 13. Október 1963.

beatlemania-783942Daginn eftir var ekki talað um annað en Bítlana. Þeim hafði sannarlega miðað áfram. Næst komu þeir fram á Konunglega skemmtikvöldinu. 

John sagði þar brandara. Þeir sem sitja í almennum sætum klappi lófunum.  Þið hin látið bara klingja í skartgripunum.


Þeir voru komnir í hóp höfðingjanna. Fjögur ungmenni úr útnáranum Liverpool voru skyndilega á allra vörum. Menn hrifust ekki aðeins af tónlist þeirra þótt fjörleg væri og óútreiknanleg. Bítlarnir hrifu blaðamenn og síðan lesendur.


Glefsur úr blaðaviðtali við Bítlana;
Blm; Þið verðið milljónamæringar í árslok. Hvernig ætlið þið að eyða fénu?
John; Hvaða fé? Við höfum hugleitt þetta.
Paul; Líklega höldum við John áfram að semja lög eins og við höfum gert í hjáverkum. Ég vonast til að geta grætt nóg til að hafa eignast fyrirtæki.

John um hvað lengi þeir myndu endast; Það verður kannski í næstu viku eða eftir tvö - þrjú ár. Ég held við verðum í mesta lagi fjögur ár enn.
Ringo; Mig hefur alltaf langað að eignast hárgreiðslustofu, öllu heldur marga stofur. Setja strípur í hár og bjóða frúnum te. 
John;  það er ekki að vita hve lengi þetta varir. Við getum verið montnir og sagt tíu ár en með heppni varir þetta í þrjá mánuði. 


Enginn plata hafði selst jafnmikið fyrir fram og önnur breiðskífa Bítlanna. Ómótstæðileg orka og einstakur samhljómur sex nýrra laga þeirra Lennons og McCartneys og átta lög eftir aðra.  þetta var frumleg blanda. Bítlarnir settu ótrúleg met.  Litlu plöturnar höfðu gefið hundrað miljónir í tekjur. Bítlarnir voru einir  efstir á vinsældarlistanum á Bretlandi í næstum hálft ár. Willams Mann fullyrti í London Times að lagagerð Bítlanna svipað til Gustaf Mahlers. Hann taldi John og Paul “ laga höfunda ársins 1963”.

   
Bítlarnir höfðu lagt England að fótum sér. Næst voru það Bandaríkin.


pshandGeorge Martin;  Þegar “ Please Please me”. var orðið vinsælt sendum við plötuna til capital records en Emi átti það fyrirtæki og við  báðum þá að koma henni á framfæri. Þeir svöruðu : “ þetta verður aldrei vinsælt hér.”Við tókum þessu illa. Því skyldi hún ekki seljast þótt hún væri frá Englandi? Síðan sendum við næstu plötu því hún var líka góð. “ Þið kunnið ekki að gera plötu fyrir bandaríska markaðinn var svarið sem við fengum þá. Þetta er bara ekki nógu gott”. Það var fyrst eftir ár að fréttir af frægð Bítlanna bárust til Bandaríkjanna A Capital gat ekki lengur veitt viðnám þegar “ I wanna hold your hand”. kom út. Þá var sem flóðgáttirnar opnuðust.  Í desember 63 tóku plötusnúðar í Bandaríkjunum að leika “ I wanna hold your hand”. Í febrúar 64 hafði selst hálf önnur miljón platna. Bítlarnir voru orðnir vinsælasta hljómsveitin í Bandaríkjunum jafnvel áður en þeir komu þangað.


Bítlarnir voru óviðbúnir svo glæstum viðtökum. Þeir sáu mannfjöldann þegar flugvél þeirra renndi í hlað og töldu að einhver annar, kannski forsetinn, væri líka að koma. En gamla kímnigáfan kom í ljós á blaðamannafundinum.


Viðtal við Bítlana.

Blm; Sumir segja að þið getið ekki sungið.
John; Já við vitum það svaraði John En við þörfnumst peninganna.
Blm; Ætlið þið að láta klippa ykkur hér? 
Ringó; Nei við fórum til rakarans í gær. 


beatles tvBrian Epstein hafði pantað herbergi fyrir þá á Hotel PLAZA undir réttum nöfnum. Hótelstjóranum brá þegar hann komst að því að þessir kaupsýslumenn frá Bretlandi voru Bítlarnir. En það vissu þúsundir æpandi unglinga sem tók á móti þeim við hótelið. Sagan frá Bretlandi endurtók sig í Bandaríkjunum. Áhorfendur flykktust á hljómleika þeirra og veittu tilfinningum sínum útrás. Blaðamenn voru hrifnir og líkt og í Lundúnum fjórum mánuðum fyrr komu Bítlarnir fram í sjónvarpi þar sem þeir sáust á næstum hverju heimili. Fyrst í hinum fræga Sjónvarpsþætti  Ed Sullivans. Sem kynnti þá þannig; Í öllum dagblöðum eru fréttir af ungmennum frá Liverpool sem kalla sig Bítlana. Þeir komu tvisvar fram í þættinum í kvöld nú strax og í síðari hlutanum. Góðir áhorfendur, Bítlarnir!
Þeir héldu úr sjónvarpsþætti Ed Sullivans til Whasington þar sem þeir héldu fyrstu tónleika sína í Bandaríkjunum. Þeir áttu eftir að venjast því sem beið þeirra þar.


John; Við þökkum þeim sem hafa keypt  plötuna okkar og gefið okkur þannig færi á að koma hingað.


Einn áhorfenda komst þannig að orði eftir tónleikanna. Ég hef séð flestar hljómsveitir og nú Bítlana. Líf mitt er fullkomnað.  Bítlunum hafði vegnað vel í Bretlandi en hér jókst velgengnin um allan helming. Svo skjótar vinsældir höfðu aldrei sést í bandaríska tónlistariðnaðinum. 4. apríl 1964 áttu þeir fimm efstu lög á bandaríska vinsældarlistanum yfir hundrað vinsælustu smáplöturnar. 
Í Viðtali við Bítlana eftir að þeir komu heim til Bretlands voru þeir spurðir. Voru Bandaríkin eins og þið höfðuð haldið? Og þeir svöruðu: Við héldum að þarna gengi allt hægar fyrir sig og menn yrðu að venjast okkur,  en allir virtustu þekkja okkur.   

beatles_starring_in_hard_days_nightÞegar Bítlarnir komu heim til Englands hófust þeir handa við gerð fyrstu myndar sinnar, “ A Hard days night”. Í myndinni sem Richard Lester leikstýrði, léku Bítlarnir sjálfa sig og í henni voru ný lög eftir þá Lennon og MC Cartney. 
Í blaðaviðtali við John var hann spurður. Hvað um Bandaríkin?
Þau eru handan Grænlands,
svaraði hann. 
Hefur velgengnin breytt lífi ykkar?
Ég vil halda Bretlandi hreinu, svaraði John.
Ertu “ moddari eða rokkari Ringo? 
Mokkari. 


Í júní 64 fóru þeir í fyrstu hnattreisu, til Norðurlanda, Hollands, Austurlanda og Ástralíu. Hálskirtlar voru teknir úr Ringo og því missti hann af megin hluta ferðarinnar. Jimmy Nicol settist við trommurnar í stað hans. Í ágúst ferðuðust þeir 35.000 km um Norður- Ameríku. Á hálfu ári léku Bítlarnir í meira en fímmtíu borgum í fjórum heimsálfum. 

Hvar sem þeir fóru var þeim tekið frábærlega. Lökin sem þeir sváfu við á Hótelunum voru umsvifalaust tekin eftir notkun og rifin niður í ræmur og þær síðan seldar hæstbjóðenda.  
Þreytulegir andlitsdrættir á næsta plötuumslagi sýndu að bítlaæðið var ekki bara dans á rósum. Svartsýni gætti í laginu “ Baby´s Black “ og “ I´m looser” sem samið var undir áhrifum frá Dylan. Frumsömdu lögin átta voru fremur dapurleg. Einkum í samanburði við gleðina í “ Hard days night”.
En frá listrænu sjónarmiði voru Bítlarnir í framför. Enn settu John og Paul met með lögum sínum. Meira hugvit var í lögunum og útsetningar margbrotnari. Nú tók að bera á sköpunargáfu  hvers um sig.for sale

George Martin; Það var almælt að John semdi textana og Paul lögin. Svo einfalt var það ekki. Paul gat  samið góð ljóð og John góð lög. Þeir byrjuðu á að semja lögin saman en það stóð ekki lengi þeir sömdu lögin hvort í sínu lagi og léku svo fyrir hvern annan og komu svo með tillögu um breytingar. Þannig var samstarf þeirra. En heilbrigð samkeppni var á milli þeirra. Sá sem hafði samið lag söng það fyrir mig. Oftast við eigin undirleik. Ég settist en þeir stóðu fyrir framan mig og sungu. Síðan ákváðum við hvað gera skyldi, í hvaða tóntegund ætti að flytja þetta. Og hvaða hljóðfæri skyldi nota. Þeir vildu stöðugt fá nýja hljóma. Þeir voru næstum nýjungagjarnari en ég. Undir lokin var ég orðinn alveg tómur. Þeir vildu fá ný hljóð nýja tóna og hljóðfæri. “ Hvernig get ég breytt röddinni spurðu þeir.?  Stundum vissu þeir hvað þeir vildu en það var sjaldnast. Þessi tilraunastarfsemi var skemmtileg. Allt virtist auðveldara hjá þeim en öðrum sem ég hafði unnið með. Þeim var svo eðlilegt að finna réttan hraða og stíl á lögin.


helpNæsta plata áti að heita eftir kvikmynd sem þeir réðust næst í að gera og var kölluð “Átta handleggir utan um þig”. Á síðustu stundu var nafninu breytt í  Help!  Tónlistin úr Help varð til þess að þeir losnuðu úr stöðluðum Bítlalögum, sérstaklega með lagi sem nefnt var til bráðabirgða “ Eggjahræra”.


George Martin; Þegar Paul söng þetta lag fyrir mig fyrst sagði ég að ekki væri hægt að leika á trommur við það, þetta væri ekki Bítlalag. Mér fannst þurfa strengjasveit. Hann kvaðst ætla flytja það í anda Mantovanis. Ég stakk upp á strengjakvartetti. Hann féllst á það. Ég tók upp söng hans við eigin undirleik og bætti síðan við strengjakvartetti. Þannig fór þetta á plötu.


Bítlunum var um þessar mundir sýndur margvíslegur sómi heima fyrir. Drottningin sæmdi þá einni æðstu orðu landsins. Sumir þeirra sem hlotið höfðu orðuna reiddust og hótuðu að skila henni en aðdáendurnir voru í vímu sem endranær.

Rubber%20SoulÍ desember 1965 tóku  Bítlarnir upp enn eina breiðskífu. “ Rubbler soul “. Lögin voru rólegri. George kom fram með nýjan hljóm með framandlegu indversku hljóðfæri, Sítar. John var farinn að semja texta um sjálfhygli. Rubble soul  gaf til kynna að Bítlarnir væru ekki lengur, eingöngu ljúflingar með lubba. Á tónleikum var erfitt að ná fram þeirri tónlist sem var á plötum þeirra. Þetta, auk ferðaþreytunnar, olli því að krafturinn var ekki jafn mikill og á fyrri tónleikum. Í Austurlandaferðinni í júní 1966 kom í ljós að Bítlaæðið var að ganga sér til húðar. Í Filippseyjum kom til óeirða  þegar þeir slysuðust til að snupra forsetafrúna. Í Bandaríkjunum voru ummæli Johns um trúarhnignun ekki höfð rétt eftir honum í unglingatímariti. 


Útvarpssendingar í Bandaríkjunum hljómuðu eitthvað á þessa leið; Við minnum ykkur á að sniðganga Bítlana og  muna ummæli þeirra. Munið að fara með Bítlaplötur ykkar og Bítladót til Birmingham í Alabama þar sem draslið verður brent á báli.

biggerthangodJohn reyndi að bera hönd yfir höfuð þeira í viðtali; Ég gat um það í samræðum að við hefðum meira gildi fyrir krakkana er Jesús. Ég ætlaði ekki að móðga neinn en svona er þetta. Þetta á frekar við í Englandi en Bandaríkjunum. Ég segi ekki að við séum  betri  eða meiri eða að við berum okkur saman við persónuna Jesúm. eða við Guð..hvað sem hann nú er. Þetta var haft rangt eftir mér með þessum afleiðingum. 

 Stúlkurnar æptu að vísu enn  en eftirvæntingin var horfin. Ferðalögin voru orðin óbærileg. Þeir voru sem í fjötrum  tónleikahalds og hótela. Þeir fjórir einir vita hvernig líf þetta var. 

George Martin segir svo frá:  Meira að segja við Brian vissum ekki hvað þeir máttu þola á tónleikaferðunum. Menn átu morgunverð og ferðuðust allan daginn. Þúsundir manna biðu við hótelin. Þeir snæddu á herbergjunum. Ég veit ekki hvernig þeir gátu þolað þetta. 


Í Sjónvarpsútsendingu í bandaríkjunum var haft eftir einum lögregluþjónanna sem átti að gæta þeirra. Við erum ábyrgir fyrir íbúum Minnepolis og berum öryggi unglinganna fyrir brjósti. Þótt móðursýkin grípi þá og þeir gangi og langt, vitum við í hverjum ábyrgðin er falin. Sjálfur er ég ekkert hrifinn af Bítlatónlist. Einn þeirra sagði með enskum hreim að þeir kæmu aldrei aftur til Minnepolis. Ég sagði að mér væri hjartanlega sama. 


Viðtal við aðdáenda.  Ég ætlaði að senda þeim línu um að veifa okkur en þeir litu aldrei til okkar.


Paul átti hugmyndina að því að tengja saman lögin á “ Sgt. Pepper band.” Milljónir manna keyptu “ Pepper”. Gagnrýnendur og tónlistarmenn lofsungu plötuna. Hún var meistara verk Bítlanna. Viðhorf, grafísk hönnun, tíska, málfar og jafnvel upptökutæknin gerbreyttust með plötunni. Platan kom við viðkvæmar taugar í mönnum og nú hófst skeið nýrra hátta og skynjunar.

  
 Milton O Kun;  Þegar “ Sgt Pepper” kom fyrst út hlustuðu allir tónlistarmenn  á plötuna vikum saman og ræddu um hana. Allir töldu hana marka tímamót.

  
Bruce Johimton;
Einhver kom með upptökuna af  “ Sgt Pepper” þar sem við fögnuðum því hve margar metsöluplötur við hefðum gert. Ég held sú hrifning, sem platan vakti, verði aldrei endurtekin. Hún var fyrsta poppplatan sem talin var listaverk.


Wilfred Mellers; Ég tel “ Sgt. Peppers” merkasta framlag til stuttrar sögu  poppsins. Þá fyrst var hægt að hlusta á tónlist Bítlanna.


theBeatlesEnginn hafði haft jafnmikil áhrif og Bítlarnir. Þeim var falið að vera fulltrúar Breta í “ Heimurinn okkar”, fyrstu dagskránni sem sjónvarpað var beint um allan heim. Af því tilefni sömdu þeir “ All you need is love” og fluttu það með kór frægra vina sinna fyrir 200 miljónir áheyrenda. Í leitinni að alheims kærleikanum kynntust Bítlarnir Maharishi Mahesh, indverskum kennimanni, sem kynnti innhverfa íhugun.


George Martin; Um þessar mundir voru bítlarnir orðnir yfur sig þreyttir á ferðalögunum. Þeir vildu vinna meira í hljóðverinu og lifa einkalífi en það áttu þeir ekki.


revolverSíðustu tónleikar Bítlanna voru í San Francisco 29. Ágúst 1966 þótt það væri ekki ætlunin. Þá urðu þáttaskil. Með “ Revoler” hurfu  hinir gamalkunnu  Bítlatónar.  Á henni sungu þeir um “ Ealenor Rigby”  ógifta einmana konu og um gulan kafbát.  Fleira en textarnir höfðu breyttist. Tvö laga Johns urðu til eftir að hann hafði gert tilraunir með eiturlyf.


Í nóvember 1965 tóku Bítlarnir til við að gera næstu plötu. Lyf sem breyttu geðslagi þeirra voru notuð til að örva ímyndunaraflið. Þeir hugleiddu að gera plötu um æsku sína en Capitol krafði þá um plötu strax. Því voru tvö lög gefin strax út á smáplötu og nú gerðu Bítlarnir jafnframt í fyrsta sinn kvikmynd til að auka sölu plötunnar.


sgt_pepperGeorge Martin hefur orðið.” Strawberry Fields” var fyrst afar einfalt lag.John beitti mjög myndlíkingum í textanum. Hann hafði unun af orðaleikjum og að láta sjást eitthvað í orðunum.   Hann sagði mér að hann væri óánægður með plötuna og sig langaði að endurtaka hana. Hann vildi að ég útsetti lögin. Nokkru síðar sagði hann að sér líkaði það sem við hefðum gert en sér líkaði jafnframt fyrri takan.Væri ekki hægt að sameina þetta. Nota kannski helminginn af hvorri töku? Ég benti á að þetta væri mismunandi tóntegund, og hraðinn væri ekki hinn sami. Hann sagði að ég gæti bætt úr því. Ég jók hraðann á annarri tökunni og gat skeytt þeim saman. Þeir spurðu mig stöðugt um hljóðfæri og hljómsveitir. Ég kynnti þeim fagott og önnur hljóðfæri. Ég játa að  ég lét þá aldrei heyra í trompeti. Kvöld nokkurt  sá  Paul í sjónvarpi, Bandenborgar konsert Bachs og hreifst af píkalótrompetleiknum. Hann spurði hvort hann gæti notað trompet. Honum hafði dottið það í hug ekki mér. Við fengum mann úr sinfóníuhljómsveitinni til að leika.


Upptökum var haldið áfram en án ákveðins viðfangsefnis. John lagði til næstu tvö lög.


George Martin: John sagði: þetta á að verða tónlistarblossi sem byrjar á engu og endar á gífurlegum hávaða. “ Ég útsetti þetta þannig að það byrjaði lágt og lokatóninn var hæsta nóta sem þeir náðu. Þegar ég tók að stjórna hljómsveitinni bannaði ég mönnum  að hlusta hverjum á annan. Þeir yrðu sjálfir að komast alla leið upp. John samdi “ Mister kite” og fékk hugmyndina að laginu af veggspjaldi sem hann átti. Spjaldið var gömul fjölleikahúss auglýsing og textinn er næstum orð réttur í ljóðinu. Hann kvaðst vilja skapa  fjölleikahússtemningu. Hann vildi nota hljóðlíkingar. Þegar að því kom að Harry hestur tæki við stjórn lét ég John leika lagið sjálft á orgel en ég þyrlaði upp tónum í gamansömum dúr á annað en þetta nægði ekki og ég fann lög flutt á gufuorgel. Ég hljóðritaði sumt af þessu og lét tæknimann skipta bandinu í smáhluta, um 30 sm hér og þar. Einhvern veginn óx platan sjálfkrafa þegar ég fór að raða lögunum á hana. 


George Martin varð mikilvægari við hljóðritanirnar en nokkru sinni fyrr. Tónlistin varð margbrotnari og Martin var allt í senn lagahöfundur útsetjari og upptökustjóri og hann leiddi þá inn á ókannaðar lendur tónlistarinnar. Á sama tíma sökktu Fjórmenningarnir sökktu sér niður í kenningar Maharishi Mahesh . 25 ágúst 1967 fóru þeir til Wales til að fræðast hjá meistaranum sem þar dvaldist.


marbeatMirianne Faithful; Okkur langaði að læra allar agareglur lífsins. Hann kenndi okkur að vera með sjálfum okkur. Það var svo skrýtið að um leið og þeir lærðu að lifa einir, þá dó Brian.


Meðan, Bítlarnir voru hjá meistara sínum dó Brian Epstein í íbúð sinni í London. Hann hafði tekið of stóran skammt af lyfjum. Menn voru farnir að efast um  hæfni hans sem kaupsýslumanns. Einkalíf hans varð æ flóknara. Samkynshneigð var pukursmál árið 1967.  Hljómsveitin hafði trygga stöðu en hann var  ekki fyrirliði hennar lengur. Bítlarnir þustu harmi lostnir aftur til Lundúna þar sem hópur blaðamann sat fyrir þeim.


John;  Ég talaði  við hann á miðvikudagskvöldið, kvöldið áður en hann hlustaði á Maharashi. Hann virtist í góðu skapi.
Blm. Hvenær sagðist hann vilja læra þetta?
John;  Á Föstudag var hringt til okkar og sagt að Brian kæmi á mánudag.
Blm. Farið þið aftur til Wales?
John; Við megum varla vera að því. Meistarinn fer á fimmtudag og við þurfum að gera margt. Við verðum að hitta hann síðar.
Blm; Hann ræddi víst víst ykkur í dag. Hvaða ráð gaf hann ykkur?                                                   John; Hann sagði okkur að láta sorgina ekki buga okkur. Hann bað okkur að hugsa hlýlega um Brian því allar hugsanir okkar um hann bærust til hans.                                                                                  Blm; Hafði hann hitt Epstein?                                                                                                       John; Nei, en hann hlakkaði til að kynnast honum.


-Brian_epsteinGeorge Martin; Bítlarnir söknuðu Brians sárt því hann hafði komið þeim saman og kynnt þá þannig að tekið væri eftir þeim.
Nicholas Schaffner: Um það leyti sem “ Sgt Pepper” kom út þurftu Bítlarnir ekki lengur á því að halda að selja í ímynd  sína, voru hættir hljómleikaferðum og því hafði Brian lítið að gera. Brian hafði talið sig tengilið en var það ekki lengur. Nú sagði enginn “nei” við þá, annars er óvíst hvort þeir hefðu hlustað á Brian hefði hann lifað lengur.


MagicalMysteryTourÞeir reyndu sjálfir að gera kvikmynd, Töfraferðina. Þeir sömdu handrit og leikstýrðu sjálfir. Þessi klukkustundarlanga sjónvarpsmynd var fyrsta verkefni þeirra eftir lát Brians. Paul átti stærstan hlut í gerð myndarinnar. Hugmyndin var sú að fara um England á langferðabíl ásamt vinum, leikurum og fjölleikahúsa-fyrirbærum og kvikmynda allt sem gerðist. Því miður gerðist ekkert. Myndin fékk harða gagnrýni, og menn tóku að átta sig á að Bítlarnir voru skeikulir. Myndin var aldrei sýnd í Bandaríkjunum, þar kom út plata með sama heiti. Platan var heldur dapurlegt bergmál af “ Sgt. Pepper”.


Í febrúar fóru Bítlarnir með Maharishi til Indlands. Ferðin hafði verið ráðgerð þegar Brian dó. Með þeim fóru tveir úr Beach Boys. Donovan, Mía Farrow og fleiri. Þarna ætluðu þau að vera í þrjá mánuði, fasta, syngja og liggja á bæn. Undir lokin tóku Bítlarnir að efast um að meistarinn hefði eingöngu andleg áhugamál þegar kvisaðist að ein konan úr hópnum hefði orðið fórnarlamb jarðneskra hvata hans. Auk þess gast Ringo ekki að matnum. Á Vesturlöndum lýstu þeir yfir því að þeir og leiðtoginn andlegi væru skildir að skiptum. Haft var eftir John: Okkur varð á.Hafa milljónir manna gert sömu mistök?Það er þeirra mál. Við erum mannlegir.

Paul: Við töldum hann fremri venjulegum Bretum.

Þeir sögðu líka hvað kæmi í stað Brians. Þeir ætluðu að reka fyrirtæki fyrir sjálfa sig. Það átti að heita Epli.

ApplecorpsJohn; Við störfum við plötuútgáfu, kvikmyndagerð og rafeinda þjónustu, auk þess sem við framleiðum eitthvað. Við viljum koma á kerfi svo þeir sem vilja gera kvikmyndir þurfa ekki að skríða fyrir mönnum  eins og…ja kannski ykkur.


Meðan á stofnun fyrirtækisins stóð var erfitt að ganga frá einu máli frá dögum Brians.  George Martin. Piltunum fannst það snjöll hugmynd að láta gera teiknimynd um sig. Þeir vildu hafa hana í líkingu við Steinaldarmennina.


24-546~The-Beatles-Yellow-Submarine-PostersEn þeir urðu ánægðir því myndin varð tiltölulega vel heppnuð. Reyndar áttu Bítlarnir lítinn þátt í teiknimyndinni. Þeir tóku upp fjögur ný lög og bættu við tveimur lögum og annað þeirra varð kveikjan að myndinni en þar kljást teiknibítlarnir við bláu óþokkana. Myndin náði vel sérkennum og anda Bítlanna. Þótt myndin yrði ekki mjög vinsæl bætti hún verulega upp þann hnekk: sem Töfraferðin olli þeim. Marianne. Bítlunum gekk framar illa um þetta leyti. Menn vissu ekki hvort þeir næðu sér á strik.

heyjudeEn þá kom Paul í mannfagnað með upptöku sem hann hafði nýlokið við. 
Hey jude var fyrsta plata sem Epli gaf út. Lagið tók sjö mínútur í flutningi, var helmingi lengra en flest lög sem voru um það bil þriggja mínútna. Enn var gerð undantekning með Bítlana. Þetta varð vinsælasta smáplata þeirra. Á Indlandi höfðu John og Paul fengið hugmynd að um rúmlega þrjátíu lögum. George og Ringo unnu líka að lagasmíð. Þeir áttu nægilegt efni í tvær plötur. Þær áttu bara að heita Bítlarnir. Kaldhæðnislegt heiti því við gerð þeirra var minna um hópvinu en nokkru sinni fyrr. 

Nicholas Shcaffner; Þeir sömdu hver í sínu horni höfðu eigin stíl og vildu sem minnst af því vita hvað hinir gerðu.


Ringo varð leiður á fullkomnunaráráttu Johns, gekk út og lét ekki sjá sig í viku. George varð óánægður með að hann átti yfirleitt aðeins tvö lög á plötu Ekki dró boðsgestur Johns úr spennu í hljóðverinu. Yoko Ono var framúrstefnulistamaður. Þau John höfðu þekkst í tvö ár. Hún var ekki aðeins ástkona hans heldur stöðugur félagi og samstarfsmaður í listum. “ Níunda byltingin” var eitt af því fyrsta sem John og Yoko unnu saman að. Þetta var skyldara því sem Yoko hafði fengið við en tónlist Bítlanna. Hinir,  þar á meðal George Martin, reyndu að aftra því að lagið færi á plötuna, The Beatles. Spennunnar varð vart á plötunni.Hún varð sjálfkrafa gullplata en gagnrýnendum þótti hún hvikul og óskipuleg. Bítlarnir skildu þetta og ákváðu  að nálgast uppruna sinn með næstu plötu.

sc0006_the-beatles-white-album-postersNicholas Schaffner segir frá. Bítlarnir höfðu  verið að vinna að “ Let it be “ Þegar hvíta albúmið kom út. Þar var meiri rokktónlist en á næstu plötum á undan. Þeir vildu gera næstu plötu með hreinu rokki og vera bara Bítlarnir. 

Gamall vinur kom til sögunnar og það varð þeim frekari hvatning til að hverfa  að einfaldari tónlist.

Billy Preston; Ég kynntist Bítlunum árið 1962. Ég var þá á ferð með  Little Richard  og Sam Cooke. Margar enskar hljómsveitir skemmtu okkur, Bítlarnir, Gerry and the pacemakers og fleiri. Ég hlustaði á þá þegar ég mátti vera að því og vinátta tókst með okkur. Tveimur árum síðar var ég á ferð með Ray Charles. George Harrison var meðal áheyrenda. Daginn eftir bauð hann mér að koma til Bítlanna. Ég fór á skrifstofu Eplis þar sem menn skiptust á hugmyndum og ég fékk að leika það sem ég vildi. Einleikur minn í “ Get Back” er verk mitt.

  
Eldmóður Billy Preston nægði samt ekki. Enn mögnuðust vonbrigðin og deilurnar sem hófust meðan unnið var að Hvíta albúminu.  John reyndi að koma lagi á hlutina. Hinum líkaði ekki ráðríki hans. En þetta var eina leiðin til að ná þeim saman. John fór oft í burt með Yoko. Gorege kvaðst ekki vilja vera með ef hún ætti að vera þarna. Tálsýnirnar hurfu. Afraksturinn varð hundrað lög en enginn þeirra vildi vinna frekar við þetta.

abbeyGeorge Martin; Þegar upptökum lauk í janúarlok 1969 voru lögin og kynningarkvikmyndir settar í geymslu. Ég taldi að þetta væru endalokin og vildu ekki lengur vera með í þessu. Því kom mér á óvart að þegar upptökum lauk spurði Paul mig hvort ég vildi stjórna upptökum á plötu sem væri í anda fyrri platna. Ég bauðst til að gera það sem ég gæti. Þannig varð “ Abbey road” til. Það var ekki alveg eins og forðinn því þeir sömdu enn lögin sín hver og einn og fengu aðra en félaga sína til að leika undir. Við Paul unnum einkum að þeirri hlið plötunnar þar sem lögin eru tengd saman. John vildi fremur gamaldags rokktónlist. Þannig áttu þeir hvor sína hlið plötunnar. “ Abbey Road” var fágaðasta plata þeirra til þessa. Þar var ekki beitt brellum eða sjaldgæfum hljóðfærum. 

Nú gerðist það í fyrsta sinn um langa hríð að fjórmenningarnir léku allir í flestum lögunum. Þótt tónlistin væri fágaðri en meðan þeir léku í Hellinum staðfestu þeir að þeir gátu enn leikið rokktónlist.

Lenny Kayd segir svo frá. Þegar hlustað er á plötuna læðist sá grunur að manni að þeir hafi verið samtaka vegna þess aðeins að þeir þeir vissu að þar með lyki samstarfi þeirra.

20. Mars 1969 giftust John og Yoko við litla athöfn á Gíbraltar. Viku fyrr hafði Paul gifst Lindu Estman, ljósmyndara frá New York. Ringo og George höfðu verið kvæntir í mörg ár. Fjölskyldulífið togaði í þá. Fyrirtækinu gekk ekki sem skyldi. John hafði þá nýlega sagt: “ Við töpum á fyrirtækinu. Ef þessu heldur áfram verðum við gjaldþrota eftir hálft ár. “ Fyrirtækið var illa sett. Hvarvetna blöstu við hálfköruð verk og glataðar hugsjónir. En þeim barst hjálp. Allen klein snjall endurskoðandi, hafði áður hjálpað Rolling Stones kom til skjalana. Paul mótmælti. Hann vildi að mágur hans hjálpuðu þeim. En hann mátti sín einskis gegn hinum. Í maí 1969 varð Klein framkvæmdastjóri Bítlanna. Eitt hið fyrsta sem Klein gerði var að ráða Bandaríkjamanninn Phil Spector til að ljúka við gerð plötunnar “ Let it Be”.

let it beNicholas Schaffner; Phil Spector átti að koma skipulagi á þau ógrynni af efni sem til var í plötuna. Hann fór yfir efnið, bætti við hljóðfærum og reyndi að koma heimildarmynd á lögin. Phil Spector barðist við plötugerðina en á meðan gátu George  Martin, Allen Klein og Bítlarnir ekki bjargað skemmda Eplinu eða endurvakið eldmóðinn frá fyrstu árunum. Þeir höfðu hver sín áhugamál. Þeir vildu sýna hvað þeir gætu gert á eigin spýtur.  Í stað þess að vera fjögurra manna hljómsveit voru þeir fjórir einstaklingar sem fóru hver sína leið.

Undanfarið hálft annað ár höfðu John, George og Ringo hótað að hætta en Paul fékk þá ofan af því. En nú var komið að Paul. Þegar plata kom út með honum einum í apríl 1970 varð ljóst að vinsælasta popphljómsveit sögunnar var hætt störfum.  Let it be Kom út er fimmtán mánuðir voru liðnir síðan upptöku hennar lauk. Platan hljómaði eins og vera bar: Hinsti söngur Bítlanna. Menn urðu að sætta sig við að Bítlarnir tilheyrðu sjöunda áratugnum. En áhrifa þeirra gætti mjög næstu áratugina og gera það enn.

George Martin; Það vildi svo vel til að Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið á réttum tíma. Þeir völdu ekki tímann sjálfir og Þeir fjölluðu um tilfinningar samtíðarfólks þeirra. 

 


Íslensk gengi og glæpaklíkur

gengiGengi og glæpaklíkur eru ekki ný fyrirbrigði í mannkynssögunni. Þegar gengi og glæpaklíkur ber almennt á góma, er oftast átt við fræg nútíma glæpafélög eins og ítölsku Mafíufjölskyldurnar, suður amerísku eiturlyfjahringina, götugengi stórborganna eða mótorhjólagengi eins og Vítisenglanna.

Ef við lítum aftar í söguna má finna alveg jafn illræmd glæpaklíkur eins og launmorðingjaklíku múslíma þá er kölluðu sig Assassina, Indversku Fautana, (Thugs) hina kínversku Triad klíku og hin japönsku Yakuza samtök.

Sem betur fer hefur lítið kveðið af skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi fram að þessu og kemur þar líklega til smæð þjóðarinnar. Glæpaleynifélög þrífast illa þar sem allir eru með nefið ofaní hvers manns koppi, eða hvað? 

Nú hefur greinilega grafið um sig í þjóðfélaginu ein gerð að gengi, kannski sú sem verst er að eiga við, vegna þess að hún skýlir sér á bak við það sem á yfirborðinu sýnist vera nauðsynleg og lögleg starfsemi. Þetta gengi flokkast undir þá gerð gengja sem nefnast "viðskiptagengi" (Corporate gangs)  og er best þekkt undir nafninu "Útrásarvíkingarnir".

Eftir að þjóðin hafði horft á auð sinn busla í kringum landið í 1000 ár og ekki átt nógu stóra báta til að nálgast hann eða fanga, fékk íslenski draumurinn loks tækifæri. Á undraverðum tíma og með mikilli harðýðgi komst íslenska þjóðin sem lengi var talin fátækasta þjóð í Evrópu í tölu ríkustu og mestu velferðarþjóða heimsins. Samtímis varð fólk hennar það fegursta, sterkasta og gáfaðasta og hamingjusamasta í heiminum.

Á enn skjótari tíma náðu "Útrásarvíkingarnir" að kippa undan þjóðinni fótunum þannig að nú sýnist íslenski draumurinn tálsýn ein.

businessmenGengið byrjaði að myndast snemma á tíunda áratug síðustu aldar og var grundvallað á afnámi reglna um fjármálastofnanir hérlendis sem rímuðu vel við hina svo kölluðu frjálshyggju-stefnu stjórnvalda.

Aðferðin sem þeir notuðu var ekki sérlega frumleg eða sú sama og peningaþvættisstjórar stóru glæpaklíknanna í heiminum nota til þess að koma illa fengnum peningum í umferð. Munurinn á "Útrásarvíkingunum" og eiturlyfja-barónunum er sá að í stað þess að selja eiturlyf  svindluðu  þeir fyrrnefndu féð út úr saklausum borgurum í útlöndum með loforðum um háa vexti. 

Þeir keyptu sér þrjá banka og mynduðu um þá eignarhaldsfélög. Þeir létu bankana stofna innlánssjóði og tóku síðan það fé sem í þá streymdi "að láni" og létu síðan renna í gegnum svikamillu sem þeir byggðu upp samhliða. Þeir komust fljótt í þá stöðu sem óneitanlega minnir um margt á þá aðstöðu sem bandaríska Mafían var í þann mund að komast í á Kúpu rétt fyrir byltinguna þar og lýst er svo vel í bók Mario Puzo um Guðföðurinn. Draumur þeirra var að ná undir sig heilu landi þar sem þeir gátu starfað óáreittir og notað fjármálstofnanir þess til að láta illa fenginn auð sinn streyma eftir.

Eigendur (Útrásarvíkingarnir) eignarhaldsfélaga bankanna stofnuðu önnur félög sem síðan stofnuðu enn önnur rekstrarfélög sem síðan keyptu eignir og fyrirtæki víðs vegar um heiminn. Þannig kom gengið sér upp svikamillu með bankana á öðrum endanum sem saug til sín sparifé ógrandvarra viðskiptavina og sem gat um leið ávaxtað peningana sem komu inn frá fyrirtækjunum sem keypt höfðu verið á hinum endanum fyrir innlánsféð. Allt gekk þetta eins og smurð vél enda í samræmi við stefnu stjórnvalda. Að auki þáðu margir sem tengdir voru stórvöldum lífviðurværi sitt og bitlinga af bönkunum og systurfélögum þeirra.

Þegar allt komst upp í haust um leið og lausaféþurrð varð í bönkunum enda búið að "lána" allt fé þeirra á fyrrgreindan hátt, lýstu Útrásarvíkingarnir bankana sína og eignarhaldsfélögin einfaldlega gjaldþrota en héldu að sjálfsögðu öllum öðrum eignum sínum og fyrirtækjum sem þeir höfðu keypt sig inn í með "lánsfénu."

Þá kom í ljós að saman við féð sem gengið hafði í gegn um svikamilluna var blandað svo til allt rekstrarfé íslenska ríkisins. Það hafði verið látið streyma í gegn um bankana og notað á svipaðan hátt og annað innlánsfé þeirra.

vikingsUm þessar mundir leitar ríkisstjórnin logandi ljósi að einhverjum sem vill lána þeim aura til að borga aftur þeim sem fé var svindlað út úr og til að ekki komi til rekstrarstöðvunar þeirra sjálfra. Hún segir að það sé mikilvægast fyrir þjóðina að halda ró sinni og standa saman og vera ekki að eyða orku í að leita að einhverjum sökudólgum núna. -

En hvað gekk þessari fámennu klíku til. Flestir þeirra voru búnir að koma ár sinni fjárhagslega ágætlega fyrir borð, áður en þeir rottuðu sig saman til þessara óhæfuverka. -

Þegar litið er til rannsókna sem gerðar hafa verið á meðlimum annarra glæpagengja kemur í ljós að það sem  raunverulega knýr meðlimi þeirra er eftirfarandi:

Leit að ást, lífsstoðum og aga.

Þörf til að tilheyra og helga sig einhverju.

Þörfin fyrir viðurkenningu og vald

Félagsskapur, þjálfun, spenna og athafnasemi.

Leit að sjálfsvirðingu og aðdáun

Leit að viðurkenningu

Þörfin fyrir öryggi og vernd

Fjölskylduhefðir


Bretinn kemur til að passa okkur.... fyrir okkur sjálfum?

73EC8416_1143_EC82_2EF32B25D8939237Mikið verður skemmtilegt (eða hitt þó heldur) að fá Bretaherinn aftur til landsins. Í þetta sinn verður það sjálfur Konunglegi Breski Flugherinn sem fær það hlutverk á næstunni að vernda litlu þjóðina í norðri fyrir sjálfri sér.

Ég segi fyrir sjálfri sér vegna þess að eini yfirlýstur óvinur NATO á þessu svæði eru hryðjuverkamenn og þá nafnbót hlutu Íslendingar (Proxy íslenskar peningastofnanir) fyrir skömmu. Það voru reyndar Bretar sjálfir sem veittu nafnbótina og tóku sér þannig rétt til að meðhöndla eignir íslenska ríkisins í Bretlandi eins og þeim þóknast.  

news-graphics-2007-_645490aSvo er íslenski utanríkis-"ráðherrann" svo kurteis að hún vill ekki styggja þessa öðlinga / Darlinga í Bretlandi meira en nauðsyn krefur og vill endilega borga þeim þessar 25 milljónir sem eftirlitsflugið kostar í stað þess að afþakka það.

Og nú er Bretinn sem sagt á leiðinni þótt ekki sé enn búið að gefa út skipunina eins og kemur fram á vefsíðu konunglega breska flughersins un annexíu verkefni hans á vegum NATO.

Bretar kunna vel til verka þegar kemur að barráttu við hryðjuverkamenn og hafa sýnt það og sannað t.d. í Afganistan þar sem þeir berjast við önnur hryðjuverkasamtök kölluð Alqaida.


Nálaraugað

Zulu-indunaEngin veit nákvæmlega hvenær mannkynið byrjaði að nota fatnað. Það þykir samt nokkuð ljóst að fatnaður var notaður til að skýla líkamanum fyrir náttúruöflunum, hita og kulda, vatni og vindi, og til að verjast skordýrum. Án vafa var fyrsti fatnaðurinn gerður úr skinnum.

pittendrigh-liceRannsóknir á litningum lúsa sýna að þær hafi tekið sér bólfestu meðal manna og á mannslíkamanum fyrir meira en 130.000 árum.

Vegna hárleysis mannsins geta lýs ekki hafst við á líkamanum nema hann sé klæddur. Aðrar rannsóknir á erfðamengi lúsa benda til að lýs og men hafi átt samleið miklu fyrr eða fyrir allt að 530.000 árum.

800px-Sewing_needle_eye_with_threadTil að gera sér fatnað þurfti maðurinn að ráða yfir tækni sem gerði honum kleift að skera til efnið sem hann notaði og halda því saman utan á líkamanum, jafnvel þótt hann væri á hreyfingu. Þvengir og ólar hafa eflaust þjónað þessu hlutverki til að byrja með, en elstu saumnálar sem fundist hafa eru rétt um 40.000 ára en þær fundust í  Kostenki í Rússlandi árið 1988. Þær voru gerðar úr beinum og tré.

AGAVE%20PARRYI%20Sm%20FmBÍ norður Ameríku notuðu frumbyggjar aðrar aðferðir. Þeir lögðu í bleyti lauf Agave plöntunnar uns trefjar þess skildu sig frá kjötinu. Trefjarnar enduðu í oddhvössum þyrni og eftir að hvorutveggja hafði verið þurrkað var þar með komin bæði nál og tvinni.

Þeir eru ekki margir munirnir sem notaðir voru af forfeðrum okkar á þeim tímum er þeir reikuðu út úr Afríku, sem enn eru notaðir svo til á hverju heimili. Svo er þó um saumnálina.

Í dag eru saumnálar einkum gerðar úr stáli og húðaðar nikkel eða gulli til að vernda þær fyrir tæringu. Bestu nálarnar eru samt gerðar úr platínu.

Nálar koma oft fyrir í sögum og ævintýrum heimsins og nálaraugað orðið mörgum hugleikið og oft notað á táknrænan hátt í dæmisögum og trúarbrögðum.

Í Babýlónísku Talmútunum notar rabbíninn nálaraugað til að skýra eðli drauma og hvernig þeir eru sprottnir úr huga mannsins;" Þeir sýna manni ekki pálmatré úr gulli eða fíl ganga í gegn um nálarauga."

Í Midrash (Gyðinglegu afbrigði) af ljóðaljóðunum er að finna skírskotun til nálaraugans í tengslum við vilja og getu Guðs til að frelsa syndarann. "Hinn heilagi sagði, opna fyrir mér dyr á stærð við nálarauga og ég mun opna fyrir þér dyr sem tjöld og Kameldýr komast um."

kamelÍ Kristindómi er nálaraugakenning Krists afar merkileg. Ungur og auðugur maður kemur til hans og spyr hvað hann þurfi að gera til að komast í himnaríki. Kristur segir að hann eigi að halda boðorðin, selja eigur sínar og gefa fátækum og síðan fylgja sér.

Ungi maðurinn vildi þetta ekki og þá mælti Kristur við lærisveina sína: "Sannlega segi ég yður: Torvelt verður auðmanni inn að ganga í himnaríki. Enn segi ég: Auðveldara er úlfalda að fara gegnum nálarauga en auðmanni að komast inn í Guðs ríki." Matt. 19:23:24

eyeneedleÞeir sem þróuðu auðhyggjuna (Kapítalismann) út frá Kalvínískum hugmyndum um að auður og ríkidæmi væri merki um velþóknun Guðs, hafa greinilega ekki haft til hliðsjónar þessa litlu dæmisögu Krists.

Í tengslum við þessa sögu hefur verið bent á að grísku orðin fyrir kameldýr og kaðal eru afar áþekk og þarna gæti verið um mistök í afritun að ræða.

eye_of_a_needlesAðrir hafa bent á að hlið eitt á útveggjum Jerúsalemborgar kallað "Nálaraugað" var svo þröngt að Kameldýr komst aðeins í gegn um það á hnjánum og án byrða. Engar sögulegar heimildir eru fyrir því að þetta hlið hafi nokkru sinni verið til en e.t.v. hefur sagan gefið auðmönnum smá von um að komast í himnaríki.

Í Kóraninum er nálaraugað notað til að sýna fram á ólíkindi þess að eitthvað geti gerst.

"Fyrir þá sem hafna táknum vorrum og nálgast þau með yfirlæti, mun engin glufa opnast á himnum, né munu þeir komast inn í garðinn fyrr en kameldýrið getur komist í gegn um nálaraugað. Slík eru laun syndaranna. Al-Araf (The Heights) 7:40.

 


Sex spurningar

Það er sama hvar ég ber niður, spurningarnar sem ég mundi vilja fá svör við verða ætíð fleiri. Mér finnast þessar spurningar ekki stórar og unni því illa að finna ekki svörin. Spurningar sem ég vildi gjarnan fá svar við um þessar mundir eru þessar;

1. Hvað varð um innlánsféð á Icesave reikningi Landsbankans?
2. Fara nýjar lántökur Íslands nú í að greiða fólki sem átti inni hjá Icesave? (Þeir eru byrjaðir að borga út)
3. Er fólk að mótmæla aðeins til að fá útrás fyrir reiði sína eða hafa mótmælin annað markmið?
4. Eru mótmælin vatn á millu þeirra sem vilja efla til muna öryggisgæslusveitir á Íslandi?
5. Hvers vegna er Geir Haarde svona vinsæll eins og fram kemur í nýlegri skoðannakönnun?
6. Hvers vegna versla Íslendingar enn mest við Bónus?
7. Til hvers þarf erlend lán til að fá ´hjól hagkerfissins´ til að snúast á ný?

Ég vil taka það fram að ÖLL svör eru þegin með þökkum.


Mamma Afríka látin.

miriam_wideweb__470x318,0Hin kunna söngkona frá suður-Afríku Miriam Makeba, þekkt sem rödd Afríku er látin, 76 ára að aldri. Makeba lést eftir tónleika sem hún héllt í borginni Caserta í norður Ítalíu. Makeba var þar til að styðja við bakið á rithöfundinum Roberto Saviano sem hefur verið hótað lífláti af ítölsku mafíunni, en hún er alþekkt fyrir þrotlausa baráttu sína fyrir margskonar mannréttindamálstaði víða um heiminn.

Hjartaáfall er talið hafa orðið þessari heimsröddu að aldurtila.

Segja má að Mekaba hafi verið fyrsta ofurstjarna Afríku en hún var sem kunnugt er gerð útlæg úr heimalandi sínu í meira en 30 ár. Hún ávarpaði Sameinuðu þjóðirnar, söng fyrir  John F. Kennedy og var gefin heiðurþegn- réttindi í 10 löndum. Þegar hún giftist "Svarta Afls"  Stokely Carmichael seint á sjöunda áratug síðustu aldar og flutti til Geníu fældi hún frá sér bandarísku umboðsmennina sem þóttust ætla að greiða veg hennar í Ameríku.

Mömmu Afríku var boðið  til baka til heimalands síns af  Nelson Mandela árið1990 en hún hélt áfram að syngja sína einkennilegu blöndu af Afríkutónlist og djassi fram á síðasta dag þrátt fyrir að hafa tilkynnt fyrir þremur árum að hún ætlaði sér að setjast í helgan stein. "'Jú ég sagðist ætla að hætta, en það eru svo margir sem hafa haft samband og sagt að ég hafi ekki komið til að kveðja" sagði hún nýlega í viðtali.

Ferill Makebu virtist alltaf í uppnámi, hún barðist á tíma við krabbamein, fór í gegn um fjóra hjónaskilnaði og þoldi afar ótímabært lát dóttur sinnar.  nóg um það að sinni. Hér er Dívan mætt með Pata Pata


Vörn McHenry virkis

John_smithUm Miðja átjándu öld var starfandi í London félagsskapur sem kallaði sig The Anacreontic Society. Nafnið var fengið frá gríska ljóðskáldinu Anakreon sem lifði og skrifaði á sjöttu öld fyrir Krist. Félagsskapurinn sem samanstóð af áhugahljóðfæraleikurum frá London, hafði að markmiði að standa fyrir tónleikum af og til en aðallega komu þeir saman til að gæða sér öli og vínum.

471px-Key-Francis-Scott-LOCEinn af meðlimum félagsins hét John Stafford Smith og einhvern tíman eftir 1760 samdi hann lag og félagi hans og forseti félagsins Ralph Tomlinson, setti við það drykkjuvísur. Lagið varð afar vinsælt beggja megin Atlantshafsins og var jafnvel sungið á jarðarförum enda hét það "Til Anakreons í himnaríki".

Árið 1812-15 háðu Bandaríkin frelsisstríð sitt gegn Bretum. Þann 3. September 1814 var 35 ára Bandarískum lögfræðingi  Francis Scott Key að nafni, ásamt félaga sínum John S. Skinner,  falið af sjálfum forsetanum James Mafison  fá bandarískan fanga; Dr. William Beanes, lausan en honum var haldið af Bretum á heimili hans í Upper Malboro í Maryland fylki.

800px-Ft__Henry_bombardement_1814Bæði Key og Skinner enduðu sem fangar Breta um borð í herskipinu HMS Minden og urðu þannig vitni að því þegar að herskip úr breska flotanum létu fallbyssuhríðina dynja á virkinu sem gætti hafnarinnar í Baltimore í Marylandfylki.  Virkið var nefnd McHenry.

Key var svo hrærður þegar hann sá bandaríska fánann þá 15 stirndan og með 15 rendur,  sundurtættan enn að húni þegar að morgnaði, að hann settist niður og skrifaði fjögra erinda ljóð. Key var ekki gott skáld og ljóðið var heldur ekki gott og yfirmáta væmið en hann fékk það samt birt skömmu eftir að hann var látin laus, undir nafninu "Vörn McHenry virkis."Key lagði einnig til að ljóð hans yrði sungið við "slagarann" sem John Stafford Smith hafði samið og gekk undir nafninu "Til Anakreons í himnaríki".380px-US_flag_15_stars_svg

Söngurinn varð þekktur undir nafninu "Hinn stjörnum skrýddi fáni" (The Star-Spangled Banner)  sem er tilvitnun í eina hendingu ljóðsins. Venjulega er aðeins fyrst erindi ljóðsins sungið.

Brátt varð texti Key afar vinsæll og hann sungin í tíma og ótíma um öll Bandaríkin. Lagið var 1889 upptekið sem baráttusöngur Bandaríska flotans en 3. Mars 1931 var það gert að Þjóðsöng Bandaríkjanna.

The Star Spangled Banner

eftir  Francis Scott Key

O say! can you see, by the dawn's early light,
  What so proudly we hail'd at the twilight's last gleaming?
Whose broad stripes and bright stars, thro' the perilous fight,
  O'er the ramparts we watched were so gallantly streaming?
And the rockets' red glare, the bombs bursting in air,
  Gave proof thro' the night, that our flag was still there.
O say! does that Star-Spangled Banner yet wave
  O'er the land of the free and the home of the brave?

On the shore, dimly seen thro' the mist of the deep,
  Where the foe's haughty host in dread silence reposes,
What is that which the breeze, o'er the towering steep,
As it fitfully blows, half conceals, half discloses?
Now it catches the gleam of the morning's first beam,
  In full glory reflected now shines in the stream.
'Tis the Star-Spangled Banner.  O long may it wave
  O'er the land of the free and the home of the brave.

And where is that band who so vauntingly swore,
  That the havoc of war and the battle's confusion
A home and a country should leave us no more?
  Their blood has wash'd out their foul footstep's pollution.
No refuge could save the hireling and slave
  From the terror of flight or the gloom of the grave,
And the Star-Spangled Banner in triumph doth wave
  O'er the land of the free and the home of the brave.

O thus be it ever when freemen shall stand
  Between their lov'd home and war's desolation,
Blest with vict'ry and peace, may the Heav'n-rescued land
  Praise the pow'r that hath made and preserv'd us a nation.
Then conquer we must, when our cause it is just,
  And this be our motto, "In God is our Trust."
And the Star-Spangled Banner in triumph shall wave
  O'er the land of the free and the home of the brave.

 


Engiltár

Fyrir mörgum árum skrifaði ég stutta sögu fyrir litla stúlku sem núna er löngu orðin fullorðin kona. Þegar ég las hana aftur fyrir skömmu fannst mér hún eiginlega alveg geta verið fyrir börn á öllum aldri, jafnvel fullorðin börn. Sagan sem gerði tilætlað gagn á sínum tíma, hefur í mörg ár ferðast milli tölvanna sem ég hef átt og nú síðast dvaldist hún á einum minniskubbnum mínum þar sem hún átti sér litla von um að verða aftur lesin. Ég veit að það er algjört bloggtabú að birta nokkuð svona langt og ég lái ykkur ekkert þótt þið nennið ekki að lesa. En fyrir þá sem hugsa enn eins og börn hafa þolinmæði eins og afar og ömmur, here goes.

Engiltár

engill 1Hátt yfir iðagrænum dal, á dálitlum skýhnoðra, sem vafði sig purpura hnígandi sólar, sat engill og grét. Tárin streymdu í stórum glærum perlum niður bústna og kringluleita vanga hans, og féllu svo til jarðar í löngum taumum. Líkt og dýrindis festar endurvörpuðu þau  óteljandi litum síðustu geislum sumarkvölds-sólarinnar, og urðu þannig til að vekja athygli lítillar stúlku sem stóð og horfði út um glugga efst í gömlum turni úr steini, sem reis þétt upp við bergið í enda dalsins. Engillinn var alveg viss um að enginn sæi til hans þar sem hann sat í háloftunum yfir þessum ákaflega afskekta og að hann hélt, óbyggða dal. Sorg hans og tregi höfðu slæpt hann svo og sljóvgað, að honum hafði yfirsést varðturninn gamli, sem reyndar hafði kænlega verið valinn staður, þar sem hann rann saman við bergið og duldist í samlitum gráma þess. Og hvern hefði grunað að þarna byggi stúlka, sem á hverju kvöldi í tæp tvö ár, hafði horft út um gluggann á sólsetrin fögru, milli fjallanna háu sem umluktu dalinn. Og nú þar sem hún stóð og dáðist af samspili ljóssins og vatnsins, sá hún hvar eitthvað féll niður í döggvott grasið á flötinni fyrir framan turninn. Hún trúði varla eigin augum  því ofan af himninum hrundu í löngum glitrandi taumum perlulaga eðalsteinar. Í undran sinni og hrifningu hrópaði hún upp yfir sig, klappaði sama höndum og hló.           turninn Í gegnum eigin ekkasog greindu ákaflega næm eyru engilsins hljóð, sem fengu gullfiðraða vængi hans til að blaka sér svolítið ósjálfrátt og stöðvaði samstundis grát hans. Var þetta virkilega óp, óp úr barka dauðlegrar veru, alls ekki svo fjarri heldur ómögulega nærri. Firna fráum augum  leit hann eftir dalnum og um hlíðar fjallanna og fann samstundis gamla varðturninn. Hann kom einnig auga á stúlkuna, sem enn stóð við gluggann og horfði opnum munni, stórum sægrænum augum, beint á hann, að honum fannst. Engiltaugarnar tóku viðbragð og á svipstundu var hann búin að færa sig lengra inn á skýið. Hann vonaði heitt og innilega, að hún hefði ekki séð hann. En tárin höfðu greinilega komið upp um hann. Hvernig hafði hann annars getað verið svona kærulaus. Afar varfærnislega gerði hann örlítið gat á mitt skýið, til þess að geta fylgst með stúlkunni. Þegar hann loks áræddi að gægjast í gegn, sá hann að hún var horfin. Svo birtist hún aftur skömmu síðar, valhoppandi út um dyr turnsins og hóf að safna saman engiltárunum í hugvitsamlega samanhnýtta hvíta svuntu sína. Öðru hvoru leit hún upp og skimaði í kring um sig og englinum fannst að stúlkan hlyti að vita af honum þar sem hann fylgdist með henni í gegnum gægjugatið. Loks lauk stúlkan við að tína upp öll tárin og hraðaði sér með feng sinn inn í turninn aftur og lokaði rammgerðri hurðinni vandlega á eftir sér. Um leið stökk sólin endanlega á bak við fjöllin og nóttin lagðist eins og dimmblá blæja yfir dalinn. Englinum var orðið ljóst að honum var verulegur vandi á höndum. Orsakir grátsins og táraflóðsins, bliknuðu verulega í samanburði við þær ógöngur sem hann hafði nú ratað í. Það að skorta örlæti, var að vísu ástæða til hryggðar, því örlæti var dyggð sem allir englar þurftu að hafa tileinkað sér. En nú hafði hann með óvarkárni sinni, hugsanlega brotið ófrávíkjanleg lagafyrirmæli almættisins sjálfs, sem að allir englar, háir jafnt sem lágir urðu að lúta og kváðu á um að enginn engill mætti geranokkuð það sem gæfi mannfólkinu ástæðu til að trúa eða efast um að þeir væru til. Þetta voru lög sem aðeins almættið sjálft gat veitt undanþágu frá, að viðlagðri hegningu sem ákvörðuð skyldi hverju sinni af tíu þúsund píslarvottum. Það lá við að engillinn færi aftur að vola við tilhugsunina um mögulegar afleiðingar augnabliks óvarfærni sinnar, þá hann fann sér fyrr um daginn, stað til að brynna músum á. Hann harkaði samt af sér og hóf að hugsa ráð sitt. Ef hún hefði ekki séð hann var jú mögulegt að hana mundi ekki gruna að dýrgripirnir sem hún hafði undir höndum væru engiltár. En hvað mundi henda ef hún kæmist að dularnáttúru þeirra, leyndarmáli sem engir aðrir en Guð og englar vissu. Ef hún mundi uppgötva það, þó af tilviljun væri, yrðu afleiðingarnar hræðilegar. Því neytti einhver engiltára, yrði sá hinn sami samstundis eilífur. Eilíf tilvera á jörðinni, klædd takmörkunum holds og blóðs, hversu eftirsóknarverð sem hún kunni að virðast fávísum mönnunum við fyrstu sýn, var sannarlega písl og kvöl sem enginn átti skilið.

diamondsEngillinn þorði ekki að hugsa þá hugsun til enda. Ef slík ógæfa hlytist af óvarkárni hans, mundi öll sköpunin gráta miklum harmagráti.  Hann reyndi að sefa kvíða sinn með því að hugsa um hve hverfandi litlar líkur væru á því að stúlkan færi að leggja sér tárin til munns, sérstaklega ef hún gerði sér grein fyrir vermæti þeirra sem aðalsteina. Hann vissi samt að þá áhættu gat hann ekki tekið og að hann yrði að ná tárunum til baka tafarlaust, hvað sem það kostaði. Hefðu tárin aðeins fengið að liggja kyrr til morguns, hefðu þau gufað upp eins og döggin á grasinu fyrir geislum morgunsólarinnar. En um leið og mennskar hendur snertu þau, misstu þau þann eiginleika sinn og urðu að varanlegu föstu efni. Hann varð að láta til skarar skríða strax og ná eilífðar-elexírnum, engiltárunum sínum aftur, en umfram allt, vera varkár og flana ekki að neinu.  

En hver var þessi stúlka og hvað var hún að gera þarna alein að því er virtist í óbyggðunum, þar sem ekki hafði sést til mannaferða í margar aldir og hvaðan kom hún eiginlega. Engillinn velti þessum spurningum fyrir sér um stund og ákvað svo að leita svara.  Hann hóf sig á loft og með örfáum öflugum vængjatökum flaug hann niður að turninum og settist hljóðlega á sylluna fyrir utan gluggann þar sem hann hafði fyrst séð stúlkuna. Ofur varlega leit hann svo inn um gluggann. Inni í turnherberginu var ákaflega dimmt, en hann sá samt að það var autt og tómt. Á miðju gólfi  var stigaop og upp um það lagði föla flöktandi gula birtu. Engillinn smeygði sér varlega inn um gluggann og gægðist niður opið. Klunnalegur tréstigi teygði sig frá skörinni og niður á steinlagt gólfið fyrir neðan og í skímunni frá kertisstúf sem brann á hrörlegu eikarborði, sá hann hvar stúlkan sat og horfði hugfangin á engiltárin sem lágu í stórri hrúgu fyrir framan hana á borðinu. Birtan frá kertinu brotnaði á þeim og varpaði dansandi myndum á andlit hennar.

Engillinn virti stúlkuna gaumgæfilega fyrir sér og reyndi eftir mætti að draga einhverjar ályktanir af útliti hennar. Hún leit ekki út fyrir að vera meira en tólf ára gömul. Ljósir hrokknir lokkar léku um axlir hennar og römmuðu inn undurfrítt andlitið, sem geislaði af fádæma sakleysi rósrauðra vara og rjóðra kinna, undir skærum sægrænum augum sem endurspegluðu eitthvað allt annað. Kjóllinn sem hún klæddist, var úr dökkbláu flaueli, ákaflega einfaldur að sniðum og féll vel að fagurlimuðum og fíngerðum líkama hennar. Um mitti hennar var hnýtt mjallhvít bróderuð svunta og berir fætur hennar hurfu ofan í mjúka skinnskó, bláa að lit með ísaumaðri perluskel á ristum.

Englinum duldist ekki að þessi litla stúlka hlaut að vera mjög sérstök og ef til vill af tignum ættum. Útlit hennar og fas, bar augljósan vott um smekkvísi og glæsileika. En hvað var hún að gera hér?

Hann kom ekki auga á neitt sem skírði það á einhvern hátt. Umhverfi hennar var í hrópandi mótsögn við útlit hennar. Við hlið borðsins stóð stórt gamalt rúm og yfir það var lagt þykkt ullarteppi. Utan þess, borðsins og stólsins sem hún sat á, voru engin önnur húsgögn í víðu hringlaga herbergi turnsins. Ekkert matarkyns sá hann heldur í þessari frumstæðu vistarveru.

Engillinn settist hljóðlega niður á skörina og gætti þess vel að ekki sæist til hans neðan frá, og hugsaði sinn gang. Trúlega yrði hann að bíða þar til stúlkan sofnaði og freista þess þá að ná tárunum. Svo hófst biðin. Hann beið í margar klukkustundir án þess að stúlkan sýndi þess nokkur merki að syfju sækti að henni. Hún hafði að vísu fært sig úr stólnum upp í rúmið, en þar sat hún bara og lék sér að tárunum, sem hún þreyttist aldrei á að handfatla og skoða. Þótt engillinn væri í eðli sínu, mjög þolinmóður og vanur eilífðartíma, tók þessi bið mikið á hann og þegar skammt var í dögun og stúlkan enn glaðvakandi, gafst hann upp á að bíða og ákvað að breyta um aðferð. Eins og allir englar kunni hann ýmislegt fyrir sér sem mennirnir mundu kalla yfirnáttúrulega kunnáttu. Hann gat meðal annars breitt um útlit að vild. Einmitt þann eiginleika ákvað hann að hagnýta sér. Hann stóð upp, hóf sig á loft og flaug út um gluggann.            

einhirningurÞegar hann lenti fyrir framan dyr turnsins, leit hann ekki lengur út eins og engill, heldur einhyrningur, mjallhvítur á litinn, með gullið fax og tagl. Hornið sem stóð út úr miðju enni hans, notaði hann til að drepa á dyrnar. Eftir nokkra bið, opnuðust þær í hálfa gátt. Stúlkan rak upp stór augu þegar hún sá einhyrninginn, en sýndi samt engin merki um hræðslu, og ekki heldur þegar hann ávarpaði hana á mannamáli.

"Komdu sæl stúlka litla og afsakaðu ónæðið á þessum óvenjulega tíma sólahringsins. En ég er vera eins og þú sérð, sem eðli mínu samkvæmt mundi aldrei raska ró nokkurrar manneskju af ófyrirsynju. Þar af leiðandi getur þú varla efast um að erindi mitt sé brýnt, og þar eð það varðar þig sjálfa, bið ég þið um að hlýða á mál mitt.“

Stúlkan svaraði einhyrningnum engu, en horfði á hann eins og hún skildi ekki orð af hinni háfleygu þulu sem hann hafði romsað út úr sér. "Ég varð fyrir smá óhappi“hélt einhyrningurinn áfram og ákvað að einfalda mál sitt eftir mætti.„Ég tapaði í gærkvöldi, einhversstaðar hér í grenndinni ákaflega verðmætum sjóði eðalsteina, og mér datt sí svona í hug að þú stúlka góð, hefðir ef til vill fundið hann.“ Einhyrningurinn leit á stúlkuna stórum spyrjandi augum, og vonaðist eftir jákvæðum viðbrögðum.„verið getur að vegleg verðlaun séu í boði handa þeim, sem á einhvern hátt getur aðstoðað mig við að endurheimta hinar týndu gersemar.“ bætti hann svo við. Stúlkan sneri sér hægt við í dyrunum og leit í átt að rúmi sínu þar sem engiltárin lágu í bing á ullarteppinu. Svo vatt hún sér aftur að einhyrningnum og sagði hvatvíslega.

"Eitthvað er nú bogið við þessa sögu þína ágæti einhyrningur. Ef þú hefðir vængi eins og hesturinn Pegasus eða værir fugl eins og Fönix, gæti ég ef til vill lagt trúnað á sögu þína. Sannleikurinn er sá að í gærkveldi féllu af himni ofan, niður á flötina hérna fyrir framan, nokkrar stjörnur. Ég hef enga ástæðu til að ætla, að þær tilheyri þér frekar en mér. Þú getur hæglega hafa séð mig safna þeim saman, ágirnst þær og ákveðið að reyna að komast yfir þær með einhverju móti."

Það lá við að englinum félli allur ketill í eld. Svo undrandi varð hann yfir að vera vændur um að segja ósatt að hann stóð hvumsa um stund. Þegar stúlkan gerði sig líklega til að loka hurðinni og ljúka þar með samtalinu, áttaði hann sig og sagði með semingi.

"Ég skal viðurkenna að vissulega er hægt að líta á málavöxtu eins og þú gerir, og að þú hefur að sönnu engar sannanir fyrir því að fjársjóðurinn á rúminu þínu sé með réttu mín eign. En sé það næg sönnun, að þínu mati, að ég geti flogið, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að ég haldi fyrir þig smá flugsýningu."

Einhyrningar geta ekki flogið“, svaraði stúlkan um hæl.

"Vertu ekki svona viss um það stúlka góð“ sagði einhyrningurinn og byrsti sig. Í sannleika undraðist hann hversu kotroskin og framhleypin stúlkan var.„Ég get auðveldlega sannað að ég get flogið, en það vekur furðu mína að ung stúlka eins og þú, og að því er virðist reynslulítil, skulir dirfast að standa upp í hárinu á jafn merkilegu fyrirbæri og ég er. Einhyrningar eru nefnilega ákaflega sjaldséðar skepnur og einstakar af allri gerð. Væri því ekki tilhlýðilegt að lítil stúlka, sem sér og ræðir við einhyrning í fyrsta sinn, sýndi honum og erindi hans, meiri virðingu en raun ber vitni?“ Engillinn var að vonast eftir að vekja með stúlkunni vitund um hversu sérstæðar aðstæðurnar væru og hún yrði þar af leiðandi hógværari í samskiptum sínum við hann. En sú litla lét sér fátt um finnast og svaraði fullum hálsi;

"Þú sagðir að þú gætir flogið og ef þú getu það skulum við ræða málin, annars eru frekari umræður tilgangslausar."

Engillinn gerði sér grein fyrir að frekari undanfærslur voru gagnslausar. Þetta var ekkert venjulegt stúlkubarn sem hann átti í útistöðum við. Hann efaðist stórlega um að þó hann flygi fyrir hana, myndi hún trúa sögu hans. Hér þurfti eitthvað meira að koma til. Hann sté nokkur skref aftur á bak og sagði;

"Horfðu nú á og taktu vel eftir því sem þú sérð“.

Á örfáum augnablikum tók engillinn á sig fjölmargar myndir. Hann ummyndaðist fyrst í hinn vængjaða Pegasus, síðan fuglinn Fönix, þá í risavaxinn svan, á eftir fylgdi hans eigin raunverulega engilmynd, silfurlitaður dreki, Svinx og fuglmenni af ýmsu tagi. Loks breytti hann sér aftur í mynd einhyrningsins og stóð að því búnu hljóður og reyndi að lesa úr svip stúlkunnar áhrif stórkostlegra sjónhverfinga sinna. En úr honum varð ekkert ráðið. "Ein af þessum myndum sem ég sýndi þér er mín sanna mynd, en allar gátu ímyndirnar flogið, svo að um þá getu mína þarftu ekki lengur að efast“mælti einhyrningurinn. Stúlkan kinkaði kolli, opnaði dyrnar upp á gátt og sagði;

"Ég held það sé best að svo komnu máli, að þú komir inn, hver sem þú ert. Þetta var sannarlega tilkomumikil sýning hjá þér og sannfærði mig um að hugsanlega geti steinarnir fögru verið þín eign.“

Einhyrningurinn þáði boðið samstundis og brokkaði inn í turninn. Stúkan lokaði dyrunum að baki honum, settist svo við borðið með kaupmanns svip og sagði;"Því miður á ég ekkert matarkyns í kotinu til að bjóða þér, svo við getum snúið okkur beint að efninu. Þú minntist á að fundarlaun væru í boði handa þeim sem aðstoðaði þig við að endurheimta gersemarnar.“

Já fyrir alla muni, ljúkum þessu af sem fyrst. Eins og þig sjálfsagt grunar eftir að hafa séð hversu ég er megnugur, er ekki ómögulegt að ég gæti orðið við einhverri ósk þinni. Lát oss því heyra hvers þú óskar þér að launum fyrir fjársjóðinn. “ svaraði einhyrningurinn.

"Eitt er það sem ég ágirnist og þrái öðru fremur. En svo þú skiljir fullkomlega hvað ég fer fram á, og hvers vegna, verður þú að hlýða á sögu mína.“ sagði stúlkan.

Þetta samþykkti einhyrningurinn umyrðalaust því hann var forvitinn mjög um hagi þessarar undarlegu stúlku. Hann lagðist á gólfið og bjó sig undir að hlusta, og hún hóf frásögn sína.            

"Fljótlega eftir að ég fæddist, varð foreldrum mínum ljóst að þau höfðu eignast harla óvenjulegt barn. Faðir minnvar skósmiður og móðir mín saumakona en þau bjuggu í litlu sjávarþorpi og lifðu eins og milljónir annarra, venjulegu, og frá sjónarhóli mennta- og aðalstéttanna sem stjórnuðu landinu, ákaflega ómerkilegu lífi. Móðir mín tók þegar eftir því að þrátt fyrir að ég hafnaði alfarið móðurmjólkinni og fengist ekki til að neyta annarrar fæðu, óx ég og dafnaði eins og önnur börn. Fyrst í stað, reyndi hún samt að þröngva ofan í mig mat af ótta við að ég dæi úr hugnir. Þegar henni varð ljóst að fæðuleysið hafði engin áhrif á vöxt minnog viðgang, hætti hún öllum tilraunum til að halda að mér fæðu. Sjálf fann ég aldrei fyrir hungri, en fannst ég verða þróttlaus ef sólar naut ekki við í langan tíma. Smá saman fékk ég vissu fyrir því að ég nam alla þá næringu sem ég þurfti, beint úr sólarljósinu. Vel má vera að ég hefði getað átt álíka ævi og önnur börn á mínu reki, ef ekki hefði önnur og öllu einkennilegri sérkenni komið í ljós í fari mínu, eftir því sem ég varð eldri. Eins og hálfs árs var ég orðin altalandi, ekki aðeins á móðurmálið heldur einnig fjórtán önnur tungumál. Að sjálfsögðu var ég læs og skrifandi á þau öll. Tónlist og aðrar listgreinar lágu það vel fyrir mér, að fljótlega urðu þær í mínum augum barnalegar dægradvalir og leikir. Hugur minnog atgervi var slíkt að ég útheimti stöðugt erfiðari viðfangsefni til að kljást við og var á þeim sviðum algerlega óseðjandi. Þegar ég var aðeins fimm ára, og ég orðin alkunn fyrir ýmis afrek á sviðum lista og vísinda um gjörvallan heim, bættist við afburðargetu mína sá eiginleiki að geta séð fyrir óorðna atburði. Fyrst birtustu þeir mér í draumum, en síðar líkt og þeir lifðu fyrir augu mín. Samhliða þeirri þróun, hvarf þörfin til að sofa, jafnvel hvílast, því ég virtist ætíð hafa næga orku til alls. Afleiðing alls þessa var að dagar og nætur urðu samfella ómerkilegra atburða og leiðindi tóku að sækja að mér. Brátt var svo komið að ég þoldi illa við með öðru fólki. Mér fannst það allt vera heimskt og klunnalegt, ómenntað og gróft. Jafnvel færustu vísindamenn og hugsuðir stóðu mér engan veginn snúning og urðu sér að atlægi í návist minni. Ég fór að fyrirlíta allt samferðafólk mitt. Allan ófullkomleika þess, heimsku og galla. Auðvitað vakti afstaða mín og viðhorf, andúð fólks á sjálfri mér sem jókst í samræmi við  getu mína til að sýna fram á yfirburði mína á öllum sviðum. Ég var hötuð og forsmáð, fyrirlitin og öfunduð. Jafnvel foreldrar mínir sem lengst allra sýndu mér ást og alúð, misstu þolinmæðina, gáfu mér þennan klæðnað og vísuðu mér á brott. Um tíma þvældist ég um eiminn og þegar ég náði tíunda aldursári var ástandið orðið algerlega óviðunandi, því ég óttaðist stöðugt um líf mitt. Stærilætisleg framkoma mín og óbilgirni höfðu aflað mér margra óvina og sumir töldu mig réttdræpa ófreskju. Aðeins forsjálni mín forðaði mér frá að verða óvinum mínum að bráð. Að auki við þá eiginleika sem ég hef þegar upp talið, bættist við aðlaðandi útlit og fríðleiki. Hvar sem ég fór vakti ég óskipta athygli. Jafnvel þar sem enginn þekkti mig í sjón, þó þeir hefðu eflaust heyrt mín getið. Þegar hér er komið við sögu, rann það upp fyrir mér hversu gáfur mínar og vitsmunalegir burðir voru í miklu ósamræmi við siðferðilegt atgervi og andlega þroska minn. Ég hafði vissulega reynt að tileinka mér þær dyggðir sem nægt hefðu venjulegri mannveru til að komast í gegnum lífið án stöðugra árekstra við með bræður sína. Afburða manneskju eins og mér, nægðu þær ekki. Sú var í raun ástæðan fyrir því hversu illa mér gekk að lynda við venjulegt fólk og andúð þess var svo rík í minngarð. Ég ákvað að hverfa úr samfélagi manna, draga mig í hlé og freista þess í einrúmi að ráða bót á vandamáli mínu. Ég leitaði uppi þennan afskekkta og óbyggða dal og með aðsetur í þessum forna varðturni hóf að iðka íhugun og sjálfsaga, sem ef til vill yrði til þess að ég sæi mér fært um síðir, að snúa aftur til samfélags manna. Hér hef ég dvalist í því næst tvö ár og stundað hinar andlegu íþróttir af kostgæfni og kappi, án teljandi árangurs, verð ég samt að segja. Þú ágæti einhyrningur, eða hvað sem þú í reyndinni kannt að vera, ert fyrsta veran, fyrir utan fugla og dýr, sem ég hef heyrt eða séð í allan þann tíma. nú þegar þú hefur heyrt sögu mína og veist hvernig í öllu liggur, get ég vel viðurkennt fyrir þér, að mér kom aldrei til hugar að þessir fögru steinar sem duttu af himnum í gærkveldi væru stjörnur. Um gerð þeirra get ég samt ekkert fullyrt þó ég hafi brotið um þá heilann í alla nótt. Þeir líta út eins og tár einhverrar himneskrar veru. En þarna liggja þeir og þú getur tekið þá með þér, ef þú getur uppfyllt ósk mína. Ég leyfi sjálfri mér að efast um að þú getir það, þrátt fyrir að þú hafir sannað að þú ráðir yfir umtalsverðum hæfileikum. Þú sannaðir samt ekki að þú getir framkvæmt eitthvað sem aðeins máttarvöld ofar mínum skilningi kunna að geta. Það sem ég sækist eftir er fullkomnun og það sem mig skortir til að geta talist fullkomin er eilíft líf. Ósk mín er sú að þú sjáir svo um, að ég hljóti eilíft líf".

Einhyrningurinn sem legið hafði tiltölulega rólegur og hlustað, varð svo mikið um orð stúlkunnar að hann stökk nú á fætur, frísandi og fnæsandi eins og hver annar stóðhestur. Hann hlaut að vera óheppnasti engill frá upphafi tíma. rétt þegar lausn vanda hans var innan seilingar, og stúkan búin að samþykkja að skila honum tárunum aftur, hvers eðlis hún hafði komist svo óþægilega nærri að uppgötva, bað hún um að launum nákvæmlega það sem hann hafði verið að reyna að afstýra að hún fengi. Hann var kominn í sjálfheldu sem ekki yrði auðvelt að sleppa úr. Honum leist svo á þess stúlku, að ekki mundi ganga að bjóða henni eitthvað annað. En hvernig gat hann veitt henni eilíft líf á jörðinni. Jörðin var aðeins byrjunarreitur, ekki endastöð, og að vera dæmdur til eilífrar jarðvistar, var eins og að vera getin, og svo skikkaður til að fæðast aldrei og verða að eyða öllu lífi sínu innan takmarka móðurlífsins. Það mátti sannarlega ekki vera hlutskipti nokkurrar manneskju, þrátt fyrir að hún óskaði þess sjálf. Á meðan hugur engilsins leitaði lausna með leifturhraða í öllum viskubrunnum alheimsins og ráðfærði sig við ótal véfréttir og vættir á nokkrum augnablikum, beið stúlkan óþolinmóð eftir svari.

Svo laust svarinu niður í huga hans með slíku afli, að hann var viss um að sjálft almættið hafði skorist í leikinn. Lausnin var svo augljós að hann hálf skammaðist sín fyrir að finna hana ekki strax. Stúlkan hafði beðið um eilíft líf, og eilíft líf skyldi hún fá. Eilíft líf eins og allir aðrir menn áttu í vændum, en ekki eins og tárin gátu gefið. Eilíft líf sem komið undir ræktun andlegra dyggða og eiginleika sem nýtast mundi í samskiptum hennar við aðra menn. Vissulega mundi ýmislegt í fari stúlkunnar breytast. Ef hann gerði stúkunni mögulegt að öðlast eilíft líf, mundi hún missa alla þá yfirburði sem hún hafði haft yfir aðrar mannverur, og verða að venjulegri tólf ára stúlku.

"Samþykkt“ hrópaði hann svo að bergmálaði í turninum.Samþykkt, samþykkt, samþykkt. Eilíft líf er þér hér með veitt, ásamt öllum þeim eigindum sem þú þarf á að halda til að þú getir gert það að hamingjuríku lífi. Lánaðu mér nú svuntuna þína til að bera í fjársjóðinn minn og ég geti haft mig á brott. Engillinn var svo ánægður með þessi málalok að hann langaði til að dansa. Stúlkan virtist líka vera hæst ánægð með kaupin, því hún hló svo að spékopparnir í kinnum hennar dýpkuðu um helming. stúlka og einhurningur"Ég hef eignast eilíft líf, eilíft líf, eilíft líf.“ sönglaði hún um leið og hún sópaði engiltárunum saman í svuntu sína, batt hana saman á hornunum og smeygði henni upp á gullið horn einhyrningsins.„Vertu blessaður ágæti einhyrningur, eða hvað sem þú raunverulega ert, og þakka þér kærlega fyrir,“sagði hún svo og opnaði dyrnar og hleypti einhyrningnum út. Í þann mund brutust fyrstu geislar morgunsólarinnar upp yfir fjöllin og fyllti dalinn af sólstöfum."Ég sé enga ástæðu til að dveljast lengur á þessum stað“, sagði stúlkan allt í einu,„og það er langur vegur til byggða. Má ég ekki sitja á baki þínu þar til leiðir skiljast, svona í kaupbæti, ágæti einhyrningur?“"Hoppaðu þá á bak og ég skal reiða þig út úr dalnum, en þá verð ég líka að snúa aftur,“ svaraði einhyrningurinn. Stúlkan stökk á bak honum umyrðalaust og saman héldu þau út eftir dalnum, og skildu eftir sig slóð í morgundögginni. Ég er svo hræðilega svöng, hugsaði litla stúlkan um leið og hún teygði sig í stórt rautt epli, sem óx á voldugri eik á leið þeirra. Það er einkennileg tilfinning að vera svöng“ sagði hún um leið og hún beit í eplið og hottaði á einhyrninginn.

Barack Hussein Obama

obamaHeimsbyggðin er enn að átta sig á stórtíðundunum sem berast nú frá Bandaríkjunum. Þar hefur frjálslyndasti öldungadeildarþingmaður Demókrata  verið kosin fertugasti og fjórði forseti Bandaríkjanna.

Fyrir utan að vera frjálslyndur er hann þeldökkur sem setur hann í þá sérstöku sögulegu stöðu að geta hafa verið einkaeign alla vega sjö þeirra fjörutíu og þriggja hvítra karlmanna sem gengt hafa á undan hinum því embætti sem hann hefur nú verið kosinn til að gegna. Fyrir fjörutíu árum þegar Obama var sjö ára hefði hann ekki fengið þjónustu á mörgum veitingastöðum í Bandaríkjunum og hefði þurft að nota sér salerni á bensínstöðum í suðuríkjum Bandaríkjanna.

En Barack Hussein er ekki bara þeldökkur, hann er líka að hálfu Afrískur og á ömmu og ættmenni á lífi sem búa í þeirri hrjáðu álfu. Hann ber auk þess nafn einnar helstu og þekktustu hetju Íslam. Hussein Ali var nafn annars sona Fatímu dóttir Múhameðs stofnanda Íslam. Hann var í miklu uppáhaldi hjá afa sínum og margar sögur fara af hversu líkir þeir voru. Hann dó píslavættisdauða ásamt sjötíu og tveimur köppum sínum í orrustu við Karbala í Írak, en mikil helgi hvílir á hinum og nafni hans, sérstaklega meðal Shia múslíma.

Hversu sögulegar þessar kosningar eru er varla hægt að segja til um núna með einhverri vissu, til þess eru við allt of nálægt atburðinum. En víst er að hann er ekki hægt að ofmeta. Sú staðreynd ein að Obama náði kjöri, hvert sem framhaldið verður, á eftir að valda grundvallarbreytingum á hugarfari og sjálfsmynd þeldökkra í Bandaríkjunum og víða um heim. Eða  eins og Jesse Jackson, fyrrum forsetaframbjóðandi og blökkumannaleiðtogi í Bandaríkjunum komst að orði eftir að Obama hafði tryggt sér sigurinn, "Ef það gat gerst í Bandaríkjunum, getur það gerst í Bretlandi og öðrum Evrópulöndum og hvar sem er".

Fjölþjóðleg fjölskylda Baracks Obama

obama-family-paternal-side 

Foreldrar og fósturfaðir

obama-mom-high-school-year-book-photo_thumbnail Móðir Obama; Stanley Ann DUNHAM var fædd 27. Nóvember 1942í  Wichita, Kansas og lést 7. Nóvember 1995 af legkrabbameini. Hún hóf háskólanám sitt við Háskólann á Hawaii árið 1960. Þar hitti hún fyrri mann sinn; Barack Hussein OBAMA eldri. Hann og Stanley Ann DUNHAM voru gefin saman árið 1960 á Hawaii og áttu saman Barack Hussein OBAMA yngri, f. 4. Ágúst 1961.

barack-obama-sr Barack Hussein OBAMA eldri var fæddur 1936 í Nyangoma-Kogelo, Siaya Héraði í  Kenya. Hann lést í bílslysi  í  Nairobi í  Kenyaárið 1982. Hann skildi eftir sig þrjár eiginkonur, sex syni og eina dóttur. Öll börn hans búa í Bretlandi  eða í Bandaríkjunum nema eitt.  Einn bræðranna lést árið 1984 og er grafinn í þorpinu  Nyangoma-Kogelo, Siaya héraði í  Kenya.

Systkini

Fjölskyldusaga Obama yngri er dálítið flókin. Svo virðist sem faðir hans hafi þegar verið giftur þegar hann gekk að eiga Stanley Ann móður hans. Hann átti konu í Kenýa, Kezia að nafni. Að sögn Stanley Ann höfðu þau Obama eldri og Kezia verið gefin saman af öldungum þorps þeirra en engin skjöl voru til að sanna það. Með Kezia átti Obama eldri tvö börn, Roy og Auma, sem bæði starfa núna við félagsþjónustuna í Berkshire í Englandi.

Það hefur verið til þess tekið eftir að Obama yngri tryggði sér forsetaefnisútnefninguna að hálf bróðir hans Roy er trúaður múslími. Hann er sagður hafa snúið baki við lífsstíl veturlandabúa eftir bitra reynslu og horfið aftur til trúar föður síns og afa og Afrískra gilda.

Þegar Obamavar tveggja ára skildu foreldrar hans. Faðir hans fluttist til Connecticut til að halda áfram menntun sinni. Þegar að Obama eldri lauk námi sínu við Harvard og héllt til baka til Kenýa var þriðja kona hans Ruth (Bandarísk) í för með honum. Sú ól honum tvo syni og einn að þeim lést í mótorhjólaslysi. Obama eldri hélt áfram að hitta Kezia fyrstu konu sína eftir komu sína heim.

obamas-family-stepfather-mom-half-sister Þegar Obama yngri var sex ára giftist móðir hans Lolo Soetro, frá Indónesíu. Árið 1967 þegar að óeirðir miklar brutust út þar í landi, missti Soetro námspassann sinn og þau hjónin urðu að flytjast til Jakarta. Þar var hálf-systir Obama, Maya Soetro fædd.

Fjórum árum seinna sendi Stanley Ann son sinn til Bandaríkjanna til að búa hjá Afa sínum og Ömmu.

Barack Obama yngri  útskrifaðist frá Columbia Háskóla og síðan Harvard Law School, þar sem hann hitti konuefni sitt Michelle Robinson. Þau eiga tvær dætur; Malia og Sasha.

Afar og ömmur 

Föður afi Obama yngri hét Hussein Onyango OBAMA og var fæddur árið 1895 en lést árið 1979. Áður en hann gerðist ráðsettur matreiðslumaður fyrir trúboða í Nairobi, ferðaðist hann víða og barðist m.a. fyrir Bretland í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann heimsótti Evrópu og Indland og bjó um tíma í Zanzibar þar sem hann yfirgaf Kristna trú og gerðist múslími. Hussein Onyango OBAMA átti margar konur. Fyrsta kona hans Helima bar honum engin börn. Með annarri konu sinni Akuma eignaðist hann Söru Obama, Barrack Hussein Obama eldri og Auma Obama.

obamas-grandmother-sarah-hussein-obama-kenya Þriðja kona Onyangos var Sarah og er sú sögð vera amma Obama foretaefnis. Hún sér að mestu leiti um fjölskylduna eftir að Akuma lést langt um aldur fram.

Móðurafi Obama yngri hét Stanley Armour DUNHAM og var fæddur 23. Mars 1918 í Kansas og lést 8. Febrúar 1992 í Honolulu á Hawaii. Hann er jarðsettur í  Punchbowl National Grafreitinum í Honolulu, Hawaii.

Móðuramma Obama hét Madelyn Lee PAYNE og var fædd 1922 í Wichita, Kansas. Hún er nýlátin en bjó í  Oahu á Hawaii.

Stanley Armour DUNHAM og Madelyn Lee PAYNE voru gefin saman 5. May 1940. obamas-mother-ann-with-parents-stanley-madelyn-dunham


 

 

 

 


Landið bláa

1_fullsizeAf fréttum, bloggi og fáeinum símtölum er ljóst að vargöld ríkir á Íslandi. 300.000 manns æða um í hamslausri bræði yfir því að blekkingavefurinn (matrixið þeirra) hefur verið rofinn.

Samsæriskenningar um "Falið vald" og "Zeitgeist" kynda undir gremjunni og fólk talar fullum fetum með krepta hnefa um byltingu og uppreisn.

Kannski er fólk enn of reitt til þess að hugleiðing af þessu tagi komi að nokkru gagni.

Í hverri viku koma eftir undarlegum leiðum fram upplýsingar sem auka enn á reiðina og staðfesta það sem allir vita innst inni að það er sama hversu oft fatan er látin síga í bruninn, alltaf kemur upp sama fúla vatnið.

Einhverjir líta í kring um sig og vonast eftir því að lausnarinn komið stígandi niður á skýjum himins, bjargvætturinn sem öllu reddar og vissulega eru margir til kallaðir. Vonabíar og jaðar-spámennirnir stíga fram hver af öðrum og heimta hárri röddu hver í kapp við annan að blekkingarmeistararnir verði dregnir fyrir rétt og vonast sjálfsagt eftir því að einhver muni eftir háreysti þeirra þegar frá líður og velji þá til að stjórna skútunni ef og þegar hún losnar af strandstað.

Spurningarnar hrannast upp en þeir sem hafa svörin gefa ekki viðtöl. Og ef fyrir tilviljun næst í skottið á einum þeirra, vefst þeim ekki tunga um tönn við að útskýra hvernig allt sé í eins góðum höndum og hægt er að búast við undir svona kringumstæðum og að þeir séu í óða önn að búa til nýjan vef sem komist í gagnið innan skamms. Þeir haga sér eins og sannir blekkingarmeistarar og fyllast sjálfsvorkunn og særðri réttlætiskennd til skiptis en passa sig á því að láta samtryggingakerfið, sem er þeirra á meðal, ekki klikka.

Allar fögru falskenningarnar um "sjálfstætt líf" auðmagnsins eru allt í einu afsannaðar og í ljós hefur komið að á bak við tjöldin hafa það alltaf verið "bara menn" sem réðu ferðinni. Bankar og fjármálstofnanir eru mannlegar stofnanir, gerðar til að þjóna manninum og stjórnað af mönnum. Samt lætur fólk enn eins og þessi Mammonsmusteri séu fjöregg þjóðarinnar. Þegar allt kemur til alls er tilgangur Banka aðeins að halda bókhald. Þeir framleiða sjálfir ekki neitt nema tölur.

BankerREX_228x341Á meðan pólitíkusarnir vinna ósvinnuna sína, reyna fyrir sér hér og hvar með að fá lán til að allir geti látið um sinn að lífið geti haldið áfram eins og það var, koma sigurvegararnir, þeir sem voru búnir að koma eignum sínum fyrir í útlandinu, sterkir til leiks. Þeir hafa nú tíma til að taka sér formlega sæti í stjórn fyrirtækja sinna í útlöndum því Landið Bláa, nú blátt af heift og blóðleysi, gnægtabrunnurinn sem ól þá og gaf þeim allt, er þurrausin og draumalandið orðið að martraðarskeri.

Allar góðar góðar sjálfshjálparbækur benda fólki á að þegar að erfiðleikar steðja að sé best að mæta því með því að byggja á styrkleikunum. Eins og stendur, velta Íslendingar sér aðallega upp úr veikleikum sínum. 

En hverjir eru styrkleikar þjóðarinnar? Það hefur alla tíð verið ljóst að fái íslendingar til þess tækifæri, er þeim fátt auðveldara en að afla peninga. Veikleikin er m.a. að þeir eru fljótir að eyða þeim.

En þessi styrkleiki er enn fyrir hendi og tækifærin eru enn til staðar.

Enn er varmi í jörðinni, orka í fallvötnunum, fiskur í sjónum, vit í kollum og ferðamenn sem vilja heimsækja landið. Efnislega eru tækifærin enn sannarlega öll til staðar.

Og andlega er þjóðin alveg á sama stigi og fyrir hrunið. Það er vandamálið. Hún heldur enn að hamingjan sé fólgin í því sem Bankarnir áttu að varðveita og er þess vegna afar annt um að hamingjuræningjarnir verði látnir gjalda fyrir rán sitt.

Hinir eiginlegu styrkleikar þjóðarinnar ættu að felast í karakter hennar. Til að endurreisa efnahagslíf þjóðarinnar á öðrum grunni en þeim gamla sem pólitíkusarnir eru nú í óða önn að reyna, þarf að koma til ný sýn á tilgang þessa alls. Það er greinilegt að þau siðferðilegu viðmið sem þjóðin reyndi að notast við, koma ekki lengur að gagni, ef þau hafa þá nokkru sinni gert það. Við erum að tala um að venda okkar kvæði í kross.

Þeir eiginleikar sem ekki eru mikils metnir í "heimi fjármagnsins" verður nú að setja á oddinn í samskiptum fólks. Það er ekki eins og okkur séu þeir alls ókunnugir, því vel flestum okkar voru þeir innrættir í æsku. Einhvern veginn virtust þessir eiginleikar samt hverfa þegar komið var inn á samskipti fólks á sviði stjórn- og fjármála. 

2530Sam_Frodo_Mt_Doom_HLÞessir eiginleikar eru m.a. hjálpsemi, miskunnsemi, samkennd, auðmýkt, ósérhlífni, fórnfýsi, virðing, traust, þolinmæði og fordómaleysi. Taki hver og einn upp með sjálfum sér meðvitaða rækt á þessum eiginleikum munu samskipti fólks breytast á stuttum tíma.

Bankar og ríkisstofnanir ættu að ganga á undan með góðu fordæmi og hafa þessa eiginleika að leiðarljósi í störfum sínum um ókomna framtíð. Við sjálf ættum að tileinka okkur þá og innleiða í öll samskipti okkar á milli.

Eiginleikar "gamla Íslands", græðgi, samkeppni, öfund, óbilgirni, lævísi, flokkadrættir, klíkuskapur og miskunnarleysi, verða upprættir að sjálfu sér með upptöku hinna nýju sjónarmiða.

Eflaust munu einhverjir sakna eiginleikans "réttlætis" úr þessari upptalningu. Staðan er sú að til að skapa réttlæti þarf að vera sameiginleg sýn á hvað réttlæti er. Hún er ekki til staðar nú, en hún mun myndast eftir því sem okkur tekst betur að móta með okkur nýtt siðferði byggt á hinum jákvæðu eignleikum.

 

 


A banker’s life is the finest life

Það hlýtur að vera merki þess að málin eru komin á alvarlegt stig þegar að útlendingar setjast niður til að yrkja um ástandið á Íslandi. Ég fann þessar vísur á reki en þær eru eftir Elinóru Arnason sem ég kann ekki frekari skil á, en hún segist m.a. skrifa vísindaskáldsögur. Reyndar bendir eftirnafnið til að hún geti verið af íslenskum ættum en eins og af kveðskapnum má sjá, er vafasamt að hún hafi nokkru sinni komið til landsins.

 

A banker’s life is the finest life
That’s known to man or God.
You sit inside, and you don’t get wetfrom-pinstriped-and-italian-shoed-banker-to-blue-collar-janitor-part-vi-now-i-am-the-teacher-27628
Hauling up haddock and cod.

You stay inside, and you don’t get wet,
And you hardly ever drown;
Though you might be seen with brennivin
Wandering through the town.

But I’d rather drown in brennivin
Than sink in the salty brine,
And handle lines of credit
Instead of a fishing line.

When I was young I went to sea,
And I thought I was a fool
To spend my day in the icy spray
Instead of in business school.

So I flew away to the USA
And got myself a degree
And settled down at the Landisbank,
And scorned the rolling sea.

You’d never think that a bank could sink
Like a fishing boat in a storm,
And the crew go down to an ugly fate
Under the churning foam.

Nothing is sure, the High One said
A thousand years ago.
Even wearing a business suit,
You can find yourself below

Where the fishes swim in the salty dim,
And the old seafarers sleep;
And so I curse, though it could be worse.
I could be herding sheep.

A banker’s life is the finest life
That’s known to man or God.
I’m going back to Isafjord
To haul up haddock and cod.


Hristan, ekki hrærðan

631657_martini_glassFrægasti drykkur kvikmyndasögunnar er að öllum líkum Martini kokteill sá er James Bond er vanur að panta sér í ófáum kvikmyndum um leyniþjónustumanninn 007 sem hefur leyfi til að drepa annað fólk, úr leiðindum ef marka má gagnrýni á síðustu kvikmyndina um kappann; Quantum of Solace.

James vill drykkinn hristan frekar en hrærðan og það hefur valdið ófáum vínspekúlöntum talsverðum vangaveltum því drykkurinn er sagður miklu rammari hristur en hrærður. Að auki segja "sérfræðingarnir" að "drykkurinn breytist úr kristaltærum drykk í hrímað sull" við að hrista hann frekar en hræra. Hinsvegar hefur komið í ljós að hann er öllu "heilsusamlegri" hristur en hrærður, ef marka má niðurstöður Háskólans í Vestur Ontario.

Blandan kemur fyrst við sögu hjá Ian Flemings í bókinni Casino Rayale (1953) en þá pantar Bond sér drykk sem hann kallar Vesper eftir Vesper Lynd sem er fyrsta "Bondstúlkan" og sú sem hann gerir sitt besta til að hefna í nýútkominni framhaldsmynd af Casino Royale, Quantum of Solace.

410wVesper er gerður úr fjórum tegundum af áfengum drykkjum, einu skoti af þurru Martini, þremur skotum af Gordons Gini, einu af Vodka gert úr korni frekar en kartöflum og hálfu af Kina Lillet. Drykkurinn er hristur uns hann er orðinn ískaldur og borinn fram í djúpu kampavínsglasi með stórri en þunnri seið af sítrónuberki.

" Ég fæ mér aldrei meira en einn drykk fyrir kvöldverð" skýrir Bond fyrir Felix Leiter strax eftir að hann hefur pantað sér drykkinn. " En ég vil að hafa hann stóran, sterkan, mjög kaldan og vel blandaðan. Ég hata smá skammta af hverju sem er, sérstaklega þegar þeir bragðast illa. Þessi drykkur er mín eigin uppfinning. Ég ætla að fá einkarétt á honum eftir að mér dettur í hug gott nafn á hann."bondsin6

Þótt drykkurinn komi fyrir bæði í Diamonds are forever (1956) og Dr. No (1958) bókum Flemings, er hann ekki notaður af Bond sjalfum í kvikmynd fyrr en í Goldfinger (1964). (Reyndar bíður Dr. Júlíus No Bond slíkan drykk í kvikmyndinni Dr. No. 1962)

Eftir það er drykkurinn notaður í flestum Bond-myndunum, á mismunandi hátt.

Í "You Only Live Twice" er hann boðinn hrærður ekki hristur og í Casino Royale (2006) svarar Bond hryssingslega þegar hann er beðin um að velja; "Lít ég ekki út fyrir að vera andskotans sama."

Roger Moore er eini Bondinn sem aldrei pantaði sér drykkinn en var boðið upp á hann í The Spy Who Loved Me.

 


Fimmti Bítillinn

beatles%20usmurrayk381Þegar talað er um fimmta Bítillinn er átt við einhvern þeirra sem sagður er eiga þann heiðurstitil skilinn vegna tengsla sinn við merkustu hljómsveit allra tíma The Beatles. Til mikillar gremju Brian Epsteins, var það sjálfsagt bandaríski plötusnúðurinn Murray the K sem fyrstur gerði tilkall til titilsins á grundvelli vinskapar síns við Bítlana í fyrstu heimsókn þeirra til Bandaríkjanna árið 1964. -

sutcliffe2En aðrir ættu titilinn miklu fremur skilið þeirra á meðal, Stu Sutcliffe sem lést nokkru áður en hljómsveinin var heimsfræg, Pete Bestsem var trommuleikari hljómsveitarinnar áður en Ringo Starr gekk til liðs við hana, Neil Aspinall sem var vinur, aðstoðarmaður og framkvæmdastjóri sveitarinnar á hljómleikaferðalögum hennar eða George Martin sem var útsetjari og upptökustjóri á hljómplötum hennar. pete-best-auto2

EpsteinG0508_468373Að auki hefur verið nefndur til sögunnar úr allt annarri átt og löngu eftir á, knattspyrnumaðurinn George Bestsem var fyrstur knattspyrnumanna til að verða að poppstjörnu. Hann safnaði löngu hári, var frá Manchester (næstum því Liverpool) og gekk um í bítlaregalíu eins og hún tíðkaðist á sjöunda áratug síðustu aldar. News1_1george%20best

Í Bretlandi og jafnvel víðar, á orðatiltækið "fimmti bítillinn" við um einhvern sem missir af velgengni einhvers sem hann hafði verið hluti af. Þetta á vissulega við um bæði Stu Sutcliffe og Pete Best í bókstaflegri merkingu.

 LBC útvarpsþætti árið 1989 kom hlustandi með þá eftirtektarverðu tillögu að fimmti Bítillinn væri Volkswagen bjallan utan á Abbey Road plötualbúminu. Kannski luma einhverjar lesendur á enn betri tillögum?  abbey_road


Olmekar, frummenning Ameríku

Dug-UpÁrið 1862 unnu starfsmenn á plantekru einni þar sem nú er Tabasco fylki í Mexíkó við að ryðja upp jarðvegi. Þeir komu niður á það sem þeir héldu að væri stór járnketill grafinn í jörð. Í von um að hafa fundið falinn fjársjóð grófu þeir áfram uns ljóst var að þarna lá risastórt tilhöggvið steinhöfuð.

Þetta var fyrsta steinhöfuðið af mörgum sem síðar fundust á svipuðum slóðum í Mexíkó og talið er að hafi verið gerð af fólki sem bjó á þessu svæði fyrir 3500 árum. Siðmenning þeirra og það sjálft er kennt við þetta svæði þ.e. OLMEK undirlendið.  

Síðan hefur komið í ljós að þessi mennig er sú elsta sem fundist hefur í mið-Ameríku, forverar hinna frægu Maya og allra síðari menninga í þessum hluta Ameríku. Talið er að Olmeka menningin hafi hafist u.þ.b. 1500 árum fk. og horfið í kring um 400 fk. Þar hafa samt fundist mannvistarleifar allt að 22.000 ára gamlar.  Líklegt er að Olmekar hafi blandast öðrum þjóðflokkum því menning þeirra á margt sameiginlegt með þeim sem á eftir komu.

OlmecHead1Þykkar varir og andlitsdrættir steinhöfðanna þóttu minna mikið á Afríkunegra sem síðan varð til þess að sumir álíta að Olmekar hafi komið frá Afríku. Sú staðreynd að tungumál þeirra líkist mjög nútímamáli Mali búa og líkamsör þeirra svipar til líkamsskreytinga Yoruba þjóðarinnar í Vestur Afríku þykir renna stoðum undir þær kenningar.

Olmekar bjuggu í þremur borgum. La Venta í Tabasco (Eystri hluta landsins), sem verslaði með Kókaó, gúmmí og salt.  San Lorenzo Tenochtitlan í Verakruz sem var miðdepill Olmeka siðmenningarinnar og  stjórnarsetur og trúar miðstöðvar þjóðarinnar voru staðsettar. Laguna de los Cerros, var einnig í  Verakruz, til vesturs. Sú borg stjórnaði hinum mikilvægu Basalt námum en Basalt var notað í millusteina, minnisvarða og styttur.

496px-Olmec_fish_vesselOlmekarnir hljóta að hafa haft listina í hávegum ef dæma má að þeim fjölda hellamálverka og steinhöggmyndum, jaðistyttum og munum sem fundist hafa á menningarsvæði þeirra. Dæmigerðar fyrirmyndir Olmeka voru Jagúar, hermenn með þykkar varir, karlmenn með tjúguskegg og börn. Olmekar virtust trúa því að þeir væru komnir af Jagúarköttum og þeir báru mikla virðingu fyrir dýrinu. Snákurinn var einni í hávegum hafður. Þeir fylgdu t.d. 365 daga dagatali, byggðu píramída, ræktuðu Maís og tilbáðu sömu guði frjósemi, stríðs, himins og náttúrunnar.h2_1979_206_1134


Sólin var einnig tengd ártrúnaðinum sem varð miklu langlífari en þjóðin sjálf og virðist hafa verið iðkuð meðal þjóða sem á eftir komu eins Zapoteka, Teotihuakana og Maya ásamt táknmálinu sem þeir fundum upp og byggingarlistinni sem þeir þróuðu. Það var ekki fyrr en að Spánverjar og kaþólska kirkjan kom til sögunnar að henni tókst að ganga af átrúnaði Olmeka dauðum. 

Sum af hinum risastóru basalt höfðum hafa fundist í meira en 100 km. fjarlægð frá þeim stað sem steininn í þau var numinn. Sú staðreynd hefur valdið fornleyfafræðingum miklum heilabrotum því erfitt er að sjá hvernig hægt var að flytja höfuðin eða hráefnið í þau þetta langan veg án þess að nota til þess hjólið sem var tækniþekking sem Olmekar réðu ekki yfir þrátt fyrir að nota það við gerð leikfanga. Líklegasta skýringin þykir vera að Olmekar hafi flutt þau á flekum sem þeir drógu um ár og viðamikið síkjakerfi sem fundist hafa vísbendingar og menjar um. The_Wrestler_%28Olmec%29_by_DeLange

Olmekar voru fyrstir þjóða til að læra að nýta sér gúmmí og hægt er að sjá á mismunandi styttum af boltaleikmönnum að boltinn var sleginn með olnbogum, mjöðmum og hnjám en að nota hendurnar var ólöglegt. Greinilegt er að þessi boltaleikur var eins og "ísknattleikur" indíána í Kanada nokkru seinna,  hluti af trúariðkun Olmeka.

Það sem mér finnst menning Olmeka færa okkur heim sanninn um að fólk er ætíð tilbúið að leggja miklu meira á sig fyrir hugmyndir sem eru stærri enn mannfólkið sjálft.

olmec_133Guð, guðir, eða guðdómlegir hlutir, lífið eftir dauðann og kosmísk áhrif,  fá manninn til að byggja píramída, styttur og mannvirki sem hann mundi aldrei gera í nafni sjálfs síns. Til að byggja mikil manvirki þarf fjöldi fólks að sameinast um verkið. Um þetta vitnar sagan, sama hvar niður er komið í henni. Aftur á móti eru stærstu mannvirkin sem byggð eru í dag, byggð í svokölluðum "hagnýtum tilgangi" eða til dýrðar og fyrir fjármagnið.

 

 


Skrýtnar og skemmtilegar myndir

weird-tree

Embla

weird_male_tree

Askur

weird-motorcycle

Einhjól

weird-house-05

Það er allt á hvlofi heima hjá mér.

WeirdHome2

Draumakot snúllunnar.

weird-clothes

Vélræn tíska

weird_inventions10

Nýjasta útilegugræjan

weird-cloud

Skýjaborgir

weird_crustacean

Ummm Humar

weird%20wedding%20rings

Giftingahringir píparans

weird

Með keðju,

 

 


Gremja Íslendinga

Það þarf ekki annað en að líta aðeins yfir skrif bloggara síðustu vikurnar til þess að sjá að þjóðin er að fara á límingunum. Mótmælafundir og fréttir af skoðanakönnunum, sem sýna að íslendingar eru fullir af gremju, staðfesta þetta líka. 

AsiaTrip_446Á meðan allar þjóðir heimsins með Bandaríkin og Bretland í fararbroddi reyna hvað þær geta til að lækka vexti með það fyrir augum að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang og til að mæta árhrifum alheimslegrar peningakreppu, hækka Íslendingar sína stýrivexti þannig að þeir eru nú hæstir  á Íslandi af öllum löndum heimsins. Íslendingar eru sem sagt þegar byrjaðir að borga það sem útherjar þeirra töpuðu í útlöndum.

trafficjamHinum almenna borgara líður eins og manni í umferðarhnút. Hann veit að hann er hluti af vandamálinu en getur ekkert aðhafst til að greiða úr því. Sumir heimta nýja löggu til að stjórna umferðinni, aðrir heimta ný umferðarlög, enn aðrir vilja láta skipa nýjan umferðarstjóra. En allar kröfur um nýja löggu, lög og  umferðarstjóra eru virtar að vettugi og það eina sem þjóðin getur er að liggja á flautunni. Stjórnvöld eru vissulega ekki öfundsverð af því að reyna að bjarga þjóðinni frá gjaldþroti en þau virðast neita að horfast í augu við þá einföldu staðreynd að þeir eru að starfa í umboði þjóðarinnar, ekki bankakerfisins eða verðbréfamarkaðarins.

Það hefur lengi loðað við óhefta auðhyggju að þar dregur hver til sín eins mikið og eins ört og hægt er. Hjá langflestum auðmönnum eru peningarnir ekki aðalmálið, heldur leikurinn. Þeir eiga miklu meiri peninga enn þeir fá nokkru sinni komið í lóg á sinni æfi með persónulegri neyslu. Því nota þeir peninga til að halda skor í keppninni við hvern annan.circ_system_poster

Auðhyggjumenn virka eins og blóðtappar í líkama heimsins. Fjármagnið er blóðið sem á að flytja næringu og súrefni til allra hluta líkamans og allir hlutar þessa alheimslega líkama þurfa að vera heilbrygðir og starfandi, annars mun allur líkaminn þola fyrir það fyrr eða síðar.

Lengi vel hafa auðhyggjumenn komist upp með að sanka að sér auði og haft að engu alvarlegar afleiðingar öfga þeirrar auðsöfnunar og öfga fátæktarinnar sem verður til umleið á stórum hluta heimsins. Afríka, Asía og suður Ameríka hafa lengst af verið þau svæði heimsins sem minnst af lífsblóði heimsins hefur flætt um. Íslendingar kærðu sig lengi vel kollótta um afkomu þessara landsvæða, eins og aðrir.  

Nú fær Ísland aftur eftir næstum því aldar langt hlé að finna fyrir blóðleysinu. Þeir sem mergsugu landið, en þar er einmitt blóðið framleitt, gera hvað þeir geta til að bjarga eigin rassi, svo þeir geti haldið áfram leiknum, þegar úr rætist.

En áður en gripið er til aðgerða til að þetta komi ekki fyrir aftur þarf að grípa til ákveðinna neyðaraðgerða.

Ef íslendingar ætluðu sér að bregðast við eins og aðrar þjóðir þar sem að kreppir og þær eru fáar þar sem svo er ekki,  mundu eftirfarandi aðgerðir vera í fullu samræmi.

Hér koma sex tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum til næstu sex mánaða eru þessar;

1. Lækka stýrivexti strax niður í 4.5% og eftir tvo mánuði niðir í 4.0%

2. Neita að borga Icesave skuldir umfram 16.000 pund eins og tryggingarsjóðurinn gerði ráð fyrir og láta reyna á það fyrir dómsstólum ef Bretar gera kröfur um annað.

3. Ekki þiggja neitt lán sem veitt er með skilyrðum um íhlutun í efnahagsstjórn landsins eða er með hærri vöxtum en 4.5%

4. Hætta að flytja inn allar vörur sem ekki eru nauðsynlegar til afkomu fólksins í landinu.

5. Kaupa aðeins íslenska vöru.

6. Taka upp Evru sem gjaldmiðil eftir sex mánuði.


Aðfangadagskvöld allra heilagra messu.

halloween-eveSenn líður að messu allra heilagra sem haldin er samkvæmt hefðum þann 1. Nóvember og í kjölfar hennar; "Allra sálna hátíðin" sem er haldinn 2. Nóvember.

Aðfangadagskvöld allra heilagra hátíðarinnar sem haldin er 31. Október er að sjálfsögðu betur þekkt undir ameríska nafninu Halloween.

Bæði messa Allra heilagra og Dagur allra sálna eru kaþólskir helgidagar, en aðfangadaginn ber upp á hátíð sem á rætur sínar að rekja alla leið aftur til forn Kelta og nefndist þá Samhain hátíðin. Samhain (trúlega samstofna íslenska orðinu "sumar")  var lokadagur sumars þar sem tvær megin árstíðirnar vetur og sumar mætast. 

Það var Gregory IV páfi (827-844) sem flutti dag Allra heilagra, sem var sameiginlegur dagur allra dýrlinga sem ekki áttu sér þegar sérstakan dag, frá 13 Maí til 1. Nóvember og hafði þá líklega í huga að velja dag sem ekki var helgidagur fyrir eins 13. Maí sem var forn Rómverskur helgidagur kenndur við Lúmeríuhátíðina.

lakshmi_litAðfangadagskvöld allra heilagra messu (Halloween) sem hefur til skamms tíma verið kallað á íslensku "Hrekkjavaka" svipar mikið til Jónsmessunætur og þrettánda dags jóla. Sem kunnugt er er það sá tími þegar álfar og huldfólk og aðrar vættir eru á sveimi öðrum tímum fremur og menn eru líklegri til að sjá þær og hafa við þær samskipti. 

Á "hrekkjavökunni" eru draugar og yfirnáttúrulegar verur sagðar á ferð og mörk þess sem er raunverulegt og óraunverulegt færast úr stað. Haldið er upp á kvöldið í Bandaríkjunum, Kanada, Írlandi, Puerto Rico, Japan, Nýja Sjálandi, Bretlandi og sumstaðar í Ástralíu. Í Svíþjóð er Allraheilagra messa haldin hátíðleg fyrsta laugardag í Nóvember.

73620-004-729B98ABÍ Bandaríkjunum ber Hrekkjavökuna upp á svipaðan tíma og grasker verða fullþroska. Úr þeim er gjarnan gert ljósker og skrumskælt andlit skorið út úr kerinu. Þá er einnig siður barna að klæðast grímubúningum og fara hús úr húsi til að snýkja sér sælgæti.

 


The capital of Iceland

big-ben-picture-2Klukkan var færð aftur um klukkustund í nótt. Ég er því aftur kominn á sama tímaról og Ísland. Ég veit samt ekki nákvæmlega hvenær þetta gerðist, þ.e. hvort að klukkan eitt í nótt hafi hún verið færð aftur til 24:00 eða klukkan 24:00 í nótt; hafi hún verið færð aftur til baka til 23:00.

Með þessu fyrirkomulagi var sem sagt gærdagurinn einni stundu lengri eða að dagurinn í dag verður einni stundu lengri.

Ég held að ég hafi verið spurður þessarar spurningar þrisvar í gærkveldi af náungum sem allir ætluðu að vera svolítið fyndnir á minn kostnað.

Spurningin er sem sagt, What is the capital of Iceland?

Svar; Four and a half pounds.


Bestu vinir....

 Bretar bjóða Íslandi lán og taka Landsbankann af hryðjuverkalistanum. Maður klökknar.

Rógur og skrum

LopapeysaFjölmiðlar landa beggja vegna Atlantshafsins hafa síðustu daga reynt að gera efnahagsástandinu á Íslandi einhver skil og oft gripið í því sambandi til orða og hugtaka sem eru afar röng og villandi. Að segja að Ísland sé núna "þróunarland", vegna þess að efnahagur þess var svo samtvinnaður bönkum sem urðu illa úti í efnahagshruninu sem allur heimurinn er að fara í gegn um, er fáránleg fréttamennska, skrum og rógur.

Þróunarlönd eru þau lönd sem ekki hafa náð langt í þróun lýðræðis, frjáls markaðar, iðnvæðingar, velferðakerfis og mannréttinda fyrir þegna sína. Þróun landa er mæld eftir ákveðnum stöðlum sem taka tillit þjóðarframleiðslu og almennra launa í landinu, lífslíka og læsi þegna þess. Ekkert af þessu hefur hnignað á Íslandi á síðustu vikum.

Það er líka fáránlegt að heyra Íslendinga sjálfa, jafnvel þótt þeir séu skelkaðir eða/og reiðir,  líkja landinu við "bananalýðveldi". Orðið bananalýðveldi er orð sem var fundið upp til að lýsa á niðrandi hátt smáþjóðum sem voru/eru afar óstöðugar pólitískt séð og urðu auk þess að reiða afkomu sína á afmörkuðum landbúnaðarvörum eins og banönum. Þeim er venjulega stjórnað af fáum sjálfkjörnum, ríkum og spilltum klíkum eins og voru lengi af við völd í löndum mið-Ameríku eins og El Salvador, Belize, Nicaragua, Honduras, og Guatemala.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband